Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 23. október 2019 Mál nr. S - 210/2019 : Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra ( Agnes Björk Blöndal fulltrúi ) g egn Kristófer Örn Sigurðarson Dómur Mál þetta, sem var dómtekið 25. september sl., var höfðað með ákæru l ögreglustjórans á Norðurlandi eystra, dagsettri 27. ágúst 2019, á hendur Kristófer Erni Sigurðarsyni, [...] , umferðarlagabrot, með því að hafa, aðfararnótt sunnudagsins 7. jú lí 2019, ekið léttu bifhjóli, [...] , óhæfur um að stjórna því örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóðsýni mældist amfetamín 60ng/ml og tetrahýdrókannabínól 2,7 ng/ml), sviptur ökuréttindum og hafa vanrækt skráningarskyldu þess, suður Krossanesbr aut á Akureyri, þar sem lögregla stöðvaði akstur hans. Telst þetta varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 45. gr. a, 1. mgr. 48. gr. og 1. mgr. 63. gr., allt sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til sviptingar ökuréttar samkvæmt 101. og 102. gr. nefndra umferðarlaga, með síðari Ákærði sótti ekki þing, þrátt fyrir að hafa verið birt fyrirkall. Þar var þess getið að málið kynni a ð verða dæmt að honum fjarstöddum, sbr. 1. mgr. 155. gr. laga nr. 88/2008. Er því heimilt samkvæmt 1. mgr. 161. gr. sömu laga með áorðnum breytingum að leggja dóm á málið að ákærða fjarverandi, enda varðar brot ekki þyngri viðurlögum en þar er áskilið í a - lið og framlögð gögn verða talin nægjanleg til sakfellingar. Verður ákærði sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar er rétt heimfærð til refsiákvæða. Þann 20. maí 2008 var ákærði dæmdur til greiðslu sekt ar til ríkissjóðs vegna fíkniefna - aksturs, og var hann þá jaf nframt sviptur ökurétti í þrjá mánuði. Þann 15. mars 2010 var hann dæmdur til greiðslu 150.000 króna sektar fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og brot gegn fíkniefnalöggjöfinni. Hann var þá sviptur ökuréttindum í tvö ár. Hann var enn sakfelldur fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna með dómi upp kveðnum 3. júní 2010. Var þar um hegningarauka að ræða og honum gert að greiða 120.000 krónur í sekt og sviptur ökurétti í átta mánuði . Þann 23. október 2015 var ákærði sakfelldu r fyrir akstur undir 2 áhrifum lyfja og fíkniefna, hraðakstur og sölu fíkniefna og vörslur þeirra í söluskyni . Refsing var ákveðin fangelsi í fimm mánuði, en fullnustu fjögurra mánuð a þar af frestað skilorðsbundið í í tvö ár. Þá var hann sviptur ökurétti ævi langt. Loks gerði ákærði sátt við l ögreglustjórann á Höfuðborgarsvæðinu þann 8. apríl 2019 um greiðslu 60.000 króna sektar fyrir akstur sviptur ökurétti. Ákærði hefur nú þriðja sinni ítrekað brot vegna akstur s undir áhrifum fíkniefna og jafnframt ítrekað brot vegna aksturs sviptur ökurétti . Er refsing ákærða nú ákveðin fangelsi í þrjá mánuði en fresta skal fullnustu 30 daga af refsingunni og skal sá hluti falla niður að liðnum tveimur árum frá uppsögu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennr a hegningarlaga nr. 19/1940. Áréttuð er ævilöng svipting ökuréttar. Að kröfu ákæruvalds og með vísan til dómsniðurstöðu e r ákærði dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar, 164.918 krónur. Arnbjörg Sigurðardóttir aðstoðarmaður dómara kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð : Ákærði, Kristófer Örn Sigurðsson sæti fangelsi í þrjá mánuði en fresta skal fullnustu 30 daga af refsingunni og skal sá hluti hennar falla niður að liðnum tveimur árum frá upp sög u dóms þess að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt. Ákærði greiði sakarkostnað, 164.918 krónur . Arnbjörg Sigurðardóttir