Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 6. október 2021 Mál nr. S - 3904/2021 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ( Auðbjörg Lísa Gústafsdóttir aðstoðarsaksóknari ) g egn Roy Gústaf Jackson ( Guðmundur St. Ragnarsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 31. ágúst 2021, á hendur Roy Gústaf Jackson, kt. , , Reykjavík , f yrir eftirtalin þjófnaðar brot , með því að hafa : 1. Föstudaginn 26. júní 2020, í félagi við A , farið inn í bifreiðina þar sem hún stóð á bifreiðastæði við í Reykjavík og stolið þaðan ýmsum veiðivarningi og íþróttafatnaði, að áætluðu verðmæti kr. 3.025.200, sem lögregla fann við lei t á ákærðu. 2. Fimmtudaginn 27. ágúst 2020 , í verslun Bónuss, Skipholti 11 - 13 í Reykjavík , stolið snyrti - og matvörum, samtals að sölu verðmæti kr. 4.837. Tel ja st brot þe ssi varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði ve rði dæmd ur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar . Einkaréttarkr afa : Þess er krafist að Roy Gústaf Jackson og A greiði B , kt. kr. 4.000.000, auk vaxta, samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 26. júní 2020 þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar, en síðan dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðs ludags. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. 2 Verjandi ákærða krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og hæfilegrar þóknunar sér til handa. Ákærði hefur játað brot sín. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans ré tt heimfærð til refsiákvæð is í ákæru. Ákærði er fæddur í . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 24. ágúst 2021, nær sakaferill ákærða aftur til ársins 2004. Það sem kemur til skoðunar við ákvörðunar refsingar í máli þessu er dómur Héraðsdóms Reykj avíkur 17. m aí 2016 þar sem ákærða var gert að sæta fangelsi í fjóra mánuði fyrir margskonar brot, m.a. þjófnaðarbrot. Þá var ákærða gert að greiða sekt með lögreglustjórasátt 24. f ebrúar 2015 fyrir þjófnaðarbrot. Að öðru leyti kemur sakarferill ákærða ekk i til skoðunar við ákvörðunar refsingar í máli þessu. Til refsiþyngingar er litið til þess að brot það sem ákærði er nú sakfelldur fyrir samkvæmt ákærulið nr. 1 ber það með sér að um samverknað hafi verið að ræða, sbr. 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarla ga nr. 19 /1940. Á hinn bóginn er litið til þess að ákærði hefur játað sök fyrir dómi og hefur snúið lífi sínu til betri vegar og verður það metið honum til refsimildunar, sbr. 5. og 8. tölul. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með hliðsjó n af framangreindu, sakarefni málsins og að því virtu að ákærði hefur gengist greiðlega við broti sínu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga , en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðni ngu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Líkt og að framan greinir liggur fyrir bótakrafa í málinu vegna ákæruliðar n r. 1 þar sem þess er krafist að ákærði og A greiði B skaðabætur að fjárhæð 4.000.000 krónur , auk vaxta og dráttarvaxta , samkvæmt lögum nr. 38/2001. Að mati aðstoðarmanns dómara uppfyllir krafan ekki skilyrði c - liðar 2. mgr. 173. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála, en þar segir að dómkrafa kröfuhafa skuli úr garði gerð á s ama hátt og í stefnu í einkamáli. Krafan ber það meðal annars með sér að vera beint að fleirum en ákærða en ákærði er einn ákærður í málinu. Þá er fjárhæð kröfunnar að mun hærri fjárhæð en sú fjárhæð sem ákært er vegna í ákærulið n r. 1 . Þá liggja ekki fyri r nein gögn sem geta varpað ljósi á meint tjón og umfang þess. Ennfremur má skilja ákæru sem svo að þýfið hafi fundist á ákærða og því ekki víst að bótakrefjandi hafi orðið fyrir tjóni. Engar skýringar liggja fyrir af hálfu bótakrefjanda sem ekki sótti þin g við þingfestingu málsins heldur ákæruvald fyrir hans hönd. Með vísan til framangreindra atriða er ekki unnt að taka kröfuna til greina og er kröfunni því vísað frá dómi. 3 Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Guðmundar St. Ragnarssonar lö gmanns, 95.000 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti . A nnan sakarkostnað leiddi ekki af meðferð málsins. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Kristín Einarsdóttir saksóknarfulltrúi fyrir Auðbjörgu Lísu Gústafsdóttur aðstoðarsaksóknara. Samúel Gunnarsson, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Roy Gústaf Jackson, sæti fangelsi í 30 daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. g r. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Einkaréttarkröfu B á hendur ákærða er vísað frá dómi. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns, 95.000 krónur. Samúel Gunnarsson