Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 31 . október 2019 Mál nr. E - 7/2019 : Leigulistinn ehf . Árni Freyr Árnason hdl . g egn Regus Group Services Ltd. Sigvaldi Fannar Jónsson Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 9. október 2019, var höfðað 5. nóvember 2018 af hálfu Leigulistans ehf., S kipholti 50b, Reykjavík , á hendur Regus Group Services Limited, 2 Kingdom Street, W2 6BD London, Englandi , til innheimtu skuldar . Stefnandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til a ð greiða stefnanda 2.289.148 krónur og 50.000 evrur , með dráttarvöxtum , samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu , frá 17 . júlí 2017 til greiðsludags. Þá krefst stefnandi þess að stefndi verði dæmdur til greiðslu málskostnaðar, að teknu tilliti til virðisaukaskatts, samkvæmt mati dómsins með hliðsjón af tímaskýrslu . Stefnandi krefst þess enn fremur að kröfu stefnda um frávísun hluta af kröfu hans verði hafnað. Stefndi krefst þess að kröfu stefnanda um greiðslu á 50.000 evrum verði vísað frá dómi og að stefndi verði sýknaður af öðrum kröfum stefnanda. Verði ekki fallist á kröfu um frávísun krefst stefndi þess að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Þá e r í öllum tilvikum krafist málskost n að ar úr hendi stefnanda að mati dómsins. Yfirlit málsatvika og ágreiningsefna Stefnandi starfrækir leigumiðlun , m.a. um atvinnuhúsnæði , hefur leiguhúsnæði á skrá og sér um að miðla slíku húsnæði til leigjenda. Stefndi er alþjóðlegt fyrirtæki sem annast rekstur á skrifstofum og vinnurýmislausnum um heim allan. Kröfur stefnanda eru annars vegar vegna vinnu stefnanda fyrir stefnda við að finna hentugt leiguhúsnæði fyrir fyrirhugaða atvinnustarfsemi stefnda á Íslandi . Hins vegar er byggt á samningi stefnda um ráðgjöf og þjónustu við Guðlaug Ö. Þorsteinsson, sem er fyrirsvarsmaður stefnanda. Með samningnum tók Guðlaugur að sér að finna a ðila á Íslandi til að annast rekstur á grundvelli sérleyfissamnings við stefnda og annast samningagerð við sérleyfishafa. Byggt á árangri skyldi stefndi greiða Guðlaugi 50 þúsund evrur fyrir þjónustuna. 2 Í ársbyrjun 2015 áttu fyrirsvarsmaður stefnand a og starfsmaður stefnd a í samskiptum í tengslum við fyrirætlanir stefnda um að hefja atvinnusta rfsemi á Íslandi. Verkefni stefnanda fyrir stefnda fólst í því að hafa milligöngu um að finna hentugt leiguhúsnæði fyrir starfsemi stefnda á Íslandi og annast gerð leigusamnings um húsnæðið. Aðspurður um þóknun upplýsti starfsmaður stefnd a þann 11. maí 201 5 að almennt greiði stefndi 5% af ársleigu fyrir hvern samning. Viðræður vegna húsnæðis í Borgartúni 27 í Reykjavík komust hvað lengst og úr varð að starfsmaður stefnd a undirritaði tilboð um húsnæði þar 9. mars 2015 , en áskilið skilyrði var að stjórn stefnda samþykkti tilboðið og aflétti skilyrðinu með skriflegri tilkynningu innan tíu daga . Ekki kom til þess að leigusamning ur kæmist á, þar sem stjórn stefnda samþykkti ekki fyrirliggjandi tilboð um leigusamning og ekk ert varð af því að stefn di tæki umræ tt húsnæði á leigu. S tefnandi kveðst tveimur árum síðar, með tölvuskeyti 17. júní 2017, hafa krafist greiðslu þóknunar vegna tilrauna félagsins til leigumiðlunar fyrir stefnda sem leigutaka. Fyrir ætl anir stefnda um starfsemi á Íslandi breyttust þannig að ákveðið var að leita að sérleyfishafa á Íslandi . Guðlaugur Ö. Þorsteinsson og stefndi gerðu þann 2. september 2015 samning um þjónustu Guðlaugs við að finna sérleyfishafa fyrir stefnda . Þar kom fram að umsamin árangurstengd þóknun væri 50.000 evrur. Þjónus tusamningurinn vísaði til nánar i skilmála stefnda um greiðslur fyrir ráðgjafaþjónustu og skyldu hann og skil málarnir skoðast sem ein heild. Í skilmálum stefnda er ákvæði um lögsögu enskra dómstóla komi upp ágreiningur um túlkun samningsins. Þjónusta Guðlau gs leiddi til samningaviðræðna við nokkra aðila, en stefndi sam di við félagið Orange Project ehf. sem sérleyfishafa áður en viðræður á vegum Guðlaugs höfðu leitt til samnings . Í vitnaskýrslu fyrirsvarsmanns Orange Project ehf. fyrir dómi kom fram að hann h efði að fyrra bragði haft samband við stefnda til að fá sérleyfið og að honum hefði verið ókunnugt um samningaviðræður af hálfu stefnanda, þar með talið viðræður við Reginn hf., en við það félag hafi Orange Project ehf. ekki önnur tengsl en að leigja af þv í húsnæði . Við aðalmeðferð málsins kom fyrirsvarsmaður stefnanda , Guðlaugur Ö. Þorsteinsson, fyrir dóm og gaf aðilaskýrslu. Þá bar þar vitni Tómas Hilmar Ragnarsson, fyrirsvarsmaður Orange Project ehf., sem er handhafi einkaleyfis fyrir stefnda á Íslandi. Málsástæður og lagarök stefnanda Krafa stefnanda byggi á vinnu hans fyrir stefnda . Í fyrsta lagi við að finna og semja um leiguhúsnæði fyrir stefnda fyrir atvinnustarfsemi á hans vegum hér á landi og í öðru lagi við að finna hérlendan einkaleyfishafa og a ðstoð a við samningsgerð vegna einkaleyfisins með aðila á Íslandi. Stefnandi kveðst hafa lagt í mikla vinnu fyrir stefnda sem hann h afi enn ekki fengið grei tt fyrir. Samkvæmt samningi aðila, sem fram komi í samskiptum 3 þeirra, sé höfuðstóll skuldar stefnda v ið stefnanda 1.846.087 kr ónur fyrir vinnu við að finna leiguhúsnæði og semja um leiguverð og 50.000 evrur í fundarlaun f yrir vinnu stefnda, sem leitt hafi til einkaleyfisreksturs á starfsemi stefnda á Íslandi. Krafa stefnanda by ggi á þeim málsástæðum að s tefnandi hafi fullnæg t öl lum skyldum sínum þegar hann hafi verið ráðinn til að finna viðeigandi leiguhúsnæði fyrir stefnda og semja um leigu við leigusala, sem hafi verið skilyrði fyrir greiðslu fyrir þjónustu stefnanda . Stefnandi hafi einnig uppfyllt öll skilyrði þess að eiga tilkall til fundarlauna fyrir að finna einkaleyfishafa til að hefja einkaleyfisrekstur fyrir stefnda , þar sem samskiptum stefnda við endanlegan einkaleyfishafa, sem vísvitandi hafi verið samið við án þess að stefnandi hafi vitað af , h afi verið komið á fyrir tilstilli stefnanda . Hann eigi af þeim sökum rétt til þóknunar . Einnig, j afnvel þó að talið verði að ekkert samkomulag hafi verið gert um hvernig stefnandi fengi greitt fyrir störf sín fyrir stefnda, eigi stefnandi rétt á því að fá sanngjörn laun fyrir vinnu sína fyrir stefnda. Stefnandi hafi staðið við allar sínar skuldbindingar gagnvart stefnda og ætti með réttu að hafa nú þegar fengið greitt fyrir störf sín. Hafi samningur ekki að geyma ákvæði um það hvers lands lögum skuli beita þegar ágreiningur kemur upp , segi í íslenskum lögum að beita skuli lögu m þess lands sem samningur hafi sterkust tengsl við, sbr. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 43/2000 um lagaskil á sviði samningaréttar . E nn fremur segi að samningur hafi sterkust tengsl við það land þar sem sá aðili sem efna á aðalskyldu samnin gsins búi við samningsgerðina. Þungamiðja samningsins milli stefnanda og stefnda hafi verið sú skylda stefnanda að finna stefnda hæfilegt leiguhúsnæði á Íslandi, og síðar að finna hæfan rekstraraðila til að reka vörumerki stefnda á Íslandi. A ðalskylda beggja samninga hafi hvíl t á stefnanda , sem starfi og sé búsettur á Íslandi , og heyri báðir samningarnir því undir íslensk lög og lögsögu íslenskra dómstóla. Samkvæmt 1. mgr. 35. gr., 1. mgr. 36. gr., 1. mgr. 3 8. gr. og 41. gr. , sbr. 43. gr. , laga nr. 19/1991 , um meðferð einkamála , sé Ísland rétt lögsaga í þessu máli , þar sem öll atvik málsins hafi átt sér stað þar . Dóm a í slensk ra dómstól a megi fullnusta í Bretlandi á grundvelli Lúganósamningsins sem bæði löndin eigi aðild að. S amkvæmt almennum reglum samningaréttar s é bindandi samningur samþykkt tilboð og hann þurfi ekki að vera skriflegur. Stefndi hafi ráðið stefnanda til að vera milli li ður sinn við að finna viðeigandi leiguhúsnæði og í kjölfarið að semja um le igusamning. Ef það tækist hafi stefndi samþykkt að greiða stefnanda sem nem i 5% af leiguverði fasteignarinnar á ársgrundvelli þegar samkomulag næðist. Stefnandi hafi staðið í þeirri trú að hann my ndi fá greitt um leið og slíkt samkomulag næðist. Skilmálar þessa samkomulags sjá i st í samskipt um aðila , en s amkvæmt þeim hafi samningsaðilar gert bindandi samkomulag um þjónustu stefnanda fyrir stefnda og fyrir það fengi hann 5% af árlegri leigu húsnæðisins í þóknun þegar samkomulag næðist. Stefnandi hafi unnið mánuðum saman að því að finna hentu gt húsnæði fyrir stefnda og fengið tilboð samþykkt 4 að leigu Borgartúns 27, dagsett 9. mars 2015. Sá eini fyrirvari hafi verið gerður að hið samþykkta tilboð væri háð samþykki stjórnar stefnda. Sé tilboð, eða eftirfarandi samþykki á því, háð einhverjum fyrirvara tel ji st það ekki bindandi samkvæmt íslenskum samningarétti fyrr en þeim fyrirvara er fullnægt eða h onum aflétt. Samningsaðili geti fallið frá fyrirvara eða skilyrði með athöfnum sem ganga í berhögg við efni fyrirva rans, framkvæmdum af þeim samningsaðila sem byggir á fyrirvaranum. Þegar tilboðið haf i verið samþykkt af stefnda h afi frekari við ræður við leigusalann hafist um ákveðin atriði leigusamningsins. Meðan á þessum samræðum hafi staðið hafi stefndi hagað sér ein s og skilyrðum fyrirvarans h e fði verið fullnægt , m.a . með y firlýsing um frá talsmanni stefnda um að stjórn félagsins væri með í báti, þ.e. að viðkomandi aðilar í stjórn stefnda hefðu samþykkt tilboðið og að undirritun samningsins væri einungis formsatriði , og yfirlýsing um um að stjórn stefnda h efði yfirlýsing u um að stefndi væri reiðubúinn að greiða tryggingu samkvæmt ákvæðum leigusamningsins. Þessar athafnir og yfirlýsingar stefnda í kjö lfar hins samþykkta tilboðs feli í sér afsal á þeim fyrirvara sem tilboðið hafi verið háð og hafi tilboðið því orðið bindandi samningur á milli samningsaðila. Allir góðir og gegnir viðskiptamenn í sambærilegum aðstæðum myndu líta svo á að fallið hefði verið frá fyrirvaranum. Vinna st efnanda fyrir hönd stefnda hafi leitt til bindandi samnings um leiguhúsnæði og samkomulag i hafi þar með verið náð , og með því hafi stefnandi unnið sér réttilega, eins og samið hafi verið um, rétt til þóknun ar fyrir störf sín fyrir stefnda. Þ essi málsástæða snúi að sambandi stefnda og stefnanda og samkomulagi þeirra um þóknun fyrir að finna leiguhúsnæði og gera samning um það , en ekki að samningssambandi stefnda og eiganda húsnæðisins að Borgartúni 27. Sú staðreynd að samningaumleitanir milli stefnda og eiga nda Borgartúns 27 hafi, fyrir tilstilli ste fnanda, leitt til leigusamnings sýni fram á að stefnandi hafi fullnæg t skyldum sínum gagnvart stefnda. Þegar stefndi hafi loks afráðið að leigja ekki húsnæðið hafi það ekki verið vegna ágreinings eða deilna við leigusalann , heldur vegna þess að komið hafi upp stefnubreyting hjá stefnda. Í stað þess að stofna dótturfélag á Íslandi hafi verið ákveðið að starfrækja vörumerki stefnda sem einkaleyfisrekstur á Íslandi. Í raun hafi stefndi bakkað út úr fyllilega löglegu m og bindandi leigusamningi , sem stefnandi h e fði ko mið á, og ákveðið að gera eitthvað allt annað. Í ljósi framangreinds sé l jóst að stefnandi og stefndi hafi samið um að stefnandi hafi átt að fá greitt 5% af árlegri leigu við gerð sam komulags um leigu. Öl l gögn sýni fram á að slíkt samkomulag um leigu hafi náðst , þrátt fy rir að stefndi hafi, án fyrirvara og ólöglega , rofið samkomulagið. Óháð efni leigusamkomulagsins, og þeirr i staðreynd að leigusalinn hafi enn ekki leitað réttar sí ns samkvæmt þeim samningi , hafi stefnandi réttilega unnið til greiðslu á 2.289.148 kr ónum, ásamt dráttarvöxtum, fyrir að standa við sinn hluta samningsins. Stefnandi hafi lag t á sig töluverða vinnu og vinnustund ir og eigi 5 rétt á sanngjörnu endurgjaldi úr hendi stefnda fyrir störf sín fyrir hann . Sú fjárhæð sem stefnandi kref ji st sé í það minnsta upphæð sem tel ji st sanngjörn samkvæmt íslenskum rétti fyrir þá umfangsmiklu vinnu sem fram hafi farið á 31 mánaða r tímabili að kröfu stefnda. Krafan um greiðslu 2.289.148 króna byggi á þeir ri vinnu stefnanda að finna hentugt leiguhúsnæði fyrir stefnda hér á landi. Miðað v ið samkomulag aðila málsins hafi stefnandi átt að fá greiðslu úr hendi stefnda sem nemur 5% af leiguverði húsnæðisins á ársgrundvelli. Í endanlegum leigusamningi k omi fram a ð leiguverð hvers mánaðar hafi verið 2.481.300 kr ónur , sem nem i árlegri leigu upp á 29.775.600 kr ónur . Fjárhæð þóknunar stefnanda sé því 1.846.087 kr ónur, sem jafngildi 5% árlegrar leigu , og með virðisaukaskatti sé sú fjárhæð 2.289.148 kr ónur . Kr afa um greiðslu 50.000 evra byggi á samkomulagi milli stefnanda og stefnda um að sá fyrrnefndi fyndi hentuga einkaleyfishafa hér á landi. Fyrri málsástæða þessarar kröfu byggi á samkomulaginu sjálfu en hin síðari á skaðabótaábyrgð stefnda. Hvor um sig leiði t il greiðslu sömu u pphæðar þar sem tap stefnanda sé á ábyrgð stefnda sökum þess að hann hafi, með ólögmætum hætti , ekki staðið við sinn hluta samningsins. Þegar stefndi hafi snúið baki við fyrirætl unum sín um um a ð leigja húsnæði hér á landi hafi hann ráðið stefnanda sem umboðsmann sinn til að finna hæfan rekstraraðila til að fá einkaleyfisrétt á vörumerki stefnda á Íslandi. Skilmál ar samningsins, eins og þeir komi fyrir, sé u að stefnandi sk uli veita ráðgjöf við leit að möguleg um einkaleyfishafa á Íslandi , út búa og kynna viðskiptalegar forsendur fyrir slíkum einkaleyfishafa , fylgja eftir viðræðum milli einkaleyfishafa og einkaleyfissala og leiða að undirritun einkaleyfissamnings. Fyrir þjónustu sína hafi stefn an di átt að fá árangurstengda greiðslu upp á 50.000 evrur frá stefnda. Stefnandi hafi hafist handa við að finna hentugan rekstraraðila til að starfrækja vörumerki stefnda. Sú vinna hafi leitt til viðræðna við Reginn hf./Orange Project ehf. í september 2015. Stefnanda til mikillar undrunar hafi stefndi að lokum gert samning við Orange Project ehf. um einkaleyfi stefnda á Íslandi. E ftirfylgni viðræðna v ið Reginn og Orange Project hefði var a ð stutt þar sem stefndi hafi sýn t þeim lítinn áhuga og óskað eftir því að stefnandi hæfi viðræður við aðra rekstraraðila . Næstu mánuði hafi stefnandi hafið viðræður við ýmis félög og fyrirtæki um að fá einkaleyfi fyrir Regus. Eitt þessara félaga hafi verið Eik hf. Á kvörðun stefnda um að ganga til samninga við Orange Project sé ekki einungis siðferðilega vafasöm og gegn góðum viðskiptavenjum , þar sem samningurinn hafi verið gerður í kjölfar þess að stefnandi hafi í raun komið stefnda í samband við Orange Project, heldur sé hún beinlínis ósanngjörn gagnvart Orange Project , þar sem stefndi hafi á sama tíma verið í viðræðum við Eik og það hafi sett a ukna pressu á Orange Project að klára samninginn. S tefndi hafi nýtt sér vinnu stefnanda á tvo vegu , en stefnandi hafi ekk ert fengið greitt fyrir þjónustu sína og viðvik fyrir stefnda . S tefnandi eigi rétt á þeirri þóknun úr hendi s tefnda sem um hafi verið samið, þ.e. 50.000 6 evru m ásamt dráttarvöxtum , einnig vegna sviksamlegs brots stefnda á samningnum. S á aðili samnin gs sem með ólögmætum hætti komi í veg fyrir að gagnaðili fái það samningsverðmæti sem hann hafi átt rétt á sé skaðabó taskyldur gagnvart gagnaðila og beri að greiða honum skaðabætur sem nem i væntum ávinningi hans af samningnum. Dr áttarvextir beggja krafna reikni st frá 17. júlí 2017, einum mánuði eftir að stefnandi hafi sannanlega krafi ð stefnda um greiðslu. Stefnandi haf i lag t á sig verulega vinnu fyrir hönd stefnda. Aðilar málsins hafi ger t með sér samninga um hvernig greiðslum yrði háttað vegna verkefna stefnanda fyrir stefnda. Stefndi h afi í gegnum allt þetta ferli gengið þvert á þessa samninga og í vondri trú. Af þeim sökum h afi stefnandi, verandi búinn að vinna á 31 mánaða r tímabili fyrir stefnda, ekki fengið svo mikið sem eina einustu krónu í greiðslu fyrir sitt starf. Stefnandi h afi lagt mikið á sig til að fá það greitt sem honum ber i án nokkurs árangurs og leiti því til dómstóla til að fá stefnda til að greiða það sem hann réttilega skuldi sér. Stefnandi byggi kröfur sínar og málsástæður á almennum reglum samninga - og kröfuréttar. Lögsögu málsins byggi stefnandi á 4. gr. laga nr. 43/2000 um lagaskil á s viði samningaréttar og 1. mgr. 35. gr., 1. mgr. 36. gr., 1. mgr. 38. gr. og 41. gr., sbr. 43. gr. , laga nr. 91/1991 , um meðferð einkamála. Vaxtakrafa stefnanda byggi á lögum nr. 38/2001 , um vexti og verðtryggi ngu. Krafa um málskostnað byggi á 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991 , um meðferð einkamála. Málsástæður og lagarök stefnda Stefnandi krefjist a nnars vegar þess að stefndi greiði sér 2.289.148 krónur og hins vegar 50.000 evrur á mismunandi grundvelli. Stefndi krefjist frávísunar dómkröfu um 50.000 evrur og sýknu af eftirstöðvum dómkröfu stefnanda, en til vara sýknu af kröfum stefnanda í heild. Krafa um frávísun kröfu stefnanda um greiðslu á 50.000 evrum Þjónustusamningurinn sjálfur s é einfaldur en ber i með sér sérstaka tilgreiningu á verkefni stefnanda og þeirri greiðslu sem stefndi, sem þjónustukaupandi, hafi verið tilbúinn til að greiða. Til frekari fyllingar og nánari ákvæða um samningssamband aði la á milli vísi þjónustusamningurinn til sérstakra staðlaðra skilmála stefnda , er snú i að ráðgjafaþjónust u. Sam kvæmt efni þjónustusamnings skuli túlka hann með hl iðsjón af skilmálunum. Þeir innihald i frekari tilgreiningu á réttindum og skyldum hvors aðila fyrir sig. Þar sé m.a. að finna ákvæði um skyldur stefnanda sem þjónustuveitanda, þagnar - og trúnaðarskyl du aðila, framsal höfundaréttar og uppsögn samnings , sem ekki séu nánar rakin í þjónustusamningi . Skilmálarnir haf i einnig að geyma skýr ákvæði um lögsögu. Samkvæmt ótvíræðu ákvæði í grein 11. 6. í skilmálunum lúti þjónustusamningurinn enskum lögum og skuli öll dómsm ál vegna ágreinings sem upp kunni að koma vegna kaupa stefnda á ráðgjafaþjónustu bera 7 undir dómstóla í Englandi. Með ákvæði í skilmálum stefnda hafi aðilar því sammælst um að samningur þeirra yrði túlkaður í samræmi við ensk lög og að dómstólar í Englandi skyldu einir hafa vald til þess að dæma um ágreining aðila sem upp kynni að koma vegna samningssambandsins. Af 1. mgr. 24. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 sé l jóst að íslenskir dómstólar hafi vald til að dæma um hvert það sakarefni se m lög eða landsréttur ná i til, nema það sé undanskilið lögsögu þeirra samkvæmt lögum, samningi, venju eða eðli sínu . Sé svo ástatt verð i máli vísað frá dómi án kröfu. Á kvæði skilmálanna, sem sé bindandi fyrir aðila, undanskil ji sérstaklega ágreining um túl kun og efni þjónustusamningsins undan lögsögu íslenskra dómstóla. Með hliðsjón af því ákvæði ski lmálanna og 1. mgr. 24. gr. einkamálalaga sé ljóst að ágreiningur um greiðsluskyldu stefnda , að fjárhæð 50.000 evrur samkvæmt þjónustusamningnum, verð i ekki lag ður fyrir dómstóla á Íslandi. Þ egar af þessari ástæðu verði að vísa kröfu stefnanda um greiðslu á 50.000 evrum frá dómi , enda hafi H éraðsdómur Reykjavíkur ekki lögsögu til að dæma um ágreining um greiðsluskyldu stefnda. B æði Ísland og Bretland séu aðilar a ð Lúganónsamningnum um dómsvald og viðurkenningu og fullnustu dóma í einkamálum. Stefnanda sé þ ví í lófa lagið að fá dóm um kröfu sína fyri r dómstólum í Englandi og slíkan dóm væri jafnvel hægt að fullnusta á Íslandi. Réttindi stefnanda til að fá dóm um kr öfu sína og síðar innheimta hana sé u þar með ekki takmörkuð með neinum þeim hætti sem ætti að hafa þau áhrif að horft verði framhjá skýru ákvæði þjónustusamningsins um skilmálana um lögsögu vegna ágreinings aðila. Krafa um sýknu af kröfu um greiðslu á kr. 2.289.148 Stefndi hafi ráðið stefn an da til að finna hentugt leiguhúsnæði fyrir starfsemi sína og gera leigusamning um slíkt húsnæði. Fyrir slíka vinnu hafi stefndi samþykkt að greiða stefnanda 5% af ársleigu fasteignarinnar. Þar sem fyrir ligg i að aldrei hafi kom i st á leigusamningur á milli stefnda , sem leigutaka , og leigusala um fasteign á Íslandi beri að sýkna stefnda af kröfu um greiðslu á 2.289.148 kr ónum . Stefnandi sé fyrirtæki, sto fnað árið 1993, sem sérhæfi sig í leigumiðlun. Samkvæmt heimasíðu stefnanda anni st hann . Af heimasíðu stefnanda m egi frekar ráða að innifalið í þóknun vegna leigumiðlunar sé m.a. gerð leigusamnings og allur nauðsynlegur skjalafrágangur við samningagerðina. Samkvæmt gjaldskrá á heimasíðu stefnanda sé oftast miðað við tiltekna prósentu af leigugreiðslum samkvæmt leigusamningi, þ.e. að leigusamningur þurfi að komast á til að stefnandi eigi tilkall til greiðslu. Miðað við framangreint g angi starfsemi stefnanda í grunninn út á árangurstengdar greiðslur vegna leigumiðlunar , þar sem stefnandi geri aðeins kröfu um þóknun náist árangur, þ.e. ef leigjandi finnst að 8 fasteign og leigusamningur er un dirritaður. Í stefnu sé því haldið fram að stefnandi . S líkt standist illa skoðun enda sé rekstur stefnanda grundvallaður á árangurstengdum greiðslum fyrir leigumiðlun á húsnæði og stefnda hafi þ annig verið í lófa lagið að semja á annan hátt um greiðslu fyrir störf sín hafi hann á einhverjum tíma óttast að samningaviðræður um leigu á húsnæði myndu ekki leiða til fullnægjandi árangurs. Fyrir liggi Tilboð um leigu (e. Offer for rent), dags . 9. mars 2015 . Umrætt tilboð hafi verið undirbúið af stefnanda á milli Byggingarfélags Gylfa og Gunnars hf. sem leigusala og stefnda sem leigutaka. Samkvæmt 8. gr. tilboðsins hafi það verið háð samþykki stjórnar stefnda og ef stjórn stefnda myndi ekki aflétta þeim fyrirvara fyrir 19. mars 2015, þ.e. 10 dögum eftir undirritun þess, myndi tilboðið falla niður á milli aðila og þeir ættu engar kröfur á hendur hvor öðrum. Frekari ítrekun um að tilboð ið væri háð samþykki stjórnar stefnda sé handskrifað inn á tilboðið. Í framhaldi af tilboði nu hafi hafist s amningaviðræður um endanlega fjárhæð leigu og frágang á leigusamningi en aldrei hafi komið til þess að slíkur samningur væri undirritaður þar sem stjórn stefnda hafi ekki samþykkt undirliggjandi tilboð um leigu líkt og á skilið hafi verið. Með vísan til skýlauss samkomulags aðila um að stefnandi fengi greidda þóknun sem samsvaraði 5% af tilgreindri ársleigu í leigusamningi, þe ss að slíkur leigusamningur hafi aldrei verið undirritaður og með almennri hliðsjón af starfsemi stefnanda sem leigumiðlari , sem starf i á grundvelli á rangurstengdra greiðslna, verði ekki séð að stefnandi eiga neina kröfu á hendur stefnda til greiðslu á þóknun fyrir störf sín. Ber i af þeim sökum að sýkna stefnda af kröfu stefnanda um greiðslu á 2.289.1 48 krónum . Varak rafa um sýknu af kröfu um greiðslu á 50.000 evrum Samningurinn hafi verið tímabundinn til þriggja mánaða, þ.e. frá 2. september 2015 til 2. desember 2015. Samkvæmt honum hafi hlutverk stefnanda verið að finna hugsanlega n sérleyfishafa á Íslandi , semja um skilmála við sérleyfishafann , halda utan um viðræður á milli stefnda og sérleyfishafans , sem leiði til undirritunar á sérleyfissamningi við sérleyfishafann. Í samni ngnum k omi skýrlega fram að greiðsla á 50.000 evrum sé há ð árangri (e. based on success), þ.e. að eingöngu komi til greiðslu þóknunar nái stefnandi að standa við samningsskuldbindingar sínar. S tefnandi hafi enga milligöngu haft um þann sérleyfissamning sem stefndi hafi undirritað við sérleyfishafa á Íslandi. Ste fnandi hafi hins vegar átt í samskiptum við þriðja aðila um hugsanlegan sérleyfissamning en slíkar samningaviðræður hafi ekki borið árangur . Stefnandi hafi aldrei skilgrein t Orange Project sem hugsanlegan samstarfsaðila eða sérleyfishafa fyrir starfsemi st efnda á Íslandi. Þvert á móti hafi hann skilgreint Orange Project sem samkeppnisaðila á markaði. Stefndi hafi undirritað 9 sérleyfissamning við Orange Project án aðkomu stefnanda . S tefnandi geti ekki gert kröfu um að stefndi greiði sér tiltekna árangurstengda samningsgreiðslu þegar ljóst sé að skilyrði þjónustusamningsins hafi ekki verið uppfyllt og störf stefnda v erið árangurslaus. Því beri að sýkna stefnda af kröfu stefnanda um greiðslu á 50.00 0 evrum. Krafa um lækkun dómkrafna stefnanda og lagarök Verði ekki fallist á kröfu r stefnda um frávísun og/eða sýknu af kröfum stefnanda geri stefndi kröfu um verulega lækkun á dómkröfu m stefnanda. Stefnandi krefjist greiðslu á sanngjörnu endurgjaldi fyrir störf sín á nánar tilgrein du tímabil i og vís i til 2. mgr. 77. gr. húsa leigulaga nr. 36/1994, um að leigumiðlara sé óheimilt að taka þóknun af leigjanda fyrir miðlun og gerð leigusamnings , en leigumiðlara sé þó heimilt að áskilja sér sanngjarna þóknun úr h endi leigjanda sé um að ræða sérstaka þjónustu í hans þágu. Slíkur samningur hafi kom i st á milli aðila þar sem stefndi, sem leigjandi, hafi samþykkt að greiða stefnanda 5% af ársleigu að því gefnu að stefnanda tækist að finna hentugt húsnæði fyrir stefnda á Íslandi. Slíkar tilraunir hafi hins vegar ekki borið árangur og af þeim sökum eigi stefnandi ekki tilkall til greiðslu fyrir störf sín. Þar sem aðilar hafi samið um störf stefnanda get i greiðsluskylda stefnda aðeins grundvallast á slíkum samning i . Mótmæl t sé kröfum vegna kostnaðar stefnanda við birtingu stefnu málsins í Englandi og d ráttarvaxtakröfu stefnanda. Komi til þess að stefndi verð i dæmdur til greiðslu vís ist til 4. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001 , um vexti og verðtryggingu , um að dráttarvextir reikn ist frá þeim degi er dómsmál sé höfðað um kröfu. Til stuðnings kröfu m sínum vísi stefndi til almennra reglna samninga - og kröfuréttar , m.a. reglna um efndir samninga. Einnig til laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, og þá sérstaklega 1. mgr. 24. gr. laga um frávísun og 129. og 130. gr. um málskostnað. Þá vísist einnig til laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Niðurstaða Í máli þessu er óumdeilt að stefnandi tók að sér að finna leiguhúsnæði fyrir stefnda að beiðni hans og krefur stefnandi stefnda í málinu um greiðslu fyrir það. Stefndi telur stefnanda ekki eiga kröfu til þóknunar fyrir þjónustu sína, einkum vegna þess að þjónusta n hafi ekki skilað áskildum og umsömdum árangri. Varðandi samning um að finna sérleyfishafa telur stefndi að úrlausn um kröfu stefnanda heyri ekki undir lögsögu íslenskra dómstóla og henni beri að vísa frá dómi. Stefnandi starfrækir leigumiðlun og skulu l eigusalar samkvæmt auglýstum skilmálum stefnanda greiða honum þóknun fyrir að útvega leigutaka að húsnæði í þeirra eigu. Stefnandi byggir á því sem fram kemur í framlögðum tölvuskeytum, að aðilar hafi samið sérstaklega um að stefnandi fengi jafnframt greid da þóknun frá stefnda, leigutaka, en stefndi vísar til þess að greiðsla slíkrar þóknunar hefði verið háð því að samningur 10 kæmist á um leigu stefnda á húsnæði fyrir milligöngu stefnanda. Tilboð um leigusamning fyrir milligöngu stefnanda var samþykkt af star fsmanni stefnda 9. mars 2015 með skýrum fyrirvara um samþykki stjórnar stefnda. Þar segir að tilboðið sé háð endanlegu samþykki stjórnar Regus Group og að hafi Regus ekki aflétt þessu skilyrði með skriflegri tilkynningu þann 19. mars 2015 skuli samningsaði lar, sem voru stefndi og leigusali, ekki vera bundnir af samningnum og geti ekki gert frekari kröfur hvor á hendur öðrum. Stefnandi reiknar kröfu sína um þóknun fyrir leigumiðlun miðað við leigukjör í þessu tilboði og heldur því fram að þar hafi komist á b indandi leigusamningur . Telur hann að stefndi hafi í raun fallið frá fyrirvara um samþykki stjórnar með því að halda áfram samningaviðræðum um leigu húsnæðisins . Fyrir liggur að samþykki stjórnar var ekki veitt og að fyrirvara við samþykki tilboðs ins var e kki aflétt innan þess frests sem til þurfti til þess að samþykki tilboðsins yrði bindandi fyrir aðila þess . Stefndi tók aldrei við húsnæðinu sem tilboðið varðaði og frekari viðræður leiddu ekki til þess að samningur yrði gerður. L eigumiðlun stefnanda leidd i því ekki til leigusamning s í þessu tilviki . Stefnandi kveðst tveimur árum síðar hafa krafist þess með tölvuskeyti, dags. 17. júní 2017, og með kröfubréfum í framhaldi af því, að stefndi greiddi stefnanda þóknun fyrir tilraunir til leigumiðlunar, en gögn um þetta liggja ekki fyrir í íslenskri þýðingu . Þau samskipti aðila sem stefnandi byggir á að feli í sér loforð stefnda um greiðslu þóknunar eru í tölvuskeyti frá 11. maí 2015. Þar svarar starfsmaður stefnda spurningu fyrirsvarsmanns stefnanda um það hvort stefndi greiði venjulega þá þóknun sem leigum iðlun í hverju landi krefjist eða hvort fylgt sé einhverjum verklagsreglum hvað leigu samningur kæmist á . Í ljósi þess hvernig samkomulag aðila um forsendur fyrir greiðslu þóknunar var orðað hafði stefnandi sérstakt tilefni til að draga það ekki að koma því á framfæri við stefnda ef hann teldi að þóknun bæri engu að síður að greiða. Það var ekki gert og var stefnda þá rétt að líta svo á að stefnandi viðurkenndi að stefnda bæri ekki að greiða þóknun þar sem tilraunir stefnanda til að koma á leigusamningi hefðu ekki borið tilætlaðan árangur. Stefnandi byggir einnig á því að honum beri laun fyr ir vinnu sína í þágu stefnda, en hann hefur engin gögn lagt fram um vinnuframlag sitt. Að öllu framangreindu virtu hefur stefnanda ekki tekist að sýna fram á að hann eigi kröfu til þóknunar úr hendi stefnda vegna samningaumleitana um leiguhúsnæði og verður stefndi sýknaður af þeirri kröfu. Að því er varðar kröfu stefnanda um að stefndi greiði honum 50 þúsund evrur verður fallist á kröfu stefnda um að henni verði vísað frá dómi. Samningurinn frá 2. september 2015, sem krafan byggir á, liggur aðeins fyrir í málinu á ensku en ekki í íslenskri þýðingu. Þó er augljóst af skjalinu að stefnanda málsins, Leigulistans ehf., er þar hvergi getið, heldur eru aðilar samningsins tilgreindir Guðlaugur Ö. Þorsteinsson 11 forstjóri og stefndi. Ekki er í gögnum málsins að finna sönnun þess að stefnandi hafi eignast kröfur sem Guðlaugur kynni að eiga samkvæmt samningnum fyrir framsal eða með öðrum hætti. Stefndi byggir kröfur sínar um frávísun eða sýknu þó ekki á þessu atriði og lýsir málsatvikum í greinargerð eins og stefndi hef ði samið við stefnanda. Skilmálar sem vísað er til í samningnum og teljast skulu hluti hans liggja að hluta til fyrir í íslenskri þýðingu á dómskjali og kemur þar fram að ensk lög gildi um samninginn og að hann beri að túlka samkvæmt þeim. Einnig að aðilar samþykki óafturkræft að enskir dómstólar hafi lögsögu til að skera úr ágreiningsmálum sem kunni að verða vegna eða í tengslum við samninginn. Aðilar samningsins höfðu því samið um að ágreiningur vegna hans væri undanskilinn lögsögu íslenskra dómstóla. Þeg ar af þeirri ástæðu er, með vísun til 1. mgr. 24. gr. laga um meðferð einkamála, nr. 91/1991, fallist á kröfu stefnda um að vísa frá dómi kröfu stefnanda sem byggir á þessum samningi. Að virtu framangreindu og gögnum málsins ber að sýkna stefnda af kröfum stefnanda reistum á þjónustu fyrir leigumiðlun, og vísa frá dómi kröfum reistum á samningi um milligöngu um að semja við sérleyfishafa hér á landi. Með vísun til 1. mgr. og 2. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, verður stefnanda gert að greiða stefnda 400.000 krónur í málskostnað. Kristrún Kristinsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Vísað er frá dómi kröfu stefnanda, Leigulistans ehf., um að stefndi , Regus Group Services Limited , greiði stefnanda 50.000 evrur. Stefndi er sýkn af öðrum kröfum stefnanda. Stefnandi greiði stefnda 400.000 krónur í málskostnað. Kristrún Kristinsdóttir