Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 11. nóvember 2020 Mál nr. S - 129/2020 : Ákæruvaldið ( Eyþór Þorbergsson fulltrúi ) g egn Fanney ju Jón u Jónsdótt u r Dómur Mál þetta, sem var dómtekið í dag , var höfðað með tveimur ákæru m lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, á hendur Fanneyju Jónu Jónsdóttur, kt. , , Akureyri. Sú fyrri er dagsett 1 2 - og áfengislagabrot: I. Með því að hafa þriðjudaginn 12. nóvember 2019, ekið bifreiðinni , undir Þingvallastræti á Akureyri, uns lögreglan stöðvaði hana skammt austan við Mýrarveg og fyrir að no ta ekki öryggisbelti við aksturinn á hluta af akstursleiðinni og aka bifreiðinni án ökuréttar. Telst þetta varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 49. gr., 1. mgr. 58. gr. og 1. mgr. 77. gr., sbr. 1. mgr. 94. gr. og 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, sbr. á ður 1. mgr, sbr. 2. mgr. 45. gr., 1. mgr. 48. gr. og 1. mgr. 71. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. II. Með því að hafa sunnudaginn 27. október 2019, verið ölvuð og með óspektir á almannafæri á veitinga - og kaffihúsinu Kaffi Ilmi að Hafna rstræti 107 b á Akureyri, en ákærða veittist að starfsmanni staðarins þegar henni var neitað um afgreiðslu áfengis vegna ástands hennar. Telst þetta varða við 21. gr., sbr. 1. mgr. 27. gr. áfengislaga nr. 75/1998, með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Jafnframt er þess krafist að ákærða verði svipt ökurétti samkvæmt 99. gr. og. 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, sbr. áður 101. gr. og 102. gr. eldri umferðarlaga. Síðari ákæran er dagsett 1 2 . maí 2020 fyrir líkamsárás með því að hafa sunnudagskvöldið 22. september 2019, á kaffihúsinu Bláu könnunni að Hafnarstræti 96 á Akureyri, ráðist að Y , kt. og slegið hana í andlitið, með þeim afleiðingum að hún hlaut klórför undir hægra aug a og eymsli yfir kinnbeini. 2 Telst þetta varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 10. gr. laga nr. 20/1981. Ákærða sótti ekki þing, þrátt fyrir að ha fa verið birt fyrirkall. Þar var þess getið að málið kynni að verða dæmt að henni fjarstaddri, sbr. 1. mgr. 155. gr. laga nr. 88/2008. Er því heimilt samkvæmt 1. mgr. 161. gr. sömu laga með áorðnum breytingum að leggja dóm á málið að ákærðu fjarverandi, en da varðar brot ekki þyngri viðurlögum en þar er áskilið í a - lið og framlögð gögn verða talin nægjanleg til sakfellingar. Verður ákærða sakfelld fyrir þá háttsemi sem henni er gefin að sök í ákæru og þar er rétt heimfærð til refsiákvæða. Sakaferill ákærðu, að því er hér skiptir máli, er sá að s amkvæmt sakavottorði gekkst ákærða undir sekt með lögreglustjórasátt 17. mars 2009, fyrir að aka undir áhrifum áfengis. Hún var svipt ökurétti í 12 mánuði. Þá gekkst hún einnig undir sekt með lögreglustjórasátt 31. ja núar 2014 fyrir að aka undir áhrifum áfengis og ávana - og fíkniefna. Var hún svipt ökurétti í 24 mánuði. Þann 11. desember 2019 hlaut ákærða dóm fyrir eignaspjöll og vörslur fíkniefna ásamt því að aka án gildra ökuréttinda og undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Var refsing ákveðin 60 daga fangelsi og ákærða svipt ökurétti ævilangt . Þau brot sem ákærða er nú sakfelld fyrir framdi hún fyrir uppsögu fyrrgreind s dóm s . Verður he n ni því ákveðinn hegningarauki er samsvari þeirri þyngi ngu refsingarinnar sem kynni að hafa orðið ef dæmt hefði verið um öll brotin í því máli, sbr. 78. gr. almennra hegningar laga nr. 19/19 40. Þykir refsing ákærð u hæfilega ákveðin 60 daga fangelsi . Með vísan til 3. mgr. 99. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 , sb r. 3. mgr. 101. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 er ævilöng svipting ökuréttar áréttuð. Að kröfu ákæruvalds og með vísan til dómsniðurstöðu verður ákærða dæmd til greiðslu sakarkostnaðar, 37.163 krónur. Berglind Harðardóttir aðstoðarmaður dómara kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærð a , Fanney Jóna Jónsdóttir, sæti fangelsi í 60 daga. Ákærða er svipt ökurétti ævilangt. Ákærð a greiði 37.163 krónur í sakarkostnað .