Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 5. maí 2022 Mál nr. S - 515/2021 : Ákæruvaldið ( Eyþór Þorbergsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Helg a Stein i Gunnarss yni ( Axel Kári Vignisson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem var dómtekið 12. apríl sl., var höfðað með ákæru lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, dagsettri 1. desember 2021, á hendur Helga Steini Gunnarssyni, kt. með ótilgreint heimilisfang á Akureyri, starfsmaður Endurvinnslunnar hf. kt. , í starfstöð félagsins að Furuvöllum 11 á Akureyri, falsað móttökuseðla fyrir drykkjarumbúðir og þannig svikið samtals 502.216 krónu r út úr félaginu, en ákærði fór með hina fölsuðu móttökuseðla í greiðsluvél fyrir viðskiptavini og fékk þannig framangreinda fjárhæð millifærða frá félaginu inn á á bankareikning í sinni eigu. Fjárhæðin 502.216 krónur skiptist á eftirgreindan hátt milli d aga og mánaða: 09.06.2021 - 832 11.06.2021 - 9.344 15.06.2021 - 2.368 15.06.2021 - 2.368 16.06.2021 - 960 16.06.2021 - 1.824 18.06.2021 - 4.688 18.06.2021 - 5.040 18.06.2021 - 7.072 21.06.2021 - 2.896 22.06.2021 - 2.768 23.06.2021 - 4.304 24.06 .2021 - 2.512 24.06.2021 - 5.280 28.06.2021 - 3.632 28.06.2021 - 5.136 2 29.06.2021 - 2.544 29.06.2021 - 6.224 30.06.2021 - 2.624 30.06.2021 - 4.416 30.06.2021 - 4.736 30.06.2021 - 5.488 30.06.2021 - 5.808 30.06.2021 - 8.544 01.07.2021 - 3.152 01.07.2021 - 3.636 01.07.2021 - 9.540 01.07.2021 - 10.242 01.07.2021 - 12.564 01.07.2021 - 13.014 05.07.2021 - 1.044 05.07.2021 - 1.764 05.07.2021 - 4.482 05.07.2021 - 5.436 05.07.2021 - 5.742 05.07.2021 - 6.318 05.07.2021 - 6.876 05.07.2021 - 8 .892 05.07.2021 - 10.368 06.07.2021 - 2.034 06.07.2021 - 3.564 06.07.2021 - 6.246 06.07.2021 - 7.344 06.07.2021 - 9.558 07.07.2021 - 954 07.07.2021 - 1.422 07.07.2021 - 2.520 07.07.2021 - 3.060 07.07.2021 - 3.726 07.07.2021 - 5.364 07.07.2021 - 6.570 07.07.2021 - 9.594 08.07.2021 - 2.610 08.07.2021 - 3.636 08.07.2021 - 10.008 09.07.2021 - 6.084 09.07.2021 - 10.764 09.07.2021 - 11.142 12.07.2021 - 4.752 3 12.07.2021 - 9.810 12.07.2021 - 10.044 13.07.2021 - 1.836 13.07.2021 - 3.384 13 .07.2021 - 6.336 13.07.2021 - 11.088 14.07.2021 - 8.388 14.07.2021 - 9.504 14.07.2021 - 12.024 15.07.2021 - 2.880 15.07.2021 - 7.866 15.07.2021 - 8.568 16.07.2021 - 972 16.07.2021 - 3.312 16.07.2021 - 10.782 19.07.2021 - 1.566 19.07.2021 - 2.700 19.07.2021 - 9.522 20.07.2021 - 6.318 20.07.2021 - 8.190 22.07.2021 - 7.524 23.07.2021 - 1.386 23.07.2021 - 3.582 23.07.2021 - 5.994 23.07.2021 - 11.358 26.07.2021 - 3.924 29.07.2021 - 1.818 29.07.2021 - 6.318 30.07.2021 - 9.792 Telst þetta varða við 1. mgr. 155. gr. og 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls Af hálfu ákærða er krafist vægustu refsingar sem lög leyfa. Þá er krafist hæfileg rar þóknunar til handa skipuðum verjanda. Við fyrirtöku málsins þann 12. apríl féll ákæruvaldið frá vísun til skjalafalsákvæðis í ákæru. Ákærði hefur komið fyrir dóm og játað sök samkvæmt ákæru svo breyttri . Með játningu hans, sem ekki er ástæða til að efa að sé sannleikanum samkvæm, og gögnum málsins, er nægilega sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru er lýst 4 og er réttilega heimfærð til refsiákvæða. Verður lagður dómur á málið án frekar i sönnunarfærslu, sbr. heimildarákvæði 164. gr. laga nr. 88/2008. Ákærði á nokkurn sakaferil að baki, sem nær aftur til ársins 2005. Þann 31. október 2011 var ákærði dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið í þrjú ár, fyrir þjófnað og vörslur fíkn iefna. Ákærða var einnig gert að greiða 150.000 krónur í sekt. Þann 12. desember 2011 hlaut ákærði aftur dóm fyrir þjófnað og vörslur fíkniefna. Var um hegningarauka að ræða og var skilorðsdómurinn frá 31. október 2011 dæmdur upp . R efsing var ákveðin fange lsi í sex mánuði, þar af fimm mánuðir skilorðsbundnir í þrjú ár. Þann 30. janúar 2012 hlaut ákærði dóm fyrir umferðarlagabrot og vörslur fíkniefna. Var um að ræða hegningarauka og skilorðsdómurinn frá 12. desember var dæmdur upp og refsing ákveðin fangelsi í sjö mánuði, þar af fimm mánuðir skilorðsbundnir í þrjú ár. Þann 7. júní 2012 hlaut ákærði dóm fyrir þjófnað og húsbrot. Skilorðsdómur frá 30. janúar 2012 var dæmdur upp og var refsing ákveðin fangelsi í átta mánuði, þarf af fimm mánuðir skilorðsbundnir í þrjú ár. Ákærði lauk samfélagsþjónustu vegna þess dóms þann 19. apríl 2014. Þann 20. maí 2016 var ákærði dæmdur til að sæta átta mánaða fangelsi fyrir brot gegn umferðarlögum, en fullnustu fimm mánaða þar af var frestað skilorðsbundið í tvö ár. Þann 25. maí 2018 var ákærði dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir þjófnað og var skilorðshluti fyrrnefnds dóms dæmdur með. Þann 16. janúar 2019 var ákærði dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar fyrir þjófnað og brot gegn umferðarlögum, vopnalögum og lögum um ávana - og fíkniefni. Var þar um að ræða hegningarauka við dóminn frá 25. maí 2018. Ákærði hlaut síðan dóm fyrir þjófnað og tilraun til þjófnaðar 29. mars 2019, en þá var um að ræða hegningarauka við dóminn frá 16. janúar 2019, og ákærða ekki gerð sérstök refsing. Þ ann 11. mars 2020 var ákærði dæmdur til að sæta fjögurra mánaða fangelsi fyrir tilraun til þjófnaðar. Þann 12. maí 2020 hlaut ákærði dóm fyrir þjófnað og fjársvik. Var um að ræða hegningarauka og ákærða ekki gerð sérstök refsing. Að lokum hlaut ákærði dóm þann 25. nóvember 2021 fyrir vörslur og ræktun fíkniefna, refsing var ákveðin fangelsi í þrjá mánuði. Ákærði er nú sakfelldur fyrir fjársvik en það brot framdi hann fyrir uppkvaðningu dómsins 25. nóvember 2021 og verður refsing hans því ákveðin sem hegnin garauki við hann með vísan til 78. gr. almennra hegningarlaga. Fyrir liggur vottorð um góða hegðun frá fangaverði á Kvíabryggju. Með vísan til framangreinds og þess að um er að ræða fimmtu ítrekun auðgunarbrots, þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í fimm mánuði . Að kröfu ákæruvalds og með vísan til dómsniðurstöðu verður ákærði dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar, þ.e. þóknun skipaðs verjanda síns, eins og hún ákveðst í dómsorði að virðisaukaskatti meðtöldum . Berglind Harðardóttir aðstoðarmaður dómara kveður upp dóminn. Dómso r ð: Ákærði, Helgi Steinn Gunnarsson, sæti fangelsi í fimm mánuði. Ákærði greiði sakarkostnað, þ. e. þóknun skipaðs verjanda síns, Axels Kára Vignissonar lögmanns, 139.500 krónur.