Héraðsdómur Austurlands Dómur 2. mars 2021 Mál nr. S - 9/2021 : Héraðssaksóknari ( Heldi Jensson aðstoðarsaksóknari ) g egn Cezary Sebastian Puchalski ( Ómar Valdimarsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 25. febrúar sl. er höfðað með ákæru héraðssaksóknara , útgefinni 21. janúar sl., á hendur Cezary Sebastian Puchalski, kennitala , , ; ,, fyrir brot gegn valdstjórninni, með því að hafa síðdegis mánudaginn 6. apríl 2020, á lögreglustöðinni á Eskifirði, hótað lögreglumanni er var við skyldustörf, líkamsmeiðingum. Telst þetta varða við 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þ ess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Skipaður verjandi, Ómar Valdimarsson lögmaður , krefst þess fyrir hönd ákærða að hann verði dæmdu til vægustu refsingar sem lög leyfa . Verjandinn krefst þess jafnframt að allur sakarkostnaður verði felldur á ríkissjóð, þ.m.t. vegna málflutningsst arfa fyrir dómi og á rannsóknarstigi, en einnig vegna ferðakostnað ar . I. Fyrir dómi hefur ákærði skýlaust viðurkennt sakargiftir, líkt og þeim er lýst í ákæru. Með játningu ákærða , sem ekki er ástæða til að efa að sé sannleikanum samkvæm, sem og að virtum rannsóknargögnum lögreglu, þ. á m. myndbandsupptökum, er nægjanlega sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem lýst er í ákæru. Er brot hans þar og réttilega heimfær t ti l laga. Að ofangreindu virtu verður ákærði sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök. 2 Verður lagður dómur á málið án frekari sönnunarfærslu, sbr. heimildarákvæði 164. gr. laga nr. 88/2008. II. Ákærði, sem er fæddur á árinu , hefur samk væmt sakavottorði áður sætt refsingum. Ákærði var þannig með lögreglustjórasátt þann 31. ágúst 2017 gert að greiða sekt til ríkissjóðs fyrir að hafa stjórnað ökutæki undir áhrifum áfengis, en jafnframt var hann þá sviptur ökurétti í tvo mánuði. Með dómi uppkveðnum 10. júní sl. var hann dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi, til tveggja ára, fyrir hótanir og minniháttar líkamsárás. Þá var hann með dómi 18. september sl. dæmdur til að greiða sekt til ríkissjóðs fyrir ölvunar - og fíkniefnaakstur, en var þá jafnframt sviptur ökurétti í fimm ár. Loks var á k ærði þann 11. janúar sl. dæmdur til að greiða sekt til ríkissjóðs vegna sviptingaraksturs. Brot ákærða sem hér er til umfjöllunar framdi hann áður en þeir þrír síðast greindu dómar féllu og ber því að ákvarða refsingu hans sem hegningarauka, sbr. 78. g r. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með vísan til 60. g r. sömu laga verður framangreindur skilorðsdómur frá 10. j úní sl . tekinn upp og ákærða dæmd refs ing í einu lagi fyrir það brot og það brot sem hér er fjallað um. Þykir refsing ákærða að ofangreindu virtu og nefndum hegningaraukaáhrifum, en einnig 1. tl. 1. m gr. 70. g r., sbr. og 77. gr . laga nr. 19/1940, hæfilega ákveðin 60 daga fangelsi . Eftir atvik um , en einnig með hliðsjón af skýlausri játningu og þeirri iðran sem ákærði lýsti fyrir dómi , þykir fært að fresta fullnustu refsingarinnar og skal hún niður falla að tveimur árum liðnum frá birtingu dómsins að telja , haldi ákærði almennt skilorð 57. g r. a lmennra hegningarlaga. Að kröfu ákæruvalds og með vísan til 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála ber að dæma ákærða til að greiða allan sakarkostnað, en samkvæmt yfirlýsingu full t rúa ákæruvalds féll enginn kostaður við rekstur málsins af þess hálfu. Í ljósi mál s úrslita ber hins vegar að dæma ákærða til að greiða annan sakarkostnað, þ.e. þóknun til skipaðs verjanda síns, Ómars R. Valdimarssonar lögmanns, og þá við alla meðferð málsins, hjá lögreglu og fyrir dómi, sem þykir m.a. að virtri tí maskýrslu hæfilega ákveðin 350.052 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti . E nn fremur skal ákærði greiða ferðakostnað verjandans að fjárhæð 69.960 . krónur . Með málið fór af hálfu ákæruvalds Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari. 3 Ólafur Ólafsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Cezary Sebastian Puchalski , sæti fangelsi í 60 daga, en fullnustu refsingarinnar er frestað og fellur hún niður að tveimur árum liðnum, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði 350.052 krónur í sakarkostnað, sem er . þóknun hins skipaða verjanda, Ómars R. Valdimarssonar lögmanns, að meðtöldum virðisaukaskatti, og enn fremur greiði hann ferðakostnað verjandans að fjárhæð 69.960 krónur.