Héraðsdómur Suðurlands Dómur 2. mars 2021 Mál nr. S - 237/2020 : Lögreglustjórinn á Suðurlandi ( Ólafur Hallgrímsson fulltrúi ) g egn Gracjan Dominik Cieslowski ( Torfi Ragnar Sigurðsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem tekið var til dóms 19. febrúar sl., er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Suðurlandi dagsettri 1. apríl 2020 á hendur ákærða, Gracjan Dominik Cieslowski, [...] fyrir líkamsárás með því að hafa, síðdegis þriðjudaginn 24. apríl 2018, utandyra við íbúðarhúsnæði að Ásmundarstöðum 1 í Ásahreppi, veist að A , og slegið hann endurtekið í andlit með þeim afleiðingum að hann hlaut bólgu á hægri kinn, eymsli yfir kinnbeini og gagnauga, risp u undir hægra kjálkahorni, mar á hálsi og sprungu vinstra megin innanvert á vör. Telst brot ákærða varða við 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaré ttarkrafa: Í málinu er gerð krafa af hálfu A , um að ákærða verði gert að greiða honum skaða - og miskabætur að fjárhæð kr. 1.500.000 með vöxtum skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38, 2001 um vexti og verðtryggingu frá 24. apríl 2018 þar til 30 dagar eru liðnir fr á birtingu bótakröfu en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu lag a , frá þeim degi til greiðsludags. Þá er þess krafist að ákærða verði gert að greiða kröfuhafa málskostnað samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi auk virðisaukaska tts. Ákærði krefst sýknu af öllum kröfum ákæruvaldsins en til vara vægustu refsingar sem lög leyfa. Þá krefst hann þess aðallega að einkaréttarkröfu verði vísað frá dómi, til vara að hann verði sýknaður af henni og til þrautavara að hún verði lækkuð ver ulega. 2 Málavextir Þriðjudaginn 24. apríl 2018 kl. 16:34 barst lögreglunni tilkynning um að tveir menn hefðu verið að slást að Ásmundarstöðum í Ásahrepppi og væri búið að brjóta rúðu í húsinu. Í lögregluskýrslu segi r að þegar lögreglumenn komu á vettvang hafi tveir menn staðið fyrir utan hús, en um hafi verið að ræða ákærða og A , brotaþola í máli þessu. Ákærði kvaðst hafa fengið skilaboð frá brotaþola þess efnis að ákærði ætti að láta konuna hans í friði . Hafi ákærði farið að íbúð brotaþola til þess að ræða við hann og kvaðst ákærði hafa hrint brotaþola og hafi þeir síðan hrint hvor um öðrum . Hafi brotaþoli náð í kassa og gert sig líklegan til að slá ákærða. Þeir hefðu síðan farið út úr íbúðinni og slegist fyrir utan ha na. Ákærði hafi viðurkennt að hafa slegið brotaþola í andlitið. Þegar þeir hafi slegist í smá tíma hafi kærasta brotaþola og móðir ákærða dregið þá í sundur. Hafi ákærði þá farið heim til sín en brotaþoli hefði komið að íbúð hans, reynt að komast þar inn o g brotið ytra byrði í rúðu í anddyrinu. Haft var eftir brotaþola að hann hefði sent ákærða skilaboð og beðið hann um að láta konuna sína í friði. Hafi ákærði síðan komið heim til hans, verið með læti og viljað ráðast á hann. Hafi komið til átaka milli þeir ra og hafi ákærði haft hann undir og lamið hann ítrekað í framan. Hafi kærasta brotaþola og móðir ákærða svo komið og skilið þá í sundur. Lagt hefur verið fram í málinu læknisvottorð dagsett 17. október 2019 og þar kemur fram að brotaþoli sé með áverka í andliti, hægri kinn sé bólgin, hann sé aumur yfir kinnbeini og gagnauga en þar sé ekki veruleg bólga. Smávægileg rispa sé undir hægra kjálkahorni og mar neðan við það á hálsinum. Í munni sjáist ekki greinilega nein sár eða fleiður nema smávægileg sprunga undir efri vör vinstra megin. Framburður ákærða og vitna fyrir dómi Ákærði skýrði svo frá fyrir dómi að hann hafi fengið skilaboð frá brotaþola þar sem hann segi honum að hann sé afbrýðisamur. Þeir hafi á þessum tíma verið nágrannar og þar sem hann hafi verið yfirmaður brotaþola í vinnunni hafi hann talið rétt að fara til hans til þess að fá skýringar. Brotaþoli hafi opnað hurðina og hafi ákærði spurt hann hvað væri að og hafi brotaþoli verið ofbeldisfullur. Hann hafi gripið í plast k assa sem hann hafi ætlað að nota til að lemja ákærða með, brotaþoli hafi lamið sig með krepptum hnefa í öxlina og dregið sig inn til sín. Þar hafi komið til átaka milli þeirra og taldi hann brotaþola haf a byrjað átökin . Ákærði hafi dregið brotaþola út úr h úsinu og þar hafi þeir slegist liggjandi í jörðinni og hafi gengið högg á milli þeirra en hann áttaði sig ekki á fjölda 3 þeirra . Hafi brotaþoli lamið ákærða í andlitið og hafi hann verið aðeins bólginn á kinninni. Hafi móðir ákærða og kærasta brotaþola síða n komið að og viljað hjálpa þeim að hætta þessum átökum. Hann hafi farið aftur heim til sín en brotaþoli hafi komið að heimili ákærða og brotið þar rúðu. Ákærði kvaðst eftir þetta hafa hringt á lögreglu. Ákærði kvaðst hafa drukkið einn bjór en hann kvaðst ekki vita hvort brotaþoli hafi verið undir áhrifum áfengis. Ákærði taldi sig hafa verið að verjast árás brot a þola. Brotaþoli skýrði svo frá fyrir dómi með aðstoð fjarfundarbúnaðar að ákærði hafi komið heim til sín, brotaþoli hafi opnað hurðina og hafi ákærði strax lamið hann í andlitið án þess að spyrja nokkurra spurninga. Ákærði hafi síðan dregið hann út úr húsinu og lamið hann og sparkað í hann, sérstaklega í höfuðið þegar hann hafi legið á jörðinni. Brotaþoli kannaðist ekki við að hafa þrifið í ákærða og togað hann inn til sín. Brotaþoli kannaðist ekki við að hafa slegið til ákærða með kassa og þá kannaðist hann ekki við að hafa slegið ákærða. Hann kvaðst hins vegar hafa gripið í kassa sér til varnar en þá hafi móðir ákærð a komið að þeim og beðið þá að hætta og hafi hann þá hent kassanum frá sér. B hafi einnig komið að þeim og sagt að nóg væri komið. Hafi ákærði þá hætt. Brotaþoli viðurkenndi að hafa eftir þetta brotið rúðu á heimili ákærða. Brotaþoli kannaðist við að hafa sent ákærða skilaboð þess efnis að hann ætti að fara frá kærustu sinni, en hann kvaðst hafa tekið eftir einhverju undarlegu á milli þeirra. Þá hafi vinnufélagar hans bent honum á að eitthvað væri í gangi á milli þeirra. Ef hann héldi samskiptunum áfram yrð i brotaþoli reiður. Hann kvaðst aldrei hafa lagt hendur á ákærða. Vitnið B , núverandi kærasta ákærða og fyrrverandi kærasta og barnsmóðir brotaþola, skoraðist ekki undan vitnisburði og skýrði svo frá fyrir dómi að ákærði hefði komið á heimili hennar og br otaþola en hún kvaðst ekki hafa vitað hvers vegna og hvernig hafi komið til átaka milli þeirra. Hún kvað ákærða hafa reynt að tala við brotaþola og vissi til þess að þeir hefðu lent í átökum. Hún kvað málið hafa snúist um skilaboð milli þeirra, en brotaþol i hafi verið afbrýðisamur og hafi það ekki verið í fyrsta skipti. Þessi afbrýðisemi hafi verið að ástæðulausu, hún og ákærði hafi aðeins unnið saman á þessum tíma. Hún kvaðst hafa séð ákærða og brotaþola í átökum í anddyrinu og hafi hún þá öskrað á þá að þ arna væri barn. Hún kvaðst ekki hafa séð högg ganga á milli þeirra . Þegar þeir hafi verið úti kvaðst hún hafa séð móður ákærða og hafi hún kallað á hana og hafi þær gengið á milli þeirra. Hún mundi eftir því að brotaþoli hafi tekið upp timburkassa en hann hafi ekki beitt honum því ákærði hafi verið langt frá honum. 4 Vitnið C , móðir ákærða, skoraðist ekki undan vitnisburði og skýrði svo frá í símaskýrslu fyrir dómi að ákærði hafi komið heim úr vinnu og hafi hann sagt að hann hafi viljað ræða við brotaþola. Hann hafi farið til brotaþola og kvaðst hún hafa heyrt einhvern öskra. Hún hafi þá farið út og séð ákærða og brotaþola í átökum , en hún gat ekki lýst þeim nánar. B hafi reynt að ganga á milli þeirr a og hafi hún farið út B til aðstoðar og hafi þeim tekist að skilja þá að. Hafi brotaþoli eftir það gripið í hríf u. Hafi brotaþoli komið að húsi þeirra eftir smá stund og brotið þar rúðu með priki eða röri. Hafi ákærði þá hringt á lögregluna. Hún mundi ekki eftir þeim framburði sínum hjá lögreglu að ákærði hafi v erið bólginn í andliti og fundið til í rifjum. Þá mundi hún ekki eftir því að hafa séð brotaþola slá ákærða með krepptum hnefa , enda væri langt um liðið. Lögreglumaður nr. 0130 skýrði frá afskiptum sínum af máli þessu í símaskýrslu fyrir dómi . Hann kvað blóðið á vettvangi hafa verið úr brotaþola, en það hafi verið eftir að hann hefði brotið rúðu. Hann kvaðst ekki muna eftir því að ákærði hafi verið með áverka. Ekki þykir ástæða til að rekja framburð hans að öðru leyti en hann tók fram að langt væri um lið ið . Niðurstaða Ákærða er í máli þessu gefið að sök að hafa veist að brotaþola og slegið hann ítrekað í andlitið með þeim afleiðingum er greinir í ákæru. Ákærði neitar sök en nægilega er upplýst að þeir lentu í átökum í framhaldi af því að brotaþoli sendi ákærða skilaboð þar sem hann ýjaði að því að kærasta og barnsmóðir brotaþola og ákærð i ættu í einhverju sam b andi, en hún og ákærð i munu hafa verið vinnufélagar. Ákærði kveður þá hafa slegist liggjandi í jörðinni og hafi gengið högg á milli þeirra. Hafi br otaþoli lamið ákærða í andlitið og hafi ákærði verið aðeins bólginn á kinninni. Brotaþoli kannaðist ekki við að hafa slegið ákærða. Vitnið B , sem nú er kæras t a ákærða, kvaðst hafa séð ákærða og brotaþola í átökum í anddyrinu, en hún hafi ekki séð högg gang a á milli þeirra. Móðir ákærða kvaðst hafa séð ákærða og brotaþola í átökum, en hún gat ekki lýst þeim nánar. Eins og að framan er rakið verður að telja að afbrýðisemi brotaþola hafi verið ástæða þeirra átaka sem hann og ákærði lentu í. Brotaþoli lagði fra m kæru hjá lögreglu tveimur dögum eftir umrætt atvik en lögregluskýrsla var ekki tekin af ákærða fyrr en 4. desember 2019 og liggur ekkert fyrir um það í málinu hvort hann hafi hlotið einhverja áverka í umræddum átökum. Hins vegar liggur fyrir læknisvottor ð þar sem lýst er áverkum brotaþola og þá eru meðal málsgagna myndir af honum sem teknar voru 5 samdægurs. Sannað er að ákærði og brotaþoli lentu í átökum og verður ekki dregið í efa að áverkar brotaþola séu af völdum ákærða . Ekki verður á það fallist að um neyðarvörn af hálfu ákærða hafi verið að ræða en hins vegar er ljóst að atlaga ákærða og áverkar brotaþola voru þess eðlis að að 217. gr. almennra hegningarlaga á við um háttsemi hans. Sakaferill ákærða hefur ekki áhrif á refsingu hans en hins vegar verðu r að telja að heimilt sé að beita ákvæðum 3. mgr. 218. gr. c almennra hegningarlaga um háttsemi hans, enda var um að ræða áflog milli ákærða og brotaþola. Með hliðsjón af öllu framansögðu og sérstaklega þeim drætti sem orðið hefur á máli þessu, þykir mega fresta ákvörðun um refsingu ákærða og fellur hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Brotaþoli hefur krafist miskabóta að fjárhæð 1.500.000 krónur ásamt vöxtum úr hendi ákærða og er krafa hans rökstudd með þeim hætti að árásin hafi verið alvarleg og til þess fallin að valda brotaþola tjóni. Ákærði hafi ráðist að brotaþola með höggum og spörkum sem beinst hafi að andliti hans og höfði, en slík högg geti hæglega valdið verulegu t jóni. Með því broti sem ákærði hefur verið fundinn sekur um hefur hann fellt á sig miskabótaábyrgð samkvæmt a - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Þykja miskabætur til brotaþola hæfilega ákveðnar 250.000 krónur og bera þær vexti eins og í dómsorði greinir. Með vísan til 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Torfa Ragnars Sigurðssonar lögmanns, 812.820 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti og þóknun lögmanns brotaþola, Bergdísar Glóðar Garðarsdóttur, 500.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Hjörtur O. Aðalsteinsson dómstjóri kveður upp dóm þenna n. Dómso r ð: Ákvörðun um refsingu ákærða, Gracjan Dominik Cieslowski, er frestað og fellur hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði greiði A , 250.000 krónur í miskabætur með vöxtum skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38 / 2001 um vexti og verðtryggingu frá 24. apríl 2018 til 4. janúar 2020, en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu lag a , frá þeim degi til greiðsludags. 6 Ákærði greiði all an sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Torfa Ragnars Sigurðssonar lögmanns, 812.820 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti og þóknun lögmanns brotaþola, Bergdísar Glóðar Garðarsdóttur, 500.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Hjörtur O. Aðalsteinsson