Héraðsdómur Vesturlands D Ó M U R 21 . mars 2022 mál nr. S - 230/2021 Lögreglustjórinn á Vesturlandi (Emil Sigurðsson aðstoðarsaksóknari) gegn Jónasi Jökli Hallgrímssyni (Leó Daðason lögmaður) Dómkröfur og málsmeðferð 1. Mál þetta er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Vesturlandi, útgefinni 8. nóvember 2021, á hendur Jónasi Jökli Hallgrímssyni, kt. ... , Eyjabakka 4, Reykjavík. Málið var dómtekið 3. mars 2022 eftir aðalmeðfer ð. 2. Í ákær uskjali segir að málið sé höfðað gegn ákærða fyrir: líkamsmeiðingar af gáleysi og umferðarlagabrot með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 29. ágúst 2020 ekið bifreiðinni OE903, óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa áfengis (í við aðstæður, þar sem myrkur var á vettvangi og vegur blautur , um Útnesveg við Dritvík í Snæfellsbæ þar til ákærði missti stjórn á bifreiðinni og velti henni, með þeim afl eiðingum að farþegi bifreiðarinnar, A... , kt. ... , hlaut rifbrot í rifjum 4 - 6 hægra megin, áverka á hægri lifrarlappa og blæðingu aðlægt hægri nýrnahettu. 2 Telst þetta varða við 219. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, 1. mgr. og a. og h. l ið 2. mgr. 36. gr. og 1. mgr. sbr., 3. mgr. 49. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 . Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til sviptingar ökuréttar samkvæmt 99. gr. og 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2 019 . 3. Ák ærði hefur fyrir dómi viðurkennt að hafa ekið umrætt sinn, bifreiðinni OE903, óhæfur til að stjórna henni vegna áhrifa áfengis , en neitað sakargiftum að öðru leyti. 4. Ákærði kveðst neita að hafa ekið án nægilegrar aðgæslu og varúðar og of hratt miðað við aðstæður og krefst þess að hann verði sýknaður af þeim þætti ákæru, en til vara að hann verði dæmdur til þeirrar vægustu refsingar sem lög leyfa. 5. Þá krefst hann þess að málskostnaður verði greiddur úr ríkissjóði, þ. á m. hæfileg málsva rnarlaun skipaðs verjanda, að mati dómsins. 6. Við upphaf aðalmeðferðar 3. mars sl. var af hálfu ákæruvaldsins fallið frá heimfærslu til liðar 2. mgr. 37. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Málsatvik 7. Samkvæmt frumskýrslu lögreglu barst aðfaranótt 29. ágúst 2020 t ilkynning frá fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra um útafakstur á Útnesvegi, rétt hjá Dritvík. Kom fram að tveir væru taldir slasaðir og voru sjúkraflutningamenn sendir frá Ólafsvík og fóru lögreglumenn á vettvang frá Grundarfirði. 8. Á vett vangi var rigning, vegurinn blautur, lítið skyggni og myrkur. Af ummerkjum að dæma hafði bifreiðinni OE - 903 verið ekið vestur Útnesveg og hún farið út af sunnan megin við veginn. Einnig kemur fram í skýrslu lögreglu að á þeim kafla, þar sem bifreiðin fór ú t af, hefði malbikið fokið af fyrr um sumarið og því verið lausamöl á þeim kafla og sýndu umferðarmerki við þann kafla að hámarkshraði væri 50 km/klst. Bifreiðin virtist hafa farið nokkrar veltur og stöðvast á hvolfi um 40 metra frá vegkantinum. 3 9. Á vett vangi var ákærði ásamt farþega inn i í sjúkrabifreið. Læknir á vettvangi óskaði eftir a ð þyrla Landhelgisgæslunnar yrði kölluð til, til að flytja ákærða og farþega á Landspítalann í Fossvogi vegna umfangs meiðsla þeirra. Ákærði var talinn vera með áverka á hálsi en farþeginn, A... , var talinn vera með samfallið lunga og með skurð fyrir ofan hægri augabrún. 10. Grunur vaknaði um að báðir aðilar væru undir áhrifum áfengis og kom að sögn lögreglu mikil áfengislykt frá vitum ákærða. Rætt var við A... í annarri sjúkrabifreiðinni og kvaðst hann hafa verið farþegi í bifreiðinni þegar henni var ekið út af og að ákærði væri eigandi bifreiðarinnar. Kom fram hjá A... að hann hafi verið heima hjá sér á Hellissandi, verið að drekka bjór og svo far i ð yfir til á kærða og þeir hafi farið á rúntinn. Aðspurður kvaðst A... ekki hafa séð ákærða drekka undir stýri og ekki vita hvort ákærði hafi verið ölvaður er þeir lögðu af stað. 11. Einnig kemur fram í frumskýrslu lögreglu að rétt rúmlega 3:30 um nóttina hefði þyrla Landhelgisgæslunnar lent á Útnesvegi, austan við vettvang, og farið með ákærða og A... á Landspítalann í Fossvogi. Haft var samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu se m tryggði að blóðsýni voru tekin úr ákærða og A... um kl. 4:11. Á vettvangi sáust tóm ar bjórdósir fyrir utan bifreiðina en einnig sáust bjórdósir inni í bifreiðinni. 12. Fyrir liggur vottorð Guðjóns Birgissonar læknis, vegna áverka A... , sem var farþegi bifreiðarinnar umrætt sinn, dagsett 30. september 2021. Í vottorðinu kemur fram að A. .. hafi verið fluttur með þyrlu á Landspítalann og komutími hafi verið 04:00. Við skoðun hafi A... verið með eðlileg lífsmörk og kvartað undan verkjum í hægri síðu. Tölvusneiðmynd hafi verið tekin af höfði, hálsi, brjóstholi og kviðarholi. Svo segir í vott orðinu að eftirfarandi áverkar hafi greinst : rifbrot í rifjum 4 - 6 hægra megin, áverki á hægri lifralappa, gráða 1 og blæðing aðlægt hægri nýrnahettu. Einnig er tekið fram að við eftirlitsrannsókn 25. september 2020 hafi lifur verið eðlileg og blóðgúll aðlæ gt nýrnahettu sé minnkandi, og að læknisskoðun 1. október 2020 hafi verið eðlileg. Í samantekt stendur að A... hafi haft áverka á rifbein um , lifur og nýrnahettu sem hafi ekki verið lífshótandi og gróið án inngrips og langvarandi afleiðinga. Framburður ákærða og vitna fyrir dómi 4 13. Ákærði gaf skýrslu fyrir dómi og kvaðst muna eftir atvikum í köflum. Hann muni eftir að þeir hafi verið heima hjá honum að drekka og mundi aðeins eftir bílferðinni. Kvaðst hann muna að þeir hafi ekki verið á neinni hraðferð, þar sem þeir hafi verið á rúntinum á leiðinni heim. Það hafi verið mikil rigning, hvasst og dimmt er slysið varð, bíllinn hafi farið að skrika til , keyrt upp á hól og oltið. Aðspurður kvað hann veginn hafa verið slæman á þessum kafla og það hafi verið lausamöl á yfirborði vegar. Hann minntist þess ekki að hafa ekið hratt. Þeir hefðu ekið frá Hellisandi vestur í átt að Rifi, en verið á heimleið þegar slysið varð. Aðspurður kvaðst hann ekki hafa tekið eftir því að vegurinn hefði verið slæmur, er þe ir hafi verið á vesturleið. Aðspurður kvaðst hann ekki vita á hvaða hraða hann hefði verið er slysið varð. Aðspurður um áfengisneyslu kvaðst hann hafa drukkið áfengi þar til hann fór í bílinn, en hefði ekki verið að drekka áfengi í bílnum umrætt sinn. Aðsp urður kvaðst hann ekki muna hvað velturnar hefðu verið margar, en að minnsta kosti ein. Kvaðst hann ekki hafa meiðst mikið í umræddu slysi, einungis fengið einhverjar skrámur á höfuðið og fjarlægja hefði þurft eitt glerbrot. Lýsti hann því að A... hefði ve rið farþegi hans í bílnum umrætt sinn. Ákærði kvaðst hafa farið í meðferð eftir umrædd atvik og verið laus við áfengi síðan. 14. A... gaf vitnaskýrslu , en vitnið gat ekki komið fyrir dóm vegna nauðsynlegra og óvæntra atvika sem dómari mat sem gild forföl l. Vitnið gaf skýrslu á lögreglustöð í gegnum fjarfundarbúnað í hljóði og mynd. Lýsti hann atvikum umrætt sinn þannig að hann hafi verið staddur á Hellissandi. Hann hafi farið heim til ákærða sem hafi ætlað að keyra h ann til Ólafsvíkur. Þeir hefðu síðan á kveðið að taka hring út fyrir jökul, í stað þess að fara til Ólafsvíkur. Kvað hann þá hafa verið á heimleið er slysið varð. Kvaðst hann ekki vita á hvaða hraða var ekið umrætt sinn, en þeir hafi ekki verið að flýta sér, heldur verið að drepa tímann. Hann h efði tekið eftir að bifreiðin væri að skauta til, litið upp og séð að þeir voru að renna út af veginum á kafla þar sem var möl. Þá hefði hann gripið í beltið og fundið að bílinn var að renna út af og væri að halla til vinstri í vegkantinum. Hann muni eftir miklum höggum og látum og næsta sem hann hafi vitað væri að bílinn var á hvolfi. Kvaðst hann ekki hafa þá gert sér grein fyrir því hvað bíllinn hafi farið margar veltur, en eftir að hafa skoðað bílinn finnist honum það augljóst að hann hafi farið hálfan h ring. Kvaðst hann hafa fengið skurð við augabrún hægra megin, þrjú brotin rifbein og áverka á öxl. Hann hafi ekki getað sinnt sjúkraþjálfun sem skyldi eftir slysið. Aðspurður kvað hann það ekki hafa verið greinilegt að ákærði hafi verið undir áhrifum áfeng is er þeir lögðu af stað og að hann hafi ekki orðið var við að ákærði hafi verið að neyta áfengis fyrir umrædda ferð. Kvaðst hann sjálfur hafa neytt áfengis í bifreiðinni í ferðinni. 5 15. Hinrik Ólafsson lögreglumaður gaf vitnaskýrslu fyrir dómi. Lýsti ha nn atvikum umrætt sinn þannig að borist hafi tilkynning um útafakstur. Hafi verið myrkur, þungskýjað og mikil rigning er þeir hafi farið á vettvang. Sjúkrabifreið hafi verið komin á vettvang á undan lögreglu. Í sjúkrabifreiðinni hefði ákærði legið á börum en A... setið í sæti og virst nokkuð hress. Bifreiðin hefði verið 40 - 50 m frá veginum, á hvolfi, klesst upp við grjót. Hefðu þeir getað rætt við A... á vettvangi en ekki hafi verið hægt að ræða við ákærða, þar sem hann hafi verið með of litla rænu. Kvað ha nn áfengislykt hafa verið af ákærða. A... hefði svo farið að finna fyrir miklum verkjum innvortis og bæði hann og ákærði verið fluttir á sjúkrahús. Lýsti hann því að A... hafi verið skýr og áttaður er þeir ræddu við hann, og ekki virst ölvaður. Hefði A... lýst því að skyndilega hefðu þeir verið komnir út af veginum, en hann hefði ekki verið að fylgjast með akstrinum fram að því. Kvað hann lögreglu hafa tekið eftir fullum bjórdósum í bifreiðinni, en engum tómum dósum og það hafi verið áfengislykt í bílnum. K vað hann A... hafa tekið það fram að ákærði hefði ekki neytt áfengis við aksturinn. Lýsti hann því að bifreiðin hefði verið í því ástandi að þeir hafi ályktað að hún hafi farið að minnsta kosti eina og hálfa veltu. 16. Svanlaugur Atli Jónsson lögreglumaður gaf vitnaskýrslu fyrir dómi. Lýsti hann því að umrætt sinn hafi þeir farið af stað um klukkan tvö um nóttina í átt að slysstað. Hann hafi farið að skoða bifreiðina og aðstæður á vettvangi en félagi hans hafi farið að athuga með ákærða og fa rþegann. Það hafi verið niðamyrkur og rigning umrætt sinn. Lýsti hann því að bifreiðin hafi verið mjög illa farin og hefði hann talið að hún hafi farið nokkrar veltur. 17. Björn Þorgilsson, verkefnastjóri hjá Rannsóknastofu í lyfja - og eiturefnafræði , g af símaskýrslu fyrir dómi. Aðspurður kvað hann það alkóhólmagn, sem ákærði hafi mælst með í blóði, geta haft áhrif á akstur og þá sérstaklega á getuna til að bregðast við óvæntum atburðum. Aðspurður kvað hann mögulegt að álykta að áfengismagn hafi verið h ærra tveimur og hálfum tíma áður en blóðsýni var tekið, að því gefnu að viðkomandi hafi ekki verið að drekka klukkustund fyrir þann tíma. 18. Aron Palomares læknir gaf símaskýrslu fyrir dómi. Kvaðst hann muna eftir að hafa gefið út vottorð um áverka A... umrætt sinn. Aðspurður um lýsingu á að A... hafi verið me ð rifbrot kvað hann klíníska skoðun á vettvangi hafa bent til þess. Aðspurður kvað hann rifbrot vera greind bæði út frá áverkasögu og klínískri skoðun. Miklir verkir við þreifingu á brjóstkassa gefi sterkan grun. A... hafi verið með þau einkenni við skoðun, en 6 ekki hafi fundist tilfærð brot við þreifingu. Kvaðst hann hafa þreifað bólgu og brak undir fingrum við skoðun, sem geti verið vísbending um loftbrjóst. Af þeirri ástæðu hafi hann kallað til þyr lu. Aðspurður um svar úr tölvusneiðmyndatöku, sem gerð var á bráðamóttöku þar sem lýst var grun um ótilfærð rifbrot, og hvort erfitt væri að greina á milli rifbrots og mars benti hann á að hann væri ekki röntgenlæknir og gæti ekki greint þar á milli. Aðspu rður hvort einkenni við skoðun á brjóstkassa gæti hafa stafað af áverka á lifur eða nýra k vað hann það geta verið hugsanlegt. Aðspurður um innlögn í kjölfar áverka , þar sem ekki hafi verið neitt inngrip, kvað hann tilgang hennar vera að fylgjast með sjúkli ngi í sólarhring þar sem hætta væri á virkri blæðingu inn í kviðinn og mikilvægt væri að geta þá gripið hratt inn í. 19. B... , systir ákærða, gaf símaskýrslu fyrir dómi. Lýsti hún því að umrætt kvöld hafi ákærði beðið hana að koma með sígarettur til sín . Hún hafi gert það og er hún hafi komið á heimili hans um miðnætti hefði ákærði verið greinilega ölvaður. 20. Guðjón Birgisson læknir gaf símaskýrslu fyrir dómi. Staðfesti hann útgáfu vottorðs og kvaðst hafa séð A... er hann var lagður inn á sjúkrahúsið, þar sem hann hafi verið lagður inn á hans vegum. Aðspurður um hvort vafi léki á að um rifbrot hafi verið að ræða, kvað hann svo ekki vera. Tölvusneiðmynd sé besta myndgreiningatæknin til að greina rifbrot, hún hefði v erið notuð í hans tilfelli vegna háorkuáverka, en ekki sérstaklega til að leita að rifbrotum. Kvað hann mögulegt að greina milli mars og brots á rifjum í tölvusneiðmynd og engu mari hefði verið lýst umrætt sinn. Kvað hann rifbrot gefa verkina við skoðun á brjóstkassa, því að lifraráverkar gefi ekki mikla verki, og ekki blæðing við nýrnahettu heldur. Aðspurður um hvort áverki á rifbeini geti komið frá bílbelti kvað hann það vera hugsanlegt en ef áverkinn sé gríðarlega mikill þá sé það ekki útilokað en yfirle itt sé ástæða rifbrota högg. Aðspurður um hvort hann hafi sjálfur rannsakað eða þreifað A... umrætt sinn kvaðst hann ráma í það, en það væri ekki skráð sérstaklega. Yfirleitt sé fólk fyrir framan hann sem sjái um skráningu og oft sé það ekki sérstaklega sk ráð þegar hann skoði sjúkling brátt. En A... hafi verið lagður inn á hans vegum og líklega hafi hann séð hann á einhverjum tímapunkti. Niðurstaða 7 21. Fyrir liggur að aðfaranótt 29. ágúst 2020 fór bifreiðin OE903, sem ákærði ók, út af Útnesvegi við Dritvík í Snæfellsbæ. Jafnframt er upplýst að við útafaksturinn er talið að A... hafi rifbrotnað á rifjum 4 - 6 hægra megin , en einnig fengið áverka á hægri lifrarlappa og blæðingu aðlægt hægri nýrnahettu, samanber f ramlagt vottorð Guðjóns Birgissonar, sérfræðings í almennum skurðlækningum, frá 30. september 2021. 22. Við fyrirtöku málsins 20. janúar 2022 játaði ákærði að hafa verið undir áhrifum áfengis við akstur bifreiðarinnar OE903 er hún fór út af Útnesvegi samkvæmt áðursögðu, en neitaði sakargiftum að öðru leyti. 23. Verður ákærði því sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. , sbr. 3. mgr. , 49. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 , enda fær játning hans ótvíræðan stu ðning í öðrum gögnum málsins. 24. Samkvæmt niðurstöðu alkóhólrannsóknar á blóðsýni, sem tekið var úr ákærða kl. hefur verið rakið ók ákærði bifreiðinni OE903 umrætt sinn und ir töluverðum áfengisáhrifum. Í 1. mgr. 36. gr. umferðarlaga segir að ökuhraða skuli jafnan miða við aðstæður með sértöku tilliti til öryggis annarra. Þannig skuli ökumaður miða hraðann við gerð og ástand vegar, veður, birtu, ástand ökutækis og hleðslu, s vo og umferðaraðstæður að öðru leyti. Má hraðinn aldrei verða meiri en svo að ökumaður hafi fullt vald á ökutækinu og geti stöðvað það á þeim hluta vegar fram undan, sem hann sér yfir og áður en kemur að hindrun, sem gera má ráð fyrir. Þá segir í h - lið 2. mgr. 36. gr. að sérstök skylda hvíli á ökumanni að aka nægilega hægt miðað við aðstæður þegar vegur er blautur eða háll. 25. Varðandi ökuhraða bifreiðar ákærða í umrætt sinn verður ekki á öðru byggt en framburði ákærða sjálfs og vitnisins A... . Þó svo að ekkert hafi fram komið í málinu um að ákærði hafi í umrætt sinn ekið á ofsahraða, er það vafalaust að mati dómsins að ákærði hafi, við þær aðstæður sem voru á Útnesvegi umrætt sinn, en vegurinn var blautur og það var dimmt þegar ákærði kom á stað á veginum þar sem lausamöl var, ekki ekið nægilega hægt í ljósi þessa. Ekki verður þá framhjá því litið að ákærði var talsvert ölvaður sem dró úr hæfni hans til að bregðast við óvæntum aðstæðum við 8 aksturinn, en ákærði kvaðst meðvitaður um ölvunarástand sitt þegar hann hóf akstur. Einnig kom fram í máli ákærða að fyrr um kvöldið, sem líklega hefur verið skömmu áður, hefði hann ekið sama veg og átti ástand vegarins því ekki að koma ákærða á óvart, a.m.k. ef hann hefði verið allsgáður umrætt sinn sem hann var þó ekki. Þá má sjá á ljósmyndum frá vettvangi að bifreið ákærða hafi kastast nokkuð langa leið og endað á hvolfi og bendir það eindregið til þess að ákærði hafi ekki hagað akstri eftir aðstæðum. 26. Verður ákærði því sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. og h - lið 2. mgr. 36. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 . 27. Við mat á því hvort ákærði hafi sýnt af sér gáleysi í skilningi 219. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, er litið til meginreglu umferðarlaga um að vegfarandi skuli sýna tillitssemi og varúð svo að eigi leið i til hættu eða valdi tjóni eða óþægindum, sbr. 1. mgr. 4. gr. umferðarlaga. Ákærða bar í ljósi aðstæðna á vegi að haga akstri þannig að hann hefði fullt vald á bifreiðinni. Einnig verður við sakarmat hér ekki heldur litið framhjá því að ákærði var í engu ástandi til að stýra bifreiðinni sökum ölvunar , og honum mátti vera það ljóst . Lögreglu barst tilkynning um útafa k s t urinn kl 1:30, tekið var blóðsýni úr ákærða kl . 4:11 eða tæpum þremur tímum eftir að akstri lauk. Sa mkvæmt matsgerð Rannsóknastofu í lyfja - og eiturefnafræði, dagsettri 4. september 2020, var ákærði þá undir töluverðum áhrifum áfengis sem samkvæmt áðursögðu mældist í blóðsýni , sem tekið var úr honum í kjölfar slyssins , vínandi Þan nig er það hafið yfir allan vafa að mati dómsins að ákærði sýndi af sér gáleysi umrætt sinn. 28. Til þess að meta hvort brot ákærða geti fallið undir 219. gr. almennra hegningarlaga verður litið til afleiðinga útafakstursins. Samkvæmt 219. gr. almennra he gningarlaga skal þannig sakfella mann ef tjón á líkama eða heilbrigði, slíkt sem í 218 gr. eða 218. gr. a getur um , hl ýst af gáleysi annars manns, þá varði það sektum eða fangelsi allt að 4 árum. 29. Í ákæru segir að farþegi bifreiðarinnar, A... , hafi hlo tið rifbrot á rifjum 4 - 6 hægra megin, áverka á hægri lifrarlappa og blæðingu aðlægt hægri nýrnahettu við 9 útafak st urinn. Vitnið Guðjón Birgisson læknir gaf símaskýrslu fyrir dómi. Staðfesti hann útgáfu vottorðs sem liggur fyrir í málin u og kvaðst hafa séð A ... er hann var lagður inn á sjúkrahúsið. Aðspurður kvað hann engan vafa leika á að um rifbrot hafi verið að ræða. Tekin hafi verið tölvusneiðmynd af A... sem sé besta myndgreininga r tæknin til að greina rifbrot. Einnig kom fram hjá vitninu að mögulegt sé a ð greina milli mars og brots á rifjum í tölvusneiðmynd og engu mari hefði verið lýst umrætt sinn. Kvað hann rifbrotin hafa gef ið verkina við skoðun á brjóstkassa A... , því að lifraráverkar gefi ekki mikla verki, né heldur blæðing við nýrnahettu. Þá skiptir það máli við sakarmat að við eftirlitsrannsókn þann 25. september 2020 , eða tæpum mánuði eftir umrætt slys, var A... enn með blóðgúl aðlægt nýrnahettu. 30. Með vísan til framburðar vitnisins Guðjóns Birgissonar þykir fram komin lögfull sönnun þess að farþegi bifreiðarinnar hafi rifbrotnað í umrætt sinn og jafnframt er óumdeilt að A... hafi hlotið innvortis áverk a umrætt sinn á mikilvægum líffærum, og enn verið með eftirstöðvar þeirra áverka mánuði eftir slys. 31. Samkvæmt því og að öllu framangreindu heildstætt virtu þykir dómnum sannað, svo ekki verði vefengt með skynsamlegum rökum, sbr. 1. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, að ákærði hafi í umrætt sinn ekið bifreiðinni OE903 án nægilegrar aðgæslu og of hratt miðað við aðstæður, og þannig sýnt af sér gáleysi sem hafi verið orsök þess að bifreið ákærða lenti utan vegar, með þeim afleiðingum að farþegi í bifreiðinni hlaut áverka eins og að framan er lýst. Verður ákærði því sakfelldur fyrir brot gegn 219. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, eins og krafist er í ákæru. Ákvörðun refsingar og sakarkostnaður 32. Samkvæmt vottorði sakaskrár ríkisins hefur ákærða ekki áður verið gerð refsing. Að þ ví virtu sem og brotum ákærða þykir refsing hans hæfileg a ákveðin fangelsi í 30 daga. Eftir atvikum þykir með heimild í 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 mega fresta fullnustu fangelsisrefsingar ákærða og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja haldi ákærði alme nnt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. 10 33. Með vísan til þeirra lagaákvæða sem greinir í ákæru verður ákærði sviptur ökurétti í eitt ár og sex mánuði frá birtingu dómsins að telja. 34. Ákærði greiði sakarkos tnað samkvæmt sakarkostnaðaryfirliti og málsvarnarlaun og ferðakostnað verjanda síns að meðtöldum virðisaukaskatti, svo sem í dómsorði greinir. Jón Haukur Hauksson aðstoðarsaksóknari flutti málið fyrir dómi af hálfu ákæruvalds. Dóm þennan kveður upp Lár entsínus Kristjánsson héraðsdómari. D Ó M S O R Ð Ákærði, Jónas Jökull Hallgrímsson, sæti 30 daga fangelsi, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. al mennra hegningarlaga. Ákærði er sviptur ökurétti í eitt ár og sex mánuði frá birtingu dóms þessa að telja. Ákærði greiði verjanda sínum , Leó Daðasyni lögmanni, 800.000 krónur í málsvarnarlaun auk 62.880 krón a í aksturskostnað . Þá greiði ákærði 71 . 186 krónur í annan sakarkostnað . Lárentsínus Kristjánsson