Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 2 6. maí 2020 Mál nr. E - 5926/2019 : Stórólfshvolssókn ( Jón Magnússon lögmaður ) g egn k irkjuráð i vegna Jöfnunarsjóðs sókna ( Gestur Jónsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem var höfðað með stefnu birtri 29. september 2019, var dómtekið að lokinni aðalmeðferð þann 13. maí sl. Stefnandi er Stórólfshvolssókn, Stórólfshvoli , Hvolsvelli. Stefndi er k irkjuráð , vegna J öfnunarsjóðs sókna , Laugavegi 31 í Reykjavík. Stefnandi krefst þess að úrskurður áfrýjunarnefndar þjóðkirkjunnar í máli k irkjuráðs vegna Jöfnunarsjóðs sókna gegn Stórólfshvolssókn frá 12 ágúst 2019 verði fell d ur úr gildi og lýstur ógildur. Þá krefst stefnandi greiðslu málskostnaðar úr hendi stefnda. S tefndi krefst sýknu af kröfu stefnanda og greiðslu málskostnaðar úr hendi hans. I. Ágreiningsefni máls þessa á rót sína að rekja til ákvörðun ar Jöfnunarsjóðs sókna frá 15. desember 2010 um að veita stefnanda styrk að fjárhæð 10 milljón ir króna árið 2011 t il kirkjubyggingar . Áður haf ð i stefnandi hlotið styrk til sama verkefnis úr sjóð n um árin 2009 og 2010. Ágreiningur reis milli aðila um það hvort í ákvörðun þessari fælist skilyrðislaust loforð um greiðslu styrksins eða hvort sjóðurinn hefði með gildum hætti sett nánar greind skilyrð i fyrir greiðslu hans . Jöfnunarsjóðurinn taldi skilyrði hafa verið sett fyrir greiðslu styrksins og jafnframt að stefnandi hefði ekki uppfyllt þau. Synjaði hann stefnanda á þeim grundvelli um greið slu styrksins. Þeirri ákvörðun skaut stefnandi til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar , sem 7. mars 2016 kvað upp úrskurð þess efnis að stefnand a bæri styrkurinn. Þeirri ákvörðun skaut stefndi til áfrýjunarnefndar þjóðkirkjunnar með tilkynningu um málskot 17. mars s.á. Með úrskurði áfrýjunarnefndar nr. 1/2016 þann 10. júní 2016 felldi áfrýjunarnefndin úrskurð úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar úr gildi og hafnaði öllum kröfum stefnanda á hendur stefnda. Þessu næst höfðaði stefnandi mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíku r og krafðist þess að framangreindur úrskurður áfrýjunarnefndarinnar yrði felldur úr gildi. Það mál var í upphafi höfða ð gegn íslensku þjóðkirkjunni, stefnda og nefndarmönnum áfrýjunarnefnd ar þjóðkirkjunnar vegna nefndarinnar . Stefndu tóku til varna og krö fðust 2 aðallega frávísunar málsins frá dómi. Áður en sá ágreiningur var tekinn til úrskurðar féll stefnandi frá kröfu á hendur áfrýjunarnefndinni. Í úrskurði dómsins 21. desember 2017 var málið fellt niður gagnvart þeim stefnda og öllum kröfum á hendur þjóð kirkjunni var vísað frá dómi. Að auki var varakröfu stefnanda vísað frá dómi en hrundið kröfu stefnd u um frávísun málsins að öðru leyti. Í málinu b yggði stefn an di aðallega á því að nefndin hefði verið ranglega skipuð aðeins þremur mönnum , tilnefndum af Hæstarétti , en í síðari málslið 2. mgr. 13. gr. laga nr. 78/1997, um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, sé mælt fyrir um það að við meðferð einstakra mála skuli nefndin skipuð tveimur sérfróðum mönnum til viðbótar þeim þremur sem H æstiréttur tilnefndi. Með dómi í máli E - 1134/2017, kveðnum upp 16. maí 2018, féllst h éraðsdómur á þ essa málsástæðu stefnanda og felldi úrskurð áfrýjunarnefndar úr gildi vegna þessa annmarka á skipun nefndarinnar . Þá þegar niðurstaða héraðsdóms lá fyrir se ndi lögmaður stefnda áfrýjunarnefndinni erindi með tölvupósti þar sem hann upplýsti nefndina um að umbjóðandi hans hygðist una þessum dómi og ósk að i eftir því að áfrýjunarnefndin kæmi saman og afgreiddi kæru umbjóðanda síns að nýju , að teknu tilliti til ni ðurstöðu dómsins. Áfrýjunarnefndin varð við því og með úrskurði nefndarinnar 12. ágúst 2019 var á ný komist að sömu niðurstöðu og fyrr, þ.e. að úrskurður úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar frá 7. mars 2016 var felldur úr gildi og öllum kröfum stefnanda hafnað . Við meðferð málsins var áfrýjunarnefndin skipuð fimm mönnum, þar af tveimur af þeim þremur nefndarmönnum sem kveðið höfðu upp fyrri úrskurð um sama efni . Varamaður tók sæti fyrir þriðja nefndarmanninn. Þá kva ddi nefndin sjálf til tvo sérfróða nefndarmenn , þá Eirík Jónsson , þáverandi prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og Pétur Pétursson, prófessor í guðfræðideild sama skóla. Bæði í þessum úrskurði og hinum fyrri frá 10. júní 2016 er umdeildur úrskurður úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar sagður vera númer 1/2016 en hið rétta mun vera að númer hans er 1/2015. Stefnandi telur enn vera annmarka á málsmeðferð áfrýjunar nefndarinnar þess eðlis að krafa hans um ógildingu úrskurðarins eigi að ná fram að ganga . Stefndi a ndmælir því að slíkir annarmarkar séu fyrir hendi og enn síður að afleiðingar geti verið þær sem stefnandi krefst . Er sá ágreiningur til úrslausnar í þessum dómi. II. Stefnandi byggir á því að málsmeðferð áfrýjunarnefndar sé haldin slíkum annmörkum að ógilda beri úrskurð hennar frá 12. ágúst 2019. Eftirfarandi þrjár málsástæður færir stefnandi fram til stuðnings þeirri staðhæfingu. Í fyrsta lagi hafi tveir nefndarmenn áfrýjunarnefndar, þau Jóhannes Karl Sveinsson, formaður nefndarinnar, og Hildur Briem , verið vanhæf ir til að taka þátt í meðferð máls ins vegna fyrri afskipta sinna af málinu. Í því efni vísar stefnandi til þess að þau hafi tekið 3 afstöðu til kröfugerðar stefnanda í fyrra héraðsdómsmáli um sama ágreiningefni, umfram það sem nauðsyn bar til vegna kröfu nefndarinnar um frávísun málsins . Haf i þau því ótvírætt tekið afstöðu gegn sjónarmiðum stefnanda og því séu þau vanhæf til að taka þátt í meðferð málsins upp frá því. Í stefnu er ekki vikið að því á hvaða lagarökum þessi málsástæða er byggð en við munnlega n flutning málsins var vísað til þess að vanhæfi framangreindra nefndarmanna byggði st á 6. tölulið 1. mgr. 3. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 , sbr. einnig g - lið 5. gr. laga nr. 91/1991 , um meðferð einkamála . Í öðru lagi hafi stefndi ekki með gildum hætti skotið málinu til áfrýjunarnefndar eft ir að dómur héraðsdóms í máli E - 1143/2017 féll þann 16. maí 2018. Byggir stefnandi á því að tölvupóstur sá sem lögmaður stefnda sendi áfrýjunarnefndinni sama dag , og greint er frá í málsatvikalýsingu, uppfylli ekki kröfu laga um form málskot s til nefndarinnar þar sem um sé að ræða óundirritaðan tölvupóst. Auk þess hafi kirkjuráð ekki fjallað um málið áður en tölvupósturinn hafi verið sendur , og hafi ekki gert það fyrr en löngu eftir að áfrýjunarfrestur var liðinn. Byggir stefnandi á því að sa mkvæmt 13. gr. laga nr. 78/1997 hafi kirkjuráði borið að fjalla um málið og taka afstöðu til málskots til áfrýjunarnefndar og skila inn kröfu þess efnis innan áfrýjunarfrests, undirritað ri af lögmanni eða öðrum aðila með gilt umboð til að koma fram fyrir h önd stefnda. Í þriðja lagi hafi málsmeðferðartími áfrýjunarnefndar verið langt umfram það sem eðlilegt geti talist , en áfrýjunarnefndin hafi ekki kveðið upp úrskurð fyrr en fimmtán mánuðum eftir að dómur héraðsdóms í máli E - 1134/2017 féll og lögmaður stefn da sendi áfrýjunarnefndinni erindi. Samkvæmt 13. gr. laga nr. 78/1997 skuli nefndin að jafnaði afgreiða mál innan sex vikna frá því að erindi berast. Svo sem að framan greinir byggir stefnandi jafnframt á því að ekki sé unnt að líta svo á að í þeirri beiðn i sem lögmaður stefnda sendi í kjölfar framangreinds héraðsdóms feli st gilt málskot til nefndarinnar. S tefnandi byggir á því að s érhver þessara annmarka leiði til þess að ógilda beri úrskurð áfrýjunarnefndar og enn frekar sé hann ógildanlegur þegar lagt sé heildstætt mat á áhrif framangreind r a annmarka á málsmeðferðinn i . III. S tefndi hafnar öllum framangreindum málsástæðum stefnanda og byggir sýknukröfu sína á því að málsmeðferð og úrskurður áfrýjunarnefndar þjóðkirkjunnar sé ekki haldinn neinum annmörkum sem leitt geti til ógildingar hans. Stefndi andmælir því að ekki hafi verið staðið rétt að málskoti til áfrýjunarnefndarinnar. Í því efni vísar hann til 1. mgr. 13. gr. laga nr. 78/1997, þar sem mælt sé fyrir um að niðurstöðum úrskurðarnefndar skv. 12. gr. laganna megi skjóta til áfrýjunarnefndar og sé áfrýjunarfrestur þrjár vikur. Ekki séu gerðar neinar sérstakar kröfur um það í hvaða formi tilkynningu um áfrýjun sé komið á framfæri við nefndina. Þá byggir stefndi á því að það sé grundvallarmisskilningur a f hálfu stefnanda þegar hann 4 lít i svo á að tilkynningin sem lögmaður stefnda sendi nefndinni í kjölfar niðurstöðu héraðsdóms í máli E - 1134/2017 feli í sér málskot til áfrýjunarefndarinnar . Hið rétta sé að málinu hafi verið skotið til áfrýjunarnefndar þann 17. mars 2016 , þ.e. 10 dögum eftir að úrskurður úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar nr. 1/2015 hafi verið kveðinn upp . Málskotið hafi því borist með gildum hætti innan þess áfrýjunarfrests sem mælt sé fyrir um í nefndri 13. gr. laga nr. 78/1997. Úrskurður áfrý junarnefndar í málinu hafi verið kveðinn upp 10. júní 2016 og síða r ógiltur með dómi þann 16. maí 2018. Þá hafi staða málsins verið sú að enn haf ð i ekki verið með lögmæltum hætti leyst úr þeim ágreiningi sem málskot stefnda laut að. Erindi lögmannsins til áfrýjunarnefndar sama dag hafi ekki falið í sér nýtt málskot heldur einvörðungu áréttingu á því að ljúka bæri málinu fyrir áfrýjunarnefndinni, að gættum réttum formreglum sem framangreindur dómur laut að. Enga nauðsyn hafi borið til að leggja málið fyrir k irkjuráð að nýju áður en þessi beiðni hafi verið send áfrýjunarnefndinni. Þá andmælir stefndi því að formaður áfrýjunarnefndar, Jóhannes Karl Sveinsson , og Hildur Briem nefndarmaður hafi verið vanhæf til meðferðar málsins. Þegar úrskurður nefndar er ómerkt ur glati nefndarmenn samkvæmt reglum stjórnsýsluréttar ekki hæfi sínu til að ráða mál i til lykta af þeirri ástæðu einni að þeir hafi tekið þátt í fyrri málsmeðferð. Jafnframt mótmælir stefndi því að það geti leitt til vanhæfis nefndarmanna þótt þeir hafi t ekið til varna og krafist frávísunar máls þegar nefndinni hafi ranglega verið stefnt fyrir dóm. Loks sé því ekki mótmælt að málsmeðferðartími nefndarinnar hafi verið langur en á því sé byggt af hálfu stefnda að samkvæmt reglum stjórnsýsluréttar geti það ek ki leitt til ógildingar ákvörðunar. IV. Um áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar er fjallað í 13. gr. laga nr. 78/1997, um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar. Samkvæmt 6. mgr. greinarinnar gilda almennar reglur stjórnsýslulaga nr. 37/1993 um málsmeðferð fyrir áfrýjunarnefndinni , þar á meðal reglur II. kafla laganna um hæfi nefndarmanna , að því marki sem starfsreglur sem kveðið er á um í 59. gr. laganna mæli ekki á annan veg. Í samræmi við þetta verður leyst úr ágreiningi aðila á grundvelli stjórnsýslulaga og eftir atvikum almennra reglna stjórnsýsluréttarins. Stefnandi byggir á því að tveir nefndarmanna sem stóðu að umdeildum úrskurði áfrýjunarnefndar hafi verið vanhæfir til að fjalla um málið eftir að nefndin skilaði greinargerð í máli stefnanda gegn nefn dinni og kirkjuráði í máli E - 1134/2017. Í greinargerð nefndarinnar í því máli hafi þau tekið ótvíræða afstöðu gegn sjónarmiðum og rökum stefnanda og með því móti orðið vanhæf til frekari afskipta af málinu og borið að víkja sæti , enda hafi þá skapast aðstæ ður sem séu til þess fallnar að draga óhlutdrægni 5 þeirra í efa með réttu, sbr. 6. tölulið 1. mgr. 3. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 , sbr. einnig sambærilegt ákvæði um dómara í g - lið 5. gr. laga nr. 91/1991. Á þetta fellst dómurinn ekki. Almennt gildir sú regla um hæfi úrskurðaraðila innan stjórnsýslunnar að þeir missa ekki hæfi sitt til að úrskurða í ágreiningi máls þótt fyrri úrskurður þeirra í sama máli hafi verið ógiltur. Sama regla á að sínu leyti við um dómara í því tilviki að dómur sem þeir hafa kveð ið upp er ómerktur af æðra dómstigi og vísað til sama dómstigs á ný. Allt að einu verður að meta það í hverju tilvik i fyrir sig, með hliðsjón af þeirri almennu vanhæfisreglu sem fram kemur í nefn d um ákvæðum stjórnsýslulaga og laga um meðferð einkamála , hvo rt fyrir hendi séu aðstæður sem fallnar séu til þess að draga óhlutdrægni nefndarmanna í efa með réttu. Hér hagar svo til að við fyrri meðferð áfrýjunarnefndar þjóðkirkjunnar reis ágreiningur um skipan nefndarinnar. Taldi úrskurðarnefndin sjálf að ekki bær i nauðsyn til að kalla tvo sérfróða aðila til setu í nefndinni til að leysa úr ágreiningi málsins , og til samræmis við það var úrskurður áfrýjunarnefndarinnar kveðinn upp af þremur nefndarmönnum, sem tilnefndir voru af Hæstarétti, í samræmi við ákvæði 2. m gr. 13. gr. laga nr. 78/1987. Stefnandi undi ekki þessari málsmeðferð og stefndi nefndarmönnum fyrir hönd áfrýjunarnefndarinnar , biskupi Íslands fyrir hönd íslensku þjóðkirkjunnar og kirkjuráði, m.a. til ógildingar á úrskurði áfrýjunarnefndarinnar. Áfrýjun arnefndin tók til varna í málinu og kraf ðist þess að kröfum á hendur nefndinni yrði vísað frá dómi á þeim grun dvelli að samkvæmt dómvenju væri litið svo á að kærunefndir innan stjórnsýslunnar hefðu ekki lögvarða hagsmuni af úrslausn mála um gildi úrskurða sinna . Þá er í greinargerð áfrýjunarnefndarinnar einnig að finna réttarfarslegar athugasemdir við kröfugerð stefnand a og þar er andmælt staðhæfingum stefnanda um það hvaða þýðingu dómur um ógildingu úrskurðar nefndarinnar hefði. Ekki er vikið að efnislegum ágreiningi aðila að öðru leyti en því að vísað er til fyrirliggjandi úrskurðar nefndarinnar. Í þessu efni ber að hafa í huga að stefnandi sjálfur kaus að stefna öllum nefndarmönnum fyrir hönd áfrýjunarnefndarinnar. Var því ekki undan því vikist að taka til varna . L utu varnir nefndarinnar , svo sem áður greinir , ekki að öðru en réttarfarslegum atriðum . Að mati dómsins gefur ekkert a f því sem fram kemur í greinargerð nefndarinnar í framangreindu dómsmáli stefnanda með réttu tilefni til að draga óhlutdrægni nefndarmanna í efa . Verður úrskurður nefndarinnar ekki ógiltur á þessari forsendu. Þá er jafnframt hafnað þeirri málsástæðu stefna nda að stefndi hafi ekki staðið rétt að málskoti til áfrýjunarnefndarinnar. Því er ekki mótmælt af hálfu stefnanda að stefn d i hafi í öndverðu skotið niðurstöðu úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar frá 10. júní 2016 til áfrýjunarnefndarinnar þann 17. mars 2016. Var það innan áfrýjunarfrests, sem er þrjár vikur skv. 1. mgr. 13. gr. laga nr. 78/1997 , og ekki á því byggt að ranglega hafi verið staðið að því málskoti . Að ge n gnum dómi héraðsdóms, þar sem úrskurður 6 áfrýjunarnefndarinnar var ógiltur , er staðan því sú að ekki liggur fyrir endanleg niðurstaða nefndarinnar í því ágreiningsefni sem skotið hafði verið til hennar. Engin lagarök standa til þess að líta svo á að r éttaráhrif ógildingar á úrskurði nefndarinnar hafi verið þau að skjóta þurfi málinu að nýju til nefn darinnar. Við þ essar aðstæður bar áfrýjunarnefndinni að leiða málið til lykta að gættum réttum málsmeðferðarreglum enda kæmi fram beiðni þar að lútandi frá áfrýjanda málsins. Erindi lögmanns stefnda til nefndarinnar með tölvupósti 16. maí 2018, sama dag og úrskurður nefndarinnar var ógiltur með dómi , fól í sér slíka beiðni. Engar sérstakar formkröfur eru gerðar til samskipta af þessu tagi og eðli málsins samkvæmt getur beiðni um að málið verði tekið upp að nýju hjá áfrýjunarnefndinni , eftir að fyrri úrskurð ur hennar var ógiltur, ekki verið bundin því skilyrði að hún berist innan sex vikna frá því að umdeildur úrskurður þjóðkirkjunnar féll. Þá verður ekki séð að það hafi neina þýðingu að lögum þótt kirkjuráð hafi ekki komið saman til að fjalla um þessa beiðni áður en hún var send, enda óumdeilt að það hafði þá þegar falið lögmanni sínum að sjá um málskot til áfrýjunarnefndar. Loks verður því hafnað að dráttur á uppkvaðningu úrskurðar geti að lögum haft þau réttaráhrif að úrskurður nefndarinnar sé ógildanlegur, sem óhjákvæmilega hefði þau áhrif að málsmeðferð fyrir nefndinni drægist enn á langinn. Slík niðurstaða fær hvorki stoð í ákvæðum stjórnsýslulaga né almenn um reglu m stjór n sýsluréttar. Auk þeirra málsástæðna stefnanda sem rökstudd afstaða hefur verið tekin til að framan er í stefnu vikið að tveimur atriðum sem óljóst er hvort feli í sér frekari málsástæður fyrir kröfu stefnanda. Annars vegar er á það bent að í umdeildum úrskurði áfrýjunarnefndar er úrskurður úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar ranglega sagður v era númer 1/2016 en hi ð rétta sé að hann sé númer 1/2015. Hins vegar hafi áfrýjunarnefndin einungis verið skipuð einum sérfróðum meðdómsmanni. Ekki er greint frá því í stefnu hvern stefnandi telur vera sérfróðan eða í hverju sérfræðiþekking viðkomandi sé f ólgin. Hins vegar segir að það valdi ógildi úrskurðarins þegar aðeins einn sérfróður aðili sitji í úrskurðarnefndinni. Inntur eftir því sérstaklega við munnlegan flutning málsins kvað lögmaður stefnanda að ekki bæri að líta á framangreinda umfjöllun í stef nu sem sjálfstæðar málsástæður fyrir kröfum hans. Koma þær því ekki til frekari skoðunar. Með vísan til þess sem að framan er rakið verður stefndi sýknaður af kröfum stefnanda. Í ljósi þeirrar niðurstöðu , og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, verður stefnanda gert að greiða stefnda málskostnað, sem er hæfilega ákveðinn 850.000 krónur, að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Ingibjörg Þorsteinsdóttir héraðsdómari kveður up p þennan dóm . 7 Dómso r ð: Stefndi, kirkjuráð vegna Jöfnunarsjóðs sókna , er sýkn af kröfu stefnanda, Stórólfshvolssóknar. Stefnandi greiði stefnda 850.000 krónur í málskostnað. Ingibjörg Þorsteinsdóttir