Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 15. mars 2022 Mál nr. S - 284/2021 : Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra (Alla Rún Rúnarsdóttir saksóknarfulltrúi) g egn X ( Friðrik Smárason ) Dómur 1 Mál þetta, sem dómtekið var 15. mars sl., var höfðað með ákæru lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, útgefinni 10. maí sl., á hendur X , kt. , , ofbeldisbrot í nánu sambandi, en til vara líkamsárás, og umferðarlagabrot: I. 316 - 2020 - 003 494 Með því að hafa sunnudaginn 24. maí 2020, ráðist að stjúpföður sínum/sambýlismanni móður sinnar, A , kt. og slegið hann ítrekuðum hnefahöggum í andlitið með þeim afleiðingum að fölsku tennurnar köstuðust út úr brotaþola, tekið hann hálstaki, og hert að, og þannig dregið hann úr eldhúsi inn í stofu. Afleiðingar þessa fyrir brotaþola voru að hann hlaut mar í hægri augnkrók, djúpa rispu á nef og sár á nefbrodd, mar á hægri úlnlið, eymsli í kjálkabeini, á hálsvöðva og barkarkýli, eymsli milli rifja fram anvert hægra megin, og bólgu yfir hægra herðablaði. Telst þetta varða við 1. mgr. 218. gr. b almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari breytingum, en til vara 1. mgr. 217. gr. sömu laga. II. 316 - 2020 - 004068 Með því að hafa fimmtudaginn 10. júní 2020, eki ð óskráðu léttu bifhjóli í flokki II, fastanúmer , sviptur ökurétti og undir áhrifum áfengis (í blóðsýni mældist , í , en lögregla hafði afskipti af ákærða í kjölfar þess að hann féll af bifhjólinu við og slasaðist. Telst þetta varða við 1. mgr. sbr. 3. mgr. 49. gr. og 4. mgr. 61. gr., 1.mgr. 72. gr., sbr. 1. mgr. 94. gr. og 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 og til vara 5. mgr. 52. gr., sbr. 1. mgr. 94. gr. sömu laga. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Jafnframt er þess krafist að ákærði verði sviptur ökurétti samkvæmt 99. gr. og. 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Við aðalmeðferð málsins féll ákæruvaldið frá ákæru fyrir ölvunarakstur samkvæmt ákærulið II . Þá féll ákæruvaldið frá kröfu um heimfærslu brots samkvæmt I. tölulið undir 1. mgr. 218. gr. b almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og heimfærir brotið undir 1. mgr. 2 217. gr. Ákæruvaldið féll einnig frá kröfu um greiðslu sakarkostnaðar vegna blóðrannsóknar og krefst að því breyttu einungis sakarkostnaðar vegna læknisvottorðs kr. 20.000. Við svo búið játaði ákærði sök fyrir dómi samkvæmt breyttri ákæru. Ákærði krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og hæfilegra málsvarnarlauna til handa skipuðum verjanda sínu m. 2 Á grundvelli játningar ákærða var farið með málið samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og málið tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu eftir að sækjanda og ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði máls og ákvörðun viðurlaga. Sannað er með skýlausri játningu ákærða, sem ekki er ástæða til að draga í efa að sé sannleikanum samkvæm, og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem í endanlegri ákæru er lýst og er þar rétt heimfærð til refsiákvæða. 3 Við ákv örðun refsingar fyrir brot ákærða samkvæmt ákærulið I. er horft til þess að verknaður ákærða beindist gegn einstaklingi sem er honum nákominn, sbr. 3. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga . Þá var framganga ákærða í umrætt sinn tilefnislaus, en á kærði hefur gefið þá skýringu á háttsemi sinni að þarna hafi brotist út margra ára uppsöfnuð gremja vegna neikvæðrar framkomu brotaþola í garð ákærða og móður hans. Ákærði hafi misst stjórn á sér í augnablik vegna þess , en hafi svo séð eftir gerðum sínum. Þykir rétt að horfa til 5. og 8. tl. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Með hliðsjón af framangreindu þykir refsing ákærða fyrir brot það er hann hefur nú verið sakfelldur fyrir hæfilega ákveðin tveggja mánaða fangelsi, en refsing ákærða skal bundin skilorði ein s og í dómsorði greinir. 4 Samkvæmt sakavottorði ákærða undirgekkst hann sátt hjá sýslumanninum á Norðurlandi eystra 13. júlí 2007 vegna brots gegn 1., sbr. 3. mgr. 45. gr. umferðarlaga, þar sem honum var gert að greiða 160.000 krónur í sekt og sæta svipting u ökuréttinda í 18 mánuði. Þá var ákærði dæmdur til greiðslu 420.000 króna sektar og sviptur ökuréttindum í 3 ár og 6 mánuði með dómi héraðsdóms Norðurlands eystra 15. nóvember 2017. Hafa framangreind brot ákærða ekki ítrekunaráhrif fyrir brot það gegn umf erðarlögum sem ákærði er nú sakfelldur fyrir , sbr. II. lið ákæru . Verður ákærði dæmdur til greiðslu 1 4 0.000 króna sektar . 5 Að kröfu ákæruvalds og með vísan til dómsniðurstöðu verður ákærði dæmdur til greiðslu hluta sakarkostnaðar, þ.m.t. þóknun skipaðs verj anda síns, eins og í dómsorði greinir að virðisaukaskatti meðtöldum. Annar sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Alla Rún Rúnarsdóttir saksóknar fulltrúi . Hlynur Jónsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómarinn tók við málinu 7. desember sl. en hafði ekki aðkomu að því áður. Dómsorð: Ákærði , X , skal sæta fangelsi í 60 daga , en fresta skal fullnustu refsingarinnar og skal hún niður falla að liðnum tveimur árum, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 3 Ákærði, X , greiði 1 4 0.000 króna sekt til ríkissjóðs og komi tíu daga fangelsi í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins. Ákærði greiði 2/3 hluta málsvarnarþóknun ar skipaðs verjanda síns, F riðriks Smárasonar lögmanns, 111 . 6 00 krónur, og greiði jafnframt 2 0.00 0 krónur í annan sakarkostnað. Annar sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði , þ.m.t. 1/3 hluti þóknunar skipaðs verjanda, 55.800 krónur .