Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 25. maí 2020 Mál nr. S - 1557/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu ( Einar Laxness aðstoðarsaksóknari ) g egn Vaidas Petravicius Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 3. mars 2020, á hendur Vaidas Petravicius, kt. [...] , [...] , [...] , fyrir eftirtalin umferðarlagabrot með því að hafa: 1. Sunnudaginn 2. september 2018 ekið bifreiðinni [...] án þess að hafa öðlast Flatahraun í Hafnarfirði, við Krónuna, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst brot þetta varða við 1., sbr. 3. mgr. 49. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 2. Föstudaginn 22. júní 2018 ekið bifreiðinni [...] án þess að hafa öðlast ökurétt og Reykjanesb æ, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst brot þetta varða við 1., sbr. 3. mgr. 49. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 3. Sunnudaginn 30. september 2018 ekið bifreiðinni [...] án þess að hafa öðlast Skútuhraun í Hafnarfirði, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst brot þetta varða við 1., sbr. 3. mgr. 49. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. um ferðarlaga nr. 77/2019. 4. Sunnudaginn 7. október 2018 ekið bifreiðinni [...] án þess að hafa öðlast ökurétt suður Strandgötu í Hafnarfirði, við Pizzuna, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. 2 Telst brot þetta varða við 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 5. Laugardaginn 25. maí 2019 ekið bifreiðinni [...] án þess að hafa öðlast ökurétt og Hafnarfirði, við Kjötkompaníið, þar sem lögregla hafði afskipti af ákær ða. Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 49. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 6. Þriðjudaginn 24. september 2019 ekið bifreiðinni [...] án þess að hafa öðlast Vesturlandsveg í Reykjavík, við Korpúlfsstaðaveg, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst brot þetta varða við 1., sbr. 3 . mgr. 49. gr. og 1. mgr. 58. g r., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 7. Laugardaginn 9. nóvember 2019 ekið bifreiðinni [...] án þess að hafa öðlast km hraða á klukkustund um Suðurlandsveg í Kópavog i, að Bláfjallaafleggjara, þar sem leyfður hámarkshraði var 90 km á klukkustund, uns lögregla stöðvaði aksturinn. Telst brot þetta varða við 2., sbr. 4. mgr. 37. gr., 1., sbr. 2. mgr. 49. gr. og 1. mgr. 58. gr., allt sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 101. gr. laga nr. 77/2019. Ákærði sótti ekki þing við þingfestingu málsins og hafði ekki boðað forföll en hafði verið birt ákæra og fyrirkall. Verður málið dæmt samkvæmt heimild í a - lið 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála enda var þess getið í fyrirkallinu að þannig gæti farið um meðferð málsins. Með vísan til framanritaðs og til rannsóknargagna m álsins telst framangreind háttsemi sönnuð og er hún rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur í [...] . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 24. febrúar 2020, hefur ákærði ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Með hliðsjón af fr amangreindu sakarefni þessa máls og ákvæðum 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin 1.320.000 króna sekt 3 til ríkissjóðs, sem ákærða ber að greiða innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa að telja en sæta ella fa ngelsi í 44 daga. Með vísan til lagaákvæða í ákæru er ákærði sviptur ökurétti í 3 ár og 10 mánuði frá birtingu dóms þessa að telja. Ákærði greiði 161.364 krónur í sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Einar Laxness aðstoðarsaksóknari. Harpa Sólveig Björnsdóttir, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Vaidas Petravicius , greiði 1.320.000 króna sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa að telja en sæti ella fangelsi í 44 daga. Ákærði er sviptur ökurétti í 3 ár og 10 mánuði frá birtingu dómsins að telja. Ákærði greiði 161.364 krónur í sakarkostnað. Harpa Sólveig Björnsdóttir