Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 17. nóvember 2021 Mál nr. S - 3749/2021 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ( Kristín Einarsdóttir saksóknarfulltrúi ) g egn Adam Piet Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 2 7 . júlí 2021, á hendur Adam Piet, [...] , [...] , Reykjavík , fyrir eftirtalin brot: 1. Þjófnað, ólögmæta meðferð fundins fjár og fjársvik með því að hafa mánudaginn 2. nóvember 2020, stolið þvottaefni að verðmæti kr. 869 kr., úr verslun Nettó í Mjódd og á sama tíma tekið peningaveski A , kt. [...] , sem skilið var eftir á afgreiðsluborði versl unarinnar og í kjölfar þess framvísað í blekkingarskyni og án heimildar greiðslukorti í [...] eigu til að greiða fyrir vörur í neðangreindum færslum, alls að verðmæti 16.647 kr. og þannig skuldfært andvirði varanna á reikning A . Tilvik Dags. Vettvangur F járhæð 1 02.11.2020 Jón og co, Mjódd 2.570 kr. 2 02.11.2020 Pick - nick, Mjódd 2.500 kr. 3 02.11.2020 Olís Álfabakka 5.000 kr. 4 02.11.2020 Nettó Mjódd 2.228 kr. 5 02.11.2020 N1, Skógarseli 2.980 kr. 6 02.11.2020 Krónan, Árbæ 1.369 kr. Telst háttsemi þessi varða við 1. mgr. 244. gr., 246. gr. og 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 2. Umferðar - og fíkniefnalagabrot með því að hafa sunnudaginn 17. janúar 2021, ekið bifreiðinni [...] án gildra ökuréttinda og undir áhrifum ávana og f íkniefna (í blóðsýni mældist amfetamín 430 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 2,5 ng/ml) um Bæjarbraut í Reykjavík, við Hraunbæ þar sem lögregla hafði afskipti af ákærða 2 og á sama tíma haft í vörslum sínum 0,42 g af amfetamíni sem lögregla fann í bíl ákærða. Telst þessi háttsemi varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 og 2. gr., sbr. 5. og 6. gr., laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíknie fni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. 3. Þjófnað með því að hafa á tímabilinu 17. janúar til 6. febrúar 2021 dælt eldsneyti, með dælulykli í eigu B , samtals að fjárhæð 300.026 kr. Tilvik Dags. Vettvangur Fjárhæð 1 17.01.2021 N1 Ártúnshöfði 5.269 kr. 2 17.01.2021 N1 Borgartún 13.860 kr. 3 17.01.2021 N1 Skógarsel 14.847 kr. 4 17.01.2021 N1 Skógarsel 2.713 kr. 5 17.01.2021 N1 Skógarsel 12.377 kr. 6 18.01.2021 N1 Ártúnshöfði 3.583 kr. 7 18.01.2021 N1 Stórihjalli 3.059 kr. 8 18.01.2021 N1 Stórihjalli 7.659 kr. 9 18.01.2021 N1 Stórihjalli 35.699 kr. 10 20.01.2021 N1 Ártúnshöfði 16 kr. 11 20.01.2021 N1 Ártúnshöfði 26.869 kr. 12 20.01.2021 N1 Skógarsel 23.131 kr. 13 20.01.2021 N1 Ártúnshöfði 10 kr. 14 21.01.2021 N1 Ártúnshöfði 933 kr. 15 04.02.2021 N1 Ártúnshöfði 21.833 kr. 16 04.02.2021 N1 Skógarsel 22.144 kr. 17 04.02.2021 N1 Skógarsel 6.024 kr. 18 05.02.2021 N1 Stórihjalli 45.281 kr. 19 05.02.2021 N1 Stórihjalli 4.718 kr. 20 06.02.2021 N1 Lækjargata 50.000 kr. Telst þessi háttsemi varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 4. Umferðarlagabrot með því að hafa laugardaginn 6. febrúar ekið bifreiðinni [...] án gildra ökuréttinda um Sæbraut í Reykjavík, við Skeiðarvog, þar se m lögregla hafði afskipti af ákærða. Telst háttsemi þessi varða við 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 3 5. Þjófnað og fíkniefnalagabrot með því að hafa laugardaginn 6. febrúar 2021, farið inn í bifreiðina [...] og stolið þaðan bensínkorti og á sama tíma haft í vörslum sínum 1,74 g af amfetamíni sem lögregla fann við öryggisleit á ákærða. Telst háttsemi þessi varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 2. gr., sbr. 5. og 6. gr., laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. 6. Þjófnað með því að hafa á tímabilinu 8. - 11. febrúar 2021 dælt eldsneyti, með bensínkorti í eigu C , sam tals að fjárhæð 222.000 kr. Tilvik Dags. Vettvangur Fjárhæð 1 08.02.2021 N1 Ártúnshöfði 7.552 kr. 2 08.02.2021 N1 Ártúnshöfði 30.059 kr. 3 08.02.2021 N1 Ártúnshöfði 2.744 kr. 4 09.02.2021 N1 Stórihjalli 10.032 kr. 5 09.02.2021 N1 Stórihjalli 18.002 kr. 6 09.02.2021 N1 Stórihjalli 4.382 kr. 7 09.02.2021 N1 Lækjargata 42.584 kr. 8 10.02.2021 N1 Stórihjalli 46.774 kr. 9 10.02.2021 N1 Stórihjalli 11.375 kr. 10 10.02.2021 N1 Stórihjalli 11.005 kr. 11 10.02.2021 N1 Stórihjalli 5.846 kr. 12 11.02.2021 N1 Lækjargata 28.861 kr. 13 11.02.2021 N1 Stórihjalli 2.784 . 7. Þjófnað með því að hafa á tímabilinu 12 - 16. febrúar 2021 dælt eldsneyti með tveimur bensínkortum í eigu D , samtals að fjárhæð 314.149 kr. 1 Tilvik 2 Dags. 3 Vettvangur 4 Fjárhæð 5 1 6 12.02.2021 7 N1 Ártúnshöfði 8 17.958 kr. 9 2 10 12.02.2021 11 N1 Ártúnshöfði 12 7.955 kr. 13 3 14 12.02.2021 15 N1 Stórihjalli 16 7.402 kr. 17 4 18 12.02.2021 19 N1 Ártúnshöfði 20 4.410 kr. 21 5 22 12.02.2021 23 N1 Stórihjalli 24 37.272 kr. 25 6 26 13.02.2021 27 N1 Ártúnshöfði 28 1.418 kr. 29 7 30 13.02.2021 31 N1 Stórihjalli 32 41.718 kr. 33 8 34 14.02.2021 35 N1 Ártúnshöfði 36 2.090 kr. 37 9 38 14.02.2021 39 N1 Stórihjalli 40 50.162 kr. 41 10 42 14.02.2021 43 N1 Ártúnshöfði 44 18.452 kr. 45 11 46 14.02.2021 47 N1 Skógarsel 48 4.296 kr. 4 49 12 50 15.02.2021 51 N1 Ártúnshöfði 52 19.693 kr. 53 13 54 15.02.2021 55 N1 Ártúnshöfði 56 1.321 kr. 57 14 58 15.02.2021 59 N1 Stórihjalli 60 2.334 kr. 61 15 62 15.02.2021 63 N1 Stórihjalli 64 47.666 kr. 65 16 66 16.02.2021 67 N1 Stórihjalli 68 27.377 kr. 69 17 70 16.02.2021 71 N1 Stórihjalli 72 22.624 kr. Telst þessi háttsemi varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 8. Þjófnað með því að hafa á tímabilinu 17. - 18. janúar 2021 dælt eldsneyti með bensínkorti í eigu E , samtals að fjárhæð 16.696 kr. Telst háttsemi þessi varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 9. Eignaspjöll með því að hafa laugardaginn 20. febrúar 2021, við Mjólkursamsöluna í Reykjavík, Bitruháls, valdið skemmdum á bifreiðunum [...] , [...] , [...] og [...] , með þeim afleiðingum að fjórar rúður að áætluðu verðmæti kr. 238.656 brotnuðu. Telst hátt semi þessi varða við 1. mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga. 10. Þjófnað með því að hafa þann 20. febrúar 2021 dælt eldsneyti með bensínkorti í eigu F , samtals að fjárhæð 50.000 kr. Telst háttsemi þessi varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr . 19/1940. 11. Þjófnað með því að hafa föstudaginn 26. febrúar 2021 dælt eldsneyti með bensínkorti í eigu G , samtals að fjárhæð 31.176 kr. Telst háttsemi þessi varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 12. Umferðar - og fíkniefnalagabrot með því að hafa fimmtudaginn 4. mars 2021, ekið bifreiðinni [...] án gildra ökuréttinda, án þess að hafa öryggisbelti spennt og undir áhrifum ávana - og fíkniefna (í blóðsýni mældist amfetamín 230 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 1,8 ng/ml) við Brekkubæ í Reykjav ík, við hús nr. [...] , þar 5 sem lögregla hafði afskipti af ákærða og á sama tíma haft í vörslum sínum 0,42 g af tóbaksblönduðu kannabisefni sem lögregla fann við öryggisleit í bifreiðinni. Telst háttsemi þessi varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr., 1. mgr. 5 8. gr. og 1. mgr. 77. gr., sbr. 1. mgr. 94. gr. og 1. mgr. 95. gr. og 2. gr., sbr. 5. og 6. gr., laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reg lugerð nr. 808/2018. 13. Umferðar - og fíkniefnalagabrot með því að hafa laugardaginn 20. mars 2021, ekið bifreiðinni [...] án gildra ökuréttinda og undir áhrifum ávana og fíkniefna (í blóðsýni mældist amfetamín 395 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 2,2 ng/ml) um Urðarbakka í Reykjavík, við Álfabakka, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn og á sama tíma haft í vörslum sínum 0,53 g af amfetamíni og 0,51 g af maríhúana sem lögregla fann við öryggisleit á ákærða. Telst háttsemi þessi varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 og 2. gr., sbr. 5. og 6. gr., laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reg lugerð nr. 808/2018. 14. Þjófnað með því að hafa á tímabilinu 28. mars til 7. apríl 2021 dælt eldsneyti með bensínkorti í eigu H , samtals að fjárhæð 115.928 kr. Tilvik Dags. Vettvangur Fjárhæð 1 28.03.2021 N1 Grafarholti 2.079 kr. 2 28.03.2021 N1 Gagnvegur 4.710 kr. 3 28.03.2021 N1 Norðlingaholti 25.671 kr. 4 30.03.2021 N1 Norðlingaholti 2.459 kr. 5 30.03.2021 N1 Norðlingaholti 29.968 kr. 6 05.04.2021 N1 Norðlingaholti 23.692 kr. 7 05.04.2021 N1 Skógarsel 6.864 kr. 8 07.04.2021 N1 Norðlingaholti 20.465 kr. Telst háttsemi þessi varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, sviptingu ökuréttar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Krafist er upptöku á 0,51 g af maríhúanna, 0,42 g af tóbaksblönduðu kannabisefni og 2,67 g af amfetamíni sem lagt var hald á, samkvæmt 6 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/ 2018 . Við þingfestingu málsins féll ákæruvaldið frá 6. lið ákæru. Ákærði sótti ekki þing við þingfestingu málsins og hafði ekki boðað forföll en hafði verið birt ákæra og fyrirkall í Lögbirtingablaði með lögmætum hætti. Verður málið dæmt samkvæmt heimild í a - lið 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála enda var þess getið í fyrirkallinu að þannig gæti farið um meðferð málsins. Með vísan til framanritað s og til rannsóknargagna málsins telst framangreind háttsemi sönnuð og er hún rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur í [...] . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 20 . júlí 2021, hefur ákærði ekki áður sætt refsingu og verður það meti ð honum til refsimildunar, sbr. 5. tölul. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/ 1940. Á hinn bóginn er litið til þess að ákærði er nú sakfelldur fyrir fjölmörg brot . Verður framangreint metið ákærða til refsiþyngingar. Með hliðsjón af framangreindum atriðum, sakarefni málsins og að virtum sakarferli ákærð a þy kir refsing ákærð a hæfilega ákveðin f angelsi í 6 mánuði , en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákær ði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Með vísan til lagaákvæða í ákæru er ákærði sviptur ökurétti í 3 ár frá birtingu dómsins að telja . Með vísan til lagaákvæða í ákæru eru gerð upptæk til ríkissjóðs 0,51 grömm af maríh úanna, 0,42 grömm af tóbaksblönduðu kannabisefni og 2,67 grömm af amfetamíni, sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins. Ákærði greiði 406.521 krónur í sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Júlí Karlsson saksóknarfulltrúi fyrir Kristín u Ei narsdótt u r saksóknarfulltrú a. Samúel Gunnarsson , aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Adam Piet, sæti fangelsi í 6 mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði er sviptur ökurétti í 3 ár frá birtingu dómsins að telja . 7 Upptæk eru gerð til ríkissjóðs 0,51 grömm af maríhúanna, 0,42 grömm af tóbaksblönduðu kannabisefni og 2,67 grömm af amfetamíni. Ákærði greiði 406.521 krónur í sakarkostnað. S amúel Gunnarsson