Héraðsdómur Reykjaness Dómur 27. júlí 2020 Mál nr. E - 2445/2019 : Þorsteinn Magnússon ( Þormóður Skorri Steingrímsson lögmaður ) g egn Hreint ehf . og V e rð i trygging um hf. til réttargæslu. ( Eva Bryndís Helgadóttir lögmaðu r ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 29. júní síðastliðinn, er höfðað 3. desember 2019. Stefnandi er Þorsteinn Magnússon, [ ... ] . Stefndi er Hreint ehf., [ ... ] , og til réttargæslu Vörður tryggingar hf., [ ... ] . Stefnandi krefst þess að viðurkennd verði skaðabótaskylda stefnda vegna líkamstjóns sem stefnandi varð fyrir í vinnuslysi 13. desember 2016 á umferðarleið utan við fasteign stefnda að [ ... ] . Þá er kraf ist málskostnaðar. Stefndi krefst aðallega sýknu af kröfum stefnanda og málskostnaðar. Til vara er þess krafist að krafa stefnanda verði lækkuð og málskostnaður felldur niður. Réttargæslustefndi gerir ekki kröfur í málinu og ekki eru gerðar kröfur á hendu r honum. I Málsatvik Ágreiningur málsins varðar skaðabótaskyldu stefnda vegna líkamstjóns sem stefnandi varð fyrir þegar hann datt á leið sinni að starfsstöð stefnda að morgni þriðjudagsins 13. desember 2016. Stefndi , sem er fyrirtæki sem sérhæfir sig í r æstingarþjónustu fyrir fyrirtæki og stofnanir , hefur starfsstöð að [ ... ] . Stefnandi starfaði sem viðskiptastjóri hjá stefnda og hafði starfað í tæplega sex ár á sömu starfsstöð stefnda. Samhliða störfum hjá stefnda hefur stefnandi starfað sem [ ... ] . 2 Í stefnu segir að í starfi stefnanda sem viðskiptastjóra felist einkum að hafa umsjón og ábyrgð á þjónustu við smærri viðskiptavini stefnda og taka á móti kvörtunum og undirbúa ný verk með því að útbúa efna - og áhaldabeiðnir fyrir lager stefnda. Starf stefn anda hafi verið víðtækt og snert flesta fleti reksturs stefnda. Stefndi segir að öll þjónusta við viðskiptavini eigi sér stað hjá viðskiptavininum sjálfum. Starf stefnanda sem viðskiptastjóri hafi því verið skrifstofustarf hj á stefnda. Verslun sé ekki reki n í húsnæðinu og því ekki ráð fyrir því gert að viðskiptavinir stefnda eigi erindi á starfsstöð ina nema í algjörum undantekningartilvikum , enda felst í þjónustu þeirri sem stefndi selur að ræsta og þrífa hjá viðskiptavininum. Ekki voru vitni að því þegar stefnandi datt. Í tilkynningu til Sjúkratrygginga Íslands, dagsettri 11. janúar 2017, segir að stefnandi hafi verið að koma frá lager stefnda á leið inn á skrifstofu þegar hann hafi runnið til í ísingu úti, efst í brekku sem þu rfi að og snýr harkalega upp á hrygginn og vinstri fót við það að reyna að halda jafnvægi. Starfsmaður er enn með verki og hefur læknir staðfest að hann er með klemmd a taug í S tefnandi varð ekki óvinnufær eftir fallið og hélt áfram störfum í þágu stefnda. Þann 22. desember 2016 leitaði stefnandi til [ ... ] heimilislæknis. Í vottorði hans, dagsettu 11. janúar 2017, segir að stefnandi hafi komið til læknisins fyrrnefndan dag og greint frá því að hann hefði fengið slink á sig tveimur vikum áður og væri með verk í mjóbaki eftir það. Aðdragandinn hefði verið sá að stefnandi hefði verið að koma úr bíl sí num þegar hann hafi hálfdottið og fengið slink á sig í hálku og næstum farið í spíkat með fæturna. Í vottorði sama læknis, dags ettu 5. apríl 2019, er haft eftir stefnanda að hann hafi komið í bifreið á vinnustaðinn að [ ... ] vegna verkefna sem hann hafi verið með og farið úr bifreiðinni fyrir framan lagerinn , f arið inn í lagerinn og tékkað á því hvort ákveðinn hlutur hafi verið klár hjá lagermönnum. Síðan hafi hann gengið út og niður brekku niður á skrifstofu fyrirtækisins en þá hafi hann stigið á ísingu og falli ð við og slasast. Stefnd i ger ir athugasemd við þessa lýsingu á atvikum málsins, dr egur réttmæti hennar í efa og bend ir á að lagerinn hafi verið lokaður þennan dag. Í greinargerð stefnda segir að þ ennan tiltekna dag og dagana fyrir slysið hafi lage rstjórinn verið einn að vinna á lagernum og sinnti útkeyrslu vegna veikinda starfsmanns í útkeyrslu. Upplýsti lagerstjóri stefnda aðra starfsmenn stefnda með tölvupósti, sem liggur fyrir í málsgögnum, um að lager inn væri lokaður dagana 12. og 13. desember 2016 . Bendir 3 stefndi á að l agerstjórinn hafi mætt snemma og h afið útkeyrslu upp úr klukkan átta um morguninn eða strax eftir að tölvupósturinn hafi verið sendur. Kannast stefndi ekki við að stefnandi hafi starfa sinna vegna átt erindi inn á lagerinn eða ha fi komið þar að morgni 13. desember 2016. Stefnandi hafi starfað sem viðskiptastjóri hjá stefnda og átt í samskiptum við viðskiptavini í gegnum síma, tölvupóst eða á starfsstöð viðskiptavina. Þ á hafi þ að verið val stefnanda að leggja bifreið sinni við lagerinn og ganga þá leið sem um ræðir niður að aðalinngangi hússins . Hafi það ekki verið í neinum beinum tengslum við vinnu hans og hafi alls ekki verið að beiðni stefnda. Gert hafi verið ráð fyrir að starfsmenn á skrifstofu stefnda legðu bílum sínum við aðalinngang hússins en ekki við lagerinn. Um þetta er ágreiningur á milli aðila og heldur stefnandi því fram að beint hafi verið þeim tilmælum til starfsmanna að leggja bílum fyrir ofan húsið. Staðfestu vitnin [ . .. ] og [ ... ] fyrir dómi að stefndi hefði beint tilmælum til starfsmanna að leggja bílum sínum ofan við húsið en ekki við innga n g þess við Auðbrekku. Í tilkynningu stefnda til réttargæslustefnda 11. janúar 2017 segir að slysið hafi orðið fyrir utan lage r stefnda þegar stefnandi hafi verið á leið frá lagernum. Hafi stefnandi runnið til í ísingu úti og snúið harkalega upp á hrygginn og vinstri fót við það að reyna að halda jafnvægi. Sé stefnandi enn með verki og hafi verið staðfest að hann sé með klemmda t aug í hryggjarlið og viðvarandi doða í vinstri færi sem skerði hreyfigetu. Í tilkynningunni, sem útfyllt var af starfsmanni stefnda, kemur fram að hvorki lögregla né Vinnueftirlit hafi verið kallað til. T ilkynnti stefndi slysið til Vinnueftirlitsins 11. ja núar 2017. Í annarri tilkynningu til réttargæslustefnda 11. janúar 2017, sem stefnandi undirritar, kemur fram að slysið hafi átt sér stað klukkan 09:00 þann 13. desember 2016. e n vinstri fótur fastur á þurrum fleti. Fer í mjög gleiða stöðu. Hallast fram á við og um leið snýst upp á líkamann. Hægri mjöðm snýst í áttina að vinstra fæti og hendur snerta Í byrj un árs 2019 leitaði stefnandi til [ ... ] bæklunarlæknis. Í vottorði hans er lýst áverkum stefnanda, en í niðurstöðum vottorðs ins segir að stefnandi hafi orðið fyrir meiðslum í slysinu 13. desember 2016. Hann hafi hl otið tognun á lendhrygg og brjósklos á b ilinu L4 - L5, sem þrýsti á L4 taugarótina vinstra megin og nú einnig lítillega á L5 rótina. Haf i afleiðingar slyssins háð honum varðandi vinnu hans og almennt. 4 Með bréfi 5. febrúar 2019 til réttargæslustefnda óskaði stefnandi eftir afstöðu félagsins til skaðabótaskyldu vinnuveitanda stefnanda úr frjálsri ábyrgðartryggingu stefnda hjá réttargæslustefnda vegna afleiðinga slyssins. Í svarbréfi réttargæslustefnda 5. júní sama ár er bótaskyldu hafnað , meðal annars á þeim forsendum a ð ekki hafi hvílt sérstök skylda á stefnda sem vinnuveitanda stefnanda að sinna hálkuvörnum á umræddu svæði. Vísað er til þess að sú ákvörðun stefnanda að leggja bifreið sinni ofan við húsið hafi ekki verið í beinum tengslum við vinnu hans eða að beiðni st efnda og því ekki á ábyrgð stefnda. Þá byggði st afstaðan jafnframt á því að stefndi hefði gripið til nauðsynlegra aðgerða til þess að tryggja öryggi starfsmanna sinna , bæði með upphitun á tröppum og handriði . Var ekki talið sýnt fram á að óhapp stefnanda y rði rakið til saknæms athafnaleysis stefnda eða starfsmanna hans , h vorki sem vinnuveitanda né fasteignar - eiganda. Stefnandi skaut afstöðu réttargæslustefnda til úrskurðarnefndar í vátrygginga - málum, sem kvað upp úrskurð 1. október 2019 . Taldi nefndin stef nanda ekki eiga rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu stefnda þar sem ekki hefði verið vegna veðurs sérstök ástæða til þess að grípa til sérstakra hálkuvarna fyrir utan fasteignina. Þá taldi nefndin að ekki væri sýnt fram á að óhappið mætti rekja til atvika se m leiddu til bótaábyrgðar stefnda. Í málsgögnum er að finna upplýsingar frá Veðurstofu Íslands um hitastig, úrkomu og veður í desember 2016. Af þeim má ráða að snjó - og frostlaust var til og með 20. desember 2016. Þá var meðalhiti 3,6°C í mánuðinum, meðal hámarkshiti 6°C og meðallágmarkshiti 1,3°C. Stefnandi sótti um örorkubætur 16. maí 2019 vegna slyssins. Tveimur dögum síðar fór stefnandi þess á leit við [ ... ] og [ ... ] b æklunarlækn a að meta líkamlega læknisfræðilega örorku stefnanda vegna slyss ins í tilefni af kröfu stefnanda í launþegatryggingu stefnda hjá réttargæslustefnda. Í matsgerð þeirra, dagsettri 18. október 2019, segir að varanlegur miski stefnanda teljist vera 15% og varanleg örorka 15%. Í bréfi [ ... ] sjúkraþjálfara 5. október 2019 segir að stefnandi hafi verið að glíma við taugaeinkenni og máttleysi í vinstri fótlegg undanfarin ár. Stefnandi tengi það við slys sem hann hafi lent í fyrir um þremur árum. Einkennin hafi haft mikil neikvæð áhrif á stefnanda, hvort sem litið sé til atvinnu eð a lífsgæða almennt. Þekkt sé brjósklos í liðbili L4/L5 vinstra megin. Ein helsta kvörtun stefnanda sé máttleysi í vinstri framlærisvöðva 5 og sé greinileg rýrnun á þeim vöðva. Geti rýrnun á framlærisvöðva bent til brjóskloss í L3/L4 en að rýrnun í L4/L5 sé m undirritaður sé ekki til þess að fullyrða að þar með sé uppruni einkenna frá áðurnefndu Með bréfi til réttargæslustefnda 21. október 2019 krafðist stefnandi skaða - og miskabóta á grundvel li matsgerðar fyrrnefndra bæklunarlækna og greiðslu þóknunar og útlagðs kostnaðar, samtals að fjárhæð 12.685.974 krónur. Þann 14. nóvember 2019 greiddi réttargæslustefndi lögmanni stefnanda bætur úr slysatryggingu launþega vegna 15% læknisfræðilegrar örork u, 2.505.338 krónur, og matskostnað að fjárhæð 207.000 krónur. Stefnandi móttók greiðsluna með fyrirvara um bætur úr ábyrgðartryggingu stefnda og einnig með fyrirvara um lækkun vegna aldurs stefnanda. II Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi segir málið vera skaðabótamál sem varði kröfu hans um viðurkenning u á skaðabótaskyldu vinnuveitanda síns úr frjálsri ábyrgðartryggingu stefnda hjá réttargæslustefnda vegna þess líkamstjóns sem stefnandi hafi orðið fyrir í vinnu 13. desember 2016. Kveðst stefnand i byggja á því að orsök slyssins hafi verið saknæm ur og ólögmæt ur að búnað ur á vinnustað stefnanda sem hafi falist í því að stefndi sem vinnuveitandi stefnanda hafi ekki sinnt hálkuvörnum á fjölfarinni umferðarleið vinnustaðarins, sem stefnandi hafi unnið á, með fullnægjandi hætti og tryggt þannig öryggi starfsfólks. Kröfu sína á hendur félaginu reisir stefnandi á meginreglu skaðabótaréttar, sakarreglunni og reglunni um vinnuveitandaábyrgð, er kveði á um að vinnuveitandi beri ábyrgð á saknæmri og ólögmætri háttsemi eða athafnaleysi starfsmanna sinna. Þá kveðst stefnandi vísa til reglunar um nafnlaus mistök, auk reglna um stranga bótaábyrgð vinnuveitanda vegna hættulegs starfsumhverfis við framkvæmd vinnu. Þá byggi stefnandi á því að vinnuveitandi hans beri ekki aðeins ábyrgð á framangreindum vanbúnaði sem vinnuveitandi stefnanda , heldur reisir stefnandi kröfur sínar á hendur félaginu á reglum um ábyrgð eiganda og rekstrar/umsjóna r aðila fasteigna. Kveðst stefnandi byggja á því að líkamstjón hans megi sannanl ega rekja til vinnuslyss hans 13. desember 2016. Í reynd greini aðila ekki á um með hvaða hætti slys ið hafi orðið og að líkamstjón stefnanda megi rekja til slyssins. Af svörum m egi ráða að óumdeilt sé að stefnandi hafi orðið fyrir líkamstjóni í vinnu á leið sinni frá lagerhúsnæði stefnda í átt að inngangi að skrifstofum fyrirtækisins, en í bréfi réttargæslustefnda 5. júní 2019 s egi hugðist ganga frá lagerhúsnæði vátrygginga r taka niður með 6 húsinu í átt að inn gangi skrifstofu, en á þeirri leið datt tjónþoli og hlaut meiðsli. Þá staðfesti tilkynning stefnda til réttargæslustefnda og Vinnueftirlits ríkisins, auk Sjúkratrygginga Íslands, atvik að baki slysi stefnanda og að stefnandi hafi orðið fyrir líkamstjóni s em rekja megi til slyss ins . Beri því að leggja til grundvallar að stefnandi hafi slasast á leið sinni frá lager fyrirtækisins að skrifstofuhúsnæði þannig að stefnandi hafi runnið á ísingu á gönguleið sem ligg i meðfram vesturhlið húsnæðis stefnda að [ ... ] . Þá byggi stefnandi á því að stefndi hafi látið undir höfuð leggjast að tilkynna stefnanda án ástæðulauss dráttar að félagið hygðist undanskilja sig ábyrgð, líkt og lög kveð i á um, sbr. 1. mgr. 31. gr. laga nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga. Fyrir ligg i að félaginu hafi verið tilkynnt um slys stefnanda af vinnuveitanda hans og stefnanda sjálfum 11. janúar 2017 . Hafi þær t ilkynningar ótvírætt gefið til kynna að það kynni að reyna á ábyrgð félagsins í tengslum við óforsvaranlegt vinnuumhverfi og ábyrgð vátrygginga r taka sem fasteignareiganda. Afstaða stefnda til bótakröfu stefnanda hafi hins vegar ekki legið fyrir fyrr enn 5. júní 2019 eða tveimur árum eftir að hið stefnda félag hafi fengið tilkynningu um að stefnandi hafi slasast vegna hálku á umferðarle ið og síðan ekki fyrr en fjórum mánuðum eftir að lögmaður stefnanda hafi ítreka ð bótaskyldu félagsins 5. febrúar 2019. Bendi stefnandi á að strax eða skömmu eftir að réttargæslustefnda hafi borist tilkynning stefnanda og stefnda hafi félagið haft allar na uðsynlegar upplýsingar undir höndum um slys stefnanda til að unnt væri að taka afstöðu til bótaskyldu félagsins. Réttargæslustefndi hafi hins vegar dregið það úr hófi að tilkynna stefnanda um afstöðu sína. Í 31. gr. laga nr. 30/2004 sé mælt fyrir um það að ef félagið hyggst bera fyrir sig að það sé laust úr ábyrgð í heild eða að hluta s amkvæmt reglum I. kafla laganna , eða að það hafi rétt til að segja upp vátryggingu, ber i félaginu að tilkynna vátrygginga r taka eða vátryggðum um afstöðu sína, án ástæðulauss dráttar eftir að félagi nu hafi verið kunnugt um atvik sem gátu leyst það undan ábyrgð. Í athugasemdum í frumvarp i er varð að fyrrgreindum lögum við 31. gr. sé ekki fjallað með nánari hætti um hvernig beri að túlka laganna nema að slík t mat eigi að byggjast á atvikabundnu mati. Að mati stefnanda ber að miða við það tímamark þegar félagið fær raunverulega vitneskju um þau atvik sem geta orðið til þess að leysa félagið undan ábyrgð. Mið i sú vitneskja ekki við vátrygg inga r atburðinn sjálfan, heldur þau atvik sem gef i félaginu tilefni til að takmarka ábyrgð sína. Samkvæmt þessu ber við mat á svigrúmi vátryggingafélags til að tilkynna stefnanda um að það hyggist undanskilja sig ábyrgð að líta til þess hvenær félagið fékk þær upplýsingar sem gefi tilefni til þess að félagið takmarki ábyrgð sína. Vísi stefnandi til þess að allar nauðsynlegar upplýsingar hafi strax legið fyrir eða aðeins skömmu eftir að upphaflegar tilkynningar hafi borist félaginu. Lí kt og að framan sé ra kið byggi stefnandi á því að upphaflegar tilkynningar vinnuveitanda stefnanda og 7 stefnanda sjálfs hafi eindregið gefið til kynna að líklega gæti reynt á ábyrgð félagsins vegna óforsvaranlegs vinnuumhverfis eða ábyrgðar stefnda sem fasteignareiganda. Ekki h afi verið sérstök atvik fyrir hendi , sem hafi gefið félaginu tilefni til að draga að tilkynna stefnanda um að það hygðist undanskilja sig ábyrgð á slysi stefnanda , s vo sem rannsókn lækna eða lögreglu. Í þessu sambandi sé þess að geta að atvik að slysi stef nanda séu að mestu óumdeild og í raun hafi engar nýjar upplýsingar komið til, allt frá því að slys stefnanda hafi verið upphaflega tilkynnt í byrjun árs 2017. Leggja verði til grundvallar að tilkynningar stefnda í ársbyrjun 2017 séu réttar og geti stefndi ekki vikið sér undan þeim. Þó að stefnandi hafi ekki hætt vinnu eftir slysið , ekki farið strax til læknis og því hafi vinnuveitanda ekki borið að tilkynna slysið strax til vinnueftirlitsins s amkvæmt 1. m gr. 79. g r . laga nr. 30/2004 verði að horfa til þess að fljótlega hafi legið fyrir hvaða líkamsáverka stefnandi hafi hlotið í slysi nu. Einnig hafi upplýsingar um aðstæður og vettvang í raun strax legið fyrir, s vo sem upplýsingar um veðurfar og aðgengi að húsnæði stefnda. Stefnandi árétt i að sterkar líkur me gi leiða að því að þær upplýsingar sem veittar hafi verið um aðstæður á slysstað, er varð i umferð og aðgang að vinnustað stefnanda eftir að réttargæslustefndi hafi komið að málinu og hafið öflun upplýsinga frá vinnuveitanda stefnanda, séu beinlínis rangar . Með vísan til þess sem að framan sé rakið telji stefnandi að félagið hafi þegar í stað eftir að upphafleg tilkynning stefnda hafði borist réttargæslustefnda, eða aðeins ö rfáum dögum eftir þá tilkynningu, haft nauðsynlegar upplýsingar til að meta hvort f élagið hygðist takmarka ábyrgð sína vegna afleiðinga slyss stefnanda . Þá kveðst s tefnandi bygg ja á því að líkamstjón hans megi rekja til óforsvaranlegs aðbúnaðar á vinnustað hans 13. desember 2016 sem einkum hafi lotið að athafnaleysi vinnuveitanda hans við að sinna hálkuvörnum með forsvaranlegum hætti og að tryggja að þær umferðarleiðir sem starfsmenn fyrirtækisins nýttu væru hættulausar. Byggi stefnandi á því að það sé í verkahri ng vinnuveitanda hans að tryggja að allar umferðarleiðir til og frá vinnustað num og á vinnustað num sjálfum séu örugg a r og þei m sem eigi þar leið um stafi ekki hætta af. Á stefnda sem atvinnurekanda hafi hvílt ríkar skyldur til að tryggja að gætt væri fylls ta öryggis og aðbúnaðar og hollustuhátta á vinnustað stefnanda , sbr. 13. gr. laga nr. 46/1980 . S ú skylda sé bæði bundin við framkvæmd vinnu og v innustaðinn sjálfan. Samkvæmt 42. gr. laga nr. 46/1980 sé lögð sú skylda á atvinnurekanda, að tryggja að vinnu staður sé þannig úr garði gerður að gætt sé fyllsta öryggis og að aðbúnaður sé góður að öllu leyti. Byggi stefnandi á því að slys hans megi rekja til þess að stefndi hafi ekki sinnt framangreindri skyldu . Stefndi hafi ekki sinnt hálkuvörnum eða gripið til annarra ráðstafana, s vo sem með bættum aðbúnaði , lýsingu og merkingum á umræddri gönguleið, með þeim afleiðingum að hætta hafi skapast fyrir þá starfsmenn , sem áttu þar 8 leið um sökum starfa sinna. S öltun og aðrar hálkuvarnir hefðu aukið til muna öryggi sta rfsmanna sem hafi átt þar leið um . Þá hafi stefndi jafnframt getað auk ið öryggi starfsmanna sinna til muna með því að koma fyrir betra aðgengi, s vo sem með því að s etja handrið báðu m megin við gangstíginn eða hitalögn á viðkomandi svæði þar sem stefnandi hafi runnið til og slasast. Standist aðbúnaður á umræddri gönguleið ekki ákvæði reglugerðar nr. 581/1995 um húsnæði vinnustaða . Byggi stefnandi sérstaklega á 41. grein reglugerðarinnar, einkum 2. mgr. og d . lið 3. mgr. greinarinnar, en þar segi að utanhús s skuli vinnustaðir skipulagðir þannig að starfsmenn renni ekki til eða detti. Hafi þessi ákvæði reglugerðarinnar verið brotin af stefnda. F yrir vikið megi álykta að viðkomandi gönguleið hafi verið á vinnustað stefnanda . Stefnandi kveðst byggja á því að s tefndi hafi brotið gegn lögum nr. 46/1980 og reglugerðum settum samkvæmt þeim og að bein orsakatengsl séu milli þessara brota og tjóns stefnanda . Þ ar sem brot stefnda sé staðreynd sé skaðabótaskylda hans hlutlægt séð fyrir hendi. Ákveðnar hátternisreglur h afi verið brotnar. Þá hafi verulega skort á eftirlit með aðstæðum á vinnustað, en stefnandi fullyrðir að með eðlilegu eftirliti og hálkuvörnum hefði mátt koma í veg fyrir slys stefnanda . Ekki sé því um óhappatilvik að ræða. Hafi stefndi haft ærið tilefni t il að grípa til ráðstafana til að koma í veg fyrir þá hættu sem hafi mynda st á þeirri gönguleið þar sem stefnandi hafi r unnið til og sla sa st . Meðal annars hafi halli, ísing og skortur á lýsingu, merkjum og öðrum aðbúnaði orðið til þess að veruleg slysahætt a hafi verið til staðar í umrætt sinn. Þá verði að líta til þess að stefndi hafi mátt búast við töluverðri umferð um stíginn, enda um að ræða eina aðgengi starfsmanna frá Hamarsbrekku, bæði frá lager og bílastæðum, að skrifstofu og verslun fyrirtækisins. Þ á ber i að hafa í huga að stefndi hafi ekki bent á aðrar öruggar gönguleiðir frá lager eða bílastæði við [ ... ] . Í bréfi réttargæslustefnda sé staðhæft að starfsfólk hafi sjaldan nýtt sér umrædda n stíg til að komast til og frá lager á skrifstofuhúsnæði fyrirtækisins. Framangreindri fullyrðingu sé mótmælt . Hið rétta sé að starfsfólk fyrirtækisins hafi nýtt sér viðkomandi leið í þó nokkru m mæli, bæ ði í þeim tilgangi að komast til og frá bifreiðum sín um og bifreiðum fyrirtækisins, auk þess til að komast á milli lagers og annarra vinnurýma . Til stuðnings framangreindu m egi geta þess að mörgum af bifreiðum fyrirtækisins og starfsmanna sé lagt fyrir aftan húsnæði ð og sé eina leið á skrifstofu fyrirtækisin s meðfram húsnæðinu vestan megin. Stefndi hafi ekki lagst gegn því að starfsmenn nýttu sér viðkomandi leið heldur beinlínis mælst til þess að þeir nýttu sér bílastæði við Hamarsbrekku , meðal annars sökum skorts á bílastæðum. Þá hafi stefnandi ekki verið k ominn að tröppum sem ligg i meðfram vesturhlið hússins þegar hann hafi f allið. Erfitt sé að sjá hvaða tilgangi þær tröppur þjóni ef stefndi hafi ætlast til þess að starfsmenn gengju ekki meðfram vesturhlið hússins. Stand i st slíkar fullyrðingar engin rök. Þá hafi stefnandi sökum starfs síns þurft 9 að leita á lager, en eitt af verkum stefnanda sé að útbúa áhaldabeiðnir fyrir ný verk á vegum stefnda. S end hafi verið rafræn beiðni á lager fyrirtækisins, sem stefnandi hafi oft þurft að fylgja eftir með því að ræða við starfsmenn á lager . Þá mótmæli stefnandi staðhæfingum um að hann hafi ekki átt erindi á lagerinn. Sökum starfsskyldna sinna sem viðskiptastjóri hafi stefnandi átt erindi á lager í umrætt sinn. Einnig sé mótmælt fullyrðingum um að hálka hafi ekki verið til staðar, enda sé það í ósamræmi við staðfastan framburð stefnanda, gögn málsins og viðurkenningu stefnda, sbr. tilkynningar hans til réttargæslustefnda , V innueftirlitsins og Sjúkratrygginga Íslands. Þá árétt i stefnandi að þó svo að frost hafi ekki verið í veðri á umræddum degi þá útiloki það ekki að leifar af svelli hafi verið á göngustígnum. Einnig kveðst stefnandi mótmæla þeim fullyrðingum sem kom i fram í bréfi réttargæslustefnda að vinnuveitandi hans og vátrygginga r taki hafi gripið til einhverj a ráðstafana til að tryggja öryggi starfsmanna sem hafi átt leið meðfram húsnæði stefnda. Slys stefnanda hafi orðið þar sem aflíðandi brekka byrj ar. Þá hafi ekkert handrið verið þar sem stefnandi féll. Handriðið sé hinum megin gönguleiðarinnar, en ekki á v eggnum þar sem tröppurnar byrj i. Byggi stefnandi á því að stefnda hafi borið að koma fyrir handriðum báðu m megin, enda veruleg hætta á falli á umræddum stað , sbr. byggingar r eglugerð nr. 112/2012. Hafi gerð og uppsetning handriðs ins því að engu leyti tryggt öryggi þeirra sem þar áttu leið um, enda hafi gangandi vegfarendur , komi þeir frá lager , fyrst þurft að stíga á flöt þar sem stefnandi hafi fallið. Hefði handrið verið til staðar báðu m megin hefð i öryggi gangandi vegfarenda verið tryggt til muna og hefði stefnandi getað varnað falli með því að grípa í handrið eða styðjast við það á leið sinni . Sé gerð og uppsetning handriðs meðfram bílageymslu ekki fullnægjandi svo að öryggi gangandi vegfarenda sé tryggt . Þá kveðst stefnandi byggja kröfu sína um skaðabótaskyldu stefnda og þar með greiðsluskyldu réttargæslustefnda á því að stefndi beri, sem eigandi eða umráðamaður fasteignarinnar að [ ... ] og atvinnurekandi, ábyrgð á tjóni stefnanda vegna framangreinds vanbúnaðar. Hafi stefndi borið rík a skyld u sem eigandi eða umráðama ður fasteignarinnar og verslunareigand i að tryggja öryggi þeirra vegfarenda sem hafi átt leið í f yrirtæki ð og þar hjá. Skortur á slíkum öryggisráðstöfunum hafi orðið til þess að stefnandi hafi slasa st. Fyrir vikið hafi vinnuveitandi hans og starfsmenn ekki gætt nægilegrar aðgæslu til að koma í veg fyrir að tjón hlytist af við inngang og gönguleið að verslun , skrifstofum og lager fyrirtækisins. Af fordæmum dómstóla megi ráða að athafnaskylda slíkra aðila sé afar rík um að haga aðstæðum á fasteign sinni með þeim hætti að þeir sem eigi þar erindi verði ekki fyrir tjóni og þar með að öryggi vegfarenda sé tryggt. Rétt sé að vekja athygli á því að þrátt fyrir ríka ábyrgð fasteignareiganda hvíli að meginstefnu enn ríkari skyldur á eigendum , umráðamönnum og rekstraraðilum verslunarhúsnæðis eða rekstaraðila annarrar starfsemi. Sæt i slíkir aðilar afar ströngu sakarmati. Byggi st sú ríka ábyrgð fyrst 10 og fremst á því að slíkir aðilar megi búast við töluverð r i umferð gangandi vegfarend a og hafi stefndi mátt búast við þó nokk urri umferð starfsmanna niður umræddan stíg. Stefndi hafi sem eigand i og umráðamaður fasteignar innar brugðist þeim skyldum sínum að tryggja aðbúnað og viðhald fasteignar sinnar til að koma í veg fyrir að þeir sem hafi átt þangað erindi eða leið hjá yrðu fyrir tjóni. N ánast engar ráðstafanir hafi verið gerðar af hálfu stefnda til að tryggja frekara öryggi gangandi vegfar e nd a og koma þannig í veg fyrir slys stefnanda . Hafa ber í hu ga að slys stefnanda hafi orðið við aðalinngang lagers vátryggingartaka á einu gönguleiðinni milli bílastæða við [ ... ] og lagersins. Þá hafi slys ið orðið snemma að morgni þegar birtuskilyrði hafi verið dræm eða mjög léleg. Af dómaframkvæm d Hæstaréttar Ís lands megi r áð a að ríkar skyldur hvíli á eigendum og umráðamönnum fasteigna , þar sem atvinnustarfsemi sé rekin , að gera ráðstafanir til að tryggja öryggi þeirra sem eig i þar leið um . Loks vísar stefnandi til þess að úrskurður úrskurðarnefndar í vátrygging amálum sé rangur. Þar hafi ekki verið fjallað um framangreindar málsástæður stefnanda eða tekið mið af sönnunarbyrði stefnda með hliðsjón af þeim tilkynningum sem stefndi hafi sent réttargæslustefnda og Sjúkratryggingum Íslands. Með hliðsjón af framanrituð u byggi stefnandi á því að hið stefnda félag beri skaðabótaábyrgð á vanbúinni umferðarleið að inngangi lagers og skrifstofu stefnda. Í þeim efnum byggi stefnandi á því að hálkuvörnum hafi verið verulega ábótavant sem hafi haft í för með sér augljósa slysah ættu sem síðar hafi raungerst í slysi stefnanda . Beri því að viðurkenna ábyrgð félagsins á líkamstjóni stefnanda . Viðurkenningarkrafa stefnanda er bygg ð á 2. mgr. 25. gr. l aga nr. 91/1991 um meðferð einkamála . Þá er vísað til matsgerðar sem stefnandi hafi aflað og lögð hafi verið til grundvallar greiðsluskyldu réttargæslustefnda úr launþegatryggingu. Einnig v ísar stefnandi til almennra reglna skaðabótaréttar um vinnuveitendaábyrgð og til sakarreglunnar . Þá vísar s tefnandi til þeirra meginreglna sem koma fram í reglugerð nr. 581/1995, sérstaklega til 4. tölulið ar 3. gr . og d . liðar 3. mgr. 41. gr. Einnig skírskotar stefnandi til laga nr. 46/1980, sérstaklega til 4. og 5. gr . og 12. og 13. gr. Varðandi málskostnað er vísað til ák væð a 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. III Málsástæður og lagarök stefnda og réttargæslustefnda Stefndi kveður sýknukröfu sína byggð a á því að ekki sé sannað að stefndi eða starfsmenn hans eigi sök á óhappi stefnanda, en óhappið meg i rekja til gáleysis stefnanda sjálfs. Um meinta ábyrgð stefnda f ari eftir sakarreglunni . Einnig hafn i stefndi því að á honum hafi hvílt sérstök skylda sem fasteignareiganda. Þá kveðst stefndi hafna því að réttargæslustefndi hafi á einhvern hátt fyrirgert rétti sínum til þess að hafna bótaábyrgð samkvæmt 31. gr. laga nr. 30/2004 um 11 vátrygginga r samninga . Einnig málatilbúnaði stefnanda um að höfnun réttargæslustefnda á bótaábyrgð sé óheimil þar sem hún hafi borist of seint. Byggi stefnand i á ákvæði 1. mgr. 31. gr. laga nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga . Ákvæði þetta fjalli afmarkað um VI. kafla laganna en kaflinn fjall i um almennar forsendur fyrir ábyrgð vátryggjanda og hvaða reglur gild i um takmarkani r á þeirri ábyrgð. Í kaflanum sé fjallað um vanrækslu vátrygginga r taka á upplýsingaskyldu, brot á varúðarreglum og aðrar aðstæður sem get i réttlætt að ábyrgð sé takmörkuð sérstaklega með vísan til þess. Afstaða stefnda og réttargæslustefnda til kröfu stefn anda byggi st ekki á slíkum forsendum heldur á því að skilyrði sakarreglunnar séu ekki uppfyllt og því hafi ekki stofnast til skaðabótaábyrgðar. Ú rskurðarnefnd í vátryggingamálum hafi tekið undir þetta. Einnig bendi stefndi á að sú bótakrafa sem hafi borist réttargæslustefnda 5. febrúar 2019 hafi verið óskýr og kallað á gagnaöflun og rannsókn svo að unnt væri að taka afstöðu til þess hvort skilyrði bótaábyrgðar væru fyrir hendi. Kröfunni hafi verið svarað fjórum mánuðum síðar eða 5. júní 2019 . Get i það ekki talist óeðlilega langur tími. Þá hafi tilkynningar frá stefnanda til réttargæslustefnda ekki gefið til kynna að gerð yrði krafa úr ábyrgðartryggingu stefnda. Stefndi hafn i því að stefnandi geti eignast bótarétt á þessum forsendum eða að stefndi eða réttarg æslustefndi hafi á einhvern hátt fyrirgert rétti til þess að hafna kröfu stefnanda á þeim forsendum að skilyrði bótakröfu séu ekki uppfyllt. Þá kveðst s tefndi hafna því að óhapp stefnanda megi rekja til saknæms eða ólögmæts aðbúnaðar á vinnustað. Starfsem i stefnda sé í samræmi við lögmæltar skyldur laga nr. 46/1980 og reglna settra með stoð í þeim lögum, þ ar á m eðal reglugerðar nr. 581/1995 um húsnæði vinnustaða. Stefndi hafn i því að á honum hafi hvílt sérstök skylda til þess að sinna sérstaklega hálkuvörn um á leiðinni sem stefnandi hafi valið að fara þennan tiltekna morgun. Stefnandi get i ekki átt kröfu á hendur stefnda á neinum grundvelli , hvorki á grundvelli sakarreglu né reglu um nafnlaus mistök. Enginn starfsmaður stefnda, hvorki tilgreindur né ótilgre indur, hafi gerst sekur um gáleysi eða skaðaverk sem hafi valdið óhappi stefnanda. Þá hafn i stefndi því að vinnustaðurinn teljist sérstaklega hættulegur eða á honum hvíli sérstaklega strangar skyldur. Starf stefnanda hafi verið skrifstofustarf og hafi hann átt kost á greiðri leið að skrifstofu sinni í gegnum aðalinngang starfsstöðvarinnar frá bílastæði sem sé þar beint fyrir framan. Því sé hafnað að það teljist til sérstaklega hættulegs vinnustaðar. Þá hafi engin vinna verið utandyra og því hafnað að un nt sé að heimfæra skyldur sem sérstaklega hvíl i á vinnustöðum utandyra yfir á stefnda. 12 Aðbúnaður og aðgengi að vinnustaðnum hafi að öllu leyti verið í samræmi við skyldur samkvæmt ákvæðum vinnuverndarlaga. Ítrek i stefndi að þegar hafi verið búið að grípa til ráðstafana fyrir utan skrifstofuhúsnæðið. Bæði með upphitun á tröppum og handriði fyrir vegfarendur til þess að styðja sig við . Virðist stefnandi byggja á því að stefndi hafi átt að ganga lengra en hann hafi gert og nefnt að stefnda hafi borið að salta gönguleið eða setja fleiri handrið. Því sé mótmælt. Ekki get i talist hvíla sérstök skylda á stefnda að salta gönguleiðir sem ekki sé ætlast til að starfsmenn hans nýti. Þá get i ekki heldur talist hvíla á honum sérstök skylda til þess að salta gönguleiðir nema veðurfar sé þannig að tilefni sé til söltunar. Svo hafi ekki verið þessa tilteknu daga í desember 2016, sem hafi verið óvenjulega hlýir og veðursælir . Þá verð i ekki ályktað að sú skylda hvíli á stefnda samkvæmt reglugerð nr. 581/1995 að setja upp flei ri handrið en þegar hafi verið sett upp. Þá sé því jafnframt mótmælt að til vitnuð ákvæði í reglugerðinni eigi við um starf stefnanda hjá stefnda . Einkum telji stefndi að tilvísun stefnanda til 41. gr. reglugerðarinnar eigi ekki við um tilvik stefnanda , end a ekki um vinnu utandyra að ræða. Stefnandi hafi ekki á neinn hátt starfað fyrir stefnda utandyra og hafi ekkert erindi átt inn á lagerinn. Hafi ákvörðun hans um að ganga þessa leið því ekki verið í neinum tengslum við störf hans hjá stefnda. Þótt sannað teldist að stefnandi hefði dottið á lóð stefnda leiði það ekki til ábyrgðar stefnda á falli stefnanda. Á stefnda verð i ekki lögð önnur og ríkari ábyrgð en á aðra lóðarhafa í þéttbýli. Veður hafi verið gott á þessum tíma og engin ástæða hafi verið til þess að grípa til sérstakra hálkuvarna. Handrið hafi verið fest við vegginn til stuðnings fyrir gangandi vegfarendur og tröppur við húsið upphitaðar. Lóð stefnda hafi því ekki á neinn hátt verið hættulegri en almennt gerist. Þá sé ekki neinn verslunarr ekstur í húsinu sem legg i ríkari skyldur á stefnda að tryggja öryggi vegfarenda. Þá verði ábyrgð stefnanda til aðgæslu meiri en ella þar sem hann hafi verið vel kunnugur staðháttum og ekki getað verið í villu um hvor leiðin væri greiðfærari , göngustígurin n við hlið hússins eða að leggja bifreiðinni við aðalinngang og ganga þar greiðlega inn. Þá hefði stefnandi jafnvel fremur getað komist með einhverjum hætti inn lagermegin og nýtt sér leiðina innandyra. Hafi skyndileg slydda verið utandyra, eins og stefnan di h aldi fram, hafi stefnanda , eins og öllum sem séu á ferð utandyra á Íslandi að vetrarlagi, mátt vera kunnugt um að hættulegt gæti reynst að ganga niður brattar brekkur sem eru augljóslega þannig gerðar að þær verð i ekki ruddar með snjóruðningstækjum. Þa ð að feta slíkar slóðir við slíkar aðstæður sé ekki á annars ábyrgð en þess sem það geri, 13 sérstaklega þegar alger óþarfi sé að fara um slíkt torleiði eins og hér hátt i til, aðrar og öruggari leiðir stand i til boða. Það að velja að fara svona leið í myrkri sé stórfellt gáleysi stefnanda sem stefndi ber i enga ábyrgð á. Þá sé því mótmælt að sérstök skylda hvíli á stefnda samkvæmt bygginga r reglugerð nr. 112/2012. Stefndi bendi á að fasteignin sé byggð árið 1965. Bygginga r reglugerð sem hafi verið sett árið 2012 get i því ekki gilt afturvirkt um aðbúnað við fasteignina. Get i stefnandi því ekki byggt málatilbúnað gagnvart stefnda á grundvelli reglugerðarinnar. Tilvísun stefnanda til g . liðar gr einar 4.3.9 og gr einar 6.5.1 í nefndri byggingarreglugerð haf i því ekker t gildi við úrlausn máls þessa. Enginn vanbúnaður sé á húsi stefnda eða á lóðinni umhverfis húsið. Þá sé því hafnað sem röngu að um verslunarhúsnæði sé að ræða sem sæti ströngu sakarmati. Engin verslun sé rekin í húsnæðinu og engir neytendur legg i leið sína þar sem óhapp stefnanda varð. Tilvísun stefnanda til dóma sem fjall i um strangt sakarmat verslunareigenda haf i því ekki fordæmisgildi í máli þessu. Þá ber i jafnframt að hafa það í huga að stefnandi hafi verið búinn að starfa hjá stefnda í mörg ár og h afi því þekkt vel til aðstæðna. Engar óforsvaranlegar aðstæður hafi valdið óhappi stefnanda heldur atvik sem sé ekki á sakarábyrgð stefnda. Loks hafnar s tefndi málatilbúnaði stefnanda um að stefnda hafi borið að tilkynna slysið á grundvelli einhverra anna rra upplýsinga en frá stefnanda sjálfum. Slíkur málatilbúnaður get i aldrei átt við rök að styðjast og svo ríkar skyldur verð i aldrei lagðar á stefnda. Stefnandi hafi sjálfur ekki veitt upplýsingar um afleiðingar óhappsins fyrr en mörgum dögum eftir slysið. Strax í kjölfar þeirra upplýsinga hafi slysið verið tilkynnt nákvæmlega í samræmi við lýsingar stefnanda sjálfs. Sé því ljóst að stefndi h afi í einu og öllu virt lögmælta tilkynninga r skyldu samkvæmt ákvæðum laga nr. 46/1980 . Stefndi kveður varakröfu sína byggð a á sömu málsástæðum og aðalkrafa að breyttu breytanda. Sé einkum v ísa ð t il málatilbúnaðar um eigið gáleysi stefnanda. Stefndi vísar til áðurgreindra lagaraka er varð i sýknukröfu. Krafa um málskostnað styðst við 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð e inkamála . IV Niðurstaða Aðilar málsins deila um ábyrgð á líkamstjóni sem stefnandi varð fyrir 13. desember 2016, um klukkan 09:00 að morgni, þegar honum varð fótaskortur á leið sinni 14 að starfsstöð stefnda við [ ... ] . Stefnandi var þá á gangi eftir göngustíg sem liggur frá bílastæði við [ ... ] , þar sem stefnandi hafði lagt bíl sínum, að starfsstöð stefnda . Fullyrti stefnandi fyrir dómi að það væri venjulegt hjá honum að leggja bíl sínum ofan við húsið, auk þess sem þ að væri samkvæmt tilmælum yfirmanna stefnda. Vitnið [ ... ] , fyrrverandi starfsmaður stefnda, kannaðist fyrir dómi við slík tilmæli þó að hún hefði ekki farið eftir þeim. Þá sagði vitnið [ ... ] , einnig fyrrverandi starfsmaður stefnda, að ekki hefði verið ætlast til þess að starfsmenn stefnda leggðu bílum sínum fyrir framan húsið. Ætlast hefði verið til þess að bílum viðskiptastjóra, sem merktir væru stefnda, væri lagt fyrir ofan hús eða við inngang að lager. Stangast framburður [ ... ] og [ ... ] á við fra mburð [ ... ] , [ ... ] stefnda, sem greindi frá því fyrir dómi að það væri óskráð regla að ræstinga - og viðskiptastjórar stefnda leggðu bílum sínum í stæði beint fyrir framan húsið [ ... ] . Aðrir legðu í bílastæði beint á móti á milli [ ... ] . Í málsgögnum liggja fyrir ljósmyndir af bílastæðum við [ ... ] og gönguleið þaðan á lóð stefnda að [ ... ] . Þá gekk dómari á vettvang við aðalmeðferð málsins og kynnti sér aðstæður á lóðinni, ásamt lögmönnum aðila og stefnanda. Var gengið sömu leið og stefnandi gekk þ egar óhappið varð og benti stefnandi á staðinn þar sem honum varð fótaskortur í umrætt sinn. Upplýst er í málinu að stefnandi varð ekki óvinnufær vegna óhappsins og leitaði fyrst til læknis 22. desember 2016. Þá tilkynnti stefndi um slys stefnanda til rét targæslustefnda og Vinnueftirlits ríkisins 11. janúar 2017. Sama dag tilkynnti stefnandi slysið til Sjúkratrygginga Íslands. Sú meginregla gildir í íslenskum rétti að sá sem krefst skaðabóta þ arf í fyrsta lagi að sanna að hann hafi orðið fyrir fjárhagstjóni, í öðru lagi að tjónið sé tilkomið vegna háttsemi sem sé skaðabótaskyld að lögum og í þriðja lagi að tjónið sé afleiðing þeirrar háttsemi. Stefnandi reisir viðurkenningarkröfu sína á því að sk aðabótaskylda stefnda hafi stofnast á tjóni hans úr frjálsri ábyrgðartryggingu stefnda hjá réttargæslustefnda vegna líkamstjóns. Hafi slysið orsakast af saknæmum og ólögmætum aðbúnaði á vinnustað stefnanda sem hafi falist í því að stefndi hafi ekki sinnt h álkuvörnum á fjölfarinni umferðarleið starfsmanna stefnda. Stefnandi kveðst þannig reisa kröfu sína á sakarreglunni og reglunni um vinnuveitendaábyrgð sem kveði á um að vinnuveitandi beri ábyrgð á saknæmri og ólögmætri háttsemi eða athafnaleysi starfsmanna sinna. 15 Stefndi, sem krefst sýknu af kröfum stefnanda, hafnar þessum sjónarmiðum og bendir á að ósannað sé að stefndi eða starfsmenn hans eigi sök á óhappi stefnanda en það megi rekja til gáleysis stefnanda sjálfs. Þá hafnar stefndi því að á honum hvíli s érstök skylda sem fasteignareiganda. Ekki voru vitni að atvikinu. Stefnandi heldur því fram að hann hafi runnið til í ísingu og snúið harkalega upp á hrygg og vinstri fót við það að reyna að halda jafnvægi. Í tilkynningu til réttargæslustefnda 11. janúar 2017, sem stefnandi undirritaði, segir fastur á þurrum fleti. Fer í mjög gleiða stöðu. Hallast fram á við og um leið snýst upp á líkamann. Hægri mjöðm snýst í áttina Fyrir dómi greindi s tefnandi frá því að þegar óhappið varð hefði hann ekki gert sér grein fyrir því að það væri hálka, en hann hefði runnið til á hálkubletti neðarlega í brekku og meitt sig. Ekki hefði verið um samfellda ísingu að ræða heldur hefði hann stígið á svellbunka sem hefði ekki verið stór. Þá svaraði stefnandi því til aðspurður um sand á gönguleiðinni að venjulegt væri að sandur væri á gönguleiðinni. Það væri þó ekki út af ísingu svo stefnandi vissi til . Algengt væri að það væri sandur á gönguleiðinni, enda væri mjög sle i pt og fleiri slys hefðu orðið þarna. Engin lýsing væri við göngustíginn, en myrkur og slæmt skyggni hefði verið þegar óhappið varð. Loks kvaðst stefnandi hafa sagt yfirmönnum sínum frá ó happinu. Í málsgögnum er að finna upplýsingar frá Veðurstofu Íslands um hitastig, úrkomu og veður í desember 2016. Af þeim má ráða að snjó - og frostlaust var til og með 20. desember 2016. Þá var meðalhiti í desember 3,6 °C . Dómkrafa stefnanda í málinu e r meðal annars byggð á því að slys stefnanda megi rekja til þess að stefndi hafi ekki gætt fyllsta öryggis. Hálkuvörnum hafi ekki verið sinnt eða gripið til annarra ráðstafana, svo sem með bættum aðbúnaði, lýsingu og merkingum á gönguleiðinni . Það hafi orðið til þess að hætta hafi skapast fyrir þá starfsmenn sem áttu leið þar um vegna starfa sinna. Vísar stefnandi í þessu sambandi til 13. og 42. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og reglugerðar nr. 581/1995 um húsnæði vinnustaða. Í 13. gr. fyrrnefndra laga nr. 46/1980 segir að atvinnurekandi skuli tryggja að gætt sé fyllsta öryggis og góðs aðbúnaðar og hollustuhátta á vinnustað. Þá segir í 42. gr. laganna að vinnustaður skuli þannig gerður að þar sé gætt fyl lsta öryggis og góðs aðbúnaðar og hollustuhátta. Fylgja skal viðurkenndum stöðlum, ákvæðum laga og 16 reglugerða, svo og fyrirmælum Vinnueftirlits ríkisins varða ndi aðbúnað, hollustuhætti og öryggi. Þá segir í 41. gr. reglugerðar nr. 581/1995 um húsnæði vinnu staða að vinnustaðir, umferðarleiðir og aðrir staðir eða mannvirki undir beru lofti þar sem starfsmenn eru staddir vegna vinnu sinnar skulu skipulögð þannig að ekki stafi hætta af fyrir umferð fótgangandi eða ökutækja. Í málinu deila aðilar um það hvort s tefnandi og aðrir starfsmenn hafi fengið tilmæli frá stefnda um að leggja bílum fyrir ofan húsið , það er á bílastæði við [ ... ] eða fyrir framan húsið í bílastæði við [ ... ] . Þá dregur stefndi í efa réttmæti þeirra upplýsinga stefnanda að hann hafi átt e rindi á lager fyrirtækisins , en aðgengi að lagernum utanhúss er frá [ ... ] . Bendir stefndi sérstaklega á framlagðar upplýsingar um að lagerinn hafi verið lokaður dagana 12. og 13. desember 2016. Hvað sem þessu líður liggur fyrir að þegar óhappið varð hafð i stefn andi sem fyrr segir valið að leggja bíl sínum við [ ... ] og ganga eftir umferðarleið frá þeirri götu niður á milli húsanna númer [ ... ] við [ ...] að inngangi á skrifstofu stefnda við [ ... ] . Í desember 2016, þegar óhappið varð, hafði stefnandi unnið hjá stefnda á sömu starfs s töð í tæp sex ár. Hann þekkti því vel aðstæður á lóð stefnda að [ ... ] . Í framburði stefnanda fyrir dómi kom meðal annars fram að honum væri kunnugt um að slys hefðu orðið á göngustígnum og að þa r gæti verið sleipt. Bar st efnanda að sýna sérstaka varúð við þær aðstæður sem þarna voru í umrætt sinn, snemma morguns um miðjan desember. Þá liggur fyrir að áður en óhappið varð hafði stefndi brugðist við aðstæðum utan dyra þar sem óhappið varð, bæði með því að setja upp handrið á steyptan vegg sem liggur meðfram göngustígnum á gönguleið stefnanda og setja hita í tröppur á vesturhlið [ ... ] . Að þessu virtu þykir ekki hafa verið sýnt fram á að aðbúnaði á lóð stefnda hafi verið ábótavant þannig að gangi á svig við fyrrgreind ákvæði laga nr. 46/1980 og reglugerðar nr. 581/1995 um aðbúnað vinnustaða. Þá vísar stefnandi ennfremur til þess að rík skylda hafi hvílt á stefnda , sem eiganda eða umráðamanni fasteignarinnar og verslunareiganda , til að tryggja öryggi þeirra vegfar e nda sem átt u erindi í fyrirtækið og leið þar hjá. Byggir stefnandi á því að skortur á slíkum öryggisráðstöfunum hafi orðið til þess að stefnandi slasaðist í umrætt sinn. Þessu hafnar stefndi einkum með vísan til þess að þjónusta stefnda fari eðli málsins samkvæmt fra m hjá þeim sem hana kaupa og í húsnæði stefnda sé ekki rekin verslun. Af dómaframkvæmd verður ráðið að ríkar skyldur eru lagðar á eigendur verslana um að þeir geri ráðstafanir til að tryggja öryggi viðskiptavina á næstu gönguleiðum að 17 verslun . Hefur verið litið svo á að í þessu skyni beri verslunareigendum skylda til að viðhafa allar þær ráðstafanir sem sanngjarnar má telja og að þeir geti að öðrum kosti bakað sér bótaábyrgð á sakargrundvelli. Að mati dómsins eiga þessar skyldur ekki við í tilviki stefnda þar sem ekki var rekin verslun í fasteigninni og ekki hefur verið sýnt fram á í málinu að viðskiptavinir stefnda ættu almennt erindi þangað svo neinu nemi. Verður ekki fallist á sjónarmið stefnan da í þessa veru. Stefnandi heldur því fram að honum hafi orðið fótaskortur vegna ísingar á gönguleiðinni, eða jafnvel vegna svellbunka. Ekkert í málinu styður þá fullyrðingu stefnanda og raunar benda upplýsingar í málsgögnum frá Veðurstofu Íslands um hit astig í desember 2016 til hins gagnstæða. Í öllu falli er ljóst að e kkert það er fram komið í málinu sem bendir til þess að starfsmönnum stefnda hafi verið kunnugt um þær aðstæður á gönguleiðinni sem stefnandi lýsir. Sú staðreynd að starfsmenn stefnda höfð u ekkert aðhafst til hálkuvarna verður þannig ekki metið sem ótvíræð vanræksla af þeirra hálfu og óljóst verður að telja hvaða kröfur nákvæmlega hefði með réttu mátt gera til þeirra vegna þeirra aðstæðna sem þarna voru og með tilliti til mögulegrar bótasky ldu. Hafa á gönguleiðinni. Af hálfu stefnanda er öðrum þræði á því byggt að stefndi hafi látið undir höfuð leggjast að tilkynna stefnanda án ástæðulauss dráttar að ste fndi hygðist undanskilja sig ábyrgð líkt og kveðið er á um í 1. mgr. 31. gr. laga nr. 30/2004 um vátrygginga r samninga. Bendir stefnandi á að bæði stefndi og stefnandi sjálfur hafi tilkynnt um slysið 1 1. janúar 2017. Afstaða réttargæslu stefnda til bótaskyld u hafi á hinn bóginn ekki legið fyrir fyrr en 5. júní 2019 og því hafi félagið fyrirgert rétti sínum til að hafna bótaábyrgð í málinu . Í nefndu ákvæði 1. mgr. 31. gr. laga nr. 30/2004 segir að hyggist félag bera fyrir sig að það sé laust úr ábyrgð í heild eða að hluta samkvæmt reglum þessa kafla, eða að það hafi rétt til þess að segja upp vátryggingunni, skuli það þá tilkynna vátrygginga r taka eða vátryggðum þá afstöðu sína og sk uli slík tilkynning send án ástæðulauss dráttar eftir að félaginu varð kunnugt um atvik sem leyst gátu það undan ábyrgð. Dómurinn fellst ekki á sjónarmið stefnanda í þessa veru. Ákvæði 31. gr. laga nr. 30/2004 er skipað í V I . kafla laganna sem fjallar um almennar forsendur fyrir ábyrgð félags. Er þar meðal annars kveðið á um upplýsingaskyldu vátrygginga r taka, aukna áhættu, reglur um takmörkun á ábyrgð og lækkun bóta, svo og um varúðarreglur og brot á þeim. Í svarbr éfi réttargæslustefnda til stefnanda 5. júní 2019 kemur fram að sú afstaða 18 réttargæslustefnda að hafna bótaskyldu í málinu sé byggð á því að ekki hafi verið sýnt fram á að slys stefnanda verði rakið til saknæms athafnaleysis starfsmanna stefnda, óforsvaran legs aðbúnaðar á eða við vinnustaðinn eða annarra atvika sem stefndi beri ábyrgð á. Samkvæmt þessu er afstaðan til bótaskyldu í engu reist á atriðum sem varða V I . kafla laga nr. 30/2004 um vátrygginga r samninga. Að virtum atvikum og aðstæðum í málinu samkv æmt framansögðu er það niðurstaða dómsins að ekki séu næg efni til að líta svo á að það verði metið sem gáleysi af hálfu stefnda eða starfsmanna hans að hálku , hafi hún verið til staðar, hafði ekki verið eytt á þeim stað þar sem stefnand a varð fótaskortur og varð fyrir meiðslum. Verður samkvæmt þessu ekki fallist á með stefnanda að slysið verði rakið til saknæmrar vanrækslu starfsmanna stefnda heldur verði að telja að um óhappatilviljun hafi verið að ræða sem stefndi geti ekki talist bera ábyrgð á gagnvart stefnanda. Er stefndi samkvæmt þessu sýknaður af viðurkenningarkröfu stefnanda. Rétt þykir að málskostnaður á milli aðila falli niður. Jón Höskuldsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð: Stefndi, Hreint ehf., skal vera sýkn af kröfum stefnanda, Þorsteins Magnússonar. Málskostnaður fellur niður . Jón Höskuldsson