Héraðsdómur Reykjaness Dómur 31 . október 2019 Mál nr. E - 52/2019 : K ( Helgi Birgisson lögmaður ) g egn M ( Gunnar Egill Egilsson lögmaður ) og gagnsök Dómur Mál þetta, sem var höfðað 18. janúar 2019, var dómtekið 14. október 2019. Aðals tefnandi er K , [...] , Reykjavík . Gagnstefnandi er M , [...] , Hafnarfirði . D ómkröfur aðal stefnanda í aðalsök e ru þær að gagnstefnandi verði dæmdur til að greiða henni skuld að fj árhæð 906.185 krónur , ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, af 29.469 krónum frá 1. desember 2016 til 9. desember sama ár, en af 2.479.469 krónum frá þeim degi til 1. janúar 2017, en af 2.511.148 krónum frá þeim degi til 19. janúar sama ár, en af 1.511.148 krónum frá þeim degi til 1. febrúar 2017, en af 1.542.827 krónum frá þeim degi til 1. mars sama ár, en af 1.574.506 krónum frá þeim degi til 7. mars 2017, en af 874.506 krónum frá þeim degi til 1. apríl sa ma ár, og loks af 906.185 krónum frá þeim degi til greiðsludags , allt að frádreginni greiðslu gagn stefnanda hinn 10. september 2019 að fjárhæð 591.297 krónur . Þá gerir aðalstefnandi kröfu um málskostnað. Í gagnsök krefst aðalstefnandi sýknu af kröfum gagns tefnanda. Einnig er gerð krafa um málskostnað. Gagnstefnandi krefst í aðalsök sýknu af kröfum aðalstefnanda. Gagnstefnandi gerir jafnframt kröfu um málskostnað. Í gagnsök krefst gagnstefnandi þess að aðalstefnanda verði gert að greiða honum 1.440.000 krón ur auk dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, af 120.000 krónum frá 1. júlí 2016 til 1. ágúst 2016, en af 360.000 krónum frá þeim degi til 1. september 2016, en af 600.000 krónum frá þeim degi til 1. október 2016, en a f 840.000 krónum frá þeim degi til 1. nóvember 2016, en af 1.080.000 krónum frá þeim degi til 1. desember 2016, en af 1.320.000 krónum frá þeim degi 1. janúar 2017, en af 1.440.000 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Jafnframt krefst gagnstefnandi málsk ostnaðar. 2 I. Atvik eru þau að málsaðilar hófu sambúð á árinu 1998 og gengu í hjónaband [...] 2011. Þau eignuðust tvö börn, [...] á árinu 1998 og [...] á árinu 2003. Aðalstefnandi kveðst hafa leitað skilnaðar í október 2016 eftir að hafa orðið fyrir hrottalegu ofbeldi af hálfu gagnstefnanda . Gagnstefnandi mótmælir ásökun aðalstefnanda um ofbeldi. Þá heldur gagnstefnandi því fram að aðilar hafi slitið samvistum 15. júní 2016, en hann hafi þá flutt út ú r eign aðila að [...] , Hafnarfirði. Hinn 22. nóvember 2016 tók s ýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu fyrir beiðni aðila um leyfi til skilnaðar. Í endurriti úr hjónaskilnaðarbók kemur fram að aðilar hafi slitið samvistum í byrjun október 2019. S amkomulag hafi verið um sameiginlega forsjá [...] , en að [...] skyldi eiga lögheimili hjá aðal stefnanda og að gagnstefnandi greiddi einfalt meðlag frá 1. desember 2016 til 18 ára aldurs [...] . Var málinu frestað til 9. desember 2016 til framlagningar fjárskiptasamnings. Við fyrirtöku málsins þann dag var lagður fram og staðfestur fjárskiptasamningur aðila og gaf sýslumaður út leyfi til skilnaðar að borði og sæng. Í fjárskiptasamningi aðila kemur fram í 1 . gr. að eina eign þeirra, fasteign að [...] , skyldi koma í hlut gag nstefnanda gegn því að greiða aðalstefnanda 2.450.000 krónur. Þá var skuldum skipt með tilteknum hætti, sbr. 2. gr. samningsins . Aðalstefnandi kveður að aðilar hafi verið samvistum allt fram í byrjun desember 2016 , þegar aðal stefnandi hafi flutt í leiguíb úð við [...] í Hafnarfirði, en gagnstefnandi hafi búið áfram í fasteigninni að [...] , sem hann hafi leyst til sín með fjárskiptasamning n um. Hinn 19. janúar 2017 hafi gagnstefnandi greitt aðalstefnanda 1.000.000 kr óna upp í skuldina vegna fjárslitanna og 70 0.000 k rónur hinn 7. mars 2017. Aðrar greiðslur h afi hann ekki innt af hendi og hann hafi ekki greitt meðlag . Aðalstefnandi hafi því snúið sér til Tryggingastofnunar um meðlag og f engið það greitt frá 1. maí 2017. Með innheimtubréf i aðalstefnanda, dags. 2 2. nóvember 2018 , var skorað á gagnstefnanda að greiða skuld samkvæmt fjárskiptasamningi aðila, en þar sagði ranglega að gagnstefnandi hefði greitt 1.850.000 kr ónur inn á skuldin a, í stað 1.700.000 króna. Einnig var skorað á gagnstefnanda að greiða meðlagsskuld, 158.395 krónur, auk vaxta og innheimtuþóknunar. Gagnstefnandi hafnaði greiðsluskyldu með bréfi 7. janúar 2019 . Í bréfinu var því haldið fram að samkomulag hefði verið um það við fjárskiptin að greiðslu samkvæmt fjárskiptasamningnum yrði jafnað við endurgjaldslausa veru aðalstefnanda í fasteigninni að [...] og að aðalstefnandi skuldaði gagnstefnanda 1.440.000 krónur í leigu. Enn fremur hafnaði gagnstefnandi kröfu vegna meðl ags þar sem hann hefði greitt umfram skyldu vegna barnanna, t.d. hefði hann staðið straum af öllum kostnaði við fermingu [...] og veislu. Aðalstefnandi hefur því höfðað mál þetta. 3 Við aðalmeðferð málsins gáfu aðilar skýrslu og verður framburður þeirra rak inn síðar eftir því sem ástæða er til. II. Aðalstefnandi byggir á því í aðalsök að gagnstefnandi skuldi sér 750.000 krónur (2.450.000 - 1.700.000) af greiðslunni samkvæmt fjárskiptasamningnum og meðlag með syni aðila, fyrir tímabilið desember 2016 til og með apríl 2017, þ.e. í fimm mánuði. Meðlag fyrir desember 2016 hafi verið 29.469 krónur og 31.679 krónur fyrir mánuðina á árinu 2017. Höfuðstóll kröfu stefnanda sé því 906.185 krónur. Þar sem gagnstefnandi hafi ekki greitt skuld sína við aðalstefnanda sa mkvæmt samningi þeirra sé málshöfðun þessi óumflýjanleg. Krafa stefnanda byggi st á fjárskiptasamningi aðila. Dráttarvaxta er krafist frá gjalddaga hverrar meðlagsgreiðslu og hvað varðar fjárskiptaskuldina frá 9. desember 2016, en hana hafi átt að greiða v ið undirritun fjárskiptasamnings sama dag. Aðalstefnandi mótmælir kröfu gagnstefnanda í g agnsök og því að komist hafi á munnleg u r leigusamningur með aðilum þann tíma sem um ræðir og að hæfileg hús a leiga tel jist vera 240.000 kr ónur á mánuði. Fjárhæðin sé ákvörðuð einhliða af gagnstefnanda út frá því sem hann tel ji hafa verið markaðsleigu á þeim tíma. Þá útskýri gagnstefnandi e sé hvergi getið í fjárskiptasamningi aðila, sem þau hafi undirrit að og staðfest fyrir sýslumann i 9. desember 2016 ; s amningi þar sem stórkostlega hafi hallað á aðalstefnanda m eð því að gagnstefnandi hafi hirt megineign búins gegn greiðslu á 2.450.000 kr ónum , en á móti hafi aðalstefnanda verið e ftirlátin umtalsverð skuld við LÍN. Af samningsgreiðslunn i til aðalstefnanda standi eftir ógreiddar 750.000 kr ónur. Ef gagnstefnanda hafi eingöngu borið að greiða aðalstefnanda 1 .010.000 kr ónur (2.450.000 - 1.440.000) við fjárskiptin, eins og hann heldur fram, þá sé óútskýrt hv ers vegna hann hafi grei tt 1.700.000 kr ónur. Geri það ásamt fleiru málatilbúnað hans mjög ótrúverðugan. Kröfum gagnstefnanda, efnislega og tölulega, sem og málavaxtalýsingu hans og málsástæðum er mótmælt sem röngum og rakalausum. Þannig sé rangt að samvistarslit hafi orðið 15. j úní 2016, eins og ljóslega verð i ráði ð af endurriti úr hjónaskilnaðarbók. Aðilar hafi ráðið fjárskiptum sínum með s amningi 9. desember 2016 og þar sé skýrlega tekið fram að með honum sé fjárfélagi þeirra slitið. Hafi hvorugt þeirra átt frekari kröfur en þæ r sem í samningnum greinir. Af þeirri ástæðu og því að aðalstefnandi hafi í engu skuldbundið sig til að greiða gagnstefnanda húsaleigu ber i að sýkna hana í málinu. Þá segir aðalstefnandi að sá vankantur sé á gagnstefnu að þar segi ekki hverjum sé gagnstef nt til greiðslu, þó að nafn aðalstefnanda sé í fyrirkalli. Þá sé fjárhæð kröfu 4 gagnstefnanda ekki studd neinum gögnum og því vanreifuð. Þrátt fyrir þessa ágalla sé ekki gerð krafa um frávísun gagnsakar , en slíkt hljóti að koma til skoðunar ex officio. Um lagarök er vísað til meginreglna um loforð og skuldbindingargildi samninga og ákvæða IX. kafla barnalaga nr. 76/2003 um framfærsluskyldu með barni, o g vísast þar til 53., 54. og 56. gr. laganna. Krafan um málskostnað styðst við 1. mgr. 130. gr. laga nr . 91/1991 um meðferð einkamála. III. Gagnstefnandi byggir sýknukröfu sína í aðalsök á því að munnlegt samkomulag hafi verið gert á milli aðila í kjölfar þess að þau slitu samvistum. Gagnstefnandi hafi neyðst til að flytja úr fasteign sinni og finna sér a nnan samastað í kjölfar samvistarslita með tilheyrandi kostnaði. Í ljósi þess kostnaðar hafi verið gert samkomulag milli aðila. Þessi tilhögun hafi fyrst og fremst verið aðal stefnanda til hagsbóta, enda hafi hún staðið illa fjárhagslega og ekki verið í sta kk búin til að fara út á leigumarkaðinn. Með þessu hafi gagnstefnandi einnig viljað tryggja að sem minnst rask yrði á aðstæðum barna málsaðila, einkum [...] þeirra sem sé nokkuð yngri en [...] þeirra. Í ljósi málshöfðunar aðal stefnanda geri gagnstefnandi kröfu í gagnsök, vegna vangoldinnar húsaleigu á þeim tíma sem aðal stefnandi bjó endurgjaldslaust í fasteigninni. Mið ist krafa gagnstefnanda við almennt leiguverð á umræddum tíma. Verði ekki fallist á að aðilar hafi gert munnleg t samkomu lag byggir gagnstefnandi á því að samkomulag það sem gert hafi verið við fjárskiptin sé fallið niður sökum tómlætis. Aðalstefnandi hafi ekki með neinum hætti innheimt eða gert tilraun til að innheimta þá skuld sem hún tel ji sig nú eiga. Liðið hafi tvö ár f rá því að fjárskiptasamningur var undirritaður og þar til innheimtuaðgerðir h afi hafist af hálfu aðal stefnanda. Á þeim tíma hafi gagnstefnandi g reitt ríkulega umfram skyldur sínar vegna uppeldis barna þeirra. Þá h afi gagnstefnandi hlaupið undir bagga með a ðal stefnanda í þó nokkur skipti fjárhagslega án þess að sér hafi borið nein skylda til. Svo virðist sem aðal stefnandi hafi einungis höfðað mál þetta í kjölfar þess að gagnstefnandi hafi stofnað til sambands við núverandi sambýliskonu sína. Verði ekki fall ist á sjónarmið um sýknu byggir gagnstefnandi á því að hann hafi séð um áframhaldandi afborganir af húsnæðisláni og greiðslu annarra reikninga vegna eignarinnar að [...] , þann tíma sem að al stefnandi hafi búið þar endurgjaldlaust. Gagnstefnandi krefjist af þeim sökum þess að krafa aðal stefnanda verði lækkuð sem nem i afborgunum lána og annarra gjalda sem hann hafi greitt á tímabilinu 15. júní 2016, þegar aðilar hafi slitið samvistum, og til og með 9. desember sama ár, þegar fjárskiptasamningur milli aðila haf i verið staðfestur hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Afborganir lána og aðrir reikningar vegna fasteignarinnar að [...] , Hafnarfirði, hafi numið á tímabilinu 738.067 krónum . 5 Kröfur g agnstefnand a í gagnsök eru byggðar á vangoldinn i húsaleigu vegna fa steignarinnar að [...] , á tímabilinu frá 15. júní 2016 til og með 9. desember 2016. Í kjölfar þess að aðilar hafi slitið samvistum 15. júní 2016 hafi aðalstefnandi búið áfram í fasteigninni án þess að greiða leigu. Markaðsleiga slíkrar eignar á umræddum tíma tel jist vera 240.000 krónur og hljóð i krafa gagnstefnanda því um 1.440.000 krónur auk dráttarvaxta vegna vangoldinnar húsaleigu. Jafnvel þrátt fyrir að ekki hafi verið gerður skriflegur leigusamningur þá hafi komist á munnlegur samningur á þeim tíma s em um ræðir. Sundurlið i st krafa gagnstefnanda svo: Nr. Útgáfudagur Gjalddagi Fjárhæð 1. 01.07.2016 01.07.2016 120.000 kr. 2. 01.08.2016 01.08.2016 240.000 kr. 3. 01.09.2016 01.09.2016 240.000 kr. 4. 01.10.2016 01.10.2016 240.000 kr. 5. 01.11.2016 01.11.2016 240.000 kr. 6. 01.12.2016 01.12.2016 240.000 kr. 7. 01.01.2017 01.01.2017 120.000 kr. Varðandi kröfu um dráttarvexti vísar gagnstefnandi til laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/ 2001, sbr. m.a. 3. mgr. 5. gr. laganna. Um lagarök vísar gagnstefnandi til almennra reglna kröfu - og samningaréttar sem og meginreglu um skuldbindingargildi samninga. Þá vísar hann til meginreglna hjúskaparéttar um sameiginlega ábyrgð hjóna á framfærslu fjölskyldu , almennra reglna samningaréttar um stofnun samninga, almennra reglna kröfuréttar um tómlæti og lok samninga við efndir. Þá vísar gagnstefnandi til húsaleigulaga nr. 36/1994, m.a. 10. gr. og 33. gr. laganna. K rafa um málskostnað styðst við ákvæði XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. IV. Samkvæmt því se m rakið hefur verið bar gagnstefnanda að greiða aðalstefnanda 2.450.000 krónur, samkvæmt samningi aðila um fjárskipti vegna skilnaðar, dags. 9. desember 2016, en með honum fékk gagnstefnandi í sinn hlut fasteign aðila að [...] , Hafnarfirði, gegn því að greiða aðalstefnanda framangreinda fjárhæð. Gagnstefnandi greiddi aðalstefnanda 1.000.000 króna hinn 17. janúar 2017 og 700.000 krónur hinn 7. mars 2017. Þannig hefur gagnstefnandi vanefnt að greiða aðalstefnanda 750.000 krónur. Þá vanefndi gagnstefnandi að greiða meðlag með syni aðila frá desember 2016 til apríl 2017. Nemur krafa aðalstefnanda alls 906.185 krónum. Undir rekstri málsins, hinn 10. 6 september 2019, innti gagnstefnandi af hendi greiðslu til aðalstefnanda að fjárhæð 59 1.297 krónur. Gagnstefnandi neitar greiðsluskyldu og heldur því fram að málsaðilar hafi gert munnlegt samkomulag um að greiðslu samkvæmt fjárskiptasamningnum yrði jafnað við endurgjaldslausa veru aðalstefnanda í fasteign aðila að [...] . Gerir gagnstefnan di þá kröfu í máli þessu að aðalstefnandi greiði honum húsaleigu frá 15. júní 2016, þegar aðilar hafi slitið samvistum, og til 9. desember 2016, þegar leyfi til skilnaðar að borði og sæng var gefið út. Þá virðist gagnstefnandi hafna kröfu aðalstefnanda veg na meðlags þar sem hann fermingu og fermingarveislu [...] aðila. Aðalstefnandi mótmælir því að aðilar hafi gert samkomulag það sem gagnstefnandi heldur fram og fullyr ðing gagnstefnanda þar um á sér ekki stoð í gögnum málsins. Þá er ljóst samkvæmt framburði aðalstefnanda og gagnstefnanda sjálfs fyrir dómi að samvistarslit áttu sér ekki stað 15. júní 2016, eins og gagnstefnandi heldur fram. Aðalstefnandi greindi frá því að gagnstefnandi hafi farið [...] um miðjan júní 2016 sem [...] , eins og hann hafi gert árlega, og að hann hafi komið reglulega í bæinn um sumarið. Í byrjun október hafi gagnstefnandi ráðist á hana og hafi hún þurft að fara á spítala. Í kjölfarið hefði gag nstefnandi flutt til systur sinnar en það hafi ekki allt verið búið á milli aðila, heldur hafi þau hist reglulega og stundað kynlíf allt fram í maí 2017. Gagnstefnandi greindi með sama hætti frá því fyrir dómi að hann starfaði árlega sem [...] og að hann h efði farið í júní 2016 [...] og stundum komið í bæinn um sumarið. Spurður hvar hann hefði þá gist kvaðst hann ekki muna það. Þá kvaðst hann kannast við atvik í október 2016 og sagði að komið hefði til handalögmála milli aðila. Einnig kannaðist hann við að aðilar hefðu stundum stundað kynlíf allt fram á vorið 2017. Samkvæmt öllu framansögðu er ósannað að aðilar hafi gert munnlegt samkomulag um að gagnstefnandi þyrfti ekki að greiða aðalstefnanda það sem eftir stóð af greiðslunni samkvæmt fjárskiptasamningnu m, eða að samkomulag hafi verið um að aðalstefnandi hafi átt að greiða húsaleigu frá 15. júní 2016 og þar til hún flutti af heimilinu með börnin. Eru engin efni til að fallast á slíka kröfu. Enn fremur er hafnað þeirri málsástæðu gagnstefnanda að aðalstefn andi hafi misst réttindi sín vegna tómlætis. Verður því fallist á kröfur aðalstefnanda, eins og nánar greinir í dómsorði. Eftir þessum úrslitum og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála ber að dæma gagnstefnanda til greiðslu málskostnaðar, sem er ákveðinn, með vísan til framlagðs málskostnaðarreiknings aðalstefnanda, 836.576 krónur. Dóm þennan kveður upp Sandra Baldvinsdóttir héraðsdómari . 7 Dómsorð: Gagnstefnandi, M , greiði aðalstefnanda, K , 906.185 krónur , ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, af 29.469 krónum frá 1. desember 2016 til 9. desember sama ár, en af 2.479.469 krónum frá þeim degi til 1. ja núar 2017, en af 2.511.148 krónum frá þeim degi til 19. janúar sama ár, en af 1.511.148 krónum frá þeim degi til 1. febrúar 2017, en af 1.542.827 krónum frá þeim degi til 1. mars sama ár, en af 1.574.506 krónum frá þeim degi til 7. mars 2017, en af 874.506 krónum frá þeim degi til 1. apríl sama ár, og af 906.185 krónum frá þeim degi til greiðsludags , allt að frádreginni greiðslu gagn stefnanda hinn 10. september 2019 að fjárhæð 591.297 krónur . Gagnstefnandi greiði aðalstefnanda 836.576 krónur í málskostnað. Sandra Baldvinsdóttir