Héraðsdómur Suðurlands Dómur 21 . júní 2022 Mál nr. S - 561/2021 : Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum ( Arndís Bára Ingimarsdóttir fulltrúi ) g egn Aron i Krist ni Antonss yni ( Aníta Óðinsdóttir lögmaður ) og X ( Aníta Óðinsdóttir lögmaður ) Dómur Mál þetta er höfðað með ákæru lögreglustjórans í Vestamannaeyjum þann 24. nóvember 20201, á hendur Aroni Kristni Antonssyni, og X I. á hendur ákærða Aroni Kristni fyrir fíkniefnalagabrot með því að hafa, þriðjudaginn 22. september 2020, í tvö aðgreind skipti, síðdegis og að kvöldi, selt og afhent ótilgreindum aðila samtals allt að 10 g af maríhúana en fíkniefnaviðskiptin áttu sér stað á bifreiðastæði austan við B í Vestmannaeyjum. Telst brot ákærða varða við 2., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65, 1974 með síðari breytingum og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001 með síðari breytingum. II. á hendur ák ærðu Aroni Kristni og X fyrir fíkniefnalagabrot með því að hafa, að kvöldi fimmtudagsins 24. september 2020, Vestmannaeyjum, haft í vörslum sínum í sölu - og dreifingarskyni, samtals 68,77 g af maríhúana, en efnin fundust ofan í svörtum bakpoka í svefnh erbergi á annarri hæð hússins við leit lögreglu. 2 Telst brot ákærðu varða við 2., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65, 1974 með síðari breytingum og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld e fni nr. 233/2001 með síðari breytingum. III . á hendur ákærðu Aroni Kristni fyrir peningaþvætti með því að hafa um nokkurt skeið og fram til 24. september 2020 aflað sér ávinnings allt að fjárhæð 319.500 krónur með sölu og dreifingu ótiltekins magns fíkniefna og/eða eftir atvikum með öðrum ólögmætum og refsiverðum hætti, en við leit lögreglu í Ve stmannaeyjum fundust samtals 319.500 krónur inni í fataskáp í svefnherbergi ákærða á annarri hæð hússins. Telst brot ákærða varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940 með síðari breytingum. Þess er krafist að bæði ákærðu verði dæmd til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Jafnframt er þess krafist að báðum ákærðu verði gert að sæta upptöku á samtals 68,77 g af maríhúana (efnaskrá lögreglu nr. 44590) samkvæmt 6. mgr. 5. gr. nefndra l aga um ávana - og fíkniefni nr. 65, 1974 og 2. mgr. 14. gr. nefndrar reglugerðar nr. 233/2001. Enn fremur er þess krafist að ákærða, Aroni Kristni verði með vísan til VII. kafla A., einkum 69. gr., 69. gr. a., 69. gr. b., 69. gr. c. og 69. gr. d. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, með síðari breytingum gert að sætu upptöku á innistæðu að fjárhæð 319.500 krónur á bankareikningi nr. xxxxxxx í Íslandsbanka auk áfallinna vaxta og verðbóta frá 25. september 2020 til greiðsludags en framangreindur reikningur v ar stofnaður af lögreglunni í Vestmannaeyjum til að varðveita fjármuni sem haldlagðir voru hjá ákærða, sbr. ákæruliður III. Málið var þingfest 10. febrúar 2022. Við upphaf aðalmeðferðar þann 25. maí 2022, viðurkenndi ákærði Aron Kristinn skýlaust að haf a gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru. Með vísan til skýlausrar játningar ákærða og þar sem dómari taldi ekki ástæðu til að draga í efa að játning hans væri sannleikanum samkvæmt var farið með málið, hvað varðar þátt 3 ákærða Arons K ristins , í samræmi við ákvæði 1. mgr. 164. gr. laga nr. 88/2008 um m eðferð sakamála . X neitar sök. Aðalmeðferð fór fram 25. maí 2022 og var málið dómtekið að henni lokinni. Af hálfu ákæruvalds eru gerðar sömu dómkröfur og að ofan greinir. Af hálfu ákærða Arons Kristins er krafist vægustu refsingar sem lög leyfa. Þá er þess krafist að sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða. Af hálfu X er krafist sýknu af öllum kröfum ákæruvalds, en til vara að h enni verð i ekki gerð refsing og til þrautavara vægustu refsingar sem lög leyfa. Þá er þess krafist að sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjenda ákærð u . Málavextir Ákærði Aron Kristinn hefur líkt og að framan greinir játað sök í málinu og vísast því um málavexti hvað I. og III. lið ákæru varðar til ákæruskjals og til II. l iðar ákæru hvað hann varðar. Samkvæmt frumskýrslu málsins hafði lögregla afskipti af ákærðu báð um að kvöldi fimmtudagsins 24. september 2020, vegna meintra umferðarlagabrota ákærða Arons Kristins sem og þar sem lögregla hafði fengið ábendingu um að ákærðu stæðu að sölu fíkniefna. Munu ákærðu hafa verið á ferðinni á bifreið X er lögregla hafði afskipti af þeim og þau í framhaldinu flutt á lögreglustöð. Á lögreglustöðinni hafi lögregla kynnt ákærða Aroni Kristni að lögreglan hygðist fara fram á leit á dvalarstað hans þar sem hann leigði íbúð ásamt X og vitninu C . Ákærði Ar on Kristinn hafi undirritað leitarheimild og jafnframt v iðurkenn t að hann væri með um 60 g af kannabis heima hjá sér. Hafi hann kveðið efnið vera í svartri tösku inni í litlu svefnherbergi á móts við eldhús íbúðarinnar. Þá hafi X heimilað leit í bifreið si nni, en þar hafi ekkert saknæmt fundist. 4 Við húsleit í íbúð ákærðu hafi fíkniefnaleitarhundur merkt á svartan bakpoka inni í svefnherbergi á móts við eldhús, í samræmi við framburð ákærða Arons Kristins . Í bakpokanum hafi verið tvær glerkrukkur er innihé ldu ætluð kannabisefni í glærum smelluláspokum. Þá hafi fíkniefnaleitarhundurinn einnig merkt á tvö seðlabúnt í fataskáp auk talsverðs magns af litlum glærum smelluláspokum. Við skýrslutöku lögreglu af X þann 24. september 20 20 , kvaðst X ekki hafa haft n ein Aroni Kristni að losa sig við efnin. Hafi þau rifist vegna þessa, hún ætlað að henda efnunum en hann bannað henni það og sagst myndi losa sig við þau. Taldi ákærða þetta hafa verið um viku áður. Þá neitaði X alfarið að hún ætti umrædd efni með ákærða Aroni Kristni . Við skýrslutöku lögreglu af ákærða Aroni Kristni þann 24. september 2020, kvaðst ákærði hafa verið að geyma umrædd efni fyrir vin sinn. Hann hafi fengið efnin fyrir nokkrum dögum síðan og hafi hann ætlað að skila þeim aftur til vinar síns. Þá er í gögnum málsins upplýsingarskýrsla og rannsóknargögn vegna rannsóknar á síma ákærða Arons Kristins , þar sem fundust samskipti sem bendi til fíkniefnaviðskipta sem og myndir af kannabisefnum , sem ákærði mun hafa notað til að auglýsa efnin. Framburður við aðalmeðferð Við aðalmeðferð málsins gáfu auk ákærðu skýrslu s em vitni lögreglumenn nr. 0116, 9703 og 9118. Forsendur og niðurstöður Ákærðu er í máli þessu gefin að sök fíkniefnalagabrot, auk þess sem ákærða Aroni Kristni er gefið að sök peningaþvætti. Með vísan til játningar ákærða Arons Kristins telst sannað hann hefur gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þa r þykir rétt færð til refsiákvæða. Líkt og áður greinir hefur X neitað sök í málinu. Kveðst hún ekki hafa átt umrædd fíkniefna eða staðið að fíkniefnasölu, líkt og greinir í ákæru. 5 X hefur bæði hjá lögreglu sem og fyrir dómi borið því við að hún hafi nokk ru áður en lögregl a gerði húsleit að heimili ákærðu fundið fíkniefni í fórum meðákærða í svartri tösku hans , trúlegast viku eða tveimur áður . Er ekkert komið fram um að hún hafi vitað um efnin áður en hún komst að þessu . Í skýrslu lögreglu k vað hún ákærða Aron Kristinn hafa falið þau fyrir henni. Hún hafi orðið mjög reið og þau rifist eftir að hún fann efnin og hún ætlað að henda þeim en ákærði Aron Kristinn hafi bannað henni það og sagst mynd u losa sig við þau strax. Bar hún fyrir dómi að hún hefði talið h ann hafa losað sig við efnin og hún ekki séð þau síðan. Í skýrslu hjá lögreglu hafði ákærða frumkvæði að því að segja frá því þegar hún fann efnin og þessum samskiptum við meðákærða. Framburður hennar um að hún hafi fundið efnin og þá fyrst vitað af þeim fær stoð í framburði meðákærða hjá lögreglu. Þá kom fram hjá honum fyrir dómi að þau hafi rifist vegna þessa en hins vegar mundi hann ekki eftir að hún hefði sagt honum að losa sig við efnin. Gat hann þess fyrir dómi að hann hafi viljað fela þetta f y r ir henni. Að mati dómsins er framburður X trúverðugur um að hafa fyrst fundið efni n nokkru áður en þau fundust við húsleit . Þá er samræmi í framburði hennar fyrir lögreglu og dómi að hún hafi talið að efnin hefðu verið fjarlægð en ákærði Aron Kristinn hafi sagst ætla að gera það . Ekki verður á það fallist með ákæruvaldinu að X beri sérstaklega refsiábyrgð á því að hafa ekki gengið á eftir því og fullvissað sig um að meðákærði losaði sig vi ð efnin af dvalarstað þeirra , en ekki er unnt að fullyrða um hvaða árangur það hefði borið miðað við framburð hennar. Þá er ekkert í málinu sem bendir til eða telst sannað að hún hafi haft ásetning til að hafa fíkniefni í vörslum sínum . Hefur ákærði Aron K ristinn játað brot sín fyrir dómi og borið að hann hafi einn átt umrædd efni og staðið að sölu þeirra. Ekkert er í gögnum málsins sem bendir til þess að X hafi staðið að eða ráðgert sölu fíkniefna. Með vísan til þessa er huglægum refsiskilyrðum ekki fullnægt h vað X varðar en ákæruvaldið ber um þa u sönnunarbyrði . Gegn eindreginni neitun X og að virtum framburði ákærða Arons Kristins þykir þannig ekki vera komin fram lögfull sönnun fyrir því að hún hafi gerst sek um þá hátt semi sem henni er gefin að sök og verður ekki hjá þ ví komist að sýkna hana af öllum kröfum ákæruvalds í málinu , sbr. 108. og 109. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 6 Ákærði Aron Kristinn hefur með háttsemi sinni unnið sér til refsingar. Samkvæmt fra mlögðu sakavottorði hefur ákærði fjórum sinnum áður sætt refsingu, í öll skiptin vegna umferðarlagabrota. Þann 13. janúar 2021 var ákærða gerð sekt vegna aksturs og sviptur ökurétti. Að öðru leyti hefur sakaferill ákærða Arons Kristins ekki áhrif við ákvör ðun refsingar í máli þessu. Brot það sem ákærði er nú sakfelldur fyrir er framið fyrir ákvörðun framangreindra viðurlaga og verður ákærða því nú dæmdur hegningarauki , með vísan til 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Refsing ákærða Arons Kristins er hæfilega ákveðin fangelsi í tvo mánuði . Að virtum atvikum máls og að teknu tilliti til skýlausrar játningar ákærða , þykir rétt að fresta fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppsögn dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með áorðnum breytingum. Með vísan til 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 , eru gerð upptæk framangreind fíkniefni líkt og greinir í dómsorði. Með vísan til framangreindra ákvæða VII. kafla a., almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari breytingum, er gerð upptæk framangreind peningafjárhæð líkt og greinir í dómsorði. Samkvæmt 235. gr. laga nr. 88/2008 verður ákærða Aroni Kristni gert að greiða sakarkost nað, en ekki X . Ákærði Aron Kristinn greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns sem er hæfilega ákveðin 334.800 krónur, að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Málsvarnarlaun skipaðs verjanda X 265.050 krónur , að teknu tilliti til virðisaukaskatts, greið a s t úr ríkissjóði. Annan sakarkostnað leiddi ekki af máli þessu. Einar Karl Hallvarðsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærða, X , skal vera sýkn af öllum kröfum ákæruvalds. Ákærði, Aron Kristinn Antonsson, sæti fangelsi í tvo mánuði , en f resta skal fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppsögu dóms þessa h aldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 , með áorðnum breytingum. 7 Gerð eru upptæk samtals 68,77 g af maríhúana, sbr. e fnaskrá lögreglu nr. 44590. Gerð er upptæk innistæða að fjárhæð 319.500 kr., á bankareikningi nr. xxxxxxxx í Íslandsbanka, auk áfallinna vaxta og verðbóta frá 25. september 2020. Ákærði Aron Kristinn greiði sakarkostnað samtals 334.800 krónur, sem eru má lsvarnarlaun skipaðs verjanda, Anítu Óðinsdóttur lögmanns, að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Úr ríkissjóði greiðast málsvarnarlaun skipaðs verjanda X , Anítu Óðinsdóttur lögmanns , 265.050 krónur , að teknu tilliti til virðisaukaskatts . Einar Karl Hallvarðsson