Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 3. september 2021 Mál nr. S - 67/2021 : Ákæruvaldið ( Alla Rún Rúnarsdóttir fulltrúi ) g egn X Dómur Mál þetta, sem var dómtekið 1. september sl., var höfðað með ákæru lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, dagsettri 27. janúar 2021, á hendur X , kt. , , Akureyri, verið með áfengi í vörslum sínum, sem látið h afði verið af hendi andstætt ákvæðum áfengislaga en ákærði hafði fengið áfengið afhent eða keypt fyrir sig þrátt fyrir að hann hefði ekki náð 20 ára aldri, þegar lögregla hafði afskipti af ákærða við Bæjarins Beztu við Tryggvagötu í Reykjavík. Telst brot þ etta varða við 5. mgr. 19. gr., sbr. 1. mgr. 18. gr., sbr. 1. mgr. 27. gr. áfengislaga nr. 75/1998, með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkost n aðar og til að sæta upptöku á áfengi sem lögregla n lagði hald á og tilgreint er í munaskrá 139943 samkvæmt c - Ákærði sótti ekki þing, þrátt fyrir að hafa verið birt fyrirkall. Þar var þess getið að málið kynni að verða dæmt að honum fjarstöddum, sbr. 1. mgr. 155. gr . laga nr. 88/2008. Er u skilyrði 1. mgr. 161. gr. sömu laga með áorðnum breytingum uppfyllt og því heimilt að leggja dóm á málið að ákærða fjarverandi . Ákærði er ákærður fyrir að hafa áfengi í vörslum sínum sem látið hafi verið af hendi andstætt lögum , sb r. 5. mgr. 19. gr. laga nr. 75/1998 og vísar ákæruvaldið til 1. mgr. 18. gr. sömu laga. Í því ákvæði kemur fram að óheimilt er að selja, veita eða afhenda áfengi þeim sem er yngri en 20 ára. Af orðalagi verknaðarlýsingar 1. mgr. 18. gr. verður ráðið að tilverknað eða atbeina fleiri manna en eins þarf til brotsins af rökbundinni nauðsyn . A f því má gagnálykta svo, að einungis atbeini þess sem selur, veitir eða afhendir áfengið sé refsiverður. Verður að telja atbeina kaupanda eða viðtakanda ólöglega selds áfengis refsilausan. Þar sem um er að ræða refsilausa háttsemi , þá verður ákvæði 5. mgr. 19. gr. laga nr. 75/1998 ekki beitt með 1. mgr. 18. gr. sömu laga. 2 Meðan vísan til framangreinds v erður ákærði sýknaður af sakargiftum í málinu. Að kröfu ákæruvalds , og með vísan c - liðar 3. mgr. 28. gr. laga nr. 75/1998 skal ákærði sæta upptöku á því áfengi er í dómsorði greinir . S amkvæmt úrslitum málsins og 2. mgr. 235. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008, greiðist sakarkostnaður úr ríkissjóði, þ. e. þóknun tilnefnds verjanda á rannsóknarstigi , eins og hún ákveðst í dómsorði að virðisaukaskatti meðtöldum. Berglind Harðardóttir aðstoðarmaður dómara kveður upp dóminn. Dómso r ð: Ákærði, X , er sýkn af kröfum ákæruvaldsins. Ákærði sæti upptöku á níu bjórum og einni flösku af sterku áfengi (16,4%). Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þ.e. þóknun tilnefnds verjanda á rannsóknarstigi, Hallgríms Jónssonar lögmanns, 23.560 krónur. Berglind Harðardóttir