Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 28. maí 2020 Mál nr. S - 1707/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu (Katrín Ólöf Einarsdóttir aðstoðarsaksóknari) g egn Ev u Marý Þórönnudótt ur ( Inga Lillý Brynjólfsdóttir lögmaður) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, var höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 11. febrúar 2020, á hendur: Fyrir eftirtalin umferðar - og fíkniefnalagabrot: I. Fyrir umferðar - og fíkniefnalagabrot með því að hafa, aðfaranótt sunnudagsins 7. október 2018, ekið bifreiðinni svipt ökurétti og óhæf til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist kókaín 165 ng/m l og tetrahýdrókannabínól 1,2 ng/ml) um Sæbraut í Reykjavík, við Orkuna á Kleppsvegi, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn og haft í vörslum sínum 2 stykki af ecstasy sem lögregla fann við leit í framangreindri bifreið. M: 007 - 2018 - 067794 Telst brot þett a varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 og 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirli tsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. II. 2 Fyrir eftirtalin umferðarlagabrot með því að hafa: 1. Aðfaranótt miðvikudagsins 24. október 2018 ekið bifreiðinni svipt ökurétti og óhæf til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fík niefna (í blóði mældist tetrahýdrókannabínól 2,3 ng/ml) um Stekkjarbakka í Reykjavík, við Þönglabakka, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. [...] Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 2. Sunnudaginn 9. desember 2018 ekið bifreiðinni svipt ökurétti um Sæbraut í Reykjavík, við Holtaveg, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. [...] Telst brot þetta varða við 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 3. Sunnud aginn 16. desember 2018 ekið bifreiðinni svipt ökurétti um Álfheima í Reykjavík, við Gnoðarvog, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. [...] Telst brot þetta varða við 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 4. Þriðjudaginn 15. jan úar 2019 ekið bifreiðinni svipt ökurétti vestur Borgartún, , þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. [...] Telst brot þetta varða við 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 5. Aðfaranótt þriðjudagsins 22. janúar 2019 ekið bifrei ðinni svipt ökurétti um Álmgerði í Reykjavík, við Seljugerði, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. [...] Telst brot þetta varða við 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 6. Miðvikudaginn 26. júní 2019 ekið bifreiðinni svipt ökurétti vestur Hringbraut í Reykjavík, við Grund, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. [...] Telst brot þetta varða við 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 7. Fimmtudaginn 1. ágúst 2019 ekið bifreiðinni svipt ökurétti vestur Skútuvog við Húsasmiðjuna, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. [...] 3 Telst brot þetta varða við 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 8. Föstudaginn 2. ágúst 2019 ekið bifreiðinni svipt ökurétti og óhæf til að stjórna h enni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist tetrahýdrókannabínól 0,6 ng/ml) um Hringbraut í Reykjanesbæ, við hús nr. 106, þar sem lögregla hafði afskipti af ákærðu. [...] Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 5 8. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 9. Fimmtudaginn 19. september 2019 ekið bifreiðinni svipt ökurétti og með 81 km hraða á klukkustund suður Vesturlandsveg, um Hvalfjarðargöng, þar sem leyfður hámarkshraði var 70 km á klukkustund. [.. .] Telst brot þetta varða við 2., sbr. 3. mgr. 37. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 10. Fimmtudaginn 10. október 2019 ekið bifreiðinni svipt ökurétti og óhæf til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkni efna og slævandi lyfja (í blóði mældist alprazólam 55 ng/ml, oxýkódon 120 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 3,3 ng/ml) um Borgartún í Reykjavík, , þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. [...] Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 48. gr., 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 11. Fimmtudaginn 7. nóvember 2019 ekið bifreiðinni svipt ökurétti um Reykjavíkurveg í Hafnarfirði, við Spennustöðina, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. [...] Telst brot þe tta varða við 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 12. Sunnudaginn 1. desember 2019 ekið bifreiðinni svipt ökurétti suður Reykjanesbraut í Reykjavík, við Stekkjarbakka, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn og að hafa ekið bifreið inni umrætt sinn án þess að hafa ökuljós að aftan tendruð. [...] 4 Telst brot þetta varða við 1. mgr. 34. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 94. gr. og 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 13. Fimmtudaginn 12. desember 2019 ekið bifreiðinni svipt öku rétti norður Snorrabraut í Reykjavík, við Flókagötu, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. [...] Telst brot þetta varða við 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærða verði dæmd til refsingar, til greiðslu al ls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 101. gr. laga nr. 77/2019. K rafist er upptöku á 2 stykkjum af ecstasy sem lögregla lagði hald á við leit í bifreiðinni AG - 774 samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. Verjandi ákærðu krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og hæfilegrar þóknunar sér til handa. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærðu hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Ákærða hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu ákærðu og öðrum gögnum málsins að ákærða er sek um þá háttsemi sem hen ni er gefin að sök og eru brot hennar rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærða er fædd 1996. Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 2. mars 2020 , var henni gerð sekt fyrir vörslur ávana - og fíkniefna í sölu - og dreifingarskyni með dómi Héraðsdóms Suðurlands 21. mars 20116. Ákærða gekkst svo undir tvær sektir samkvæmt lögreglustjórasáttum fyrir ölvunarakstur annars vegar og ávana - og fíkniefna hins vegar þann 27. ágúst 2018. Var hún þá jafnfr amt svipt ökuréttindum í samtals 20 mánuði. Að framangreindu virtu v erður við ákvörðun refsingar að miða við að ákærðu sé nú öðru sinni gerð refsing fyrir akstur undir áhrifum áfengis eða ávana - og fíkniefna , innan ítrekunartíma í skilningi 71. gr. almenn ra hegningarlaga nr. 19/1940 . Við ákvörðun refsingar er litið til skýlausrar játningar ákærðu fyrir dómi , sbr. 9. tl. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Með hliðsjón af sakarefni málsins og 77. gr. almennra hegningarlaga þykir refsing ákærðu hæfileg a ákveðin fangelsi í 60 daga, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms 5 þessa haldi ákærða almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Með vísan til lagaákvæða í ákæru er ákærða svipt ökurétti í 5 ár frá uppkvaðningu dóms þessa að telja. Með vísan til lagaákvæða í ákæru sæti ákærða upptöku á 2 stykkjum af ecstasy , sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins. Ákærða greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Ingu Lillýjar Brynjólfsdóttur lögmanns, 91.760 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti, og 570.736 krónur í annan sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Kristmundur Stefán Einarsson, fyrir Katrínu Ólöfu Einarsdóttur aðstoðarsaksóknara. Björg Valgeirsdóttir, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærða, Eva Marý Þórönnudóttir, sæti fangelsi í 60 daga , en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkva ðningu dóms þessa, haldi ákærða almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940. Ákærða er svipt ökurétti í 5 ár frá uppkvaðningu dómsins að telja. Ákærða sæti upptöku á 2 stykkjum af ecstasy . Ákærða greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Ingu Lillýjar Br ynjólfsdóttur lögmanns, 91.760 krónur og 570.736 krónur í annan sakarkostnað. Björg Valgeirsdóttir