1 D Ó M U R Héraðsdóms Reykjaness fimmtu d aginn 7. nóvember 2019 í máli nr. S - 1468 /2019 : Ákæruvaldið ( Lína Ágústsdóttir aðstoðar saksóknar i ) gegn Bartosz Wilk ( Bjarni Hólmar Einarsson lögmaður) I Mál þetta, sem þingfest var 4. október 2019 , en dómtekið 21. sama mánaðar, höfðaði l ögreglustjórinn á Suðurnesjum með eftirfarandi ákæru 20. september 2019 , upphaflega á hendur Bartosz Wilk, kt. 000000 - 0000 , Hafnargötu 66, Reykjanesbæ, og Brynjari Frey Jónssyni, kt. 000000 - 0000 , Sjávargötu 33, einnig í Reykjanesbæ, fyrir eftirtalin brot gegn almennum hegningarlögum og umferðarlögum ; I. (007 - 2018 - 019140) Gegn ákærða Bartosz, fyrir þjófnað, með því að hafa, á tímabilinu 23. 26. mars 2018, brotist inn í leikskólann Sunnufold, að [...] , 101 Reykjavík, með því að spenna upp glugga á húsinu við útidyrahurð. Ákærði tók þaðan ófrjálsri hendi 1 stykki fartölvu, af gerðinni HP probook, 2 stykki geisladrif, 1 stykki tölvuskjá, af gerðinni Dell professional, 2 stykki lófatölvur, af gerðinni Apple iPad, 1 stykki lófatölvu, af ger ðinni Apple iPad mini, 2 stykki af ljósmyndavélum, af gerðinni Canon ixus 175, 1 stykki skjávarpa, af gerðinni Dell og 1 stykki hátalara, af gerðinni Marshall Killburn BT. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. II. (007 - 2019 - 43092) Gegn ákærða Bartosz, fyrir þjófnað, með því að hafa, föstudaginn 6. apríl 2018, í sameiningu við Þór Magnússon, kt. 000000 - 0000 , undirbúið, lagt á ráðin og skipulagt þjófnað í verslun Olíuverslunar Íslands hf., kt. 000000 - 00 00 , við Sæbraut, Reykjavík og tekið þaðan ófrjálsri hendi eftirtaldan varning, að verðmæti samtals 180.481 krónur: 1. L&M blár sígarettur, 4 pakkar, 2. Þurrkublöð TricoForce, 2 pakkar, 3. Texamatic olía, 2 brúsar, 2 4. Red Bull drykkur, 1 stykki, 5. Hitamælir, 1 stykki, 6. Spjaldtölva, 1 stykki. Telst þessi háttsemi ákærðu varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. III. (008 - 2019 - 686) Gegn ákærða Bartosz, fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa, aðfaranótt þriðjudagsins 15. janúar 2019, ekið bifreiðinni [...] , án þess að hafa öðlast ökuréttindi, undir áhrifum áfengis (vínandamagn í blóði ákærða mældist 0,58 ) og án þess að nota öryggisbelti er hann ók bifreiðinni um hringtorg Hafnargötu og Faxabraut uns hann stöðvaði akstur bifreiðarinnar á Víkurbraut, Reykjan esbæ. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 1. sbr. 2. mgr. 45. gr., 1. mgr. 48. gr. og 1. mgr. 71. gr., allt sbr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. IV. (008 - 2019 - 7845) Gegn ákærða Bartosz, fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa, miðvikudaginn 22. maí 2019, ekið bifreiðinni [...] , Hafnargötu, móts við bensínstöð N1, Reykjanesbæ, sviptur ökuréttindum. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 1. mgr. 48. gr., sbr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. V. (008 - 2019 - 8300) Gegn ákærða Bartosz, fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa, föstudaginn 31. maí 2019, ekið bifreiðinni [...] , utan við veitingastaðinn KFC, að Krossmóa, Reykjanesbæ, sviptur ökuréttindum. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 1. mgr. 48. gr., sbr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 . VI. (008 - 2019 - 8320) Gegn ákærða Bartosz, fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa, aðfaranótt laugardagsins 1. júní 2019, ekið bifreiðinni [...] , norður Hafnargötu, Reykjanesbæ, sviptur ökuréttindum, á fjórum negldum hjólbörðum án heimildar og undir áhrifum áfengis (vínandamagn í blóði ákærða mældist 0,85 ) og því verið óhæfur til að stjórna bifreiðinni örugglega umrætt sinn. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 1. sbr. 2. mgr. 45. gr., 1. mgr. 48. gr., og 2. mgr. 59. gr., sbr. lið 16.02, málsliður (6) regl ugerðar um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004, allt sbr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. VII. (008 - 2019 - 12231) Gegn ákærða Bartosz, fyrir þjófnað, með því að hafa, föstudaginn 28. júní 2019, tekið ófrjálsri hendi áfengisflösku að verðmæti samtals 6.499 kró nur, úr verslun ÁTVR, að [...] , Reykjanesbæ. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 3 VIII. (008 - 2019 - 12232) Gegn ákærða Bartosz, fyrir þjófnað, með því að hafa, föstudaginn 28. júní 2019, tekið ófrjálsri hendi áfengisflösku að verðmæti samtals 5.799 krónur, úr verslun ÁTVR, að [...] , Reykjanesbæ. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. IX. (008 - 2019 - 9868) Gegn ákærða Bartosz, fyrir þjófnað, með því að hafa, þriðj udaginn 2. júlí 2019, tekið ófrjálsri hendi áfengisflösku, að verðmæti samtals 4.489 krónur, úr verslun ÁTVR, að [...] , Reykjanesbæ. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 1 . mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. X. (008 - 2019 - 12233) Gegn ákærða Ba rtosz, fyrir þjófnað, með því að hafa, mánudaginn 8. júlí 2019, tekið ófrjálsri hendi áfengisflösku að verðmæti samtals 6.999 krónur, úr verslun ÁTVR, að [...] , Reykjanesbæ. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. XI. (008 - 2019 - 10253) Gegn ákærða Bartosz, fyrir þjófnað, með því að hafa, mánudaginn 8. júlí 2019, tekið ófrjálsri hendi 1 stykki fartölvu, af gerðinni ASUS VivoBook S15 S530UN i7, 1 stykki fartölvu, af gerðinni ASUS UX433FA i5 FHD, og 1 stykki straumbreyti, samtals að verðmæti 411.985 kr . úr verslun Tölvulistans, að [...] , Reykjanesbæ. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 1 . mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. XII. (008 - 2019 - 10960) Gegn ákærða Bartosz, fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa, aðfaranótt föstudagsins 26. júlí 2019, ekið bifreiðinni [...] , norður Hringbraut, við hús númer 125, Reykjanesbæ, sviptur ökuréttindum og undir áhrifum ávana - og fíkniefna sem bönnuð eru á íslensku yfirráðasvæði (í blóði ákærða mældist amfetamín 1 80 ng/ml) og því verið óhæfur til að stjórna bifreiðinni örugglega umrætt sinn. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 45. gr. a. og 1. mgr. 48. gr. allt sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. XIII. (008 - 2019 - 11472) Gegn ákærða Bartosz, fyrir þjófnað, með því að hafa, aðfaranótt þriðjudagsins 6. ágúst 2019, brotist inn í húsnæði að [...] , Reykjanesbæ, sem hér segir; 1. Með því að hafa spennt upp glugga á norðanverðu húsnæðinu þar sem Snyrtistof a Rögnu er til húsa og í kjölfarið far ið inn í húsnæðið og tekið þaðan ófrjálsri hendi 1 stykki 4 þráðlausan hátalara af gerðinni Bose að verðmæti kr. 18.000, - , 6.000 krónur í reiðufé, rafmagnshleðslutæki fyrir fartölvu og rafmagnssnúru , samtals tjón að áætluðu verðmæti 88.800 krónur. 2. Með því a ð hafa spennt upp glugga á austanverðu húsnæðinu þar sem Fótaaðgerðarstof a Gunnhildar er til húsa og í kjölfarið farið inn í húsnæðið, rótað í skúffum , og tekið þaðan ófrjálsri hendi peningaskáp sem innihélt 10.000 krónur í reiðufé og tösku, sem innihélt 1 5 stykki af fótaaðgerðarborum, alls að verðmæti 45.000 krónur. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. XIV. (008 - 2019 - 11526) Gegn ákærðu Bartosz og Brynjari Frey, fyrir þjófnað, með því að hafa, í sameiningu , brotist inn á verkstæði Raven Design, að [...] , Reykjanesbæ, á tímabilinu frá kl. 23:30 þriðjudaginn 6. ágúst 2019 til kl. 08:00 miðvikudaginn 7. ágúst 2019, þar sem ákærði Bartosz fjarlægði gler úr útidyrahurð að aftanverðu húsnæðinu, meðan ákærði Brynj ar Freyr stóð vörð fyrir utan. Fór ákærði Bartosz fyrst inn í húsnæðið, rótaði í hirslum en í kjölfarið fór ákærði Brynjar Freyr jafnframt inní húsnæðið, en ákærðu tóku þaðan ófrjálsri hendi 2 stykki tölvurturna, 2 stykki tölvuskjái, fartölvu að gerðinni T oshiba, Bose hátalara, fylgihluti fyrir tölvur, verkfærasett, verkfærakassa og 1 stykki magnara af gerðinni Marshall. Telst þessi háttsemi ákærðu varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. XV. (008 - 2019 - 11585) Gegn ákærða Bartosz, fyrir þjófnað, með því að hafa, miðvikudaginn 8. ágúst 2019, tekið ófrjálsri hendi matvörur að verðmæti samtals 1.545 krónur, úr verslun Krónunnar, að [...] , Reykjanesbæ. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærðu verði dæmdi r til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þess er jafnframt krafist að ákærða Bartosz verði gert að sæta sviptingu ökuréttar, sbr. 1. mgr. 101. gr. og 102. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. lög nr. 44/1993 og lög nr. 66/2006. Einkaréttarleg ar kröfur : I. Í málinu liggja fyrir einkaréttarkröfur Áfengis - og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR), kt. 000000 - 0000 , um að ákærði Bartosz verði dæmdur til greiðslu skaðabóta í samræmi við neðangreint: a) vegna ákæruliðar V II ., samtals að fjárhæð 6.499 krónur auk vaxta skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 28. júní 2019 til 29. ágúst 2019, en frá þeim 5 tíma er krafist dráttarvaxta af heildarfjárhæð kröfunnar til greiðsludags skv. 1. mg r. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga ; b) vegna ákæruliðar VIII., samtals að fjárhæð 5.799 krónur verðtryggingu (sic) frá 28. júní 2019 til 29. ágúst 2019, en frá þeim tíma er krafist dráttarvaxta af heildarfjárhæð kröfunnar til greiðsludags skv. 1. mgr. 6. gr., s br. 9. gr. sömu laga c) vegnar ákæruliðar IX., samtals að fjárhæð 4.489 krónur verðtryggingu (sic) frá 2. júlí 2019 til 29. ágúst 2019, en frá þeim tíma er krafist dráttarvaxta af heildarfjárhæð kröfunnar til greiðsludags skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga. d) vegna ákæruliðar X., samtals að fjárhæð 6.999 krónur, auk vaxta skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 8. júlí 2019 til 29. ágúst 2019, en frá þeim tíma er krafist dráttarvaxta af he ildarfjárhæð kröfunnar til greiðsludags skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga. Í öllum tilvikum er krafist lögmannskostnaðar að mati dómsins eða samkvæmt málskostnaðarreikningi, sem áskilinn er réttur til að leggja fram síðar. II. Í málinu liggur fyrir e inkaréttarkrafa Tölvulistans ehf., kt. 000000 - 0000 , um að ákærði Bartosz verði dæmdur til greiðslu skaðabóta vegna ákæruliðar XI ., að fjárhæð 411.985 krónur með vöxtum skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi er brotið átti sér stað þann 08.07.2019 og þa r til mánuður er liðinn frá því að bótakrafan var birt ákærða, en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Þá er þess krafist að ákærða verði gert að greiða Tölvulistanum ehf. málskostnað, vegna kostnaðar, þ.m. t. lögmannsaðstoðar, við að hafa bótakröfu þessa uppi. Við þingfestingu málsins 4. október 2019 játaði ákærði sakargiftir samkvæmt ákæruliðum III, IV, V, VI, IX, X, XI og XII. Einnig játaði hann þjófnað á þeim munum sem taldir eru upp í töluliðum 2, 3 og 4 í ákærulið II, en neitaði þjófnaði á sígarettum, hitamæli og spjaldtölvu, sbr. töluliði 1, 5 og 6 í sama ákærulið. Jafnframt játaði hann sök samkvæmt ákærulið XV, en krafðist sýknu að svo stöddu vegna þess brots, enda fengi hann ekki séð að brotið he fði verið kært til lögreglu. Hins vegar neitaði ákærði sakargiftum samkvæmt ákæruliðum I, VII, VIII, XIII og XIV. Hann hafnaði að lokum öllum bótakröfum. Ákærði Brynjar Freyr mætti fyrst til þinghalds í málinu 15. október 2019 og játaði þá skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákærulið XIV. Í kjölfarið ákvað dómari með heimild í 2. mgr. 169. gr. laga nr. 88/2008 að skilja málið í sundur o g dæma sérstaklega þátt Brynjars Freys. Fékk sá hluti málsins m áls númerið S - 1734 /2019 og var dómur í máli hans kveðinn upp 18. október 2019. 6 Við upphaf aðalmeðferðar 21. október sl. lagði sækjandi fram n okkur ný gögn, m.a. upplýsingaskýrslu vegna kæru verslunarinnar Krónunnar, sbr. XV. ákærulið, svo og skaðabótakröfu fyrirtækisins. Þá lýsti sækjandi því yfir að fallið væri frá þeirri lýsingu í ákærulið II að ákærði Bartosz hefði í verslun Olíuverslunar Ís lands hf. tekið ófrjálsri hendi sígarettur, hitamæli og spjaldtölvu, sbr. 1., 5. og 6. tl. í þeim ákærulið. Þar sem ákærði hefur samkvæmt framansögðu , og að teknu tilliti til þeirra breytinga sem ákæruvaldið hefur gert á ákærulið II, gengist við sakargiftum samkvæmt ákæruliðum II, III, IV, V, VI, IX, X, XI , XII og XV, og ekki er ástæða til að draga í efa að játning hans sé sannleikanum samkvæm, er látið nægja að skírskota til ákæru um málsatvik að baki þeim brotum, sbr. 4. mgr. 183. gr. laga nr. 8 8/2008 . Að því er varðar brot ákærða samkvæmt XV. ákærulið , og kröfu hans um sýknu að svo stöddu þar sem þjófnaðurinn h e fði ekki verið kærður til lögreglu , er minnt á að sækjandi lagði fram kæru frá verslun Krónunnar vegna þess brots við upphaf aðalmeðferð ar . Bent er og á að ekki er þörf á formlegri kæru svo að lögreglan hefji rannsókn út af vitneskju eða grun um refsivert brot, sbr. 2. mgr. 52. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Kröfu ákærða um sýknu að svo stöddu vegna þess brots er því hafnað. Samkvæmt því t elst sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem lýst er í framantöldum ákæruliðum og er þar rétt fær ð til refsiákvæða. Krefst ákærði vægustu r efsingar sem lög leyfa vegna þeirra brota sem hann hefur játað , en aðallega sýknu af öðrum brotum. Til vara krefst hann vægustu refsingar og að refsing hans verði alfarið bundin skilorði , auk þess sem gæsluvarðhald hans komi til frádráttar refsivist. Þá kr efst hann þess að öllum einkaréttarkröfum verði hafnað. Loks er þess krafist a ð sakarkostnaður verði að einhverju eða öllu leyti felldur á ríkissjóð. Í ljósi ofanritaðs verður hér á eftir einungis fjallað um þá ákæruliði þar sem ákærði neitar sök. II Ákæruliður I. Sa mkvæmt frumskýrslu lögreglunnar í Reykjavík 27. mars 2018 var tilkynnt um innbrot og þjófnað í leikskólann Sunnufold að [...] í Reykjavík. Taldi starfsmaður leikskólans að innbrotið hefði átt sér stað á tímabilinu frá kl. 17:00 föstudaginn 23. mars til kl. 07:30 að morgni mánudagsins 26. mars og að farið hefði verið inn um glugga við útidyrahurð. Búið var að róta mikið til innandyra og valda skemmdum á ýmsum stöðum. Þá höfðu horfið þaðan munir sem taldir eru upp í ákæru. Lögreglumenn fóru að heimili ákærða að Ásbúðartröð 17 í Hafnarfirði 18. apríl 2018 í því skyni að handtaka hann vegna ráns sem hann var þá grunaður um. Heimilaði hann leit í herbergi sínu og fundu st þar tvær ljósmyndavélar af gerðinni Canon Ixus 175 og Del l 2400MP skjávarpi í skjávarpatösku. Voru munir þessir haldlagðir og kom í ljós að þeir voru hluti af þýfi úr innbroti í 7 áðurnefndan leikskóla. Sagði ákærði að vinur hans, Þ ór Magnússon , hefði skilið þessa muni eftir hjá honum þegar Þór fór í afplánun á Hó lmsheiði. Við yfirheyrslu hjá lögreglu 13. maí 2018 sagði Þór hins vegar ákærða ljúga því að hann hefði komið með umrædda muni til hans. Ákærði hefði á hinn bóginn boðið honum skjávarpann til kaups. Af gögnum málsins verður ekki séð að lögreglan hafi yfirheyrt ákærða vegna þessa brots fyrr en 11. febrúar 2019. Þá n eitaði hann því að hafa brotist inn í leikskólann Sunnufold og ítrekaði a ð hafa geymt þessa muni fyrir Þór , þar sem hann v ar heimilislaus. Sérstaklega aðspurður sag ði hann augljóst að um stol na muni hafi verið að ræða . Við sama tækifæri var borinn undir ákærða framburður Þórs þess efnis að ákærði hefði boðið honum skjávarpann til kaups, og sagði ákærði það rangt. Fyrir dómi neitaði ákærði að hafa brotist inn í áðurnefndan leikskóla. Spurður um þá muni sem fundust á heimili hans við húsleit lögreglu svaraði hann á sama hátt og áður, þ.e. að vinur hans, Þór Magnússon, hefði beðið hann um að geyma þá þar sem hann var heimilislaus. Tók hann fram að hann geymdi stundum þýfi fyrir ýmsa vini sína og kunningja. Kvaðst hann hafa grunað að munir þessir væru þýfi. Lögreglumenn, sem önnuðust húsleit á heimili ákærða 18. apríl 2018, gáfu einnig skýrslu fyrir dómi. Í máli þeirra kom fram að ákærði hefði einnig sagt þeim að hann væri að geyma þessa hluti fyrir Þór, vin sinn. Ákærði hefur bæði hjá lögreglu og hér fyrir dómi staðfastlega neitað sök samkvæmt þessum ákærulið og gefið þær skýringar að hann hafi verið að geyma fyrir vin sinn, Þór Magnússon, þá muni sem fundust við húsleit á heimili hans og voru hluti af þýfi úr innbroti í áðurnefndan leikskóla . Umræddur vinur ákærða neitaði þessu í skýrslu sinni hjá lögreglu , en af ó kunnum ástæðum var sá ekki leiddur fyrir dómin n til skýrslugjafar. Fyrir vikið telur dómurinn að því verði ekki slegið föstu , þannig að hafið sé yfir skynsamlegan vafa, að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hann er sakaður um í þessum ákærulið , sbr. 108. gr., 1. mgr. 109. gr. og 1. mgr. 111. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála . Breytir hér engu um þótt ákærði hafi aðspurður fyrir dómi sagt að hann grunaði að um stolna muni væri að ræða, enda er ákærði hér ekki sakaður um hylmingu. Samkvæmt því v erður ákærði sýknaður af þeirri háttsemi sem lýst er í þessum ákærulið . Ákærulið i r VII og VIII . Með bréfum 29. júlí 2019 lagði Áfengis - og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) fram kærur á hendur óþekktum einstaklingi vegna þjófnaðar á tveimur áfengisflöskum 28. júní sama ár, annars vegar kl. 11:02 þann dag, en hins vegar kl. 12:51 sama dag. Með kæru bréfunum fylgdu ljósmyndir sem sýndu úlpuklæddan mann í bæði skiptin stinga áfen gisflösku í buxnastreng sinn og ganga fram hjá afgreiðslukassa, án þess að greiða . Samkvæmt ljósmyndunum og myndskeiði sem lögreglan 8 aflaði úr versluninni er maður þessi krúnurakaður og sést því greinilega ferkantað húðflúr neðarlega á hálsi hans, hægra megin, svo og þrír hringlaga fæðingarblettir hægra megin á höfði, aftan við eyra. Þá er maðurinn klæddur í svarta íþróttaskó með hvítum botni. Þar sem lögreglu grunaði að ákærði hefði bæði verið að verki 28. júní og 8. júlí s l. , sbr. ákærulið X, var hann yfir heyrð ur 23. ágúst 2019 . Játaði á kærði þá þjófnaðarbrot sitt 8. júlí, en neitaði brotum 28. júní. Þegar honum voru sýnd gögn úr eftirlitsmyndavélum verslunarinnar sagði hann að sá m aður sem þar sæist stinga áfengisflöskum inn á sig gæti ekki verið hann . Hins vegar kvað hann líklegt að hann hafi verið krúnurakaður á þeim tíma. Að öðru leyti neitaði hann að tjá sig. Fyrir dómi neitaði ákærði sök samkvæmt ákæruliðum VII og VIII og endurtók að hann væri ek ki sá maður sem sæist á eftirlitsmyndavélum áfengisverslunarinnar. Hann játti því að vera með húðflúr hægra megin á hálsi og sýndi það í dómsalnum, en kvaðst ekki viss um hvort hann væri með fæðingarbletti á höfðinu. Þegar honum var bent á að maðurinn á þe ssum myndum væri sláandi líkur honum á þei m myndum sem lægju fyrir í málinu vegna þjófnaðarbrots hans 2. júlí 2019, og hann hefði þegar viðurkennt, sbr. ákærulið IX, neitaði hann að tjá sig. Lögreglumaðurinn sem yfirheyrði ákærða 23. ágúst sl. og bar undi r hann áðurnefnd gögn úr eftirlitsmyndavélakerfi verslunarinnar gaf einnig skýrslu f yrir dómi . Kvaðst hann þess fullviss að ákærði væri sá maður sem sæist á myndunum 28. júní 2019 stinga áfengisflöskum inn á sig. Dómari hefur ítarlega skoðað f ramlagðar myndbandsupptökur úr áfengisversluninni frá 28. júní sl. og borið þær saman við upptökur úr sömu verslun 2. júlí og 8. júlí sl. , en eins og fyrr segir játaði ákærði sök í tveimur síðastnefndu tilvikunum, sbr. ákæ ruliði IX og X , en neitaði sök í ákæruliðum VII og VIII . Eftir þá skoðun t elur dómari engum vafa undirorpið að ákærði var þ ar að verki í öllum tilvikum. E r sú ályktun dregin af útliti ákærða, hæð hans, líkamsburðum og göngulagi , svo og áberandi húðflúri á hálsi hans og fæðingarblettum á höfði. Samkvæmt því telst sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem lýst er í ákæruliðum VII og VIII og er þar rétt heimfærð til refsiákvæða. Ákærulið i r XIII og XIV . Að morgni 6. ágúst 2019 var lögre g lunn i á Suðurnesjum t ilkynnt að brotist hefði verið inn í Snyrtistofu Rögnu og Fótaaðgerðarstofu Gunnhildar að [...] í Reykjanesb æ þá um nóttina . Í báðum tilvikum hafði gluggi verið spenntur upp og peningum og ýmsu munum verið stolið. Bæði fyrirtækin eru á jarðhæð hússins. Daginn eftir, 7. ágúst, tilkynnti eigandi fyrirtækisins Raven Design, sem einnig er til húsa að [...] , að brotist hefði verið inn í fyrirtækið um nóttina og þaðan stolið tveimur tölvuturnum, tveimur flatskjáum, fartölvu , hátalara og ýmsu öðru. 9 Í lögregluskýrslu kemur fram að lög reglu hafi strax grunað ákærða og Brynjar Frey Jónsson um síðara innbrotið, enda væri ákærði þekktur fyrir að stela tölvubúnaði. Fóru lögreglumenn því að heimili Brynjars Freys að Sjávargötu 33 , sem mun vera í um 100 m fjarlægð frá innbrotsstað , og fannst þar töluvert af þýfi úr innbrotum þessum. Við yfirheyrslu hjá lögreglu neitaði Brynjar Freyr að hafa brotist inn í Snyrtistofu Rögnu og Fótaaðgerðarstofu Gunnhildar aðfaranótt 6. ágúst sl. , en sagði að ákærði hefði komið til sín í heimsókn þann dag og þá sagt sér frá þeim innbrot um . Ekki kvaðst hann þó vita hverju ákærði hefði stolið þar. Brynjar Freyr viðurkenndi hins vegar að hafa ásamt ákærða brotist inn í fyrirtækið Raven Design aðfaranótt 7. ágúst og stolið þaðan tölvum, ýmsum tölvubúnaði og öðrum munum. Sagðist hann hafa staðið vörð á meðan ákærði tók gler úr útidyrahurð fyrirtækisins og fór þar inn. Síðan hafi hann sjálfur farið inn í húsið og hjálpað ákærða að leita að þýfi og bera þaðan út . Í samantekt lögreglunnar er tekið fram að Brynjar Freyr hafi næstu tvo daga komið á lögreglustöð og skilað ýmsum munum úr innbrotunum og hafi þeim verið komið til réttra eigenda. Með málinu fylg ja ljósmyndir af munum þessum . Að kvöldi 7. ágúst 2019 var A handtekinn, grunaður um aðild að innbroti í fyrirtækið Raven Design. Í yfirheyrslu hjá lögreglu neitaði hann að hafa tekið þátt í innbrotinu , en sagðist hafa komið á heimili Brynjars Freys að Sjávargötu 33 um kl. 15.00 þann 6. ágúst og hafi ákærði Bartosz einnig verið þar. Síðar hafi hann rúntað með þeim og endað aftur á heimili Brynjars u m kl. 20.00 um kvöldið. Hafi hann þá yfirgefið þá og farið heim til foreldra sinna. Aðspurður sagðist hann ekki beint hafa vitað af innbrotinu, en hann hafi þó vitað að á kærði og Brynjar hafi ætlað að fremja innbrot einhvers staðar og stela spjaldtölvum. Fram kom einnig í máli A að um miðja nótt, ca. 12 klst. síðar, hefði ákærði Bartosz hringt í hann og beðið hann um að skutla sér upp á Ásbrú. H af i ákærði tekið fram að fyr ir það A hafa neitað þessu og sagt ákærða að bíllinn væri á búkkum og að hann væri að skipta um bremsur. Ákærði var hand tekinn síðdegis 8. ágúst 2019 og tekinn til yfirheyrslu . Neitaði hann alfarið að tjá sig . Fyrir dómi neitaði ákærði aðild sinni að brotum þessum og kvaðst í upphafi ekki vilja tjá sig . Hann var þá spurður um samband hans og Brynjars Freys og sagði hann þá kunningja. Ha nn neitaði því að hafa verið heima hjá Brynjari 7. ágúst sl., en sagðist hins vegar hafa verið þar í tvo til þrjá tíma þann 6. ágúst og h efði A , ásamt Brynjari , sótt hann í Hafnarfjörð um áttaleytið um kvöldið . Kvaðst hann hafa farið þangað til að skoða eitthv ert þýfi sem Brynjar vil di að hann kæmi í verð, en tók fram að sér hefði ekki litist á neitt þar. Hafi hann því farið þaðan rétt fyrir miðnætti og tekið leigubíl til vinar síns á Ásbrú. Um nóttina hefði Brynjar þó hringt í hann og sagt honum að hann væri kominn með tvo tölvuturna . Kvaðst ákærði hafa tekið við þeim hjá Brynjari gegn fíkniefnum og selt síðar. 10 Borinn var undir ákærða framburður Brynjars Freys hjá lögreglu, þess efnis að ákærði hefði sagt honum 6. ágúst sl. að hann hefði brotist inn í snyrtistofuna og fótaaðgerðarstofuna , og sagði ákærði þetta rangt, enda væri hann ekki að stæra sig af innbrotum sínum við fólk. Aðspurður sagðist ákærði hafa verið með kunningjum sínum í Hafnarfirði aðfaranótt 6. ágúst sl. Vitnið Brynjar Freyr Jónsson neitaði allri aðild að innbroti í Snyrtistofu Rögnu og Fótaa ðgerðarstofu Gunnhildar aðfaranótt 6. ágúst sl., en sagðist hafa heyrt af því heima hjá sér . ekki var þá spurt hvar hann hefði verið 6. ágúst sl. og sagðist hann hafa verið heima hjá sér , ásamt ákærða og öðrum vini sínum og hefði ákærði geymt eitthv ert dót hjá sér. Borinn var undir vitnið framburður þess hjá lögreglu þar sem hann sagði að ákærði hefði sagt sér frá innbrotinu í snyrtistofuna og fótaaðgerðarstofuna aðfaranótt 6. ágúst sl., og sagði vitnið að þetta væri allt í móki hjá sér núna. Vitnið viður kenndi aðild að innbroti í fyrirtækið Raven Design aðfaranótt 7. ágúst sl. og greindi frá atvikum og þætti sínum á sama hátt og í skýrslu sinni hjá lögreglu. Vitnið A kvaðst eitthvað hafa heyrt um fyrirhugað innbrot ákærða og Brynjars Freys, en tók fram að hann hafi ekki vitað hvenær af því yrði og hverju ætti að stela . Sagðist h ann hafa komið á heimili Brynjar s Frey s að Sjávargötu 33 þann 6. ágúst sl. og hafi ákærði einnig verið þar. Hafi þeir spjalla ð saman. Kvaðst hann ha fa verið þar með þeim um daginn, síðan ekið þeim eitthvað um bæinn og skilað þeim heim til Brynjars um kvöldið. Að því búnu hafi hann farið heim til foreldra sinna. Vitnið kvaðst ekkert hafa vitað hvað þeir tveir, Brynjar Freyr og ákærði, hafi verið að plana, en hafi þ ó skynjað að eitthvað stæði til. Sérstaklega aðspurt sagðist vitnið ekki hafa sótt ákærða neitt þennan dag , hvorki í Hafnarfjörð né á annan stað. Lögreglumennirnir B og C gáfu einnig skýrslu fyrir dómi , en báðir önnuðust þeir rannsókn þessara mála og ritu ðu skýrslur þar um . Ekki er þörf á að rekja framburð þeirra. Eins og áður greinir hefur ákærði Brynjar Freyr skýlaust játað fyrir dómi að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákærulið XIV. Með heimild í 2. mgr. 169. gr. laga nr. 88/2008 ákvað dómari að skilja þátt hans frá máli þessu og dæma hann sérstaklega. Var dómur í máli hans kveðinn upp 18. október 2019. Áður er fram komið að ákærði neitaði með öllu að tjá sig um sakargiftir samkvæmt þess um ákæruliðum við yfirheyrslu hjá lögreglu 8. ágúst 2019 . Fyrir dómi neitaði hann hins vegar sök og kvaðst í upphafi heldur ekki vilja tjá sig . Engu að síður greindi hann þá að nokkru leyti frá atvikum, en á allt annan hátt en vitni hafa borið um fyrir dóminum. Sérstaka furðu v ekur þó að enginn þeirra 11 aðila sem ákærði nefndi fyrst í skýrslu sinni fyrir dómi og hefðu hugsanlega getað sannreynt frásögn hans, svo sem kunningjar hans í Hafnarfirði og á Ásbrú, eða bílstjórinn sem á a ð hafa ekið ákærða að Ásbrú, gáfu skýrslu fyrir dóminum, þrátt fyrir að verjanda hans hafi verið heimilt að boða þau vitni fyrir dóminn, sbr. 1. mgr. 120. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Fyrir vikið telur dómurinn að frásögn hans sé ótrúverðug og beri þess vott að hann freisti þess að varpa allri sök á kunningja sinn, Brynjar Frey, sem þegar hafði játað aðild sína og samverknað með ákærða í innbroti í fyrirtækið Raven Design aðfaranótt 7. ágúst sl. , og hlotið dóm fyrir. Fra mburður hans er jafnf ramt í veigamiklum atriðum í andst öðu við trúverðugan og stöðugan framburð vitnanna Brynjars Freys og A . Þannig sagði sá fyrrnefndi hjá lögreglu að ákærði hefði sagt sér frá innbrot u num í snyrtistofuna og fótaaðgerðarstofuna 6. ágúst sl. Fyrir dómi var sama spurning lögð fyrir vitnið o tæpast skili ð öðruvísi en svo a ð það hafi verið ákærði , enda sagðist vitnið þennan dag hafa verið heima hjá sér ásamt ákærða og h efði ákærði geymt eitthv ert dót hjá honum. Þá telur dómurinn framburð vitnisins A ekki síður trúverðugan, en hann neitaði því að hafa sótt ákærða til Hafnarf jarðar 6. ágúst. Hins vegar kvaðst hann hafa verið með Brynjari Frey og ákærða þann dag , ekið þeim síðan um bæinn og skilað þeim að heimili Br ynjars um kvöldið. Sagðist hann hafa heyrt um fyrirhugað innbrot ákærða og Brynjars Freys, en tók fram að hann hafi ekki vitað hvenær af því yrði og hverju ætti að stela. Að þessu leyti er framburður hans samhljóða framburði hans í yfirheyrslu hjá lögreglu 8. ágúst sl. , en þar sagðist A hafa komið á heimili Brynjars um kl. 15.00 þann 6. ágúst og hafi ákærði einnig verið þar. Við sama tækifæri sagðist hann ekki beint hafa vitað af innbrotinu, en hafi þó vitað að ákærði og Brynjar hafi ætlað að fremja innbrot einhvers staðar og stela spjaldtölvum. Einnig k om þar fram að ákærði Bartosz hefði hringt í A um miðja nótt og beðið hann um að skutla sér upp á Ásbrú og boð ið honum þóknun fyrir, en A neitað því. Með vísan til alls framanritaðs, framlagðra g a gna og trúverðugs framburðar þeirra vitna sem komu fyrir dóminn, er það niðurstaða dómsins að fram sé komin lögfull sönnun þess að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hann er sakaður um í ákæruliðum XIII og XIV, en í síðari ákæruliðnum í sameiningu með Brynjari Frey. Er háttsemi ákærða þar rétt lýst og réttilega heimfærð til refsiákvæða. III Samkvæmt framansögðu verður ákærði sakfelldur fyrir alls níu þjófnaðarbrot og fimm brot á umferðarlögum. Er brotum þessu m lýst í ákæruliðum II - XV. Hins vegar verður hann sýknaður af þeirri háttsemi sem honum er gefin að sök í I. ák ærulið . Ákærði er fæddur í [...] og hefur samkvæmt sakavottorði tvívegis verið fundinn sekur um auðgunarbrot, auk brot a á umferðarlögum. Með dómi Héraðsdóms Reykjaness 10. apríl 2019 var 12 hann dæmdur í átta mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir þjófnað, rán og tilraun til fjársvika , en með þeim brotum rauf hann skilorð dóms Héraðsdóms Reykjavíkur 29. mars 2017 þar sem hann hlaut 60 daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir þjófnað, auk brota á vopnalögum og umferðarlögum. Jafnframt var hann þá sviptur ökuréttind um í sex mánuði. Sá dómur var því dæmdur upp með dómi Héraðsdóms Reykjaness 10. apríl 2019. Auk þessa gekkst ákærði undir sátt hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum 27. mars 2019 og var þá gert að greiða 220.000 kr. í sekt og að sæta sviptingu ökuréttar í 12 mánuði frá þeim degi. Með þeim brotum sem ákærði hefur nú verið sakfelldur fyrir hefur hann í verulegum atriðum rofið skilorð áðurnefnds dóms Héraðsdóms Reykjaness og verður sá dómur því tekinn upp og dæmdur með þessu máli , sbr. 60. og 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . Þá ber, með vísan til 78. gr. sömu laga, að dæma honum hegningarauka við þann dóm vegna brot a hans samkvæmt II. og III. ákærulið , en þa u framdi hann fyrir uppkvaðningu þess dóms. Til málsbóta horfir að ákærði játaði sök í meirihl uta brotanna og var að auki sýknaður af einu þjófnaðarbroti. Að þessu gættu og með hliðsjón af sakafer li ákærða, fjölda þeirra brota sem hann er nú sakfelldur fyrir , svo og með vísan til 6., 7. og 8. tl. 1. mgr. 70. gr. og 255. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 ákv eðst hæfileg refsing hans fangelsi í 1 4 mán uði. Engin efni þykja til að skilorðsbinda refsinguna. Til frádráttar refsivist kemur hins vegar gæsluvarðhald sem ákærði hefur sætt frá 9. ágúst 2019, að fullri dagatölu. Í samræmi við ákvæði 101. og 102. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 verður ákærði enn fremur sviptur ökurétti ævilangt. Í ákæru er gerð grein fyrir tveimur einkaréttarkröfum og þess krafist að ákærði verð i dæmdur til greiðslu þeirra beggja , en hann hefur hafnað þeim báðum. Annars vegar krefst Áfengis - og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) greiðslu skaðabóta, samtals að fjárhæð 23.786 krónur, auk vaxta, vegna ákæruliða VII, VIII, IX og X . Hins vegar krefst Tölvulist inn ehf. , vegna ákæruliða r XI, greiðslu skaðabóta að f járhæð 411.985 krónur, auk vaxta og lögmannsþóknunar við gerð kröfunnar og að halda henni fram fyrir dómi. Þá var við upphaf aðalmeðferðar málsins lögð fram skaðabótakrafa frá Krónunni ehf., vegna ákæruliðar XV, samtals að fjárhæð 1.545 krónur. Þar sem ekki var sótt þing af hálfu ÁTVR , hvorki við þingfestingu málsins né síðar, og þrátt fyrir boðun, voru kröfur fyr ir tækisins felldar niður með vísan til 2. mgr. 174. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Samkvæmt sama ákvæði ber við þingfestingu málsins að leggja fram greinargerð um slíka kröfu, ásamt þeim gögnum sem krafan styðst við. Síðastgreinda krafan, frá Krónunni ehf., var fyrst lögð fram við upphaf aðalmeðferðar málsins, og ber því að hafna henni. Hins vegar verður skaðbótakrafa T ölvulist an s ehf. , sem studd er fullnægjandi sönnunargögnum, tekin til greina eins og henni er lýst og nánar greinir í dómsorði. Í samræmi við úrslit málsins og með vísan til 1. mgr. 23 5 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála verð ur ákærða gert að greiða allan sakarkostnað málsins, en þar er um að ræða 13 sakarkostnað lögreglu, 202 .035 krónur, málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Bjarna Hólmars Einarssonar lögmanns, 1.133.050 krónur, ferðakostnað lögmannsins, 10.340 krónur, og 180 .000 krónur í þóknun til lögmanns Tölvulistans ehf., Guðmundar Ómars Hafsteinssonar, vegna kostnaðar lögmannsins við að halda kröfunni fram fyrir dómi. Við ákvörðun málsvarnarlauna og þóknun ar til lögmanna hefur verið tekið tillit til greiðslu virðisaukask atts. Ingimundur Einarsson héraðsd ómari kvað upp dóminn. D ó m s o r ð: Ákærði, Bartosz Wilk , sæti fangelsi í 1 4 mánuði. Til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhald sem ákærði hefur sætt frá 9. ágúst 2019, að fullri dagatölu. Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt. Ákærði greiði Tölvulistanum ehf. 411.985 krónur, auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 8. júlí 2019 til 4. nóvember 2019, en frá þeim degi dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags. Ákærði greiði alls 1.525.425 krónur í saka r kostnað, þar af 1. 1 43.390 krónur í málsvarnarlaun og ferðakostnað skipaðs verjanda síns, Bjarna Hólmars Einarssonar lögmanns, 180.000 krónur í þóknun til Guðmundar Ómars Hafsteinssonar lögmanns fyrir að halda kröfu Tölvulistans ehf. fram fyrir dómi , og 202.035 krónur í annan sakarkostnað. Ingimundur Einarsson