Héraðsdómur Reykjaness Dómur 13. febrúar 2020 Mál nr. S - 1874/2019 : Ákæruvaldið (Matthea Oddsdóttir saksóknarfulltrúi) g egn A (Björn Jóhannesson lögmaður) B (Úlfar Guðmundsson lögmaður) C (Úlfar Guðmundsson lögmaður) og D (Agnar Þór Guðmundsson lögmaður) (Snorri Snorrason réttargæslumaður brotaþola) Dómur: Mál þetta var þingfest 18. nóvember 2019 og dómtekið 3. febrúar sl. að loknum munnlegum málflutningi. Málið höfðaði Héraðssaksóknari með ákæru 24. október 2019 á hendur ákærðu, A , kt. [...] , [...] , [...] , B , kt. [...] og C , kt. [...] , báðum til heimilis að [...] , [...] og D , kt. [...] , [...] , [...] , fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa aðfaranótt lauga rdagsins 2. september 2017 í félagi ráðist á E fyrir framan matsölustaðinn Ungó við Hafnargötu í Reykjanesbæ; ákærði B með því að kýla hann ítrekað með krepptum hnefa í andlit og ákærðu saman, eftir að E féll til jarðar, með því að kýla, traðka og sparka í höfuð og líkama hans þar sem hann lá á jörðinni, allt með þeim afleiðingum að E hlaut mar og bólgu til hliðar við vinstra auga, skrámusár við vinstra hné, þreifieymsl í andliti, hálsi, hnakka og í bakvöðvum sitt hvoru megin við hryggjarsúlu og eymsl í fra mhandlegg og lærlegg. Er háttsemin í ákæru talin varða við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og þess krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Af hálfu E , kt. [...] , er þess krafist að ákærðu verði dæmd ir til að greiða honum óskipt 1.200.000 krónur með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 2. september 2017 til þess dags er mánuður er liðinn frá birtingu 2 bótakröfu, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Til vara er þess krafist að hver ákærði, í samræmi við sök, verði dæmdur til að greiða brotaþola bætur að mati dómsins, sem beri sömu vexti og áður greinir. Loks verði ákærðu dæmdir til að greiða brotaþola málskostnað vegna bót akröfunnar og þóknun réttargæslumanns. Ákærðu krefjast aðallega sýknu af kröfum ákæruvalds og að framlagðri bótakröfu verði vísað frá dómi, en að því frágengnu verði þeir dæmdir til vægustu refsingar sem lög leyfa og bætur stórlega lækkaðar. Þá verði máls varnarlaun og annar sakarkostnaður greiddur úr ríkissjóði. I. Samkvæmt frumskýrslu lögreglu var hún kvödd að Ungó við Hafnargötu í Reykjanesbæ aðfaranótt laugardagsins 2. september 2017 (Ljósanótt) vegna slagsmála. Er þangað kom var allt með kyrrum kjörum, en á vettvangi gaf sig fram E og kvaðst hafa orðið fyrir árás fjögurra pilta. Hann hafi verið kýldur og fallið til jarðar og þeir sparkað í og traðkað á andliti hans. Lögregla ræddi einnig við F , sem kvaðst hafa séð ákærða B ganga að E , kýla hann í andlit hafi fleiri ráðist á E , hent honum í jörðina og ákærði D sparkað í höfuð hans. E leitaði sömu nótt á bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Segir um komu hans þangað í vottorði G læknis að E h afi verið fyrir utan Ungó og einhver strákur fengið borgað fyrir að kýla hann í andlitið. Í kjölfarið hafi fleiri komið að, þeir ráðist á hann og E grúft sig niður í jörðina með handleggi yfir höfuð til að verjast höggunum, en þau hafi verið mjög mörg og komið víða í líkama hans. Við líkamsskoðun sást vægt mar og bólga til hliðar við vinstra auga og mjög vægt skrámusár á vinstra hné. Önnur áverkamerk i voru ekki sjáanleg, en E kvartaði undan verkjum í andliti, hnakka og víðar og var á þeim grunni greindur með þau þreifieymsl sem lýst er í ákæru. Samkvæmt nefndri frumskýrslu fór E sömu nótt á lögreglustöð og vildi gefa betri framburð. Hann kvaðst haf a verið fyrir utan Ungó og ákærði A abbast upp á hann. Ákærða B hafi borið að, hann kallað E aumingja, kýlt hann í andlitið og montað sig af því að hafa fengið þúsund krónur fyrir höggið. E hafi rifið í ákærða B og sá brugðist við með því að reyna að kýla hann aftur, en það ekki tekist. Í framhaldi hafi meðákærðu A , C og D ráðist á hann í félagi, E endað í jörðinni og þeir sparkað í og traðkað á höfði hans. E gaf formlega kæruskýrslu 20. september 2017. Hann kvaðst hafa verið fyrir utan Ungó ásamt H kæru stu sinni, F og fleiri vinum þegar ákærði A hafi abbast upp á 3 hann og skipað honum að fara í burtu. Í framhaldi hafi ákærði B kýlt hann í andlitið með krepptum hnefa, E gripið í ákærða og reynt að halda honum frá, en B náð að greiða honum nokkur föst högg í andlit og bringu. Í framhaldi hafi allir ákærðu ráðist á hann, E dottið í jörðina og ákærðu kýlt og sparkað í hann víðs vegar um líkamann og einn þeirra sparkað í og traðkað á höfði hans. Meðan á þessu stóð hafi E lokað augunum og haldið höndum um höfuð sér. Hann kvaðst ekki vita um nákvæma þátttöku ákærðu hvers og eins í árásinni og hversu mörg höggin hafi verið, en árásin hafi staðið yfir í 15 - 20 mínútur áður en ákærðu hlupu á brott. Hann hafi frétt eftir á að ákærði B þúsundkalli II. Ákærði A var kallaður til yfirheyrslu hjá lögreglu 4. febrúar 2018. Hann neitaði sök, en kvaðst hafa orðið vitni að hópslagsmálum fyrir utan Ungó sem E hafi tekið þátt í, án þess að ákærði sæi hann verða fyrir höggum eða spörkum. Ákærði D var yfirheyrður 29. júní 2018. Hann neitaði sök, en kvaðst þó hafa verið á staðnum og orðið vitni að slagsmálum, en vissi ekki hverjir áttu hlut að máli. Ákærðu B og C voru yfirheyrðir 4. desember 2018. Þeir neituðu sök og kusu að tjá sig ekki um sakarefni að öðru leyti. III. Fyrir liggur upplýsingaskýrsla lögreglu 4. desember 2018. Þar er greint frá 49 sekúndna myndupptöku sem vitnið I afhenti lögreglu undir rannsókn málsins. Myndskeiðið sýni ekki upphaf átaka að öllu leyti en sýni þó vel hvað gekk á fyrir utan Ungó. Sjá megi E og ákærða B í átökum og ákærða kýla ítrekað í og í átt að E með krepptum hnefa á meðan E heldur ákærða frá sér . Sjá megi dreng reyna að stía þeim í sundur, ákærða D rífa þann dreng í burtu og ákærða B þannig ná að halda áfram að láta höggin dynja á E . Hann falli svo í jörðina og við það komi ákærðu D og A inn í átökin og megi sjá þá tvo og ákærða B sparka og lemja í E þar sem hann liggur í jörðinni. IV. F gaf vitnaskýrslu hjá lögreglu 19. febrúar 2019. Hann kvað mikinn mannsöfnuð hafa verið fyrir framan Ungó þegar ákærðu veittust að E . Ákærði B hafi greitt E eitt högg og allir ákærðu síðan kýlt hann, E fallið í jö rðina og ákærðu í framhaldi sparkað í hann. Þegar allt var yfirstaðið hafi ákærði B kallað eftir greiðslu fyrir að kýla E . F kvaðst ekki muna hver þáttur ákærðu hvers og eins hafi verið í atlögunni að E og sá ekki hvar spörk 4 ákærðu lentu í líkama hans. Fram kom að vitnið mundi ekki hvort ákærði C hafi verið á staðnum. I gaf vitnaskýrslu 4. apríl 2019. Hann kvaðst hafa verið fyrir utan Ungó, orðið var við rifrildi milli ákærða A og E og séð ákærða kýla E . Í framhaldi hafi aðri r 2 - 3 piltar einnig ráðist á E og vitnið séð ákærðu A og B , auk eins eða tveggja annarra, kýla og sparka í hann. Hópur hafi myndast í kringum slagsmálin og hafi hann ekki séð hvar höggin og spörkin lentu. H gaf vitnaskýrslu 8. apríl 2019. Hún kvað töluve rð illindi hafa verið á milli E , fyrrum kærasta síns og ákærða A fyrir umrætt atvik. Greint sinn hafi hún og E hitt ákærða og meðákærðu B og C fyrir utan Ungó og hún reynt að draga E í burtu til að forðast vandræði. Ákærði A hafi skipað E að hafa sig á bur t en E sagst hafa fullan rétt á að vera þarna. Við það sama hafi annað hvort ákærði B eða ákærði C kýlt E . Hún hafi næst vitað af E liggjandi í jörðinni og séð ákærðu A , B og C , auk fjórða manns, lemja og sparka í hann. J gaf vitnaskýrslu 11. apríl 2019. H ann kvaðst hafa séð ákærða A og fleiri stráka atast í E fyrir utan Ungó. J hafi horfið frá stutta stund en snúið aftur og þá séð E liggjandi í jörðinni og mikil átök í gangi. Hann hafi reynt að hjálpa E , en þá verið á hann ráðist. V . Ákærði A neitaði sök fyrir dómi. Hann kvaðst hafa verið einn á ferð fyrir utan Ungó, undir áhrifum áfengis og séð um 50 ungmenni hinu megin götunnar. Sökum margmennis hafi hann ekki séð hvað gerðist, heyrði bara öskur og læti í um 10 sekúndur og svo hafi allt verið yfirstaðið. Ákærða var sýnt myndskeið af átökum við Ungó og kvaðst hann hvorki þekkja sig né meðákærðu á upptökunni. Ákærði B neitaði sök fyrir dómi. Hann kvaðst hafa verið við drykkju umrædda nótt, en ekki hafa verið fyrir utan Ungó þegar ráðist var á E . Ákærða v ar sýnt myndskeið af átökum við Ungó og kvaðst hann hvorki þekkja sig né meðákærðu á upptökunni. Ákærði C neitaði sök fyrir dómi og vildi ekki svara fyrir það hvort hann hafi verið fyrir utan Ungó umrætt sinn. Ákærða var sýnt myndskeið af átökum við Ung ó og neitaði að tjá sig um hvort hann sæi sig eða meðákærðu á upptökunni. Ákærði D neitaði sök fyrir dómi. Hann kvaðst hafa verið á ferð fyrir utan Ungó, lítillega undir áhrifum áfengis, séð þegar átök hófust með því að tveir strákar kýldu hvorn annan o g dreif þá að hóp fólks í kringum þá. Hann kvaðst ekki hafa skipt sér af átökunum og engan þátt hafa tekið í þeim. Á greindum tíma hafi hann verið með sítt hár, tekið upp 5 í snúð. Ákærða var sýnt myndskeið af átökum við Ungó og kvaðst hann hvorki þekkja sig né meðákærðu á upptökunni. E bar fyrir dómi að ákærði A hafi stofnað til illinda við hann fyrir utan Ungó og gat þess að hann hefði aldrei getað farið til Keflavíkur án þess að lenda í vandræðum með ákærða. Það hafi síðan verið ákærði B sem kýldi hann fyrst í andlitið. E hafi þá gripið í ákærða og reynt að halda honum frá, en ákærði engu að síður náð að kýla hann aftur og aftur í andlit og maga áður en E náði að hrinda honum í jörðina. Í framhaldi hafi ákærðu D , C og A ráðist á hann og sá síðastnefndi kýlt E í jörðina. Í kjölfarið hafi ákærðu sparkað í fáeinar sekúndur í andlit hans, höfuð og bringu og hann borið hendur fyrir höfuð sér og lokað augunum. Hann kvaðst ekki hafa séð hverjir spörkuðu í hann en sagði þetta sj ást á myndupptöku. E kvað átökin sjálf hafa varað í mesta lagi 5 mínútur. Hann kvað einhvern ákærðu hafa traðkað á efri hluta líkama hans, en minntist þess ekki að traðkað hafi verið á höfði hans. E kvaðst ekki hafa verið undir áhrifum áfengis og minnti að hann hefði ekki smakkað dropa þessa nótt. Hann kvaðst hafa mætt til vinnu strax daginn eftir. E var sýnt myndskeið af átökum við Ungó og kvaðst hann sjá alla ákærðu veitast að honum á upptökunni. Ákærði C sjáist einnig draga J í burtu. F bar fyrir dómi að ákærðu hafi gert aðsúg að E fyrir utan Ungó og ákærði B greitt honum fyrsta höggið. Í framhaldi hafi allir ákærðu ráðist á hann með höggum og spörkum. F sagði stóran hóp hafa safnast þarna saman, hlutirnir gerst hratt og hann lítið séð vegna mannmergða r. Hann kvaðst þó hafa séð ákærðu reyna að kýla E í höfuðið, sá þá kýla hann fast í líkamann og sá þá líka sparka fast í E eftir að hann féll í jörðina. Hann kvaðst ekki hafa séð hver ákærðu gerði hvað á hlut E þar sem allt hafi gerst svo hratt. F kvaðst h afa verið allsgáður umrædda nótt. Borinn var undir F framburður hans hjá lögreglu og staðfesti hann að hann hefði skýrt satt og rétt frá í bæði skipti. Hann kvaðst þó ekki muna eftir að hafa séð ákærða D sparka í höfuð E . H bar fyrir dómi að hún myndi líti ð eftir atvikum, en hafi séð ákærðu A , B og C veitast að E fyrir utan Ungó. Hún kvaðst ekki hafa séð hvernig átök hófust, bar að hún hefði orðið hrædd þegar þau byrjuðu og því vikið frá um stund. Hún hafi þó séð að sparkað var í E og hann kýldur í líkamann þar sem hann lá í jörðinni, en vissi ekki hver gerði hvað á hans hlut. Borinn var undir H framburður hennar hjá lögreglu og staðfesti hún að hún hefði skýrt satt og rétt frá við þá skýrslugjöf. I bar fyrir dómi að hann hafi verið fyrir utan Ungó og séð ák ærðu A og B ráðast á E . Mikill mannfjöldi hafi verið á staðnum. Hann kvaðst ekki vita hvernig átök hófust 6 og lítið séð hvernig þeim vatt fram. Hann kvað nefnda ákærðu hafa kýlt E í andlit og líkama, en sá þá ekki sparka í hann. Hann kvaðst ekki vita hvort högg ákærðu hafi verið föst og sá ekki E liggjandi í jörðinni. Borinn var undir I framburður hans hjá lögreglu og staðfesti hann að hann hefði skýrt satt og rétt frá við þá skýrslugjöf. Hann kvaðst þó ekki muna hvort spörk ákærðu hafi lent í E . J bar fyrir dómi að hann hafi verið með E fyrir utan Ungó, en kvaðst lítið muna eftir atvikum og sagðist ekki viss hvort hann hafi séð ákærðu á vettvangi. Borinn var undir J framburður hans hjá lögreglu og staðfesti hann að hann hefði skýrt satt og rétt frá við þá sk ýrslugjöf. G læknir staðfesti framlagt vottorð sitt fyrir dómi. Hann kvaðst hafa skráð í vottorðið frásögn E við líkamsskoðun umrædda nótt og taldi sig hafa skjalfest allt það helsta er fram kom í máli E . Hann kvað tvenn áverkamerki hafa verið sjáanleg og bar að áverki í andliti gæti samrýmst því að E hafi hlotið högg eða jafnvel spark. Hann kvað höfuðhögg almennt hættuleg og geta haft alvarlegar afleiðingar. Hann hafi þó ekki lagt mat á þetta í tilviki E og sagði áverka í andliti hans ekki hafa virst alvarlegir. VI . Ákærðu er gefin að sök sérstaklega hættuleg líkamsárás, með því að hafa í félagi ráðist á E fyrir utan Ungó í Reykjanesbæ aðfaranótt 2. september 2017; ákærði B með því að kýla hann ítrekað með krepptum hnefa í andlit og ákærðu saman, eftir að E féll til jarðar, með því að kýla, traðka og sparka í höfuð og líkama hans þar sem hann lá á jörðinni, allt með þeim afleiðingum sem lýst er í ákæru. Er háttsemin talin varða við 2. mgr. 218. gr. almen nra hegningarlaga nr. 19/1940 og varðar brot allt að 16 ára fangelsi. Verknaðar - og brotalýsing ákæru er auk frásagnar E reist á vitnisburði F , H , I og J , sem voru með einum eða öðrum hætti sjónarvottar að því sem gerðist fyrir utan Ungó umrædda nótt. Ákær uvaldið reiðir sig jafnframt á 49 sekúndna myndskeið sem I tók upp á farsíma og afhenti lögreglu undir rannsókn málsins. Loks styðst ákæruvaldið við læknisvottorð G og vætti hans fyrir dómi. Ákærðu neita aðild að málinu. Ákærðu A og D kannast þó við að haf a verið fyrir utan Ungó og orðið vitni að einhverjum slagsmálum, öfugt við ákærða B sem kveðst ekki hafa verið á staðnum, en ákærði C vildi ekki svara því fyrir dómi hvort hann hafi verið þar staddur þegar ráðist var á E . Dómurinn metur framburð ákærðu fyr ir dómi ótrúverðugan. 7 Eins og áður segir er myndupptaka af vettvangi aðeins 49 sekúndur að lengd. Hún sýnir atburðarás fyrir utan Ungó, þó ekki upphaf hennar. Á upptökunni má greinilega sjá ákærða B veitast að E með ítrekuðum hnefahöggum og varir sú árás í allt að 15 sekúndur áður en E fellur til jarðar skammt frá þeim stað sem átök hófust. Í framhaldi sjást allir ákærðu gera aðsúg að E þar sem hann liggur í jörðinni og varir sú atlaga að hámarki 5 sekúndur. Á þessum tímapunkti stendur hópur ungmenna fyrir myndavélinni og sést því illa í hverju seinni atlagan fólst. Þó sjást ákærðu sparka í E , þótt ekki sjáist hvar spörkin lentu og átökunum lýkur þegar E er stokkinn á fætur og ákærði A virðist greiða honum eitt högg í andlitið. Af myndskeiðinu að dæma virðis t ákærði C eiga minnstan hlut að máli. Sannað er með dómsframburði E , F og I , sem dómurinn metur trúverðugan og samrýmist nefndri myndupptöku, að ákærði B hafi byrjað atlögu að E með því að kýla hann ítrekað í andlitið með krepptum hnefa. Ennfremur er san nað, með sömu gögnum og dómsvætti H , að ákærðu hafi í félagi, eftir að E féll til jarðar, veist að honum með ítrekuðum spörkum. Eins og sakargögnum er farið er ósannað að spörk ákærðu hafi komið í höfuð E og eins er ósannað að ákærðu, einn eða fleiri, hafi traðkað á höfði hans. Læknisvottorð G og vætti hans fyrir dómi styðja þá ályktun. Verða ákærðu því ekki sakfelldir fyrir að sparka í eða traðka á höfði E , sbr. 108. gr. og 1. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Af vottorði og dómsvætti F , sem stutt er ljósmyndum teknum af E umrædda nótt, er ljóst að E hlaut smávægilega ytri áverka af árás ákærðu, þ.e. vægt mar og bólgu við vinstra auga og mjög vægt skrámusár á vinstra hné. Þess utan var hann greindur með þau þreifieymsl sem lýst er í ákær u. Samkvæmt framansögðu er ósannað að aðferð sú sem ákærðu beittu við greinda árás á E og afleiðingar hennar hafi verið aðrar og meiri en rúmast innan marka 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 10. gr. laga nr. 20/1981. Ber því að heimfæra háttsemi ákærðu undir téða lagagrein, en sök ákærðu er ófyrnd, sbr. 1. tl. 1. mgr . 81. gr. og 4. mgr. 82. gr. almennra hegningarlaga. VII. Við ákvörðun refsingar verður litið til þess að ákærðu réðust að tilefnislausu og í félagi á varnarlausan aðila og var atlaga þeirra einbeitt, sér í lagi atlaga ákærða B sem unnin var af mikilli he ift. Á hinn bóginn ber að taka tillit til ungs aldurs ákærðu, en þeir voru aðeins 16 ára er verkið var unnið. Þá eru þeir allir með hreint sakavottorð. Loks 8 þykir mega líta til þess hve langt er um liðið frá því brotið var framið og eiga ákærðu enga sök á þeim mikla drætti sem varð á lögreglurannsókn málsins. Að gættum þessum atriðum og með hliðsjón af sannaðri þátttöku ákærðu hvers og eins í brotinu þykir refsing ákærða B hæfilega ákveðin fangelsi í tvo mánuði, en refsing annarra ákærðu fangelsi í einn mán uð. Eftir atvikum þykir mega ákveða að fresta fullnustu dæmdra refsinga í tvö ár frá dómsbirtingu að telja enda haldi ákærðu hver fyrir sig almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Samkvæmt greindum málsúrslitum og með vísan til 3. mgr. 176. gr. laganna um meðferð sakamála ber að dæma um miskabótakröfu E , sem reist er á 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. E á rétt til miskabóta úr hendi ákærðu á grundvelli a. liðar 1. mgr. 26. gr. laganna og þykja þær hæfilega ákveðnar 4 00.000 krónur. Ákærðu greiði þá fjárhæð óskipt með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 2. september 2017 til 12. desember 2019, þá er mánuður var liðinn frá birtingu bótakröfunnar, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá ber að dæma ákærðu óskipt til að greiða þóknun Snorra Snorrasonar skipaðs réttargæslumanns E hér fyrir dómi, að meðtöldum kostnaði við framsetningu bótakröfunnar hjá lögreglu. Með hliðsjón af eðli og umfang i máls og að teknu tilliti til tímaskýrslu réttargæslumanns þykir sú þóknun hæfilega ákveðin 400.520 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti, auk 1.624 króna aksturskostnaðar. Dæma ber ákærðu óskipt til að greiða 28.000 króna útlagðan sakarkostnað samkvæmt yf irliti ákæruvalds. Þá ber að dæma ákærðu til að greiða málsvarnarlaun verjenda sinna. Þykja málsvarnarlaun Björns Jóhannessonar verjanda ákærða A við rannsókn og meðferð máls hæfilega ákveðin 657.200 krónur, málsvarnarlaun Úlfars Guðmundssonar verjanda ákæ rðu B og C við rannsókn og meðferð máls hæfilega ákveðin 657.200 krónur, sem þeir greiði óskipt og málsvarnarlaun Agnars Þórs Guðmundssonar verjanda ákærða D hér fyrir dómi hæfilega ákveðin 530.720 krónur. Hefur í öllum tilvikum verið tekið tillit til virð isaukaskatts. Jónas Jóhannsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærði B sæti fangelsi í tvo mánuði. Ákærðu A , C og D sæti fa ngelsi í einn mánuð. Fullnustu refsinga ákærðu skal fresta og þær falla niður að liðnum tveimur árum 9 frá dómsbirtingu haldi ákærðu almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærðu greiði óskipt E 400.000 krónur með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 2. september 2017 til 12. desember 2019, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærðu greiði óskipt 400.520 króna þóknun Snorra Snorrasonar réttargæslumanns E og 1.624 króna aksturskostnað. Ákærðu greiði óskipt 28.000 króna útlagðan sakarkostnað. Þá greiði ákærði A 657.200 króna málsvarnarlaun Björns Jóhannessonar lögmanns, ákærðu B og C óskipt 657.200 króna málsvarnarlaun Úlfars Guðmundssonar lögmanns og ákærð i D 530.720 króna málsvarnarlaun Agnars Þórs Guðmundssonar lögmanns. Jónas Jóhannsson