Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 30. október 2019 Mál nr. S - 256/2019 : Ákæruvaldið (Eyþór Þorbergsson fulltrúi) g egn Hólmgeir i Helg a Hallgrímss yni ( Gísli M. Auðbergsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem var dómtekið 16. október sl., var höfðað með tveimur ákærum Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, á hendur Hólmgeiri Helga Hallgrímssyni, [...] . Sú fyrri er dagsett 13. september 2019 og ákærða þar gefin að sök eftirtalin brot á umferðarlögum, vopnalögum, lögum um ávana - og fíkniefni og peningaþvætti: I. M eð því að hafa sunnudagsnóttina 14. apríl 2019, ekið bifreiðinni [...] , undir áhrifum ávana - og fíkniefna (í blóðsýni úr honum mældist amfetamín 760 ng/ml og MDMA 345 ng/ml) um Skó garlund á Akureyri og inn á bifreiðastæði við aðstöðu Rauða krossins við Viðjulund, þar sem hann stöðvaði aksturinn. Telst þetta varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 45. gr. a, sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, með síðari breytingum. II. Með því að h afa nefnda sunnudagsnótt verið með í vörslum sínum þegar lögreglan handtók hann við Viðjulund á Akureyri og á heimili sínu að [...] , 14,51 grömm af amfetamíni, 63,45 grömm af marihúana og 5 stk af MDMA töflum (ecstasy). Telst þetta varða við 2. gr., sbr. 5 . gr. og 6. gr. laga um ávana og fíkniefni nr. 65/1974, með síðari breytingum og 2. gr., sbr. 14. gr., reglugerðar um ávana og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, með síðari breytingum. III. Með því að hafa þessa sömu sunnudagsnótt verið með í vörslum sínum tvo vasahnífa, sem lögreglan lagði hald á þegar hún gerði öryggisleit á honum á vettvangi meints umferðarlagabrots, sem rakið er í ákærulið I. Telst þetta varða við 1. mgr. 30. gr., sbr. 1. mgr. 36. gr. vopnalaga nr. 16/1998, með síðari brey tingum. 2 IV. Með því að hafa um nokkurt skeið áður en hann var handtekinn 14. apríl 2019, eins og fram kemur í ákærulið I, aflað sér ávinnings með sölu á fíkniefnum (marihúana), en lögreglan lagði hald á 43.500 krónur sem ákærði hafði í vörslum sínum í greint sinn. Telst þetta varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari breytingum. V. M eð því að hafa sunnudagsnóttina 9. júní 2019, ekið bifreiðinni [...] , undir áhrifum ávana - og fíkniefna (í blóðsýni úr honum mældist amf etamín 360 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 7,6 ng/ml) austur Hlíðarbraut á Akureyri, þar sem lögreglan stöðvaði akstur hans við gatnamótin að Krossanesbraut. Telst þetta varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 45. gr. a, sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/198 7, með síðari breytingum. VI. Með því að hafa þegar hann var handtekinn vegna meints aksturs undir áhrifum fíkniefna samanber ákærulið V, verið með í vörslum sínum 0,89 grömm af marihúana og 1,03 grömm af tóbaksblönduðu kannabisefni. Telst þetta varða við 2. gr., sbr. 5. gr. og 6. gr. laga um ávana og fíkniefni nr. 65/1974, með síðari breytingum og 2. gr., sbr. 14. gr., reglugerðar um ávana og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, með síðari breytingum. VII. Með því að hafa verið með í vörslum sínum lítinn stunguhníf þegar hann var handtekinn vegna sakarefna sem talin eru upp í ákærulið VI og VII. Telst þetta varða við 1. mgr. og b lið 2. mgr. 30. gr., sbr. 1. mgr. 36. gr. vopnalaga nr. 16/1998, með síðari breytingum. VIII. M eð því að hafa þriðjudaginn 11 . júní 2019, ekið bifreiðinni [...] , undir áhrifum ávana - og fíkniefna (í blóðsýni úr honum mældist amfetamín 400 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 7,1 ng/ml) austur Eyrarveg og norður Hjalteyrargötu á Akureyri, þar sem lögreglan stöðvaði akstur hans við gatna mótin að Tryggvabraut. Telst þetta varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 45. gr. a, sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, með síðari breytingum. IX. Með því að hafa þennan sama þriðjudag 11. júní 2019, verið með í vörslum sínum í bifreiðinni [...] , 6,13 g römm af amfetamíni og 8,49 grömm af marihúana, en lögreglan 3 gerði leit í bifreiðinni á vettvangi eftir handtöku ákærða fyrir sakarefnið sem rakið er í ákærulið VIII. Telst þetta varða við 2. gr., sbr. 5. gr. og 6. gr. laga um ávana og fíkniefni nr. 65/1974 , með síðari breytingum og 2. gr., sbr. 14. gr., reglugerðar um ávana og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til sviptingar ök uréttar samkvæmt 101. gr. og 102. gr. nefndra umferðarlaga, með síðari breytingum og jafnframt til að sæta upptöku á efnum þeim, sem lögreglan lagði hald á og tilgreind eru í efnaskrám nr. 40.645, 40,646, 40,648, 41.045 & 41.066, samkvæmt 6. mgr. 5. gr. la ga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001. Jafnframt er gerð krafa um að ákærði sæti upptöku ávinnings af fíkniefnasölu samkvæmt ákærulið IV, að fjárhæð 43.500 krónur, samkvæmt 1. mgr. 69. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari breytingum. Að auki er gerð krafa um að haldlagðir hnífar samkvæmt ákæruliðum III og VII verði gerðir upptækir til ríkissjóðs, samkvæmt 1. mgr. 37. gr. vopnalaga nr. 16/1998, með síðari breytingum. Sú síðari er dagsett 2. október 2019 vegna brots á umfe föstudaginn 16. ágúst 2019, ekið bifreiðinni [...] , undir áhrifum ávana - og fíkniefna (í blóðsýni úr honum mældist amfetamín 25 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 2,8 ng/ml) norður Drottingarbraut á Akureyri, þar sem lögreglan stöðvað i akstur hans sunnan við Leirunesti. Telst þetta varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 45. gr. a, sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til sviptingar ökuréttar samkvæmt 101. gr. og 102. gr. nefndra umferðarlaga, með síðari breytingum, en lögreglustjóri svipti ákærða til bráðabirgða 26. september 2019 Af hálfu ákærða er krafist vægustu refsingar sem lög leyfa og að sviptingu ökuréttar verði markaður svo skammur tími sem lög leyfa. Þá er gerð krafa um málsvarnarlaun til handa verjanda. Ákærði hefur komið fyrir dóm og játað sök samkvæmt ákæru dagsettri 2. október 2019. Hann neitaði að hafa gerst sekur um þau vopnalagabrot sem lýst er í ákæru dagsettri 13. september 2019 , liðum III og VIII, en játaði sakargiftir í öðrum liðum þeirrar ákæru . Sækjandi féll frá ákæru í þeim liðum sem ákærði neitað i sök í . Með játningu hans, sem ekki er ástæða til að efa að sé sannleikanum samkvæm, og gögnum málsins, er nægilega sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru m er lýst , að undanskildum 4 vopnalagabrotunum . Er háttsemi í ákærum réttilega hei mfærð til refsiákvæða. Verður lagður dómur á málið án frekari sönnunarfærslu, sbr. heimildar ákvæði 164. gr. laga nr. 88/2008. Samkvæmt vottorði sakaskrár ríkisins hefur ákærði ekki áður verið dæmdur til refsingar. Hann er nú sakfelldur fyrir að hafa í fj ögur skipti ekið undir áhrifum fíkniefna , og í öllum tilvikum mældist mikið magn í blóði hans. Þá er hann sakfelldur fyrir vörslur nokkurs magns fíkninefna og að hafa aflað sé fjármuna með sölu fíkniefna. Refsing ákærða er ákveðin fangelsi í þrjá mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar skilorðsbundið, eins og nánar greinir í dómsorði. Með vísan til 4. mgr. 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 verður á kærða einnig gert að greiða 720.000 króna sekt til ríkissjóðs fyrir umferðarlagabrotin , og komi 48 daga fangelsi í stað sektarinnar verði hún eigi greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dóms að telja. Með vísan til 101. gr. og 102. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 ber að svipta ákærða ökurétti í tvö ár og sex mánuði og miðaðst upphafstími sviptingar við þann dag er hann var sviptur ökurétti til bráðabirgða, 26. september 2019 . Að kröfu ákæruvalds og með vísan til dómsniðurstöðu verður ákærði dæmdur til greiðslu sakar kostnaðar, 713.962 krónur , þ.m.t. þóknun skipaðs verjanda síns, Gísla M. Auðbergs so nar lögmanns, sem þykir hæfilega ákveðin 126.480 krónur, að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Ákærði greiði einnig 17.483 krón ur vegna ferðakostnað ar verjandans . Að kröfu ákæruvalds, og með vísan til 5. gr. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1 974 skal ákærði sæta upptöku á þeim efnum er í dómsorði greinir. Þá skal hann einnig sæta upptöku á 43.500 krónu m , sbr. 1. mgr. 69. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með vísan til 1. mgr. 37. gr. vopnalaga nr. 16/1998 eru að auki gerðir upptækir tveir vasahnífar og lítill stunguhnífur. Arnbjörg Sigurðardóttir aðstoðarmaður dómara kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð : Ákærði, Hólmgeir Helgi Hallgrímsson, sæti fangelsi í þrjá mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppsögu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði 720.000 krónur í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa en sæti ella fangelsi í 48 daga. Ákærði er sviptu r ökurétti í tvö ár og sex mánuði frá 26. september 2019 . Ákærði greiði 713.962 krónur í sakarkostnað, þ.m.t. þóknun skipaðs verjanda síns , Gísla M. Auðbergssonar lögmanns , 126.480 krónur og 17.483 krónur í ferðakostnað hans . Gerð eru upptæk 72,83 grömm af marijúana , 20,64 grömm af amfetamíni , 0,89 grömm af tóbaksblönduðu kannabisefni, 5 MDMA töflur , 43.500 krónur, tveir vasahnífar og einn lítill stunguhnífur.