Héraðsdómur Reykjaness Dómur 30. apríl 2021. Mál nr. S - 3201/2020: Ákæruvaldið (Dagmar Ösp Vésteinsdóttir settur saksóknari) gegn X (Unnsteinn Örn Elvarsson lögmaður) og Y (Bjarni Hauksson lögmaður) (Inga Lillý Brynjólfsdóttir réttargæslumaður brotaþola) Dómur: Mál þetta var þingfest 14. desember 2020 og dómtekið 20. apríl 2021. Málið höfðaði Héraðssaksóknari með ákæru útgefinni 23. nóvember 2020 á hendur ákærðu, X , kt. 0 00000 - 0000 , , , Y , kt. 000000 - 0000 , , og Z , kt. 000000 - 0000 , , , fyrir eftirgreind brot gegn almennum hegningarlögum nr. 19/1940 framin að kvöldi fimmtudagsins 23. apríl 2020 að í : 1. Gegn ákærða X fyrir stórfellda líkamsárás samkvæmt 2. mgr. 218. gr. laganna , með því að hafa utan við og inni í húsnæðinu veist að A , kt. 000000 - 0000 , en ákærði veitti honum að minnsta kosti eitt högg á höfuð og hrinti honum með þeim afleiðingum að A féll aftur fyrir sig og skall í gólfið, allt m eð þeim afleiðingum að hann hlaut stóra 9 mm innanbastsblæðingu hægra megin í höfði, litlar blæðingar í heilavef framan til og litla innanskúmsblæðingu með miðlínuhliðrun 8 mm ásamt fjölda brota í höfuðkúpu og nefbeinabrot. 2. Gegn ákærðu öllum fyrir brot gegn 1. mgr. 221. gr. laganna, með því að hafa, í kjölfar framangreindrar atlögu ákærða X , látið farast fyrir að koma A til bjargar, skilið hann eftir liggjandi frammi á gangi húsnæðisins og yfirgefið hann ósjálfbjarga og lífshættulega slasaðan, án þess að koma honum til hjálpar. 2 Ákærði Z lést 11. febrúar sl. og var málið í framhaldi fellt niður gagnvart honum. Af hálfu ákæruvaldsins er þess áfram krafist að ákærðu X og Y verði dæmdir til refsingar samkvæmt ákæru og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Í ákæ ru er tekin upp einkaréttarkrafa A , hér eftir brotaþola. Hann krefst þess að ákærðu verði dæmdir óskipt til greiðslu 7.000.000 króna miskabóta, með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 23. apríl 2020 til þess dags er liðinn er mánuður frá birtingu bótakröfunnar, en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags. Þá verði ákærðu dæmdir óskipt til greiðslu þóknunar skipaðs réttargæslumanns. Ákærðu X og Y krefjast aðallega sýknu og að framlagðri bótakröfu verði vísað frá dómi, en að því frágengnu verði þeir dæmdir til vægustu refsingar sem lög leyfa og bætur stórlega lækkaðar. Þá verði sakarkostnaður felldur á ríkissjóð, þar með talin málsvarnarlaun verjenda. I. - Upphaf lögregl urannsóknar og rannsóknaraðgerðir. 1. er iðnaðarhúsnæði sem breytt hefur verið í íbúðarhúsnæði og eru þar leigðar út litlar íbúðir og herbergi með sameiginlegri salernisaðstöðu. Gengið er inn í anddyri á suðurhlið hússins og þar er herbergi nr. 1. Úr a nddyrinu er komið inn á stuttan gang, þaðan sem gengið er inn í herbergi 2, 3 og 4. Frá þessum gangi liggja aðrir og lengri gangar með fleiri herbergjum. Í apríl 2020 deildi ákærði X herbergi nr. 2 með Z heitnum. Við hlið þeirra, í herbergi 3, bjuggu B og C . Fimmtudaginn 23. apríl hélt Z upp á nafnaafmæli sitt og bauð ákærða Y og brotaþola í heimsókn. Fjórmenningarnir neyttu áfengis og urðu ölvaðir þegar leið á kvöldið. 2. Kl. 23:22 barst Neyðarlínunni tilkynning um að karlmaður lægi meðvitundarlaus á gólfi íbúðarhúsnæðisins. Lögregla var kvödd á vettvang kl. 23:35. Segir um þetta í frumskýrslu D , sem hann staðfesti fyrir dómi, að þegar lögregla kom á staðinn hafi brotaþoli legið rænulítill á stutta herbergisganginum. Hann hafði misst frá sér þvag og saur og lak blóð úr hægra eyra hans, munni og nefi. Þá var talsvert blóð á gólfinu og blóðkám á nærliggjandi veggjum. Brotaþoli hafi reynt að setjast upp, ekki getað það og hann verið beðinn um að liggja kyrr uns sjúkraflutningamenn kæmu á staðinn. Þeir töldu 3 síð an að brotaþoli gæti verið með blæðingu inn á heila og fluttu hann með sjúkrabifreið á bráðadeild Landspítala (LSH) í Fossvogi. Ummerki á vettvangi þóttu benda til þess að brotaþoli hefði sætt líkamsárás og beindist fljótlega grunur að herbergi nr. 2. Þega r bankað var á hurðina kom ákærði X til dyra, ber að ofan, og mátti sjá grunna skurði á víð og dreif um líkama hans. Hann kvaðst hafa lent í slagsmálum við brotaþola og hlotið áverka af völdum hans. Ákærði var handtekinn og færður á lögreglustöð. Samkvæmt sömu skýrslu svaf ákærði Y ölvunars vefni á herbergisgólfinu og Z lá sofandi á dýnu. Þeir voru einnig handteknir. Samkvæmt frumskýrslunni var á vettvangi rætt við E og F , sem búa í húsinu. Í skýrslunni segir að þeir hafi verið að koma heim, séð brotaþola liggjandi í blóði sínu á gólfinu, ekki náð sambandi við hann og því hringt í Neyðarlínuna. Kom síðar í ljós að E átti enga aðkomu að málinu. Frumskýrslunni fylgja tvær lj ósmyndir sem sýna legu brotaþola á gólfinu þegar lögregla kom að. Þar sést hvar brotaþoli liggur beinn, á vinstri hlið, með krosslagða fætur við ökkla. Vinstri hönd er útrétt og vísar örlítið upp á við á meðan hægri höndin liggur yfir síðu brotaþola og nem a fingur við nárasvæði. Hann er íklæddur dökkum stuttermabol og bláum gallabuxum, sem virðast hafa dregist aðeins niður um hann. Í frumskýrslu G rannsóknarlögreglumanns er aðkomu á vettvangi lýst á svipaðan hátt. Þar segir einnig að ákærði Y hafi verið me ð skurð á enni og í blóðugum bol. 3. Samkvæmt lögregluskýrslum voru ákærðu í annarlegu ástandi við komu á lögreglustöð; ákærði X og Z sagðir áberandi ölvaðir og ákærði Y sagður mjög ölvaður. Ákærða Y var tekið blóðsýni til alkóhólákvörðunar kl. 00:58 um nóttina og ákærða X kl. 01:21. Í blóði X mældist etanólmagn 1,60 og í blóði Y 2,65 . Z færðist undan að gefa blóðsýni af ótta við Covid - 19 og var látið við það sitja af hálfu lögreglu. 4. Ákærði X var færður til læknisskoðunar á bráðadeild LSH í Fossvo gi að kvöldi 24. apríl í fylgd tveggja lögreglumanna. Í vottorði H sérfræðings í bráðalækningum, sem hann staðfesti fyrir dómi, er haft eftir ákærða að hann hafi orðið fyrir líkamsárás með hnífi og brotinni flösku. Ákærði hafi kvartað undan verkjum í höfuð kúpu eða andlitsbeinum, án þess að þar sæjust aðrir áverkar en grunnur skurður á höku. Á brjóstkassa og kvið hafi verið margir langir og grunnir skurðir, en aðrir áverkar ekki sýnilegir fyrir utan húðmissi á hægra hné. Greining sérfræðingsins er svohljóðan di: 4 samsvari áverkum við skoðun. 5. Samkvæmt vottorði I sérfræðilæknis, s em hann staðfesti fyrir dómi, kom brotaþoli í djúpu meðvitundarleysi á bráðadeild LSH kl. 00:06 aðfaranótt 24. apríl. Tölvusneiðmynd af höfði sýndi stóra 9 mm innanbastsblæðingu hægra megin, litlar blæðingar framan til í heilavef og litla innanskúmsblæðing u með miðlínuhliðrun 8 mm ásamt fjölda brota í höfuðkúpu. Brotaþoli var færður á gjörgæsludeild með lífshættulega áverka og tók J heila - og taugaskurðlæknir ákvörðun um bráðaðgerð. Höfuðkúpa hafi verið opnuð og innri blæðing hreinsuð út. Í kjölfar þeirrar aðgerðar hafi brotaþoli lagst inn á gjörgæsludeild í stöðugu ástandi. Brotaþola var tekið blóðsýni til alkóhólákvörðunar kl. 01:30 og mældist 2,40 af etanóli í blóði. 6. Í málinu liggur fyrir vottorð J 28. september 2020, sem hann staðfesti fyrir dómi. Þ ar segir að brotaþoli hafi verið í bráðri lífshættu vegna ferskrar blæðingar undir höfuðkúpu, sem þrýst hafi á heila, valdið klemmu og stefnt blóðflæði heilans í stórhættu. Eftir aðgerð hafi brotaþoli verið í öndunarvél í sólarhring og vaknað með lömun í v instri hlið líkamans. Endurtekin sneiðmynd hafi sýnt að stóra blæðingin var horfin en eftir hafi setið mar/bólga við neðri, fremri hluta framheila í báðum heilahvelum, eins og sjáist eftir mikinn höfuðáverka. Eftir tveggja daga legu á heila - og taugaskurðd eild hafi brotaþola versnað með auknum sljóleika og meðvitundarskerðingu og tölvusneiðmynd sýnt aukna bólgu í greindu heilamari. Hann hafi því verið fluttur aftur á gjörgæsludeild og fengið súrefnismeðferð, öndunarstuðning og sýklalyfjameðferð við lungnabó lgu. Tveimur dögum síðar hafi hann færst aftur á heila - og taugaskurðdeild og braggast hægt og rólega. Brotaþoli hafi síðan verið fluttur á Grensásdeild LSH til endurhæfingar 19. maí og náð ótrúlegum bata þegar hann útskrifaðist þaðan. Í vottorðinu segir J að erfitt sé að segja til um framtíðarhorfur brotaþola en hann þurfi tíma í endurhæfingu og bata. Það sem geti skert lífsgæði brotaþola eftir áverka af þessu tagi sé viss vitræn skerðing með þreytu, einbeitingarleysi, minnisleysi og úthaldsleysi, auk svim a og jafnvægisleysis. Þessi einkenni geti verið til staðar þó svo að brotaþoli sé metinn sjálfbjarga með athafnir daglegs lífs. 7. 5 Fyrir liggur matsgerð K réttarmeinafræðings 26. maí 2020, sem hann staðfesti fyrir dómi, en K tók brotaþola til réttarlæknisf ræðilegrar skoðunar 28. apríl sama ár. Samkvæmt matsgerðinni kom fram í samtali við lögreglu að brotaþoli hafi mögulega veist að öðrum manni með áhaldi og sá hrint honum í vörn með þeim afleiðingum að brotaþoli féll í götuna eða gólfið. Brotaþoli hafi grei nst með mar á hnakkasvæði með undirliggjandi brotakerfi, innanbastsblæðingu, innanskúmsblæðingu, heilamar og hliðrun á heila til vinstri, auk afleiddra undirhúðarblæðinga á augnsvæðum og bak við hægra eyra. Þá hafi brotaþoli verið marinn á nefi með undirli ggjandi brot á nefbeinum og miðnesi, með mar á vinstri framhandlegg, skrámur á hægra augnsvæði, upphandleggjum, vinstri framhandlegg og á baki. Taldi K útlit áverkanna samrýmast því að þeir hafi stofnast seint að kvöldi 23. apríl eða aðfaranótt 24. apríl. Um tilurð helstu áverka segir í niðurstöðum matsgerðar að útlit áverka á höfði með undirliggjandi brotakerfi, heilahimnublæðingum og mari á heila bendi sterklega til þess að áverki hafi komið til við sljóan kraft í formi höggs gegnt hörðu, líklega flötu y firborði á hnakkann. Slíkt högg sé nærtækast að skýra með eigin falli og lendingu á hörðu undirlagi. Þessi áverki á höfði sé sá eini sem hafi verið lífshættulegur, þ.e. áverkinn hefði haft í för með sér ótvíræða hættu á dauða ef ekki hefði komið til læknis meðferðar. Útlit áverka á nefi bendi sterklega til þess að hann hafi komið til við sljóan kraft í formi höggi veittu af öðrum manni, sem eigin handlausu falli með lendin Þann 18. ágúst beindi lögregla svohljóðandi erindi til réttarmeinafræðingsins: mismunandi stöðum í höfuðkúpu. Fá réttarmeinafræðinginn til að svara því hvor t að hann telji líklegt að þessir áverkar stafi frá hrindingu og í kjölfarið falli í gólf eða hvort að það þurfi fleiri ákomur, högg, spörk, detta utan í eitthvað á leiðinni í gólfið, s.s. hurðarkarm, nafræðingsins 20. september 2020 hnakkanum og hins vegar kerfi á nefsvæðinu. Til skýringar þessum kerfum væri að vænta minnst tveggja ákoma, sbr. matsgerð K11 - 20. Við e infalda hrindingu og kjölfarandi fall í gólf væri að vænta einnar meginákomu (við steyt höfuðsins gegnt gólfinu). Ein hrinding og kjölfarandi fall í gólf er því ekki líklegasta skýringin á báðum ofannefndum 8. 6 Þá liggur fyrir matsgerð K 26. maí 2020 vegna réttarlæknisfræðilegrar skoðunar á ákærða X 29. apríl, sem staðfest hefur verið fyrir dómi. Samkvæmt matsgerðinni kom fram í samtali við lögreglu að brotaþoli hafi mögulega veist að ákærða með áhaldi, líklega brotinni flösku, og ákærði hrint brotaþola í vörn með þeim afleiðingum að hann féll í götuna eða gólfið. Sýnilegir áverkar eru sagðir þeir sömu og fram koma í kafla I.4. að framan, en auk þeirra getur K um sár á vinstri kinn og á báðum öxlum. Taldi K útlit áverkanna samrýmast því að þeir hafi stofnast á síðustu tveimur sólarhringum fyrir myndatöku 24. apríl. Um tilurð helstu áverka segir í niðurstöðum matsgerðar að útlit áverka á höku, vinstri kinn, hægri upphandlegg, hægri öxl, hægra megin á brjósti, vinstri fram - og upphandlegg, vinstr i öxl, vinstra megin á brjósti og kvið bendi sterklega til þess að þeir hafi komið til við skarpan kraft. Útlit áverka á vinstri kinn, hægri upphandlegg, vinstri framhandlegg og vinstri öxl bendi sterklega til þess að þeir hafi orðið til við skurð með eggh vössu áhaldi. Útlit áverka á höku, hægri öxl, hægra megin á brjósti, vinstri framhandlegg, vinstri öxl, vinstri upphandlegg og vinstra megin á brjósti bendi til þess að þeir hafi komið til við stungu og kjölfarandi skurð með egghvössu áhaldi. Útlit áverka á kvið bendi til þess að þeir hafi komið til við skarpan skerandi kraft í blöndu við sköfun eða skröpun, sem líklega er tilkomin vegna afstöðubreytinga hins hvassa meðan á marga aflanga og misdjúpa sárþætti, sýna gjarnan hök og köntun í börmum sínum, hafa tilhneigingu til að mynda samsíða aflöng ferli sem stundum beygja, eru heflandi á köflum og sem elta hvort annað samsíða. Áverkamyndin í heild skýrist best af því að krafti num hafi verið miðlað af egghvössum hlut með nokkra grófa og kantaða hvassa þætti, t.d. brotinni glerflösku eða svipuðum hlut. Áverkamyndin í heild ber ekki með sér að hafa komið til við stýrðar aðstæður eins og t.d. við sjálfveitta áverka, heldur bendir h ún til 9. L rannsóknarlögreglumaður stýrði rannsókn á vettvangi og liggur eftir hann vettvangsskýrsla 29. maí 2020, sem L staðfesti fyrir dómi. Þar segir að af ummerkjum að dæma hafi einn eða fleiri einstakli ngar gengið um húsnæðið og meðal annars farið inn á tvö salerni. Á gólfi annars þeirra voru blóðdropar, líkt og blætt hafi úr einhverjum og blóðkám var á vöskum beggja salerna. Á ganginum þar sem brotaþoli fannst var mikið blóð á gólfi og blóðkám á veggjum , en ekki blóðslettur sem gæfu til kynna átök. Búið 7 hafi verið að þrífa herbergi nr. 2 að einhverju leyti og henda glerbrotum af tveimur áfengisflöskum og blóðugri, samanbrotinni gólfmottu í ruslagám fyrir utan húsið. Sökum þessa væri ekki hægt að útiloka að átök hafi átt sér stað í herberginu þótt verksummerki bentu ekki til þess. Í herberginu fannst blóðugt glerbrot og blóðugur eldhúspappír í rúmi, blóðugt handklæði á stól og blóðugur eldhúspappír í ruslafötu. Engin vopn fundust á vettvangi, en glerbrotum gæti hafa verið beitt í átökum. Fyrir liggur ljósmynd af 180 x 120 cm gólfmottu, sem sýnir tvo blóðbletti og blóðtauma liggja út frá hvorum bletti um sig. Samkvæmt skýrslu M hjá tæknideild lögreglu, sem hann staðfesti fyrir dómi, mun annar blóðbletturinn vera smit frá hinum og hafa myndast þegar mottan var brotin saman. Tekin hafi verið tvö blóðsýni úr mottunni, annað úr frumblóðblettinum og hitt af öðrum stað, og sýnin send til DNA greiningar hjá Nationellt Forensiskt Centrum í Svíþjóð ásamt samanburðarb lóðsýni úr brotaþola. Samkvæmt niðurstöðum rannsókna eru yfirgnæfandi líkur á því (að minnsta kosti 1.000.000/1) að sýnin úr mottunni séu með sama DNA snið og blóðsýnið úr brotaþola. Loks liggur fyrir upplýsingaskýrsla tæknideildar lögreglu 13. nóvember 20 20, en verið færður úr stað eftir árásina eða hvort árásin hafi átt sér stað þar sem komið var að Af framangreindum lögregluskýrslum verður ekki séð að rannsakað hafi verið úr hverjum blóðið kom sem fannst á gólfi, veggjum og salernum utan herbergis nr. 2. Lögregla innsigl aði báðar hurðir að herberginu í lok vettvangsrannsóknar. Ákærði X sat í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknar málsins frá 24. apríl til 5. maí 2020, en frá þeim degi hefur hann sætt farbanni. II. - Skýrslugjöf ákærðu og Z hjá lögreglu. 1. Ákærði X var yfirheyrður 24. apríl eftir dvöl í fangageymslu. Hann kvaðst vera hinn eiginlegi brotaþoli í málinu og greindi frá því að kvöldið áður hafi hann og Z boðið ákærða Y og brotaþola heim og þeir verið að drekka vodka og hafa gaman. Ákærði hafi svo brugðið sér fram á salerni. Þegar hann kom til baka hafi Y legið á herbergisgólfinu eftir högg frá brotaþola. Ákærði hafi sagt honum að láta Y í friði og ef hann vildi slást ætti hann að slást við jafningja sinn, þ.e. ákærða. Í kjölfarið hafi þeir tveir stigið út fyrir 8 hús og tekist á skamma stund. Ákærði kvaðst ekki muna hvort hnefar hafi farið á lofti í þeim átökum. Þeir hafi síðan snúið til baka í herbergi ákærða, hann sest á rúmið sitt, brotaþoli gripið tvær flöskur, brotið þær og því næst ráðist á ákærða og v eitt honum fjölda áverka með flöskubrotunum. Ákærði hafi svo náð glerbrotunum af brotaþola, hann þá gripið til hnífs, reynt að stinga ákærða og veitt honum skurðáverka á kvið. Við svo búið hafi ákærði náð að ýta brotaþola út úr herberginu og fram á gang. Þ ar hafi átök haldið áfram og ákærði stjakað kröftuglega við brotaþola með þeim afleiðingum að hann féll aftur fyrir sig. Ákærði kvaðst ekki hafa séð hvort brotaþoli skall með höfuðið í gólfið og ekki hugað að honum, enda reiður yfir framferði hans. Ákærði kvaðst hafa verið allur í blóði eftir árás brotaþola og því farið inn á salerni til að þrífa sig. Þegar hann hafi komið til baka hafi B nágrannakona hans boðist til að hlúa að sárum hans og plástra þau. Á sama tíma hafi Z verið að þrífa herbergi þeirra. Ef tir aðhlynningu B hafi ákærði gengið inn í herbergið og farið að sofa og ekki vitað af sér fyrr en lögregla kom á staðinn. Hann kvaðst hafa verið undir áhrifum áfengis um nóttina en þó muna eftir öllum atvikum. Ákærði gaf aðra skýrslu 28. apríl. Hann árétt aði fyrri framburð og lýsti átökum við brotaþola fyrir utan á þann veg að um ryskingar hafi verið að ræða og þeir hvorki slegið né sparkað í hvorn annan. Þeir hafi ekki náð að útkljá sín mál og farið ósáttir inn í herbergi ákærða. Þar hafi brotaþoli gr ipið tvær tómar vodkaflöskur, brotið þær og veist að ákærða með flöskubrot að vopni. Ákærði kvað vel geta verið að brotaþoli hafi dottið á hurðarkarm þegar ákærði ýtti honum út úr herberginu. Eftir að brotaþoli féll á ganggólfið hafi hann velst um, ákærði sagt honum að hann kæmi ekki aftur inn, ákærði við svo búið gengið inn í herbergið og lokað dyrunum. Nokkrum mínútum síðar hafi hann farið fram á baðherbergi með handklæði til að þrífa sár sín. Brotaþoli hafi þá enn verið að veltast um á gólfinu, ekki geta ð staðið upp og ákærði sagt honum að koma sér heim. Ákærði kvaðst hafa séð blóð á brotaþola, sagði það hafa verið blóð úr sér og ekki áttað sig á að brotaþoli væri slasaður heldur talið að hann væri bara ofurölvi. Hann kvaðst hafa sagt B nágrannakonu sinni frá því að brotaþoli hefði ráðist á hann með hnífi og flöskum. Ákærði sagði að hnífurinn sem brotaþoli greip til hafi verið á skáp nálægt herbergishurðinni, lýsti hnífnum sem stórum eldhúshnífi og sagðist ekki vita betur en að hnífurinn væri á heimili han s. Ákærði taldi brotaþola hæglega hafa getað drepið hann með hnífnum og hefði ákærði ekki gert annað en að verja sig. Nánar aðspurður um meinta árás brotaþola á ákærða Y áréttaði ákærði að hann hafi ekki séð brotaþola slá Y , en Y legið á herbergisgólfinu m eð áverka á enni þegar ákærði kom inn í herbergið eftir ferð á 9 salerni. Hann kvaðst hafa þekkt brotaþola í 30 ár, sagði aldrei áður hafa komið til ósættis milli þeirra og ekki vita hvað kom yfir brotaþola í þetta sinn. Ákærði gaf þriðju skýrslu sína 11. nó vember. Aðspurður um gólfmottuna sem fannst í ruslagáminum sagði ákærði að hún hefði átt að vera undir sófaborði í miðju herberginu og taldi að Z hljóti að hafa hent henni í gáminn þegar hann þreif herbergið. 2. Ákærði Y var yfirheyrður 24. apríl eftir dvö l í fangageymslu. Hann kvaðst ekki hafa tekið þátt í slagsmálum kvöldið áður og ekki hafa veitt brotaþola áverka. Hann kvaðst hafa verið að hitta brotaþola í fyrsta sinn, sá komið í heimsókn til ákærða X og Z , þeir verið að fagna nafnaafmæli Z og allt veri ð í góðu. Ákærði hafi drukkið hálfan lítra kvaðst ekki hafa verið með áverka á höfði þegar þeir byrjuðu að drekka og taldi sig hljóta að hafa dottið um kvöldið. Hann kv aðst hafa farið á salerni einhvern tíma kvölds og séð brotaþola liggjandi á gólfinu, annað hvort á salerninu eða á herbergisganginum. Brotaþoli hafi verið blóðugur og ekki svarað kalli, ákærði reynt að reisa hann á fætur en ekki getað það og farið aftur in n í herbergi nr. 2. Ákærði gaf viðbótarskýrslu gegnum síma 24. október 2020. Áður en skýrslugjöf tir átökum milli brotaþola og ákærða X . Hann kvaðst hafa verið mjög ölvaður umrætt sinn og ekki vita hvernig hann hlaut áverka á höfði. Ákærði bar með líkum hætti um að hafa séð brotaþola liggjandi frammi á gangi, ákærði reynt að hjálpa honum, það ekki gen gið og hann því farið inn í herbergi nr. 2. Þegar þetta gerðist hafi einhverjir aðrir verið að stumra yfir brotaþola. Vissi ákærði ekki hverjir þetta voru. 3. Z var yfirheyrður 24. apríl eftir dvöl í fangageymslu. Hann kvaðst hafa verið að fagna nafnaafmæl i sínu með ákærðu X og Y og brotaþola, sem væri vinur hans og vinnufélagi. Þeir hafi drukkið áfengi, allt gengið vel og ekkert ósætti komið upp á milli manna. Eftir einhvern tíma hafi hinir þrír farið út úr herberginu, Z ekkert spáð í það, enda þreyttur, þ urft að vakna til vinnu daginn eftir og því farið að sofa. Hann hafi vaknað einhverju seinna og þurft að fara á salerni, hann því farið fram og séð hvar brotaþoli lá á bakinu í blóði sínu. Z kvaðst hafa hugað að honum ásamt E nágranna sínum, þeir áttað 10 sig á að brotaþoli svaraði ekki áreiti, snúið honum á hliðina svo hann myndi ekki kafna og E því næst hringt í Neyðarlínuna. Z gaf viðbótarskýrslu 24. október 2020. Áður en skýrslugjöf hófst var Z kynnt og rétt frá að viðlagðri Z að þegar hann sneri til baka í herbergi nr. 2, eftir að hafa verið á klósettinu, hafi hann verið einn í herberginu, séð glerbrot, flöskur og leirtau ásamt blóði, ákveðið að taka til og hent blóðug ri mottu og glerbrotum. Ákærði X hafi svo komið inn og verið allur í skurðum, sem nágrannakona þeirra hafði sett umbúðir yfir. Eftir þetta hafi Z farið að sofa og einhverju síðar vaknað við bank á hurðina. Var þá kominn nágranni þeirra, sem benti Z á að ei nhver lægi á gólfinu frammi á gangi. III. - Skýrslugjöf brotaþola og annarra vitna hjá lögreglu. 1. Brotaþoli gaf skýrslu 11. maí 2020. Hann sagði að sér hefði verið boðið heim til Z að og hitt þar ákærða X , sem hann þekkti fyrir og ákærða Y , sem hann hafði ekki séð áður. Brotaþoli kvað þá hafa fengið sér í glas, en mundi að öðru leyti ekkert eftir því sem þar gerðist. Breytti engu þótt yfirheyrandi bæri undir brotaþola framburð ákærða X og fleiri fyrirliggjandi upplýsingar. Brotaþoli gaf aðr a skýrslu 23. september og sagði atvik í engu hafa rifjast upp. Hann sagði fjórmenningana hafi verið að drekka vodka í herbergi Z , brotaþoli verið hvattur til drykkju og eftir það myndi hann ekki neitt fyrr en hann vaknaði á sjúkrahúsi. 2. B gaf skýrslu h já lögreglu 29. apríl og 29. september 2020. Hún kvaðst hafa verið heima og í herbergi sínu nr. 3 þegar hún heyrði læti frammi á gangi. Ákærði X hafi svo knúið dyra, hann verið blóðugur og með mikla áverka á líkama og höfði, hún boðið honum inn og gert að sárum hans með plástrum. Að sögn ákærða hefði einhver ráðist á hann með flösku og hann reynt að verja sig. Henni hafi skilist að upphaf átakanna hafi verið deilur um Guð. Hún kvaðst ekki hafa orðið vör við átök, en séð mann liggjandi frammi á gangi, ekki s éð áverka á honum, talið hann sofa áfengisdauða og því ekki skipt sér af honum. Nánar aðspurð um manninn á ganginum kvaðst B hafa séð hann þar skömmu áður en X kom yfir í herbergi hennar og fékk aðhlynningu. Hún hafi þá vitað af áverkum ákærða, ætlað að fa ra með sáraumbúðir yfir til hans, því C sambýlismaður hennar þoli ekki að sjá blóð, hún því farið fram á gang og séð manninn á gólfinu fyrir 11 framan herbergi 2. Opið hafi verið inn í herbergið og B séð Z bogra þar inni, eins og hann væri að þrífa. Eftir þet ta hafi ákærði X komið yfir í hennar herbergi og hún gert að sárum hans. 3. C gaf skýrslu hjá lögreglu 28. maí og 29. september 2020. Hann kvaðst hafa farið yfir í herbergi nr. 2 um kl. 20 að kvöldi 23. apríl og heilsað upp á ákærða X og Z , sem var að ha lda upp á nafnaafmæli sitt. Auk þeirra hafi ákærði Y og brotaþoli verið á staðnum. C hafi svo snúið aftur í herbergi sitt og B og þaðan heyrt samtöl mannanna og hlátrasköll. Um tveimur klukkustundum síðar hafi C brugðið sér út fyrir hús til að reykja og þá séð ákærða X reykjandi að húsabaki, nálægt ruslagámi sem standi fyrir utan herbergi ákærða og sé inngengt þangað frá gámnum. Ákærði hafi verið með skurð á höku og stóran skurð á kvið og C spurt hvað komið hefði fyrir. Ákærði hafi svarað því til að hann he fði verið skorinn með flösku. Hann hafi ekki viljað fá lækni eða sjúkrabíl og C því boðið honum að kíkja við hjá sér og B og fá plástra á sárin. C hafi svo snúið til baka í herbergi sitt, farið þaðan inn á salerni í sjokki og dvalið þar alllengi. Hann kvað st á engum tímapunkti hafa greint rifrildi úr herbergi 2, en einhvern tíma kvölds heyrt skell eða læti sem hann kippti sér ekki upp við, enda algengt að hljóð bærust frá því herbergi. C kvaðst ekki hafa séð brotaþola á ganginum fyrir framan herbergin og st aðhæfði að brotaþoli hafi ekki legið þar þegar C kom inn eftir smókinn og samtalið við ákærða X . Lögregla hafi ekki komið á staðinn fyrr en um 60 - 90 mínútum síðar. IV. - Framburður ákærðu fyrir dómi. Fyrir dómi greindi ákærði X frá atvikum á sama veg og h já lögreglu í öllum meginatriðum. Ákærði var afdráttarlaus um það að hann og brotaþoli hefðu ekki skipst á höggum þegar þeir stigu út fyrir húsið til að jafna ágreining vegna atlögu brotaþola að ákærða Y , þeir enga áverka hlotið og ákærði gengið aftur inn í herbergi nr. 2 á undan brotaþola. Þar hafi ákærði strax sest á rúm, ber að ofan, og brotaþoli í beinu framhaldi þrifið tvær áfengisflöskur, brotið þær, veist að ákærða í rúminu með glerbrot í báðum höndum og skorið vinstri vanga hans og höku. Kvaðst ákær ði hafa óttast um líf sitt og taldi að ef hann hefði ekki brugðist til varna hefði brotaþoli skorið hann á háls. Ákærði hafi því slegið og sparkað frá sér eins og hann gat, tók fram að herbergið væri lítið og erfitt um vik að verjast árásinni, og útilokaði ekki að hafa slegið brotaþola í andlitið á þessum tímapunkti. Ákærði hafi svo komist á fætur, brotaþoli í framhaldi skorið hann 12 víðs vegar um líkamann og ákærði náð að ýta honum í átt að dyrunum fram á gang, án þess að greiða honum högg. Átökin hafi svo b orist að dyrunum, brotaþoli gripið þar hníf við vask í eldhúsinnréttingu, veist að ákærða og reynt að stinga hann en ákærði náð að víkja sér frá og í staðinn hlotið skurð ofarlega á kvið. Benti ákærði sérstaklega á þann áverka í ljósmyndamöppu lögreglu. Ha nn kvaðst hafa varist hnífaárásinni með því að ýta fast við brotaþola með báðum höndum og þannig náð honum út úr herberginu. Taldi ákærði að brotaþoli kunni að hafa slegið höfðinu í dyrakarm á leiðinni út, en kvaðst þó ekki hafa séð það gerast. Brotaþoli h afi svo fallið á gólfið á ganginum, ákærði ekki séð hvernig hann datt og lokað herbergisdyrunum. Ákærði kvaðst skömmu síðar hafa farið fram á baðherbergi til að þrífa sár sín og hafi brotaþoli þá legið á gólfinu, blóð lekið úr nefi hans og hann hreyft sig til og hrotið. Ákærði hafi því haldið að allt væri í lagi og brotaþoli bara sofandi, enn verið re iður út í brotaþola vegna framferðis hans, því ekki hugað nánar að honum, heldur sagt honum að fara heim og snúið aftur inn í herbergi sitt. Þar hafi ákærði opnað bakdyr út í ruslaport, kveikt sér í sígarettu og staðið í dyragættinni þegar hann sá C nágran na sinn fyrir utan að reykja. C hafi spurt hvort ákærði þyrfti ekki að fá sjúkrabíl eða láta B sambýliskonu hans búa um sárin. Kvaðst ákærði hafa verið í sjokki eftir árás brotaþola, hann því afþakkað sjúkrabíl, en farið til B , hún sett plástra á sár hans og ákærði þá sagt henni í stórum dráttum frá atlögu brotaþola. Ákærði sagði árás brotaþola og átök þeirra í milli ekki hafa staðið lengur en í mínútu. Á meðan hafi Z og ákærði Y setið á spjalli við sófaborð í herberginu og taldi ákærði víst að þeir hafi sé ð átökin frá upphafi til enda. Þegar ákærði hafi síðan snúið til baka frá baðherberginu hafi mennirnir setið á sama stað og Z skömmu síðar byrjað að þrífa herbergið og henda glerbrotum og öðru út í ruslagám. Ákærði sagði blóðugu gólfmottuna hafa verið undir sófaborðinu umrætt kvöld, kvaðst ekki kunna skýringu á því af hverju blóð úr brotaþola hafi greinst í mottunni, en sagði þa ð mögulega hafa gerst þegar brotaþoli veittist að honum með glerbrotum. Ákærði kvaðst ekki vita hve langur tími leið frá því að hann sá brotaþola liggjandi á ganginum og þar til lögregla kom á staðinn, en giskaði á 25 - 30 mínútur. Hann kvaðst ekki hafa hrey ft við brotaþola á ganginum og ekki vita til þess að aðrir hafi fært hann úr stað. Ákærði kvaðst á engum tímapunkti hafa greint lögreglu frá því að hann kynni hnefaleika, MMA bardagalist eða aðrar sambærilegar íþróttir og sagði slíkt tal byggt á misskilnin 13 sjónvarpinu. Ákærði kvaðst hvorki hafa hlotið herþjálfun né kynni hann nokkuð fyrir sér í fyrstu hjálp. Aðspurður kvaðst hann vera 172 cm á hæð og hafa vegið um 120 kíló í apríl á síðasta ári. Ákærði Y kvaðst fyrir dómi hafa drukkið allt of mikið umrætt sinn og ætti því bara örfá minningabrot um atburði kvöldsins. Hann kvaðst ekki vita hvernig hann fékk sína áverka, ekki minnast átaka milli brotaþola og ákærða X og ekki vita til þess að þeir hafi farið saman út úr herberginu. Þá kvaðst hann ekki minnast þess að hafa verið handtekinn af lögreglu en myndi eftir sér á lögreglustöð. Hann kvaðst eiga minningu um að hafa farið fram á baðherbergi einhvern tíma kvölds, þá séð einhvern lig gjandi á gólfinu fyrir framan herbergi nr. 2 og haldið að sá væri ofurölvi. Hann kvaðst ekki hafa áttað sig á því að þetta væri brotaþoli og minnti að einn eða tveir einstaklingar hafi staðið yfir manninum og verið að stumra yfir honum. Borinn var undir ák ærða sá framburður hans hjá lögreglu að hann hafi reynt að hjálpa brotaþola og reisa hann á fætur og kvaðst hann ekki eiga minningu um þetta. V. - Framburður vitna fyrir dómi. Brotaþoli kom fyrir dóm og kvaðst sem fyrr ekki eiga neina minningu um atburði kvöldsins frá þeim tíma er hann kom heim til Z og ákærða X og þeir hófu þar drykkju með ákærða Y . Hann sagðist búa við minnistap og svima eftir atburði kvöldsins og oft vera illt í höfðinu. Eftir útskrift af LSH í Fossvogi hafi hann legið á Grensásdeild í viku og síðan mætt þangað alla virka daga í einhvern tíma á eftir. Honum hafi verið ráðlagt að fara í endurhæfingu og sund, hann þó enn ekki látið verða af slíku, en væri undir eftirliti lækna og viti ekki um batahorfur. Brotaþoli sagði andlega líðan ekki góða og hann meðal annars hafa hugleitt sjálfsvíg. Hann hafi verið í vinnu þegar atvik gerðust en frá sama tíma verið óvinnufær og væri í bígerð að hann færi í endurhæfingu hjá VIRK. Hann kvaðst hvorki hafa hlotið herþjálfun né kunna skil á bardagaíþróttu m, sagðist 170 cm á hæð, en ekki vita hversu þungur hann væri. C bar fyrir dómi að hann hafi kíkt yfir í herbergi nr. 2 og óskað Z til hamingju með nafnaafmælið. Hann kvaðst ekki geta staðfest hvenær kvölds þetta hafi verið en þá hafi allt verið rólegt, m ennirnir fjórir setið við sófaborð og verið að borða og drekka. C hafi verið allsgáður og afþakkað boðinn drykk. Um það leyti sem hann ætlaði að fara að en síðan h afi heyrst dynkur, eins og eitthvað dytti, og hann heyrt einhvers konar 14 glerhljóð. Eftir þetta hafi C farið út að reykja, líklega um kl. 22:30, og þá séð ákærða X í svaladyrum herbergis nr. 2. Ákærði hafi verið blóðugur og með skurði á líkamanum, C spurt h verju það sætti og ákærði sagst hafa orðið fyrir árás með flöskubrotum. Hann hafi afþakkað sjúkrabíl, en fallist á að fara inn í herbergi C og B og fá hana til að hlúa að sárum hans. C kvaðst ekki hafa orðið vitni að samskiptum hennar og ákærða þar sem hon um hafi orðið óglatt við að finna lyktina af áfengi og blóði ákærða og því farið inn á baðherbergi og kastað upp. C staðhæfði að þegar hann fór út að reykja hafi enginn legið á ganginum fyrir framan herbergi nr. 2 og hafi það verið óbreytt þegar hann sneri til baka í herbergi sitt. Hann sagði ákærða X síðar hafa sagt honum að brotaþoli hefði einnig veist að honum með hnífi. B bar að hún hafi verið heima í herbergi nr. 3 þegar C kom inn til að sækja plástra fyrir ákærða X , sem væri blóðugur og segði það efti r árás með flösku og hnífi í herbergi 2. C hafi átt erfitt með að sjá blóð, hann því farið fram á baðherbergi, ílengst þar, og B ákveðið að best væri að hún færi sjálf með plástrana til ákærða. Þegar hún fór fram hafi hún séð brotaþola liggjandi á ganggólf inu á móts við herbergi 4, hann legið á hliðinni, snúið andliti að hurð nr. 4 og hreyft sig til á gólfinu. B kvaðst hafa verið allsgáð og sagði ekki hafa hvarflað að sér að brotaþoli væri slasaður eða að eitthvað væri að. Hún kvaðst á sama tíma hafa séð in n í herbergi 2, ákærði X þá verið að reykja í svaladyrunum og Z að tína eitthvað upp af gólfinu við eldhúsinnréttingu. Hún hafi fengið sjokk þegar hún sá skurðáverka ákærða, ítrekað boðið honum að fá plástra á sárin en hann afþakkað og hún því farið aftur inn til sín. Einhverju síðar hafi ákærði komið til hennar, þá verið búinn að þrífa af sér blóð og sagst þiggja plástra. Hún hafi sett umbúðir á sárin, spurt hvað gerðist, ákærði svarað því til að brotaþoli hafi ráðist á hann með flösku og hnífi og sagt upp tökin tengjast rifrildi brotaþola og ákærða Y um Guð. B kvaðst einhvern tíma fyrr um kvöldið F bar að hann hafi á umræddum tíma búið í herbergi 12A, farið inn á baðherbergi við hliðina og séð blóð í vaskinum. Þangað hafi komið ákærði Y , með áverka á höfði, F hafi því farið til að athuga hvað hefði gerst og þá séð brotaþola liggjandi blóðugan á gangi num, ýtt aðeins við honum og reynt að ná sambandi við hann, ekki fengið nein viðbrögð og því strax hringt í Neyðarlínuna. Þegar hann hafi verið að stumra yfir brotaþola hafi Z komið fram úr herbergi nr. 2 en ekkert aðhafst, enda ofurölvi eins og ákærði Y . F kvaðst hafa verið allsgáður þetta kvöld. 15 Ákæruvaldið leiddi fyrir dóminn átta lögreglumenn sem komu að málinu, þar á meðal D , G , L og M , sem áður er getið. Er ekki ástæða til að rekja vitnisburð þeirra framar því sem hér segir. Fram kom í vætti G að auk tungumálaerfiðleika hafi hinir þrír grunuðu verið svo ölvaðir að nær ógerlegt hafi verið að ræða við þá, sér í lagi ákærða Y . Ákærði X hafi þó með látbragði gefið til kynna box eða MMA, sem skýringu á því sem gerðist. L bar að frásögn ákærða X um a ð gólfmottan hafi verið undir sófaborði herbergisins umrætt kvöld bendi til þess að brotaþoli hafi hlotið áverka sína inni í herberginu. L sagði ekki hafa verið kannað hvort flöskubrotin sem fundust í ruslagámi fyrir utan hafi verið áfengisblaut, sagði þau ekki hafa fundist í sama gámi og gólfmottan og að glerbrotin gætu stafað frá öðru herbergi. Hann játti rétt að flest brotin hafi verið undan Gordon´s ginflösku og sagði lögreglu ekki hafa gert heildstæða leit í öllum gámum fyrir utan húsið. N rannsóknarlö greglumaður stýrði yfirheyrslum yfir ákærðu og vitnum. Hann kvaðst ekki kunna skýringu á því af hverju lögregla gerði ekki leit að hnífi í herbergi nr. 2 eftir að ákærði X greindi frá því að brotaþoli hefði ráðist á hann með hnífi. Ákæruvaldið leiddi einn ig fyrir dóm læknana H , J og I , sem fyrr eru nefndir. Er ekki ástæða til að rekja vitnisburð þeirra í löngu máli. Þó kom fram af hálfu H að sumir skurðir á líkama ákærða X hæglega hafa valdið sömu áko mum á líkama hans. J áréttaði að brotaþoli hafi verið í lífshættulegu ástandi við komu á LSH og að miklar líkur væru á að hann hefði dáið ef ekki hefði komið til bráðaaðgerðar á höfði. J sagði heilablæðinguna hafa verið ferska og án efa nýlega. Hann kvaðst hafa útskrifað brotaþola í maí 2020 og ekki vita hvernig honum hafi síðan reitt af. K - og heilaáverkum sem lýst er í matsgerð um brotaþola. Hann sagði áverka á nefi brotaþola tengjast öðru, aðskildu áverkakerfi og gæti sá áverki hæglega hafa orðið til við einn kraft eða ákomu. Hann taldi afar langsótt að nefáverkinn hafi orsakast við fall á gólf, nema þá að viðkomandi myndi í fra mhaldi velta niður stiga eða slíkt, og taldi yfirgnæfandi líkur á að um tvær ákomur væri að ræða, annars vegar fall á hnakka og hins vegar högg á nef. Sagði K nefbrot l þess að brotaþoli hafi rekist í neitt á leiðinni niður, s.s. kommóðu, vegg eða hurðarkarm. hurðarkarm, en taldi slíkt fremur langsótt. 16 K voru sýndar litmyndir af blóðugu gó lfmottunni og hann beðinn álits á því hvaðan úr líkama brotaþola umrætt blóð gæti hafa komið. K sagði ekki á sínu sérsviði að draga ályktanir af blóðblettum og hvort blóð sem fannst í mottunni kæmi frá hlust (eyra) brotaþola eftir hnakkaáverkann eða frá ne fi, sagði þó ólíklegt að mikið blóð myndi renna fullyrt um kraft að baki nefáverkanum en svo virtist sem krafturinn hafi komið frá hlið, frekar en beint framan á nef brotaþola. K kvaðst aðeins hafa skoðað og metið áverka ákærða X út frá ljósmyndum, sagði áverkana keimlíka og bera mjög yfirbragð af árás með brotinni flösku. Þó væri ekki unnt að útiloka að ákærði hafi einnig verið skorinn með hnífsoddi og sagði K í því sambandi: sku rðhreyfingar. K voru sýndar tvær ljósmyndir úr myndamöppu lögreglu, af sári sem ákærði sagði fyrir dómi að væri af völdum hnífs. K taldi umræddan áverka ólíkan þeim sem vænta megi frá hnífi og benti á að áverkinn væri bogadreginn og hefði sömu hvössu, sams íða þætti og aðrir áverkar. Nánar aðspurður sagði K að sumir áverkar á bol ákærða séu líklegri til að stafa frá hnífi en flöskubroti, þó ekki skurðurinn á höku. Hann sagði að , án þess að líklegra sé að hnífi hafi verið beitt, sagði að þetta væru skarpir áverkar, þeim krefjast flóknara áhalds. K bar að fjöldi og dreifing áverkanna bendi eindregið til markvissrar árásar á ákærða og sé ekkert sem styðji það að hann hafi veitt sér áverkana sjálfur. Við aðalmeðferð máls fóru dómendur ásamt sakflytjendum og ákærða X á vett vang að . VI. - Niðurstaða. Samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála hvílir sönnunarbyrði um sekt ákærðu og atvik sem telja má þeim í óhag á ákæruvaldinu og verða þeir því aðeins sakfelldir að nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með s kynsamlegum rökum, teljist fram komin um hvert það atriði er varðar sekt, sbr. 1. mgr. 109. gr. Metur dómari 17 enn fremur, ef þörf krefur, hvert sönnunargildi þær staðhæfingar hafa sem varða ekki beinlínis það atriði sem sanna skal en ályktanir má leiða af u m það, sbr. 2. mgr. 109. gr. Samkvæmt 1. mgr. 111. gr. laganna gildir og sú grundvallarregla að dómur skuli reistur á sönnunargögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi. 1. Ákærða X er í fyrri lið ákæru gefin að sök stórfelld líkamsárás að fi að brotaþola og veitt honum að minnsta kosti eitt högg á höfuð og hrint honum með þeim afleiðingum að brotaþoli féll aftur fyrir sig og skall í gólfið, allt með þeim afleið ingum sem lýst er í ákæru. Í málinu liggur fyrir að ákærðu, Z heitinn og brotaþoli voru að halda upp á nafnaafmæli Z í herbergi hans og ákærða X nr. 2 og urðu ölvaðir er leið á kvöldið. Samkvæmt vitnisburði C , sem bjó í herbergi 3 við hliðina, leit hann in n til fjórmenninganna, eftir því sem næst verður komist um kl. 20, og fór þá vel á með mönnunum. Eftir það er tímasetning atvika óljós þar til annar íbúi í húsinu, F , tilkynnti til Neyðarlínunnar kl. 23:22 að brotaþoli lægi ósjálfbjarga á ganginum fyrir ut an herbergi nr. 2. Lögregla var kvödd á staðinn kl. 23:35 og má ætla að fyrstu lögreglumenn hafi komið á vettvang skömmu síðar. Á þeim tímapunkti sváfu ákærði Y og Z ölvunarsvefni inni í herberginu. Þeir voru handteknir ásamt ákærða X og færðir á lögreglustöð. Segir í lögregluskýrslum að við komuna þangað hafi ákærði X og Z verið áberandi ölvaðir og ákærði Y mjög ölvaður. Í blóði ákærða X mældist etanólmagn 1,60 og í blóði ákærða Y 2,65 . Z færðist undan að gefa blóðsýni og er því m inna vitað um ölvunarástand hans. Í blóði brotaþola mældist etanólmagn 2,40 . Brotaþoli á engar minningar um atvik kvöldsins. Nýtur því ekki framburðar hans um sakarefni máls og ekki er hald í frásögn Z hjá lögreglu um samskipti brotaþola og ákærða X . Þá hefur ákærði Y borið fyrir sig nær algert minnisleysi um atburði kvöldsins og ekkert sagt sem varpað gæti ljósi á samskipti brotaþola og ákærða X . Er ákærði X því einn til frásagnar um hvað honum og brotaþola fór á milli um kvöldið. Hefur framburður ákærða verið stöðugur um það að brotaþoli hafi stofnað til ágreinings við ákærða Y og veitt honum áverka í andliti á meðan ákærði skrapp á salerni á öðrum stað í húsinu, að í framhaldi hafi ákærði og brotaþoli stigið út fyrir hús gegnum svaladyr á herbergi 2 til að jafna þann ágreining, þeir tekist þar á, án þess að hljóta áverka og snúið ósáttir til baka 18 inn í herbergið. Er ekkert fram komið í málinu sem veikir þennan framburð ákærða og verður hann því lagður til grundvallar. Ákærði hefur einnig verið stöðugur í þeim framburði að eftir að hann og brotaþoli komu aftur inn í herbergið hafi ákærði sest á rúm, ber að ofan, brotaþoli í beinu framhaldi þrifið tvær áfengisflöskur og brotið þær, veist að ákærða með flöskubrot í báðum höndum og veitt honum skurðáverka. Sa mkvæmt matsgerð K réttarmeinafræðings og vitnisburði hans fyrir dómi er engum vafa undirorpið að ákærði hlaut skurðáverka sína af völdum árásar annars manns. Að því virtu, sem og öðru sem að framan er rakið, er ekkert fram komið sem veikir síðastgreindan f ramburð ákærða og ber því að leggja hann til grundvallar við úrlausn málsins. Verður þannig við það miðað að brotaþoli hafi átt upptökin að þeim átökum er urðu á milli hans og ákærða X í herbergi nr. 2. Fyrir dómi lýsti ákærði atvikum á þann veg að brotaþo li hafi veitt honum fyrstu skurðáverkana á vinstri vanga og höku á meðan ákærði sat á rúminu, hann óttast að brotaþoli skæri hann á háls og því brugðist til varnar með því að slá og sparka frá sér og gæti þá hafa slegið brotaþola í andlitið. Ákærði hafi sv o komist á fætur, atlagan haldið áfram og brotaþoli skorið hann víðsvegar um líkamann, ákærði ýtt honum frá og átökin borist að herbergisdyrunum, brotaþoli gripið þar hníf úr eldhúsinnréttingu, veist að ákærða með hnífnum og skorið hann ofarlega á kvið. Ák ærði hafi þá ýtt kröftuglega við brotaþola með báðum höndum og þannig náð honum fram á gang þar sem brotaþoli féll við og hafnaði á gólfinu fyrir framan herbergið. Ákærði taldi brotaþola kunna að hafa slegið höfðinu í dyrakarm á leið út úr herberginu en kv aðst ekki hafa séð það gerast. Er þessi framburður ákærða samhljóða frásögn hans hjá lögreglu í öllum meginatriðum. Fyrir liggur að lögregla innsiglaði herbergi nr. 2 að lokinni vettvangsrannsókn árla morguns 24. apríl. Er ekki vitað hve lengi sú ráðstöfun hélst og hvenær Z heitinn fékk heimild til að fara þangað inn, en eins og áður segir sat ákærði X í gæsluvarðhaldi til 5. maí. Ákærði greindi frá því strax við yfirheyrslu 24. apríl að brotaþoli hefði ráðist á hann með hnífi og veitt honum áverka á kvið. Ákærði bar með líkum hætti í viðtali við H lækni á LSH, en þangað færðu tveir lögreglumenn hann til skoðunar að loki nni fyrstu yfirheyrslu. Ákærði greindi frá hinu sama við yfirheyrslu 28. apríl, gaf lögreglu greinargóða lýsingu á hnífnum og sagði hnífinn til staðar á heimili sínu. Þrátt fyrir þennan stöðuga framburð ákærða í upphafi rannsóknar gerði lögregla ekki rek a ð því að hafa uppi á meintum hnífi og rannsaka með tilliti til þess hvort á honum mætti finna fingraför 19 brotaþola og lífsýni úr ákærða, eða eftir atvikum hrekja framburð ákærða um sagðan hníf. Ber ákæruvaldið hallann af sönnunarskorti, sem af þessu kann að leiða. Fyrir dómi staðfesti H þá ályktun í framlögðu læknisvottorði að frásögn ákærða um líkamsárás með hnífi og brotinni flösku samsvari þeim áverkum sem H sá við skoðun. gætu þó hæglega hafa valdið sömu ákomum. Þá bar K réttarmeinafræðingur fyrir dómi að þótt skurðáverkar á líkama ákærða bæru mjög yfirbragð af árás með brotinni flösku væri ekki unnt að útiloka að ákærði hafi einnig verið skorinn með hnífsoddi og sagði að sumir áverkanna væru líklegri til að stafa frá hnífi en flöskubroti, þó ekki sá áverki sem ákærði sagði fyrir dómi að væri af völdum hnífs. K var sammála því sem fram kemur í læknisvottorði H að áverkar ákærða X hafi allir verið grunnlægir, þ.e. enginn þei rra náð niður í dýpri lög húðarinnar. Dómurinn hefur gaumgæft ljósmyndamöppu lögreglu af áverkum ákærða og metið þá með hliðsjón af matsgerð og vitnisburði réttarmeinafræðingsins. Þótt K hafi ekki skoðað ákærða heldur lagt mat á áverka hans út frá ljósmyn dum lögreglu telur dómurinn, sem skipaður er sérfróðum meðdómsmanni, að umræddar ljósmyndir séu skýrar og því megi með marktækum hæti leggja mat á áverka ákærða út frá þeim. Að þessu gættu er það álit dómsins að ekki sé hafið yfir skynsamlegan vafa að einn eða fleiri áverkar á líkama ákærða séu af völdum hnífs, þótt sá áverki sem hann benti sjálfur á fyrir dómi sé ólíklega af þeim toga. Þykir það eitt þó ekki draga úr trúverðugleika framburðar ákærða um að brotaþoli hafi beitt hnífi gegn honum, enda vart vi ð því að búast að ákærði viti nákvæmlega hvar hnífur hæfði hann í þeirri atburðarás sem ákærði hefur lýst, en samkvæmt framburði hans fyrir dómi leið ekki nema um mínúta frá því að brotaþoli veittist fyrst að honum og þar til yfir lauk. Samkvæmt því sem nú hefur verið rakið þykir ákæruvaldið ekki hafa fært neitt það fram í málinu sem hnekkir eða veikir framburð ákærða um að brotaþoli hafi veist að honum með hnífi í herbergi nr. 2. Ber því einnig að leggja þann framburð til grundvallar við úrlausn málsins, ó háð því hvort ákærði hafi hlotið áverka af völdum hnífs, en eins og sakargögnum er farið verður engu slegið föstu í því sambandi. Við rannsókn og dómsmeðferð málsins hefur engin einhlít skýring fengist á því af hverju blóð úr brotaþola fannst í gólfmottu herbergisins. Að því marki sem máli kann að skipta og með vísan til sönnunarreglna 2. mgr. 109. gr. laga um meðferð sakamála verður við það miðað að blóðið hafi komið úr nefi brotaþola, við högg frá ákærða X 20 þegar hann sat á rúmi sínu við upphaf atlögu bro taþola gegn honum. Þótt ekki sé unnt að segja til með vissu um þetta atriði eða aðra framvindu mála inni í herbergi nr. 2 verður samkvæmt framansögðu að leggja til grundvallar við úrlausn sakarefnis samkvæmt fyrri lið ákæru að brotaþoli hafi veist að ákærð a með flöskubrot að vopni, skorið hann víðsvegar um líkamann, í framhaldi gripið til hnífs og í það minnsta reynt að veita ákærða áverka með hnífnum. Atlögur af þessum toga eru ávallt stórhættulegar. Af hálfu ákærða er því haldið fram að undir þessum kring umstæðum hafi hann brugðist til varnar, jafnvel slegið brotaþola í andlitið, og í beinu framhaldi af hnífaatlögu brotaþola við dyr herbergis nr. 2 ýtt kröftuglega við honum með báðum höndum með þeim afleiðingum að brotaþoli féll aftur fyrir sig, hafnaði á gólfi fyrir framan herbergið og hlaut þá áverka sem í ákæru greinir, hvort heldur með eða án þess að reka höfuð sitt utan í dyrakarm. Beri því að sýkna ákærða á grundvelli neyðarvarnarsjónarmiða 12. gr. almennra hegningarlaga. Dómurinn telur vafalaust að b rotaþoli hafi hlotið áverka sína af völdum ákærða. Er fallist á þá niðurstöðu K réttarmeinafræðings að yfirgnæfandi líkur séu á því að áverkarnir, sem greinast í tvö áverkakerfi, séu tilkomnir fyrir högg á tvö aðskilin svæði höfuðs, annars vegar höggs á ne fsvæði andlits og hins vegar höggs á hnakkasvæði. Jafnframt er fallist á þá niðurstöðu að afar ólíklegt sé, miðað við höggþunga falls á hnakka og sannaðar afleiðingar af því falli, að brotaþoli hafi á leið í gólfið rekið andlitið utan í dyrakarm eða annað. Eins og sakargögnum er farið og miðað við dómsframburð ákærða X og sönnunarstöðu ákæruvaldsins verður þannig við það miðað að brotaþoli hafi hlotið nefáverkana við högg frá ákærða er hann sat í rúmi herbergis nr. 2 og hina lífshættulegu höfuðáverka við fa ll á hnakkann fyrir framan herbergið. Þessi ályktun dómsins breytir engu um það að háttsemi ákærða í heild fellur hlutrænt séð undir 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga, enda beið brotaþoli stórfellt líkams - og heilsutjón af. Samkvæmt 1. mgr. 12. gr. h egningarlaganna er það verk refsilaust sem unnið er af neyðarvörn, að því leyti sem það hefur verið nauðsynlegt til að verjast eða afstýra árás annars manns sem byrjuð er eða vofir yfir, enda hafi ekki verið beitt vörnum sem séu augsýnilega hættulegri en á rásin og það tjón sem af henni mátti vænta gaf ástæðu til. Þá segir í 2. mgr. 12. gr. að ekki skuli refsa þeim manni, sem farið hefur út fyrir takmörk leyfilegrar neyðarvarnar samkvæmt 1. mgr., ef ástæðan er sú að hann hefur orðið svo skelfdur eða forviða að hann gat ekki fullkomlega gætt sín. 21 Við mat á því hvort 12. gr. hegningarlaga geti leyst ákærða undan refsingu verður að meta aðstæður eins og þær horfðu við ákærða. Hann hefur lýst því með trúverðugum hætti að þegar brotaþoli veittist fyrst að honum o g skar hann á vinstri vanga og höku hafi ákærði óttast um líf sitt og talið að brotaþoli myndi skera hann á háls. Þá telur ákærði brotaþola hæglega hafa getað drepið hann með hnífnum og ákærði ekki gert annað en að verjast þeirri árás. Er það álit dómsins að undir þeim kringumstæðum sem ákærði lýsir og leggja verður til grundvallar í málinu hafi viðbrögð hans ekki verið óeðlileg og með engu móti hættulegri en árás brotaþola. Að þessu gættu, sem og því að ákærði og brotaþoli voru vinir til 30 ára er mál þett a kom upp og því engin ástæða til að ætla að ákærði myndi vilja skaða brotaþola, er fallist á með ákærða að hann hafi greint sinn ekki gert annað og meira en grípa til varna gegn augsýnilega hættulegri árás með flöskubrotum og hnífi. Ber því með vísan til 1. mgr. 12. gr. almennra hegningarlaga að sýkna ákærða X af broti gegn 2. mgr. 218. gr. laganna. 2. Í seinni lið ákærunnar er ákærðu báðum gefið að sök hættubrot samkvæmt 1. mgr. 221. gr. almennra hegningarlaga, með því að hafa, í kjölfar atlögu ákærða X s amkvæmt fyrri lið ákæru, látið farast fyrir að koma brotaþola til bjargar, skilið hann eftir liggjandi frammi á gangi húsnæðisins og yfirgefið hann ósjálfbjarga og lífshættulega slasaðan, án þess að koma honum til hjálpar. Segir svo í téðri lagagrein, að l áti maður farast fyrir að koma manni til hjálpar, sem staddur er í lífsháska, þótt hann gæti gert það án þess að stofna lífi eða heilbrigði sjálfs sín eða annarra í háska, þá varðar það fangelsi allt að 2 árum, eða sektum, ef málsbætur eru. Lögreglurannsó kn málsins laut að óverulegu leyti að meintu broti gegn 1. mgr. 221. gr. Þannig var ekki tekin skýrsla af F , sem var allsgáður umrætt kvöld og er lykilvitni í þessum þætti. Þá virðist lögregla lítt hafa hugað að tímasetningu atburðarásar, en að frátöldum v itnisburði C nýtur engra vísbendinga um hvenær átök milli ákærða X og brotaþola áttu sér stað. Af framburði C hjá lögreglu má ráða að hann hafi farið út að reykja um kl. 22 og þá séð ákærða X , beran að ofan og með skurði vísvegar um líkamann. Taldi C , sem var allsgáður, að lögregla hafi komið á vettvang um 60 - 90 mínútum síðar. Fyrir dómi taldi C að hann hefði séð ákærða X með sömu áverka um kl. 22:30. Óháð því hvor tímasetningin er nákvæmari passar tímaskynjun C ágætlega við þá staðreynd að kl. 23:22 hringd i F í Neyðarlínuna. Samkvæmt vætti F hafði hann örskömmu áður komið að brotaþola á stutta herbergisganginum fyrir framan herbergi 2, 3 og 4. Með hliðsjón af 22 framburði vitnanna tveggja þykir mega við það miða að 60 - 90 mínútur hafi liðið frá því að brotaþoli hlaut áverka sína og þar til lögregla og sjúkraflutningamenn komu á vettvang. Fyrir liggur að við komu á bráðadeild LSH kl. 00:06 um nóttina var brotaþoli í djúpu meðvitundarleysi. Af framlögðum læknisvottorðum og vætti J heila - og taugaskurðlæknis er ljóst að brotaþoli var í bráðri lífshættu vegna blæðinga innan höfuðkúpu og hefði að öllum líkindum látist ef ekki hefði komið til bráðaaðgerðar á höfði. Það e r viðtekin þekking innan læknisfræðinnar að þegar tekist er á við blæðingar innan höfuðkúpu, og von er til að unnt sé að bjarga sjúklingi með skurðaðgerð, hafi læknar um það bil fjögurra klukkustunda tímaglugga áður en batahorfur taka að kárna. Að þessu gæ ttu og með vísan til læknisfræðilegra gagna í málinu, sér í lagi framburðar J , er ekkert sem bendir til þess að sú töf sem varð á því að brotaþoli kæmist undir læknishendur hafi haft áhrif á árangur aðgerðar J og/eða afleiðingar höfuðáverka brotaþola og ba talíkur. Brotaþoli var greindur með innanbastsblæðingu sem getur valdið lífshættulegum þrýstingi á heila, svo sem var í tilviki brotaþola. Blæðing af þessum toga getur verið mismunandi hröð og í sumum tilvikum kann hinn slasaði að vera við góða eða sæmileg a meðvitund í einhvern tíma áður en honum hrakar með minnkandi meðvitund og að lokum meðvitundarleysi. Er á þeim læknisfræðilega grunni ekkert sem útilokar að brotaþoli hafi framan af verið með sæmilega meðvitund, hreyft sig um á gólfinu, eins og ákærði X og vitnið B báru um fyrir dómi, jafnvel staðið á fætur og ráfað um húsnæðið á einhverjum tímapunkti áður en hann örmagnaðist á sama herbergisgangi. Gæti það skýrt af hverju C sá ekki brotaþola á ganginum þegar hann átti þar leið um, en B sá hann ekki löngu síðar liggjandi á ganginum. Eins og áður greinir voru bæði vitnin allsgáð og engin ástæða til að efast um réttmæti frásagnar þeirra. Samkvæmt dómsframburði ákærða X skildi hann við brotaþola á ganginum fyrir framan herbergi 2, 3 og 4 og segir ákærði brota þola þá hafa legið við dyrnar að herbergi nr. 4, hægra megin gangsins þegar horft er frá herbergi nr. 2. Er sá framburður samhljóða dómsvætti B um hvar hún sá brotaþola liggjandi. Ljósmyndir sem lögregla tók af brotaþola við komu á vettvang sýna á hinn bóg inn legu brotaþola vinstra megin gangsins fyrir framan herbergi 4. Er þannig ljóst að hann hefur fært sig úr stað eða verið færður úr stað á þeim tíma sem þarna leið á milli. Sömu ljósmyndir sýna blóð og blóðkám hægra megin gangsins og gæti það blóð því al lt eins hafa dulist ákærða X og B . 23 Eins og rakið er í köflum I. - 2. og I. - 9. fannst blóðkám víðsvegar um húsnæðið, meðal annars á hurðarlæsingu herbergis nr. 6, sem er á öðrum gangi hússins. Ekki var rannsakað úr hverjum blóð þetta kom og er því með engu mó ti unnt að útiloka að umrætt blóð eða hluti þess stafi frá brotaþola. Styður það enn frekar þann möguleika að hann hafi á einhverjum tímapunkti komist á fætur og náð að staulast um húsnæðið. Í framburði þeirra lögreglumanna sem komu fyrir dóm vegna málsin s voru skiptar skoðanir um það hvort það væri á færi einstaklings sem ekki hefði hlotið sérstaka þjálfun að greina ástand brotaþola þar sem hann lá á gólfinu og meta hvort hann væri alvarlega slasaður eður ei. Framlagðar ljósmyndir af brotaþola á gólfinu b enda ekki með neinni vissu til hins fyrrnefnda. Ber í þessu sambandi að hafa í huga að það ástand sem brotaþoli var í þegar lögregla og sjúkraflutningamenn komu að honum var að líkindum lengra gengið en verið hafði fyrst eftir að hann hlaut áverkana, sbr. það sem fyrr segir um þróun einkenna fyrstu klukkustundir eftir höfuðáverka. Þá ber að gæta þess að greining alvarlegs höfuðáverka getur reynst vandasöm þeim sem búa yfir læknisfræðilegri þekkingu, einkum á fyrstu stigum, hvað þá leikmönnum sem ekki hafa h lotið þjálfun eða reynslu á því sviði. Af 18. gr. almennra hegningarlaga leiðir að ákærðu verður því aðeins refsað fyrir brot gegn 1. mgr. 221. gr. að ákæruvaldið sanni, svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa, að hvor ákærðu um sig hafi haft vitund um að brot á stutta herbergisganginum og ákærðu, þrátt fyrir það, ekkert aðhafst til að koma honum til hjálpar. Að því er varðar ákærða Y liggur ekkert fyrir í málinu um að hann hafi vitað af átökum milli ákærða X og brotaþo la, vitað að brotaþoli hafi hlotið áverka af völdum ákærða X og að þeir hafi orðið til þess að brotaþoli fannst á ganggólfinu. Skortir þegar af þeirri ástæðu það grunnskilyrði hættuásetnings að ákærði Y hafi haft vitund um að brotaþoli væri í lífsháska. Þe gar við þetta bætist að ákærði og brotaþoli höfðu setið saman að sumbli, að brotaþoli var ofurölvi, að vitnið B , sem var allsgáð, kom að brotaþola á ganginum, sá ekki áverka á honum og taldi hann sofa áfengisdauða á gólfinu, og a ð samkvæmt vitnisburði F , s em einnig var allsgáður, hafi ákærði verið svo ölvaður að hann vissi hvorki í þennan heim né annan, þykir með engu móti unnt að gera þá kröfu til ákærða að hann hafi mátt vita eða gruna að brotaþoli væri í bráðri hættu þar sem hann lá á gólfinu fyrir frama n herbergið. Að gættum þessum atriðum og gegn eindreginni 24 sakarneitun ákærða Y þykir engum vafa undirorpið að sýkna beri ákærða af þeirri háttsemi sem hann er borinn í ákæru. Ákærði X greindi lögreglu frá því að hann hafi ekki séð hvort brotaþoli skylli m eð höfuðið í gólfið fyrir framan herbergi nr. 2, en þar hafi brotaþoli velst um, ákærði verið honum reiður vegna nýafstaðinnar árásar, sagt brotaþola að hann kæmi ekki aftur inn og við svo búið lokað herbergisdyrunum. Nokkrum mínútum síðar hafi ákærði fari ð fram á baðherbergi til að þrífa sár sín, þaðan snúið til baka í herbergi 2 og hafi brotaþoli þá enn velst um á gólfinu og ekki getað staðið á fætur. Ákærði kvaðst hafa séð blóð á brotaþola, haldið að það væri blóð úr sér og ekki áttað sig á að brotaþoli væri slasaður heldur talið hann ofurölvi og sagt honum að koma sér heim. Ákærði lýsti atburðarás með líkum hætti fyrir dómi, þó þannig að þegar hann fór fram á baðherbergi hafi blóð lekið úr nefi brotaþola og hann hrotið. Ákærði hafi því talið að ekkert am aði að honum og hann svæfi bara ölvunarsvefni. Þegar ákærði svo sneri til baka hafi hann sagt brotaþola að fara heim án þess að huga frekar að honum. Við mat á því hvort þetta athafnaleysi ákærða varði við 1. mgr. 221. gr. almennra hegningarlaga þarf ákæru valdið að sanna að ákærði hafi að minnsta kosti látið látið sér í léttu rúmi liggja hvað yrði um brotaþola þótt hann, á sama tíma, hafi mátt gera sér grein fyrir því að brotaþoli væri í lífsháska. Við mat á sönnun um þetta verður að líta til þess að samkvæ mt framburði ákærða hafði brotaþoli skömmu áður veist að honum með flöskubrotum og hnífi í herbergi nr. 2, ákærði undir þeim kringumstæðum hrint honum út úr herberginu og brotaþoli fallið á gólfið fyrir framan. Ákærði kveðst ekki hafa séð hvort brotaþoli s kylli með höfuðið í gólfið, segir hann hafa velst þar um, skömmu síðar byrjað að hrjóta og ákærði því talið að hann svæfi ölvunarsvefni á gólfinu. Eru ekki aðrir til frásagnar um þessa atburðarás og verður því að byggja á framburði ákærða. Fyrir liggur að brotaþoli var ofurölvi þegar atvik gerðust, en samkvæmt blóðsýni sem honum var tekið tveimur klukkustundum síðar mældist etanólmagn í blóði 2,40 . Brotaþoli bar ekki augsýnilega áverka á höfði eftir viðskiptin við ákærða ef frá er talinn blóðleki frá nefi , sem allt eins gat stafað af höggi frá ákærða á meðan hann sat í rúmi sínu. Þá er samkvæmt áðursögðu ekki unnt að útiloka að brotaþoli hafi staðið á fætur skömmu eftir að ákærði skildi við hann og ráfað um húsnæðið áður en vitnið B kom að honum á ganggólf inu. Að öllu þessu virtu þykir óvarlegt að ætla að ákærða hafi ekki getað dulist að brotaþola væri veruleg hætta búin þegar ákærði skildi við hann. Fær sú ályktun stoð í 25 vitnisburði B , sem var allsgáð, en hún kom skömmu síðar að brotaþola á ganginum, sá ek ki áverka á honum og taldi hann sofa áfengisdauða á gólfinu. Samkvæmt framansögðu verður ekki staðhæft að ákærði X hafi haft ásetning til brots gegn 1. mgr. 221. gr. almennra hegningarlaga og ber því einnig að sýkna ákærða af þeirri háttsemi sem hann er b orinn í seinni lið ákæru. Samkvæmt greindum málsúrslitum og með vísan til 2. mgr. 176. gr. laga um meðferð sakamála ber að vísa bótakröfu brotaþola frá dómi. Þá ber samkvæmt 2. mgr. 235. gr. sömu laganna að fella allan sakarkostnað á ríkissjóð. Til hans telst þóknun Ingu Lillýjar Brynjólfsdóttur skipaðs réttargæslumanns brotaþola, málsvarnarlaun Unnsteins Arnar Elvarsson skipaðs verjanda ákærða X og málsvarnarl aun Bjarna Haukssonar skipaðs verjanda ákærða Y . Með hliðsjón af eðli og umfangi máls og að teknu tilliti til tímaskýrslu réttargæslumanns þykir þóknun hans hæfilega ákveðin 683.240 krónur. Með sömu formerkjum þykja málsvarnarlaun verjanda ákærða X hæfileg a ákveðin 2.945.000 krónur og málsvarnarlaun verjanda ákærða Y 2.002.600 krónur. Hefur í öllum tilvikum verið tekið tillit til virðisaukaskatts . Jónas Jóhannsson héraðsdómari kveður upp dóminn en auk hans skipuðu dóm í málinu Hulda Árnadóttir héraðsdómari og Jón Baldursson sérfræðingur í bráðalækningum. Dómsorð: Ákærði X er sýkn sakar. Ákærði Y er sýkn sakar. Bótakröfu brotaþola A er vísað frá dómi. Sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin 683.240 króna þóknun Ingu Lillýja r Brynjólfsdóttur réttargæslumanns brotaþola, 2.945.000 króna málsvarnarlaun Unnsteins Arnar Elvarsson verjanda ákærða X og 2.002.600 króna málsvarnarlaun Bjarna Haukssonar verjanda ákærða Y . Jónas Jóhannsson Hulda Árnadóttir Jón Baldursson