Héraðsdómur Suðurlands Dómur 21. október 2019 Mál nr. S - 517/2019 : Lögreglustjórinn á Suðurlandi ( Elimar Hauksson fulltrúi ) g egn Friðrik i E rn i Einarss yni Mál þetta, sem þingfest var og dómtekið fimmtudaginn 17. október sl., er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Suðurlandi þann 16. september sl., á hendur Friðriki Erni Einarssyni, fyrir umferðarlagabrot með því að hafa, að morgni mánudagsins 5. ágúst 2019, ekið bifreiðinni um Landeyjahafnarveg í Rangárþingi eystra, undir áhrifum áfengis (vínandamagn í blóði 0,74 Telst brot ákærða varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 45. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987, sbr. 1. mgr. 100. gr. nefndra umferðarlaga. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til að sæta sviptingu ökuréttar samkvæmt 101. og 102. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987 með áorðnum breytingum og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði mæt ti við þingfestingu málsins og lýsti yfir að hann óskaði ekki eftir skipun verjanda. Ákærði viðurkenndi skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru. Með vísan til skýlausrar játningar ákærða og þar sem dómari taldi ekki ás tæðu til að draga í efa að játning hans væri sannleikanum samkvæm var farið með málið í samræmi við ákvæði 1. mgr. 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, eftir að aðilum hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Um málavexti vísast til ákæruskjals. Sannað er að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar þykir rétt færð til refsiákvæða. Ákærði hefur með háttsemi sinni unnið sér til refsingar. Samkvæmt framlögðu sakavottorði hefur ákærði þrisvar sinnum áður sætt refsingu, þar af tvisvar fyrir akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Þann 25. janúar 2013 gekkst ákærði undir sektargerð með sátt hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum fyrir akstur undir áhrifum 2 ávana - og fíkniefna. Þá va r ákærði einnig sviptur ökurétti í 4 mánuði. Þann 21. desember 2016 var ákærði dæmdur til greiðslu sektar meðal annars fyrir akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna . Við ákvörðun refsingar ákærða nú er því litið til þess að ákærði gerist nú sekur í þriðja sinn um að aka undir áhrifum áfengis og/eða ávana - og fíkniefna. Refsing ákærða er hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga. Með vísan til dómvenju þykja ekki efni til að skilorðsbinda refsinguna. Með vísan til 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar, sem nemur samkvæmt yfirliti lögreglu samtals 41.498 kr. Með vísan til 101. og 102. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, með síðari breytingum, ber að svipta ákærða ökurétti ævilangt, frá birtingu dóms þessa að telja. Írena Eva Guðmundsdóttir , löglærður aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð : Ákærði, Friðrik Örn Einarsson, sæti fangelsi í 30 daga. Ákærði greiði sakarkostnað, samtals 41.498 krónur. Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt frá birtingu dóms þessa að telja. Írena Eva Guðmundsdóttir .