Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 2 8 . maí 2020 Mál nr. S - 2532/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu (Sigrún Inga Guðnadóttir aðstoðarsaksóknari) g egn Agnar i Hólm Jóhanness yni ( Sigmundur Hannesson lögmaður) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 20. maí 2020 , var höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 14. apríl 2020, á hendur: fyrir eftirtalin brot: 1. Þjófnað með því að hafa mánudaginn 25. febrúar 2019 í vínbúð ÁTVR, Skútuvogi 2, Reykjavík. stolið einni pakkningu af Cognac Maukow smáflöskum að verðmæti kr. 4.990, - Mál nr. [...] Telst þetta varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 2. Fíkniefnalagabrot með því að hafa þriðjudaginn 22. október 2019 í bifreiðinni í Katrínartúni í Reykjavík, haft í vörsum sínum 4,63 g af amfetamíni, 0,61 g af kókaíni sem lögregla fann við leit og lagt var hald á. Mál nr. [...] Telst brot þetta varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. 3. Þjófnað, fíkniefna - og vopnalagabrot með því að hafa föstudaginn 27. desember 2019 í verslun Super 1, Hallveigarstíg 1, Reykjavík, stolið matvöru og rakvél 2 samtals að verðmæti kr. 6.666, - og haft í vörslum sínum 0,61 g af marihuana og tvo hnífa sem lögreglumenn fundu við leit í bakpoka ákærða og lagt var hald á. Mál nr. [...] Telst þetta varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitss kyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018 og 1. mgr. 30. gr., sbr. 1. mgr. 36. gr. vopnalaga nr. 16/1998. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Krafist er upptöku á 4,63 g af amfetamíni, 0,61 g af kókaíni og 0,61 g af marihuana, sem hald var lagt á, samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018 . Þá er krafist upptöku á tveimur hnífum sem lögregla lagði hald á, með vísan til 1. mgr. 37. gr. vopnalaga nr. 16/1998. Einkaréttarkrafa: Þá gerir Skúli Bjarnason hrl., fyrir hönd Ívars J Arndal, kt. 280559 - 3859, fyrir hönd Áfengis - og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR), kt. 410169 - 4369, kröfu um að sakborningur verði dæmdur til að greiða kröfuhafa skaðabætur að fjárhæð kr. 4.990, - auk vaxta skv. 8. gr. l. nr. 38/2001 af þeirri fjárhæð frá 25. febrúar 2019 til 19. apríl 2019. Eftir það er krafist dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr. sbr. 9. gr. laganna til greiðsludags. Að auki er krafist lögma nnskostnaðar að mati dómsins eða samkvæmt málskostnaðarreikningi, sem áskilinn er réttur til að leggja fram síðar. Verjandi ákærða krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og hæfilegrar þóknunar sér til handa. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. la ga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Ákærði hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játning u ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur 1966. Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 7. apríl 2020 , á ákærði nokkurn sakaf eril að baki, allt aftur til ársins 1987. Hefur hann frá þeim tíma hlotið 16 refsidóma, þar af tvo á Spáni , þ. á m. margoft fyrir þjófnaði 3 og fíkniefnalagabrot . Síðast var ákærði dæmdur í 4 ára fangelsi, meðal annars fyrir þjófnað , með dómi Landsréttar 22. nóvember 201 9 . Brot ákærða samkvæmt 1 . og 2 . tölulið í ákæru voru drýgð áður en síðastgreindur dómur var kveðinn upp yfir ákærða og verður honum því dæmdur hegningarauki vegna þeirra nú, sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga. Að framangreindu virtu og með hliðsjón af sakarefni málsins þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga . Með vísan til lagaákvæða í ákæru sæti ákærði upptöku á 4,63 grömmum af amfetamíni, 0,61 grömmum af kókaíni, 0,61 grömmum af maríjúana og tveimur hnífum , sem lögregla l agði hald á við rannsókn málsins. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Sigmundar Hannessonar lögmanns, 91.760 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti . Engan annan sakarkostnað leiddi af meðferð málsins. Í málinu er höfð uppi skaðabótakrafa af hálfu ÁTVR vegna fyrsta ákæruliðar. Þykir bótakrafan nægjanlega rökstudd og verður hún tekin til greina, ásamt vöxtum sem í dómsorði greinir. Upphafsdagur dráttarvaxta er miðaður við þann dag er liðnir voru 30 dagar frá birtingu ákæru, sbr. og 1. mgr. 9 . gr. vaxtalaga nr. 38/2001. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Gyða Ragnheiður Stefánsdóttir saksóknarfulltrúi fyrir Sigrúnu Ingu Guðnadóttur aðstoðarsaksóknara . Björg Valgeirsdóttir, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Agnar Hólm Jóhannesson, sæti fangelsi í 30 daga . Ákærði sæti upptöku á 4,63 grömmum af amfetamíni, 0,61 grömmum af kókaíni, 0,61 grömmum af maríjúana og tveimur hnífum. Ákærði greiði bótakrefjanda, Áfengis - og tóbaksverslun ríkisins, 4.990 krónur auk vaxta skv. 8. gr. l. nr. 38/2001 af þeirri fjárhæð frá 25. febrúar 2019 til 6. júní 2020 , en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. sbr. 9. gr. laganna frá þeim degi og til greiðsludags. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Sigmundar Ha nnessonar lögmanns, 91.760 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti . Björg Valgeirsdóttir