Héraðsdómur Reykjaness Dómur 22. nóvember 2022 Mál nr. S - 2205/2022 : Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ( Ásmundur Jónsson aðstoðarsaksóknari ) g egn Sigitas Potiomkinas ( Halldóra Aðalsteinsdóttir lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 21. nóvember 2022, er höfðað með ákæru útgefinni af lögreglustjóranum á Suðurnesjum 7. nóvember síðastliðinn á hendur Sigitas Potiomkinas, fæðingardagur [...] , með ríkisfang í Litháen: brot gegn lögum um ávana - og fíkniefni með því að hafa fimmtudaginn 1. september 2022, staðið að innflutningi á samtals 321,89 g af kókaíni (að styrkleika 53 - 55% kókaín, sem samsvarar 59 - 62% af kókaínklóríði), ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðas kyni. Fíkniefnin flutti ákærði til landsins sem farþegi með flugi OG635, frá Palma de Mallorca, Spáni, í samtals tveim pakkningum sem ákærði faldi í skósólum skópars sem var í ferðatösku sem ákærði hafði meðferðis þegar hann var stöðvaður í grænu tollhlið i í komusal flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Telst háttsemi þessi varða við 2. sbr. 5. og 6. gr. laga nr. 65/1974, sbr. lög nr. 60/1980, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 10/1997 og lög nr. 68/2001 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkn iefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar og að gerð verði upptæk samtals 321,89 g af kókaíni samkvæmt heimild í 6. mgr. 5. gr. la ga nr. 65/1974, sbr. lög nr. 10/1997 og 68/2001, sbr. 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 2 Ákærði hefur fyrir dómi skýlaust játað þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og var farið með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu eftir að sækjanda og verjanda hafði verið veittur kostur á að tjá sig stuttlega um ákvörðun viðurlaga og lagaatriði. Ákærði krefst vægustu refsingar . Þ á er þess krafist að allur sakarkostnaður málsins verði greiddur úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda í málinu í samræmi við málskostnaðarreikning. Sannað er með játningu ákærða, sem fær stoð í gögn um málsins, að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum gefin að sök. Brot ákærða er réttilega heimfært til refsiákvæða. Ákærði, sem fæddur er [...] , hefur samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsett 21. nóvember síðastliðinn, ekki áður sætt refsingu hér á landi , sem horft verður t il við ákvörðun refsingar . Á hinn bóginn verður ekki fram hjá því litið að um er að ræða innflutning á umtalsverðu magni hættuleg ra fíkniefn a , af þó nokkrum styrkleika , sem ætlað var til söludreifingar hér á landi. Að öllu virtu og með vísan til dóma í s ambærilegum málum þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í sjö mánuði. Til frádráttar refsingu komi gæsluvarðhald sem ákærði hefur sætt vegna málsins frá 1 . september síðastliðnum að fullri dagatölu, samanber 76. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/ 1940. Í ljósi framangreindrar niðurstöðu er fallist á upptökukröfu ákæruvaldsins eins og hún er sett fram í ákæru. Þá verður ákærði dæmdur til greiðslu all s sakarkostnaðar málsins í samræmi við sakarkostnaðaryfirlit dagsett 3. nóvember síðastliðinn 249.5 32 krónur auk málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns, Halldóru Aðalsteinsdóttur lögmanns , 920.700 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti, og 84 . 000 króna aksturskostnað lögmannsins. Af hálfu ákæruvalds sótti málið Ásmundur Jónsson, aðstoðarsaksóknari. Þórha llur Haukur Þorvaldsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. 3 Dómso r ð: Ákærði, Sigitas Potiomkinas, sæti fangelsi í sjö mánuði. Til frádráttar þeirri refsingu komi gæsluvarðhald ákærða frá 1. september 2022, að fullri dagatölu. Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Halldóru Aðalsteinsdóttur, 920.700 krónur og ferðakostnað verjandans, 8 4. 0 00 krón ur . Ákærði greiði annan sakarkostnað máls, 249.532 krónur. Ákærði sæti upptöku á 321,89 grömmum af kókaíni sem lagt var hald á við ranns ókn málsins. Þórhallur Haukur Þorvaldsson