Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 7. nóvember 2019 Mál nr. S - 3675/2019 : Héraðssaksóknari (Fanney Björk Frostadóttir a ðstoðarsaksóknari) g egn X ( Dagmar Arnardóttir l ögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 30. október sl., höfðaði héraðssaksóknari með ákæru 15. ágúst 2019 á hendur ákærð a X , kennitala , , , [f] yrir nauðgun, með því að hafa aðfaranótt miðvikudagsins 18. október 2017, á , haft samræði við A , án þess að hafa til þess samþykki, en ákærði notfærði sér að A gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Telst þetta varða við 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsinga r og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa: Af hálfu A , kt. , er gerð krafa um að ákærða verði gert að greiða henni miskabætur að fjárhæð kr. 2.500.000 auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 18. október 2017 þ ar til mánuður er liðinn frá því ákærða var kynnt bótakrafan en dráttarvaxta skv. III. kafla vaxtalaga frá þeim degi til greiðsludags sbr. 9. gr. sömu laga. Þá er þess krafist að ákærða verði gert að greiða málskostnað að mati dómsins eða samkvæmt síðar fr amlögðum málskostnaðarreikningi að viðbættum virðisaukaskatti á málskostnað. I 2 Ákærði hefur skýlaust játað þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og viðurkennt bótaskyldu en mótmælir bótakröfunni sem of hárri . Játning ákærða fær fulla stoð í gögnu m málsins. Sannað er með játningu ákærðu og öðrum gögnum málsins að h ann hafi gerst sek ur um þá háttsemi sem h onum er þar gefin að sök og er brot hans þar rétt heimfært til refsiákvæða . Farið var með málið samkvæmt ákvæðum 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðf erð sakamála og tjáði ákærandi og verjandi ákærðu sig sérstaklega um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga . II Ákærð i er fædd ur árið . Samkvæmt framlögðu sakavottorði hefur h ann ekki sætt refsingu. Þegar málsatvik gerðust v ar ákærði unnust i brotaþol a og misnotaði hann sér gróflega ástand brotaþola og þær aðstæður sem voru uppi og grundvölluðst á sambandi þeirra. Við ákvörðun refsingar ákærða er, til refsimildunar, litið til skýlausrar játningar hans og þeirra iðrunar sem hann hefur sýnt við meðferð má lsins fyrir dómi , sbr. 5. o g 8. töluliður 1. mgr. 70. gr. almennra hegningar laga nr. 19/1940 . Brot ákærða var alvarlegt og með því braut hann gegn kynfrelsi brotaþol a og því trausti sem brotaþoli sýndi honum , sbr. 1. o g 2 . t öluliður framangreinds lagaákvæðis . Af hálfu ákærða var því sérstaklega mótmælt að forsendur væru til þess að líta til 3. m gr. 70. g r. laga nr. 19/1940 til þyngingar refsingu. Samkvæmt greinargerð er fylg d i 3. m gr. 70. g r. , sbr. lög nr. 27/20 0 6 , er við mat á því hvort náin tengsl aðila hafi aukið á grófleika verknaðar háð atvikum hverju sinni og einkum horf t til þess hvort um langvarandi eða endurtekin brot er að ræða . Sé því almennt ekki gert ráð fyrir að einstök tilvik séu þess eðlis að refsiþynging á grundvell i þessa ákvæðis kæmi til greina. Þa ð sé hins vegar háð mati dómara að virtum atvikum hvers máls og mætti þá jafnframt líta til þess hvort atvik eða aðstæður hafi verið með þeim hætti að brot hafi verið til þess fallið á grundvelli almenns og hlutlægs mælik varða að niðurlægja brotaþola eða jafnvel að skerða sjálfsmat hans eða sjálfsvirðingu. Er það mat dómsins , í ljósi orðalags ákvæðisins, málsatvika, alvarleika brotsins og framlagðra gagna er varpa ljósi á áhrif brotsins á brotaþola, að slíkt eigi við í mál i þessu. Með vísan til þess lítur dómur inn því til framangreinds ákvæðis við ákvörðun refsingar ákærða . Að þessu virtu þykir refsing ákærð a hæfilega ákveðin fangelsi í tvö ár . M eðferð málsins hefur dregist en um tvö ár eru nú liðinn frá því brotið átti sér stað og ákærða verður ekki um þann drátt kennt. Þá játaði ákærði skýlaus t brot sitt fyrir dómi , sem er 3 sjaldgæf t í málum sem þessu m, og ætla má að í þessu máli hafi það haft áhrif á brotaþola í þá veru að minnk a álag á hana vegna dómsmeðferðar málsins . Í ljósi þessa e r fresta ð fullnustu 21 mánaða af refsing unni og falli hún niður að liðnum þremur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærð i almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Í málinu gerir brotaþoli kröfu um miskabætur. Eins og rak i ð er að framan hefur ákærði verið sakfelldur fyrir gróf t brot gegn brotaþola. Er u brot sem þessi til þess falli n að hafa í för með sér stórfelldan miska fyrir þann sem fyrir því verður. Þá má af m álsgögnum ráða að brotið hefur haft alvarlegar afleiðingar fyrir líðan brotaþola. Þykja tengsl ákærða og brotaþola þegar atvik gerðust auk a frekar á miska hennar. Í ljós framangreind s þykir brotaþoli eiga rétt á misk a bótum úr hendi ákærða á grundvelli b - li ðar 1. m gr. 26. g r. skaðabótalaga nr. 50/1993. Þykir fjárhæð miskabóta hæfilega ákveðin í ljósi framangreinds og dómafordæma 1. 5 00.000 krónur , auk vaxta og dráttarvaxta eins og nánar greinir í dómsorði og er þá við það miðað að ákærða var fyrst birt bótakr afa við þingfestingu málsins. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Dag m arar Arnardóttur lögmanns , sem ákveðin er 900.000 krónur, og þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola , Elvu Daggar Á sudóttur Kristinsdóttur, 700.000 krónu r . Hefur við ákvörðun þóknunar til lögmanna verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Ákærði greiði 17.000 krónur í sakarkostnað í samræmi við framlagt yfirlit ákæruvalds. Dóm þennan kveður upp Sigríður Elsa Kjartansdóttir héraðsdómari. Dómsorð: Ákærð i , X , s æti fangelsi í tvö ár en fresta skal fullnustu 21 mánaða af refsing unni og falli hún niður að liðnum þremur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði greiði A 1. 5 00.000 krónur auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 18. október 2017 til 3. nóvember 2019 en dráttarvaxt a samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Dagmarar Arnardóttur lögmanns, 900.000 krónur , þóknun réttargæslumanns brotaþola E lvu Daggar Ásudóttur Kristinsdóttur 700.000 krónur, og 17.000 k rónur í annan sakarkostnað. Sigríður Elsa Kjartansdóttir