Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 13. september 2022 Mál nr. E - 5906/2021 : Eiður Örn Ingvarsson ( Þórður Heimir Sveinsson lögmaður ) g egn Innheimtustofnun sveitarfélaga ( Fjölnir Ólafsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 1. september 2022, var höfðað 14 . desember 2021 , af Eiði Erni Ingvarssyni, , á hendur Innheimtustofnun sveitarfélaga, Lágmúla 9, Reykjavík , til endurgreiðslu fjármuna. Stefnandi krefst þess aðallega að stefndi endurgreiði honum 782.294 krónur , ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, af 42.773 krónum frá 8. janúar 2021 til 12. febrúar s.á. , af 110.312 krónum frá þeim degi til 17. febrúar s.á. , af 424.103 krónum frá þeim degi til 17. mars s.á. , af 499.370 krónum frá þeim degi til 7. apríl s.á. , af 586.962 krónum frá þeim degi til 12. maí s.á. , en af 782.294 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Til vara, krefst stefnandi þess að stefndi endurgreiði honum 282.924 krónur , ásamt dráttarvöxtum s amkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, af 87.592 krónum frá 7. apríl 2001 til 12. maí s.á. , en af 282.924 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar að mati dóm sins , að viðbættum virðisaukaskatti. Stefndi krefst sýknu af kröfum stefnanda. Stefndi krefst þess jafnframt að stefnandi verði dæmdur til að greiða stefnda málskostnað að skaðlausu. Að kröfu stefnda var stefnanda með úrskurði dómsins 9. febrúar 2022 gert að setja tryggingu að fjárhæð 500.000 krónur fyrir greiðslu málskostnaðar í málinu. Yfirlit málsatvika og helstu ágreiningsefna Í máli nu krefst stefnandi þess að stefndi endur greiði honum fé sem vinnuveitandi hans greiddi stefnda á árinu 2021, að kröfu st efnda , vegna meðlagsskulda stefnanda. Stefnandi lýsir málsatvikum svo að hann hafi verið úrskurðaður gjaldþrota 6. febrúar 2019 og skiptum á búi hans hafi lokið 6. júní s.á. Stefndi hafi lýst kröfu í þrotabúið að fjárhæð 1.964.777 krónur vegna vangreiddra meðlagsgreiðslna hans. Samkvæmt gögnum málsins greiddist ekkert upp í lýstar kröfur við búskiptin, en þær voru samtals að fjárhæð 37.742.868 krónur . 2 Stefnandi kveðst hafa hafið störf hjá Eis ehf. 1. nóvember 2019 . F élaginu hafi borist innheimtukrafa frá s tefnda 22. júlí 2020 þar sem því var tilkynnt um að sem kaupgreiðanda bæri félaginu lagaskylda til að halda eftir hluta af launum stefnanda og skila til stefnda , að öðrum kosti gæti kaupgreiðandi borið ábyrgð , eða allt að 50% af heildarlaunum stefnanda. Kr afa stefnda hafi numið 142.260 krónum á mánuði frá og með 1. ágúst 2020. Félagið hafi ekki orðið við kröfunni en hafi í kjölfar innheimtuaðgerða stefnda samið við hann í desember 2020 um greiðslur af launum stefnanda . F yrsta greiðslan hafi verið greidd 8. janúar 2021 , þær tvær næstu 12. og 17. febrúar s.á., og síðustu þrjár dagana 17. mars, 7. apríl og 12. maí s.á. Þessar sex greiðslur mynda samtals aðalkröfu stefnanda að fjárhæð 782.294 krónur að höfuðstól , en höfuðstóll varakr öfu samanstendur af tveimur s íðustu greiðslunum . S tefnandi var á ný úrskurðaður gjaldþrota 7. apríl 2021 og lauk skiptum á búi hans 30. ágúst s.á. án þess að nokkuð greiddist upp í lýstar kröfur , samtals að fjárhæð 20.912.270 krónur , en stefndi lýsti e ngr i kröfu í þrotabúið við þau bú skipti . Með erindi lögmanns stefnanda til stefnda 14. september 2021 var vísað til þess að fyrningu á skuldum stefnanda við stefnda hefði ekki verið slitið með málshöfðun innan tveggja ára frá fyrra gjaldþroti hans og þess var krafist að skuldir hans við stefnda yrðu felldar niður . Þá var þess krafist að greiðslur frá vinnuveitanda stefnanda á tímabilinu janúar til maí 2021 yrðu endurgreiddar . Í bréfi stefnda dagsettu 15. október 2021 kom fram að hafnað væri endurgreiðslu fjár sem innheimt hefði verið hjá vinnuveitanda með lögmætum hætti innan fyrningartíma kröfunnar, frá janúar til maí 2021, og væri samtals 782.294 krónur , en l jóst væri að eftirstöðvar skuldarinnar væru fyrndar og yrðu þær því afskrifaðar . Málsaðila greinir á um það hvort greiðslurna r hafi stafað frá stefnanda þannig að hann geti átt aðild að máli um endurgreiðslu þeirra og stefndi mótmælir þeirri lýsingu í stefnu að greiðslurnar hafi verið greiðslur af launum stefnanda Þá greinir aðila á um lögmæti umræddrar innheimt u stefnda hjá Eis ehf. á vegna meðlagsskuld a stefnanda . Við aðalmeðferð málsins gaf stefnandi skýrslu í síma og vitni bar þar , einnig um síma, eiginkona hans en hún er eigandi félagsins Eis ehf. sem er vinnuveitand i stefnanda. Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi byggir aðalkröfu sín a á því að stefnda hafi verið óheimilt að krefja Eis ehf. um endurgreiðslur meðlaga af launum hans eftir lok skipta 6. júní 2019 fram að þeim tíma er allar kröfur á hendur honum fyrndust 6. júní 2021 . H eimild stefnd a til að krefja kaupgreiðanda um að halda eftir hluta af kaupi til lúkningar meðlögum s amkvæmt 1. tl. 7. mgr. 5. gr. laga nr. 54/1971 um Innheimtustofnun sveitarfélaga eigi e inungis við þegar greiðandi sé ekki gjaldþrota. 3 I n nheimtutilraunir stefnda á hendur Eis eh f. hafi reynst árangurslausar með árangurslaus u fjárnám i 9. febrúar 2021 . S tefndi hefði því átt að láta þar við sitja í stað þess að hóta gjaldþroti sem engu hefði skilað . K röfur um gjaldþrot heyr i til undantekninga hjá stefnda og séu ekki gerð ar nema með samþykki stjórnar stefnda . E kki ligg i fyrir að stjórn stefnda hafi samþykkt slíka kröfu en þegar af þeirri ástæðu hafi stefndi ekki haft frekari heimildir til að krefja Eis ehf. um greiðslur af launum stefnanda. Undir þeim innheimtuþvingunum sem stefndi hafi viðhaf t gagnvart Eis ehf. hafi félagið , sem vinnuveitandi stefnanda , ekki talið annað fært en að greiða stefnda af launum stefnanda. S tefndi haf i talið sig hafa heimild til þess að krefjast m eðlagsgreiðslna af launum stefnanda í janúar maí 2021 þrátt fyrir að stefnandi væri gjaldþrota eftir lok fyrri gjaldþrotaskipta stefnanda 6. júní 2019 og vinnuveitandi nn með árangurslaust fjárnám . Ú rræði stefnda til innheimtu af launum stefnanda hafi ekki verið fyrir hendi nema með hótunum um gjaldþrot félagsins . A lmennt séð falli ógreiddar eftirstöðvar skuldar sem fellur undir gjaldþrotaskipti niður að liðnum tveimur árum eftir skiptalok hafi fyrningu ekki verið slitið af hálfu skuldara. Í 2. mgr. 165. gr. laga nr. 21/1991 , sem breytt var með lögum nr. 142/2010, komi fram að þrotamaður ber i ábyrgð á skuldum sínum sem fá i st ekki greiddar við gjaldþrotaskipti. Hafi kröfu verið lýst við gjaldþrotaskiptin og ekki fengist greidd við þau sé fyrningu slitið gagnvart þrotamanninum og byrj i þá nýr tveggja ára fyrningarfrestur að líða á þeim degi sem skiptunum sé lokið. Fyrningu krafna sem um ræðir í 2. mgr. verð i aðeins slitið á ný með því að kröfuhafi höfði innan fyrningarfrestsins frá skiptal okum mál á hendur þrotamanni og fái þar dóm um viðurkenningu á fyrningarslitum gagnvart honum. Slíka viðurkenningu sk uli því aðeins veita með dómi að kröfuhafi sýni fram á að hann hafi sérstaka hagsmuni af því að slíta aftur fyrningu, svo og að líkur megi telja á að fullnusta geti fengist á kröfu hans á nýjum fyrningartíma, en að gengnum slíkum dómi gild i almennar reglur um fyrningu hennar. M jög ströng skilyrði séu fyrir því að fá fyrningu slitið gagnvart þrotamanni og nánast ógerningur. Hið sama ætti því a ð gilda , að ekki sé hægt með auðveldum hætti að seilast í útborguð laun stefnanda þannig að heimilt sé að taka allt að 50% af þeim um hver mánaðamót vegna skuldar við stefnda. Áby rgð þrotamanns á skuldum sínum sem fást ekki greiddar við gjaldþrotaskipti geti s am kv æmt 2. mgr. 165. gr. gjaldþrotaskiptalaga aðeins komið til álita ef þrotamaður er einstaklingur og það eigi annars vegar við um þær skuldir sem þrotamaður stofn ar til eftir skiptalok og hins vegar þær skuldir sem ekki haf a feng i st greiddar við g jaldþrotaskiptin. Engar eignir hafi verið í búi stefnanda og hann hafi ekki stofnað til meðlagsskulda við stefnda eftir lok gjaldþrotaskipta. Það e ina sem stefnandi hafi átt eftir gjaldþrotaskiptin hafi verið laun vegna starfa sinna hjá Eis ehf. Í ákvæðinu sé eingöngu átt við að þrotamaður beri ábyrgð á sínum skuldum , en ekki verði dregin af því sú ályktun 4 að þriðji aðili , félagið Eis ehf., beri ábyrgð á því að greiða stefnda skuldir stefnanda með því að taka hluta af launum hans upp í kröfu stefnda. Væri það í verulegu ósamræmi við tilgang laga nr. 142/2010 og jafnrétti kröfuhafa til heimtu krafna sinna. Þv í sé engin bein heimild í lögum eftir gjaldþrotaskipti einstaklings til að krefja þriðja aðila um greiðslur af launum þrotamanns, greiðslur sem hann annars notaði til framfærslu sinnar. Stefndi hafi því varpað ábyrgð á skuldum stefnanda yfir á Eis ehf., vinnuveitanda hans , með því að stofna innheimtumál á hendur félaginu með vísun til 1. tl. 7. mgr. 5. gr. laga nr. 54/1971 um Innheimtustofnun sveitarfélaga , sem verið hafi óheimilt s amkvæmt lögum og eðli máls. Við fyrirliggjandi aðstæður hafi ekki verið lagaheimild til að krefja Eis ehf. um greiðslur af launum stefnanda. Þu rft hafi skýra lagaheimild fyrir því að heimilt væri að ganga í laun gjaldþrota einstakling s í gegnum Eis ehf. s amkvæmt 1. tl. 7. mgr. 5. gr. laga nr. 54/1971 , þar sem alvarleiki slíkrar innheimtu sé svo mikill . S tefndi hafi gert þá kröfu á Eis ehf. að taka af launum stefnanda upp í endurgreiðslu meðlaga á því tímabili sem um ræðir , þ.e. frá skiptalokum 6. júní 2019 til 6. júní 2021. Samkvæmt 1. tl. 1. mgr. 73. gr. g jaldþrotaskiptalaga sé ekki heimilt að ganga að launum stefnanda þegar hann er undir gja ldþrotaskiptum , sem eigi ekki síður við eftir gjaldþrotaskipti gagnvart kröfum gjaldföllnum fyrir úrskurð gjaldþrotaskipta. Þ ví síður hafi stefnda verið heimilt að ganga að Eis ehf. að þessu leyti , og hvað þá eftir að árangurslaust fjárnám h a fði verið gert hjá félaginu. Þ rátt fyrir að fram komi í 2. mgr. 165. gr. gjaldþrotaskiptalaga að þrotamaður beri ábyrgð á skuldum sínum sem fást ekki greiddar við gjaldþrotaskipti, þá hafi þær breytingar sem lagðar hafi verið til með lögum nr. 142/2010, að stytta fyrningarfrest á þeim kröfum eða þeim hluta þeirra sem ekki fengust greiddar við gjaldþrotaskipti, verið til þess að auðvelda þeim einstaklingum sem urðu gjaldþrota , hvort sem var vegna gjaldþrotaskiptabeiðni frá kröfuhaf a eða frá þrotamanni sjálfum, að koma fjármálum sínum á réttan kjöl. Sá tími hafi einmitt verið tíminn frá skiptalokum og fram að því að kröfur fyrndust að tveimur árum liðnum. Framganga stefnda í máli þessu hafi verið þvert á tilgang laganna og raunar sé tilgangslaust fyrir einstaklinga sem skuld að hafi meðlög að leita gjaldþrotaskipta til að koma skikk á fjármál sín og fjölskyldna sinna, ef stefndi gæti eftir sem áður stefndi farið í laun þeirra hvenær sem honum þóknaðist og hirt helming útborgaðra launa þangað til liðin v æ ru tvö ár frá skiptalokum. Tíminn meðan á gjaldþrotaskiptum stendur og næstu tvö ár eftir skiptalok sé tíminn sem þrotamaður get i notað til að koma fjármálum sínum á réttan kjöl, til að hægt sé að lifa mannsæmandi lífi. Með því að kre fjast greiðslna frá Eis ehf., í krafti laga nr. 54/1971, af útborguðum launum stefnanda, sem engin n annar kröfuhafi h efð i getað gert , og kom a st þannig bakdyramegin að til að fá greiðslur inn á kröfu sínar, hafi stefndi skert þ au réttindi stefnanda sem honum hafi verið fengin með lögum nr. 142/2010 . Í þeim hafi 5 falist að ekki hafi verið hægt að rjúfa hinn tveggja ára fyrningartíma krafna frá skiptalokum nema að höfða viðurkenningarmál gegn ákveðnum skilyrðum. Með því hafi gjaldþro ta einstaklingar átt að fá skjól fyrir kröfuhöfum á tíma num frá skiptalokum þangað til kröfur þeirra f yrnd ust að tveimur árum liðnum. Þeim tilgangi hafi ekki verið náð með því að laun þeirra væru skert sem næmi kröfum stefnda. Með framangreindu hafi mann réttindi stefnanda verið skert s amkvæmt 65. gr. stjórnarskrár Íslands nr. 33/1944. Jafnframt hafi atvinnuréttindi stefnanda s amkvæmt 75. gr. stjórnarskrárinnar í raun einnig verið skert með heimild stefnda til að geta tekið 50% af útborguðum launum. M eð þ essu verð i tilhneiging til svart rar atvinnustarfsemi í stað þess að einstaklingar komist fyrr út úr þeim fjárhagslegu aðstæðum sem knúið hafa þá í þrot og komi fjármálum sínum á réttan kjöl og tak i þannig eðlilegan þátt í þjóðlífinu með öflun tekna og grei ðslu skatta. S tefndi hafi ekki talið að fyrningu væri slitið samkvæmt 3. mgr. 165. gr. gjaldþrotaskiptalaga með þessum greiðslum frá Eis ehf. Á rangurslaus t fjárnám á hendur félaginu hafi því haft þann eina tilgang að þvinga fram greiðslur félagsins , en þ etta bil sem mynd i st frá skiptalokum fram til 6. júní 2021 geti ekki orðið til þess að stefndi geti gengið í laun stefnanda með þe ssu m hætti. S tefnda sé heimilt s amkvæmt 13. gr. reglugerðar nr. 491/1996, um innheimtu og skil á meðlögum o.fl., að afskrifa höfuðstól að hluta eða öllu leyti ef um áframhaldandi félagslega og fjárhagslega erfiðleika er að ræða hjá skuldara, þrátt fyrir samning við stefnda s amkvæmt 12. gr. reglugerðarinnar. Heimild til þessarar niðurfellingar höfuðstóls sé bundin því skilyrði a ð skuldari hafi í a.m.k. þrjú ár staðið við samning s amkvæmt 12. gr. Þetta ákvæði sé í andstöðu við þá framkvæmd sem viðhöfð hafi verið í máli stefnanda , að taka af launum hans eftir gjaldþrot þegar ljóst hafi verið að um verulega fjárhagslega erfiðleika v æri að ræða, en stefndi f ari t.d. ekki fram á gjaldþrot skuldara nema til komi samþykki stjórnar hans s amkvæmt 17. gr. reglugerðarinnar. Stefndi eigi að skila innheimtufé mánaðarlega til Tryggingastof n unar ríkisins s amkvæmt 19. gr. reglugerðarinnar, eftir því sem það innheimtist , og sk uli það ganga upp í meðlagsgreiðslur Tryggingastofnunar. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga greiði stefnda það sem á vantar til að tekjur stefnda nægi til endurgreiðslu til Tryggingastofnunar ríkisins og einnig til greiðslu rekstrar kostnaðar stefnda. Það sem innheimtist ekki af hálfu stefnda f ái stefndi f rá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga , sem f ái tekjur sínar m eðal annars af innheimtu skatttekna ríkissjóðs og tryggingagjöldum og fleiru s amkvæmt 4. gr. reglugerðar nr. 1088/2018 um Jöf n un arsjóð sveitarfélaga . Þ egar stefndi fái mismuninn greiddan meðal annars af skatttekjum frá stefnanda sé á skjön s ú framkvæmd að fara í laun gjaldþrota einstaklings sem á ekkert nema launin sín . Byggt sé á almennum reglum kröfuréttar um endurkröfu ofgreidds fjár, þótt erfitt sé að gefa almenna og algilda reglu um endurkröfurétt í þessu tilfelli . Eis ehf. hafi talið 6 að félagið yrði að greiða til stefnda í rangri trú um lögmæti kröfu stefnda , sem ekki hafi notið lögverndar. Þar sem Eis ehf. hafi greit t kröfuna undir hótunum stefnda varðandi innheimtu og raunar verið háð stefnda hafi félagið talið kröfuna vera lögmæta og hafi því ekki gert fyrirvara um greiðslu hennar , sem ekki eigi að koma að sök í máli þessu. S tefnandi og Eis ehf. séu ekki lögfróðir a ðilar því hafi villan um ranga trú ekki verið greiðandanum Eis ehf. að kenna . V illa hans hafi verið sú að félaginu væri skylt að greiða undir þvingun af hálfu stefnda vegna innheimtuaðgerða. S tefnda hafi verið óheimilt að heimta greiðslur af vinnuveitandanum Eis ehf. af launum stefnanda . Verði aðalkrafa stefnanda ekki tekin til greina sé á því byggt að stefndi hafi ekki mátt fara í launin hans á meðan gjaldþrotaskipti á búi hans stóðu yfir , þ.e. frá úrskurði um gjaldþrotaskipti 7. apríl 2021 til skiptaloka þeirra, sbr. 1. lið 1. mgr. 73. gr. , sbr. 72. gr. , gjaldþrotaskiptalaga. S tefnandi hafi aftur verið úrskurðaður gjaldþrota 7. apríl 2021, en við uppkvaðningu úrskurðar um gjaldþrotaskipti verð i til sjálfstæð persóna að lögum, þrotabú, kennt við hlutaðeigandi einstakling þ.e. stefnanda . Þ essi lögpersóna t aki í aðalatriðum bæði við réttindum og skyldum stefnanda sem skuldara og n jóti hæfis til að öðlast réttindi og baka sér skyldur meðan hún er við lýði fram að endanlegum lokum gjaldþrotaskipta . Stefnandi hafi greitt stefnda í gegnum Eis ehf. annars vegar þann 7. apríl 2021 við uppkvaðningu úrskurðar um gjaldþrotaskipti 87.592 krónur og hins vegar þann 12. maí 2021 195.332 krónur , samtals 282.924 krónur, sem sé varakr afan . S tefnda hafi ekki verið heimilt að fá greiðslur meðan á seinni gjaldþrotaskiptunum hafi staðið . Kröfur sínar styður stefnandi við 72 . og 73. gr . og 2. og 3. mgr. 165. gr. laga nr. 21/1991 , sbr. lög nr. 141/2010 , og við 65. og 75. gr. stjórnarskrár Íslands nr. 33/1944. Vísað sé til reglugerða nr. 491/1996 og nr. 1088/2018. Um varnarþing sé vísað til 4. mgr. 33. gr. laga nr. 91/1991 og um k röfu um málskostnað til 129. og 1. mgr. 130. gr. sömu laga og kr afist er virðis aukaskatts af málskostnaði í samræmi við lög nr. 50/1988. Málsástæður og lagarök stefnda Sýknukröfu sína reisir stefndi í fyrsta lagi á aðildarskorti stefnanda , sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991 , en í öðru lagi á því að innheimta stefnda hafi verið lögum samkvæm. Stefnandi eigi ekki aðild að kröfu um endurgreiðslu þeirrar fjárhæðar sem Eis ehf. hafi grei tt stefnda. U m hafi verið að ræða sjálfstæða kröfu stefnda á hendur Eis ehf. , vegna vanrækslu Eis ehf. á að verða við kröfu stefnda um að halda eftir hluta af launum stefnanda , og hafi Eis ehf. grei tt stefnda þá kröfu. E kkert liggi fyrir um að sú fjárhæð sem stefnandi krefst endurgreiðslu á hafi raunverulega verið dregin af launum stefnanda hjá Eis ehf. E ngin gögn ligg i fyrir í málinu sem sýn i frádrátt af launum stefnanda. V innuveitandi stefnanda, Eis ehf., sé tengdur stefnanda , enda sé félagið skráð í eigu eiginkonu hans og sagt á heimasíðu þess vera fjölskyldufyrirtæki stofnað af stefnanda og 7 konu hans. Þar sem stefnandi sjálfur h afi ekki sýnt fram á aðild sína að meintri endurgreiðslukröfu ber i að sýkna stefnda, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991. Samkvæmt 1. tölulið 7. mgr. 5. gr. laga nr. 54/1971 sé vinnuveitanda skylt að halda eftir hluta a f launum meðlagsskylds foreldris samkvæmt kröfu stefnda. Vanræki vinnuveitandi að verða við slíkri kröfu ber i hann ábyrgð gagnvart stefnda allt að þeirri fjárhæð sem hann h efur greitt meðlagsskyldu foreldri eftir að krafa stefnda barst vinnuveitanda. Óumde ilt sé að vinnuveitandi stefnanda, Eis ehf., hafi ekki orðið við kröfum stefnda um að halda eftir hluta af launum stefnanda . Í samræmi við ákvæði 1. töluliðar 7. mgr. 5. gr. laga nr. 54/1971 hafi þessi vanræksla Eis ehf. orðið til þess að stefndi öðla ði st sjálfstæða kröfu á hendur Eis ehf. , sem félagið hafi greitt honum í kjölfar innheimtuaðgerða . Það sé sú fjárhæð sem stefnandi kref ji st endurgreiðslu á. Kröfur stefnda á hendur Eis ehf. og innheimta þeirra hafi verið lögum samkvæmt. Því sé mótmælt a ð stefn da hafi verið óheimilt að krefja félagið um endurgreiðslur meðlaga af launum s tefnanda eftir lok skipta 6. júní 2019 þar til kröfur á hendur honum fyrndust 6. júní 2021, þrátt fyrir heimild stefnda til að krefja kaupgreiðanda um að halda eftir hluta af kau pi til lúkningar meðlögum samkvæmt 1. tölulið 7. mgr. 5. gr. laga nr. 54/1971 , þar sem heimildin eigi aðeins við þegar launþeginn er ekki gjaldþrota. Það hafi engin áhrif á heimildir stefnda samkvæmt 1. tölulið 7. mgr. 5. gr. laga nr. 54/1971 hvort stefnandi hafi áður verið gjaldþrota eða ekki. Fyrir ligg i að gjaldþrotaskiptum á búi stefnanda hafi lokið 6 . júní 2019 og að fyrir gjaldþrotaskiptin hafði stefnandi safnað skuld hjá stefnda vegna vangreiddra meðlagsgreiðslna, sbr. 2. mgr. 5. gr. laga nr. 54/1971. Skuld þessi hafi ekki fengist greidd við gjaldþrotaskiptin. Samkvæmt 2. mgr. 165. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. ber i þrotamaður ábyrgð á skuldum sínum sem ekki fá i st greiddar við gjaldþrotaskiptin, og við lok gjaldþrotaskipta byrj i tveggja ára fyrninga r f r estur vegna krafna sem hafi verið lýst við gjaldþrotaskiptin en ekki feng i st greiddar. Kröfur stefnda á hendur stefnanda hafi því lifað áfram eftir gjaldþrotaskiptin og stefndi hafi sem kröfuhafi því getað haldið kröfum sínum til s treitu gagnvart stefnanda eftir lok gjaldþrotaskipta. Fyrir ligg i að stefnandi haf ð i vanrækt að endurgreiða meðlag til stefnda, og í samræmi við framangreinda heimild í 1. tölulið 7. mgr. 5. gr. laga nr. 54/1971 hafi stefndi gert þá kröfu að vinnuveitandi stefnanda, Eis ehf., myndi halda eftir hluta af kaupi stefnanda . Ó umdeilt sé að Eis ehf. hafi ekki orðið við þeirri kröfu. Í kjölfarið hafi stefndi gripið til lögmætra innheimtuaðgerða gagnvart Eis ehf. sem lei tt hafi til þess að Eis ehf. hafi greitt stefnda samtals 782.294 krónur. Þ etta hafi verið gert lögum samkvæmt og hafi gjaldþrotaskipti á þrotabúi stefnanda, sem l okið hafi 6. júní 2019, engin áhrif haft á heimildir stefnda til þess að beina kröfum að Eis ehf. V arða ndi þá má lsástæðu stefnanda að þörf hefði verið á samþykki stjórnar stefnda til þess að setja fram kröfu um gjaldþrotaskipti á hendur Eis ehf., þá hafi stefndi átt kröfu 8 á hendur Eis ehf. sem vinnuveitanda stefnanda og lögmætum innheimtuaðferðum hafi verið beitt. Þ að hvort kröfur um gjaldþrotaskipti hjá meðlagsskyldum foreldrum heyri til undantekninga hjá stefnda eða ekki h afi engin áhrif á þá kröfu eða heimildir stefnda til þess að innheimta kröfuna. Jafnvel þótt svo væri þá ligg i fyrir að ekki hafi verið sett fram krafa um gjaldþrotaskipti, auk þess sem hér sé um að ræða vinnuveitanda meðlagsskylds foreldris en ekki meðlagsskylt foreldri. Þ essi málsástæða stefnanda sé haldlaus. Í stefnu sé fjallað um 2. og 3. mgr. 165. gr. laga nr. 21/1991, þar sem m.a. sé kveðið á um tveggja ára fyrningarfrest lýstra krafna sem ekki fást greiddar og um slit fyrningar. Stefndi hafni ö llum málsástæðum stefnanda varðandi meint áhrif gjaldþrotaskipta og tveggja ára tímabilsins eftir lok gjaldþrotaskipta. S kýr lagaheimild til þess að krefja þriðja aðila um greiðslu af launum þrotamanns sé í 1. tölulið 7. mgr. 5. gr. laga nr. 54/1971 og sé hún að ótvíræð heimild til stefnda til að krefja vinnuveitanda um að halda eftir hluta af kaupi meðlagsskylds foreldris, og um ábyrgð vinnuveitanda s é ekki orðið við slíkri kröfu. Hvergi í lögum sé kveðið á um að þessi heimild stefnda sé takmörkuð við tilteknar aðstæður, eins og t.d. innan tveggja ára tímabilsins eftir skiptalok. U mfjöllun stefnanda um 1. mgr. 73. gr. laga nr. 21/1991, sé hafnað sem ra ngri. Fyrir það fyrsta kveð i ákvæðið e kki á um að ekki megi ganga að launum þrotamanns, heldur um að þrotabú eignist ekki það sem þrotamaður vinn i sér inn meðan á skiptum stendur. Þetta ákvæði h afi enga þýðingu eftir lok gjaldþrotaskipta, enda þá ekkert þr otabú til sem gæti eignast það sem viðkomandi einstaklingur y nn i sér inn. Í öðru lagi þá h afi ákvæðið ekki áhrif á heimildir stefnda til þess að innheimta meðlagsgreiðslur af launum meðlagsskylds foreldris, ýmist beint frá viðkomandi meðlagsskyldu foreldri eða vinnuveitanda þess, óháð því hvort gjaldþrotaskipti séu yfirstandandi eða þeim lokið. Stefndi hafn i jafnframt málsástæðum stefnanda um að það fari gegn tilgangi 165. gr. laga nr. 21/1991, sbr. lög nr. 142/2010, að stefndi beiti heimildum sínum samkvæm t 1. tölulið 7. mgr. 5. gr. laga nr. 54/1971. Heimildir stefnda samkvæmt lögum nr. 54/ 197 1 sé u skýrar og ótvíræðar og ákvæði laga nr. 21/1991 hafi ekki áhrif á þær heimildir. Hefði löggjafinn verið sömu skoðunar og stefnandi þá verð i að ætla að tekið hefði verið á því við setningu laga nr. 142/2010. Þ á hafn i stefndi alls órökstuddum málsástæðum stefnanda um að beiting heimildar 1. töluliðar 7. mgr. 5. gr. laga nr. 54/1971 hafi brotið gegn réttindum stefnanda samkvæmt 65. og 75. gr. st jórnarskrár Íslands. Þá sé því hafnað að stefndi hafi ekki getað sett fram kröfur á hendur Eis ehf. þar sem fyrningu gagnvart stefnanda hafi ekki verið slitið í samræmi við 3. mgr. 165. gr. laga nr. 21/1991. Kröfur á hendur Eis ehf. hafi verið settar fram og greiddar af Eis ehf. innan tveggja ára tímabilsins frá lokum skipta á þrotabúi stefnanda, en á þeim tíma hafi kröfur á hendur stefnanda verið ófyrndar. Jafnframt sé því mótmælt að framkvæmd stefnda hafi verið í ósamræmi við ákvæði 9 reglugerðar nr. 491/19 96 og að það eigi að hafa þýðingu að Tryggingastofnun fái mismun vegna meðlags sem ekki innheimtist greiddan frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga I nnheimta stefnda hafi verið lögum samkvæm og málsástæður þær sem stefnandi tefli fram um hið gagnstæða séu haldlau sar. Ber i því að sýkna stefnda af kröfum stefnanda. Varakrafa stefnanda bygg ist á því meðan gjaldþrotaskipti á búi hans stóðu yfir og telji hann að stefnda hafi ekki verið heimilt að fá til sín greiðslur frá Eis ehf. á meðan á gjaldþrotaskiptunum stóð . Í því samhengi vís i stefnandi til 1. töluliðar 1. mgr. 73. gr., sbr. 72. gr. , laga nr. 21/1991. Þessu mótmæli stefndi og tel ji að móttaka allra greiðslna frá Eis ehf. hafi verið lögmæt. S tefndi hafi átt sjálfstæðan kröfurétt á hendur Eis ehf. Þ að leiði af áðurnefndum 1. tölulið 7. mgr. 5. gr. laga nr. 54/1971 að hafi vinnuveitandi vanrækt að verða við kröfu stefnda um að halda eftir hluta af launum meðlagsskylds foreldris, sem óumdeilt sé að eigi við í þessu tilfelli, þá ber i vinnuveitandinn ábyrgð gagnvart stefnda allt að þeirri fjárhæð sem hann h afi greitt hinum meðlagsskylda eftir að krafa stefnda barst vinnuveitandanum. Þessi kröfuréttur sé sjálfstæður og g jaldþrotaskipti á búi stefnand a hafi þar engin áhrif. Eis ehf. hafi verið ábyrgt gagnvart stefnda allt að þeirri fjárhæð sem hafði verið greidd stefnanda eftir að krafa stefnda barst Eis ehf. Í þessu samhengi sé einnig áréttað að ekkert liggi fyrir um að sú fjárhæð sem stefnandi krefst endurgreiðslu á hafi raunverulega verið dregin af launum stefnanda. J afnvel þótt talið yrði að greiðslur Eis ehf. til stefnda væru raunverulega hluti af launagreiðslum stefnanda þá hafi stefnda engu að síður verið heimilt að innheimta og taka við þeim gr eiðslum, þrátt fyrir að bú stefnanda hefði verið tekið til gjaldþrotaskipta. Meðlagskröfur haf i töluverða sérstöðu að lögum umfram aðrar fjárkröfur, enda um að ræða framfærslueyri . M eðlagsgreiðslur sé u tryggðar til við takanda mánaðarlega hvort sem greiðan di st andi í skilum eður ei. Þetta framfærslukerfi sé styrkt af sveitarfélögum landsins og því mikilvægt að unnt sé að fá þessi framlög til baka frá meðlagsskyldum aðilum. Vegna þessarar sérstöðu meðlagskrafna h afi stefndi lögum samkvæmt víðtækar heimildir til innheimtu meðlaga hjá meðlagsskyldum foreldrum. Meðal þeirra er heimild stefnda til að krefja kaupgreiðanda um að halda eftir hluta af kaupi meðlagsskylds aðila, en slíkar kröfur ganga framar öðrum kröfum, þ.á m. kröfum sveitarsjóða og innheimtumanna ríkissjóðs. Við gjaldþrotaskipti sé meginreglan sú að þrotabú t aki yfir þau fjárhagslegu réttindi sem ella hefðu fallið til þrotamanns, sbr. 1. mgr. 72. gr. laga nr. 21/1991. Frá þessari meginreglu sé meðal annars sú undantekning að þrotamaður heldur eftir launatekjum sínum, sbr. 1. tölulið 1. mgr. 73. gr. laganna. Þrátt fyrir að þrotabú eignist þannig að meginstefnu til ekki laun sem þrotamaður vinnur sér inn meðan á skiptum stendur, þá öðl i st þrotamaður ekki betr i rétt til launatekna sinna en hann hafi átt áður en 10 bú hans var tekið til gjaldþrotaskipta. Þrotamaður þ urfi þannig að svara til allra sömu skyldna og áður, t.d. um greiðslu skatta og opinberra gjalda af launum sínum. Að sama skapi get i stefndi, vegna hin s sérstaka eðlis meðlagskrafna, nýtt þau úrræði sem mælt sé fyrir um í lögum nr. 54/1971 til þess að gera kröfu um að vinnuveitandi haldi eftir hluta af launum meðlagsskylds aðila . G jaldþrotaskipti hins meðlagsskylda hafi þar engin áhrif. Áréttað sé í þess u samhengi að kröfur stefnda á grundvelli 1. töluliða r 7. mgr. 5. gr. laga nr. 54/1971 ganga frama r öðrum kröfum, þ.á m. kröfum innheimtumanna ríkissjóðs. M eð þessu sé ekki brotið gegn meginreglunni um jafnræði kröfuhafa við gjaldþrotaskipti. U m sé að ræða heimild stefnda sem leiðir af skyldum þrotamanns sem launþega og stafa greiðslurnar frá launatekjum, sem eru undanþegnar gjaldþrotaskiptum. Ef talið yrði að gjaldþrotaskipti á búi stefnanda hefðu áhrif á kröfurétt stefnda þá geti það aðeins átt við um gr eiðslu Eis ehf. til stefnda 12. maí 2021, þ.e. eftir uppkvaðningu úrskurðar um gjaldþrotaskiptin . G reiðsla Eis ehf. til stefnda sem sögð sé greidd 7. apríl 2021 hafi verið greidd áður en stefnandi hafi verið úrskurðaður gjaldþrota. Um lagarök vís i stefndi til laga nr. 54/1971 um innheimtustofnun sveitarfélaga, einkum 5. gr. laganna; laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl., einkum 72., 73 og 165. gr. laganna, og meginreglna kröfuréttar. Málskostnaðarkrafa stefnda styðst við 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991. Niðurstaða Í máli nu er deilt um rétt stefnanda til þess að krefjast endurgreiðslu á innborgunum sem inntar voru af hendi inn á skuld við stefnda vegna vangreiddra meðlaga stefnanda og um rétt stefnanda til slíkrar endurgreiðsl u . Við skiptalok á þrotabúi stefnanda þann 6. júní 2019 kom ekkert til greiðslu upp í lýsta kröfu stefnda vegna vangreiddra meðlaga að fjárhæð 1.965.777 krónur . Bar stefnandi áfram ábyrgð á skuldinni samkvæmt 2. mgr. 165. gr. laga nr. 21/1991 um gjald þ rotaskipti , en nýr tveggja ára fyrningarfrestur kröfunnar hófst við skiptalokin. Óumdeilt er að stefnandi hafði enn ekkert greitt af skuldinn i þegar stefndi gaf vinnuveitanda hans , Eis ehf., með bréfi 22. júlí 2020 fyrirmæli um að halda eftir af launum stefnanda og skila til stefnda 142.260 krónum mánaðarlega frá og með 1. ágúst 2020. Fyrirmælin voru studd laga heimild í 1. tl. 7. mgr. 5. gr. laga nr. 54/1971 um Innheimtustofnun sveitarfélaga og var í bréfinu leiðbeint um efni ákvæðisins um ábyrgð kaupgreiðanda ga gnvart stofnuninni vanræk t i hann að verða við slíkri kröfu . Stefnandi byggir einkum á því í málinu að þess ar i lagaheimild megi ekki beita eftir gjaldþrotaskipti meðlagsgreiðanda , en stefndi andmælir því og telur heimildina ótvíræða og skýra . Ó umdeilt er a ð Eis ehf. fór ekki að fyrirmælum stefnda um afdrátt af launum stefnanda og skil á fé til stefnda , sem brást við með því að senda félagi nu innheimtubréf og greiðsluáskorun með kröfu um greiðslu skuldarinnar. Í kjölfarið samdi Eis ehf. , a ð 11 sögn stefnanda , við stefnda um greiðslur í desember 2020 og greiddi félagið stefnda fyrstu greiðsluna í janúar 2021 . Þær greiðslur sem félagið innti af hendi til stefnda á tímabilin u 8. janúar 2021 til 12. maí s.á. eru þær greiðslur sem stefnandi kref st í þessu máli að s tefnda verði gert að endurgreiða sér. Stefndi telur að stefnandi eigi ekki aðild að kröfu um endurgreiðslu þeirrar fjárhæðar sem Eis ehf. h efur grei tt stefnda . Styður hann því sýknukröfu sína í málinu í fyrsta lagi við 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991 um m eðferð einkamála vegna aðildarskorts stefnanda að sakarefninu. U m hafi verið að ræða sjálfstæða kröfu stefnda á hendur Eis ehf. , vegna vanrækslu Eis ehf. á að verða við kröfu stefnda um að halda eftir hluta af launum stefnanda , og hafi Eis ehf. grei tt stef nda þá kröfu. E kkert liggi fyrir um að sú fjárhæð sem stefnandi krefst endurgreiðslu á hafi raunverulega verið dregin af launum stefnanda hjá Eis ehf. Í stefnu er því haldið fram að umræddar greiðslur til stefnda hafi verið teknar af launum stefnanda og þæ r hafi því stafað frá honum. Óumdeilt er að ekkert var dregið af launum stefnanda á árinu 2020 í kjölfar fyrirmæla stefnda til Eis ehf. og er það ljóst af launaseðli sem stefnandi leggur fram í málinu fyrir desember 2020 . Í gögnum sem lögð voru fram við meðferð málsins kemur fram að samkvæmt staðgreiðsluskrá var stefnandi ekki í launaðri vinnu á fyrri hluta ársins 2021 , þar á meðal á því tímabili sem umræddar greiðslur Eis ehf. til stefnda voru inntar af hendi . Þykir því up plýst að ekkert hafi verið dregið af launum stefnanda til greiðslu á kröfu stefnda á hendur Eis ehf. Breytir engu þar um sá framburður s tefnand a og eiginkon u hans, eigand a Eis ehf., fyrir dómi við aðalmeðferð málsins að þau hefðu samið svo um desember 2020 eða janúar 2021 að stefnandi fengi ekkert eða nánast ekkert greitt fyrir vinnu fyrir Eis ehf. meðan félagið greiddi kröfu stefnda . Auk þess sem e ngin gögn liggja fyrir um slíkt samkomulag eða um að stefnandi hafi í raun unnið fyrir Eis ehf. á þessu tímabi li eru upplýsingar um slík atvik allt of seint fram komnar til þess að byggt y rði á þeim sem málsástæðum í málinu . Að virtu öllu framangreindu er f allist á það með stefnda að leggja verði til grundvallar að greiðslurnar hafi borist stefnda frá félaginu Eis ehf. en ekki frá stefnanda. Er það raunar í samræmi við það sem fram kemur tölvubréfi lögmanns stefnanda til stefnda 14. september 2021, þar sem farið var fram á niðurfellingu skuldar s tefnanda við stefnda og endurgreiðslu þess sem greitt hefði verið, að þar er sérstaklega tekið fram að umræddar greiðslur hafi verið frá vinnuveitanda stefnanda en ekki honum sjálfum . S tefnandi er ekki bær til þess að lögum að krefja stefnda um að endurgreiða sér greiðslu r sem stefnda bárust frá félaginu Eis ehf . og á han n því ekki aðild að þeim kröfum sem hann gerir í málinu. V erður stefndi þegar af þeirri ástæðu sýknaður af dómkröfum stefnanda vegna aðildarskorts s tefnanda , sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991. Þarf í ljósi þeirrar niðurstöðu málsins ekki að fjalla frek ar um aðrar málsástæður aðila. 12 Með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 verður stefnanda gert að greiða stefnda málskostnað sem hæfilegur er ákveðinn 500.000 krónur. Kristrún Kristinsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: S tefndi, Innheimtustofnun sveitarfélaga , er sýkn af dóm kröfum stefn an da, Eiðs Arnar Ingvarssonar. Stefnandi greiði stefnda 500.000 krónur í málskostnað. Kristrún Kristinsdóttir