D Ó M U R 9 . apríl 2 02 1 Mál nr. E - 5369 /20 20 : Stefnandi: A (Ingibjörg Pálmadóttir lögmaður) Stefnd i : Vátryggingafélag Íslands hf. ( Heiðar Örn Stefánsson lögmaður) Dóma ri : Arnaldur Hjartarson héraðsdómari 1 D Ó M U R Héraðsdóms Reykjavíkur 9 . apríl 202 1 í máli nr . E - 5369 /20 20 : A ( Ingibjörg Pálmadóttir lögmaður) gegn Vátryggingafélagi Íslands hf. ( Heiðar Örn Stefánsson lögmaður) Mál þetta, sem var dómtekið 15 . mars sl ., var höfðað 2 6 . ágúst 2020 . Með framhaldsstefnu, sem lögð var fram í þinghaldi 11. janúar sl., jók stefnandi við dómkröfur sínar. Stefnandi er A , . Stefndi er Vátryggingafélag Íslands, Ármúla 3 í Reykjavík. Endanlegar dómkröfur stefnanda eru þær að viðurkennd verði með dómi bótaskylda úr húseigendatryggingu og ábyrgða r tryggingu Tis ehf. hjá stefnda, Vátryggingafélagi Íslands hf., vegna líkamstjóns er stefnandi varð fyrir 7. sep tember 2015 er hurð fasteignarinnar að Strandgötu 49, Akureyri, fastanúmer 215 - 1008, fauk upp. Þá er krafist málskostnaðar líkt og málið væri eigi gjafsóknarmál. Stefndi krefst sýknu og málskostnaðar . I Tildrög málsins eru þau að stefnandi hugðist snæða kvöldverð með fjölskyldu sinni 7. september 2015 á veitingastaðnum Bryggjunni við Strandgötu 49 á Akureyri. Stefnandi byggir á því að hún hafi verið á leið inn á veitingastaðinn og haldið í útidyrahurðina þegar vindhviða hafi feykt upp hurðinni. Við það hafi hún fallið aftur fyrir sig og dottið niður þrjár tröppur. Hafi hún skollið með hnakkann í gangstétt. Ágreiningslaust er að stefnandi varð fyrir umtalsverðu líkamstjóni í umræddu slysi , sbr. fyrirliggjandi mat B sérfræðings í bæk lunarskurðlækningum, dags. 19. desember 201 7 . Málsaðilar deila aftur á móti um bótagrundvöll, en stefnandi reisir dómkröfu sína á skyldum vátryggingartaka , Tis ehf., sem annars vegar rekstraraðila veitingastaðar og hins vegar sem eigand a fasteignar þar sem almenningi bauðst að kaupa veitingaþjónustu . Fyrir liggur að félagið hafði keypt tvær tryggingar af stefnda, þ.e. ábyrgðartryggingu atvinnurekstrar og húseigendatryggingu atvinnuhúsnæðis . Lögregla var kölluð á vettvang ásamt sjúkraflutningamönnum í beinu framhaldi af slysinu. Samkvæmt fyrirliggjandi lögreglu skýrslu , sem rituð var 12. september 2015, lá stefnandi á gangstétt hægra megin við innganginn. Fram kemur að þurrt hafi verið úti 2 en talsverður vindsperringur af suðvestri og gengið hafi á með hviðum. Umrætt hús því nánast beint upp í vindinn. Stefnandi hafi verið með skerta meðvitund en þó getað vei t t svör um meiðsli sín. Í skýrslunni er haft eftir C , dóttur stefnanda, að hún hafi stigið inn um dyrnar og haldið vel í hurðina. Stefnandi hafi komið beint á eftir henni og hafi haldið í hurðina þegar sterk vindhviða hafi feykt hurðinni upp þannig að stefnandi hafi hafnað á stéttinni hægra megin við inngan ginn og verið nánast meðvitundarlaus í kjölfarið. Loks kemur fram í lögregluský r slunni að hurða r pumpa hafi verið fyrir innan útidyrahurðina en hún hafi reynst ótengd þegar lögreglu hafi borið að garði. Ágreiningslaust er að í málinu er ekki deilt um virkn i eða tæknilega eiginleika umræddrar hurðarpumpu, heldur einkum það hvort hún hafi verið tengd eða ótengd þegar slysið varð. Óumdeilt er þó að pumpan var ótengd þegar lögreglu bar að garði í kjölfar slyssins. Við aðalmeðferð málsins gáfu skýrslu fyrir dóm i stefnandi, C , dóttir stefnanda, og D, fyrirsvarsmaður hins vátryggða félags . II Stefnandi byggir dómkröfu sína á því að vátryggingartaki hafi sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi sem annars vegar eigandi fasteignar þar sem fram fer veitingarekstur fyrir almenning og hins vegar sem rekstraraðili veitingastaðar í húsinu. Þetta hafi v aldið stefnanda tjóni. Skaðabóta á byrgð vátryggingartaka fái stoð í ákvæði 12.3.1 í byggingarreglugerð nr. 112/2012, þar sem hann hafi ekki fylgt því ákvæði eftir , en hurðarpumpa fyrir innan útidyrahurð hafi verið ótengd . Í öllu falli hafi aðstæður verið með þeim hætti að vátryggingartaka hafi borið skylda til að tryggja að umrædd hurð væri búin dempurum eða öðrum fullnægjandi búnaði til að koma í veg f yrir slysahættu. Starfsmenn og forsvarsmenn vátryggingartaka hafi mátt gera sér grein fyrir slysahættu sem skapast gat við þær aðstæður sem uppi hafi verið, þ.e. þegar hvasst var í veðri og hurðarpumpa ótengd. Gera verði ríkar kröfur til rekst r araðila og eigenda fasteigna þar sem rekin sé þjónustustarfsemi. Auðvelt hefði verið að koma í veg fyrir slysið með því að tengja umrædda hurðarpumpu. Krafa stefnanda byggi á sakarreglunni og reglunni um vinnuveitandaábyrgð í skaðabótarétti. Um ábyrgð stefnda sé a nnars vegar vísað til húseigandatryggingar og hins vegar til ábyrgðartryggingar atvinnurekstrar sem hann hafi selt vátryggingartaka . 3 III Stefndi byggir á því að skilyrði fyrir skaðabótaábyrgð vátryggingartaka vegna slyss stefnanda séu ekki uppfyllt. Ekki hafi verið sýnt fram á að líkamstjón stefnanda verði rakið til gáleysis, vanbúnaðar, vanrækslu eða ófullnægjandi aðstæðna á ábyrgð vátryggingartaka . Tjón stefnanda sé því að rekja til óhappatilviljunar, eigin g áleysis hennar eða gáleysis annarra en vátryggingartaka. Rótgróin meginregla sé að tjónþoli þurfi að bera tjón sitt sjálfu r nema sérstök heimild standi til annars. Við úrlausn málsins beri að beita sakarreglunni og engin sérsjónarmið eigi við í málinu hvað þetta varðar. Ósannað sé að umrædd hurðarpumpa hafi ekki verið tengd þegar slysið hafi orðið , enda þótt ágreiningslaust sé að hún hafi verið ótengd þegar lögreglu bar að garði eftir slysið. Hafi hurðarpumpan losnað yfir daginn áður en slysið varð sé í öl lu falli ósannað að starfsmönnum vátryggingartaka hafi mátt vera kunnugt um það. Jafnvel þótt talið yrði að hurðarpumpan hefði verið ótengd umrætt sinn þá hafi slíkt ekki þýðingu í málinu, enda sé ekki skylt að hafa hurðarpumpu í því skyni að hindra að hu rð fjúki upp, heldur aðeins til að koma í veg fyrir að hurð skellist aftur, sbr. 6. mgr. ákvæðis 12.3.1 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Við þetta bætist að ekki liggi annað fyrir en að aðbúnaður hafi verið í samræmi við þágildandi byggingarreglugerð n r. 441/1998, en hurðin og pumpan hafi verið sett upp fyrir gildistöku nú gildandi byggingarreglugerðar. Allur aðbúnaður hafi verið til fyrirmyndar og ekki nein sérstök hætta af útidyrahurð inni umfram aðrar hurðir . IV Stefnandi höfðar mál þetta til viðurkenningar á greiðsluskyldu stefnda úr tveimu r tryggingum vegna tjóns sem stefnandi varð fyrir þegar hún féll til jarðar er hún hugðist ganga inn um dyr á veitingastað vátryggingartaka 7. september 2015 . Auk stefnanda var einungis dóttir hennar sjónarvottur að umræddu slysi. Vátryggingartaki starfrækir veitingastað í eigin húsnæði á Akureyri. H úsið stendur nálægt sjó og opnast umrædd útidyrahurð út á við . V átryggingartaki hafði keypt ábyrgðartryggingu atvinnurekstrar og húseigendatryggingu atvinnuhúsnæðis af stefnda, en báðar tryggingarnar voru í gildi á slysdegi. Ágreiningslaust er að hurðarpumpa útidyrahurðar á veitingastað vátryggingartaka var ótengd þegar lögreglu bar að garði í beinu framhaldi af slysi stefnanda . Í samræmi við þetta byggir s tefnandi á því að hurðarpumpan hafi einnig verið ótengd þegar slysið átti sér stað en því mótmælir stefndi. Með vísan til þeirrar staðreyndar að pumpan var ótengd þegar lögreglu bar að garði stuttu eftir slysið stendur það stefnda nær að sanna þá staðhæfingu sína að pumpan hafi í reynd verið tengd þegar slysið átti sér stað. Í þeim efnum leiddi s tefndi einungis fyrir dóm fyrirsvarsmann 4 vátryggingartaka . Bar fyrirsvarsmaðurinn að sér vitandi he fði pumpan verið tengd umræddan dag án þess að af framburði hans yrði ráðið að hann hefði hugað sérstaklega að því . Hvor ki í framburði hans né í málatilbúnaði stefnd a koma fram haldbærar skýringar á því hvað hefði síðan átt að valda því að pumpan reyndist ótengd svo stuttu eftir slys ið , en málflutningur stefnda fyrir dómi beindist einkum að því að afar ósennilegt væri að vindur hefði feykt upp hurðinni umrætt sinn . Ekki voru leiddir fyrir dóm aðrir starfsmenn vátryggingartaka sem vor u á staðnum umrætt sinn. Að mati dómsins hefur stefnda ekki tekist sönnun þess að hurðarpumpan hafi verið tengd þegar slys stefnanda átti sér stað. Ber því að leggja til grundvallar við úrlausn málsins að pumpan hafi verið ótengd. Stefnandi byggir , eins og áður segir , á því að vátryggingartak i hafi sýnt af sér saknæma vanrækslu , annars vegar sem rekstraraðili veitingastaðar og hins vegar sem eigandi fasteignar þar sem almenningi bauðst að kaupa veitingaþjónustu , sbr. tvær fyrrgreindar vátryggingar f élagsins hjá stefnd a . Að mati dómsins ber að fallast á það með stefnda að kröfum samkvæmt byggingarreglugerð nr. 112/2012 verði ekki beitt um framkvæmdir sem áttu sér stað í tíð eldri reglugerðar , en stefnandi hefur ekki mótmælt þeirri fullyrðingu stefnda að umrædd hurð hafi verið sett upp fyrir gildistöku reglugerðarinnar . Þ etta atriði getur þó ekki eitt og sér ráðið úrslitum við mat á því hvort vátryggingartaki hafi sýnt af sér saknæma háttsem i sem bakað gæti honum bótaskyldu og þar með haft í för með sér greiðsluskyldu úr vátryggingum hjá stefnda . Í dómaframkvæmd hefur því enda ítrekað verið slegið föstu að almennt verði að leggja ríka skyldu á eigendur og umráðamenn fasteigna þar sem starfrækt er v erslun og sambærileg þjónusta , að gera ráðstafanir sem sanngjarnar mega teljast til að tryggja öryggi þeirra sem þar eiga leið um , sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 13. mars 2008 í máli nr. 419/2007. Mat á nánari skyldum rekstraraðila að þessu leyti ræðst af atvikum hverju sinni. Fyrir dómi lýsti s tefnandi því að hún hefði ætlað að snæða málsverð á veitingastað vátryggingartaka. Dóttir hennar hefði gengið á undan henni . Stefnandi hefði haldið í hurðina þegar s nögg vindhvið a h efði feykt henni til hl iðar . Fá ummæli stefnanda um veður umrætt sinn stoð í trúverðugum framburði dóttur hennar fyrir dómi sem og í lögregluskýrslu þar sem fram kemur að úti hafi verið talsverður vindsperringur af suðvestri og gengið á með hviðum þegar lögreglu bar að garði stu ttu e f tir slysið . Af upplýsingum í lögregluskýrslu um legu hússins , sem raktar hafa verið hér að framan, ásamt ljósmyndum lögreglu af hurðinni verður jafnframt ráðið að í þessari vindátt væri hurðin vís ari en ella til að fjúka upp ef ekkert yrði að gert af hálfu vátryggingartak a . Að öðru leyti en þegar er rakið kvaðst stefnandi lítið geta borið um slysið sjálft þar sem hún myndi vart eftir þessu . Í þessu samhengi skal þess getið að stefnandi vankaðist þegar hún féll til jarðar fyrir utan veitingastað vátryggingartaka, eins og 5 áðurnefnd lögreglu skýrsla staðfestir o g dóttir stefnanda bar um fyrir dómi. Umrætt vitni bar einnig hurðina . Að mati dómsins verður að ætla að v ið þær aðstæður hafi umrædd hurðarpumpa blasað við stefnanda . Mátti hún sem almennur viðskiptavinur ætla við fyrstu sýn að pumpan væri tengd, en við málflutning staðfesti lögmaður stefnda að ágreiningslaust væri að hurð með þegar ljúka ætti henni upp en ekki aðeins þegar dyrunum væri lokað . Þegar af þeirri ástæðu er ekki unnt að fallast á það með stefnda að sýkna beri hann af kröfu stefnanda á þeirri forsendu að hurðarpumpu sé einvörðungu ætlað að koma í veg fyrir að hurð skellist aftur. Eins og áður greinir gekk á með hviðum umrætt sinn, en stefnandi mátt i ætla að vegna hurðar pumpunnar hefði hurðin til að bera ákveðinn stífleika þannig að hún fyki ekki upp með þeim hætti sem raun bar þó vitni og hafði í för með sér að stefnandi féll við . Eins og áður er rakið hefur því ítrekað verið slegið föstu í dómaframkvæmd að leggja verði ríka skyldu á eigendur og umráðamenn fasteigna þar sem starfrækt er verslun og sambærileg þjónusta að gera ráðstafanir sem sanngjarnar mega teljast til að tryggja öryggi þeirra sem þar eiga leið um. Í þessu samhengi telst sanngjarnt a ð mati dómsins að ger a þá kr öfu til vátryggingartaka að hann hefði tengda þá hurðarpump u sem hann h a fði komið fyrir við dyrnar þannig að viðskiptavinir hans gætu hagað sér í samræmi við þann búnað sem birtist þeim í anddyrinu . Það gerði vátryggingartaki aftur á móti ekki og ve rður það metið honum til saknæmrar vanrækslu sem rekstraraðil a veitingastaðar og eigand a atvinnuhúsnæðis þar sem almenningi bauðst að kaupa veitingaþjónustu. Leiðir þessi vanræksla til þess að fallast verður á það með stefnanda að viðurkennd verði bótaskylda stefnda úr ábyrgðartryggingu atvinnurekstrar, sbr. grein 4.1 í skilmálum tryggingarinnar. Þar sem fallist er á þann þátt kröfu stefnanda er ekki unnt að lí ta svo á að tjónið falli undir húseigendatryggingu atvinnuhúsnæðis, sbr. undanþáguákvæði í grein 17.4 í skilmálum þeirrar tryggingar , sem kveður skýrlega á um að tryggingin bæti ekki tjón sem verði vegna atvinnu vátryggðs . Loks er ekki unnt að fallast á þa ð með stefnda að stefnanda verði gert að bera hluta tjóns síns sjálf á grundvelli eigin sakar, enda verður ekki séð að stefnandi hafi haft ástæðu til að fara aðra leið inn á veitingastaðinn og hefur stefndi engin haldbær rök fært fyrir því að stefnandi tel jist hafa sýnt af sér aðgæsluleysi umrætt sinn. Stefnandi fékk gjafsókn með bréfi dómsmálaráðherra, dags. 11. febrúar 2020. Gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar, Ingibjargar Pálmadóttur, sem þykir hæf ilega ákveðin 950.000 kr ., án tillits til virðisaukaskatts. 6 Með hliðsjón af þessum málsúrslitum, og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn 950.000 kr . og rennur í ríkissjóð. Af hálfu stefnanda flutti málið Ingibjörg Pálmadóttir lögmaður. Af hálfu stefnda flutti málið Heiðar Örn Stefánsson lögmaður. Arnaldur Hjartarson héraðsdómari kveður upp dóm þenna n. D Ó M S O R Ð: Viðurkennd er bótaskylda úr á byrgðatryggingu atvinnurekstrar Tis ehf. hjá stefnda, Vátryggingafélagi Íslands hf., vegna líkamstjóns er stefnandi varð fyrir 7. september 2015 er hurð fasteignarinnar að Strandgötu 49, Akureyri, fastanúmer 215 - 1008, fauk upp. Gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, Ingibjargar Pálmadóttur, 950.000 krónur. Stefndi greiði 950.000 krónur í málskostnað til ríkissjóðs. Arnaldur Hjartarson