Héraðsdómur Norðurlands vestra Dómur 28. október 2021 Mál nr. E - 240/2020 : Huginn Þór Grétarsson ( Sara Pálsdóttir lögmaður ) g egn Aðalheiður Jóhannsdóttir ( Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lögmaður ) Dómur I Mál þetta var höfðað 3. desember 2020 og tekið til dóms 2. september sl. Stefnandi er Huginn Þór Grétarsson, Stórakrika 55, Mosfellsbæ. Stefnda er Aðalheiður Jóhannsdóttir, Syðri - Jaðri, Húnaþingi vestra. Dómkröfur Stefnandi krefst þess að eftirfarandi ummæli stefndu verði dæmd dauð og ómerk: Á Pírataspjallinu á Facebook í mars 2018: 1. Á P írataspjallinu á Facebook í byrjun maí 2018: 2. ð fram í fjölmiðlum með skítaárásir á femínista, sumir ráðist með ljótum orðum að barnsmæðrum ykkar, konum sem sumar geta ekki varið sig opinberlega, Sumar vegna hræðslu um frekara o fbeldi, sumar því þær og börnin fá sjokk við að sjá ofbeldisseggi fá platform til að garga TÁLMUNAR M ÓÐIR Á netfréttamiðlinum f r e ttabla d i d . is dags 4. ágúst 2018: 3. sendiráðið og fleir Á Pírataspjallinu á Facebook 13. nóvember 2018: 2 4. nafngreinir þig sjálfur og fórst í stríð gegn mannorði barnsmóður þinnar, sem gat ekki haft uppi varnir gegn þínum Á Facebook , Pírataspjallinu 15. - 30. nóvember 2018: 5. varfinu mánuðum saman Við deilingu á F ace book síðu Óðinsauga, á Facebook 24. nóvember 2018: 6. Huginn er ö tull við að kenna mér og öðrum öfgafemmum um það að barnsmóðir hans f ékk fullt forræði yfir syni þeirra, en þá haf ði hún dvalið mánuðum saman í Kvennaathvarfinu btw Huginn kennir athvarfinu um líka. Af hverju er ég að vesenas t verið er að styrkj a ef þið verslið af óði n sauga. Ég veit líka að stór fjöldi vinna minna líka við þessa síðu. Og já ég er kannski smá hefnigjarnt þegar kemur að Huginn! Hér er ogguponsu sýnishorn af Huginn: http://stundin.is/grein/7639/ Í Facebook skilaboðum 24. nóvember 2018: 7. 8. e nda fki á að vissar vörur eru framleiddar á herteknusvæðunum í Palestínu, e ða af krökkum, eða illri meðferð á fólki, dýrum og/eða náttúru. Benda fólki á slæma hegðun fyrirtækja eða eigenda! Á Facebook 25. nóvember 2018: 9. nu m innan d2, ég er ekki að setja allan hópinn undir sama ha mögulegar gerðir, hafa einstakir aðilar innan Daddy - too beit . Nauðgað, lamið, farið illa með börn og maka. Áreitni ofsóknir, andlegt of b eldi af öllum f beldisfólk. 10. Huginn það passar þú ert hluti af ofbeldishópnum innan Daddy - Stefnandi krefst þess jafnframt að stefnd u verði gert að greiða honum 2.500.000 krónur í miskabætur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. laga nr. 38/2001 frá því að mánu ður er liðinn frá birtingu stefnu til greiðsludags. Þá krefst 3 stefnandi þess að stefndu verði gert að greiða honum 410.000 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi er dómur er kveðinn upp til greiðsluda gs. Loks krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefndu að skaðlausu. Stefnda krefst aðallega sýknu af kröfum stefnanda en til var a að kröfur stefnanda verði lækkaðar verulega. Í báðum tilvikum krefst hún málskostnaðar úr hendi stefn an da og við ákvörðu n hans verði tekið tillit til virðisaukaskatts. II Atvik máls. Líkt og fram kemur í kröfugerð stefnanda snýst mál þetta um tilvitnuð ummæli sem stefnda lét falla á samfélagsmiðlum á árinu 2018. Fyrir liggur að stefnandi átti í forsjárdeilu við finnska bar nsmóður sína og verður ekki annað ráðið en sú deila hafi verið hörð. Barnsmóðirin fór með barnið til síns heimalands en var á grundvelli Haag - samningsins gert að koma með það til baka þar til niðurstaða fengist í deiluna. Strax eftir að hún kom til landsin s fór hún í Kvennaathvarfið og bjó þar í allnokkra mánuði . Á þeim tíma fór hún í viðtal við fjölmiðilinn Stundina og rakti þar sögu sína og samband hennar við stefnda. Í viðtalinu sem birtist 23. desember 201 7 undir v ber hún þar sakir á stefnanda og upp frá því spinnast allnokkrar umræður um mál þeirra á samfélagsmiðlum og tók stefnandi þátt í þeim. Vefsíðan ruv.is fjallaði um forsjármál stefnanda og barnsmóður hans í febrúar 2018 og getur þess að barnsmóðirin hafi þurft að dveljast í tæpa sjö mánuði í Kvennaathvarfinu sökum þess að deilan hefði dregist á langinn. Um forsjárdeilu stefnanda var ítrekað síðan beint og óbeint fjallað m.a. á netmiðlinum ruv.is í desember 2018 , á netmiðlinum dv.is í mars 2018, í útvarpsþættinum Harmageddon í sama mánuði , í útvarpsþætti á útvarpi Sögu í október 2018 og víðar. Stefnandi kom á þessum tíma að hópi feðra sem hafði það að markmiði að berjast gegn umgengnistálmunum mæðra og bæta þar með rétt barna til umgengni við forsjárlausa feður sína. Í fjölmiðlum og í athugasemdakerfum þeirra kom þessi hópur ítrekað við sögu og oft tók stefnandi þátt í umræðum sem þar sköpuðust. Þannig var hann einn viðmælenda í viðtali á netmiðlinum dv.is í mars 2018 þar sem f ram kom að nokkrir feður hefðu sameinast í baráttu gegn tálmunum mæðra. 4 Þar fjallaði stefnandi einnig um forsjárdeiluna sem hann stóð í við barnsmóður sína og kvað hana hafa skemmt mannorð hans. Bar hann af sér þær sakir sem á hann höfðu verið bornar af ba rnsmóðurinni og lýsti því að hann teldi íslenskt réttarkerfi hliðhollt mæðrum. N okkuð var fjallað um baráttu þeirra. Fram komu andstæð sjónarmið og þá voru sumir meðlimir hópsins sakaðir um ofbeldi í garð barn smæðra sinna . Nokkur fjöldi skjala hefur verið lagður fram í málinu varðandi almennan fréttaflutning og umræður um forsjármál, tálmanir, ofbeldi í nánum samböndum, stöðu kvenna af erlendum uppruna og margt fleira án þess að það sem þar kemur fram varði bei nt mál það sem hér er til úrlausnar. Hins vegar sýnir hluti þeirra að stefnandi var virkur í umræðunni . Hluti umstefndra ummæla féll á Pírataspjallinu en þar hafði stefnda um tíma svokallaðan stjórnendaaðgang sem hún nýtti í þeim tilgangi að útiloka stefna nda frá þátttöku í umræðum á þeim vettvangi. Lögmaður stefnanda krafði stefndu um greiðslu bóta með bréfi 28. febrúar 2019 en lögmaður stefndu hafnaði kröfunni með bréfi 14. mars 2019. Atvik máls og málsástæður aðila blandast saman þannig að málsatvik og málsástæður aðila eru í raun samþætt og koma frekari málsatvik fram síðar um leið og gerð er grein fyrir málsástæðum aðila. II I Málsástæður stefnanda Stefnandi byggir á því að stefnda hafi með ummælum sínum opinberlega , á internetinu, á fjölmennum spjallsvæðum á Facebook og á víðles n um fréttasíðum eins og frettabladid.is gefið stefnanda refsiverða og siðferðislaga ámælisv e rða háttsemi að sök. Háttsemi sem varðar við XXIII. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940, einkum brot gegn ákvæð um 217. gr., 218. gr. og 218. gr. b. en brot gegn nefndum ákvæðum geta varðað allt að 16 ára fangelsi. Auk þessa hafi stefnda gefið stefnanda að sök háttsemi sem er til þess fallin að verða virðingu hans til hnekkis, háttsemi sem varðað getur við XXV. kafl a almennra hegningarlaga. Stefnandi byggir á því að í ummælum stefndu sem rakin eru í fyrsta kröfulið dómkrafna hans felist fullyrðing þess efnis að hann sé ofbeldismaður sem beitt hafi barnsmóður sína ógnunum og ofbeldi sem leitt hafi til þess að hún ha fi dvalið í Kvennaathvarfinu mánuðum saman. Þessi ummæli verði, líkt og öll önnur, að skoða í samhengi við önnur ummæli sem stefnda hefur látið falla um stefnanda. Telur stefnandi vafalaust hvað stefn da er í raun að segja með ummælum sínum enda hafi 5 hún ít rekað fullyrt opinberlega að hún sé alls ekki að draga ályktanir út frá þeirri staðreynd einn i að konan dvelji í Kvennaathvarfinu, heldur að hún hafi þvert á móti meiri innsýn í þetta mál. Hún hafi leitað sér upplýsinga um dvöl barnsmóður stefnanda í athva rfinu áður en að hún blandaði sér í umræðuna. Stefnda hafi þannig sjálf staðfest að um staðhæfingu, ekki ályktun, væri að ræða sem stefnda byggði á upplýsingum og eigin reynslu. Stefn an di byggir á því að ummælin í fyrsta kröfu lið séu ósönn og uppspuni frá rótum. Hann hafi aldrei beitt nokkurn mann ofbeldi þ.m.t. barnsmóðir hans sem sjálf hafi staðfest þetta líkt og gögn málsins sýna. Stefnandi heldur því fram að engin rannsókn fari fram þegar kona mæti í Kvennaathvarfið heldur sé þar miðað við frásögn konun nar og hún lögð til grundvallar búsetu þar. Barnsmóðir hans hafi ákveði ð að dvelja í athvarfinu á meðan á forsjárdeilu þeirra stóð, beinlínis í þeim tilgangi að skapa sér sterkari réttarstöðu með því að bera falskar ásakanir um ofbeldi á hendur stefnanda. Stefndi segir að framangreind rök eigi einnig við um ummæli stefndu , a.m.k. að hluta, sem rakin eru í kröfuliðum 3, 4, 6 og 7. Varðandi ummæli n sem rakin er u í öðrum kröfu lið byggir stefnandi á því að stefnda hafi fullyrt að hann sé ofbeldismaður sem ráði st að barnsmóður sinni og öðrum barnsmóður sína ofbeldi og ógnunum með þeim afleiðingum að hún þori ekki að tjá sig vegna ótta við frekara ofbeldi. Hún sé varnarlaus sökum þess að hún sé erlend . Þessi ummæli stefndu verði að skoða í samhengi við önnur ummæli hennar , sérstaklega þau sem rakin eru í kröfu liðum 9 og 10 en þar staðfesti stefnda að stefnandi b eldishópnum innan Daddy T Stefnandi byggir á því að ummælin sé ósönn og uppspuni frá rótum. Stefnandi hafi ekki beitt ofbeldi, né ærumeiðingum. Barnsmóðir hans hafi, eins og áður getur, staðfest að hann hafi ekki beitt hana ofbeldi. Hún hafi hins vegar opinberlega ærumeitt og drót tað að honum og eyðilegt mannorð hans og dómsmál þetta sé m.a. greinileg afleiðing þess. Stefnandi byggir á því að með ummælum í þriðja kröfulið fullyrði stefnda að hún hafi áreiðanlegar heimildir fyrir ofbeldisásökunum sínum með því að vísa til þess að hún hafi verið í beinum samskiptum við barnsmóður stefnanda. Síðan fullyrði stefnda, ranglega, að stefnandi hafi níðst á barnsmóður sinni með því að skrifa um hana an da. Jafnframt fullyrði stefnda að sú staðreynd að barnsmóðir stefnanda fékk forræði yfir barni þeirra staðfesti að ofbeldisásakanir h e nnar hafi verið sannar. Stefnandi byggir á því að 6 ummæli þessi séu ósönn og uppspuni frá rótum en hann hafi engan beitt ofbeldi og sé með hreint sakarvottorð. Varðandi ummæli n í fjórða kröfulið byggir stefnandi á því að þar sé fullyrt að hann sé ofbeldismaður og hafi beitt barnsmóður sína ógnunum og ofbeldi sem orðið hafi til þess að hún hafi þurft að dvelja mánuðum saman í athvarfi fyr ir konur s em flýja undan ofbeldi maka sinna. Þetta séu nánast sömu ummæli og rakin eru í fyrsta kröfulið . Vísa r stefnandi til þess að sömu rök eigi við hér og þar eru rakin. Hvað varðar ummæli n í fimmta kröfuliðnum byggir stefnandi á því að stefnda hafi með þeim fu llyrt að hann hafi framið ærumeiðingarbrot gegn barnsmóður sinni. Ummælin séu ósönn og uppspuni frá rótum. Allar fullyrðingar stefnanda um barnsmóður sína á opinberum vettvangi hafi komið í kjölfar þess, og sem viðbrögð við, opinberum ásökunum barnsmóður h ans sem fyrst voru hafðar uppi í lok desember 2017 í umfjöllun Stundarinnar. Vísar stefnandi hvað þetta varðar m.a. í dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E - 6882/2019. Byggir stefnandi á því að fara verði með forsendur þess dóms eftir 4. mgr. 116. gr. lag a um meðferð einkamála. Allar staðhæfingar stefnanda um barnsmóður sína séu sannar og viðbrögð hans við stefnda haldi fram. Stefnandi byggir á því að með ummælum sínum sem rakin eru í sjötta kröfuliðnum hafi stefnda, með grófum og saknæmum hætti, ráðist að fjölskyldufyrirtæki sem stefnandi hafi verið aðal barnabókahöfundur hjá auk þess sem hann hafi rekið fyrirtækið á þessum tíma. Með þessu hafi stefnda ráðist að lífsviðurværi ste fnanda. Hún hafi deilt Fa c ebook síðu fyrirtækisins með þeim n greini sem stefnanda sé mjög vafasamur maður sem hafi hrakið barnsmóður sína til að dvelja langtímum saman í athvarfi fyrir konur sem flýja undan ofbeldi maka sinna. Stefnda hafi með þessu hvatt vini sína og vandamenn á samfélagsmiðlinum til að sniðganga vörur frá fyrirtækinu og þannig reynt að valda fyrirtækinu tjóni. Jafnframt hafi stefnda vísað í viðtal Stundarinnar við barnsmóður stefnanda en það sé yfirfull t af röngum sakargiftum, ærume i ðingum og aðdróttunum. Jafnframt vísi stefnda til þess að hún sé með þessum ummælum að hefna sín á stefnanda, þótt alls óljóst sé fyrir hvað hún sé að hefna sín enda þekkist þau ekkert. Sjá megi að fleiri aðilar deildu ummælu m stefndu og gögn málsins sýni að 7 háttsemi stefndu leiddi til tjóns fyrir fyrirtækið þar sem fjölmargir fylgjendur fyrirtækisins yfirgáfu það og hættu að líka við Facebook síðu þess. Stefnandi segir að þó svo stefnda trúi fölskum ásökunum sem á stefnanda eru bornar veiti það henni ekki rétt til að ráðast að honum og lífsviðurværi hans með skipulögðum hætti. Með því að fullyrða að viðtal við barnsmóður stefnanda sem ærumeið ingar í garð stefnanda og um leið að gera ærumeiðingar barnsmóður Stundarinnar sé stefnda að lýsa því yfir að stefnandi sé sá ofbeldismaður sem barnsmóðir hans lýsti í nefndu viðtali. Vísar stefnandi í þessum efnum til forsendna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E - 6882/2019 sem fjallar um grein Stundarinnar. Þar komi fram að ekki verði ráðið af gögnum málsins að fram hafi komið í fjölmiðlaumfjöllun að stefnandi hafi gerst sekur um ofbeldi gagnvart konum. Ekki skipti sköpum að viðtalið við barnsmóðurina þar sem eftir henni voru hafðar ávirðingar um ofbeldi enda hafi stefndi ekki getað treyst því að það sem þar kom væri sannleikanum samkvæmt. Í því sambandi var horft til þess að stefnda mátti vera ljóst af virtum öðrum fréttum sem vörðuðu stefnanda að hann mótmælti slíkum ásökunum sem röngum. Stefnandi byggir á því að með þessari deilingu og ummælum við hana hafi stefnda enn á ný haldið því fram að stefnandi sé ofbeldismaður sem, með ofbeldi og hótunum, hafi hrakið barnsmóður sína í Kvennaathvarfið. Hún haldi því fram að hún hafi upplýsingar sínar beint frá barnsmóður stefnanda og öðru fólki. Ásetningur stefndu hafi verið sá að valda stefnanda sem mestum skaða og skerða um l eið möguleika hans á að afla sér lífsviðurværis. Horfa verði á þessi ummæli, líkt og öll önnur, í heildarsamhengi við önnur ummæli stefndu um stefnanda. Þessi ummæli séu líkt og öll önnur , ósönn og uppspuni frá rótum. Varðandi ummæli n í sjöunda kröfulið b yggir stefnandi á því að stefnda fullyrði enn á ný að hann sé ofbeldismaður sem beitt hafi barnsmóður sína ógnunum og ofbeldi sem leitt hafi til þess að hún þurfti að dvelja mánuðum saman í athvarfi fyrir konur sem flýja ofbeldisfulla maka sína. Ummælin sé u ósönn og vísar stefnandi til þess sem áður er rakið varðandi ummæli í fyrsta kröfuliðnum og þess sem síðar verður rakið. Hvað varðar ummæli n sem fram koma í áttunda kröfulið byggir stefnandi á því að stefnda bæti í árásir sínar og líki bókaútgáfunni Óð insauga, sem hún telji í eigu 8 stefnanda, við fyrirtæki sem nota barnaþræla í framleiðslu sinni eða ástundi hertöku eða illa meðferð á dýrum og / eða fólki. Þetta tengi hún síðan við persónu stefnanda. Slíkar ærumeiðingar og aðdróttanir sem beint var að stef nanda persónulega og lífsviðurværi hans séu alvarlegar og brot gegn almennum hegningarlögum. Stefnda hafi uppi ógeðfelldar og ómaklegar aðdróttanir og samlíkingar sem eigi ekki við nein rök að styðjast. Stefnda fullyrði að stefnandi hafi gerst sekur um alv arlega glæpi sem líkja megi við barnaþrælkun, pyntingar og aðra illa meðferð á fólki, dýrum, náttúru o.fl. Þessi samlíking stefndu sé úr lausu lofti gripin og stefnda hafi ekki haft réttmæta ástæðu til að ganga með þessum hætti fram gegn stefnanda. Af fram göngu stefndu og ummælum hennar verði ekki annað ráðið en að hún hafi það eina markmið að valda stefnanda og fyrirtæki hans, sem hafi útgáfu barnabóka að aðalstarfsemi , sem mestu tjóni. Ásetningur til tjóns verði vart meir i en þetta og hér beri sem fyrr að horfa á ummælin í samhengi við önnur ummæli stefndu, einkum þeirra sem rakin eru undir sjötta kröfu lið. Varðandi ummæli sem koma fram í kröfuliðum 9 og 10 byggir stefnandi á því að stefnda sé enn á ný að fullyrða að hann sé hættulegur ofbeldismaður sem beitt hafi barnsmóður sína og börn ofbeldi á borð við nauðgun, barsmíðar, illa meðferð, ofsóknum og andlegu ofbeldi af öllum gerðum. Með ummælunum fullyrði stefnda að hann hafi gest sekur um þessa glæpi og hún hafi aldrei efast um sekt hans. Stefnda fully rði að stefnandi sé hluti af hættulegu gengi ofbel d ismanna sem gangi um og beit i maka sína og börn viðurstyggilegu ofbeldi. Ásakanir stefndu séu mjög alvarlegar og eigi ekki við rök að styðjast heldur uppspuni frá rótum og þar af leiðandi ósönn. Stefnandi vísar til þess að hann hafi hreint sakavottorð og hann hafi aldrei beitt ofbeldi eða annarri siðferðislega ámælisverðri framkomu. Þvert á mót sé hann hjartahlýr og góður maður, sem helgað hafi líf sitt og starfsframa því markmiði að gleðja börn með skrifum barnabóka. Sem fyrr verði að skoða ummæli stefndu í samhengi. Stefnandi byggir á því að það sem áður er rakið sýni að stefnda, sem hann þekki ekki, hafi viðhaft ærumeiðandi ummæli og aðdróttanir opinberlega og á internetinu auk þess sem hún nafngreini stefnanda ítrekað. Að mati stefnanda eru aðdróttanir stefndu ærumeiðandi en hún fu llyrði að stefnandi hafi gerst sekur um alvarleg brot gegn hegningarlögum auk þess sem hann sé hættulegur og hafi gerst sekur um ámælisverða háttsemi. Jafnframt fullyrði stefnda að hún hafi traustar heimildir fyrir ásökunum sínum þar sem hún þekki barnsmóð ur stefnanda og hafi verið í samskiptum 9 við hana. Stefnandi byggir á því að það sé sérstaklega alvarlegt hvernig stefnda hefur ítrekað og á grófan hátt ráðist gegn lífsviðurværi og fjölskyldufyrirtæki stefnanda. Vegna þessa hafi fyrirtækið orðið fyrir bein u og óbeinu tjóni. Ummæli stefnanda eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum og eru öll til þess fallin að meiða æru stefnanda og valda honum og bókaútgáfunni tjóni. Sú hafi líka orði raunin. Stefnandi heldur því fram að það sé sérlega vítavert af stefndu að viðhafa tilvitnuð ummæli við fréttir víðlesinna vefmiðla og á spjallsvæðum sem eru með þeim fjölmennustu hér á landi. Gera megi ráð fyrir að hundruð ef ekki þúsundir manna lesi þessar fréttir og ummælin við þær. Dreifing ummæla stefndu sé því mun meiri en þar sem einstaklingar deila stöðufærslum á eigin svæði á Facebook og vísar stefnandi hvað þetta varðar t.d. í dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E - 3246/2018. Stefnandi byggir einnig á því að það séu grundvallar mannréttindi að hver sá sem borin er s ökum um refsiverða háttsemi skuli talinn saklaus þar til sekt er sönnuð sbr. 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 2. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Handhafar opinbers valds rannsaki og sæki sakamál og síðan sé það hlutverk dómstóla að dæma um se kt eða sakleysi. Stefnda hafi svipt stefnanda þessum mannréttindum og úthrópað hann sem hættulegan ofbeldismann án þess að hann hafi nokkru sinni verið ákærður fyrir slíka háttsemi. Þetta hafi stefnda gert vísvitandi og af ásetningi enda hafi hún aldrei ví sað í heimildir þegar á hana var gengið með slíkt. Að mati stefnanda fela öll tilvitnuð ummæli í sér ásakanir um refsiverða og siðferðislega ámælisverða háttsemi og þau því til þess fallin að verð a virðingu hans til hnekkis. Stefnda hafi viðhaft ummælin ge gn betri vitund enda hafi hún ekkert tilefni haft til að ætla að ásakanir hennar væru réttar. Hún hafi því gerst brotleg við 2. mgr. 232. gr., 234.gr., 235. gr. og 1. og 2. mgr. 236. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Stefnandi byggir á því að öll um mæli stefndu eigi það sammerkt í fyrsta lagi að í þeim felist að stefnda hafi opinberlega lagt stefnanda í einelti með vísvitandi ósönnum skýrslum sem hafi þann tilgang að lækka hann í áliti almennings, sbr. 2. mgr. 232. gr. almennra hegningarlaga. Í öðru lagi ærumeiðingar í hans garð með móðgunum í orðum eða athöfnum og útbreiðslu slíkra ærumeiðinga, sbr. 234. gr. almennra hegningarlaga. Í þriðja lagi aðdróttanir sem hafi orðið virðingu hans til hnekkis auk útbreiðslu aðdróttanna, sbr. 235. gr. almennra he gningarlaga. Í fjórða lagi ærumeiðandi aðdróttanir sem stefnda hafði frammi eða bar út gegn betri vitund, sbr. 1. mgr. 236. gr. almennra hegningarlaga. Í fimmta lagi aðdróttanir sem stefnda birti 10 og bar út opinberlega án þess að hafa sennilega ástæðu til a ð halda þær réttar, sbr. 2. mgr. 236. gr. almennra hegningarlaga. Stefnandi reisir kröfur sínar á því að ummæli stefndu um hann séu ósönn, tilhæfulaus og borin út gegn betri vitund. Fyrir liggi að stefnda láti sig sannleiksgildi ummæla sinna í léttu rúmi liggja sem endurspeglist í vísvitandi röngum ummælum að æru og mannorði stefnanda sem eigi lífsviðurværi sitt undir mannorði sínu . Stefnda hafi brotið freklega og að tilefn islausu gegn friðhelgi einkalífs stefnanda og fjölskyldu hans en friðhelgin sé varin af 71. gr. stjórnarskrárinnar og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Samkvæmt dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu falli æruvernd undir friðhelgi einkalífs og fjölsky ldu en æruvernd sé tvíþætt annars vegar taki hún til mannlegrar reisnar og sjálfsvirðingar þolanda og hins vegar til orðspors hans út á við. Stefnda hafi með ummælum sínum farið langt út fyrir mörk tjáningarfrelsis síns og því beri að ómerkja þau skv. 1. m gr. 241. gr. almennra hegningarlaga. Stefnandi vísar til þess að hann sé barnabókahöfundur og byggi lífsviðurværi sitt á mannorði sínu og nafni sem slíkur. Mannorð hans hafi verið lagt í rúst af einstaklingum, m.a. stefndu, sem bera á hann rangar sakir o g úthrópa hann á opinberum vettvangi sem ofbeldismann. Æra hans og mannorð hafi af þessum sökum borið mikla hnekki. Bókaútgáfa í eigu fjölskyldu stefnanda hafi einnig orðið fyrir miklum skaða og þá hafi hann ekki getað sinnt starfi sínu sem rithöfundur und anfarin á r vegna vanlíðunar. Ærumeiðingar og aðdróttanir stefndu og annarra aðila hafi ógnað og vegið að möguleikum hans til að afla sér lífsviðurværis. Hann hafi byggt upp nafn sitt sem rithöfundur í meira en áratug en óflekkað mannorð höfundar sé lykill að því að fólk vilji lesa barnabækur eftir þá fyrir börn sín. Það hafi mikil áhrif þegar fólki er talin trú um að stefnandi sé ofbeldismaður. Stefnandi byggir á því að ummæli stefndu hafi haft alvarlegar afleiðingar fyrir sjálfsmynd og líðan hans. Hann up plifi sig atorkulausan, finni fyrir mikilli vanlíðan og skömm yfir því að vera ranglega úthrópaður ofbeldismaður. Ofsóknir og einelti stefndu á hendur honum, án nokkurrar ástæðu, hafi g ert það að verkum að hann hafi, af veikum mætti, verið nauðbeygður til að svara öllum hennar ásökunum og óhróðri í þeim tilgangi að sýna fram á sakleysi sitt. Þá vísar stefnandi til þess að hann eigi dóttur á unglingsaldri sem lesið hafi ærumeiðandi ummæli stefndu um hann. Þau hafi því skaðað saklausan ungling en ekki verði s éð að stefnda hafi látið sig varða áhrifin sem 11 eitruð og ósönn orð hennar kynnu að hafa. Jafnframt hafi foreldrar vinkvenna dóttur hans spurt hann út í ummælin og ásakanirnar og aðrir fjölskyldumeðlimir hafi einnig liðið fyrir þau. Þannig hafi stefnda brot ið freklega gegn friðheldi einkalífs og fjölskyldu dóttur hans sem sé í andstöðu við 71. gr. stjórnarskrárinnar, 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu og 16. gr. Barnasáttmálans. Stefnandi heldur því fram að stefnda hafi vísvitandi og af ásetningi ráðist ge gn fjölskyldufyrirtækinu Óðinsauga með það að markmiði að koma óorði á fyrirtæki ð og takmarka afkomumöguleika stefnanda. Gögn málsins sýni að stefnda hafi viðurkennt annarlegar hvatir sínar svo sem hefnd þrátt fyrir að óljóst sé fyrir hvað stefnda sé að he fna sín. Áróður stefndu hafi haft alvarlegar afleiðingar fyrir stefnanda og fyrirtækið sem hann sé aðal höfundur hjá og andlit þess út á við. Í kjölfar ásakana stefndu hafi fólk verið hvatt til að kaupa ekki bækur af stefnanda eða Óðinsau g a og til þess að fjarlægja bækur stefnanda og fyrirtækisins úr hillum sínum. Stefndi segir að kona hafi í samtali við hann sagst hafa brennt bækur hans. Stefnandi kveðst hafa selt þúsundir barnabóka á ári hverju en nú hafi hann orðið fyrir verulegum skaða. Óðinsauga hafi e innig átt undir högg að sækja. Í fyrsta sinn frá því að það opnaði síðu á Facebook hafi gengið erfiðlega að fá nýja fylgjendur og fjölmargir hafi yfirgefið fyrirtækið. Rithöfundar hafi verið hvattir til að leita til annarra fyrirtækja og áður jákvætt viðho rf þeirra hafi breyst. Áróður stefndu gegn útgefanda og rithöfundi fyrirtækisins hafi því valdið verulegum fjárhagslegum sakaða. Stefnandi byggir á því að stefnda hafi ekki eingöngu tekið þátt í aðför gegn honum á internetinu heldur bersýnilega ýtt undi r frekari árásir með mjög afgerandi og alvarlegum ásökunum í hans garð og vísað í barnsmóður hans sem heimild og um leið vitni að meintu ofbeldi stefnanda gagnvart henni. Hann hafi hætt störfum sem barnabókahöfundur hjá Óðinsauga vegna ærumissis og sé nú í hlutastarfi. Hann sjái, vegna laskaðs mannorðs, takmarkaða möguleika á nýju starfi þrátt fyrir að vera menntaður viðskiptafræðingur. Honum sé nauðsyn að reisa mannorð sitt við , sér í lagi ef hann á að geta haldið áfram að skrifa barnabækur. Því sé mikilvæ gt að ærumeiðingar og aðdróttanir stefndu í hans garð verið dæmdar dauðar og ómerkar. Mannorðsmissir verði hins vegar ekki metinn til fjár og skaðinn sem stefnda hefur valdið honum því óafturkræfur. Hann hafi ekki önnur ráð við að endurheimta mannorð sitt en að höfða mál þetta á hendur stefndu. 12 Stefn an di vísar til þess að ummæli stefndu, sem eins og ítrekað hefur komið fram séu ærumeiðandi og vógu að friðhelgi einkalífs hans og fjölskyldu, séu ólögmæt meingerð i hans garð. Á þeirri meingerð beri stefnda sk aðabótaábyrgð og því beri að dæma hana til að greiða honum skaðabætur sem nemi í ljósi atvika allr i þeirri fjárhæð sem krafist er. Stefnandi reisir kröfu sína um greiðslu 410.000 króna til að standa straum af birtingu dómsins á 2. mgr. 241. gr. almennra h egningarlaga og miðast fjárhæðin við kostnað af heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu. Telur hann að dæma beri stefndu til greiðslu þessa kostnaðar þar sem stefnda hafi viðhaft ummæli sín opinberlega og á vettvangi sem fær mikla athygli og virka þátttöku lese nda. Þannig sé Facebooksíða Fréttablaðsins með um 51.500 fylgjendur, Pírataspjallið með 12.400 fylgjendur og þar eigi sér stað mikil umræða um samfélagsmál. Stefnda hafi sérstaklega notað þessa miðla til að drótta að honum. IV Málsástæður stefndu Stefnda vísar til þess að mikil umræða hafi verið um óvenjulegt forsjármál stefnanda og barnsmóður hans en óumdeilt sé að barnsmóðir stefnanda dvaldi í Kvennaathvarfinu í marga mánuði. Þá hafi hún farið í vital hjá Stundinni í lok desember 2017 og þar grei nt frá ofbeldi stefnanda. Umræð a almennings um málið hafi síðan tengst umræð u um málefni útlen d inga, forsjárdeilur og ætlað kynbundið ofbeldi. Stefnandi hafi, eins og gögn málins sýna, tekið þátt í umræðunni en hann sé í forsvari fyrir hóp karlmanna, svoka umræðunni frá bæjardyrum mæðra sem ásakaðar hafa verið um tálmun. Stefnda vísar einnig til þess að hún sé ekki blaðamaður heldur þátttakandi í almennri umræðu en hún hafi fylgst með forsjármáli stefnanda og tekið þátt í umræðu um það, m.a. á Pírataspjallin u. Stefnda mótmælir því sem ósönnuðu að stefnandi hafi aldrei beitt neinn ofbeldi og hafi ekki sakarferil að baki og vísar til þeirra ályktana sem almenningur gat dregið af umfjöllun fjölmiðla á sínum tíma. Vísar stefnda til þess að í umfjölluninni hafi k omið fram upplýsingar um dvöl barnsmóður stefnanda í kvennaathvarfi, vísun hennar til andlegs ofeldis og þess að hún hafi kært stefnanda. Stefnda byggir á því að 13 öll hennar ummæli hafi það sammerkt að fela í sér þátttöku í þjóðfélagsumræðu. Þá feli þau í s ér endursögn, gildisdóma og andsvör við þátttöku stefnanda sjálfs í umræðunni. Öll hennar ummæli rúmist innan tjáningarfrelsis hennar sbr. 73. gr. stjórnarskrárinnar og 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Stefnda byggir á því að ummæli hennar hafi verið hluti af þjóðfélagsumræðu. Af dómafordæmum Mannréttindadómstóls Evrópu og Hæstaréttar megi ráða að óheimilt sé að meta ummæli stefndu einangrað og án þess að gæta að samhengi ummælanna í þeirri umræðu sem þau féllu . Ummæli hafi öll fallið í stærri umfjöll un en stefnandi leggi eingöngu fram hluta af hverjum þræði fyrir sig. Stefnda heldur því fram að meta verði tengsl ummæla hennar við almenna þjóðfélagsumræðu um stöðu og réttindi útlendinga á Íslandi, forsjárdeilur og ætlað kynbundið ofbeldi gagnvart kon um. Umræða um þessi mál hafi verið áberandi undanfarin ár. Stjórnmálaumræða hafi verið túlkuð vítt af Mannréttindadómstól Evrópu o g litið svo á að hún taki til allrar umræðu um þjóðfélags - og samfélagsleg málefni. Umræða um kynbundið ofbeldi á heimilum og umræða um stöðu útlendinga á Íslandi eigi erindi til almennings. Hér bendir stefnda á að ummæli hennar hafi verið - Ummæli hennar hafi því verið hluti af samfélagslegri umfjöllum um framangreind málefni. Stefn da byggir einnig á því að umræðu um réttindi erlendra kvenna sem kljást við opinberar stofnanir skuli l j áð aukin vernd enda hafi þær eðli máls samkvæmt veikari rödd en aðrir í samfélaginu. Því eigi slík umræða sérstakt erindi til almennings, sbr. t.d. dóm MDE 29032/95. Fjölmiðlar hér á landi hafi ítrekað fjallað um mál stefnanda og forræðisdeilur almennt og hann og barnsmóðir hans tekið þátt í þeirri umræðu. Ritstjórnir fjölmiðlanna hafi því lagt mat á hv aða erindi umræðan á til almennings og talið rétt að upplýsa almenning um málið. Á þeim tíma sem ummæli stefndu féllu hafi verið í gangi rannsókn vegna kæru barnsmóður stefnanda gagnvart honum og þau átt í forsjárdeilu fyrir dómstólum. Hún hafi látið ummæli sín falla sem stuðning við barnsmóður stefnanda, ko nur af erlendum uppruna og konur sem verða fyrir kynbundnu ofbeldi. Stefnandi hafi hafnað ásöknunum um ósæmilega háttsemi , sett fram einhliða málflutning um forsjármál sitt og sakað barnsmóður sína um lygar og rangar sakargiftir. Þetta hafi kallað á an d svö r sem stefnda hafi talið rétt að bregðast við enda hafi barnsmóðir stefnanda ekki getað varið sinn málsstað vegna tungumálaörðugleika. Því sé ótækt að takmarka tjáningarfrelsi hennar við þessar 14 aðstæður og slíkt myndi leiða til þess að færri myndu styðja f órnarlömb heimilisofbeldis. Stefnda reisir málatilbúnað sinn einnig á því að stefnandi hafi verið virkur þátttakandi í umræðunni um forsjármál hans sem hófst með vi ð tali Stundarinnar við barnsmóður stefnanda. Heldur stefnda því fram að hún hafi ekki verið upphafsmaður umræðunnar um hegðun stefnanda gagnvart konum og meint ofbeldi hans. Hún hafi því leiðst inn í umræðu sem þegar var í gangi og stefnandi hafi mátt búast við að þátttöku hans yrði svarað . Skoða verði ummælin í samhengi við háttsemi og framkomu stefnda samkvæmt fréttaflutningi í garð barnsmóður hans. Þetta hafi kallað á viðbrögð almennings og fjölmiðla. Heldur stefnda því fram að tjáningarfrelsi, þ. á m. harkaleg gagnrýni sé rýmri þegar aðilar hafi viðhaft ámælisverða háttsemi og vísar í þeim ef num til dóms H æstaréttar í máli nr. 215/2014 og dóms MDE 44081/13. Telur ste f nda sig ekki hafa vegið að æru stefnanda umfram það sem tilefni var til að teknu tilliti til háttsemi stefnanda. Jafnframt skipti máli að stefnandi steig sjálfur fram í umfjöllun um réttindi feðra almennt og gagnrýndi hann brotalamir kerfisins, sbr. MDE 41 987/13. Eðlilegt hafi því verið að ganga nær stefnanda en ella þar sem hann var í forsvari fyrir hóp sem gagnrýnir tálmun mæðra en var svo sjálfu r k ærður af barnsmóður sinni fyrir ofbeldi. Stefnda byggir einnig á því að ummæli hennar hafi byggst á ályktun af gögnum og þau feli í sér endursögn og gildisdóm. Ummæli hennar eigi sér stoð í staðreyndum og byggi á skilningi hennar á fjölmiðalumfjöllun og f rásögn annarra. Hún mótmæli þ ví fullyrðingum stefnanda í þá veru að ummæli hennar eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Hið gagnstæða megi álykta af fréttaflutningi og mati sérfróð ra aðila. Horfa verði til þess að barnsmóðir stefnanda haf ði kært hann til lögreglu vegna ofbeldis og þess að hún dvaldi í Kvennaathvarfinu . Þá hafi stefn an di sjálfur lagt fram sk j al sem sýnir vinkonu barnsmóður stefn an da kalla ð hann abusive . Af þessu megi ráða að ályktanir og gildisdómar stefndu eigi sér stoð í raunveruleikanu m . Stefnda vísar einnig til þess að stefnandi hafi sjálfur notað orðið ofbel d ismaður um sig en það hafi hann gert þegar hann vísaði til lýsinga og ásakana barnsmóður sinnar gagnvart sér. Þetta verði til þess að heimild til tjáningar annarra um málefni hans víkki út en ummæli stefndu séu andsvör í umræðu. Taka verði tillit til sjónarmiða um þátttöku í opinberri umræðu og til þess að um endursögn úr fjölmiðlum var að ræða. 15 Stefnda byggir á því að hún hafi verið í góðri trú um sannleiksgildi fréttaflutningsin s og mátt vera þar, þar sem hún hafi treyst því að um vandaða umfjöllun hafi verið að ræða í samræmi við ritstjórnarstefnu miðlanna . Hér eigi því við sjónarmið um góða trú hvort sem ummæli hennar verði talin gildisdómar eða staðhæfingar um staðreyndir. Ste fnda byggir á því að fleiri en hún hafi dregið sömu ályktun og hún ger ði og vísar í því samhengi til dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í forsjármáli stefnanda og barnsmóður hans. Í þeim dómi komi fram að stefnandi hafi verið vanstilltur, óþolinmóður og yfirgangs samur og ekki tekið leiðsögn. Við skýrslugjöf hafi hann átt erfitt með að halda aftur af or ð ræðu sinni og ekki gefið túlki færi á að sinna hlutverki sínu o.fl. Þrátt fyrir að Landsréttur hafi síðar gert athugasemdir við orðalag dómsins hafi þar setið sérfr óðir aðilar og þeir dregið sam b ærilega ályktun og stefnda af háttsemi stefnanda. Háttsemin hafi raunar verið í samræmi við frásögn barnsmóður stefnanda í fjölmiðlum. Þetta styðji því ályktanir og gildisdóma stefndu en stefnandi hafi ekkert lagt fram sem sý ni hið gagnstæða. Auk þessa feli ummæ l i stefndu í sér endursögn orðróms og hvað það varðar vísar stefnda til vísireglna Mannréttindadómstóls Evrópu og íslenskrar dómaframkvæmdar, t.d. MDE 13778/8, 42864/05 og 19983/92 og dóma Hæstaréttar Íslands í málum nr . 272/2000 og 103/2014. Stefnda byggir á því að ummæli hennar séu ályktanir og gildisdómar sem henni hafi ve r ið frjálst að viðhafa. Með vísan til þeirra sjónarmiða njóti þau aukinnar verndar en óheimilt sé að takmarka tjáningu gildisdóma. Mannréttindadóm stóll Evrópu hafi kveðið á um aukna vernd gildisdóma sem te l jist harkalegir þegar aðstæður kalli á slíka orðræðu. Gildisdómar sem mögulega megi fella undir refsilagákvæði njóti einnig verndar sbr. MDE 19983/92, 65518/01 og 4678/07. Jafnframt vísar stefnda til þess að hún hafi verið í góðri trú um sannleiksgildi ummæla sinna. Hún haf i sýnt fram á tilefni ummælanna og á hverju þau byggja en hún beri enga sérstaka rannsóknarskyldu né sönnunarbyrði um sannleiksgildi ummælanna. Varðandi einstök ummæli vísar ste fnda til þess að ummæli hennar í fyrsta kröfulið hafi komið fram í stjórnmálaumræðu á Pírataspjallinu. Ráða megi að þar sé verið að fjalla um forsjármál og þar segi stefnandi að sum kerfi sé hægt að misnota en og segi frá því kveðst hafa brugðist við ummælum stefnanda en þarna hafi hann sjálfur opnað á 16 umræðu um eigin mál. Hún ga ngi ekki lengra en stefnandi með því að svara honum á mánuðum saman í Stefnda heldur því fram að ummæli hen n ar feli í sér endursögn á fyri r liggjandi opinberum upplýsingum, þ. á m. úr viðtali við barnsmóður stefnanda, og gangi ekki lengra en heimilt sé í slíkri umræðu og andsvari við ummæl um stefnanda. Ummæli hennar hafi ekki verið meiðandi heldur varfærnislega orðuð endursögn og almenn ályktun. Stefnda vísar til þess að ummæli n í öðrum kröfulið s éu einnig sett fram á Pírataspjallinu og vísar til sömu sjónarmiða og rakin eru varðandi ummæli 1. Hún sé ekki að svara stefnanda heldur öðrum aðila. Þessi umræða tengist # d addy t oo hópnum sem fengið hafi töluverða gagnrýni . Ummæli hennar feli ekki í sér meiðyrði í garð stefnanda enda fjalli þau ekki um hann. Hún sé með ummælum sínum að gagnrýna me ðlimi hópsins almennt en vísi jafnframt til þess að sumir innan hópsins ráðist með ljótum orðum að barnsmæðrum sínum. Hluti barnsmæðranna geti ekki varið sig og aðrar séu hræddar vegna ofbeldis og um það verði ekki deilt. Bendir stefnda á að stefnandi hafi ítrekað kallað barnsmóður sínar barnaræningja . Jafnframt vísar hún til þess að börnum bregði við það að mæður þeirra séu kallaðar tálmunarmóðir . Stefnda hafnar því alfarið að þessum ummælum hafi verið beint til stefnanda og hann eða aðrir hafi ekki ha ft ástæðu til að tengja ummæli hennar við stefnanda. Stefnda byggir á því að ummæli hennar sem rakin eru í þriðja kröfulið og sett voru fram í athugasemdakerfi Fréttablaðsins hafi verið í samtali hennar og stefnanda. Hún hafi þar m.a. verið að svara fully rðingum stefnanda sem hafi sagt að Kvennaathvarfið hafi tekið beinan þátt í mannorðsmorði gagnvart honum. Stefnandi hafi mátt búast við að fullyrðingu hans yrði svarað og viðbrögð stefndu rúmist innan þess sem tjáningarfrelsi hennar heimili. Hún hafi sag t að hún hafi tengsl við barnsmóður stefnanda og hafi aðstoðað hana. Slík fullyrðing teljist ekki meiðandi í óhróður eða svívirðing og níðgreinar því neikvæð eða niðrandi skrif í garð annars. Með því að svara ásökunum stefnanda um að Kvennaathvarfið hafi tekið þátt í samsæri gegn honum vísi stefnda til þess að stefnandi hafi sjálfur gerst sekur um margar níðgreinar gegn barnsmóður sinni. Hún vísi augljóslega til þess að stefnand i hafi ítrekað viðhaft niðrandi ummæli í garð barnsmóður sinnar, m.a. með því að halda 17 því fram að hún sé barnaræningi. Þá leyfi framganga stefnanda að ge n gið sé að honum í umfjölluninni. Stefnda heldur því fram að þó svo hugtakið níðgreinar væri skilgre int með þeim hætti sem stefnandi telji rétt sé hér um endursögn úr fjölmiðli að ræða. Hún gangi skemur og noti nefnt hugtak um háttsemi stefnanda frekar en t.d. ofbeldi áður en að hún segi að barnsmóðir hans hafi búið í Kvennaathvarfinu af hans völdum . Það sé staðreynd að barnsmóðir stefnanda bjó í athvarfinu vegna dómsmáls þeirra enda þótt deilt sé um hvort það hafi eingöngu verið vegna dómsmálsins eða einnig vegna ofbeldis stefnanda. Hún spyrji síðan að lokum hvort ásakanirnar séu rangar og hver hafi feng ið fullt forræði bar ns þeirra. Stefnda byggir á því að hugtakanotkun hennar hafi ekki gengið lengra en tilefni var til eftir að stefnandi hafði hafið umræðu í þá veru að samsæri væri í gangi gegn honum og hann þannig gefið færi á um fjöllun um sín persónulegu mál. Þó svo skilningur stefnanda væri lagður í hugtakið níðgreinar er það hugtak víðtækt og mátti stefnda hafa skoðun og álykta út frá staðreyndum málsins að í háttsemi stefnanda fælist einhverskonar níð gegn barnsmóður hans. Þ etta sé gildisdómur , lýsingarorð sem notað er yfir ályktun stefndu af fyrirliggjandi staðreyndum og óheimilt sé að takmarka slíka tjáningu. Í þessu efni bendir stefnda á að í dómsmáli stefnanda og barnsmóður, þar sem sátu sérfróðir meðdómsmenn, hafi komið fram að stefnandi væri stjórnsamur, ógnandi og ætti e r fitt með að halda aftur af orðræðu sinni. Henni hafi verið heimilt að álykta á þá leið sem hún gerði út frá fyrirliggjandi upplýsingum í andsvari við ásökunum sem stefnandi setti fram. Varðandi ummælin í fjórða kröfulið vísar stefnda til þess sem áður er rakið varðandi Pírataspjallið þar sem ummælin birtust. Stefnda kveður nafngreindan mann hafa hafið umræðuna og merkt þingmann Pírata og óskað eftir svörum varðandi grein um ofbeldi gegn konum. Þetta sýn i að umræðan er liður í stjórnmála - og þjóðfélagsumræðu. Stefnda telur að ummæli vanti í umræðuna en þó megi ráða að stefnandi hafi verið þátttakandi í henni áður en hún lét sín ummæli falla. Stefnda byggir á því að hún hafi með ummælum sínum leiðrétt stef nanda á þá leið að hann hafi sjálfur nafngreint sig og farið í stríð gegn mannorði barnsmóður sinnar. Þessi ummæli geti ekki talist meiðandi í garð stefnanda enda leiðrétting á rangfærslum og umfjöllun um staðreyndir en fyrir liggi að stefnandi hafi fjalla ð um persónu 18 Ummæli n í fimmta kröfulið hafi einnig fallið á Pírataspjallinu og vísar stefnda hvað það varðar til þess sem áður er rakið. Þar hafi átt sér stað almenn umræða um það að konum sem greina f rá ofbeldi sé trúað og slík þjóðfélagsumræða hafi átt sér stað um árabil. Þessi tiltekna umræða hafi verið víðtæk og almenn en ekki einungis um mál stefnanda. Stefnda lýsir því að í þessari umræðu hafi hún lýst því að hún stæði við fyrri orð sín í þá veru að konur búi ekki í Kvennaathvarfinu í marga mánuði ef engin ógn er til staðar. Með þessu sé hún að lýsa þeirri skoðun sinni að rétt sé að trúa konum sem dvelja til lengri tíma í Kvennaathvarfinu enda geri það enginn að gamni sínu. Svo virðist sem stefnand i hafi skilið ummæli stefndu þannig að hún legði trúnað á frásögn barsmóður stefnanda sem m.a. kom fram í Stundinni. Stefnda byggir á því að ummæli hennar hafi verið gildisdómur eða skoðun hennar út frá fyrirliggjandi staðreyndum en ekki meiðyrði gegn stef nda. Slík ályktun myndi lama umræðu um mikilvæg þjóðfélagsmál og bryti gegn tjáningarfrelsi hennar og færi gegn dómafordæmum MDE og Hæstaréttar Íslands, t.d. MDE 41987/13. Varðandi ummælin í sjötta kröfulið byggir stefnda á því að þau hafi verið látin fal la á persónulegri síðu hennar á Facebook og 11 manns hafi deilt henni og því hafi færslan nánast enga útbreiðslu fengið. Horfa verði til þessa sbr. t.d. dóma MDE í málum 10692/09 og 3877/14. Í þessu tilviki hafi hún deilt títtnefndri umfjöllun Stundarinn ar og tjáð þá skoðun sína að fólk sem versli við fyrirtækið Óðinsauga megi vita við h vern það er að versla. Hér hafi verið um að ræða endursögn úr fjölmiðlum og hún hafi verið í góðri trú um sannleiksgildi þeirrar frásagnar. Stefnda vísar til þess að hin s íðari ár hafi umræða um fyrirtæki, samfélagsábyrgð þeirra, gagnsæi um eigendur og kröfur um háttsemi fólks færst í aukana. Þetta hafi verið liður í slíkri umræðu sem snúist hafi um að barnsmóðir stefnda búi í Kvennaathvarfinu og hafi sætt ofbeldi af hálfu stefnanda í fjölmiðlum. Ásakanir hannar séu liður í þjóðfélagsumræðu og eigi erindi til almennings. Ekki sé nokkurt tilefni til að takmarka slíka tjáningu. Stefnda bendir á að í ummælum hennar sé ekki vísað til þess að stefnandi sé ofbeldismaður eða að han n hafi beitt n o kkurn ofbeldi. Þvert á móti sé vísað til staðreynda og lesendum falið að draga ályktanir af þeim . Hún hafi vísað til þeirrar staðreyndar um dvöl barnsmóður stefnanda í Kvennaathvarfinu og þess að stefnandi hafi farið mikinn í ummælum sínum u m stefndu og aðra sem hann nefni öfgafemma en þetta sé einnig óumdeilt. Stefnda andmælir fullyrðingum stefnanda sem fram koma í stefnu um ætlaðar ályktanir þriðju aðila af færslu hennar. Þær ályktanir byggi á 19 frásögn barnsmóður stefnanda í Stundinni og u pplifun þeirri sem hún þar lýsir. Í þeirri blaðagrein sé stefnandi sakaður um ofbeldi en ekki í færslu stefndu. Stefnda byggir á því að henni hafi verið frjálst að taka þátt í opinberri umræðu um frétt sem þá þegar hafði verið birt með því að deila henni. Auk þess hafi hún haft fyrirvara í færslunni með þeim hætti að hún væri smá hefnigjörn og því ljóst að færslan hafi litast af skoðunum eða gildisdómum hennar. Hitt sé annað mál ef frásögn barnsmóður stefnanda er ekki rétt og það varði ekki stefndu sem má tti trúa frásögn barnsmóðurinnar en aðir en hún hafi dregið sömu ályktun þ. á m. sérfróðir aðilar. Stefnda byggir á því að ummæli hennar sem fram koma í kröfuliðum 7 og 8 hafi verið sett fram í ei n kaskilaboðum á Facebook og engin skilyrði séu til þess að t akmarka slíka tjáningu. Því skorti frumskilyrði takmörkunar tjáningar skv. 73. gr. stjórnarskrárinnar um lagaboð. Engin birting hafi átt sér stað og takmörkun tjáningar með þeim hætti sem hér átti sér stað brjóti gegn meðalhófi og varhugavert sé að takmark a heimildir einstaklinga til samtala sín á milli. Auk þess hafi hún verið að lýsa þeirri staðreynd að barnsmóðir stefnanda búi í Kvennaathvarfinu og að hún telji að það hafi áhrif á hvar menn kaupi vöru og þjónustu. Ummælin hafi því ekki verið meiðyrði í g arð stefnanda. Stefnda kveður ummæl um hennar í kröfulið 9, sem birtust á Pírataspjallinu, ekki beint að stefnanda þótt hann hafi tengt sig við þau. Byggir stefnda á því að hún hafi þar lýst þeirri skoðun sinni að hún hefði ekki samúð með ofbeldismönnum innan hópsins DaddyToo og taki skýrt fram að þau eigi ekki við um alla meðlimi þess hóps. T elur stefnda að það hljóti að vera almenn og útbreidd skoðun að fólk hafi litla þolin m æði fyrir ofbeldismönnum innan hópsins og henni sé heimilt að hafa þá skoðun. Því séu ekki skilyrði til að takmarka þessa tjáningu hennar, hvað þá að stefnandi eigi kröfu veg n a þeirra. Stefnda telur framsetningu kröfu stefnanda í þessum lið ranga en hann setji saman tvenn ummæli sem ein. Í raun hafi seinni hluti setningarinnar komið fram í annarri athugasemd í framhaldi af því að stef n andi spyrji sjálfur nánar út í ummælin og tengi sig þannig við umræðuna. Hún hafi svarað í annarri athugasemd að einstaka aðilar innan DaddyToo hópsins en ekki allir hafi beitt ofbeldi gegn konum og börnum. Því verði ekki séð að ummælin geti talist meiðyrði í garð stefnanda og raunar hafi hú n nefnt sem dæmi ofbeldi gegn börnum og nauðganir en hún viti ekki til þess að stefnandi hafi verið sakaður um slíkt. Stefnda segir því undarlegt að stefnandi telji ummælin eiga við um hann og mótmælir hún því 20 sem röngu. Hún hafi verið að nýta rétt sinn ti l tjáningar og lýst skoðun sinni á hóp i sem hafi mikið verið til umfjöllunar en óumdeilt sé að slíkar ásakanir hafi komið fram á meðlimi hópsins en ekki a lla og það taki hún skýrt fram. Varðandi ummælin í kröfulið 10 segir stefnda að þau komi fram í sömu f ærslu og ummælin á undan og þar vanti hluta umræðunnar. Ráða megi að önnur kona ásakar stefnanda um að vera þekktan ofbeldismann. Stefndi hafi síðan í umræðunni spurt stefndu hvort hann væri þekktur ofbeldismaður og um leið fullyrt að barnsmóðir hans hafi ranglega ásakað hann um ofbeldi. Hún hafi þá svarað því til að hann sé hluti ofbeldishópsins innan DaddyToo . Hún hafi með þessu verið að svara ítrekuðum athugasemdum stef n anda um hópinn, þ. á m. ætluðum rangfærslum barnsmóður sinnar og hann því kallað á þessi andsvör. Af heildars a mhenginu megi ráða að hún sé að vísa til víðtækrar flokkunar hennar sem áður hafði komið fram um ofbeldismenn innan hópsins. Hún hafi m.a. vísað til einstaklinga sem ráðast á barnsmæður sínar með orðum. Af tiltækum gögnum t.d. gr ein Stundarinnar hafi ályktun hennar haft næga stoð í staðreyndum í skilningi dómaframkvæmdar Mannréttindadómstóls Evrópu. Þá verði að líta á þátttöku stefnanda sjálfs í umræðunni. Stefnda byggir á því , varðandi ummælin almennt , að óheimilt sé að túlka þau gagngert til að takmarka stjórnarskrárvarða heimild hennar til tjáningar. Ummælin verði ekki túlkuð þannig að þau réttlæti takmörkun á tjáningu hennar en til þess þurfi að túlka 73. gr. stjórnarskrárinnar þröngt. Þvert á móti beri að túlka nefnt ákvæði ví tt með vísan til hlutverks tjáningarfrelsis í lýðræðissamfélagi. að fallast á kröfur stefnanda, sbr. t.d. MDE 43380/10. Auk þess væri um að ræða brot gegn meðalhófi. Hér skipti engu þótt stefnandi hafi móðgast vegna ummæla hennar og raunar beri að veita ummælunum aukna vernd sbr. t.d. síðastgreindan dóm. Hvað varðar kröfu stefnanda um miskabætur byggir stefnda á því að skilyrði til greiðslu slíkra bóta eftir ákvæðum 26. gr. skaðabótalaga séu ekki til staðar. Jafnframt hafnar stefnda því að 8. og 13. gr. mannréttidasáttmála Evrópu feli í sér sjálfstæðar bótareglur sem uppfylltar séu í máli þessu. Auk þess sé þessi málsástæða stefnanda vanreifuð. Fjárhæð kröfu stefnanda mótmælir stefnda sem óhóflegri og ósamrýmanlega dómaframkvæmd. Kröfur stefnanda séu órökstuddar og uppfylli ekki skilyrði skaðabótaréttar um sönnun, einkum varðandi orsakatengsl og umfang ætlaðs tjóns. 21 Stefnda hafnar því að hún hafi brotið gegn friðhelgi einkalífs stefnanda með ummælum sínum og bendir á að fjöldi fjölmiðla hafi talið efnið átt erindi til almennings. Stefnandi hafi sjálfur lýst í smáatriðum hvað málið varðaði í fréttum og í athugasemdum við þær og tilefni hafi verið fyrir st efndu að bregðast við. Stefnda telur engin efni til þess að mannorð stefnanda njóti frekari verndar en mannorð annarra sökum þess að hann sé barnabókahöfundur vegna þess að neikvæð umfjöllun um hann hafi áhrif á tekjumöguleika hans. Stefnandi hafi sjálfur komið forsjármáli sínu í sviðsljósið og því njóti hann ekki ríkari verndar en aðrir og raunar hafi honum borið að gæta að sér vegna eigin markaðssetningar. Hafi stefnandi orðið fyrir tjóni byggir stefnda á því að tjónið verði ekki rakið til ummæla hennar o g vísar í því samhengi til þess að stefnandi hafi höfðað mál gegn fjölda einstaklinga vegna umfjöllunar um hann. Stefnda byggir á því að orsakatengsl séu ekki milli ummæla hennar og ætlaðs tjóns stefnanda enda hafi stefnandi sjálfu r tekið þátt í umræðunni. Stefnda mótmælir því sérstaklega að orsakasamband sé milli ummæla hennar og sölutjóns á bókum stefnanda eða þess að hann treysti sér ekki til bókaskrifa. Slíkt sé langsótt og ósannað. Þá bendir stefnda á að bókaútgáfan Óðinsauga sé ekki aðili að málinu og stefnandi ekki eigandi þess. Mótmælir stefnda því sérstaklega að tjón annarra en stefnanda komi til skoðunar enda aðrir en hún og stefnandi ekki aðilar að máli þessu. Stefnda byggir einnig á því að horfa verði til þess að margir hafa fjallað um málefni st efnanda og svo virðist sem hann blandi saman umfjöllun fjölmiðla og ummælum stefndu þegar hann reynir að sýna fram á orsakasamheng i varðandi ætlað tjón. Að mati stefndu er líklegra að umfjöllum fjölmiðla, lýsingar barnsmóður stefnanda, opinber þátttaka stefnanda í umræðu um umdeild málefni og umfjöllum um umdeildar ákvarðanir stefnanda og bókaútgáfu hans hafi haft áhrif á meint sölutap. Stefn an di verði að sanna orsakatengsl en það hafi honum ekki tekist. Stefnda hafnar því að hún hafi tekið þátt í aðför gegn stefnanda á internetinu og að hún hafi ýtt undir árásir gegn honum. Hvað varðar dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E - 6882/2019 sem stefnandi vísi til og telji að hafi gildi á grundvell i 4. mgr. 116. gr. laga um meðferð einkamála bendir stefnda á að Landsréttur hafi veitt leyfi til áfrýjunar dómsins. Kveður hún réttinn hafa gert það á grundvelli þess að í forsendum héraðsdóms sé mat sem brjóti gegn dómaframkvæmd íslenskra dómstóla og Mannréttindadómstóls Evrópu um takmörkun tjáningar. Tilvitnaður hér aðsdómur hafi því ekkert gildi í máli þessu. 22 Stefnda andmælir því sérstaklega að tilefni sé til að dæma hana til greið sl u á kostnaði við birtingu dóms auk þess sé umkrafin fjárhæð allt of há. Loks andmælir stefnda kröfu stefnanda um dráttarvexti og telur a ð miða skuli þá við þingfestingardag en ekki þann dag er stefna var birt . V Niðurstaða Líkt og að framan er rakið snýst mál þetta um tilvitnuð ummæli sem stefnda lét falla í garð stefnanda en hann krefst ómerkingar á þeim. Ummælin í kröfuliðum 1, 2, 4, 5, 9 og 10 birtust á svokölluðu Pírataspjalli á Facebook en ætla má að þar hafi á þessu tíma verið um 13.000 meðlimir . Ummælin í kröfulið 3 birtust í athugasemdakerfi frettabladsins.is. Ummælin í kröfulið 6 setur stefnda fram með deilingu á Facebooksíðu Óðins auga en ummælin í kröfuliðum 7 og 8 eru einkaskilaboð stefndu á Facebook. Stefnandi byggir á því að stefnda hafi með ummælum sínum, opinberlega sakað hann um refsiverða og siðferðilslega ámælisverða háttsemi sem varði við almenn hegningarlög einkum 217. g r. , 218. gr. og 218. gr. b . Jafnframt hafi stefnda í sumum t i lvikum gef ið honum að sök refsiverða og siðferðilega ámælisverða háttsemi sem er til þess fallin að verða virðingu hans til hnekki s en það varði við XXV kafla almennra hegningarlaga. Stefnda hel dur því fram að ummæli hennar njóti verndar 73. gr. stjórnarskrárinnar og 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu auk þess sem hún hafi verið í góðri trú og byggt ummæli sín, sem séu gildisdómar, á fréttaumfjöllun og könnun sinni á atvikum. Hér sem endranær í málum af þessum toga vegast á réttur stefnanda til æruverndar og tjáningarfrelsi stefndu. Æra manna er vernduð í 235. gr. almennra hegningarlaga sem lýsir refsivert að drótta að öðrum manni einhverju því sem verða myndi virðingu hans til hnekkis eða bera slíka r aðdróttanir út. Í 1. og 2. mgr. 236. gr. laganna er kveðið á um að það sé refsivert að bera slíka aðdróttun út opinberlega eða gegn betri vitund. Þá er í 241. gr. laganna mælt fyrir um að í meiðyrðamáli megi dæma óviðurkvæmileg umm æli ómerk ef sá sem misgert er við krefst þess. Heimild til að láta þann sem ber ábyrgð á ólögmætri meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu annars manns greiða skaðabætur er að finna í b. lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga. Tjáningarfrelsi er verndað með 2. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar en þar kemur fram að hver maður eigi rétt á að láta í ljós hugsanir sínar en ábyrgjast verði hann þær 23 fyrir dómi. Í 3. mgr. greinarinnar er kemur fram að tjáningarfrelsi megi aðeins setja sk orður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum. Vafalaust er að nefnd ákvæði almennra hegningar - og skaðabótal a g a fela í sér lögbundna takmörkun á tjáningarfre ls i í þágu réttinda eða mannorðs annarra í skilningi 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar , sbr. og 2. mgr. 10. gr . mannréttindasláttmálans. Við mat á því hvort ummæli stefndu teljist refsiverð móðgun eða aðdr óttun í skilningi 234. og 235. gr. almennra hegningarlaga verður, þegar horft er til dómaframkvæmdar Hæstaréttar Íslands og Mannréttindadómstóls Evrópu, m.a. að líta til samhengisins sem ummælin voru sett fram í og meta þau heildstætt. Jafnframt verður að skera úr um það hvort í ummælunum fólst gildisdómur eða staðhæfing um tiltekna staðreynd og þess hvort ummælin áttu sér st o ð í gögnum eða hvort í þeim fólst endursögn . Dómaframkvæmd bendir til að ummæli eru fremur talin til gildisdóma þegar þau eru liður í mikilvægri þjóðfélasumræðu. Gildisdóm er ekki unnt að sanna þótt gera verði þá kröfu, misríka eftir aðstæðum, að sýnt sé að hann eigi sér einhverja stoð í staðreyndum. Þegar um staðhæfingu um staðreynd er að ræða, sem unnt á að vera að sanna, gilda misrík ar sönnunarkröfur eftir atvikum og eðli máls en í tilvikum þar sem erfitt er að koma við sönnun er gjarnan litið til þess hvort viðkomandi hafi verið í góðri trú um réttmæ t i ummæla sinna er hann lét þau falla . Tilgangur ummæla getur líka skipt máli svo og hvort þau eru innlegg í þjóðfélagsumræðu um mikilvæg mál sem eigi erindi til almennings. Um þátttöku í slíkri umræðu gildir almennt rúmt tjáningarfrelsi. Fallast verður á með stefndu að umræða um málefni útlendinga, forsjárdeilur og ætlað kynbundið ofbeldi séu mikilvæg málefni sem eðlilegt er að um sé rætt. Áður er að því vikið að allnokkur umræða átti sér stað um forsjárdeilu stefnanda og barnsmóður hans en deila þeirra varð fyrst opinber eftir viðtal við barnsmóðurina birtist í Stundinni í lok árs 201 7 , þar sem hún m.a. sakaði stefnanda um ofbeldi . Stefnandi blandaði sér í umræðuna og bar af sér sakir um leið og hann bar barnsmóður sína sökum. Þá tók stefnandi einnig þátt í umræðu um forsjármál, tálmanir o.fl. sem em stofnaður va r í þeim tilgangi að standa vörð um réttindi barna til að umgangast forsjárlausra feður sína og gegn tálmunum mæðra . 24 Með þátttöku sinni í umræðunni mátti stefnandi gera ráð fyrir því að honum yrði svarað og að hann þyrfti að sæta því að tján ingarfrelsi um hann sé rýmra en ella gerist. Stefnda ber fyrir sig að hún hafi verið í góðri trú um sannleiksgildi ummæla sinna en hún heldur því fram að hún hafi tengsl við barnsmóður stefnanda og að hún hafi aðstoðað hana. Fyrir dóminum bar stefnda að h ún hefði hitt barnsmóður stefnanda stuttlega einu sinni en hvað aðstoðina varðar þá var hún fólgin í samtölum við ótilgreint fólk í sendiráðum án vitneskju barnsmóður stefnanda. Ekkert bendir því til þess að stefnda hafi haft frekari upplýsingar um málefni barnsmóður stefnanda en þær sem fram komu í viðtölum við barnsmóðurina. Með því að segjast hafa meiri upplýsingar en hún raun hafði eykur stefnda á trúverðugleika ummæla sinna í augum lesenda og verður að horfa til þessa þegar mat er lagt á góða trú stefn du. VI Verður nú vikið að einstökum ummælum sem krafist er ógildingar á og allt framangreint haft í huga þegar leyst er úr því hvort fallast beri á kröfu stefnanda um ógildingu þeirra. Ummæli stefndu sem rakin eru í kröfuliðum 1 og 5 eiga það sameiginlegt að þar segir stefnda að barnsmóðir stefnanda hafi búið í Kvennaathvarfinu mánuðum sama n . Fyrstu ummælin ritar stefnda á Pírataspjallið í mars 2018. Af þeim hluta umræðunnar, sem fleiri en stefnandi og stefnda t óku þátt í, verður rá ðið að stefnandi lýsir þeirri skoðun sinni að ótækt sé að órökstudd ásökun foreldris leiði til þess að barni sé kippt út úr lífi hins foreldrisins. Þessu svarar stefnda með þeim orðum sem krafist er ógildingar á. Ummælin í kröfulið 5 eru sett fram á sama m iðli í nóvember 2018 og í umræðu svipaðri þeirri sem áður er vikið að . Í ljósi samhengis ummæla stefndu við þá umræðu sem átti sér stað um forsjármál stefnanda og ásakanir barnsmóður hans og dvöl hennar í Kvennaathvarfinu í marga mánuði er að mati dómsins ekki í því samhengi sem þau eru í báðum tilvikum rituð á annan veg en þann að hún sé með þeim að saka stefnanda um ofbeldi af einhverju tagi í garð barnsmóður hans. Með þessu sakar stefnda stefnanda um refsiv erða háttsemi gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni sem samkvæmt 218. gr. b almennra hegningarlaga kann að varða 6 til 16 ára fangelsi. Samkvæmt 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar sbr. og 2. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, skal hver sá sem borinn er sökum um refsiverða 25 háttsemi talinn saklaus þar til sekt hans er sönnuð. Stefndi hefur ekki hlotið dóm né sætt ákæru fyrir að beita b arnsmóður sína ofbeldi. Barnsmóðir stefnanda lýsti því í viðtali við Stundina í lok árs 2017 að hún hefði kært stefnanda fyrir brot gegn sér . E kkert liggur fyrir nánar um þau brot og þá verður ekki séð að barnsmóðirin hafi lýst ætluðum brotum stefnanda nán ar opinberlega . Hins vegar liggur fyrir bréf Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 19. september 2018 þar sem fram kemur að rannsókn vegna kæru barsmóður stefnanda hafi verið hætt. Áður er að því vikið að stefnda hafði í raun ekki tengsl við barnsmóður stefnanda og gat hún ekki byggt ætlað ofbeldi stefnanda á einhliða og óljósri frásögn barnsmóðurinnar. Það er því niðurstaða dómsins að tilvitnuð ummæli stefndu í kröfuliðum 1 og 5 feli í sér ærumeiðandi aðdróttun í garð stefnanda í skilningi 235. gr. alm ennra hegningarlaga og ber að ómerkja þau. Varðandi þau ummæli sem rakin eru í kröfulið 2 sýna gögn málsins litla umræðu fyrir og eftir að þau féllu og er því ekki unnt að átt a sig á því í hvaða samhengi þau voru sögð. H ins vegar eru þau almenns eðlis um þ og verður ekki með nokkru móti séð að þeim sé sérstaklega beint að stefnanda. Þá verða ummælin ekki tengd stefnanda beint í ljósi annarra umstefndra ummæla sem féllu yfir nokkuð langt tímabil. U mmælin verða ekki skilin sem ærumeiðandi aðdróttun í garð stefnanda í skilningi 235. gr. almennra hegningarlaga eða móðgun í skilningi 234. gr. sömu laga. Verður stefnda því sýknu ð af kröfulið 2. Þriðju ummæli stefndu koma fra m í athugasemdum við grein sem birtist á vefnum frettabladi d.is . 4. ágúst 2018 en ummælin varða ekki beint það sem greinin fjallaði um. Af gögnum málsins má sjá að aðilar málsins skiptast á athugasemdum en líklegt verður að telja að skilaboðin sem ge ng u þeirra á milli hafi verið fleiri en gögn málsins sýna. Færsla stefndu er í fimm tölusettum liðum og lengri en fram kemur í stefnu. Þar segist stefnda engin tengsl hafa við Kvennaathvarfi en hún hafi tengsl við barnsmóður stefnanda líkt og fram kemur í stefnu . Jafnframt kemur fram í færslu stefndu að barnsmóðir stefn anda sé finnsk og hún hafi því vegna tungumálaörðuleika ekki haft tök á að lesa allt og þurft hjálp við að verja sig. Þrátt fyrir að tengsl stefndu við barnsmóður stefnanda séu orðum aukin er það mat dómsins að með vísan stefndu til dvalar barnsmóðurinnar í Kvennaathvarfinu verði hér ekki skilin sem ásökun í garð stefnanda þess efnis að hann hafi beitt barnsmóðurina ofbeldi . Þá er það mat dómsins að fullyrðing stefndu um níðgreinar sé 26 gildisdómur en hún hefur vísað til þess að stefnandi hafi opinberlega m. a. kallað barnsmóður sína barnaræningja , sakað hana um ofbeldi í sinn garð o.fl . Í lok færslu sinnar spyr stefnda stefnanda hvort ásakanir barnsmóður hans séu rangar og hvort þeirra hafi fengið forsjá barnsins en þær spurningar eða annað í færslunni er að mati dómsins ekki ærumeiðandi aðdróttun í garð stefnanda í skilningi 235. gr. almennra hegningarlaga eða móðgun í skilningi 234. gr. sömu laga . Fjórðu ummælin sem krafist er ómerkingar á lét stefnda falla á Pírataspjallinu 13. nóvember 2018 og eru hluti af umræðu sem hófst með athugasemdum við pistil sem birtist á vefmiðlinum mbl.is. Ummæli stefndu og svör stefnanda sem sjá má í gögnum málsins tengjast umræðunni ekki beint. Varðandi umstefnd ummæli er það mat dómsins að það sé gildisdómur að segja að stefndi hafi farið í stríð gegn mannorði barnsmóður sinnar en ekki staðhæfing um refsiverða háttsemi. Það sama á við varðan di það að barnsmóðir stefnanda geti ekki haft uppi varnir gegn kommentum hans út um allt i nternetið. Umstefnd ummæli eru því að mati dómsi n s ekki ærumeiðandi aðdróttun í garð stefnanda í skilningi 235. gr. almennra hegningarlaga eða móðgun í skilningi 234. gr. sömu laga. Ummælin í kröfulið sex lætur stefnda falla þegar hún á sinn eigin Faceboo k síðu deilir Facebook síðu bókaútgáfunnar Óðinsauga. Í lokin setu r stefnda hlekk á grein í . T ilvísunin er því ekki í viðtal við ba rnsmóður stefnanda líkt og haldið er fram í stefnu og miðað við í greinargerð stefndu . Tilvitnuð grein fjallar um kvörtun stefnanda til Háskólans í Reykjavík vegna framgöngu konu sem starfar við skólann. Í umstefndum ummælum stefndu er að finna lýsing u hen nar á því hvernig hún skilur framgöngu stefnanda í umræðu um forsjármál hans. Í lýsingunni felst gildisdómur sem ekki telst ærumeiðandi aðdróttun í garð stefnanda. Stefnda lýsir þeirri staðreynd að barnsmóðir stefnanda dvaldi í Kvennaathvarfinu án þess að víkja að ástæðu dvalar hennar þar. Stefndu er frjálst að hafa þá skoðun að fólk skuli ekki eiga viðskipti við stefnanda eða nefna bókaútgáfu. Það er því niðurstaða dómsins að umstefnd ummæli feli ekki í sér ærumeiðandi aðdróttun í garð stefnanda í skilningi 235. gr. almennra hegningarlaga eða móðgun í skilningi 234. gr. sömu laga. 27 Ummæli í kröfuliðum 7 og 8 koma fram í einkaskilaboðum á Facebook . Ummælin birtast því ekki opinberlega og fellst dómurinn á með stefndu að ekki séu skilyrði til að takma rka slíka tjáningu . Ummæli í kröfuliðum 9 og 10 koma fram á Pírataspjallinu 25. nóvember 2018 . Ráð má af gögnum málsins að DaddyToo hópurinn er þar til umræðu. Stefnda kveðst ekki hafa samúð með ofbeldismönnum innan þess hóps en tekur fram að hún setji ek ki allan hópinn undir sama hatt. Stefnandi spyr þá um tegund ofbeldis sem meðlimir hópsins hafi beitt og svarar stefnda að þeir hafi nauðgað, lamið, farið illa með börn og maka . Áreitni ofsóknir, andlegt ofbeldi af öllum gerðum. Sumir dæmdir og sumir ekki. Þá ítrekar stefnda að ekki séu allir meðlimir hópsins ofbeldisfólk. Stefnandi spyr stefndu hvort hann sé þekktur ofbeldismaður og biður stefndu um útskýringar. Stefnda - hópnum innan Daddy - too ! Að mati dómsins er ljóst að með ummælum sínum sakar stefnda stefnanda um að vera ofbeldismann. Hún lýsir því að hópur mannan innan DaddyToo hafi gerst sekur um alvarleg ofbeldisbrot og fullyrðir síðan að stefnandi sé hluti þessa hóps. Með þessu sakar ste fnda stefnanda um að vera hluti af hópi manna sem framið hafa alvarleg brot og skiptir engu þótt stefnda tilgreini ekki sérstaklega þau brot sem stefnandi á að hafa framið. Ummælin vógu að persónu og æru stefnanda með aðdróttunum sem varða við 235. gr. alm ennra hegningarlaga . Verður krafa stefnanda um ómerkingu ummælanna því tekin til greina. VII Stefnandi krefst greiðslu miskabóta að fjárhæð 2.500.000 krónur úr hendi stefndu með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi er mánuður e r liðinn frá birtingu stefnu. Við skýrslugjöf fyrir dóminum lýsti stefnandi því hvaða áhrif umfjöllun um ætluð ofbeldisbrot hans hafa haft á líðan hans, mannorð o.fl. Í ummælum þeim sem fallist hefur verið á að ómerkja fólst meingerð gegn persónu stefnanda og ber stefnda ábyrgð á þeim skv. b - lið 26. gr. skaðabótalaga. Af gögnum málsins má ráða að stefnandi hefur áður rekið þrjú mál samkynja þessu máli og hafa stefndu í þeim málum verið dæmd til að greiða honum miskabætur. Til þessa má horfa við ákvörðun mis kabóta til stefnanda nú . Þykja miskabætur hafilega ákveðnar 3 00.000 krónur með dráttarvöxtum frá 3. janúar 2021 en þann dag var liðinn mánuður frá birtingu stefnu. 28 Ekki eru efni til að fallast á kröfu stefnanda um greiðslu 410.000 króna til að standa stra um af birtingu dómsins. Að fenginni þessari niðurstöðu og með vísan til 3 . mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála er stefnda dæmd til að greiða hluta málskostnaðar stefnanda eins og í dómsorði greinir og hefur þá verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Af hálfu stefnanda flutti málið Eva Hauksdóttir lögmaður en af hálfu stefndu Auður Tinna Aðalbjarnardóttir lögmaður. Halldór Halldórsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan að gættu m ákvæðum 1. mgr. 115. gr. laga um meðferð einkamála. Dómsorð : Eftirfarandi ummæli í kröfuliðum 1,5, 9 og 10 í stefnu, sem stefnda Aðalheiður Jóhannsdóttir, lét falla um stefnanda, Huginn Þór Grétarsson , eru dauð og ómerk: 1 að vera mánuðum saman í k 2 3 að setja allan hópinn undir sama hatt, bara sv mögulegar gerðir, hafa einstakir aðilar innan Daddy - too beit. Nauðgað, lamið, farið illa með börn og maka. Áreitni ofsóknir, andlegt ofbeldi af öllum 4 passar þú ert hluti af ofbeldishópnum innan Daddy - Stefnda er sýkn af öðrum kröfum stefnanda. Stefnda greiði stefnanda 3 00.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6.gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 3. janúar 2021 til greiðsluda gs. Stefnda greiði stefnanda 1.000.000 króna í málskostnað. Halldór Halldórsson