Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 30. októ ber 2019 Mál nr. E - 1280/2019 : A Ólafur Valur Guðjónsson g egn B og Ríkisútvarpinu ohf. Eva Bryndís Helgadóttir, Stefán A . Svensson Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 2 . október 201 9 , höfðaði A , [...], [...] , hinn 18. mars 201 9 gegn B , [...] , [...] , og Ríkisútvarpinu ohf. , [...], [...] . Dómkröfur stefnanda eru þær að stefndu greiði stefnanda óskipt miskabætur að fjárhæð 5.000.000 krónur , með vöxtum skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu , frá [...] 2018 til þess dags er mánuður er liðinn frá birtingu þessarar stefnu, en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar , eins og ekki væri um gjafsóknarmál að ræða. Báðir stefndu krefjast verulegrar lækkunar á dómkröfum stefnanda . I Helstu m álsatvik og ágreiningsefni Helstu málsatvik eru þau að í s jónvarpsþættinum [...] , sem sýndur var í opinni dagskrá stefnda Ríkisútvarpsins ohf. (hér eftir RÚV) þann [...] 2018, var birt viðtal sem stefndi B tók við stefnanda nokkru fyrr, er hún afplánaði refsidóm í fangelsinu á [...] . Var þáttaröðin í umsjón stefnda, B , sem annaðist einnig dagskrárgerð og framleiðslu þáttanna, ásamt öðrum manni . Í viðtalinu við stefnanda var m.a. rætt um ýmis persónuleg málefni hennar, s.s. [...] . Daginn eftir birti fjölmiðillinn [...] ítarlega umfjöllun um viðtalið, þar sem meginefni þess var rakið, m.a. með beinum tilvitnunum í það sem fram kom í þættinum. Í málinu liggja fyrir ýmis tölvupóstsamskipti og hafa engar athugasemdir verið gerðar við réttmæti þeirra . Samkvæmt þeim gögnum fór stefndi B þan n 6. júní 2017 fram á það við starfsmann F angelsismálastofnunar að fá leyfi til þess að taka ljósmyndir af 2 föngum sem fallist hefðu á að koma fram í þáttaröðinni [...] , þar á meðal stefnanda. Fram kom í tölvupósti hans að þegar hefðu verið tekin viðtöl við umrædda fanga og flesta þeirra nokkrum sinnum . F yrirhugað væri að nota myndirnar við gerð þáttanna. Varðstjóri á [...] upplýsti starfsmann Fangelsismálastofnunar 7. júní kl. 10.36 um að stefnandi heimilaði ekki myndatöku. Virðist þeim upplýsingum hafa verið komið á framfæri við stefnd a B skriflega þótt það bréf liggi ekki fyrir í málinu, því sama dag kl. 18.26 ritaði hann starfsmanni stofnunarinnar tölvubréf þar sem hann fram að hann teldi að það sem hingað til hefði verið gert hefði farið fram í fullu samráði við stofnunina og að svo yrð Hinn 9. júní leitað i starfsmaður stofnunarinnar aftur upplýsinga hjá varðstjóra, stefnda samdægurs. Í svari sínu sama dag við þeim skilaboðum tók stefndi fram að hann hefði verið og að aðallega hefði verið ein s við stefnanda með nokkru millibili og ekkert hefði bent til annars en að hún væri í viðtal u við stofnunina, fangaverðina og fangana Í svari starfsmanns Fangelsismálastofnunar sama dag var tekið fram að mikilvægt væri að öllum reglum væri fylgt. Var síðan farið yfir þær reglur, m.a. skily rði u m sem hefur áður samþykkt viðtal dregur samþykki sitt til baka er ekki unnt að veita heimild Ekki verður séð að frekari skrifleg samskipt i hafi átt sér stað milli aðila fyrr en [...] 2018, er sami starfsmaður Fangelsismálastofnunar sendi dagskrárstjóra stefnda RÚV 3 tölvupóst kl. 17.07 þar sem vakin var athygli á því að í næsta þætti af [...] yrði viðtal við fanga, þ.e. stefnanda, sem ekki hefði veitt endanlegt samþykki fyrir því. Var tekið fram að ítrekað hefði verið við stefnda B að drægi fangi sem áður hefði samþykkt viðtal samþykki sitt til baka væri stofnuninni ekki unnt að veita heimild til viðtals við þann fanga. Mætti honum því vera ljóst að hann hefði ekki heimild til að birta viðtal við stefnanda. Engu að síður stæði til að sýna viðtalið í næsta þætti og væri stefnandi í miklu uppnámi vegna þess . Fangelsismálastofnun gerði alvarlegar athugasemdir við þessi vinnubrögð og fæ ri fram á að umrætt viðtal yrði ekki sýnt. Óumdeilt er að framangreindur tölvupóstur Fangelsismálastofnunar barst samdægurs til vitundar dagskrárstjóra stefnda, enda er það staðfest í svari hans [...] 2018 við t ölvupósti lögmanns stefnanda þar sem gerðar voru athugasemdir við sýningu þáttarins án samþykkis hennar. Kemur þar fram að dagskrárstjórinn hafi án tafar borið sem þeir hefðu áður staðfest og fullvissað hann um, al lt frá upphafi vinnu við þessa þætti, Í framhaldi þessa virðast einhverjar sáttaumleitanir hafa farið fram milli aðila , sem ekki báru árangur , en í tölvubréfi dagskrá rstjórans til lögmanns stefnanda [...] kemur . Stefnandi leitar í máli þessu miskabóta á grundvelli 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 vegna birtingar viðtalsins. Af hálfu beggja s tefndu er viðurkennt að misráðið hafi verið að sýna viðtalið við stefnanda, eins og atvikum málsins var háttað. E r ekki deilt um það að stefnandi eigi rétt til miskabóta á grundvelli nefnds lagaákvæðis , en deilt er um hvað teljist hæfileg bótafjárhæð. Þá e r ekki deilt um það að stefndu beri að greiða stefnanda miskabætur óskipt. A f hálfu s tefnda RÚV er þó um það síðastnefnda hafður á viss fyrirvari sem nánar verður vikið að síðar. II Málsástæður stefnanda Málsástæður aðila verða aðeins raktar að því marki sem þörf krefur til úrlausnar þess ágreinings sem fyrir hendi er í málinu, sbr. e - lið 1. mgr. 114. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamál a. Ekki er t.d. deilt um aðild beggja stefndu að málinu. Stefnandi byggir á því að stefndu beri óskipta ábyrgð á tjóni því sem leitt hafi af gerð og birtingu viðtalsins. Heimilt sé að beina kröfunni sameiginlega að stefndu á 4 grundvelli almennra reglna skaðabótaréttar um óskipta ábyrgð og það hvíli ekki á stefnan da að skipta sök í málinu. Háttsemi stefndu beggja hafi verið saknæm og ólögmæt og séu orsakatengsl milli gjörða þeirra og tjónsins. Þá sé skilyrðið um sennilega afleiðingu jafnframt uppfyllt hvað báða stefndu og háttsemi þeirra varðar. Vinnsla persónuupp lýsinga í fangelsum Stefnandi vísar til þess að skrifleg umsókn um leyfi til viðtals hafi ekki verið send Fangelsismálastofnun, í samræmi við 16. gr. þágildandi reglugerð ar um fullnustu refsinga nr. 961/2005, sem sett hafi verið samkvæmt 98. gr. laga um s ama efni nr. 15/2016, að undanskilinni beiðni um leyfi til ljósmyndatöku með tölvupósti 6. júní 2017, sem hafi verið hafnað. Samkvæmt reglugerðinni hafi Fangelsismálastofnun verið ætlað eftirlitshlutverk með viðtölum við fanga. Sú skylda hvíli jafnframt á fjölmiðlum að virða fyrirmæl i Fangelsismálastofnunar vegna viðtala í fangelsum. S tefndu hafi hvorki fylgt reglum né orðið við ítrekuðum óskum stefnanda og Fangelsismálastofnunar um að viðtalið yrði ekki birt. Ekkert leyfi fyrir birtingu viðtals Stefnandi tekur fram að hún hafi aldrei veitt samþykki fyrir því að viðtalið yrði birt. Hún hafi hins vegar fallist á það að ræða við stefnda B með því skilyrði að hún fengi síðar að meta hvort hún samþykkti að viðtalið yrði birt í sjónvarpsþættinum. Það sé því ljó st að h vorki hafi legið fyrir samþykki Fangelsismálastofnunar né stefnanda. Þá hafi Fangelsismálastofnun bent stefnda B á að fangi gæti dregið samþykki sitt til baka . Eldri lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000 Stefnandi fjallar í nokkuð ítarlegu máli um það gegn hvaða ákvæðum eldri laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, nr. 77/2000 , hún telur hafa verið brotið með sýningu viðtalsins . Þar sem ágreiningur aðila í máli þessu takmarkast við fjárhæð bóta og bótaskylda er óu mdeild gerist ekki þörf á að rekja hér nákvæmlega þær málsástæður, en m.a. er vísað til 7. tl. 2. gr. laganna um að samþykki til vinnslu persónuupplýsinga sé heimilt að afturkalla. Byggir stefnandi , eins og fyrr sagði , á því að endanlegt samþykki hennar fyrir sýningu viðtal s in s hafi ekki legið fyrir , en í öllu falli hafi það samþykki verið afturkallað fyrir sýningu þess. Bei ðni Fangelsismálastofnunar um að viðtalið yrði ekki sýnt hafi byggst á lögmæltu hlutverki stofnunarinnar við eftirlit með vinnslu pe rsónuupplýsinga í tengslum við viðtöl fjölmiðla við fanga. Undanþága 5. gr. laganna eigi ekki við í þessu máli, enda hafi þ átturinn og vinnsla persónuupplýsinga 5 sem vörðuðu stefnanda í tengslum við hann ekki einvörðungu verið í þágu fréttamennsku eða bókme nntalegrar eða listrænnar umfjöllunar í skilningi ákvæðisins. Friðhelgi einkalífs Stefnandi vísar til réttar síns til að njóta friðhelgi í einkalífi, sem teljist til grundvallarmannréttinda, sbr. 71. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 8. gr. laga um mannrétti ndasáttmála Evrópu nr. 62/1994. R éttur fanga til að njóta friðhelgi í einkalífi sé sérstaklega sterkur , en um það vísar stefnandi m.a. til b - liðar 8. tl. 2. gr. laga nr. 77/2000. Þá vísar stefnandi til 1. mgr. 26. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011 . S trangar kröfur verði gerðar til stefnda RÚV um að virða mannréttindi , en um hann g ild i sérstök lög , nr. 23/2013, sem legg i sérstakar skyldur á hann í þessum efnum. Vísar stefnandi til 1. tl. 2. mgr. 3. gr. og 4. tl. 4. mgr. 3. gr. þeirra laga . Siðareglur Stefnandi byggir enn fremur á því að framganga stefndu hafi ekki verið í samræmi við 3. gr. siðareglna Blaðamannafélags Íslands. S tefndi B hafi aflað gagna án tilskilinna leyfa, ásamt því að úrvinnsla og framsetning efnisins hafi verið þvert á vilja stefn anda. Þá hafi það valdið stefnanda, sem var í viðkvæmri stöðu, miklum sársauka og henni verið sýnd mikil vanvirðing með því að birta viðtalið eftir ítrekaðar óskir um að það yrði ekki gert . H áttsemi stefnda RÚV brjóti gegn fjölmörgum siðareglum sem gild i um starfsemi Ríkisútvarpsins . Þar megi helst nefna 1., 2., 3., 4. og 5. mgr. 1. gr. siðareglnanna um vinnubrögð og markmið , en ei nnig 1., 3. og 4. mgr. 2. gr. siðareglnanna um háttsemi og framkomu. Saknæm háttsemi Stefnandi telji h áttsemi stefndu bæði s aknæm a og ólögmæt a . Stefndi RÚV hafi birt viðtalið án samþykkis stefnanda og hafi vinnsla þess verið ólögmæt , sbr. framangreind lagaákvæði . Sú staðreynd að s tefndu hafi verið gert ljóst að þeim væri óheimilt að sýna viðtalið við stefnanda auki mjög á saknæmi háttseminnar. Beita e igi ströngu sakarmati í þessu máli, að minnsta kosti hvað varð i þátt stefnda RÚV . Um stefnda RÚV gild i sérstök lög og þar starf i sérfræðingar í fjölmiðlun. Gera verð i ríkar kröfur til slíkra aðila um að þeir þekki það lagaumhverfi sem snerti störf þeirra. Þá bendi sú staðreynd að sérstakar siðareglur gildi um stétt fjölmiðla manna til þess að beita eigi ströngu sakarmati í málinu. Ólögmæt meingerð 6 Stefnandi hafi orðið fyrir miklu áfalli þegar viðtalið var birt, en kraf a hennar grundvall i st á b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Háttsemi stefndu við vinnslu viðtalsins og birtingu þess án samþykkis stefnanda hafi ótvírætt falið í sér ólögmæta meingerð gegn friði, æru og persónu stefnanda. Byggi stefnandi á því að sú háttsemi að sýna viðtal við fanga án hans samþykkis sé sérstaklega alvarleg meingerð í framangreindum skilningi. Þannig hafi það verið sérstaklega þungbært fyrir stef nanda að stefndi RÚV birti í sjónvarpi upplýsingar um að stefnandi væri fangi og hefði gerst sek um refsiverða háttsemi, sem telj i st jafnframt viðkvæmar persónuupplýsingar í skilningi b - liðar 8. tl. 2. gr. laga nr. 77/2000 , ásamt því að efni viðtalsins fja llaði öðrum þræði um viðkvæm, persónuleg málefni stefnanda. O rsakatengsl m illi saknæmrar og ólögmætrar háttsemi stefndu og tjóns stefnanda séu augljós og tjón hennar sé staðfest í gögnum málsins, t.d. tölvubréfi Fangelsi s málastofnunar til dagskrárstjóra st efnda RÚV frá [...] 2018. Þá byggir stefnandi á því að háttsemi stefndu brjóti gegn 229. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Stefnandi telji umkrafða stefnufjárhæð hóflega miðað við atvik þessa máls og alvarleika brota stefndu gegn stefnanda. III Málsástæður stefnda B Stefndi, B , fellst á að ekki var staðið að öllu leyti með réttum hætti að öflun samþykkis stefnanda áður en þáttur með viðtali við hana var sýndur og viðurkennir því að hann beri bótaskyldu samkvæmt b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalag a nr. 50/1993. Stefndi hafi tekið viðtölin við stefnanda í góðri trú og talið stefnanda hafa samþykkt bæði að veita viðtölin og sýningu þáttarins. Markmið stefnda með þáttunum hafi verið að birta án fordóma rödd þjóðfélagshóps sem sjaldan eða aldrei fái að heyrast í fjölmiðlum. Stefndi hafi tal ið frásögn stefnanda greinargóða og einlæga og veita mikilvæga innsýn í áhrif fangelsisvistar á tilveru hennar og líðan. Það ligg i hins vegar fyrir að stefnandi hafi ekki viljað heimila birtinguna rétt fyrir sýningu þáttarins , þrátt fyrir að hafa v eitt samþykki fyrir viðtölunum og upptöku þeirra. Stefndi viðurkenni að það hafi verið misráðið að ekki var brugðist við því samstundis og hætt við sýningu þáttarins, jafnvel þótt það hafi verið rétt fyrir sýningu hans. Ste fnda þyki það mjög miður og taki fram að hann hafi hvorki viljað særa stefnanda né sýna 7 henni vanvirðingu. Af þessum sökum sé því ekki andmælt að stefnandi eigi rétt til miskabóta. Stefndi tel ji hins vegar að stefnufjárhæð sé úr hófi miðað við réttarframkv æmd. Þá tel ji stefndi að tilvísun og málatilbúnaður byggður á ákvæðum eldri persónuverndarlaga nr. 77/2000 eigi ekki við um stefnda. Einnig sé ásökunum um hegningarlagabrot mótmælt. Hvað varð i sjónarmið um fjárhæð miskabóta vísar stefndi til þess að meðst efndi RÚV hafi fjarlæg t viðtalið úr þættinum í streymisveitum sínum strax eftir sýningu hans og reyn t þannig að minnka eða koma í veg fyrir frekara aðgengi að viðtalinu við stefnanda. B er i að taka tillit til þessa við mat á fjárhæð miskabóta. Þá ber i að ta ka tillit til þess við ákvörðun málskostnaðar að stefndi fallist á bótarétt stefnanda og því séu einungis forsendur til þess að dæma hann til að greiða hóflegan málskostnað. Líta ber i til þess að stefndi sé ekki starfsmaður meðstefnda og ber i hann því einn og óstuddur þær fjárkröfur sem hann verði dæmdur til að greiða. Með vísan til frama ngreinds sé krafist verulegrar lækkunar dómkrafna stefnanda að mati dómsins. Stefndi geri jafnframt athugasemdir við upphafstíma dráttarvaxta og tel ji hann eiga að miðast við dómsuppsögu. IV Málsástæður stefnda RÚV Líkt og meðstefndi gerir stefndi RÚV ekki ágreining um að skilyrði fyrir greiðslu miskabóta samkvæmt 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 teljist uppfyllt. Eins og atvik máls ligg i fyrir telji stefndi að hann hefði að réttu lagi ekki átt að birta/sýna viðtal það við stefnanda sem mál þetta er sprottið af, einkanlega með vísan til friðhelgi einkalífs hennar sem vari n sé af 71. gr. stjórnarskrár innar. Stefndi hafn i því hins vegar að hann, eða sta rfsmenn hans, hafi brotið gegn öðrum réttarreglum sem stefnandi vís i til, þ.m.t. almennum hegningarlögum nr. 19/1940 , og bendir á að mál þetta sé rekið sem einkamál. Eins og réttilega sé tilgreint í stefnu hafi s tefndi hvorki verið vinnuveitandi meðstefnd a né framleiðandi sjónvarps þáttaraðarinnar [...] , og ekki haft ritstjórnarlegt vald. Meðal annars vegna þessa verð i hvorki séð að tilvísun til siðareglna stefnda eigi við, né siðareglna Blaðamannafélags Íslands , hvað stefnda áhrærir a.m.k. Sama eigi við um tilvísanir til réttarreglna vegna viðtalsins sem slíks, þ.m.t. til laga og reglna um persónuvernd, laga nr. 38/2011 um fjölmiðla (sbr. meðal annars 26. gr. laganna) og eftir atvikum laga nr. 23/2013 um Ríkisútvarpið , fjölmiðil í almannaþágu. Sömuleiðis ve rði 8 ekki séð, m.t.t. framangreinds, að stefndi teljist ábyrgðaraðili , eða vinnsluaðili ef því væri að skipta, í skilningi laga um persónuvernd nr. 77/2000 . Einnig verði að gæta að 5. gr. laganna sem eigi við í því samhengi sem um ræðir . M álatilbúnaði stefnanda í andstæða veru, þ.m.t. einstökum lagatilvísunum (þ.m.t. 28. gr. laganna), sé mótmælt að því er stefnda varðar. T ilgangurinn með þeim þætti sjónvarpsþáttaraðarinnar sem sakarefni málsins varðar hafi verið að veita innsýn í líf fanga og áhrif fan gelsisvistar á tilveru þeirra. Samkvæmt skilningi stefnda hafi stefnandi málsins áður veitt vilyrði fyrir viðtali . Hvað sem því líð i ligg i fyrir að stefnandi hafi ekki, þegar á hólminn kom, vilja ð að umrætt viðtal yrði birt. Birting viðtalsins, með útsendi ng u þáttarins af stefnda hálfu, hafi því verið misráðin . Sé hvorki gerður ágreiningur af hálfu stefnda um að skilyrði fyrir greiðslu miskabóta í skilningi 26. gr. laga nr. 50/1993 teljist uppfyllt né að ábyrgðin skuli teljast óskipt með meðstefnda vegna a triða sem dómurinn tel ji að stefndu beri sameiginlega ábyrgð á , eins og það er orðað í greinargerð stefnda. S tefndi tel ji hins vegar að fjárhæð umkrafinna miskabóta sé úr hófi fram, og ekki í samræmi við réttarframkvæmd. Sé því krafist verulegrar lækkun ar dómkrafna stefnanda, og um leið lagt í mat dómsins að ákveða hvað teljist hæfilegar miskabætur að teknu tilliti til allra atvika máls og réttarframkvæmdar. Sýnist og eðlilegt, þ.m.t. í ljósi þess að krafan sé úr hófi, að upphafstími dráttarvaxta miðist við dómsuppsögu. Þess sé og að gæta, í tengslum við framangreint, að viðtalið við stefnanda hafi verið fjarlægt úr þættinum eftir sýningu hans . Ekki sé heldur gerður ágreiningur um að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað, og eftir atvi kum óskipt með meðstefnda að teknu tilliti til atriða sem dómurinn tel ji að stefndu beri sameiginlega ábyrgð á . Slíkur málskostnaður verð i þó að vera hæfilegur miðað við umfang málsins og niðurstöðu þess, og að teknu tilliti til þess að málið er rekið sem gjafsóknarmál. IV Niðurstaða Stefnandi leitar í máli þessu miskabóta á grundvelli b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 vegna birtingar viðtals í sjónvarps þættinum [...] . Er ekki deilt um skyldu stefndu til greiðslu miskabóta en deilt er um umfang miska hennar og fjárhæð miskabóta . 9 Í greinargerð stefnda RÚV kemur fram að hann geri ekki athugasemd við að ábyrgð hans skuli teljast óskipt með meðstef stefndu beri sameiginlega ábyrgð hvorki nánar útskýrt í greinargerðinni né heldur skýrðist þetta til hlítar við munnlegan málflutning . Skilur dómari tilvitnuð orð svo að stefn d i RÚV telji ekki sjálfgefið að honum verði gert að greiða jafnháar miskabætur og meðstefndi , þótt hann geri ekki athugasemd við að greiða bætur óskipt með meðstefnda . Í ljósi þess að óumdeilt er að stefndu brutu gegn stjórnarskrárvörðum rétti stefnanda til friðhelgi einkalífs og að ekki er deilt um skyldu til greiðslu miskabóta , heldur aðeins fjárhæð þeirra, telur dómurinn það aukaatriði hvort stefndu hafi jafnframt brotið gegn öðrum réttarreglu m en 71. gr. stjórnarskrárinnar, eða siðareglu m. Verður málsástæðum stefnanda og stefndu þar að lútandi ekki svarað umfram það sem þörf krefur við ákvörðun um fjárhæð miskabóta. Óumdeilt er að viðtalið við s tefnanda var sýnt í óþökk hennar [...] - kvöldið [...] , í opinni dagskrá ríkisfjölmiðilsins og á besta tíma, eins og stefnandi bendir á, og að báðum stefndu var afstaða hennar ljós í síðasta lagi síðdegis [...] - daginn [...] s.m. Nokkur áhöld virðast um það hvort stefnandi hafi veitt óskilyrt samþykki sitt fyrir birtingu viðtalsins og síðan afturkallað það eða hvort óskilyrt samþykki hennar fyrir birtingunni hafi aldrei legið fyrir , en því síðara heldur stefnandi fram. Ljóst er að viðtalið var tekið upp með vitund og vilja stefnanda, en í því felst ekki sönnun um að hún hafi heimilað opinbera birtingu þess . Þar sem engin sönnunargögn hafa ver ið færð fram um annað , þá telst ósannað að stefnandi hafi nokkurn tímann veitt óskilyrt samþykki sitt fyrir birtingu viðtalsins. Þá er ljóst af tölvubréfum sem liggja fyrir í málinu að stefnda B mátti vera það fullljóst 9. júní 2017, [...] fyrir birtingu sjónvarpsþáttarins, að stefnandi vildi fá að skoða . Þrátt fyrir það er ekki að sjá að stefndi hafi gert neinn reka að því að koma til móts við ósk stefnanda um að skoða efnið og afla ótvíræðs samþykkis hennar fyrir birtingunni. Hefur þetta áhrif við mat á saknæmisstigi hans og þar með fjárhæð miskabóta. Ó umdeilt er að stefndi B sendi aldrei skriflega umsókn til Fangelsismálastofnunar um heimild til töku viðtalsins við stefnanda, í samræmi við kröfu 16. gr. þágildandi reglugerðar um fullnustu refsinga nr. 961/2005. Á hinn bóginn má teljast ljóst að hann 10 hefði ekki getað tekið viðtöl við fanga nema með einhvers konar atbeina og samþykki fangelsisyfirvalda. Ræður þetta atriði því engum úrslitum um fjárhæð miskabóta. Á stefnda RÚV hvíla sérstakar skyldur samkvæmt lögum nr. 23/2013, meðal annars um að v irða friðhelgi einkalífsins í fréttum og dagskrárefni nema lýðræðishlutverk Ríkisútvarpsins og upplýsingaréttur almennings krefjist annars , sbr. 4. tl. 4. mgr. 3. gr. laganna . Hefur það áhrif á mat á saknæmisstigi stefnda og þar með fjárhæð miskabóta. Stefnandi afplánaði refsidóm á þeim tíma sem viðtalið var veitt og þegar þátturinn var birtu r. Í viðtalinu veitti hún afar viðkvæmar og persónulegar upplýsingar um sjálfa sig og fjölskyldu sína , og gerði það í eigin persónu, í hljóði og mynd . Í ljósi eðlis upplýsinganna og viðkvæmrar stöðu hennar sem fanga hlaut báðum stefndu að vera ljóst mikilvæg i þess að ótvírætt samþykki hennar lægi fyrir , áður en til birtingar viðtalsins kæmi . Þ að yfirlýsta markmið þáttarins , samkvæmt greinargerð stefnda B , að birta án fordóma rödd þjóðfélagshóps sem sjaldan fær rúm í fjölmiðlum, hversu göfugt sem það markmið k ann að þykja, gat ekki réttlætt birtingu svo persónulegra og viðkvæmra upplýsinga, án ótvíræðs samþykkis viðmælandans , eins og stefndu hafa í reynd viðurkennt . Þótt engin sérstök sönnunargögn hafi verið lögð fram um líðan og hagi stefnanda í kjölfar birt ingar viðtalsins , og jafnvel þótt ljóst þyki að hún hafi ekki verið andsnúin því að veita viðtal þegar það var tekið upp , er ekki að efa að birting þess hafi verið stefnanda þungbær og haft veruleg neikvæð áhrif á líðan hennar . Þ ykir það skeytingarleysi sem báðir stefndu sýndu stefnanda, með því að birta viðtalið , þrátt fyrir vitneskju um skort á samþykki hennar , til þess fallið að auka miska hennar. Er ekki að sjá að stefndu eigi sér neinar sérstakar málsbætur , aðrar en þær að óu mdeilt er að stefndi RÚV fjarlægði viðtalið úr streymisveitum sínum f ljótlega eftir sýning u þáttarins. Í ljósi alls framanritaðs og með hliðsjón af dómaframkvæmd , þótt málið þyki vart eiga sér hliðstæðu, þykja miskabætur til handa stefnanda hæfilega ákve ðnar að fjárhæð 1.0 00 .000 króna . Þykja ekki efni til þess að gera upp á milli stefndu hvað þá fjárhæð varðar og verður þeim gert að greiða stefnanda hana óskipt með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá [...] 2018 , eins og krafist er, en rétt þykir að miða upphafstím a dráttarvaxta við dómsuppsögu, sbr. síðari málslið 1. mgr. 9. gr. sömu laga. Stefnandi hefur gjafsókn í málinu samkvæmt gjafsóknarleyfi útgefnu 15. febrúar 2019. Í samræmi við 1. mgr. 127. gr. laga nr. 91/1991 greiðist málskost naður hennar úr ríkissjóði, þ.m.t. málflutningsþóknun lögmanns hennar, Ólafs Vals Guðjónssonar, sem 11 þykir hæfilega ákveðin að fjárhæð 900.000 krónur, með hliðsjón af tímayfirliti lögmannsins, efni og umfangi málsins. Samkvæmt dómaframkvæmd er ekki tekið ti llit til virðisaukaskatts við ákvörðun gjafsóknarþóknunar. Eftir úrslitum málsins, sbr. 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, verður stefndu gert að greiða sömu fjárhæð óskipt í málskostnað og rennur hún til ríkissjóðs, sbr. niðurlagsákvæði 4. mgr. 128. gr. sömu laga. Hildur Briem héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Stefndu, B og Ríkisútvarpið ohf., greiði stefnanda, A , óskipt 1.0 00.000 króna , með vöxtum skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtrygg ingu , frá [...] 2018 til 30. október 2019, en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. frá þeim degi til greiðsludags. Gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. málflutningsþóknun lögmanns hennar, Ólafs Vals Guðjónssonar, 900.000 krónur. Stefndu greiði óskipt 900.000 krónur í málskostnað til ríkissjóðs. Hildur Briem