D Ó M U R 11. nóvember 2019 Mál nr. E - 3701/2018 : Stef nandi: Róbert Örn Albertsson (Lára V. Júlíusdóttir lögmaður ) Stefndi: Lífland ehf. (Þórarinn V. Þórarinsson lögmaður ) Dómari : Pétur Dam Leifsson héraðsdómari D Ó M U R Héraðsdóms Reykjav íkur frá 11. nóvember 2019 í máli nr. E - 701/2018 : Róbert Örn Albertsson (Lára V. Júlíusdóttir lögmaður ) gegn Líflandi ehf. (Þórarinn V. Þórarinsson lögmaður ) Mál þetta, sem dómtekið var að lokinni aðalmeðferð þess þann 1. nóvember sl., er höfðað af Róbert Erni Albertssyni, [...], [...], með stefnu, birtri 1. nóvember 2018, á hendur Líflandi ehf., Brúarvogi 1 - 3, Reykjavík. Stefnandi gerir þær endanlegu dómkröfur að stefndi verði dæ mdur til þess að greiða stefnanda 13.267.756 krónur, ásamt dráttarvöxtum, samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, af krónum 747.646 frá 31. jan. 17 til 30. apr. 17 af krónum 3.935. 542 frá þeim degi til 30. nóv. 17 af krónum 12.042.985 frá þeim degi til 28. feb. 18 af krónum 13.267.756 frá þeim degi til greiðsludags. Stefnandi gerir jafnframt kröfur um að stefndi verði dæmdur til þess að greiða stefnanda málskostnað að viðbættu m virðisaukaskatti. Stefndi krefst aðallega sýknu af öllum kröfum stefnanda, til vara lækkunar þeirra, auk þess sem þess er krafist að vextir reiknist þá fyrst frá og með stefnubirtingardegi. Enn fremur krefst stefndi málskostnaðar úr hendi stefnanda. Ágr einingsefni og málsatvik Stefnandi er félagsmaður í Verkfræðingafélagi Íslands. Hann var ráðinn til stefnda sem sölumaður og ráðgjafi í tækjadeild í ágúst 2016 og hóf störf í september sama ár. Skömmu áður en stefnandi hóf störf fékk hann sendan ráðningars amning sem þó var aldrei undirritaður af aðilum. Kveðst stefnandi margsinnis hafa óskað eftir því að gengið yrði frá skriflegum samningi við hann en ekkert hafi gerst í þeim málum fyrr en 16. október 2017, þá hafi stefnanda verið afhentur nýr ráðningarsamn ingur til undirritunar sem hann gerði ýmsar athugasemdir við og var heldur aldrei undirritaður. 3 Stefnandi taldi sig hafa árið á undan, þ.e. fyrsta árið í starfi, unnið töluvert mikla yfirvinnu, svo mikla að hann taldi hana ekki geta rúmast innan fastalauna miðað við það sem almennt gengur og gerist meðal verk - og tæknifræðinga. Forsendur starfsins höfðu jafnframt tekið miklum breytingum á starfstíma að því er varðaði hlutverk og ábyrgð. Stefnandi vildi að kveðið yrði skýrt á um hámark yfirvinnutíma sem hlut a af fastalaunum, kveðið yrði skýrt á um fyrirkomulag bakvakta og að uppgjör færi fram á ógreiddum yfirvinnutímum aftur í tímann, áður en hann skrifaði undir nýjan samning. Stefnandi setti athugasemdir sínar fram skriflega 27. nóvember 2017 og sendi þær ti l mannauðsstjóra og yfirmanns. Í kjölfarið, 30. nóvember 2017, var stefnanda sagt upp störfum hjá stefnda með uppsagnarbréfi sem yfirmaður og mannauðsstjóri afhentu honum. Ekki voru í bréfinu tilgreindar ástæður uppsagnar, uppsagnarfrestur skyldi vera þrír mánuðir samkvæmt kjarasamningi en síðasti vinnudagur 28. febrúar 2018. Daginn eftir, þann 1. desember 2017, sat stefnandi fund með yfirmanni sínum hjá stefnda þar sem farið var fram á að stefnandi skrifaði undir nýjan ráðningarsamning þrátt fyrir þá staðr eynd að honum hefði verið sagt upp. Stefnandi óskaði þá eftir því að fá að taka samninginn með sér til þess að lesa hann yfir og bera undir stéttarfélag sitt en því var að sögn stefnanda synjað af hálfu yfirmanns og mannauðsstjóra stefnda. Stefnandi lýsir því svo að hann hafi unnið töluvert mikla yfirvinnu og einnig sinnt bakvöktum á ráðningartíma sínum hjá stefnda, allt þar til honum hafi verið sagt upp störfum, þá einkum á tímabilinu frá febrúar 2017 til nóvember 2017. Byggir stefnandi kröfu sína á færslu starfsmanna hjá stefnda. Vísar stefnandi til þess að um sé að ræða tímaskráningu sem yfirfarin hafi verið og samþykkt af yfirmanni hjá stefnda áður en hún hafi verið send í launadeild til útborg unar launa mánaðarlega. Vegna deilna um ráðningarsamning og kjör leitaði stefnandi til stéttarfélags síns og óskaði aðstoðar við innheimtu vangreiddra launa. Sendi lögmaður stéttarfélagsins bréf fyrir hönd stefnanda, dags. 23. maí 2018, til stefnda þar sem krafist var leiðréttingar á launum hans og uppgjörs við starfslok. Ekkert svar barst frá stefnda vegna þessa bréfs og var efni þess því ítrekað með öðru bréfi, dags. 27. júní 2018, og kröfur þá nánar sundurliðaðar. Síðara bréfi stefnanda var svarað með br éfi frá lögmanni Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd stefnda, dags. 9. júlí 2018, þar sem gerðar 4 voru athugasemdir við einstaka kröfuliði stefnanda og skorað á stefnanda að afhenda stefnda eignir gegn greiðslu á veikindarétti. Sáttatilraunir á milli aðila ha fi ekki borið árangur og því væri stefnanda nauðsyn að stefna málinu til innheimtu á kröfu sinni. Málsástæður og lagarök af hálfu stefnanda Stefnandi geri kröfu um að stefndi greiði honum vangreidda yfirvinnu á tímabilinu frá október 2016 og fram til nóve mber 2017, svo og vangreiddar bakvaktagreiðslur á tímabilinu frá febrúar 2017 og fram til nóvember 2017. Enn fremur geri stefnandi kröfu um að stefndi greiði honum frítökurétt á tímabilinu frá október 2016 og fram til nóvember 2017, vangoldin laun í veikin dum 30. janúar 2018 til og með 1. febrúar 2018, svo og orlof, 10,17%, vegna alls þessa, sbr. ákvæði kjarasamnings Verkfræðingafélags Íslands (VFÍ) við Samtök atvinnulífsins (SA). Krafa stefnanda um greiðslu fyrir yfirvinnu byggi á því að stefndi hafi ekki greitt stefnanda laun fyrir yfirvinnu heldur hafi stefnandi fengið greidd heildarlaun á mánuði án þess að hafa samþykkt slíkt. Stefnandi hafi reglulega gert athugasemdir við launagreiðslur á ráðningartíma, síðast með skriflegu erindi þann 27. nóvember 2017 . Samkvæmt kjarasamningi sé aðilum heimilt að semja um föst mánaðarlaun starfsmanns í ráðningarsamningi þar sem heildarlaun starfsmanns vegna starfa í þágu vinnuveitanda séu tilgreind, en um form og efni ráðningarsamnings fari eftir gr. 5.1. Ef aðilar semj i ekki um annað skuli tímakaup fyrir yfirvinnu og vinnu á helgidögum nema 1,0385% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu, sbr. gr. 1.6 í kjarasamningnum. Stefnandi hafi staðið bakvaktir sleitulaust frá febrúar 2017 þar til honum hafi verið sagt upp störfum í lok nóvember sama ár. Samkvæmt lýsingum stefnanda hafi hann verið bundinn við símann og t.d. ekki getað leyft sér að fara í kvikmyndahús eða sund á bakvöktunum. Sú lýsing gefi til kynna að honum hafi borið að fá greiðslu sem nemi 33% dagvinnustundar fyrir hver n tíma á bakvakt. Í kjarasamningi sé vikið að bakvöktum í kafla 2.5. Með bakvakt sé átt við að starfsmaður sé ekki við störf en reiðubúinn að sinna útkalli. Fyrir hverja klukkustund á bakvakt þar sem vakthafandi starfsmaður sé bundinn heima eigi hann að fá greitt sem svari til 33% af dagvinnustund. Á almennum frídögum og stórhátíðum sé hlutfallið 50%. Fyrir bakvakt þar sem ekki sé krafist tafarlausra viðbragða af hálfu starfsmanns, en hann sé tilbúinn til vinnu strax og til hans náist, skuli greiða 16,5% af dagvinnukaupi fyrir klukkustund en 25% á almennum frídögum eða stórhátíðum. 5 Í fjölda skipta á starfstíma hafi verið brotið gegn frítökurétti stefnanda, sbr. gr. 2.4.2 í kjarasamningi, þegar honum var gert að vinna lengri vaktir en svo að hann gæti náð e llefu stunda samfelldri hvíld á sólarhring án þess að frítökuréttur safnaðist. Stefnanda var aldrei gert kleift að taka út frítökurétt sinn, sbr. heimild í kjarasamningi. Að teknu tilliti til alls þess sem að ofan greinir, auk kröfu um orlof á vangreidd la un, nemi fjárkrafa stefnanda á hendur stefnda alls 13.381.715 krónu m auk vaxta. Gerð sé krafa um vangoldin laun fyrir yfirvinnu frá október 2016 fram til nóvember taxta samkvæmt kjarasamningi hverju sinni. Þá sé gerð krafa um vangoldnar bakvaktargreiðslur frá febrúar 2017 fram til nóvember 2017 samkvæmt taxta í kjarasamningi hverju sinni. Þá sé gerð krafa um útborgun á frítökurétti sem myndast hafi á tímabilinu október 2016 fram til nóvember 2017. Þá að tekið verði tillit til orlofs, 10,7%, sbr. ákvæði kjarasamnings. Sundurliðun dómkröfunnar sé sem hér segi: 1. Vangoldin yfirvinna á tímabilinu okt . jan . kr. 738.568 tímabilinu feb . apr . kr. 1.441.440 tímabilinu maí nóv . kr. 2.888.324 Samtals kr. 5.068.332 2. Bakvaktagreiðslur á tímabilinu feb . apr . . á 1.467 kr . /klst . ) kr. 1.713.456 nóv . . /klst . ) kr. 5.077.296 Samtals kr. 6.790.752 3. Frítökuréttur á tímabilinu okt . jan . kr. 9.078 tímabilinu feb . apr . kr. 33.000 tímabilinu maí nóv . kr. 141.823 Samtals kr. 183.901 4. Vango ldin laun í veikindum (30. jan . 1. feb . 2018) kr. 103.439 5. Orlof, 10,17%, af kr. 12.146.424 , sbr. ákvæði 3.2 í kjarasamningi kr. 1.235.291 Samtals kr. 13.381.715 Þá sé gerð krafa um greiðslu dráttarvaxta frá gjalddaga launa til greiðsludags. Þá vísist til meginreglna vinnu - , kröfu - og samningaréttar um efndir fjárskuldbindinga og samninga, sérstaklega um skyldu vinnuveitanda til þess að greiða sta rfsmanni umsamin laun og aðrar greiðslur samkvæmt gildandi lögum og kjarasamningum. Þá vísist til laga nr. 28/1930 um greiðslu verkkaups, laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks, þá sérstaklega til 1. gr. laga nr. 30/1987 um orlof, svo og einkum til 1., 7. og 8. gr. kjarasamnings SA við SFV o.fl. frá 1. apríl 2011. 6 Málsástæður og lagarök af hálfu stefnda Krafa stefnanda sé í stefnu sögð sú að hann fái greidda alla vinnu umfram dagvinnu sem hann kveðst hafa unnið, svo og greiðslur fyrir bakvaktir sem han n kveðst hafa staðið. Vísi stefnandi þar til kjarasamnings verk - og tæknifræðinga við SA frá 2011, einkum gr. 1.4 og 1.6 en fjallað sé í þeim báðum um greiðslu fyrir vinnu Stefnandi hafi sjálfur lagt fram ráðningarsamning þann sem hann hafi starfað eftir og sem hann hafi sannanlega tekið við áður en hafi hafið störf, sbr. tölvupóstsamskipti frá 30. ágúst 2016, þótt undirritun hafi farist fyrir. Hann hafi hafið störf á gr undvelli þess samnings og tekið laun samkvæmt honum frá upphafi ráðningar eins og Stefndi andmæli því að máli skipti um sönnun ráðningarkjara að fyrir hafi farist að undirrita ráðningarsamning aðila. Staðfest sé með tölvupósti að stefnandi hafi fengið samninginn sendan og tekið við honum 30. ágúst 2016, viku áður en hann hafi hafið störf hjá s tefnda þann 6. september 2016. Stefnandi hafi því hafið störf og starfað á grundvelli þeirra kjara sem þar hafi verið tilgreind og þannig samþykkt í verki þau ráðningarkjör sem samningurinn hafi kveðið á um. Staðhæfing í stefnu um að stefnanda hafi borið a ð fá aukagreiðslu fyrir alla yfirvinnu í þágu stefnda sé því í andstöðu við tiltæk sönnunargögn um þau ráðningarkjör sem samið hafi verið um. Stefnandi hafi fengið greidd laun eftir ákvæðum fyrrgreinds ráðningarsamnings. Allir framlagðir launaseðlar stef nanda svo og yfirlýsing hans sjálfs í stefnu séu því til staðfestingar að hann hafi aldrei fengið greitt sérstaklega fyrir yfirvinnu, enda hafi hún verið innifalin í ráðningarkjörum. Stefnandi hafi aldrei gert athugasemdir við launaútreikning eða launauppg jör né vefengt að hann væri á föstum launum. Þannig hafi hann viðurkennt að yfirvinna væri innifalin í kjörum hans, öndvert við það sem haldið sé fram í stefnu. Þetta staðfesti hann raunar sjálfur á bls. 2 í stefnu þar sem hann segist hafa unnið svo mikla yfirvinnu á sínu fyrsta ári í starfi að hann hafi talið að hún gæti ekki rúmast innan fastalauna miðað við það sem almennt gengi og gerðist meðal verkfræðinga umsömdum mánaðarlaunum hafi verið innifalin yfirvinna. Hann staðfesti jafnframt 7 að ekkert hámark hafi ver ið tilgreint á þeirri yfirvinnu sem innifalin hafi verið í fastalaunum. Því hafi hann hins vegar viljað breyta og því sett fram óskir þar um síðla sumars 2017. Ósk hans hafi þó ekki gengið svo langt að hann vildi enga yfirvinnu innifalda í fastalaunum, han n hafi aðeins viljað að sett yrði hámark á þann yfirvinnutíma. Viðurkenning stefnanda á því að í ráðningarsamningi hans hafi ekkert tilgreint hámark verið á yfirvinnu sem innifalin væri í umsömdum mánaðarlaunum kippi í raun öllum stoðum undan kröfum stefnd anda um greiðslur til viðbótar föstum launum, hvort sem þær séu sagðar vera vegna yfirvinnu eða bakvakta. Stefndi vísi einnig til orðsendingar stefnanda til stefnda þann 27. nóvember 2017 því til sönnunar að stefnandi hafi viðurkennt að í umsömdum ráðninga rkjörum hans væri innifalin öll yfirvinna. Stefnandi hafi hins vegar viljað fá því breytt og freisti þess í orðsendingunni að færa fyrir því rök að sanngjarnt sé að setja hámark á innifalda yfirvinnu. Þá lýsi hann sig ósáttan við boðaða tilhögun á bakvakta þjónustu sem taka skyldi upp og um greiðslur fyrir hana. Skjalið sé skýr viðurkenning á ráðningarkjörum stefnanda og staðfesting hans á því að enginn grundvöllur sé fyrir kröfu hans. Í stefnu sé ekki að finna neinar málsástæður sem skýrt geti hvernig stefn anda sé kleift að gera kröfur um yfirvinnu þvert á umsamin og viðurkennd ráðningarkjör. Hafi stefnandi talið sig eiga frekari rétt til greiðslna en fram hafi komið í mánaðarlegum launauppgjörum hafi hann í öllu falli fyrirgert þeim rétti með því að gera ek ki jafnharðan athugasemdir. Gera verði þá kröfu að starfsmenn upplýsi atvinnurekanda um þau kjarasamningsbundnu réttindi sem þeir telji sig eiga en vinni ekki misserum saman án þess að gera athugasemdir. Stefnandi hafi ekki gert athugasemdir við launauppgj ör í rúmlega eitt ár og ekki haft uppi aðrar athugasemdir en þær sem falist hafi í kröfum hans um breytingu á ráðningarsamningi. Aðgerðaleysi stefnanda sé því verulegt og leiði óhjákvæmilega til þess að hafna beri kröfum hans. Stefnandi hafi verið ráðinn t il starfa sem tæknifræðingur á sölu - og þjónustusviði stefnda með áherslu á sölu, uppsetningu og þjónustu við mjaltaþjóna sem stefndi hóf sölu á síðla árs 2015. Þegar stefnandi hafi hafið störf hafi aðeins þrjú slík tæki þegar verið seld á tvo bæi en þriðj a tækið hafi verið sett upp í byrjun ferbrúar 2017, eins og fram komi á framlögðu yfirliti um uppsetningu mjaltaþjóna. Samkvæmt ferilskrá sem stefnandi hafi lagt fram við umsókn um starf hjá stefnda hafi hann lokið B.Sc. námi í vél - og orkutæknifræði frá H áskólanum í Reykjavík árið 2014 og átt að baki um tveggja ára starfsreynslu sem slíkur þegar hann hafi hafið störf hjá stefnda. 8 Stefnandi hafi verið í Verkfræðingafélagi Íslands eins og ráðningarsamningur og launaseðlar fyrir október og nóvember 2016 vitni um. Í fyrrgreindri orðsendingu frá 27. nóvember 2017 vísi stefnandi til kjarakönnunar Verkfræðingafélagsins og segi að meðallaun þeirra sem útskrifuðust samhliða honum hafi verið 703.000 krónur. Umrædd könnun hafi verið gerð í febrúar 2017 og sýni að sú f járhæð sem stefnandi vísi til hafi endurspeglað meðaltal heildarlauna, en þá hafi föst laun stefnanda verið 715.000 krónur, sbr. fyrirliggjandi launaseðil hans fyrir febrúar 2017. Laun stefnanda hafi því verið yfir meðaltali heildarlauna viðmiðunarhópsins. Sú staðhæfing stefnanda að algengt sé að ekki séu fleiri en 10 yfirvinnustundir innifaldar í samningum um föst laun fái ekki stoð í könnun þeirri sem hann sjálfur vísi til. Þar komi fram á bls. 30, í töflu 34, að af 384 þátttakendum hafi aðeins 139, eða 36,2%, fengið greitt fyrir yfirvinnu; hinir 245, eða 63,8%, hafi ekki fengið yfirvinnu greidda sérstaklega. Af þessu verði því að draga þá ályktun að á meðal tæknifræðinga séu þau ráðningarkjör ríkjandi að ekki sé greitt sérstaklega fyrir yfirvinnu. Samkvæ mt töflu 35 hafi meðaltal yfirvinnu karla verið 36 stundir. Tafla 36 tilgreini yfirvinnu þeirra sem fengið hafi greitt fyrir yfirvinnu en í þeim hópi hafi meðaltalsyfirvinna karla verið 36,8 stundir. Af því verði að draga þá ályktun að meðaltalsyfirvinna þ eirra sem ekki hafi fengið greitt sérstaklega fyrir yfirvinnu verið 35 stundir. Könnunin leiði þannig í ljós að sú staðhæfing stefnanda að meðtalin yfirvinna í heildarlaunum hafi að jafnaði takmarkast við 10 stundir eigi sér enga stoð. Þótt tímaskráningu stefnanda hafi verið ábótavant, einkum þegar liðið hafi á ráðningartíma og mest frá febrúar 2017, virðist þó mega álykta að vinnutími hans umfram reglubundna dagvinnu hafi í september verið 27,8 stundir, 22,16 stundir í október og 13,4 stundir í nóvember, ef með séu taldar 5 stundir er stefnandi krefji um fyrir 29. nóvember. Skráning í desember sé slakari en gefi til kynna að yfirvinnustundir þann mánuð hafi verið tæplega tvær. Í janúar hafi skráðar stundir umfram dagvinnu verið 27,5. Öll séu þessi gildi la ngt undir þeirri meðaltalsyfirvinnu sem kjarakönnunin sýni að hafi verið meðaltal yfirvinnu þeirra sem ekki hafi fengið sérstaklega greitt fyrir hana, umfram föst heildarlaun sem miðast hafi við umtalsvert vinnuframlag umfram hefðbundna dagvinnu. Af tilvit naðri kjarakönnun verði því að draga þá ályktun að ráðningarkjör stefnanda hafi verið í mjög góðu samræmi við það sem tíðkast hafi á vinnumarkaði meðal þeirra tæknifræðinga sem líkt hafi verið ástatt um og hjá stefnanda í febrúarmánuði 2017. 9 Stefnandi stað hæfi að hann byggi kröfu sína um yfirvinnugreiðslur á útskrift úr frídaga, veikindi, orlof og yfirvinnu tímalaunaðra starfsmanna. Leggi hann fram nær ólesanlega útskrift ú yfirfarin og samþykkt af yfirmanni áður en hún var send í launadeild til útborgunar útskrift úr tímaskráninga rkerfi, en allt það sem sé utan ramma, til hægri við hann, sé eigin vinnsla stefnanda í Excel - skrá sem stefndi hafi aldrei fengið eða haft aðgang að. Þá sé rangt að skráin sé yfirfarin og samþykkt af yfirmanni að því er varði tímaskráningu. Tímaskráningin hafi ekki haft þýðingu gagnvart stefnanda þar sem hann hafi verið á föstum launum. Því til viðbótar hafi stefnandi sjálfur fengið rétt til skráninga í kerfið í byrjun febrúar 2017, eins og hann staðhæfi í færslu við 7. feb. 2017, og hafi frá þeim tíma geta ð handskráð, leiðrétt og breytt færslum í kerfinu og samþykkt færslurnar, bæði fyrir aðra starfsmenn í véladeild og sig sjálfan. Þessi réttindi hafi hann nýtt óspart, eins og úrvinnsla gagna þar vitni um, allt þar til þau hafi verið takmörkuð frá 4. desemb er 2017. Tímaskrá stefnanda hafi því aldrei verið samþykkt af yfirmönnum hans hjá stefnda hvað fjölda vinnutíma áhrærir. Skrá stefnanda yfir mínútur sem hann telji sig hafa unnið í yfirvinnu sé ekki hluti af útskrift úr tímaskráningarkerfi. Vísast sé hún u nnin í Excel utan tímaskráningarkerfis. Dálkur um yfirvinnu sé ekki samtala úr tímaskráningu af ákvarðaðar af stefnanda, oftast með athugasemd til að skýra frávik. Stefnandi ha fi haft sveigjanleika í vinnutíma og ekki hafi verið fylgst með hvernig því væri háttað einstaka daga. Þrátt fyrir þetta kjósi stefnandi að skrá eingöngu þær mínútur sem hann telji sig hafa unnið umfram dagvinnuramma einstaka daga, en færi ekki til frádrát tar þær mínútur sem tímaskráin segi að vantað hafi upp á full dagvinnuskil aðra daga, eins og gera hefði átt ef um uppgjör á sveigjanlegum vinnutíma tímalaunaðs starfsmanns hefði verið að ræða. Stefndi hafni því að svokölluð tímaskráning stefnanda hafi hér nokkuð sönnunargildi. Stefndi telji blasa við að samantekt stefnanda um meinta yfirvinnu eigi sér ekki stoð í samtímaskráningu vinnustunda í tímaskráningarkerfi stefnda. Stefndi hafni því að staðhæfingar stefnanda um eigið vinnuframlag hafi sönnunargildi um raunverulegan vinnutíma hans. Stefndi hafni því 10 til grundvallar mati á vinnutíma stefnanda, oft langt aftur í tímann. Stefndi hafni kröfum stefnanda um greiðslur fyri r meinta skerðingu á hvíldartíma á starfstíma hans hjá stefnda. Stefnandi byggi kröfu sína hér um á ákvæði gr. 2.4.1 í kjarasamningi. Þar segi að starfsmaður skuli eiga rétt á 11 stunda hvíld á sólarhring. a til vinnu áður en 11 klst. hvíld er náð er heimilt að fresta hvíldinni og veita síðar, þannig að frítökuréttur, 1 ½ klst. skipulagt vinnu sína og því einn verið ábyr gur fyrir því að koma ekki á ný til vinnu fyrr en 11 stunda hvíld hafi verið náð. Stefndi hafni því að hann hafi nokkru sinni sérstaklega beðið stefnanda um að koma til vinnu áður en hvíld hafi verið náð. Stefnandi hafi raunar ekki haldið því fram að slíkt hafi gerst og því sé þegar af þeirri ástæðu enginn grundvöllur fyrir kröfu hans þar um. Stefnanda hafi við skipulag og framkvæmd starfa sinna borið að virða ákvæði laga og kjarasamnings um lágmarks hvíldartíma og engin nauð hafi rekið hann til þess að vin na lengur en svo að hvíldartíma yrði ekki náð . Hann hafi t.d. einn skipulagt vinnu við uppsetningu á Sólbakka í fyrstu viku febrúar 2017 og leggi fyrst nú fram staðhæfingar um að þar hafi hann unnið lengur en heimilt sé. Engra samtímagagna njóti við um þes sa vinnu og engar kröfur hafi áður verið settar fram af hálfu stefnanda um bætur vegna skerts hvíldartíma við þessa vinnu. Sama gildi um meint brot á hvíldartíma í kynnisferðum með viðskiptavini erlendis. Hafi það raunar gilt um allan starfstíma hans hjá s tefnda. Hafi stefnandi kosið að brjóta reglur um hvíldartíma telji stefndi það fjarstæðu að ætla að það brot hans geti fært honum fjárhagslegan ávinning á kostnað stefnda. Stefndi hafni því öllum kröfum um greiðslur vegna ætlaðs brots á reglum um lágmarksh víld. Stefnandi haldi því fram að hann hafi verið samfleytt á bakvakt allan sólar - hringinn frá 1. febrúar 2017 til loka nóvember s.á., í samtals 5.394 stundir. Krefjist hann nú greiðslu fyrir það og segist ekki hafa mátt sig hræra frá síma til að vera stöðugt r eiðubúinn til viðbragða þann tíma og eigi af þeim sökum kröfu um greiðslu fyrir bakvaktir. Rangt sé að stefnanda hafi verið skylt að svara í síma utan venjulegs vinnutíma, hvað þá að vera jafnan reiðubúinn til viðbragða eins og hann staðhæfi. Þegar stefnan di hafi verið ráðinn í tækjadeild stefnda hafi stefndi nýverið hafið sölu á mjaltaþjónum og þá aðeins selt þann búnað á tvo bæi, eins og fram komi á yfirliti um uppsetningu þessara tækja. Stefnanda hafi verið gerð grein fyrir því að hluti af hans 11 starfssky ldum væri sala, uppsetning og ráðgjöf á búnaði til bænda. Í þessu verkefni hafi jafnframt falist umsjón með viðgerðarþjónustu og viðhald, sem að stórum hluta sé sinnt með endurstillingum um tölvutengingar yfir netið. Stefnanda hafi því frá öndverðu verið l jóst að hann þyrfti að bregðast við bilunum í kerfi viðskiptamanna, en þeirri þjónustu hafi einnig verið sinnt af Arnari Þórissyni, framkvæmdastjóra tækjasviðs stefnda, og eftir atvikum fleiri starfsmönnum og þjónustuverktökum. Þjónusta við þessa tvo bændu r hafi ekki verið umfangsmikil. Að því marki sem stefnandi hafi sinnt henni utan hefðbundins vinnutíma hafi endurgjald fyrir þá þjónustu fallið undir þá yfirvinnu er innifalin hafi verið í umsömdum heildarlaunum. Hafi þetta verið skýrt við ráðningu og engi n breyting gerð þar á fram á haustið 2017. Þriðji mjaltaþjónninn hafi verið settur upp á Sólbakka í Víðidal í febrúar 2017. Stefnandi hafi unnið að þeirri uppsetningu. Bændur á þessum þremur bæjum hafi haft símanúmer Arnars Þórissonar, sem sé tæknifræðing ur, og stefnanda til að þeir gætu haft samband ef eitthvað bæri út af. Hafi Arnar jafnan verið reiðubúinn til viðbragða utan dagvinnutíma til að veita bændunum aðstoð eins og yfirlýsingar viðskiptamanna vitni um. Stefnanda hafi hins vegar verið í sjálfsval d sett að hvaða marki hann sinnti símtölum sem til hans væri beint utan reglulegs vinnutíma á umræddu tímabili. Á tímabilinu frá því síðla í september og fram í nóvember 2017 hafi svo verið settir upp sex nýir mjaltaþjónar. Hafi stefnda þá þótt blasa við a ð ekki yrði lengur alfarið treyst á að framkvæmdastjóri tæknisviðs gæti verið bakhjarl fyrir bilana - þjónustu utan hefðbundins vinnutíma, þegar aðrir væru ekki tiltækir. Hafi þá verið undirbúið að setja upp formlegt kerfi bakvakta, þannig að öllum símtölum með beiðni um aðstoð á milli kl. 16.00 og 08.00 væri vísað í sama símanúmer sem gengi á milli manna, eina viku í senn. Hafi stefnanda verið gefinn kostur á að taka þátt í þessu verkefni en hann hafnað því. Hafi kerfið verið sett í gang 1. desember og stef nandi ekki tekið frekari þátt í þjónustu við bændur vegna mjaltaþjóna eftir þann tíma. Stefndi hafni því að það hafi verið til marks um skyldu stefnanda til að sinna símtölum utan venjulegs vinnutíma að hann hafi fengið GSM síma úr hendi stefnanda. Af um 7 5 starfsmönnum greiði stefndi GSM símakostnað fyrir 42 starfsmenn, þ.e. bílstjóra, verslunarstjóra, sölumenn, starfsmenn tækjadeildar, forstöðumenn og aðra stjórnendur. Í því felist engin skylda til að sinna símtölum utan venjulegs vinnutíma, hvað þá skyld a til að vera bundinn yfir síma og geta ekki farið í kvikmyndahús o.s.frv. 12 Framsetning á kröfu í stefnu fái ekki staðist. Slíkt ósamræmi sé milli kröfugerðar og þeirra málsástæðna sem hún sé reist á að óhjákvæmilegt sé að sýkna stefnda. Vísist sérstaklega til framsetningar á kröfu um tímafjölda og tímakaup. Stefnda reynist örðugt að skilja kröfugerð stefnanda. Honum teljist til að fyrir tímabilið 1. febrúar til 30. nóvember 2017 geri hann kröfu um að fá greitt fyrir 531 stund sem yfirvinnu og 5.394 stundir sem bakvakt, eða samtals 5.925 stundir. Þar við bætist krafa um frítökurétt. Þegar til þess sé litið að dagvinna sé talin 7,5 stundir á dag, eða sem svari 162,5 stundum á mánuði, og stefnandi hafi á téðu tímabili tekið tvær vikur í orlof, þá hefði hann át t að skila í dagvinnu sem svari 1550 stundum. Muni stefnandi ekki vefengja að hafa fengið greitt fyrir þann tíma. Að þessu gættu hafi á því tímabili sem þessar kröfur taki til verið alls 5.384 stundir sem ekki hafi verið skilgrein dar sem annaðhvort dagvinn utímabil eða orlof stími. Fyrir þetta tímabil geri stefnandi kröfu um að fá greiddar 5.925 stundir eða 539 stundir umfram þá tíma sem ekki hafi þegar verið ótvírætt greiddir eða teknir sem orlof. Stefnda sé þessi kröfugerð með öllu óskiljanleg og telji fram setninguna með þeim hætti að óhjákvæmilegt sé að sýkna hann af henni. Krafa stefnanda sé sett fram sem viss tímafjöldi margfaldaður með tímakaupi, annars vegar tímakaupi fyrir yfirvinnu en hins vegar fyrir bakvaktargreiðslur. Hvort tveggja eigi samkvæmt ák væðum kjarasamnings að leiða út frá mánaðarlaunum fyrir dagvinnu, sbr. gr. 1.6 og 2.5.1. Stefnandi hafi kosið að miða kröfugerð við það að hann reikni sér tímakaup í yfirvinnu út frá umsömdum heildarlaunum, sem hann þó sjálfur hafi kannast við og staðfest að hafi innihaldið endurgjald fyrir yfirvinnu, sbr. umfjöllun í stefnu og orðsendingu í tölvupósti, dags. 27. nóvember 2017, sem í báðum tilvikum vitni um að mánaðarlaun hans hafi ekki aðeins verið fyrir dagvinnu heldur einnig vinnu utan dagvinnumarka. Útr eikningar stefnanda á tímakaupi fyrir yfirvinnu og vaktaálag séu þannig leiddir af röngum grunni og gefi niðurstöðu sem eigi sér enga stoð. Stefnandi hafi ekki freistað þess að vísa til tilgreinds kauptaxta fyrir yfirvinnu, enda mun slíkum taxta ekki vera til að dreifa í samningum verk - og tæknifræðinga. Að gengnum úrskurði um að málinu skuli ekki vísað frá dómi vegna þessa galla á málatilbúnaði stefnanda sé að mati stefnda enginn vegur annar en að sýkna stefnda þar sem stefnanda hafi ekki tekist að leggja fram sönnun fyrir kröfu sinni um ætlaða vangreiðslu hans. Þessu til stuðnings vísi stefndi til dóma Hæstaréttar Íslands í málum nr. 458/1990 og 66/2005, og í málum nr. 10 og 11/2011 og 594/2017. 13 Stefndi byggi loks á því að grunnreglur laga um áhrif tómlæti s valdi því að stefnandi fái ekki haldið fram kröfum um greiðslur vegna ætlaðrar yfirvinnu og brota stefnda á reglum um hvíldartíma. Stefnandi hafi mánaðarlega tekið athugasemdalaust við launauppgjöri sem hafi borið skýrt með sér að þar væri ekki að finna sérstaklega tilgreindar greiðslur fyrir yfirvinnu eða uppgjör vegna ætlaðra vanhalda á reglum um hvíldartíma. Skráning stefnanda sjálfs á vinnutíma sínum í tímaskráningarkerfi stefnda hafi verið afar brotakennd og ranglega færð. Stefnandi hafi því sýnilega ekki reiknað með því að á þeim upplýsingum sem hann sjálfur hafi lagt til um eigin vinnutíma yrði byggt annað mánaðarlegt launauppgjör en það sem falist hafi í greiðslu umsaminna heildarlauna. Hafi stefnandi talið að hann ætti annan og rýmri rétt til grei ðslna hafi hvílt á honum fortakslaus skylda til að gera rökstuddar athugasemdir við launauppgjör og leggja þá þegar fram þau gögn sem hann teldi leiða fram viðbótargreiðslur sér til handa. Þetta hafi stefnandi ekki gert og með þeim hætti fyrirgert öllum sl íkum rétti. Niðurstaða Dómkröfur stefnanda gagnvart stefnda í máli þessu grundvallast í megindráttum á því að enginn ráðningarsamningur um föst laun eða annað hafi verið í gildi á milli málsaðila á ráðningartíma stefnanda hjá stefnda sem stóð frá því í by rjun september 2016 og fram til loka febrúar 2018. Því beri stefnanda nú, auk fastra launa sem hann hefur þegar þegið mánaðarlega, að fá frekari greiðslur í laun samkvæmt fyrirliggjandi kjarasamningi stéttarfélags stefnanda, sem gerður var 1. apríl 2011, o g sem málsaðilar eru sammála um að leggja beri þá hér til grundvallar. Þ etta eru þá viðbótargreiðslur fyrir meinta vangoldna yfirvinnu stefnanda og vegna bakvakta hans , vegna frítöku - réttar, auk orlofs , er nánar er rakið í framangreindri sundurliðaðri krö fugerð stefnanda. Fyrir liggur að enginn skriflegur ráðningarsamningur var undirritaður á milli aðila á ofangreindu starfstímabili. Er og ljóst að slíkur annmarki telst jafnan vera á ábyrgð vinnuveitanda, í þessu tilviki stefnda, sbr. gr. 5.1 í gildandi k jarasamningi, sbr. einnig tilskipun ESB nr. 91/533, sem tekin var upp í XVIII. viðauka EES - samning sins með ákvörðun nr. 7/94 frá 21. mars 1994 , sbr. innleiðingu með auglýsing u nr. 503/1997 , er birt var í B - deild Stjórnartíðinda 30. júní 1997 . Leiðir þetta til þess að sönnunarbyrði um að vinnusamningur tiltekins efnis hafi yfirleitt verið gerður hvílir hér á stefnda, en ella gilda almenn ákvæði kjarasamningsins um öll kjör vegna starfa 14 stefnanda sem launamanns í þágu stefnda sem atvinnurekanda, sbr. 1. gr. l aga nr. 55/1980. Fyrir liggur að framangreindur kjarasamningur er hér um ræðir áskilur, eins og hér stendur á, skriflegan ráðningarsamning eða að ráðning sé staðfest skriflega, eins og þar segir. Í máli þessu liggur hins vegar fyrir óundirritaður skrifle gur ráðningarsamningur á milli málsaðila er lýsir ítarlega starfskjörum stefnanda við ráðningu hans hjá stefnda. Í honum er því meðal annars lýst að innifalin í föstum launum stefnanda hjá stefnda sé öll yfirvinna, en miðað er þar við að heildarlaun stefn anda séu 590.000 krónur, en muni eftir þrjá mánuði hækka í 630.000 krónur og taki síðan breytingum eftir kjarasamningi. Kemur þar einnig fram að umrætt starf stefnanda í tæknideild stefnda felist í sölu og ráðgjöf á tækjabúnaði til viðskiptavina og í uppse tningu hans eins og þörf krefur. Ber aðilum ekki saman um hvort þessi samningur hafi verið staðfestur. Að mati dómsins þá þykir vera nægilega sýnt fram á það í málinu, bæði með framburði stefnanda sjálfs, sem og vitnisins Arnars Þórissonar, sem var hans n æsti yfirmaður hjá stefnda og réði hann til starfa, að stefnanda hafi fyrst verið kynnt starfskjör sín á fundi þeirra í ágúst 2016 og honum síðan verið sendur framangreindur óundirritaður ráðningarsamningur áður en hann hóf störf sín hjá stefnda, sbr. eink um fyrirliggjandi tölvupóstsamskipti stefnanda við Arnar, dags. 30. ágúst 2016. Þá verður að telja það sannað að stefnandi hafi upp frá því þegið laun samkvæmt þeim samningi. Verður því að telja það vera nægilega sannað, eins og hér stendur á, að við upph af ráðningar stefnanda hjá stefnda hafi í framkvæmd gilt umræddur ráðningarsamningur er var þó aldrei undirritaður. Vísar stefndi til þess að það hafi verið mistök stjórnenda hjá stefnda að slíkt hafi ekki verið gert. Stefnandi vísar hins vegar til þess að hann hafi snemma orðið ósáttur við launakjör sín, en þó einkum eftir að ljóst var að vinnan varð mun umfangsmeiri en ætla hefði mátt þegar hann var ráðinn, og því hafi samningurinn aldrei verið undirritaður, en hann síðan ítrekað knúið á um gerð undirrita ðs samnings. Fyrir liggur að stefnandi var ekki sáttur við ráðningarkjör sem lágu til grundvallar föstum heildarlaunum hans eftir að starfið hjá stefnda varð umfangsmeira. Kemur þar til að næsti yfirmaður hans, vitnið Arnar Þórisson, hafi einnig tekið við annarri deild í febrúar 2017 og aukin ábyrgð þá færst á herðar stefnanda. Enn hafi svo bætt í þegar veruleg aukning hafi orðið á uppsetningu og við þjónustu við mjaltarþjóna sumarið og haustið 2017. Hafi stefnandi vegna þessa sinnt bakvöktum með síma frá stefnanda frá febrúar 2017 og þar til honum honum barst loks uppsagnarbréf 30. nóvember 2017. 15 En stefnandi hafi þá ekki verið tilbúinn til þess að gangast við nýju fyrirkomulagi stefnda varðandi bakvaktir. Hvað varðar laun stefnanda á umræddu tímabili þá l iggur óumdeilt fyrir að hann fékk jafnan greidd föst mánaðarlaun hjá stefnda. Þá fyrst í stað laun til samræmis við óundirritaða ráðningarsamninginn er voru upphaflega tilgreind sem 590.000 krónur en áttu síðan að hækka upp í 640.000 krónur eftir þrjá mánu ði. Þetta gekk þó ekki þannig eftir með þá hækkun, en í febrúar 2017 voru hin föstu laun stefnanda síðan hækkuð í 715.000 krónur. Að sögn vitnisins Arnars Þórissonar var þá ætlunin að leiðrétta þau mistök að launin hækkuðu ekki í 640.000 krónur í desember 2016 auk þess að mætt hafi þannig verið kröfum stefnanda vegna aukins álags í starfi. Í vitnisburði Arnars Þórissonar hér fyrir dómi, sem og í vitnisburði Rannveigar Hrólfsdóttur, gæða - og mannauðstjóra hjá stefnda, kom einnig fram að stefnandi hafi engar athugasemdir gert við ráðningarkjör sín hjá stefnda fyrr en í september 2017. En sé litið til málsgagna þá virðist óánægju stefnanda með launakjörin hafa verið komið ótvírætt á framfæri við stefnda í tölvupósti 10. október 2017 þegar stefnandi efnislegar athugasemdir við starfskjör og starfsaðstæður sínar í tölvupósti til stefnda þann 27. nóvember s.á. þar sem hann fer þá fram á uppgjör og skriflegan ráðningarsamning. Sé tekið mið af fyrirliggjandi gögnum, þar á meðal niðurstöðum úr kjarakönnun frá 2017, þá gefa þau gögn að mati dómsins til kynna að heildarlaun stefnanda hafi á umræddu tímabili ekki virst víkja verulega frá meðaltali fastalauna tæknifræðinga í útskriftarárgangi 2017, en þar má og sjá að um 2/3 viðmiðunarhópsins fengu ekki sérstaklega greidda yfirvinnu sem hluta af launum, en unnu að meðaltali um 35 yfirvinnutíma á mánuði. Verður heldur ekki séð af f að skráð yfirvinna stefnanda hjá stefnda víki mjög frá þeim tölum fram til febrúar 2017, en eftir það eykst umfang yfirvinnu verulega samfara því sem stefnandi tók þá sjálfur við skráningu yfirvinnutíma . En af hálfu stefnda er staðhæft að sú skráning hafi aðeins þýðingu í tengslum við orlof og veikindadaga og sé ekki staðfest yfirvinna stefnanda hjá stefnda enda hafi hann verið á föstum launum, sbr. einnig framburður Rannveigar Hrólfsdóttur gæða - og mann auðstjóra hjá stefnda. Hafi stefnandi fengið umbun vegna aukins álags haustið 2017 en ekki verið samið um yfirvinnugreiðslur honum til handa. 16 Að mati dómsins verður hér fallist á með stefnda að málsgögn og fyrirliggjandi framkvæmd gefi það nægilega til kyn na að stefnandi hafi á starfstímabilinu starfað hjá stefnda á föstum launum sem hann fékk greidd samkvæmt óundirrituðu ráðningar - samkomulagi þeirra þar sem sérstaklega var tilgreint í 3. gr. þess að innifalin í launum væri öll yfirvinna sem starfsmaður in nir af hendi umfram reglulegan vinnutíma. Hefur samkvæmt framangreindu ekki verið sýnt fram á það að stefnandi eigi þrátt fyrir þetta rétt til viðbótargreiðslna vegna yfirvinnu, t.d. vegna óvenju mikillar vinnu hans á hluta starfstímans, enda er óljóst um umfangið, auk þess sem ekki er á slíku byggt af hálfu stefnanda, heldur aðeins á því að engin ráðningarsamningur hafi verið í gildi. Verður því að sýkna stefnda af kröfu stefnanda um það sem lýtur að greiðslum fyrir yfirvinnu. Hvað varðar þá kröfur í tengs lum við umdeildar bakvaktir stefnanda þá verður með framburði Arnars Þórissonar og fyrirliggjandi málsgögnum ekki staðreynt að gert hafi verið samkomulag við stefnanda um slíkar bakvaktir. Fyrir liggur þó að stefnandi hafði farsíma frá stefnda og sinnti um tíma símtölum viðskiptavina, ásamt með Arnari, en samkvæmt Arnari var það hann sjálfur sem sá almennt um slík símtöl viðskiptavina utan hefðbundins vinnutíma og að borið hafi að beina öllu slíku til hans. Stendur hér því orð á móti orði en engin gögn eða vitnisburðir liggja fyrir sem styðja staðhæfingar stefnanda um það að honum hafi verið gert að sinna umfangsmiklum bakvöktum og verður því að sýkna stefnda af dómkröfum stefnanda sem byggja á þeim grundvelli. Þá er heldur ekki nægilega sýnt fram á það í m álinu að stefnandi hafi að boði stefnda unnið í ákveðnum tilvikum lengri vinnudaga en forsvaranlegt getur talist með tilliti til áskilnaðar ákvæða 53. gr., sbr. 3. tölulið 52. gr. a. í lögum nr. 46/1980, og að stefnandi geti því byggt rétt á því gagnvart s tefnda um frítökurétt. En eins og vitnið Arnar Þórisson bar um fyrir dómi þá hafði stefnandi í reynd sveigjanlegan vinnutíma í þeim vinnuferðum út á land þegar mest var að gera og stýrði þá vinnutilhögun sinni sjálfur. Verður því heldur ekki fallist á aðra kröfuliði stefnanda sem lúta þá að kröfum hans um ógreiddan frítökurétt eða þá um orlof af öllum framangreindum launaliðum. Að öllu framangreindu virtu verður það því niðurstaða dómsins að grundvöllur sé ekki fyrir hendi til þess að fallast megi á dómkrö fur stefnanda og verður því að sýkna stefnda af dómkröfum hans. Þá verður ekki talið að aðrar fram komnar málsástæður aðila hafi við svo búið sérstaka þýðingu í málinu eða geti leitt til annarrar niðurstöðu en þeirrar sem hér er þá hér þegar fengin, sbr. e - lið 1. mgr. 114. gr. laga nr. 91/1991. 17 Eins og mál þetta er vaxið þykir þó rétt að málskostnaður á milli aðila falli niðu r. Er þá meðal annars litið til þess að stefndi hefur eftir aðalmeðferð 8. október sl. greitt stefnanda laun vegna veikindadaga sem vo ru í upphaflegum dómkröfum stefnanda, og var málið endurupptekið 1. nóvember sl. eftir dómtöku þess til þess að fella niður þær dómkröfur og málið þá síðan dómtekið að nýju, sbr. 104. og 105. gr. laga nr. 91/1991. Málið fluttu Lára V. Júlíusdóttir lögmaður fyrir stefnanda, en Þórarinn V. Þórarinsson lögm aður fyrir stefnda. Pétur Dam Leifsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Dómarinn tók við meðferð málsins 5. september sl. en hafði fram til þess engin afskipti haft af meðferð þess. D ó m s o r ð Stefndi, Lífland ehf., er sýknaður af kröfum stefnanda, Róberts Arnar Albertssonar, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. Dóminn kveður upp Pétur Dam Leifsson héraðsdómari.