Héraðsdómur Vestfjarða Dómur 28. október 2019 Mál nr. S - 78/2019 : Lögreglustjórinn á Vestfjörðum ( Bryndís Ósk Jónsdóttir aðstoðarsaksóknari ) g egn H erði B . Bjarnas yni Dómur Mál þetta, sem þingfest var og dómtekið föstudaginn 25. október sl., er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Vestfjörðum þann 28. ágúst sl., á hendur Herði B. Bjarnasyni, kennitala , , , fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa aðfaranótt þriðjudagsins 30. júlí 2019, ekið bifreiðinni , um Aðalgötu í Súðavík og að Norðurgarði, sviptur ökurétti, auk þess Telst þetta varða við 1., sbr. 3. mgr. 45. gr. og 1. mgr. 48. gr., sbr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. síðari breytingar. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar , til sviptingar ökuréttar skv. 101. og 102. gr. nefndra umferðarlaga, sbr. síðari breytinga r, og greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði mætti ekki við þingfestingu málsins þrátt fyrir lögmæta birtingu ákæru þann 21. október sl., ásamt fyrirkalli þar sem þess var getið að málið kynni að verða dæmt að ákærða fjarstöddum. Málið var því tekið til dóm s samkvæmt 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Um málavexti vísast til ákæruskjals. Sannað er að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar þykir rétt færð til refsiákvæða. 2 Ákærði hefur með háttsemi sinni u nnið sér til refsingar. Samkvæmt framlögðu sakavottorði dagsettu 30. ágúst 2019 hefur ákærði innan ítrekunartíma, sbr. 3. mgr. 71. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, í þrígang áður sætt refsingu fyrir ölvunarakstur , og sömuleiðis í þrígang áður fyrir að aka bifreið sviptur ökuréttindum . Við ákvörðun refsingar verður litið til þessa sem og 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . Að ofangreindu virtu og sakarefni málsins þykir r efsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 9 0 daga. Með vísan til dómvenju þykja ekki efni til að skilorðsbinda refsinguna. Með vísan til 235 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar, sem nemur samkvæmt yfirliti lögreglu samtals 36.498 kr ónum. Bergþóra Ingólfsdóttir dómstjóri kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærði Hörður B. Bjarnason, sæti fangelsi í 90 daga. Ákærði greiði 36.498 krónur í sakarkostnað. Bergþóra Ingólfsdóttir