Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 9 . október 2019 Mál nr. S - 3914/2019 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu Kristmundur Stefán Einarsson aðstoðarsaksóknari g egn Sigursteinn Pétur Steinarsson Stefán Karl Kristjánsson lögmaður Dómur Mál þetta, sem dómtekið var 3. október 2019 , var höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 2. september 2019, á hendur Sigursteini Pétri Steinarssyni, , fyrir eftirtalin hegningar - og fíkniefnalagabrot I. Þjófnaði með því að hafa: 1. Aðfaranótt laugardagsins 12. ágúst 2018, í félagi við óþekktan mann, stolið úr bílageymslu að í Reykjavík vespu að óþekktu verðmæti, loftpressu að áætluðu verðmæti 70.000 kr., tveimur háþ rýstidælum að samtals áætluðu verðmæti 60.000 kr., bifhjólahjálm að áætluðu verðmæti 10.000 kr., hitablásara og útvarpi að samtals áætluðu verðmæti 15.000 kr. 2. Mánudaginn 29. október 2018, stolið úr verslun Bónus, að Hallveigarstíg 1 í Reykjavík, matvö rum að samtals söluverðmæti 29.900 kr. 3. Þriðjudaginn 6. nóvember 2018, stolið úr verslun Bónus, að Hallveigarstíg 1 í Reykjavík, matvörum að samtals söluverðmæti 25.531 kr. 4. Fimmtudaginn 20. desember 2018, stolið úr verslun Bónus, að Skipholti 11 - 1 3 í Reykjavík, matvörum að samtals söluverðmæti 23.833 kr. 5. Mánudaginn 13. maí 2019, stolið úr verslun Super 1, að Hallveigarstíg 1 í Reykjavík, matvörum að samtals söluverðmæti 14.342 kr. 2 6. Þriðjudaginn 14. maí 2019, stolið úr verslun Bónus, að Fisk islóð 2 í Reykjavík, matvörum að samtals söluverðmæti 8.710 kr. 7. Miðvikudaginn 29. maí 2019, stolið spjaldtölvu að verðmæti 39.995 kr af heimili í Reykjavík. 8. Þriðjudaginn 25. júní 2019, stolið úr verslun Bónus, að Hraunbæ 121 í Reykjavík, matv örum að samtals söluverðmæti 50.128 kr. 9. Miðvikudaginn 26. júní 2019, stolið úr verslun Nettó, í Mjóddinni í Reykjavík, mat - og snyrtivörum að samtals söluverðmæti 3.205 kr. 10. Fimmtudaginn 4. júlí 2019, stolið úr verslun Bónus, að Skipholti 11 - 13 í Reykjavík, mat - og snyrtivörum að samtals söluverðmæti 66.245 kr. Teljast brot þessi varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. II. Fíkniefnalagabrot með því að hafa: 11. Föstudaginn 12. október 2018, haft í vörslum sínum 2,70 g af maríhúan a, sem ákærði framvísaði til lögreglu á í Reykjavík, , og lagt var hald á. 12. Laugardaginn 3. nóvember 2018, haft í vörslum sínum 0,93 g af maríhúana, sem fannst við líkamsleit lögreglu á ákærða, á lögreglustöð við Hverfisgötu 113 í Reykjavík, og lagt var hald á. 13. Þriðjudaginn 2. júlí 2019, haft í vörslum sínum 1,0 g af maríhúana, sem fannst við líkamsleit lögreglu á ákærða, við Hagatorg í Reykjavík, og lagt var hald á. 14. Fimmtudaginn 4. júlí 2019, haft í vörslum sínum 0,85 g af maríhúana , sem fannst við líkamsleit lögreglu á ákærða í í Reykjavík, og lagt var hald á. Teljast brot þessi varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr., laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr. , reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 848/2002. 3 Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta upptöku á 5,48 g af maríhúana samkvæmt 6. mg r. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001. Einkaréttarakröfur Vegna ákæruliðar nr. 2 gerir , kröfu um að ákærði verði dæmdur til að greiða kröfuhafa skaðabætur samtals að fjárhæð 29.900 kr., auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr . laga nr. 38/2001 frá þeim degi er hið bótaskylda atvik átti sér stað, eða hinn 29. 10. 2018, og þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar, en síðan dráttarvexti, sbr. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001, frá þei m degi til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar að skaðlausu samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi eða að mati dómsins, að teknu tilliti til virðisaukaskatts af málflutningsþóknun. Verjandi ákærða krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og hæfilegrar þóknunar sér til handa. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði o g ákvörðun viðurlaga. Skírskotað er til ákærunnar um lýsingu málavaxta. Ákærði hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð t il refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur 1987 og á hann að baki sakaferi l allt aftur til ársins 2007 . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 27. ágúst 2019, hefur ákærð i m.a. hlotið 13 refsidóma, oftast fyrir umferðar - og fíkniefnalagabrot og fyrir þjófnað. Síðasti refsi dómurinn er dómur Landsréttar 17. maí 2019 , þar sem staðfestur var, með vísan til forsendna, dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá 21. júní 2018 um 8 mánaða fangelsisrefsingu yfir ákærða , meðal annars fyrir ítrekuð þjófnaðar brot og vörslu r fíkniefna . Við ákvörðun refsingar er litið til þess að ákærði gekkst greiðlega við þeim brotum sem hann er sakfelldur fyrir nú. Verður það virt honum til málsbóta. Á hinn bóginn er óhjákvæmilegt að líta til ítrekaðra auðgunarbrota ákærða, sbr. 255. gr. og 7 1 . gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . Með hliðsjón af því sem að framan hefur verið rakið og 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 9 mánuði . 4 Til frádráttar refsingu kemur gæsluvarðhaldsvist ákærða frá 5. júlí 2019 til 2. ágúst 2019. Með vísan til lagaákvæða í ákæru sæti ákærði upptöku á 5,48 g af maríhúana sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins. Ekki var sótt þing vegna bótakröfu og verður því ekki fjallað um þá kröfu. Ákærði grei ði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns, 363.560 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti . Ekki leiddi annan sakarkostnað af málinu. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Kristín Jónsdóttir aðstoðarsaksóknari fyrir Kristmund Stefán Einarsson aðstoðarsaksóknara . Björg Valgeirsdóttir, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Sigursteinn Pétur Steinarsson, sæti fangelsi í 9 mánuði . Til frádráttar refsingu kemur gæsluvarðhaldsvist ákærða frá 5. júlí 2019 til 2. ágúst 2019. Ákærði sæti upptöku á 5,48 g af maríhúana. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns, 363.560 krónur . Björg Valgeirsdóttir (sign.)