Héraðsdómur Reykjaness Dómur 29. september 2021 Mál nr. E - 744/2021 : el - X ehf . ( Sigurður Rúnar Birgisson lögmaður ) g egn Ívar i Erni Láruss yni ( Guðbjörg Benjamínsdóttir lögmaður ) Dómur Mál þetta var höfðað með birtingu stefnu 17. mars 2021 og dómtekið 14. september 2021. Stefnandi er el - X ehf . , kt . 000000 - 0000 , [...] . Stefndi er Ívar Örn Lárusson, kt. 000000 - 0000 , [...] . Stefnandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða s tefnanda skuld að fjárhæð 344.572 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt ákvörðun Seðlabanka Íslands á hverjum tíma um grunn dráttarvaxta og vanefndaálags, sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, af 344.572 krónum frá 7 . júlí 2020 til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar að skaðlausu að mati dómsin s. Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda en til vara er þess krafist að fjár krafa stefnanda verði lækk uð verulega . Þá er gerð krafa um að stefnandi verði dæmdur til að greiða stefnda málskostnað að skaðlausu að mati dómsins ásamt 24% virðisaukaskatti . Málavextir og sönnunarfærsla: Stefndi eignaðist fasteignina að Sunnubraut meðan á byggingu hennar stóð , og sett i hann sig í samband við fyrirsvarsmann stefnanda , sem hafði verið að vinna fyrir fyrri eiganda hússins um áframhaldandi vinnu við raflagnir , og varð munnlegt samkomulag með aðilum þar um. Ljóst þykir að samningur aðila hafi gengið út frá því að stefndi myndi gre i ð a stefnanda í samræmi við unnar vinnustund ir í verktöku, og að stefnandi myndi að mestu sjá um að kaupa það raflagnaefni sem til þurfti. Aðila greinir hins vegar á um það hvort samið hafi verið um tiltekið tímagjald meðan á verki nu stæði . Stefndi bar í s inni skýrslu fyrir dómi að samið hafi verið um að greiddar yrðu 7.000 krónur á tímann, en stefnandi bar fyrir dómi að hann hafi við upphaf verksins nefn t það, 2 þegar stefnandi hafi spurt hvað hann væri að taka á tímann, að hann tæki 7.400 krónur auk virðisaukaskatts , en myndi veita stefnda afslátt sem næmi 200 krónum á tímann en ekki hafi verið samið um tiltekið tímagjald fyrir verkið . Ágreiningslaust þykir að kostnaður við v innu stefnanda og efni vegna raflagna hússins hafi alls numið á átt undu milljón króna, og verkið tekið um eitt ár, og því lokið um mitt ár 2020. Þá er upplýst að uppgjör hafi farið fram vegna efniskaupa . Einnig liggur fyrir að verkið var að stórum hluta til unnið af tveimur starfsmönnum stefnanda, sem öðluðust ré ttindi sem sveinar stuttu eftir að verkinu lauk. Ekki er ágreiningur um gæði verksins. Á greiningur málsins snýr að ógreiddum hluta síðasta reikning s verks ins , og hvort stefnandi hafi krafið stefnda um greiðslu tímagjalds fyrir 19 klst. meðan á hádegis mat starfsmanna stefnanda stóð. Þann 2. september 2020 greiddi stefndi 698.268 krónur inn á umþrættan reikning málsins, og eru e ftirstöðvar reikningsins 344.572 krónur, sem er stefnufjárhæð máls þessa . Stefnda barst umþrættur reikningur í tölvupósti 22. jú ní 2020. Í tölvupósti stefnda til Magnúsar , fyrirsvarsmanns stefnanda , 23. júní 2020 gerði stefndi nokkrar athugasemd ir um vöruliði , og einnig s pur ði stefndi hvers vegna hann væri að borga tímagjald í hádegismat strákanna , og hvort þetta væri ekki útseld vinna og þeir því ekki launamenn. Í svarpósti Magnúsar 24. júní 2020 kemur m.a. fram að rukkað sé samkvæmt tímaskýrslum , og þá komi þeir oft við í verslun á leið úr og í mat. Einnig k vaðst Magnús hafa hækkað tímagjald ið, síðast í 7.600 krónur úr 7.400 krónum, og ástæð a þess v æri m.a. stytting vinnuviku starfsmanna og að hann gæti ekki frekar en aðrir rekið fyrirtæki án álagningar . Frekari tölvupóstsamskipti átt u sér stað milli aðila fram til loka ágúst 2020 , án þess að ágreiningur aðila hafi með því verið leiddur til lykta. Stefnandi leggur fram afrit umþrætts reikni ngs, afrit innheimtuviðvörunar og málskostnaðarreikning. Stefndi leggur fram afrit tölvupósta, kjarasamning Rafiðnaðarsambands Íslands og Sveinalista af vef Rafiðnaðarsambands Íslands , afrit reikninga um verkið auk samantekt ar reikninga þar sem fram koma heildar vinnutímar starfsmanna stefnanda, og merkt er við þá daga sem stefndi ætlar að greitt hafi verið fyrir hádegishlé starfsmanna. Fyrirsvarsmaður stefnanda og stefndi gáfu aðilaskýrslu r fyrir dómi . Þá gáfu starfsmenn stefnanda, A og B , vitna skýrslu r auk C , kunningja stefnda. 3 Málsástæður og lagarök stefnanda: S tefnand i byggir kröfu sína á reikningi nr. 101750 , með gjalddaga 7. j úlí 2020 , en eindaga 17. júlí 2020 , vegna vinnu stefnanda í þág u stefnda í maí 2020, upphaflega að fjárhæð 1.042.840 krónu r , nú að eftirstöðvum 344.572 krónur . Stefnandi kveðst sérhæf a sig í raflagnahönnun og raflögnum ásamt fleiru því tengdu. Umþrættur reikningur sé vegna vinnu og þjónustu stefna nda til handa stefnda, eins og lýst sé í framlögðum reikningi , og í samræmi við framlagðar vinnuskýrslur starfsmanna. Skuld þessi h afi ekki fengist greidd þrátt fyrir innheimtutilraunir og sé því nauðsynlegt að höfða mál til greiðslu hennar. Stefnandi telur að e kki sé ágreiningur um annað en fjárhæð tímagjalds reikningsins og umfang vinnunnar. Stefnandi bendir á að í upphafi verksins hafi ekk i verið samið um verð né hafi verið lögð fram áætlun um vinnu starfsmanna stefnanda . Þá hafi ekki verið gert tilb oð í verkið. Þannig hafi ekki verið samið um tiltekið tímagjald, enda liggi engin gögn fyrir í málinu um það. Stefndi hafi ekki gert neinar athugasemdir við fjárhæð tímagjalds ins fyrr en í tölvupósti 24. ágúst 2020 , og hafi greitt alla fyrri reikninga án a thugasemda fram til þess tíma. Reglur um skuldbindingargildi samninga auk á kvæð a 29. - 32. gr. laga nr. 42/200 0 um þjónustukaup eigi því ekki við, heldur 28. gr. sömu laga . Ekkert liggi fyrir eða sé sannað af hálfu stefnda, svo sem með matsgerð , um hvað sé s anngjarnt tímagjald fyrir vinnu starfsmanna stefnanda , og byggi st sýknukrafan einungis á hugmyndum stefnda sjálfs um það hvað sé sanngjarnt. Hvað stefnandi greiði starfsmönnum sínum í laun sé stefnda óviðkomandi, og byggi stefndi í raun á því sama í sínum málatilbúnaði. Stefnandi bendir á að stefndi hafi einnig lýst því yfir í greinargerð sinni að hann ger ði ekki athugasemdir við eldri reikninga og geti því ekki krafist þess nú að eldri reikningar verði endurskoð aðir . Þá hafi stefndi engar athugasemdir gert við gæði verksins eða framvindu þess , og þrátt fyrir að starfsmenn þeir sem að verkinu hafi komi ð hafi ekki haft sveinspróf á þeim tíma, hafi þeir unnið undir eftirliti og á ábyrgð stefnanda. Ekkert liggi fyrir um að framvindu verksins hafi verið ábótavant, og ljóst sé að viðkomandi starfsmenn hafi verið búnir að ljúka námi í raflögnum og verið með töluverða starfsreynslu. Stefnandi telur ósannað af hálfu stefnda að stefndi hafi verið krafinn um greiðslu fyrir vinnu þegar starfsmenn stefnanda voru í hádegismat. Ekkert í gögnum málsins styðji það. Hafi stefndi haldið eigin tímaskráningu þá liggi hún ekki fyrir í gögnum málsins en fyrir liggi tímaskráning starfsmanna stefnanda um unna tíma í þágu stefnda . Sú vinna 4 hafi ekki alltaf farið fram á verkstað . Staðfest sé í skýrslum viðkomandi starfsmanna fyrir dómi að þeir hafi ekki skráð matartíma á tímaskýrslur, nema að unnið hafi verið í þágu stefnda, svo sem v egna efni skaup a . Stefnandi telur að málsástæður stefnda séu ver ulega vanreifaðar, enda engir útreikningar eða sundurliðanir um kröfur hans, svo sem ef fallist yrði á að samið hefði verið um 7.200 króna tímagjald. Um dráttarvaxtakröfu stefnanda sé bent á að kröfunni hafi verið komið til stefnda með tölvupósti þann 22. j úní 2020 . Greiðsluskylda stefnda hafi orðið virk við það tímamark, sbr. 2. mgr. 34. gr. laga nr. 42/2000 um þjónustukaup. Krafist sé því dráttarvaxta frá 7. júlí 2020, en til vara frá 22. júlí 2020 með vísan til 3. mgr. 5. gr. vaxta laga nr. 38/2001. Kröf u um dráttarvexti styður stefnandi við ákvörðun Seðlabanka Íslands á hverjum tíma um grunn dráttarvaxta og vanefndaálags, sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, með síðari breytingum. Vísað er til meginreglu kröfuréttarins um efndir fjárskuldbindinga, en regla þessi f ái m.a. lagastoð í 45., 47. og 54 gr. laga nr. 50/2000 og lögum nr. 42/2000. Um gjalddaga kröfunnar er einkum vísað til meginreglu 49. gr. laga nr. 50/2000. Krafan um málskostnað styð jist við 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Varðandi varnarþing vísast til 32. gr. laga nr. 91/1991. Málsástæður og lagarök stefnd a : Stefndi byggir á því að hann hafi nú þegar greitt stefnanda að fullu vegna vinnu og efnis. Eigi stefnandi því engar frekari kröfur á hendur stefnda. Fjárhæð reikninga af hálfu stefnanda sé úr hófi fram og í viðskiptum sínum við stefnanda h afi stefndi ævinlega sýnt heiðarleika og sanngirni, t.a.m. gagnvart pásum starfsmanna stefnanda er þeir voru á verkstað. Telur stefndi óeðlilegt með tilliti til þess að um verksamning sé að ræða að hann greiði matartíma starfsmanna stefnanda þegar þeir far i úr húsi í klukkutíma á hverjum degi til að sinna óskyldum málum og einkaerindum. S tefndi hafi aldrei mótmælt því að greiða fyrir þann tíma sem sta rfsmenn stefnanda hafi sannanlega verið á verkstað og sinnt vinnutengdum erindum. Sé nánar á því byggt að verkkaupið til stefnanda sé að fullu greitt þar sem aldrei hafi verið samið um það að stefnda bæri að greiða fyrir þann tíma sem starfsmenn stefnanda væru fjarverandi í matartíma eða að sinna óskyldum erindum. Hafi það verið staðfest af viðkomandi starfsmönnum í gögnum málsins að þeir hafi ekki verið á vinnustað í hádeginu . Stefndi hafi greitt alla efnis - og vinnuliði útgefinna 5 reikninga, nema þá 19 tím a sem hann telur ofreiknaða á umþrættum reikningi málsins. Því sé hafnað , og með ólíkindum að mati stefnda að um hafi verið að ræða sendiferðir í þágu stefnda í 19 skipti í hádeginu, og að báðir starfsmennirnir hafi þurft að fara í þær sendiferðir. Telur s tefndi að stefnandi þurfi að bera sönnunarbyrðina fyrir því. Samkvæmt gildandi kjarasamningi milli SA og Samtaka rafverktaka annars vegar og Rafiðnaðarsambands Íslands vegna aðildarfélaga hins vegar sé virkur vinnutími skilgreindur sem dagvinnutími að frá dregnum neysluhléum eins og t.a.m. hádegismat. Virkur vinnutími sé því sá tími sem starfsmaður er við störf. Í grein 3.1.1 í kjarasamningnum komi skýrt fram að hádegismatartími sé ein klukkustund og teljist ekki til vinnutíma. Þá sé rétt að geta þess að fr á og með 1. apríl 2020 eru kaffihlé í dagvinnu samtals 35 mínútur og teljast þau ekki til vinnutíma. Þessu til viðbótar sé vakin á því athygli að grundvallarregla íslensks samningaréttar sé sú að samninga beri að halda, þeir séu bindandi fyrir samningsaðil a og að þá skuli efna í samræmi við efni þeirra. Í samræmi við þessa meginreglu h afi verið talið að samningsaðilar beri hver um sig almennt áhættuna af kostnaði sínum og því að aðstæður eða atvik breytist eftir samningsgerð. Það fel ist í eðli verksamninga að verktakar get i orðið fyrir tjóni eða hagnaði vegna ýmissa atvika sem upp kunna að koma. A lmennt hafi verið talið að slíkt h efði ekki áhrif á skuldbindingargildi samnings, enda hl jóti að mega ætlast til þess að samningsaðilar meti fyrirfram þá áhættu sem þeir taka með samningsgerð. Gera verði sérstaklega ríkar kröfur til þess að stórfyrirtæki í byggingariðnaði meti áhættu sína og kostnað áður en þau ganga til samninga . Stefndi leggur s érstaka áhersl u á stöðu samningsaðila, en annars vegar sé um að ræða einstakling í þjónustu - og neytendakaupum en hins vegar fyrirtæki í byggingariðnaði. Stefnandi verð i að bera áhættuna af því að semja á þann veg að kostnaður hans í rekstrinum sé tryggður með því tilboði sem stefnandi hafi ákv eðið að gera stefnda í verkið að Sunnubraut. Fráleitt sé að fallast á svo íþyngjandi túlkun samkomulags aðila að stefndi verði látinn bera kostnað af matartíma starfsmanna stefnanda án þess að sérstaklega hafi verið s amið um slíkt, einkum í ljósi þess að engin stoð sé fyrir slíku í kjarasamningi. Ber i að túlka allan vafa varðandi þetta atriði stefnanda í óhag. Hafi stefnandi ætlað að krefja stefnda um fyrrgreindan kostnað hefði honum verið í lófa lagið að semja um slík t með skýrum og skjalfestum hætti. Til hliðsjónar sé bent á ákvæði 32. gr. laga nr. 42/2000 um þjónustukaup sem mæli fyrir um að í tilgreindu verði 6 skuli innifalin öll opinber gjöld nema neytandi hafi sannanlega haft vitneskju um að þau væru það ekki. Í sa mræmi við grunnreglur kröfuréttar og viðurkenndar meginreglur í norrænum neytendarétti skuli nefnt verð vöru og þjónustu í samningum vera endanlegt nema annað hafi verið tekið fram á ótvíræðan hátt. Staðfesti dómaframkvæmd Hæstaréttar þessa niðurstöðu, en fyrir lig gi dómar þar sem ekki hafi verið talið rétt að víkja frá ákvæðum verksamnings um fjárhæð verklauna , enda bæri verktaki þá áhættu . Til samræmis þessu sé mælt fyrir um í 29. gr. laga nr. 42/2000 um þjónustukaup að hafi seljandi þjónustu látið neytan da verðáætlun í té megi verðið ekki fara verulega fram úr þeirri áætlun. Því sé einnig hafnað að stefnanda hafi verið heimilt að hækka tímagjald með einhliða ákvörðun , enda hafi verið búið að semja um tímagjald. Byggir stefndi á því að umræddir kostnaðarl iðir eigi sér enga stoð í samningi aðila og beri því að sýkna stefnda af kröfum stefnanda. Stefndi lýsir jafnframt yfir skuldajöfnu n á móti dómkröfum stefnanda vegna krafna stefnda um ofgreitt verkkaup, en ljóst sé að kröfur stefnda séu mun hærri en dómkra fa stefnanda í málinu. Er á því byggt að starfsmenn stefnanda, B og A , h afi ekki öðlast sveinspróf er þeir unnu að verkinu í húsi stefnda. Sk jóti því skökku við að stefndi hafi verið krafinn um fullt tímagjald vegna vinnu þeirra. Námu vinnutímar þeirra beg gja í verkinu samtals 278 tímum. Samkvæmt kjarasamningi RSÍ við Félag atvinnurekenda ne mi dagvinnukaup rafiðnaðarmanns með viðurkennd starfsréttindi en ekki með sveinspróf 2.579 krónum á tímann. M egi því ljóst vera að stefndi h afi ofgreitt stefnanda sem ne m i mismun á eðlilegu tímakaupi iðnnemanna og tímakaupi fullnuma rafiðnaðarmanns með sveinspróf. Telur stefndi að eðlilegt verð fyrir útselda tímavinnu iðnnema nemi 5.000 krónum. Samkvæmt 28. gr. laga nr. 42/2000 um þjónustukaup sk uli neytandi greiða það verð fyrir þjónustu sem telja m egi sanngjarnt með hliðsjón af umfangi og eðli vinnunnar, hafi ekki verið samið um verð. Í tilviki málsaðila hafði þó verið samið um verð, þ.e. 7.200 kr ónur á tímann fyrir vinnu iðnlærðra manna. Ekki haf i verið samið um að stefnda bæri að greiða 7.200 kr ónur, hvað þá hærra gjald fyrir vinnu manna sem ekki höfðu öðlast sveinspróf í rafiðn. Þá megi ætla að fleiri vinnustundir hafi farið í verkið vegna þess a ð óreyndir aðilar hafi séð um framkvæmd þess , og þv í hafi sá liður orðið hærri en ella. Samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 42/2000 um þjónustukaup sé seljanda þjónustu skylt að veita upplýsingar um það hvort fyrirhuguð kaup á þjónustu eru óhagkvæm fyrir neytandann að teknu tilliti til kostnaðar við verkið m eð hliðsjón af verðgildi hlutarins eða 7 öðrum atriðum sem áhrif hafa á hagkvæmni þeirrar þjónustu sem óskað er eftir. Ljóst sé að framangreindar kröfur stefnda séu miklum mun hærri en dómkröfur stefnanda. Á þessum grundvelli lýsi stefndi yfir skuldajöfnu n , sbr. 1. mgr. 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála , við dómkröfur stefnanda, enda séu skilyrði skuldaj öfnunar uppfyllt í málinu. Skuldaj öfnunarkrafa stefnda hafi orðið gjaldkræf áður en dómkrafa stefnanda féll í gjalddaga og samtímis því tímamarki. Skuldaj öfnunar krafan fel i þannig í sér þær greiðslur sem stefndi h afi ofgreitt með tilliti til greiðslna vegna vinnu iðnnemanna samkvæmt útgefnum reikningum. Skuldaj öfnunar krafa stefnda sé reist á almennum reglum íslensks réttar um skuldajöfnu n , sbr. efti rfarandi sundurliðun vegna ofgreiðslu á vinnu A og B , en því sé hafnað að skuldaj öfnunar krafa stefnda sé vanreifuð : 278 x 5.000 = 1.390.000 (1.091.800 + 965.200) 1.390.000 = 667.000 k rón ur . Stefndi gerir jafnframt kröfu um að dráttarvextir af framangreindri fjárhæð , sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðbætur, komi til skuldaj öfnunar við dómkröfur stefnanda. Stefndi krefst því sýknu af öllum kröfum stefnanda. Verði ekki fallist á sýknu er þess krafist til vara að dómkröfur stefnanda verði lækkaðar verulega. Dráttarvaxtakröfu m stefnanda er alfarið mótmælt sem röngum, vanreifuðum og ósönnuðum. Stefnandi geri kröfu um dráttarvexti frá gjalddaga reiknings þann 7. júlí 2020 en hins vegar liggur fyrir að eindagi reikningsins hafi verið 17. júlí 2020. Um lagarök vísar s tefndi til reglna verktaka - , samninga - og kröfuréttar kröfum sínum til stuðnings, einkum almennra reglna kröfuréttar og réttarfars um skuldajöfnu n , sbr. t.d. 28. gr. laga nr. 91/1991. Þá er sérstaklega vísað til almen nra meginreglna samningaréttar um samningsfrelsi og skuldbindingargildi samninga. Enn fremur er vísað til laga nr. 42/2000 um þjónustukaup og laga nr. 48/2003 um neytendakaup. Einnig er vísað til 1. mgr. 80. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Varða ndi dráttarvaxtakröfu na er vísað til 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðbætur. Krafa stefnda um málskostnað styðst við ákvæði 21. kafla laga nr. 91/1991, sbr. einkum 130. gr. þeirra laga. Stefndi er ekki virðisaukaskatts s kyldur aðili skv. lögu m nr. 50/1988 og ber því nauðsyn til að tekið verði tillit til skattsins við ákvörðun málskostnaðar. 8 Forsendur og niðurstaða: Óumdeilt er að málsaðilar sömdu munnlega um að stefnandi myndi sjá um raflagnavinnu og efniskaup því teng d í verktöku fyrir stef nda. Stefndi bar fyrir dómi að samið hafi verið um 7.000 krónur , sem yrði það tímagjald sem yrði innheimt við framvindu verksins . F yrirsvarsmaður stefn anda bar fyrir dómi að hann hafi nefnt að hann tæki 7.200 krónur á tímann með afslætti auk virðisaukaskatts, en ekki hafi verið samið um tiltekið verð eða tímagjald fyrir verkið. Af hálfu stefnda er á því byggt í greinargerð að samið hafi verið um 7.200 krónur á tímann fyrir vinnu iðnlærðra manna. Samkvæmt gögnum málsins var tímagjald reik nin ga í upphaf i 7.200 krónur og í mars 2020 var tímagjald reikninga hækkað í 7.400 krónur. Tímagjald tveggja reikning a á gjalddaga 2 2 . júní 2020 var 7.600 krónur, og sama tímagjald er á umþrættum reikningi . Síðastnefndir þrír reikningar voru sendir stefnda í tölvupósti 22. j úní 2020. Degi síðar eða 23. júní 2020 ger ði stefndi athugasemdir í tölvupósti um vörukaup stefnanda og í öðrum tölvupósti sama dag ger ði stefndi athugasemd við að verið væri að rukka fyrir 19 klst. hafi verið í hádegismat. Stefnandi svarar í tölvupósti 24. júní 2020, þar sem meðal annars kemur fram að hann hafi hækkað tímagjaldið til þess að mæta nánar tilteknum kostnaðarliðum. Í tölvupósti stefnda sama dag óska r hann eftir vinnuskýrslum þess að þeir hafi yfirleitt ekki verið í húsinu í hádeginu , auk þess sem nánari athugasemdir eru um efniskaup , en engar athugasemdir eru gerðar við tímagjaldið. Frekari tölvupóstssamskipti eiga sér stað án athugasemda um tímagjaldið þar til í lok ág úst 2020. Fyrir dómi bar stefndi að hann hefði ekki gert athugasemdir við hæ kkun tímagjald s á reikningum og greitt reikningana , þar sem þeir hefð u rúmast innan þeirra hugmynda sem hann hafði um verkið. Engin gögn liggja fyrir um efni þess munnlega samnings sem aðila r gerðu, svo sem um tímagjald , og stendur þar orð gegn orði . Af framangreindu röktu þykir ósönnuð sú málsástæða stefnda að samið hafi verið um að tímagjaldið skyldi vera óbreytt , 7.000 eða 7.200 krónur , auk virðisaukaskatts meðan á verkinu stóð . Þá hefur s tefndi greitt alla reikninga málsins samkvæmt tímagjaldi útgefinna reikninga, þar á meðal hluta af umþrætt um reikning i eftir að ágreiningur kom upp . Ó sannað er að stefndi hafi látið stefnanda verðáætlun í té fyrir verkið. Ágreiningur málsins stendur að mati dómsins einkum um það hvort stefndi hafi verið krafinn um greiðslu fyrir vinnu meðan á hádegismat tveggja starfsmanna stefnanda stóð , sem ágreiningslaust telst að stefnda beri ekki að greiða fyrir , teljist það sannað. 9 Stefndi byggir á því að hann hafi oftast verið á verkstað og haldið óformlega skrá um viðveru starfsmanna stefn anda , eða samkvæmt minni eins og fram kom í skýrslu hans fyrir dómi. Með hliðsjón af því hvenær starfsmenn irnir hafi mætt á morgnana og hvenær þ eir hafi hætt á daginn, og sam kvæmt tímaskýrslu m , sé ljóst að verið sé að krefja hann um greiðslu r fyrir þann tíma sem starfsmennirnir voru í hádegismat , alls í 19 skipti. Af hálfu stefnanda er á því byggt að starfsmennirnir hafi skráð hjá sér þá tíma sem þeir hafi unnið í þágu stefnd a, og að reikningar hafi verið gefnir út í samræmi við þá tímaskráningu. Í skýrslum beggja starfsmanna fyrir dómi kom fram að þeir h afi haldið tímaskráningu um þann tíma sem þeir h afi unnið í þágu stefn da . Þeir tímar hefðu ekki allir verið unnir á verkstað , enda hafi þeir þurft að finna til verkfæri og efni áður en haldið var á verkstað auk þess að koma sér til og frá verkstað. Þá hefðu þeir oft nýtt ferð sína í hádegi nu til að sinna jafnframt erindum í þágu stefn da , svo sem til kaupa á efni , og eftir að heim var komið hald ið skrá um efnisnotkun í þágu stefnda þann dag. Ekki li ggur ekki fyrir hvenær starfsmennirnir mættu eð a yfirgáfu verkstað þá 19 daga sem um er deilt , og a ð mati dómsins er ekki fullljóst hvaða daga r það eru . Eins og fram var ko mið þá fékk stefn di senda þrjá reikninga 22. júní 2020. Í athugasemdum stefn da til stefn anda Í framlagðri samantekt stefnda er merkt við 16 daga þar sem ví sað er til þess að hádegi ð haf i verið greitt , og er þar um fleiri reikninga að ræða en þ á þ rjá sem virðast hafa gefið tilefni til nefndra athugasemda. Af greinargerð stefn da má einnig ætla að um sé að ræða 19 klst. af umþrættum reikningi málsins . Með vísan til alls framangreinds telst ósannað annað en að þeir tímar sem starfsmenn stefn anda skráðu á vinnuskýrslur hafi verið í þágu stefn da , og er því ósannað að stefn andi hafi með umþrættum reikningi málsins verið að innheimta tímagjald fyrir þann tím a sem starfsmenn hans nýttu í hádegishlé. Stefn di byggir á því að starfsmenn stefn anda hafi hvorugur verið með sveinspróf , sem virðist óumdeilt, en innheimt hafi verið tímagjald fullnuma rafvirkja. Eðlilegt tímagjald fyrir útselda vinnu iðnnema sé 5.000 krónur að mati stefnda, og miðað við vinnuframlag upp á 278 klst. hafi stefn andi ofrukkað stefn da um 667.000 krónur, sem beri að skuldaj afna við kröfu stefnanda , auk dráttarvaxta af þeirri kröfu. Í 28. gr. laga nr. 42/2000 um þjónustukaup kemur fram að h a fi ekki verið samið um verð fyrir keypta þjónustu sk uli neytandi greiða það verð sem telja má sanngjarnt með hliðsjón af því hve vinnan er mikil og hvers eðlis hún er. 10 E kki lá fyrir tilboð í verkið og ekki var gerð nein verðáætlun. Það eina sem virðist hafa verið rætt var framangreint tímagjald , og að því leyti var samið um verð , og bar stefn di sjálfur fyrir dómi að samningurinn h efði ekki verið ítarlegri en það . Ó sannað er því hvort einhver umræða hafi farið fram um það að fyrirsvarsmaður stef nanda skyldi einn vinna verkið eða hvort aðrir, sem eftir atvikum hefðu ekki full réttindi rafvirkja , skyldu koma að því . Starfsmenn stefn anda báru fyrir dómi að vera með menntun og reynslu í raflögnum, og stefn di bar fyrir dómi að hann hefði engar athugasemdir um gæði verksins og þar með vinnu þeirra . Ósannað er að meiri tími hafi farið í verkið vegna reynsluleysis þeirra starfsmanna . Þá er ó rökstutt það tímagjald sem stefn di telur sjálfur eðlilegt að greiða , og engin matsgerð liggur fyrir til stuðnings kröfunn i. Með vísan til framangreinds hefur stefn d i ekki sýnt fram á að það tímagjald sem innheimt var vegna tveggja starfsmanna stefnanda hafi verið ósanngjarnt. Með vísan til alls framangreinds hefur verið fallist á kröfu stefnanda um að stefnda beri að greiða stefnanda 344.572 krónur, sem ógreiddar eru af umþrættum reikningi málsins . Ósannað er að stefnd i eigi kröfu í málinu til skulda jöfnunar . S tefnda var sendur umþrættur sundurliðaður reikningur í tölvupósti 22. júní 2020 , og var hann móttekin af stefnda, með gjalddag a 7. júlí 2020 en einda ga 17. júlí 2020 . K rafa n var ekki greidd á eindaga, og ber stefnda því að greiða dráttarvexti af stefnukröfu málsins frá gjalddaga kröfunnar 7. j úlí 2020. Með vísan til niðurstöðu málsins og með vísan til 1. mgr. 130. gr. la ga nr. 91/1991 um meðferð einkamála verður stefn da gert að greiða stefn anda málskostnað sem hæfilega er ákveðinn 496 .000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Bogi Hjálmtýsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Stefnd i, Ívar Örn Lárusson, greiði stefnanda, el - X ehf. , 344.572 krónur ásamt dráttarvöxtum, sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, af 344.572 krónum frá 7. júlí 2020 til greiðsludags. S tefn di greiði stefn anda 496 .000 krónur í málskostnað. Bogi Hjálmtýsson