Héraðsdómur Austurlands Dómur 9. júní 2022 Mál nr. S - 45/2022 : Lögreglustjórinn á Austurlandi (Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari) g egn A Dómur . I. 1. Mál þetta, sem dómtekið var 31. maí 2022, höfðaði l ögreglustjórinn á Austurlandi með ákæru, útgefinni 5. s ama mánaðar á hendur A , kennitala , , : ,, fyrir hegningarlagabrot í , með því að hafa, seint um kvöld sunnudaginn 19. desember 2022, ruðst heimildarlaust inn í íbúðarhúsið að , , með því að opna rafknúna bílskúrshurð og fara þaðan áfram inn í húsið og veitast þar að fyrrverandi sambýliskonu sinni, B , kt. og hrind a henni svo hún féll í gólfið, með þeim afleiðingum að hún hlaut kúlu á höfuð, höfuðverk, bólgu og mar á vinstri framhandlegg og mar á hægri sköflung og fyrir að hafa við sama tækifæri hent farsíma og fartölvu í gólfið svo þessir hlutir eyðilögðust. 2. Telst þetta varða við 1. mgr. 218. gr. b, en til vara við 1. mgr. 217. gr., 231. gr. og 1. mgr. 257.gr., almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. breytingarlög. 3. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. II. 1. Fyrirk all í máli þessu v ar gefið út 1 2. maí sl. , og sen t lögreglustjóra til birtingar . Fyrirkallið var birti ákærða 15. sama mánaðar. 2. Við þingfestingu málsins sótt i ákærð i ekki þing og var málið þá dómtekið að kröfu fulltrúa ákæruvalds, með vísan til 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008. 2 3. Þykir mega jafna framangreindri útivist ákærð a til játningar hans með vísan til nefndrar lagagreinar, enda fer sú niðurstaða ekki í bága við rannsóknargögn málsi n s , en á meðal þeirra eru frumskýrsl a lögreglu, yfirheyrsluskýrsl a ákærða , kæruskýrsl a brotaþola og læknisvottorð. Af hinum síðast greindu gögnum verður ráðið að brotaþoli h afi náð b a ta á fáeinum dögum vegna hinna líkamlegu áverk a, sem hún varð fyrir í greint sinn. Þá verður ráðið að ákærði h afi staðið skil á bótum vegna tilfallandi munatjón s . Brotaþoli krafðist ekki bóta vegna líkamstjóns síns . F yrir liggur að fyr rnefnd húsakynni h öfðu áður verið sameiginlegt heimili brotaþola og ákærða . 4. Að öllu ofangreindu virtu teljast brot ákærð a nægjanlega sönnuð . E ftir atvikum þyk ja brot ákærða varða við 1. mgr. 217. gr., 231. gr. og 1. mgr. 257.gr., almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. varakrafa lögreg l ustjóra . Að því leyti er m.a. litið til dóms Hæstaréttar Íslands í máli nr. 26/2021. I I I. 1. Ákærði, sem fæddur er á árinu , hefur s amkvæmt sakavottorð i ekki áður sætt refsingum. 2 . A ð virtum gögnum og alvarleika háttseminnar þykir refsing ákærða , og þá m.a. með hliðsjón af 1. t ölulið 1. mgr. og 3. mgr. 70. , en einnig 77. gr. almennra hegningarlaga nna nr. 19/1940 , hæfilega ákveðin 45 daga fangelsi . Eftir atvikum þykir rétt að fresta fullnustu refsingar ákærða sk ilorðsbundi ð eins og segir í dómsorði. Samkvæmt gögnum féll sakarkostnaður ekki til við meðferð lögreglu og ákæruvalds í máli þessu. 3. Af hálfu ákæruvalds fór með málið Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari. Ólafur Ólafsson, héraðsdómari kveður upp dóm þennan. 3 D ó m s o r ð : Ákærð i, A , sæti 45 daga fangelsi, en fullnustu refsingarinnar skal frestað og falli hún niður að tveimur árum liðnum haldi hann almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955.