Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 1 4 . mars 2022 Mál nr. S - 254/2021 : Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra (Eyþór Þorbergsson aðstoðarsaksóknari) g egn X ( Friðrik Smárason lögmaður ) Dómur 1 Mál þetta, sem dómtekið var 25 . febrúar síðastliðinn, var höfðað með ákæru lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, útgefinni 20. apríl síðastliðinn, á hendur Y , kt. , , Reykjavík og X , kt. , , Reykjavík fyrir brot á ávana - og fíkniefnalögum með því að hafa miðvikudaginn 21. október 2020, verið með í sameiginlegum vörslum sínum 1,26 grömm af amfetamíni, en lögreglan fann efnin á sameiginlegum dvalarstað þeirra að á . Telst brot þetta varða við 2. gr ., sbr. 5. gr. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, með síðari breytingum og 2. gr., sbr. 14 gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001 með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærð u verði dæmd til refs ingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta upptöku á efni því, sem lögreglan lagði hald á og tilgreind eru í efnaskrám nr. 44.749, samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 2 Ákærða neitar sök og krefs t sýknu , en til vara vægustu refsingar sem lög leyfa. Þá krefst ákærða þess að sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði, þ.m.t. hæfileg málsvarnarlaun. 3 Við þingfestingu málsins 27. október sl. játaði ákærði Y skýlaust sök og var þætti hans í málinu loki ð með viðurlagaákvörð u n og upptöku framangreindra fíkniefna, sem hann kvaðst einn eiga. Við aðalmeðferð málsins féll ákæruvaldið frá upptökukröfu á hendur ákærðu X , þar sem efnin hafa þegar verið gerð upptæk með samþykki ákærða Y . Málsatvik. Rannsókn. Sönn unarfærsla. 4 Samkvæmt lögregluskýrslu var lögregla kvödd að á 21. október 202 0 vegna mikilla láta í kjallara . Tilkynnandi hafi upplýst að fólkið í kjallaranum ætti að vera í sóttkví vegna Covid - 19. Húsráðandi, A , móðir Y, haf i einnig haft samband við lögreglu og sag t Y vera kolvitlausan og búinn að brjóta allt sem hægt væri að brjóta í kjallaraíbúðinni, en sjálf byggi hún á ef ri hæðinni. Lögregla hafi farið á vettvang og handtekið Y og flutt í fangageymslu á Akureyri. Þá hafi ákærða X , þáverandi un nusta Y , 2 verið aðstoðuð við að taka saman eigur sínar , að hennar beiðni. Þegar lögreglumaður nr. 1825 hafi verið að aðstoða ákærðu við að leita að farsíma hennar, hafi hann séð hvítt duft á brauðbretti, sem hafi virst hálffalið undir brauðpoka á eldhúsbekk í íbúðinni . Við efnagreiningu hafi efnið reynst vera 1,26 gr ömm af amfetamíni. Framburðir fyrir dómi 5 Ákærða skýrði frá því að þau Y hafi verið kærustupar frá því í júlí 2020 og þau hafi verið nýflutt á til móður Y . Þar hafi þau dvalið í kjallaraíbúð. Ástæða flutninganna hafi verið sú að þau hafi verið heimilislaus í Reykjavík, þegar þau hafi verið skikkuð í sóttkví vegna Covid - 19. Móðir Y hafi viljað fá þau til sín í stað þess að þau væru á götunni. Hún hafi sjálf ekki verið í neyslu á . Y hafi hins vegar farið í geðrof eða álíka ástand umræ tt kvöld og gengið berserksgang. Hún hafi ekki vitað að hann væri með amfetamín. Hún hafi verið nývöknuð. Hún hafi haldið sig inni í herbergi á meðan þetta hafi gengið yfir. 6 Y bar fyrir dómi að hann hafi útvegað sér efnin nokkrum dögum fyrir umrætt kvöld. Hann hafi verið í neyslu á þessum tíma og yfirleitt vera með um 10 grömm á sér, en þarna efnunum, en hún hafi ekki verið í neyslu á þessum tíma. Hann hafi átt efnin einn. 7 Lögreglumenn nr. 8514 og 1825, sem fóru á vettvang umrætt kvöld, lýstu því fyrir dómi að Y hafi verið mjög æstur er þeir komu á vettvang. Hann hafi verið ósáttur við móður sína og íbúðin hafi nánast verið í rúst og heimilið ósnyrti legt . Er lögregla hafi komið á vettvang hafi hann verið með sár á hendi og skvett blóði bæði á móður sína og lögreglumennina. Hann hafi verið handtekinn og róast fljótt. Kom fram að ákærða haf i verið róleg og yfirveguð allan tímann . Ekki hafi verið sjáanleg merki um að hún væri undir áhrifum örvandi efna eða áfengis. Hún hafi beðið lögreglumann nr. 1825 að aðstoða sig við leit að farsíma í íbúðinni og taka saman dótið sitt áður en hún færi þaðan. Hún hafi ekki sýnt nein merki um óró leika meðan á leitinni stóð. Niðurstaða 8 Ákærða hefur staðfastlega neitað sök frá upphafi máls þessa og hefur framburður hennar verið stöðugur . Framburður Y hefur einnig verið afdráttarlaus um að hann hafi einn átt efnin og að ákærða hafi ekki vitað um þau. Þetta hafi verið neysluskammtur hans. Fram kom í vitnisburði lögreglumanns nr. 1825 að ákærða hafi að eigin frumkvæði óskað eftir aðstoð hans við að leita að farsíma hennar sem hafi verið týndur. Hún hafi verið yfirveguð og engin merki sýnt um óróleika eins og að framan greinir . Engin merki hafi verið um að hún hafi neytt örvandi efna. Þykir framangreint styðja framburð ákæ rðu . Að mati dómsins hefur ákæruvaldið hvorki sýnt fram á að ákærða hafi átt né verið kunnugt um amfetamíni ð sem fannst í umrætt sinn . Eru því ekki uppfyllt saknæmisskilyrði í málinu og verður ákærða sýknuð. 9 Sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, en í málinu var ekki annar sakarkostnaður , en málsvarnarlaun verjanda ákærðu, Friðriks Smárasonar lögmanns, sem tilgreind eru í dómsorði að vi rðisaukaskatti meðtöldum. 3 Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Eyþór Þorbergsson aðstoðarsaksóknari. Hlynur Jónsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómarinn tók við málinu 18. nóvember sl. Dómso r ð: Ákærða, X , er sýkn saka. S akarkostnaður , sem eru málsvarnarlaun verjanda ákærðu, Friðriks Smárasonar lögmanns, 446.400 krónur, greiðist úr ríkissjóði.