1 D Ó M U R Héraðsdóms Reykjavíkur 3 . júl í 2019 í máli nr. S - 301/2019: Ákæruvaldið (Kári Ólafsson aðstoðarsaksóknari) gegn Íris i Ing u Ágústsdóttur ( Kristrún Elsa Harðardóttir lögmaður) I Mál þetta, sem dómtekið var 27. júní sl. , er höfðað með ákæru, útgefi nni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 2. apríl 2019, á hendur Írisi Ingu Ágústsdóttur, kt. , , , fyrir eftirtalin sérrefsilagabrot: I. Umferðarlagabrot með því að hafa, mánudaginn 20. ágúst 2018, ekið bifreiðinni , svipt ökuréttindum um Lönguhlíð við Miklubraut, hvar lögregla veitti henni eftirför og gerði henni að stöðva akstur skömmu síðar. Telst brot þetta varða við 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. II. Umferðarlagabrot með því að hafa, laugardaginn 28. jú lí 2018, ekið bifreiðinni , svipt ökuréttindum Breiðholtsbraut til vesturs við Stekkjarbakka, hvar lögregla veitti henni eftirför og gerði henni að stöðva akstur skömmu síðar. Telst brot þetta varða við 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarla ga nr. 50/1987. III. Umferðarlagabrot með því að hafa, fimmtudaginn 27. apríl 2018, ekið bifreiðinni , svipt ökuréttindum Sæbraut til austurs við Kleppsveg, hvar lögregla veitti henni eftirför og gerði henni að stöðva akstur skömmu síðar. 2 Telst brot þett a varða við 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. IV. Lyfja - og tollalagabrot, með því að hafa, sunnudaginn 27. maí 2018, flutt með sér hingað til lands og eigi framvísað með tilskildum hætti við tollgæsluna við tollafgreiðslu, lyf seðilskyldum lyfjum það er 196 stykkjum af 80 mg OxyContin töflum og 150 stykkjum 2 mg af Alprazolum Kern Pharma, er hún fór um tollhlið WW617 frá Alicante á Spáni. Telst bro t þetta varða við 1. mgr. 169. gr. og 1. mgr. 170. gr., sbr. 1. og 3. mgr. 27. gr. tollalaga nr. 88/2005, 5. mgr., sbr. 1. og 2. mgr. 51. gr., sbr. 1. mgr. 68. gr. lyfsölulaga nr. 30/1963, 1. mgr. 7. gr., 12. gr., 32. gr., 34. gr. a, og 50. gr., sbr. 49. g r. lyfjalaga nr. 93/1994 og 2. gr., 5. gr. og 6. gr., sbr. 7. gr. reglugerðar nr. 212/1998, um innflutning einstaklinga á lyfjum til eigin nota. Þess er krafist að ákærða verði dæmd til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Krafist er upptöku á 1 96 stykkjum af 80 mg OxyContin töflum og 150 stykkjum af 2 mg Alprazolum Kern Pharma sem tollgæsla lagði hald á við leit í fórum ákærðu og kom í vörslur lögreglu, sbr. 3. mgr. 49. gr. lyfjalaga nr. 93/1994 og 181. gr. tollalaga nr. 88/2005. Af hálfu ákæruv alds var IV. ákæruliður afturkallaður en ákærða féllst á upptökukröfu vegna þess ákæruliðar. Verjandi ákærðu krefst þess að ákærðu verði gerð væg a st a refsing sem lög leyfa og hæfilegrar þóknunar sér til handa í samræmi við tímaskýrslu er greiðist úr ríkiss jóði. I I Ákærða hefur skýlaust játað þá háttsemi sem henni er gefi n að sök í ákæru. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærðu hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Sannað er með játningu ákærðu og öðrum gögnum málsins að ákærða hefur gerst sek um þá 3 háttsemi sem henni er gefin að sök og eru brot hennar rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. III Ák ærða er fædd í . Samkvæmt framlögðu sakavottorði hefur hún síðan árið 2014 ítrekað gerst sek um umferðar - og hegningarlagabrot. Brot ákærðu gegn 1. mgr. 48. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 er u nú ítrekað í fjórða sinn. Við ákvörðun refsingar ákærðu er auk þess litið til skýlausrar hennar , þess að hún hefur leitað sér aðstoðar vegna áfengis - og vímefnanotkunar, og 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með hliðsjón af sakarefni málsins þykir refsing ákærðu hæfilega ákveðin fangelsi í 6 mánuði . V egna dóm venju eru ekki efni til að skilo rðs binda refsingu ákær ð u. Með vísan til þeirra lagaákvæða sem greinir í ákæru eru gerð upptæk til ríkissjóðs 196 stykki af 80 mg OxyContin töflum og 150 stykki 2 mg af Alprazolum Kern Pharma , sem lögregla lagði hald á við ra nnsókn málsins. Ákærða greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Kristrúnar Elsu Harðardóttur lögmanns, 170.000 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti . Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Kári Ólafsson aðstoðarsaksóknari. Sigríður Elsa Kjartansdóttir h éraðsdómari , kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærða, Íris Inga Ágústsdóttir, sæti fangelsi í 6 mánuði. Upptæk eru gerð til ríkissjóðs 196 stykki af 80 mg OxyContin töflum og 150 stykki 2 mg af Alprazolum Kern Pharma. Ákærða greiði málsvarnarþókn un skipaðs verjanda síns, Kristrúnar Elsu Harðardóttur lögmanns, 170.000 krónur. Sigríður Elsa Kjartansdóttir