Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 16. nóvember 2022 Mál nr. E - 5219/2021: Ingólfur Örn Friðriksson (Júlí Ósk Antonsdóttir lögmaður) gegn íslenska ríkinu (Þorvaldur Hauksson lögmaður) Dómur 1 Mál þetta, sem dómtekið var 21. október 2022, höfðaði Ingólfur Örn Friðriksson, , með stefnu birtri 8. nóvember 2021, á hendur íslenska ríkinu, Arnarhvoli, Reykjavík. 2 Stefnandi krefst þess að felldur verði úr gildi úrskurður mannanafnanefndar frá 26. júlí 2021 í máli nr. 65/2021. Þá krefst hann þess einnig að viðurkennt verði að hann megi bera eiginnafnið Lúsífer. Loks krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda og að tekið verði tillit til skyldu hans til að greiða virðisaukaskatt af málflutni ngs - þóknun lögmanns síns. 3 Stefndi krefst sýknu af öllum dómkröfum stefnanda og að stefnandi verði dæmdur til að greiða honum málskostnað að mati dómsins. Málsatvik 4 Stefnandi, sem kveðst hafa verið þekktur undir nafninu Lúsífer í rúm 20 ár, hefur óskað efti r því að fá nafnið skráð sem eiginnafn sitt. Þar sem eiginnafnið Lúsífer hefur ekki verið samþykkt sem eiginnafn hefur hann ekki getað breytt nafni sínu í þjóðskrá. Stefnandi sendi því erindi til mannanafnanefndar í desember 2019, þar sem hann óskaði eftir því að eiginnafnið Lúsífer (kk.) yrði samþykkt. Mannanafnanefnd kvað, þann 14. janúar 2020, upp úrskurð í málinu nr. 121/2019, þar sem beiðni stefnanda var hafnað á grundvelli þess að nafnið Lúsífer væri eitt af nöfnum djöfulsins. Taldi mannanafnanefnd lj óst að það gæti orðið nafnbera til ama. 2 5 Stefnandi höfðaði ógildingar - og viðurkenningarmál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, sem þingfest var þann 27. október 2020. Kveðinn var upp dómur í málinu 25. maí 2021 í máli nr. E - 7099/2020. Með dóminum var framangrei ndur úrskurður mannanafnanefndar felldur úr gildi. Kröfu stefnanda um að viðurkennt yrði að hann fengi að bera eiginnafnið Lúsífer var hins vegar vísað frá dómi. 6 Stefnandi óskaði þann 1. júní 2021 eftir því að mál hans fyrir mannanafnanefnd yrði tekið upp að nýju og að honum yrði leyft að bera eiginnafnið Lúsífer. Mannanafna - nefnd tók beiðni stefnanda fyrir 26. júlí 2021. Taldi nefndin með vísan til niðurstöðu héraðsdóms að forsendur væru fyrir því að endurupptaka málið og kvað nefndin upp úrskurð í málinu samdægurs, þ.e. úrskurð í máli nr. 65/2021, þar sem erindi stefnanda var hafnað. 7 Í forsendum síðari úrskurðar mannanafnanefndar er það rakið að eiginnafnið Lúsífer taki íslenskri beygingu í eignarfalli. Þá brjóti nafnið ekki í bága við íslenskt málkerfi o g sé í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls. Að mati nefndarinnar uppfyllti eiginnafnið Lúsífer hins vegar ekki skilyrði 3. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn, sem kveður á um að nafn megi ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama. Var beiðni stefnanda um að fá að bera nafnið því hafnað. 8 Stefnandi kveðst telja fullreynt að fá eiginnafnið Lúsífer samþykkt hjá mannanafnanefnd. Honum sé því nauðsynlegt að leita til dómstóla og krefjast ógildingar á ákvörðun mannanafnanefndar og jafnfra mt viðurkenningar á því að hann megi bera eiginnafnið Lúsífer. Helstu málsástæður stefnanda 9 Stefnandi vísar til þess að það hafi frá fornu fari verið viðtekin regla í mannlegu samfélagi að hver einstaklingur beri ákveðið nafn til auðkenningar frá öðrum mönn - um. Nafnauðkenning sé samofin persónuleika manna, bæði í eigin vitund og í hugum annarra. Nafnið sé því hluti af manninum, bæði í huglægum og félagslegum skilningi. 10 Réttur manns til nafns sé hluti af mikilvægum persónulegum réttindum hans samkvæmt ísl enskum rétti, sem falli undir 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Löggjafinn geti ekki skert þennan rétt nema til þess standi sérstök lagaheimild og brýna nauðsyn beri til vegna réttinda annarra. 11 Rétturinn til nafns sé þó ekki ótakmarkaður, þar sem honum séu settar nokkrar skorður með lögum nr. 45/1996 um mannanöfn. Í vissum tilvikum geti hagsmunir samfélagsins verið ríkari e n réttur einstaklings til að velja nafn og hafi því verið talið 3 réttlætanlegt að skerða réttinn til nafng iftar, eins og ráða megi af athugasemdum með frumvarpi til laga nr. 45/1996. Takmarkanir sem lögin setji verði að uppfylla áskilnað 3. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar, að brýna nauðsyn beri til vegna réttinda annarra. 12 Stefnandi vísar til þess að réttur ei nstaklings til að ráða nafni sínu sé ríkari og réttur löggjafans til afskipta af nafnavali að sama skapi takmarkaður. Einn þáttur mannhelgi snúi að nafngiftum einstaklinga. Oft og tíðum megi rekja nafn til trúarskoðana og hafi nafnið því ríkt tilfinningagi ldi fyrir einstaklinginn sjálfan. Eðli og mikilvægi þeirra réttinda sem felast í nafni leiði til þess að skýra beri þröngt þær heimildir sem mannanafnanefnd hafi til að hafna nafngift, sbr. 3. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar. 13 Stefnandi byggir einnig á því að hann njóti verndar efnisreglna m annréttinda sáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Ákvæði 8. gr. sáttmálans sé sett til verndar friðhelgi einkalífs, þar á meðal til að vernda réttinn til nafns. Þann rétt megi aðeins skerða með lögum og ef nauðsyn beri t il í lýðræðislegu þjóðfélagi vegna þjóðaröryggis, almannaheilla eða efnislegrar hagsæl d ar þjóðarinnar, til að firra glundroða eða glæpum, til verndar heilsu manna eða siðgæði eða réttindum eða frelsi annarra. Ekkert þessara sjónarmiða ákvæðisins réttlæti þ á skerðingu sem stefnandi búi við, sem leiða megi af synjun mannanafnanefndar á því að stefnandi geti borið eiginnafnið Lúsífer. 14 Stefnandi kveðst ekki geta fallist á rök mannanafnanefndar um að þar sem nafnið Lúsífer sé eitt af nöfnum djöfulsins, þá sé lj óst að það gæti orðið nafnbera til ama. Orðið Lúsífer sé upphaflega komið úr latínu og þýði ljósberi. Í spádómsbók Jesaja fallinn af himni, verið álitin uppruni Lúsífers og hugmynda um að S atan hafi verið engill, sem gert hafi uppreisn. Lúsífer hafi verið æðsti erkiengill himnaríkis og nánastur Guði. Lúsífer þyrsti aftur á móti í meiri völd, og ásamt öðrum englum hafi hann gert uppreisn gegn Guði. Fylgismenn Lúsífers og Guðs hafi háð himnesk t stríð og að lokum hafi hinum síðarnefndu tekist að hrekja Lúsífer, og alla þá engla sem fylgdu honum, burt úr himnaríki. Sá sem kallaður hafi verið Lúsífer á himnum hafi orðið Satan, eða kölski, og ríkt yfir helvíti, og englarnir sem með honum fóru orðið að djöflum. Ljóst sé því að Lúsífer sé ekki eitt af nöfnum djöfulsins, heldur sé það nafn engils, sem hrakinn hafi verið af himnum og orðið að djöflinum. Það sé því ekki ljóst að Lúsífer sé annað nafn yfir djöfulinn. 4 15 Stefnandi vísar til umfjöllunar á vef Árnastofnunar, sem sé ein fremsta stofnun landsins í íslenskum fræðum, en þar sé að finna fyrirspurn um nöfn djöfulsins. Í svari nefni Guðrún Kvaran prófessor þar 61 nafn, en Lúsífer sé ekki þar á meðal og því ekki unnt að fullyrða að það sé annað nafn djö fulsins. Jafnvel þó svo að Lúsífer myndi teljast vera eitt af nöfnum djöfulsins, þá telur stefnandi að það réttlæti ekki synjun mannanafnanefndar, þar sem það eitt og sér geri það ekki ljóst að nafnið verði nafnbera til ama. 16 Stefnandi vísar jafnframt til þ ess að í rómverskri goðafræði hafi Lúsífer verið persónugervingur morgunstjörnunnar Venusar; karlmaður með kyndil á lofti. Lúsífer hafi verið sonur Áróru, dagrenningarinnar, sem hafi aftur á móti verið systir sólar og mána og móðir vinda. Ekki sé því ljóst að nafnið Lúsífer geti orðið nafnbera til ama líkt og mannanafnanefnd haldi fram, frekar en nafnið Ári sem fært hafi verið á mannanafnaskrá í kjölfar úrskurðar mannanafnanefndar í máli nr. 27/2016. Í úrskurðinum komi fram að þ r átt fyrir að merking samnafn sins ári sé samkvæmt Í slenskri orðabók og einnig notað sem vægt blótsyrði, árans, sé þessi grunnmerking orðsins líklega ekki almennt þekkt og þar að auki ekki mjög neikvæð eða niðrandi . F jarlægur eða óviss möguleiki á því að nafn verði nafnbera til ama væri ekki nóg til þess að hafna því. Telur stefnandi að það sama eigi við um eiginnafnið Lúsífer. 17 Mannanafnanefnd hafi jafnframt samþykkt eiginnafnið Lilith (kvk.) í máli nr. 110/2021. Nafni ð sé þekkt sem næturgrýla eða næturdjöfull og megi nafn hennar finna víða í trúarlegum sögum. Hafi hún verið sögð hafa lagt álög á mannkynið og verið sérstaklega hættuleg barnshafandi konum og ungabörnum. Þá sé hún sögð hafa getið af sér hundruð djöflabarn a og að hún hafi haft yndi af því að deyða börn og eyðileggja sæði manna. Verði því ekki séð að mannanafnanefnd hafi gætt jafnræðis með að samþykkja nafnið Lilith en ekki nafnið Lúsífer. 18 Lúsífer geti sömuleiðis staðið fyrir tegund djúpsjávarfisks, ljósbera og morgun - trú, þar sem Lúsífer hafi verið nafn engilsins, sem síðar hafi orðið djöfullinn. Það sé ekki endilega alþekkt eða endilega til þess fallið að vera nafnbera til ama. Auk þess eigi trúarleg rök ekki heima sem rök gegn nafngiftum, í ljósi trúfrelsis, sem varið sé af 63. gr. stjórnarskrárinnar og jafnræðisreglu , 65. gr. hennar. 5 19 Þá vísar stefnandi til þess að niðurstaða mannanafnanefndar sé ekki samrýmanleg niðurstöðu dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E - 7099/2020. Því sé krafist ógildingar á úrskurðinum á þeim grundvelli að hann sé ólögmætur, þar sem nafnið Lúsífer sé ekki nafnbera til ama, enda hafi hann sjálfur kosið sér þetta nafn af fúsum og frjálsum vilja og því ljóst að það yrði honum ekki til ama. Þá sé ljóst að 3. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 beri að beita af varfærni, líkt og skýrt komi fram í lögskýringar - gögnum og áðurgreindum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þrátt fyrir skýra niður - stöðu héraðsdóm s um að ekki séu nægileg rök fyrir því að nafnið Lúsífer geti verið nafnbera til ama hafi mannanafnanefnd samt sem áður komist aftur að sömu niðurstöðu og í fyrra máli stefnanda. 20 Kröfu sína um viðurkenningu á rétti hans til þess að bera nafnið Lúsífer byg gir stefnandi á því að mannanafnanefnd hafi nú staðfest að nafnið uppfylli öll skilyrði 5. gr. laga nr. 45/1996, önnur en það að nafnið geti orðið nafnbera til ama, sem héraðsdómur hafi þegar hafnað í máli nr. E - 7099/2020. Það hafi hamlað því í hinu fyrra máli að stefnandi gæti fengið viðurkenningu á rétti sínum til að bera nafnið Lúsífer að mannanafnanefnd hafði ekki lagt mat á það í úrskurði sínum hvort önnur skilyrði 5. gr. laga nr. 45/1996 væru uppfyllt. Þeirri kröfu stefnanda hafi því verið vísað frá d ómi, þar sem dómurinn hafi ekki talið það á valdi dómstóla að meta hvort önnur skilyrði væru uppfyllt. Í hinum nýja úrskurði hafi hins vegar verið staðfest að önnur skilyrði séu uppfyllt og því séu nú forsendur fyrir því að viðurkenna rétt stefnanda til þe ss að bera eiginnafnið Lúsífer. Helstu málsástæður stefnda 21 Stefndi byggir mál sitt á því að við ákvörðun um það hvort leyfa skuli tiltekið eiginnafn, þannig að því verði bætt á mannanafnaskrá, skuli mannanafnanefnd fyrst og fremst horfa til almannahagsmun a en ekki einkahagsmuna úrskurðarbeiðanda, ef þeir séu taldir ganga gegn almannahagsmunum. Hlutverk mannanafnanefndar sé þannig ekki að úrskurða um rétt tiltekinna einstaklinga til að taka upp ákveðin eigin - nöfn, heldur að úrskurða hvort heimilt sé að bæta nöfnum á mannanafnaskrá sem síðan allir megi taka upp. 22 Stefndi vísar til þess að öll skilyrði 5. gr. laga nr. 45/1996 verði að vera uppfyllt til að nafn verði skráð á mannanafnaskrá. Mannanafnanefnd hafi fallist á að skilyrði 1. mgr. 5. gr. hafi verið upp fyllt í tilviki stefnanda en ekki skilyrði 3. mgr. sömu greinar. Orðalag 3. mgr. 5. gr. sé mjög opið og kalli á að í hverju tilviki fari fram atviksbundið 6 mat, sem hljóti að verða að nokkru leyti huglægt. Í greinargerð með lögunum sé fjallað um þau vandamá l sem geti fylgt þessu ákvæði, sér í lagi hvernig jafnræði borgaranna verði tryggt við framkvæmd ákvæðisins. Mannanafnanefnd beiti þessu ákvæði sjaldan, en í máli stefnanda hafi nefndin talið ljóst að nafnið Lúsífer, sem sé vel þekkt sem eitt nafna djöfuls ins, hefði mjög neikvæða merkingu og væri þess vegna til þess fallið að vera nafnbera til ama. 23 Að því er varðar niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E - 7099/2020 byggir stefndi á því að af henni verði ekki ráðið að dómurinn hafi beinlínis komist að þeirri niðurstöðu að eiginnafnið Lúsífer sé ekki þess eðlis að það gæti orðið nafnbera til ama, enda sé mannanafnanefnd beinlínis falið að framkvæma þetta huglæga mat, sbr. 6. mgr. 13. gr. og 3. tölulið 1. mgr. 22. gr. mannanafnalaga. Í dóminum hafi auk þe ss ranglega verið vísað til yfirlits sem sagt hafi verið af vefsíðu Stofnunar Árna Magnússonar frá 12. desember 2004 en hafi í raun verið tekið af Vísindavefnum. 24 Stefndi byggir á því að í framangreindum dómi héraðsdóms hafi í raun verið komist að þeirri niðurstöðu að mannanafnanefnd hafi ekki fært fram nægileg rök fyrir þeirri niðurstöðu sinni að eiginnafnið Lúsífer gæti orðið nafnbera til ama. Það hafi þannig einkum verið skortur á rökstuðningi sem hafi leitt til ógildingar úrskurðarins, en dómurinn hafi jafnframt ranglega metið sönnunargögn sem færð hafi verið fram í málinu. Við endurupptöku málsins í kjölfar dómsins hafi mannanafnanefnd hins vegar fært fram ítarleg rök fyrir þeirri niðurstöðu að skilyrði 3. mgr. 5. gr. laganna hafi ekki verið uppfyllt. 25 Af úrskurði nefndarinnar í máli nr. 65/2021 sé ljóst að nefndin hafi túlkað gögn, sem vísað hafi verið til í niðurstöðukafla héraðsdóms, með öðrum hætti en gert hafi verið í dóminum. Um sé að ræða Í slenska nútímamálsorðabók , Í slenska orðsifjabók og grein á Vísindavefnum. Stefndi telur að ekki hafi verið lagt rétt mat á þessi gögn í dómi héraðsdóms. Mannanafnanefnd hafi hins vegar ekki talið annað fært, eftir ítarlegan rökstuðning, en að hafna beiðni stefnanda á ný. 26 Fyrst beri að geta þess að Lúsífer sé sérn afn, en ekki þyki nema í undantekningartilvikum ástæða til að taka sérnöfn upp í orðabækur. Það að sérnafnið Lúsífer komi ekki fyrir í Í slenskri nútímamálsorðabók sé þess vegna að mati stefnda engin vísbending um að almenningi sé ekki nafnið tamt. Í Í slens kri orðabók Menningarsjóðs (t.d. 5. útg . frá 2010) sé sérnafnið hins vegar tilfært og sagt að Í slenska orðsifjabók , þá telur 7 stefndi ljóst að túlkun dómsins hafi verið beinlínis villandi, þar sem vísað hafi verið - 27 Stefndi bendir á að í Í slenskri orðsifjabók komi hins vegar fram að sérnafnið Lúsífer merki í íslensku r hafi líka verið haft um morgunstjörnuna (Venus) í rómverskri þjóðtrú. Stefndi byggir á því að það eina sem hafi þýðingu í málinu sé merking nafnsins í íslensku og hún sé þessi samkvæmt Í slenskri orðsifjabók og Í slenskri orðabók 28 Stefndi bendir einnig á að í stefnu sé vísað til fyrirspurnar sem sagt sé að sé að finna á vef Árnastofnunar, sem sé nöfn djöfulsins og að Guðrún Kvaran prófessor nefni þar 61 nafn, en Lúsífer sé þar ekki á meðal. Þessa fyrirspurn og svar við henni sé hins vegar ekki að finna á vef Árnastofnunar, heldur á Vísindavefnum. Þar sem mikið hafi verið lagt upp úr þessu gagni af hálfu stefnanda, og raunar einnig í héraðsdóminum í máli n r. E - 7099/2020, telur stefndi tilefni til að skoða þetta gagn nánar. 29 Fyrst sé til þess að líta að orðið djöfull hafi nokkrar ólíkar merkingar. Annars vegar - t við persónugervingu hins illa og því oft farið með orð í þessari merkingu sem sérnöfn, sbr. að Kölski og Satan séu oft rituð með stórum upphafsstaf. 30 Í öðru la gi telur stefndi vert að benda á að Guðrún Kvaran taki fram strax í upphafi svars síns á Vísindavefnum að erfitt sé að geta sagt með vissu hversu mörg orð séu til yfir djöfulinn á íslensku og í lok svarsins komi fram að erfitt geti verið að safna orðum yfi hafi ekki verið gerð tilraun til að kanna málið með rækilegum hætti, enda kannski ekki ætlast til þess á Vísindavefnum. Guðrún hafi því látið nægja að telja upp þau samheiti yfir o rðin fjandi, kölski, ári og andskoti sem finna megi í Í slenskri samheitaorðabók . 8 31 Í þriðja lagi þurfi að huga að takmörkunum samheitaorðabóka. Hér skipti meginmáli að til undantekninga heyri að í samheitaorðabækur séu tekin upp sérnöfn. Þetta telur stefndi að sé hin augljósa ástæða þess að nafnið Lúsífer sé ekki að finna í Í slenskri samheitaorðabók . Oft sé vanda samt að meta hvort orð skuli teljast sérnafn eða samnafn. Þannig sé orðið satan venjulega flokkað sem samnafn og ritað með litlum staf í íslenskum or ðabókum, t.d. í Í slenskri orðabók Menningarsjóðs, sem sé annað tveggja rita sem Í slensk samheitaorðabók sé að stærstum hluta byggð á, samkvæmt formála hennar. Í Í slenskri orðabók Menningarsjóðs sé Lúsífer hins vegar flokkað sem sérnafn, en sem samnafn sé l úsífer heiti á fisktegund samkvæmt sömu orðabók. 32 Stefndi telur enn fremur að eftirfarandi vinnuregla, sem fram komi í formála Í slenskrar samheitaorðabókar þó skýrt tekið fram, að sjaldan er hægt að t ala um að tvö orð séu nákvæm samheiti, hafi nákvæmlega sömu merkingu, heldur ber að líta svo á, að samheiti hafi svipaða merkingu, hliðstæða eða nokkurn veginn sömu merkingu eftir atvikum. Þannig ber að hafa í huga við notkun bókarinnar, að yfirleitt er sj aldan hægt að nota eitt samheiti nákvæmlega í stað annars. Orðin verður að velja eftir blæbrigðum merkinga, og þess vegna þarf eftir sem áður að leita til venjulegra orðabóka til að ganga úr skugga um 33 Samkvæmt stefnda gerir framangreind vinnuregla það að verkum að flokkuð séu sem samheiti við orðið fjandi annars vegar orð eins og kölski, sem hafi grunnmerkinguna Í slenskri orðabók Menningar s jóðs, og hins vegar orð eins og ári stefnda sé í raun ekki sjálfsagt að líta svo á að orð eins og ári, djöfull, andskoti og fjandi séu notuð um persónugervingu hins illa, nema þegar þau birtist með greini. 34 Stefndi telur að samkvæmt framansögðu sé augljós munur á orðum eins og ári og djöfull (án greinis) annars vegar og hins vegar orðum eins og kölski og satan. Íslensk orðsifjabók gefi sjálf vísbendingu um ólíka merkingu orða eins og kölski og ári með samheitunum sem fylgj a. Merkingarsviðið sem samheiti orðsins kölski spanni sé nær 35 Stefndi vísar til þess að svo virðist sem þetta svar Guðrúnar Kvaran á Vísind avefnum hafi í raun verið notað til að styðja þá niðurstöðu að mannanafnanefnd hafi þegar samþykkt á mannanafnaskrá nafn sem leitt sé af nafni djöfulsins, þ.e. nafnið Ári. 9 Meðal annars sé byggt á þessu í stefnu málsins, en einnig hafi verið vísað til þessa gagns í dómi héraðsdóms í máli nr. E - 7099/2020. Stefndi mótmælir þessu og byggir framan er rakið og það geti einungis vísað til djöfulsins (þ.e. persónugervings hins ill a) þegar það sé notað með greini. 36 Þá telur stefndi að endingu rétt að benda á myndatexta með mynd í áðurnefndu svari greinin að Lúsífer sé eitt nafna djöfulsins, ólíkt því sem haldið sé fram. 37 Að því er varðar aðra úrskurði mannanafnanefndar þá bendir stefndi á að nefndin hafi samþykkt nafnið Ári með úrskurði í máli nr. 27/2016. Í málinu hafi nefndin lagt til grundvallar að samkvæmt Í slenskri orðabók Menningarsjóðs væri merking orðsins almennt þekkt og þ ar að auki ekki mjög neikvæð eða niðrandi. 38 Stefndi áréttar að merking orðsins ári sé ekki sambærileg við merkingu nafnsins munur skýri hvers vegna mannanafnanefnd hafi litið svo á að nafnið Ári hafi ekki mjög neikvæða eða niðrandi merkingu, en að nafnið Lúsífer hafi hins vegar mjög neikvæða og niðrandi merkingu, sbr. úrskurðinn frá 26. júlí 2021 í máli stefnanda. 39 Hvað varðar úrskurð mannanafnanefndar í máli nr. 110/2021 varðandi eiginnafnið Lilith, þá telur stefndi óhætt að fullyrða að goðsagnir um Lilith, þar sem Lilith sé illur vættur, séu lítt þekktar á Íslandi. Þá sé vandséð að nafnið sé sambærilegt við nafn sem vísi til persónugervingar hins illa, Satans, jafnvel þó tt tekið sé mið af uppruna - legri merkingu nafnsins, sem sé frekar í ætt við merkingu nafnsins Ári. Þetta hafi auk þess ekki komið til skoðunar hjá nefndinni, þar sem álitaefnið hafi snúist um það hvort nafnið Lilith uppfyllti 3. málslið 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 , þ.e. um að ritháttur nýs eiginnafns skuli vera í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls eða hafa unnið sér hefð í málinu. Eftir samþykkt á breytingum vinnulagsreglna manna - nafnanefndar við túlkun á hefð hafi málið verið endurupptekið og nafnið samþykkt á mannanafnaskrá. Það hafi því verið álit nefndarinnar frá upphafi að nafnið Lilith uppfyllti skilyrði 3. mgr. 5. gr., enda ekki talið að það gæti orðið nafnbera til ama, þrátt fyrir (hinn lítt þekkta) uppruna nafnsins. 10 40 Stefndi hafnar því að úrskurður nefndarinnar í máli stefnanda geti talist skerða trú - frelsi stefnanda eða að um sé að ræða mismunun á grundvelli trúarbragða, sbr. 63. gr. stjórnarskrárinnar. Bendir stefndi á að þótt þetta tiltekna nafn, Lúsífer, sé að rekja til kristinnar tr úar og merki djöfulinn sé ekki útilokað að til geti verið sambærileg vegar metið sérstaklega og í samræmi við þá málavexti sem við eigi hverju sinni. Stefndi hafnar því sömuleiðis að með úrskurðinum hafi verið brotið gegn jafnræðis - reglu stjórnarskrárinnar, sbr. 65. gr. hennar. 41 Stefndi byggir á því að ekki sé sérstaklega vikið að mannanöfnum í 71. gr. stjórnar - skrárinnar eða 8. gr. mannréttindasáttmálans og því byggi túlkun þessara ákvæða á venju við dómaframkvæmd. Mannréttindadómstóll Evrópu hafi þurft að taka afstöðu til þess í hverju tilviki fyrir sig, að virtum öllum atvikum máls, hvort mál er varði nöfn geti fallið undir efnissvið ákvæðisins, en þau geri það hvorki sjálfkrafa né í öllum tilvikum. 42 u fær ekki séð að Mannréttindadómstóll Evrópu noti orðalag sem samsvari orðalaginu kyns takmarkanir á nafnvali séu brot á friðhelgi einkalífs, heldur hafi dómstóllinn einungis áréttað að nafn manns varði hans einkalíf. Jafnframt hafi dómstóllinn látið þá skoðun í ljós að takmarkanir á rétti til að velja sér nafn séu ekki sjálfkrafa brot á friðhelgi einkalífs, sbr. Johansson gegn Finnlandi, mgr. 29. Í síðastgreindu máli hafi komið fram að ef manni sé gert skylt að breyta nafni sínu geti það falið í sér brot gegn fr iðhelgi einkalífsins samkvæmt 8. gr. Hins vegar sé ekki endilega um brot að ræða þegar manni sé synjað um að taka upp tiltekið nafn. Í því tilviki þurfi að vega og meta gagnstæða hagsmuni, annars vegar hagsmuni einstaklingsins og hins vegar almannahagsmuni , og tekið sé sérstaklega fram að í báðum tilvikum hafi ríkið rúmt svigrúm til mats. 11 43 Stefndi andmælir jafnframt túlkun stefnanda á 2. mgr. 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sem hann telur að fái ekki stuðning af dómaframkvæmd Mannréttinda - dómstólsins. Dó mstóllinn telji þvert á móti ekki að skerðing á rétti til að taka upp tiltekið nafn teljist sjálfkrafa brot á friðhelgi einkalífsins, sem verði að vera réttlætt af einhverju þeirra skilyrða sem tilfærð eru í 2. mgr. 8. gr. sáttmálans. 44 Stefndi byggir á því að íslensk lög um mannanöfn nr. 45/1996 séu málefnaleg, sett á lögformlegan hátt og að í þeim sé gætt að eðlilegu jafnvægi á milli einkahagsmuna og almannahagsmuna. Lögin séu þar af leiðandi í samræmi við ákvæði mannréttinda - sáttmála Evrópu og dómaframkvæm d Mannréttindadómstólsins. Þá er því hafnað að samkvæmt dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu teljist þær almennu skorður, sem lögin setji við val á nafni, brot á friðhelgi einkalífsins. 45 Það sama eigi að mati stefnda einnig við um ákvæði 71. gr. stjórn arskrárinnar um friðhelgi einkalífs. Hvað sem þessu líði, þá telur stefndi alveg ljóst að ákvæði 5. gr. mannanafnalaga uppfylli skilyrði 3. mgr. 71. gr. um brýna nauðsyn vegna réttinda annarra. Skilyrðið um að nafn megi ekki vera þannig að það geti orðið n afnbera til ama sé fyrst og fremst sett til verndar börnum, sbr. lögskýringargögn. Þegar sam - þykkt hafi verið að taka nafn á mannanafnaskrá geti foreldrar gefið börnum sínum það nafn. Af þeim sökum telur stefndi réttlætanlegt að hafa þann varnagla í lögum að nafn megi ekki verða nafnbera til ama. 46 Stefndi vekur í þessu sambandi athygli á skyldu löggjafans til að veita börnum vernd á grundvelli 3. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem fullgiltur var hér á landi árið 1992 og lögfestur með lögum nr. 19/2013, sbr. 1. og 2. mgr. 3. gr. sáttmálan s. Stefndi vísar einnig til umsagnar umboðsmanns barna um nýtt frumvarp til laga um mannanöfn, sem lagt hafi verið fram á síðasta löggjafarþingi. Í umsögninni hafi komið fram að eftirlit með nafngiftum barna sé nauðsynlegt þar sem um mikilvæga hagsmuni sé að ræða og í því sambandi vísað til skyldu löggjafans samkvæmt stjórnarskrá og barnasáttmálanum. 47 Stefndi telur jafnframt að með setningu laga nr. 45/1996 og setningu sérstakra reglna um h vaða skilyrði íslensk mannanöfn þurfi að uppfylla hafi löggjafinn þegar tekið afstöðu til þess hvað teljist brýnir hagsmunir annarra í skilningi 3. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar og 2. mgr. 8. gr. m annréttindasáttmála Evrópu. Það sé ekki hægt að samþykkja að fullorðinn einstaklingur megi bera tiltekið nafn, t.d. á grundvelli trúarskoðana, án þess að allir aðrir hafi þann sama rétt, kjósi þeir svo. Lögin um 12 mannanöfn séu þannig uppbyggð að jafnræði allra sé virt að þessu leyti. Með hlið sjón af þessu hafnar stefndi því að ákvæði 5. gr. mannanafnalaga brjóti gegn 63. eða 65. gr. stjórnarskrárinnar um bann við mismunun á grundvelli trúarbragða og jafn ræði aðila. 48 Telur stefndi að nafnið Lúsífer feli í sér augljósa hættu á því að það geti orðið nafn - bera til am a og að nauðsynlegt sé vegna réttinda annarra, fyrst og fremst barna, að setja skorður við slíkum nöfnum. Því beri að sýkna stefnda af dómkröfum stefnanda. 49 Varðandi kröfu stefnanda um viðurkenningu á rétti hans til að bera eiginnafnið Lúsífer telur stefndi að vísa eigi þeirri kröfu frá dómi ex officio, sbr. 24. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og 2. gr. stjórnarskrárinnar. Það sé ekki hlutverk dómstóla að taka nýja ákvörðun um málefni sem heyri undir stjórnvöld. Samkvæmt 3. tölulið 1. mgr. 22. gr. laga nr. 45/1996 skuli mannanafnanefnd skera úr ágreinings - málum sem upp kom i um nafngiftir. Samkvæmt þessu ákvæði sé mat nefndarinnar á mannanöfnum lögbundið og niðurstöðu nefndarinnar verði ekki skotið til æðra stjórnvalds, sbr. 2. mgr. 22. gr. laganna. Þessu mati verði trauðla hnekkt af dóm - stólum, nema mikið hafi farið úrskeiði s. Það eigi að mati stefnda ekki við hér, enda hafi niðurstaða mannanafnanefndar í máli stefnanda verið í fullu samræmi við viðeig - andi lagaákvæði og lögskýringargögn. Stefndi telur því rétt að viðurkenningarkröfu stefnanda verði vísað frá dómi án kröfu, e n að öðrum kosti beri að sýkna af kröfu þessari, eins og ógildingarkröfu stefnanda. Niðurstaða 50 Ágreiningur aðila lýtur að því hvort stefnanda skuli heimilt að breyta nafni sínu þannig að honum verði heimilað að bera eiginnafnið Lúsífer. Hefur erindi hans þ ar að lútandi tvívegis verið synjað af mannanafnanefnd, nú síðast með úrskurði nefndar - innar frá 26. júlí 2021 í máli nr. 65/2021. Stefnandi krefst ógildingar á þeim úrskurði og viðurkenningar á því að honum sé heimilt að bera eiginnafnið Lúsífer. Um lög nr. 45/1996 um mannanöfn 51 Samkvæmt 21. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn skipar ráðherra þriggja manna mannanafnanefnd til fjögurra ára í senn, að fengnum tilnefningum frá Háskóla Íslands og Íslenskri málnefnd. Verkefnum nefndarinnar er l ý st í 22. gr. sömu laga. Samkvæmt 1. tölulið 1. mgr. þeirrar greinar skal manna nafnanefnd semja skrá um eiginnöfn og millinöfn sem heimil teljast samkvæmt 5. og 6. gr. laganna. Er skráin nefnd mannanafnaskrá og skal hún gefin út, kynnt og gerð aðgengileg með ákveðnum 13 hætti eins og rakið er í lagaákvæðinu. Skrána skal endurskoða eftir því sem þörf er á og endurútgefa í heild sinni eigi sjaldnar en á þriggja ára fresti. Í 3. tölulið 1. mgr. 22. gr. laganna er mælt fyrir um að nefndin skuli skera úr öðrum álita - eða ágreinings málum sem upp kunn i að koma um nafngiftir, nafnritun og fleira þess háttar. 52 Af 2. mgr. 3. gr. laga nr. 45/1996 leiðir að berist Þjóðskrá Íslands tilkynning um eiginnafn eða millinafn, sem ekki er á mannanafnaskrá, skuli það ekki skráð að svo stöddu, heldur skuli málinu vísað til mannanafnanefndar. Gagnálykta má frá ákvæðinu á þann veg að sé nafn þegar fyrir á mannanafnaskrá skuli Þjóðskrá Íslands skrá það nafn í þjóðskrá. Í því tilviki sé með öðrum orðum óþarft að senda málið til mannanafnanefndar til úrlau snar. 53 Samkvæmt 1. mgr. 13. gr. laga nr. 45/1996 er Þjóðskrá Íslands heimilt að leyfa manni breytingu á eiginnafni og/eða millinafni samkvæmt 6. gr. sömu laga, þar með talið að taka nafn eða nöfn til viðbótar því eða þeim sem hann ber, eða fella niður nafn eða nöfn sem hann ber, ef telja verður að ástæður mæli með því. Samkvæmt 6. mgr. sömu greinar er það skilyrði slíkrar nafnbreytingar að hin nýju nöfn séu á mannanafnaskrá eða samþykkt af mannanafnanefnd, sbr. þó 3. mgr. 6. gr. og 7. gr. og 10. gr. laganna, sem ekki eiga við hér. 54 Samkvæmt 23. gr. laga nr. 45/1996 skal mannanafnanefnd kveða upp úrskurði í þeim málum sem til hennar er vísað samkvæmt 3. gr. laganna. Skulu úrskurðir kveðnir upp svo fljótt sem við verður komið og ekki síðar en innan fjögurra vikn a frá því að mál berast nefndinni. Úrskurðir nefndarinnar sæta ekki kæru til æðra stjórnvalds, heldur fela þeir í sér endanlega úrlausn máls á stjórnsýslustigi, sbr. 2. mgr. 22. gr. laganna. 55 Í athugasemdum við 23. gr. laga nr. 45/1996 er í frumvarpi til la ganna tekið fram að það liggi í hlutarins eðli að sé nafni synjað af mannanafnanefnd færist það ekki á mannanafnaskrá og sé þar af leiðandi óheimilt. Við þær aðstæður leiði af sjálfu sér að forsjármaður barns verði að velja því annað nafn, sé um einnefni a ð ræða, og að önnur nöfn en þau sem mannanafnanefnd samþykki færist ekki í þjóðskrá, sbr. þó 3. mgr. 6. gr. og 7. og 10. gr. laganna, sem ekki eiga við hér. 56 Af framansögðu má ráða að löggjafinn hefur með lögum nr. 45/1996 falið manna - nafnanefnd fullnaðarúr skurðarvald um það, í það minnsta á stjórnsýslustigi, hvort nafn skuli fært á mannanafnaskrá. Þá má jafnframt ráða af framansögðu að hafi nafn einu sinni verið fært á mannanafnaskrá verði nafnið jafnframt skráð í þjóðskrá, sem 14 heimilar þá öðrum að taka naf nið upp og fá það skráð sem eiginnafn í þjóðskrá, kjósi þeir að gera slíkt. Foreldrar geta þá upp frá því ákveðið að gefa barni það nafn, auk þess sem fullorðnum og sjálfráða einstaklingum er þá sömuleiðis frjálst að taka nafnið upp. Um beiðni stefnanda um að fá að nota eiginnafnið Lúsífer og feril málsins 57 Stefnandi sendi Þjóðskrá Íslands í desember 2019 tilkynningu um að hann vildi taka upp eiginnafnið Lúsífer, sem ekki er fyrir á mannanafnaskrá. Var málinu lögum samkvæmt vísað til mannanafnanefndar, sem t ók málið fyrir og kvað upp úrskurð 14. janúar 2020 í máli nr. 121/2019. Var beiðni stefnanda um eiginnafnið Lúsífer hafnað á þeim forsendum að nafnið væri eitt af nöfnum djöfulsins og gæti af þeim sökum orðið nafnbera til ama. 58 Stefnandi höfðaði í kjölfar þ ess mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur annars vegar til ógildingar á framangreindum úrskurði mannanafnanefndar og hins vegar til viðurkenningar á því að hann mætti bera eiginnafnið Lúsífer. Féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á fyrri kröfu stefnanda, en vísaði sí ðari kröfu hans frá dómi, sbr. dóm dómsins frá 25. maí 2021 í máli nr. E - 7099/2020. 59 Taldi dómurinn meðal annars að verulega hefði skort á að mannanafnanefnd tæki tillit til mismunandi merkingar orðsins l úsífer eða leitaðist við að leggja mat á það hvaða þýðingu það hefði í huga almennings í dag. Nefndin hefði sömuleiðis ekki gætt nægilega að því að beita bæri 3. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 af varfærni. Af þeim sökum hefði nefndinni ekki verið unnt að leggja til grundvallar að nafnið hefði neikvæða eða óv irðulega merkingu, þannig að uppfyllt væru skilyrði 3. mgr. 5. gr. laganna. Loks var talið að mannanafnanefnd hefði ekki lagt mat á það í úrskurði sínum hvort önnur skilyrði 5. gr. laganna teldust uppfyllt. Var úrskurður nefndarinnar því felldur úr gildi. 60 Stefnandi óskaði í kjölfar dóms héraðsdóms eftir því að mál hans yrði tekið fyrir að nýju hjá mannanafnanefnd. Var málið endurupptekið og kveðinn upp í því nýr úr - skurður 26. júlí 2021 í máli nr. 65/2021. Var beiðni stefnanda um eiginnafnið Lúsífer hafnað, rétt eins og í fyrra sinnið. Taldi nefndin að eiginnafnið Lúsífer bryti í bága við ákvæðið um að eiginnafn mætti ekki vera þannig að það gæti orðið nafnbera til varfærnisleg ályk tun leiddi til þeirrar niðurstöðu að það bryti í bága við ákvæði 3. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996. 15 Um heimild dómstóla til að endurskoða stjórnvaldsákvarðanir 61 Í máli þessu reynir á það að hvaða marki dómstólar geti endurmetið niðurstöðu mannanafnanefndar se m stjórnvalds, sbr. úrskurð nefndarinnar frá 26. júlí 2021 í máli nr. 65/2021. Í 60. gr. stjórnarskrárinnar er svo fyrir mælt að dómendur skeri úr öllum ágreiningi um embættistakmörk yfirvalda. Þessi fyrirmæli hafa verið skýrð þannig að sérhver, sem á lögv arinna hagsmuna að gæta, geti krafist þess fyrir dómi að ákvarðanir stjórnvalda verði ógiltar, ef þær brjóta í bága við lög að formi eða efni til. Þessi stjórnarskrárvarði réttur verður almennt ekki skertur eða takmarkaður með lögum. Þó er það ekki á færi dómstóla að taka nýjar ákvarðanir um málefni, sem stjórnvöldum eru falin með lögum, í stað stjórnvaldsákvarðana sem ógiltar kunna að verða með dómi, svo sem ráðið verður af 2. gr. stjórnarskrárinnar, nema stjórnvöld hafi ekki neitt svigrúm til mats við ský ringu á hlutaðeigandi lagaákvæði. Má í þessu samhengi meðal annars vísa til dóma Hæstaréttar Íslands frá 6. desember 2018 í máli nr. 857/2017, 21. júní 2017 í máli nr. 334/2017, 2. júní 2016 í máli nr. 595/2015 og 19. júlí 2010 í máli nr. 436/2010. 62 Ef brot ið hefur verið í bága við réttarreglu stjórnsýsluréttar við töku stjórnvalds - ákvörðunar kann ákvörðunin að vera ógildanleg ef hún er haldin form - eða efnis - annmarka að lögum sem talist getur verulegur, enda mæli veigamikil rök ekki gegn því að ógilda hana. Með formannmarka er í þessu samhengi átt við að brotið hafi verið gegn form - eða málsmeðferðarreglum stjórnsýsluréttarins, svo sem rannsóknar - reglunni, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, eða reglunni um andmælarétt, sbr. 13. gr. sömu laga. Með efni sannmarka er átt við að brotið hafi verið gegn efnisreglum stjórnsýsluréttarins við töku ákvörðunar, svo sem jafnræðisreglunni, sbr. 11. gr. stjórnsýslulaga, meðalhófsreglunni, sbr. 12. gr. sömu laga, lögmætisreglunni, sem felur það í sér að ákvarðanir stj órnvalda verði að eiga sér stoð í lögum og vera í samræmi við lög, eða réttmætisreglunni, sem felur í sér að stjórnvaldsákvarðanir skuli byggðar á málefnalegum sjónarmiðum o.s.frv. 63 Samkvæmt framansögðu hafa dómstólar talið sig hafa heimild til þess samkvæm t 60. gr. stjórnarskrárinnar að fjalla um það hvort ákvarðanir stjórnvalda séu byggðar á lögmætum grunni, þ.e. hvort slíkar ákvarðanir hafi verið teknar í samræmi við ákvæði laga og hvort efni þeirra sé í samræmi við lög. Getur það eftir atvikum leitt til þess að stjórnvaldsákvörðun verði felld úr gildi eða ógilt. Þar með er þó alls ekki sjálfgefið að dómstólar geti tekið ákvörðun í stað stjórnvaldsákvörðunar, sem felld hefur verið 16 úr gildi. Á það sérstaklega við þar sem stjórnvaldi hefur með lögum verið fa lið ákveðið úrlausnarvald, sem eftir atvikum kann að byggja á mati. 64 Að þessu virtu verður við það miðað að dómurinn geti fjallað um það hvort niðurstaða mannanafnanefndar í máli stefnanda, sbr. úrskurð nefndarinnar frá 26. júlí 2021 í máli nr. 65/2021, haf i verið byggð á lögmætum grunni, þ.e. hvort lögum hafi verið fylgt við ákvarðanatöku í máli stefnanda og hvort efnisleg niðurstaða mannanafna - nefndar sé í samræmi við lög eða ekki, þannig að fallast beri á aðalkröfu stefnanda um ógildingu úrskurðarins. Um úrskurð mannanafnanefndar í máli nr. 65/2021 65 Með úrskurði sínum frá 26. júlí 2021 í máli nr. 65/2021 tók mannanafnanefnd, eins og áður segir, í annað sinn afstöðu til þess hvort stefnandi mætti taka upp eiginnafnið Lúsífer. Í millitíðinni hafði gengið dómu r í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem fyrri úrskurður nefndarinnar í máli stefnanda var felldur úr gildi vegna tiltekinna annmarka á honum, sem lýst var í dómi héraðsdóms og raktir eru hér að framan. Af síðari úrskurði mannanafnanefndar verður ekki betur séð en að nefndin hafi, að minnsta kosti að mestu leyti, tekið tillit til þeirra sjónarmiða sem rakin voru í dómi héraðsdóms í tilefni af fyrri úrskurði nefndarinnar. Nefndin hafi jafnframt reynt að bæta úr því sem aflaga hafði farið í fyrri úrskurði nefndarin nar samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E - 7099/202 0 . 66 Í framangreindum dómi var meðal annars fundið að því að mannanafnanefnd hefði ekki tekið afstöðu til annarra skilyrða 5. gr. laga nr. 45/1996 en skilyrðis 3. mgr. þeirrar greinar um það hvort nafn gæti orðið nafnbera til ama. Úr þessu hefur nú verið bætt. Er það mat mannanafnanefndar að eiginnafnið Lúsífer taki íslenskri beygingu í eignarfalli, Lúsífers. Nafnið brjóti þannig ekki í bág a við íslenskt málkerfi og sé ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls. Skilyrðum 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 sé þar með fullnægt. Er sú niðurstaða stefnanda í hag og telur dómurinn ekki ástæðu til að efast um að hún sé efnislega rétt. 67 Mannanafnanefnd telur hins vegar að efnisskilyrði 3. mgr. 5. gr . laganna sé ekki fullnægt, þar sem nafnið Lúsífer geti orðið nafnbera til ama. Lögskýringargögn veita takmarkaða leiðsögn um þau viðmið sem líta beri til við mat á því hvort eiginnafn geti orðið nafnbera til ama. Af þeim verður þó ráðið að meta beri hvort nafn teljist ósiðlegt, niðrandi eða meiðandi. Þá skal beita ákvæðinu af varfærni og aðeins í tilvikum þar sem merking nafns telst neikvæð eða óvirðuleg. 17 68 Í áðurnefndum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E - 7099/2020 var að því fundið að ekki hefði verið vikið að öðrum merkingum orðsins lúsífer í fyrri úrskurði orðið hefði margþætta merkingu og vísaði meðal annars til þess að samkvæmt Í slenskri orðsifjabók merk ti orði ð meðal annars fisk ur af ættkvísl skötuselsættar, ljósber i , morgunstj arnan (Venus) og jafnframt hi nn vond i , djöfu l linn. Samkvæmt Í slenskri nútímamálsorðabók sé lúsífer eingöngu notað um djúpsjávarfisk. 69 Í úrskurði sínum frá 26. júlí 2021 í máli nr. 65/2021 h efur mannanafnanefnd bætt úr þeim annmarka sem lýst var hér að framan. Er í síðari úrskurði nefndarinnar fjallað með skilmerkilegum hætti um mismunandi merkingu orðsins lúsífer í íslensku máli. Þá er jafnframt í þessu samhengi vísað til athugasemda við ákv æði frumvarps til laga um mannanöfn, sem síðar varð að lögum nr. 45/1996, þar sem fram kemur að það séu auðsæilega mikilvægir hagsmunir barna að þeim séu ekki gefin nöfn sem telja verður ósiðleg, niðrandi eða meiðandi, svo sem nöfn eins og Þrjótur, Hel og Skessa. 70 Í rökstuðningi mannanafnanefndar er rakið að nafnið Lúsífer sé þegar til sem sérnafn. Sem slíkt sé nafnið einkum þekkt sem vísun til persónugervin g ar hins illa í kristnum trúarhugmyndum , sem séu áhrifamiklar í vestrænni menningu og þar með á Íslan di. Önnur heiti , sem notuð séu í sömu andrá og Lúsífer , séu til dæmis Satan, djöfullinn og kölski, þótt samnafnið lúsífer sé einnig notað sem heiti á sjaldséðri og fremur ófrýnilegri fisktegund. 71 Nafnið Lúsífer er samkvæmt úrskurðinum af erlendum uppruna. Í Í slenskri orðsifjabók að samnafnið lúsífer sé heiti á fisktegund. Þar segi enn fremur að orðið sé tökuorð úr plýsingar að 72 Þá er einnig rakið í rökstuðningi mannanafnanefndar að fyrirkomulag laga nr. 45/1996 um mannanöfn sé með þeim hætti að eiginnöfn, sem nefndin samþykki, fari á manna nafnaskrá og sé þá öllum frjálst að gefa börnum sínum þau nöfn. Við setningu laganna hafi löggjafinn sömuleiðis litið á það sem augljósa og mikilvæga hagsmuni barna að þeim væru ekki gefin nöfn sem teldust ósiðleg, niðrandi eða meiðandi. Hafi ákvæði 3. mgr . 5. gr. laganna, um að eiginnafn mætti ekki vera þannig að það gæti orðið nafnbera með ama, verið sett með það fyrir augum að vernda þessa hagsmuni. 18 73 Segir jafnframt í úrskurði mannanafnanefndar að ekki verði annað séð en að í nútímamáli merki sérnafnið Lú - kvæða og niðrandi merkingu í málvitund almennings, sbr. bæði Í slenska orðabók (5. útg. frá 2010) og Í slenska orðsifjabók . Eiginleg merking sérnafna sé það fyrirbæri sem þau vísi til, sem sé í tilviki sérn afnsins Lúsífer persónugerving hins illa í djöflinum, Satan. 74 Þá er rakið að sérnöfn geti einnig haft annars konar merkingu sem nefnd hafi verið orðasafnsmerking eða orðsifjamerking. Þótt kalla megi þetta upprunalega merkingu nafns sé hún samt sem áður í ba kgrunni, ef hún sé þá yfirleitt til í málvitund almennings. Þess konar merking sé að jafnaði aðeins lifandi í huga almennings í tilvikum þar sem sérnafn hafi greinileg tengsl við samnafn sem til sé í málinu. Í mörgum tilvikum sé hins vegar ekki um slíkt að ræða. Til að átta sig á upprunalegri merkingu sérnafnsins Lúsífer þurfi að skoða orðsifjar nafnsins. 75 Að teknu tilliti til merkingar sérnafnsins Lúsífer og samnafnsins lúsífer í nútímamáli sem og orðsifja þeirra komst mannanafnanefnd að lokum að þeirri niðurstöðu að eiginnafnið Lúsífer bryti í bág a við ákvæðið um að eiginnafn mætti ekki vera þannig að það gæti orðið nafnbera til ama. Telur nefndin að nafn ið Lúsífer hafi mjög sú niðurstaða að nafnið brjóti í bág a við fyrrgreint ákvæði sé í samræmi við áskilnað greinargerðarinnar um að því skuli beitt af varfærni, sbr. Hel sem sérstaklega sé nefnt í greinargerðinni í dæmaskyni. Beiðni stefnanda var samkvæmt því hafnað. Um það hvort úrskurðurinn sé í samræmi við lög 76 Stefnandi hefur ekki haldið því fram að málsmeðferð mannanafnanefndar á máli hans, frá endurupptöku má lsins 26. júlí 2021, hafi sem slík verið andstæð lögum, jafnvel þótt hann hafi fundið að efnislegri niðurstöðu nefndarinnar. Verður úrskurður nefndarinnar nr. 65/2021 þar af leiðandi ekki felldur úr gildi á þeim forsendum að mannanafnanefnd hafi brotið geg n málsmeðferðarreglum laga við að komast að niðurstöðu sinni, sbr. 5. mgr. 101. gr. og 2. mgr. 111. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála . 77 Ráða má af athugasemdum með 3. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 í frumvarpi til þeirra laga að löggjafinn hafi séð þa ð fyrir að erfitt kynni að vera að leggja hlutlægt mat á ama í skilningi ákvæðisins. Var jafnframt viðurkennt að ákvæðið væri af þeim 19 ástæðum vandmeðfarið. Leiðbeining löggjafans er sú að ákvæðinu skuli beitt mjög varlega og því aðeins að telja megi merkin gu nafns neikvæða eða óvirðulega. En jafnvel þótt svo sé gert verður mat á því hvort tiltekið eiginnafn geti orðið nafnbera til ama ávallt að verulegu leyti huglægt, að mati dómsins. 78 Niðurstaða mannanafnanefndar var sú, eftir að tillit hafði verið tekið ti l alls þessa, að eiginnafnið Lúsífer hefði mjög neikvæða merkingu í íslensku nútímamáli og að nafn - ið geti orðið nafnbera til ama, sbr. 3. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996. Það fellur sam - kvæmt framansögðu undir verksvið dómsins að meta hvort sú niðurstaða byg gi á lögmætum og málefnalegum sjónarmiðum og hvort hún sé rökstudd með full - nægjandi hætti. 79 Að virtu hlutverki mannanafnanefndar og efnislegu inntaki þess skilyrðis sem um ræðir telur dómurinn að nefndinni hafi réttilega borið að horfa til þess hvaða merk - ingu nafnið Lúsífer geti haft og hvaða skilning megi ætla að almenningur leggi í orðið miðað við málvitund nú á tímum. Þá bar nefndinni sömuleiðis að hafa hugföst um - mæli í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi þess efnis að fara bæri mjög varlega við beiti ngu þess og að eingöngu bæri að hafna beiðni um eiginnafn væri talið ljóst að nafngiftin teldist neikvæð og óvirðuleg. Verður ekki annað séð en að nefndin hafi gert það. 80 Á það verður ekki fallist að efnisleg niðurstaða mannanafnanefndar í máli stefnanda fe li í sér brot gegn réttindum hans til trúfrelsis, sbr. 63. gr. stjórnarskrárinnar. Niður - staða nefndarinnar byggir á því hver sé merking eiginnafnsins Lúsífer í nútímamáli, fremur en á því hver sé merking nafnsins samkvæmt kristinni trú. Breytir engu í þes su samhengi þótt íslenskt nútímamál sé undir áhrifum frá vestrænni menningu, sem aftur byggi á kristinni hugmyndafræði. 81 Dómurinn getur ekki heldur fallist á það með stefnanda að jafnræðisregla hafi verið brotin gagnvart honum, sbr. 65. gr. stjórnarskrárinn ar, enda er mat á því hvort tiltekið sérnafn geti orðið nafnbera til ama huglægt og atviksbundið, eins og áður segir. Þá sitja allir við sama borð að því leyti að annað hvort hafa allir rétt til að taka upp eiginnafnið Lúsífer, fallist mannanafnanefnd á að nafnið skuli fært á mannanafna - skrá, eða enginn, sé það niðurstaða nefndarinnar að synja um slíkt. 82 Niðurstaða þess hvort tiltekið sérnafn geti orðið nafnbera til ama ræðst auk þess af atvikum hverju sinni og getur jafnvel verið breytileg frá einum tíma til annars. Slíkt gerir samanburð við önnur sérnöfn erfiðan. Þegar af þeirri ástæðu er ekki hægt að 20 fa llast á það með stefnanda að sú staðreynd að mannanafnanefnd hafi samþykkt eiginnöfnin Ári og Lilith (kvk.) í öðrum úrskurðum sínum eigi að leiða til þess að eiginnafnið Lúsífer verði einnig samþykkt. Því til viðbótar er engan veginn gefið, að mati dómsins , að merking þessara nafna sé sambærileg við merkingu nafnsins Lúsífer, eins og stefndi hefur réttilega bent á. 83 Þá verður ekki heldur fallist á að mannanafnanefnd hafi í úrskurði sínum brotið gegn friðhelgi einkalífs stefnanda, sbr. 1. mgr. 71. gr. stjórna rskrárinnar og 1. mgr. 8. gr. m annréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, enda er hvað sem öðru líður heimilt, með sérstakri lagaheimild, að takmarka friðhelgi samkvæmt framan - greindum lagaákvæðum, ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra. 84 Þessa heimild hefur löggjafinn nýtt sér með setningu laga nr. 45/1996, meðal annars í þeim tilgangi að vernda börn gegn því að þeim verði gefin nöfn sem orðið geti þeim til ama, en eins og áður var rakið er öllum frjálst að taka upp sérnafn jafnskjótt og þ að hefur verið fært á mannanafnaskrá. Þannig hefur löggjafinn ákveðið , með sérstakri lagaheimild , að vernda hagsmuni og réttindi annarra, jafnvel þótt það feli í sér takmörkun á rétti einstakra manna. Af frumvarpi til laga nr. 45/1996 má ráða að löggjafinn mikilvægir hagsmunir barna að þeim séu ekki gefin nöfn sem telja verður ósiðleg, . 85 Hvað varðar sjónarmið stefnanda um að héraðsdó mur hafi í dómi sínum frá 25. maí 2021 í máli nr. E - að meta forsendur héraðsdóms í því máli með hliðsjón af því sakarefni sem þar var til umfjöllunar, þ.e. hvort ógilda bæri fyrri úrskurð mannanafnanefndar í máli stefn - anda. Þær forsendur geta hins vegar hvorki talist bindandi fyrir mannanafnanefnd né fyrir dóminn í því máli sem hér er til meðferðar. Enn síður geta þær takmarkað heimildir dómsins til að komast að sjálfstæðri niðurstöðu um það hvort ógilda beri síðari úrskurð mannanafnanefndar í máli stefnanda. 86 Dómurinn hefur eðli máls samkvæmt ekki þá yfirsýn sem mannanafnanefnd hefur eða aðgang að öllum þeim up plýsingum sem aðgengilegar eru fyrir nefndina. Dómur - inn er auk þess bundinn af reglum einkamálaréttarfars um málsforræði aðila. Mögu - leikar til sjálfstæðrar rannsóknarvinnu af hálfu dómsins eru enn fremur takmarkaðir, sbr. t.a.m. dóma Hæstaréttar frá 6. n óvember 2003 í máli nr. 152/2003 og 1. apríl 21 2004 í máli nr. 379/2003. Síðast en ekki síst er til þess að líta að löggjafinn hefur falið mannanafnanefnd að framkvæma mat á því hvort skilyrði 5. gr. laga nr. 45/1996 séu uppfyllt eða ekki, sbr. 2. mgr. 3. gr . , 6. mgr. 13. gr. og 22. 23. gr. laga nna . 87 Stefnandi hefur að mati dómsins ekki lagt fram nein gögn eða sett fram haldbær rök sem hnekkt geta því mati mannanafnanefndar að eiginnafnið Lúsífer geti orðið nafn - bera til ama, að teknu tilliti til þess sem að f raman segir. Þá er mat á því hvort nafn geti orðið nafnbera til ama huglægt eins og áður segir og lögum samkvæmt í höndum mannanafnanefndar. Þar sem annað verður ekki ráðið af gögnum málsins en að mannanafnanefnd hafi staðið rétt að ákvörðun sinni í máli s tefnanda, þ.á m. niður - stöðu sinni um að eiginnafnið Lúsífer geti orðið nafnbera til ama, sbr. 3. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996, þá þykir ekki ástæða til að hrófla við mati nefndarinnar eða niðurstöðu að því leyti. 88 Að því virtu og með hliðsjón af öllu sem r akið hefur verið hér að framan fær dómur - inn ekki annað séð en að efnisleg niðurstaða mannanafnanefndar í máli stefnanda, sbr. úrskurð í máli nr. 65/2021, sé byggð á lögum og í samræmi við lög. Jafnræðis og meðalhófs hafi sömuleiðis verið gætt. Niðurstaða nefndarinnar hafi enn fremur verið byggð á lögmætum og málefnalegum sjónarmiðum og hún rökstudd með full - nægjandi hætti, þar sem meðal annars var tekin afstaða til annarra merkinga orðsins lúsífer. Telur dómurinn sömuleiðis að ekki séu forsendur til að efa st um réttmæti rökstuðnings nefndarinnar fyrir niðurstöðu sinni, þannig að það geti leitt til ógild - ingar úrskurðar nefndarinnar. 89 Að öllu framangreindu virtu er ekki hægt að fallast á það með stefnanda að fella beri úrskurð mannanafnanefndar í máli nr. 65/ 2021 úr gildi á þeim grundvelli að hann sé haldinn verulegum efnislegum annmörkum. Það er þvert á móti niðurstaða dómsins að úrskurður mannanafnanefndar í máli stefnanda, þ.e. úrskurður í máli nr. 65/2021, hafi verið í samræmi við lög. Af því leiðir að sýk na ber stefnda af kröfu stefnanda um að felldur verði úr gildi úrskurður mannanafnanefndar frá 26. júlí 2021 í máli nr. 65/2021, þar sem ekki eru fyrir hendi skilyrði til að fella úrskurðinn úr gildi. 90 Krafa stefnanda um að viðurkennt verði að hann megi ber a eiginnafnið Lúsífer er byggð á sömu málsástæðum og lagarökum og krafa hans um að úrskurður manna - nafnanefndar frá 26. júlí 2021 í máli nr. 65/2021 verði felldur úr gildi. Dómurinn hefur hér að framan komist að þeirri niðurstöðu að hafna beri kröfu stefna nda um að sá úrskurður verði felldur úr gildi. Þegar af þeirri ástæðu og með sömu rökum verður 22 að hafna kröfu stefnanda um að viðurkennt verði með dómi að hann megi bera eiginnafnið Lúsífer. Er stefndi því einnig sýkn af þeirri kröfu. 91 Að virtum úrslitum má lsins og með hliðsjón af 1. og 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála þykir rétt að hvor aðili um sig beri sinn kostnað af málinu. Málskostnaður falli þar af leiðandi niður á milli aðila. 92 Jóhannes Rúnar Jóhannsson héraðsdómari kveður upp dó m þennan sem dóms - formaður, ásamt Ragnheiði Snorradóttur héraðsdómara og d r. Hönnu Óladóttur málfræðingi , sem sérfróðum meðdómsmanni. Dómsorð: Stefndi, íslenska ríkið, er sýkn af kröfu stefnanda, Ingólfs Arnar Friðrikssonar, um að felldur verði úr gildi úrskurður mannanafnanefndar frá 26. júlí 2021 í máli nr. 65/2021. Stefndi er sýkn af kröfu stefnanda um að viðurkennt verði að hann megi bera eiginnafnið Lúsífer. Málskostnaður fellur niður. Jóhannes Rúnar Jóhannsson Ragnheiður Snorradóttir Hanna Óladótti r