Héraðsdómur Reykjaness Dómur 29. nóvember 2019 Mál nr. E - 313/2019 : Procenta ehf ( Smári Hilmarsson lögmaður . ) g egn Samúel Guðmundss yni ( Orri Sigurðsson lögmaður ) Dómur Mál þetta sem þingfest var 3. apríl sl., var höfðað af Procentu ehf., kt. Funafold 28, Reykjavík, með stefnu birtri 26. mars sl. á hendur Samúel Guðmundssyni, kt. , Lindarbergi 60, Hafnarfirði. Dómkröfur stefnanda eru að stefndi verði dæmdur til a ð greiða stefnanda 332.196 krónur ásamt dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 af 332.196 krónum frá 25.09.2018 til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar . Stefnd i krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda auk málskostnaðar. Til vara kref st hann þess að dómkröfur stefnanda verði lækkaðar. Aðalmeðferð málsins fór fram þann 19 . nóvember sl. og var málið dómtekið að henni lokinni. Málsatvik. Samkvæmt gögnum málsins kom stefndi að máli við fyrirsvarsmann stefnanda og óskaði eftir því að stefnandi sæi um gerð ársreiknings vegna tekjuársins 2017 fyrir La Dolce Vita ehf. Kvaðst stefnandi hafa fengið bókhaldsgögn frá stefnda í byrjun september 2018 og skilað ársreikningi til Ríkisskattstjóra fyrir lok skilafrests. Í gögnum málsins liggur fyrir tölvupóstur milli stefnanda og stefnda auk tölvupósts frá Jóni Þorsteini Jóhannssyni og Hrefnu. Stefnandi gaf út reikning fyrir vinnu sinni og stílaði hann á La Dolce Vita ehf. og Samúel Guðmundsson, Hafnarstræti 1 - 3 í Reykjavík. Var reikningurinn gefinn út 15. september 2018 með gjalddaga 25. september s.á. Var reikningurinn að fjárhæð 332.196 krónur með virðisaukaskatti en 14,25 klst. voru samtals unnar við gerð ársreikningsins, ásamt skattframtali, fundi o.fl. 2 Í skýrslu stjórnar með ársreikningi La Dolce Vita ehf. kemur fram að hluthafar í félaginu hafi verið NQ ehf., Kjartan Guðmundsson, Erna Ingólfsdóttir og Hrefna Ingólfsdóttir. Í gögnum málsins kemu r fram að í stjórn La Dolce Vita ehf. voru þann 4. júlí 2018 Samúel Guðmundsson stjórnarformaður, Hrefna Ingólfsdóttir meðstjórnandi og Jón Guðmundur Ottósson meðstjórnandi. Framkvæmdastjóri var Kjartan Ísak Guðmundsson. Þann 19. september 2018 tók Ríkissk attstjóri á móti tilkynningu þar sem stefndi sagði sig úr stjórn La Dolce Vita ehf. Samkvæmt vanskilaskrá Creditinfo voru skráð vanskil á La Dolce Vita ehf. vegna birtingar greiðsluáskorunar þann 24. október 2018 ásamt árangurslausu fjárnámi þann 5. nóve mber 2018 og aftur þann 4. febrúar 2019. Þann 29. maí 2019 var félagið úrskurðað gjaldþrota. Samkvæmt kröfuskrá eru lýstar kröfur í búið samtals rúmlega þrjátíu og níu milljónir. Í athugasemdum með kröfuskránni segir að ekki sé tekin afstaða til krafna þar sem fullvíst megi telja að ekki muni koma til greiðslu þeirra við skiptin, sbr. 1. mgr. 119. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Stefnandi lýsti ekki kröfu í þrotabúið samkvæmt kröfuskránni. Þann 15. nóvember 2018 krafði stefnandi stefnda um ógreiddan reikning vegna vinnu við ársreikning La Dolce Vita ehf. Aftur þann 21. janúar 2019 ítrekaði stefnandi við stefnda að greiða ógreiddan reikning vegna vinnu við ársreikning félagsins. Í gögnum málsins liggur fyrir afrit af reikningi frá S67 ehf. dagsettur 1. desember 2017 á hendur La Dolce Vita ehf. þar sem segir að hann sé vegna fjármálastjórnar í nóvember, bókhalds og launaútreikninga í nóvember. Er á haus reikningsins heimilisfang stefnda ásamt netfangi hans og kennitölu félagsins. Jafnframt li ggur fyrir verktakamiði vegna tekna ársins 2017 á S67 ehf. Reikningur stefnanda var ekki greiddur og var stefna birt stefnda 26. mars 2019. Málsástæður og lagarök stefnanda. Stefnandi byggir kröfur sínar á því að stefndi beri skaðabótaábyrgð á tjóni stef nanda vegna vinnu við gerð ársreiknings fyrir félagið La Dolce Vita ehf. , kt. 610409 - 0240. Stefndi haf ði farið fram á það við stefnanda að hann myndi vinna þá vinnu sem hann óskaði eftir f.h. félagsins La Dolce Vita ehf., en hann var þá stjór n armaður í fé laginu vitandi það að félagið var ógjaldfært og gæti ekki greitt fyrir þá vinnu sem stefndi óskaði eftir. Stefnandi hafi mátt treysta því að félagið væri gjaldært þegar stefndi óskaði eftir 3 vinnu stefnanda. Hafi stefndi þannig valdið stefnand a beinu fjártj óni sem hann beri ábyrgð á með vísan til almennu skaðabótareglunnar. Félagið La Doce Vita ehf. hafi verið ógjaldfært þegar stefndi óskaði eftir vinnu stefnanda eða að stefnda hafi hið minnsta mátt vera um það kunnugt þar sem hann var stjórnarmaður félagsin s á þeim tíma sem farið var fram á vinnu stefnanda. Vísa r stefnandi til tölvupóstsamskipta hvað varðar beiðni stefnda um vinnuna. Hafi þessi samskipti átt sér stað þann 8. september 2018. Þann 19. sept ember 2018 hafi stefndi sagt sig úr stjórn félagsins . T elur stefnandi ljóst að stefnda hafi verið fullkunn u gt um stöðu La Dolce Vita ehf. á þeim tíma er hann óskaði eftir vinnuframlagi stefn and a eða mátt vera um hana kunn u gt. Þann 24. október 2018 hafi verið skráð inn alvarleg vanski l hjá Credit i nfo vegna vanskila við lífeyrissjóðinn Gildi, og þann 5. nóvember 2018 hafi verið gert árangurslaust fjárnám hjá félaginu. Með vísan til þess að stefndi bjó yfir upplýsingum um fjárhagsstöðu La Dolce Vita ehf., eða mátti um hana vita , þegar hann hafi óskað e ftir því að stefnandi tæk i að sér vinnu fyrir félagið sem þá var ógjaldfært þá hafi stefndi valdið stefnanda tjóni með saknæmum og ólögmætum hætti sem hann beri persónulega ábyrgð á og beri honum því að standa skil á greiðslu kröfunnar til stefnanda. Stefn da hafi verið kunnugt um ábyrgð stjórnarmanna hlutafélaga að skila inn ársreikningum með vísan til 3. gr . laga 3/2006. Vís ar stefnandi einnig til sjónarmiða um ábyrgð stjórnenda og stjórnarmanna í hlutafélögum , sbr. lög 138/1994. K röfur um dráttarvexti, þ ar með talda vaxtavexti, styður stefnandi við ákvæði vaxtalaga nr. 38/2001 með síðari breytingum. Kr öfuna um málskostnað styð ur stefnandi við 1. mgr. 130. gr. laga 91/1991 um meðferð einkamála. M álsástæður og lagarök stefnda. Stefndi byggir sýknukröfu sína á því að stefnanda hafi ekki tekist að sýna fram á að skilyrði skaðabótaskyldu samkvæmt sakarreglunni, líkt og stefnandi virðist byggja bótagrundvöll sinn á, eða öðrum skaðabótareglum séu fyrir hendi. Því geti stefndi ekki bo rið skaðabótaábyrgð á því meinta tjóni er stefnandi krefur hann skaðabóta fyrir . Sé það meginregla við beitingu sakarreglunnar að tjónþoli verði að sýna fram á að hann hafi orðið fyrir tjóni og hvert það sé, að tjónið megi rekja til skaðabótaskyldrar hátts emi tjónvalds og að tjónið sé afleiðing af þeirri háttsemi. Hafi stefnandi ekki sýnt fram á með 4 fullnægjandi hætti að framangreindum skilyrðum sé fullnægt í þessu máli og beri af þeim sökum að sýkna stefnda af kröfu stefnanda. Stefndi byggir sýknukröfu sí na í fyrsta lagi á því að ekkert liggi fyrir um það að stefnandi hafi orðið fyrir tjóni eða muni verða fyrir tjóni. Í fyrsta lagi liggi fyrir að þegar stefnandi höfðaði mál þetta á hendur stefnda þá hafi hann ekki höfðað málið á hendur La Dolce Vita ehf. t il greiðslu skuldarinnar eða hafið nokkrar innheimtuaðgerðir gegn La Dolce Vita ehf. Ljóst sé að stefnandi geti ekki höfðað mál á hendur stefnda til skaðabóta fyrir kröfu sem hann hafi ekki reynt að innheimta hjá skuldara hennar fyrst. Engu breyti í því sa mhengi þó að stefnandi hafi sent innheimtuviðvaranir vegna kröfunnar eða að árangurslaust fjárnám af hálfu þriðja aðila hafi verið gert hjá La Dolce Vita ehf. Stefnandi geti með engu móti vanrækt þá skyldu sína að ráðast í allar þær innheimtuaðgerðir sem h onum séu færar á hendur skuldara áður en hann höfðar skaðabótamál á hendur stefnda vegna kröfunnar. Í öðru lagi þá liggi fyrir að við höfðun þessa máls hafi La Dolce Vita ehf. ekki verið undir gjaldþrotaskiptum, í greiðslustöðvun eða í nauðasamningaferli. Ekkert liggi því fyrir um það að stefnandi fái ekki kröfu sína greidda eða verði fyrir nokkru tjóni, líkt og hann byggi á. Jafnvel þó svo að La Dolce Vita ehf. h afi verið úrskurðað gjaldþrota þá liggi ekkert fyrir um það að stefnandi muni verða fyrir því tjóni er hann krefst bóta fyrir. Stefnandi geti eðli málsins samkvæmt ekki krafist skaðabóta úr hendi stefnda vegna kröfu sem stefnandi eigi á hendur La Dolce Vita ehf. þegar ekki sé enn orðið ljóst hvort eða að hvaða marki hann fengi kröfu sína greidda fr á skuldara hennar eða úr þrotabúi hennar. Slíkt muni ekki liggja fyrir fyrr en skiptum á búinu sé lokið og án þess að stefndi fengi kröfu sína greidda, eða eftir atviku m innborgun inn á hana. Stefnandi hafi ekki lagt fram nein gögn sem sýni fram á að han n muni ekki fá kröfu sína greidda að öllu le y ti eða hluta. Ljóst sé því með vísan til þessa að stefnandi hafi ekki fært fullnægjandi sönnur fyrir kröfufjárhæð sinni á hendur stefnda. Að því einu virtu telur stefndi að vísa eigi máli þessi frá dómi ex offic io . Stefndi telji þó að sýkna beri hann á grundvelli annarra málsástæðna og því eigi ekki að vísa þessu máli frá dómi . Verði hins vegar ekki fallist á aðrar málaástæður sem stefndi byggi sýknukröfu sína á byggir stefndi á því að vísa beri málinu frá ex off icio vegna þessa. Þá byggir stefndi á því að hvorki hann persónulega eða sem stjórnarformaður La Dolce Vita ehf. hafi samþykkt fjárhæð umræddrar kröfu. Stefndi telji þessa kröfu of háa 5 og langt umfram þann kostnað sem rætt h e fði verið um og þann kostnað s em sé eðlilegur og sanngjarn sé fyrir umrædda vinnu stefnanda. Í þessu samhengi telji stefndi m.a. að tímagjald stefnanda sé langt umfram það sem eðlilegt og sanngjarnt megi telja. Á reikningi sem liggi fyrir í málinu komi fram að verið sé að innheimta fyr ir vinnu Styrkárs Hjálmarssonar vegna vinnu við ársreikning 2017. Fyrrgreindur Styrkár virðist þó hvorki vera löggil t ur endurskoðandi né viðurkenndur bókari en sé samt sem áður að innheimta tímagjald í samræmi við það sem löggil t ur endurskoðandi innheimtir fyrir vinnu sína. Þá byggi r stefndi sýknukröfu sína á því að engin skaðabótaskyld háttsemi sé til staðar í máli þessu, líkt og stefnandi byggi á. Stefnandi byggi á því að hin skaðabótaskylda háttsemi stefnda hafi falist í því að La Dolce Vita ehf. hafi v erið ógjaldfært þegar stefndi hafi óskað eftir vinnuframlagi stefnanda f.h. félagsins. Byggi stefnandi á því að stefndi hafi verið meðvitaður um þetta sem stjórnarformaður La Dolce Vita ehf. Þessari staðhæfingu stefnanda sé hafnað enda liggi fyrir að hún s é röng að öllu le y ti. Í fyrsta lagi þá liggi fyrir að La Dolce Vita ehf. hafi ekki verið ógjaldfært þegar óskað var eftir umræddri vinnu, þegar hún var unnin eða þegar reikningur vegna hennar var á gjalddaga. Líkt og fram komi í fyrirliggjandi gögnum máls ins þá hafi vinnu stefnanda verið lokið eigi síðar en þann 15. september 2018 þegar stefnandi gaf út reikning vegna hennar. Á þessum tíma liggi fyrir að engar þær aðstæður hafi verið fyrir hendi hjá La Dolce Vita ehf. sem leiði til ógjaldfærni. Samkvæmt 65 . gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991, þá teljist skuldari vera ógjaldfær ef eitthvert af þeim skilyrðum 1. - 4. tl. ákvæðisins er fyrir hendi. Um sé að ræða árangurslaust fjárnám, löggeymslu eða kyrrsetningu, heimild til greiðslustöðvunar sem li ðið hafi undir lok, heimild til nauðasamninga sem fallin sé niður eða yfirlýsingu skuldara sjálfs um ógjaldfærni. Ekkert af fyrrgreindum atvikum hafi verið fyrir hendi á þessum tíma hjá La Dolce Vita ehf. og því að fullu ljóst að félagið hafi ekki verið óg jaldfært á þessum tíma. Fyrir liggi að árangurslaust fjárnám hafi fyrst verið gert hjá La Dolce Vita ehf. þann 5. nóvember 2018 og á þeim degi geti félagið fyrst hafa verið talið ógjaldfært. Í öðru lagi þá hafi stefndi enga vitneskju haft eða verið grands amur um það á þeim tíma er vinna stefnanda hafi farið fram eða þegar henni lauk að La Dolce Vita ehf. myndi síðar verða ógjaldfært. Árangurslaust fjárnám hafi fyrst verið gert hjá La Dolce Vita ehf. þann 5. nóvember 2018 og greiðsluáskorun ásamt birtingarv ottorði hafi fyrst verið send félaginu þann 24. október 2018. Áður en til þessa hafi komið, eða þann 19. 6 september 2018, hafi stefndi sagt sig úr stjórn La Dolce Vita ehf. og hætt afskiptum af félaginu með öllu strax í kjölfar þess. Ástæða þess að stefndi hafi sagt sig úr stjórn félagsins hafi verið vegna anna. Stefn an di hafi því á engan hátt sýnt fram á það að stefndi hafi vitað eða verið grandsamur um það að félagið myndi verða ógjaldfært eða ásetningur hafi staðið til þess hjá stefnda að félagið greiddi ekki fyrir umrædda vinnu stefnanda. Í þriðja lagi þá liggi fyrir að reikningur , sem skaðabótakrafa stefnanda byggi st á, hafi verið gefin n úr þann 15. september 2018 og gjalddagi hans verið þann 25. september 2018. Með vísan til þess að stefndi sagði sig ú r stjórn La Dolce Vita ehf. þann 19. september og hætti öllum afskiptum af rekstri félag s ins á þeim degi þá geti stefndi á engan hátt borið ábyrgð á meintu tjóni stefnanda í þessu máli. Ljóst sé, hafi reikningur stefnanda ekki verið greiddur af La Dolce Vi ta ehf., að það hafi ekki verið stefndi sem hafi tekið ákvörðun um að greiða ekki kröfu stefnanda eða látið slíkt hjá líða af gáleysi og megi í því samhengi vísa til þess að stefndi hafi aldrei verið með prókúru fyrir félagið. Einnig beri að benda á að al lar líkur séu á því að þegar stefndi hafi sagt sig úr stjórn La Dolce Vita ehf. þá hafi reikningur stefnanda ekki verið búinn að berast félaginu. Í þessu samhengi ber jafnframt að hafa það hugfast að stefndi var ekki einn í stjórn félagsins heldur var hann einn af þrem stjórnarmönnum auk þess sem framkvæmdastjóri var starfandi hjá félaginu á þessum tíma allt fram til þess tíma er stefndi sagði sig úr stjórn félagsins. Þá byggir stefndi sýknukröfu sýna einnig á því að La Dolce Vita ehf. hafi verið einkahlut afélag og rekið og starfrækt í samræmi við lög um einkahlutafélög nr. 138/1994. Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laganna sé um að ræða félag með takmarkaða ábyrgð félagsmanna og sé sú ábyrgð bundin við hlutafé félagsins eins og það er á hverjum tíma. Það sé einnig haldföst regla í félagarétti að stjórnendur félaga með takmarkaða ábyrgð séu ekki persónulega ábyrgir fyrir skuldum félagsins gagnvart kröfuhöfum. Einu undantekninguna frá þessu sé að finna í 1. mgr. 108. gr. laganna. Samkvæmt fyrri málslið ákvæðisins eru stofnendur, stjórnarmenn, framkvæmdastjórar, endurskoðendur og skoðunarmenn einkahlutafélags, svo og rannsóknarmenn, skyldugir til að bæta félaginu það tjón sem þeir hafa valdið því í störfum sínum, hvort sem sé af ásetningi eða gáleysi. Í síðari málslið á kvæðisins komi svo fram að sama gildi þegar hluthafi eða aðrir verða fyrir tjóni vegna brota á ákvæðum laganna eða samþykktum félags. Stefnandi geri þó á engan hátt grein fyrir því í stefnu sinni hvaða ákvæði laganna eða samþykkta stefndi á að hafa brotið. Jafnvel þótt litið yrði til almennu sakarreglunnar í þessu samhengi þá h afi 7 stefnanda ekki með neinu hætti tekist að sýna fram á eða sanna skaðabótaskylda háttsemi stefnda í þessu máli. Stefndi telur ljóst að ef honum yrði gert að bera hið meinta tjón ste fnanda í þessu máli þá myndi slíkt í raun leiða til þess að vikið yrði frá ákvæðum laga nr. 138/1994 um hina takmörkuðu ábyrgð þessa ra félaga og verið að gera þeim kröfuhöfum slíkra félaga, sem ekki hafa fengið kröfur sínar greiddar, kleift að krefja stjór nendur eða hlutahafa slíkra félaga um skaðabætur vegna þess eins. Ljóst sé að það er ekki tilgangur og markmið reglna um skaðabótaábyrgð að gera stjórnendur einkahlutafélaga persónulega ábyrga fyrir öllu sem aflaga kann að fara í rekstri slíkra félaga. Þá hafnar stefndi þeim fullyrðingum stefnanda að framlögð gögn sýni að La Dolce Vita ehf. hafi verið í verulegum vanskilum þegar óskað hafi verið eftir því að stefnandi innti vinnu sína af hendi. Ekkert komi fram um slík vanskil í gögnum málsins. Jafnvel þó svo að La Dolce Vita ehf. hafi verið í vanskilum á þessum tíma þýði það á engan hátt að félagið hafi ekki getað staðið skil á skuldbind ing um sínum. Alvanalegt sé að félög lendi í vanskilum til skamms tíma án þess að það merki að þau geti ekki staðið skil á skuldbind ing um sínum. Stefndi hafi því á engan hátt vitað eða mátt vita að á þeim tíma sem óskað var eftir vinnu stefnda að félagið myndi ekki geta staðið skil á greiðslu kröfunnar enda sé það enn í dag með öllu óljóst líkt og þegar hafi verið rakið. Samk væmt framangreindu sé því ljóst að engin ólögmæt, saknæm eða skaðabótaskyld háttsemi sé fyrir hendi hjá stefnda í þessu máli og séu þær staðhæfingar sem stefn an di byggi kröfu sína á því með öllu haldlausar. Beri af þeim sökum að sýkna stefnda af kröfu stef nanda. Þá hafnar stefndi því einnig að tilvísun stefnanda til dóms Landsréttar í máli nr. 155/2018 geti verið fordæmisgefandi fyrir þetta mál þar sem atvik og aðstæður þess máls séu með gjörólíkum hætti en í þessu máli. Í því samhengi megi nefna að í fyrr greindu máli Landsréttar byggi st skaðabótaskylda stefnda á því að hann hafi verið eigandi alls hlutafjár félags sem greiddi öðru félagi, sem einnig hafi verið í eigu stefnda, skuld og að staðfastlega hafi legið fyrir að stefndi hafi á þeim tíma vitað af þv í að það félag sem greiddi skuldina hafi verið ógjaldfært en árangurslaust fjárnám hafi verið gert hjá félaginu þegar skuldin var greidd. Þá byggir stefndi sýknukröfu sína á því, verði fallist á að stefnandi hafi orðið fyrir tjóni, að það tjón sé á engan h átt afleiðing skaðabótaskyldrar háttsemi stefnda, heldur sé orsök tjónsins að öllu le y ti vegna háttsemi stefnanda sjálfs. Hafi stefnandi hvorki sýnt fram á 8 að bein orsakatengsl séu milli háttsemi stefnda og þess fjárhagslega tjóns sem stefnandi vilji meina að hann hafi orðið fyrir eða að hið meinta tjón sé afleiðing saknæmrar eða ólögmætrar háttsemi stefnda. Viðskipti séu í eðli sínu áhættusöm og það sé jafnframt eðli þeirra að þeim fylgir alltaf hætta á tapi krafna. Stefnandi hafi samþykkt að vinna umbeðn a vinnu gegn útgáfu reiknings eftir að vinnunni var lokið en ljóst sé að stefnandi hefði hæglega getað takmarkað tjón sitt og áhættu sína af viðskiptum sínum við La Dolce Vita ehf. með því að krefjast þess að kostnaðurinn vegna vinnu hans yrði greiddur fyr irfram, eða a.m.k. að greidd yrði innborgun á hann, eða krafist þess að settar yrðu tryggingar fyrir greiðslu kostnaðarins. Þá hefði stefn an di einnig geta ð sett þau skilyrði að ársreikningnum yrði ekki skilað fyrr en krafan væri greidd. Vert sé að taka fram að á þeim tíma sem stefnandi hafði lokið vinnu sinni við ársreikning haf ð i hann í raun meiri upplýsingar um fjárhagslega stöðu La Dolce Vita ehf. en stef ndi. Stefnandi geti af þessum sökum ekki velt ábyrgð af meintu tjóni sínu yfir á stefnda, heldur verði stefnandi sjálfur að bera ábyrgð á meintu tapi sínu þar sem hann hafi samþykkt að ganga til viðskipta við La Dolce Vita ehf. á þeim forsendum að greitt y rði eftir að vinnuframlag stefnanda h e fði verið innt af hendi. Stefndi telji því meint tjón stefnanda vera tilkomið vegna þeirrar háttsemi stefnanda sjálfs að hafa ekki nýtt sér þau úrræði sem stefnandi hefði getað beitt. Verði ekki fallist á sýknukröfu s tefnda krefst stefndi þess til vara að dómkröfur stefnanda verði lækkaðar verulega. Stefndi byggir varakröfu sína á öllum sömu málsástæðum og fram koma um sýknukröfu. Því til viðbótar byggir stefndi varakröfu sína, um verulega lækkun krafna stefnanda, á þv í að hin meinta krafa sé ósanngjörn miðað við eðli og umfang vinnu stefnanda og það sem stefndi hafi gefið í skyn að yrði. Þá hafi hvorki stefndi persónulega eða f.h. La Dolce Vita ehf. samþykkt fjárhæð kröfunnar. Þá byggir stefndi varakröfu sína einnig á því að eigin sök stefnanda sé slík að hann verði að mestu le y ti að bera hallan n af meintu tjóni sínu. Þá byggir stefndi þrautavarakröfu sína enn fremur á því að í 3. mgr. 108. gr. laga um einkahlutafélög nr. 138/1994 sé að finna reglu sem heimilar að færa niður bótafjárhæðina með hæfilegu tilliti til þess hve mikil sökin var og tjónið, svo og til efnahags tjónvalds og annarra atvika. Í 24. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 sé einnig að finna sambærilega lækkunarreglu. Inntak þessara lækkunarreglna sé annars veg ar að heimilt sé að lækka skaðabætur þegar bótaábyrgðin yrði hinum bótaskylda þungbær og hins vegar að lækkun sé sanngjörn vegna óvenjulegra aðstæðna. Stefndi telji fyrrgreindar 9 reglur eiga vel við í þessu máli. Í þessu samhengi vilji stefnd i í fyrsta lagi benda á að hann sé einstaklingur og það yrði honum þungbært að greiða bætur vegna vinnu sem hann hafi á engan hátt notið góðs af né hafi nýst honum persónulega. Í öðru lagi vilji stefndi benda á að eigin sök stefnanda í þessu máli sé slík að ef stefndi ve rður ekki sýknaður af kröfum stefnanda vegna eigin sakar hans, eða á grundvelli annarra málsástæðna stefnda, verði eigin sök stefnanda talin slík að það eigi að leiða til verulegrar lækkunar kröfufjárhæðarinnar. Stefndi krefst málskostnaðar úr hendi stefna nda að viðbættum virðisaukaskatti. Málskostnaðarkrafa stefnd a er byggð XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Stefndi vísar kröfum sínum til stuðnings til helstu lagaraka í umfjöllun um málsástæður. Stefndi vísar sérstaklega til meginreglna samn inga - og kröfuréttar, laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Skýrslur fyrir dómi. Við aðalmeðferð málsins gaf fyrirsvarsmaður stefnanda, Styrkár R. Hjálmarsson, skýrslu. Verður vitnað til hennar eftir því sem þörf þykir við úrlausn málsins. Forsendur og niðurstaða. Óumdeilt er í máli þessu að stefndi hafði samband við fyrirsvarsmann stefnanda í byrjun september 2018 með þá beiðni að ársskýrsla og skattframtal yrði unnið fyrir félagið La Dolce Vita ehf. vegna ársins 2017. Kvaðst stefnandi hafa fengið gögn in seint eða í byrjun september 2018 og því haft stuttan tíma til að vinna úr gögnum fyrirtækisins til að ná að skila inn framtali fyrir lok frests sem Ríkisskattstjóri veitti lögaðilum til skila á skattframtölum. Þann 8. september 2018 var stefnandi í töl vupóstsambandi við stefnda vegna öflunar ársreiknings fyrir árið 2016. Eftir að stefnandi hafði skilað framtali til Ríkisskattstjóra útbjó hann reikning fyrir vinnu sína að fjárhæð 267.900 krónur auk virðisaukaskatts stílaðan á La Dolce Vita ehf., Samúel Guðmundsson, Hafnarstræti 1 - 3 í Reykjavík, samtals 332.196 krónur. Var gjalddagi reikningsins 25. september 2018. Á þessum tíma sat stefndi í stjórn La Dolce Vita ehf. en með tilkynningu til Ríkisskattstjóra, sem móttekin var 19. september 2018, sagði h ann sig úr stjórn félagsins. Stefnandi byggir dómkröfur sínar á almennu sakarreglunni í skaðabótarétti og kveður sig hafa orðið fyrir tjóni vegna saknæmrar og ólögmætrar háttsemi stefnda. Stefnandi byggir á því að hann hafi orðið fyrir tjóni sem felst í ógreiddum reikningi fyrir vinnu stefnanda fyrir stefnda. Þessu mótmælir stefndi og kveður í fyrsta lagi að stefndi 10 sé ekki greiðandi reikningsins og þar fyrir utan sé ekki fullreynt hvort greiðsla fáist úr þrotabúi La Dolce Vita ehf. Þá hafi vinna stefnanda farið fram í þágu La Dolce Vi ta ehf. en ekki stefnda. Stefnandi kveður orsakasamhengi ljóst. Stefndi hafi leitað til stefnanda sem hafi lagt fram vinnuframlag sitt fyrir stefnda. Þá liggi sök stefnda í því að stefndi hafi verið stjórnarformaður í því félagi sem vinnan var unnin fyrir. Hann hafi persónulega óskað eftir vinnuframlagi stefnanda og hafi m.a. sent stefnanda tölvupóst gegnum persónulegt netfang sitt en ekki netfang lögaðilans. Stefndi hafi verið eigandi að meirihluta hlutafjár í La Dolce Vita ehf. í gengum félag sitt NQ ehf. , en félagið Síló ehf. hafi átt það félag. Stefndi sjái einnig um bókhald og fjármálastjórn fyrir La Dolce Vita ehf. en stefndi hafi fengið greiddar 620.000 krónur mánaðarlega frá S67 ehf. fyrir fjármálastjórn. Þessu mótmælir stefndi og kveður engin gögn s ína fram á þessar tengingar og þær alls ósannaðar. Ágreiningslaust er að stefndi var stjórnarformaður í félaginu La Dolce Vita ehf. á þeim tíma er hann óskaði eftir vinnuframlagi hjá stefnanda vegna félagsins. Samkvæmt gögnum málsins voru eigendur félagsin s þá NQ ehf., Kjartan Guðmundsson, Erna Ingólfsdóttir og Hrefna Ingólfsdóttir. Stefnandi heldur því fram að stefndi sé eigandi margra fyrirtækja og hafi meðal annars setið í stjórn Landsbankans. Því er ómótmælt að stefndi hafi setið í stjórn Landsbankans e n eignaraðild hans að öðrum félögum sem haldið sé fram í máli þessu er mótmælt sem ósönnuðum fullyrðingum. Verður tekið undir það með stefnda og ekki byggt á þeim fullyrðingum við úrlausn máls þessa enda engin gögn í málinu sem styðja þessar fullyrðingar. Gegn mótmælum stefnda þá sannar verktakamiði frá S67 ehf. til La Dolse Vita ehf. ekki vitneskju stefnda um slæma fjárhagsstöðu La Dolce Vita ehf. á þeim tíma er stefndi óskar eftir vinnuframlagi stefnanda. Stefndi krefst sýknu á þeim grundvelli að stefna nda hafi ekki tekist að sýna fram á að skilyrði skaðabótaskyldu samkvæmt sakarreglunni eða öðrum skaðabótareglum séu fyrir hendi. Til að skilyrði sakarreglunnar séu uppfyllt þarf að sýna fram á tjón, orsakasamhengi og sök eða eftir atvikum gáleysi. Ber st efnandi sönnunarbyrðina fyrir því að ofangreind skilyrði séu fyrir hendi. Þrátt fyrir að félagið La Dolce Vita ehf. hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta þann 29. maí 2019 og árangurslaust fjárnám gert hjá fyrirtækinu 5. nóvember 2018 eða að 11 stefndi sagði sig formlega úr stjórn félagsins þann 19. september 2018, liggur ekkert fyrir í gögnum málsins um að stefnda hafi mátt vera ljóst í byrjun september 2018 að félagið myndi ekki, eða gæti ekki, greitt reikning stefnanda eða að félagið væri þá þegar orðið óg jaldfært. Hefur stefnandi ekki sýnt fram á það og ber hallann af því. Þegar af þessari ástæðu hefur stefnandi ekki sýnt fram á að stefndi beri ábyrgð á því, með saknæmum hætti, að umþrættur reikningur stefnanda fékkst ekki greiddur af La Dolce Vita ehf. V erður stefndi því sýknaður af kröfum stefnanda. Með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 verður stefnandi dæmdur til að greiða stefnanda 300.000 krónur í málskostnað. Ástríður Grímsdóttir kveður upp dóm þennan. Dómsorð. Stefndi, Samúel Guðmundsso n, er sýkn í máli þessu. Stefnandi greiði stefnda 300.000 krónur í málskostnað. Ástríður Grímsdóttir Rétt endurrit staðfestir Héraðsdómur Reykjaness 29.11.2019.