D Ó M U R 16 . júní 2022 Mál nr. E - 2226 /20 2 1 : Stefnandi: Landsverk ( S veinn Andri Sveinsson lögmaður) Stefnd i : Þ.G. verktakar ehf. ( Bjarki Þór Sveinsson lögmaður) Dóma ri : Arnaldur Hjartarson héraðsdómari 1 D Ó M U R Héraðsdóms Reykjavíkur 16 . júní 202 2 í máli nr . E - 2226 /20 2 1 : Landsverk ( S veinn Andri Sveinsson lögmaður) gegn Þ.G. verktökum ehf. ( Bjarki Þór Sveinsson lögmaður) Mál þetta, sem var dómtekið 24 . maí 2022 , var höfðað 9. apríl 202 1 . Stefnandi er Landsverk, Tinghúsvegi 5 í Þórshöfn í Færeyjum . Stefnd i er Þ.G. verktakar ehf., Lágmúla 7 í Reykjavík . D ómkröfur stefnanda eru þær að v iðurkennd verði ábyrgð stefnda á kröfum stefnanda á hendur Sp/f TG Verk í tengslum við verksamning nr . 1185 frá 10. júní 2009 um byggingu öldrunar - og hjúkrunarheimilis og svæðiskjarna fyrir fólk með geðfötlun í Vági á Suðurey í Færeyjum. Þá er krafist málskostnaðar . Stefnd i krefst sýknu og málskostnaðar . I Stefnandi er stjórnvald í Færeyjum sem annast framkvæmda - og eignaumsýslu . Hinn 10. júní 2009 gerðu stefnandi og færeyski lögaðilinn Sp/f TG Verk, sem er systurfélag stefnda, með sér verksamning . Samningurinn , sem fékk númerið 1188, var gerður í kjölfar útboðs og kvað á um byggingu öldrunar - og hjúkrunarheimilis, sem einnig var ætlað að gegna hlutverki svæðiskjarna fyrir fólk með geðfötlun , í Vági á Suðurey í Færeyjum. Fylgiskjal með samningnum var yfirlýsing á færeysku undirrit uð af Þorvaldi Gissurarsyni, fyrirsvarsmanni stefnda. Skjalið er ódagsett en ágreiningslaust er að það var undirritað af Þorvaldi samhliða gerð fyrrnefnds samnings. Fyrir liggja tvær þýðingar löggiltra skjalaþýðenda á yfirlýsingu nni . Í þýðingu Landsverk, sem fjármagnar bygginguna, og verktakans SP/f TG Verk, er háður því að ÞG Verktakar ehf., Fossaleyni 16, 112 Reykjavík, staðfesti að ÞG Verktakar ehf. taki á Elína r Landsverk sem verkkaupa og SP/f TG Verk sem verktaka er háð því að ÞG Verktakar e hf. , Fossaleyni 16, 112 Reykjavík, staðfesti að þeir axli ábyrgð á öllum skyldum verktaka gagnvart verkkaupa. Aðila greinir á um rétta þýðingu skjalsins og lögfylgjur þess, eins og nánar er rakið hér á eftir. Stefnandi byggir í megindráttum á því að í sk jalinu felist að stefndi sé 2 ábyrgur fyrir göllum sem fram hafi komið á fyrrnefndri byggingu að því marki sem hið færeyska systurfélag geti ekki greitt þá kröfu. Kveðst hann höfða mál þetta til að koma í veg fyrir að ætluð ábyrgð stefnda fyrnist. Stefndi ha fnar alfarið þessum skilningi á yfirlýsingunni. Auk þess byggir stefndi á frekari vörnum, svo sem þeirri að ætluð krafa stefnanda sé fyrnd. Fyrrgreind b ygging var afhent stefnanda 1. mars 2011. Ágreiningur reis síðar um ætlaða galla á byggingunni. Að beið ni stefnanda var matsmaður dómkvaddur í Færeyjum 20. júní 2016 til að leggja mat á þá annmarka , en matsbeiðni var dags ett 5. febrúar 2016 . Matsþoli í því máli var Sp/f TG Verk. Matsgerð lá fyrir 25. apríl 2017. Stefnandi bar síðan ágreining sinn við SP/f TG Verk undir gerðardóm í Færeyjum, en niðurstaða í því máli lá ekki fyrir þegar hið fyrirliggjandi mál varð höfðað . Með bréfi lögmanns stefnanda til stefnda, dags. 30. mars 2020, var stefndi upplýstur um að málflutningur í fyrrnefndu gerðardómsmáli færi fram 22. júní 2020. V ið aðalmeðferð upplýsti lögmaður stefnanda að niðurstaða hefði fallið umbjóðanda hans að nokkru leyti í hag í gerðardómsmálinu 23. maí 2022 og var sá dómur lagður fram í málinu . Við aðalmeðferð málsins gaf skýrslu fyrir dóm i Þorvaldu r Gissurarson , fyrirsvarsmaður stefnd a . II Stefnandi byggir dómkröfu sína á meginreglum kröfuréttar um kröfuábyrgð og almennum reglum samningaréttarins. Byggt sé á ábyrgðaryfirlýsingu stefnda vegna skuldbindinga systurfélags hans , Sp/f TG Verk , gagnvart stefnanda. Rekið sé gerðardómsmál í Færeyjum vegna ágreinings um ætlaðar vanefndir dótturfélagsins við þær framkvæmdir. Ótvírætt sé að mati stefnanda að hann hafi lögvarða hagsmuni af því að fá viðurkenningardóm fyrir því að stefndi beri ábyrgð á kröfum stefnanda á hendur Sp/f TG Verk. Illmögulegt sé f yrir stefnanda að hafa uppi í málinu kröfu um greiðslu tiltekinnar fjárhæðar, þar sem krafan á hendur aðalskuldaranum Sp/f TG Verk mun i byggja st á niðurstöðu gerðardómsins , sem þá lá ekki enn fyrir . Stefnandi get i heldur ekki beðið með að hafa uppi kröfur á hendur stefnda þar sem sú staða kynni að koma upp að krafa stefnanda félli niður vegna fyrningar . Um upphaf fyrningar sé vísað til 9. gr. og 15. gr.laga nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda. Fyr stu niðurstöður dómkvadds matsmanns í Færeyjum hafi legið fyrir 25. apríl 201 7 . III Stefnd i hafnar málatilbúnaði stefnanda. Aðkoma stefnda að verksamning num hafi verið umrædd yfirlýsing Þorvaldar Gissurarsonar, eiganda beggja félaganna, um að 3 stefndi myndi svara fyrir allar verkskyldur SP/f TG Verk gagnvart verkkaupa. Verkskylda eigi við um vinnuna sjálfa en ekki árangur af henni. Stefnandi hafi í engu fært fram sönnur fyrir því að yfirlýsingin sé ábyrgðaryfirlýsing þannig að samrýmst get i kröf u hans. Sönnunarbyrði um að yfirlýsing stefnda sé ábyrgðaryfirlýsing hvíli á stefnanda. S tefnanda h afi ekki tekist að sanna málatilbúnað sinn . Því ber i að sýkna stefnda af dómkröfu stefnanda. Einhliða þýðingu stefnanda á yfirlýsingunni sé mótmælt. Yfirlýs ingin hafi verið einhliða saman af stefnanda og á hans móðurmáli. Henni hafi aðeins verið ætlað að tryggja að SP/f TG Verk hefði burði til þess að standa við verksamninginn. Því f ari fjarri að tilgangur samningsaðila hafi verið að stefndi tækist á hendur a llsherjarábyrgð á verkinu. Þetta fái meðal annars stoð í yfirlýsingunni sjálfri. Orðið ábyrgð eða ábyrgðaryfirlýsing komi hvergi fram og hún sé hvorki dagsett né vottuð. Sérstakar kröfur verð i að gera til skýrleika viljayfirlýsingar , einkum í ljósi þess a ð stefnandi vil ji öðlast óvenju hagstæð samningskjör , enda hafi ekkert endurgjald kom ið í hlut stefnda vegna meintrar ábyrgðaryfirlýsingar. Við túlkun samningsskilmála á erlendu tungumáli verð i að beita þeirri orðskýringu samnings á erlendu máli sem sé í samræmi við almennan og viðtekinn skilning er ríki á viðkomandi málsvæði , svo framarlega sem samræmst get i þeim aðstæðum sem samningurinn lýtur að og sannarlegum viðhorfum og væntingum aðilanna. Ábyrgðaryfirlýsing á umfangsmiklu verki og skuldum annarra félaga sé mikil skuldbinding. Með hliðsjón af því get i yfirlýsingin sem slík á engan hátt samrýmst því orðalagi sem stefnandi haldi fram. Gera verði þá kröfu til stefnanda sem stjórnvalds, sem í krafti þess naut yfirburðastöðu gagnvart SP/f TG Verk og ste fnda, að hlutast til um skýrara form yfirlýsingarinnar eða tjá sig skýrar hafi hann ætlað yfirlýsingunni að vera ábyrgðaryfirlýsing. Orðalag yfirlýsingarinnar gefi ekki tilefni til þess að lýst sé yfir allsherjarábyrgð stefnda á verki SP /f TG Verk. Ljóst s é að stefndi hafi lýst yfir verkskyldu. Ótækt sé að skýra það þannig að það nái lengra en gagngert hafi verið lýst yfir. Með vísan til þess ber i að hafna túlkun stefnanda. Einnig byggir stefndi á því að jafnvel þótt til þess komi að dómurinn telji að umþr ætt yfirlýsing feli í sér allsherjar ábyrgðaryfirlýsingu á verkinu , án þess að stefndi hafi fengið nokkurt endurgjald fyrir , þá ber i að víkja yfirlýsingunni til hliðar í heild , enda sé það verulega ósanngjarnt og ands t ætt góðri viðskiptavenju að stefnandi geti borið yfirlýsinguna fyrir sig, sbr. 36. gr. laga nr . 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Því beri að sýkna stefnda. Í öllu falli leiði tómlæti stefnanda til sömu niðurstöðu, en hann hafi tafið það í mörg ár að láta reyna á ábyrgðina. Hið verulega tómlæti staðfesti r aunar einnig þá túlkun sem stefndi heldur fram, þ.e.a.s. að ekki hafi verið um að ræða ábyrgðaryfirlýsingu. 4 Loks sé ætluð krafa stefnanda fyrnd, sbr. 2. mgr. 2. gr. laga nr . 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda. Verkið sem k rafa stefnanda grundvall i st á hafi verið afhent 1. mars 2011. Af því leiði að meint ábyrgðarkrafa stefnanda á hendur stefnda sé fyrnd samkvæmt íslenskum lögum og því beri að sýkna stefnda af kröfu stefnanda. Í málatilbúnaði stefnanda um rof fyrningarfrests sé vísað til 9. gr. og 15. gr. laga nr. 150/2007. Stefndi mótmæli tilvísun til 9. gr. þar sem það ákvæði eigi við um skaðabótakröfur utan samninga. Meint ábyrgðaryfirlýsing á vanefndum verksamnings get i á eng an hátt fallið undir skaðabótakröfu utan samninga. Samkvæmt 2. mgr. 2. gr. laga nr. 150/2007 reikn i st fyrningarfrestur krafna , sem stofnast vegna vanefnda , frá þeim degi er samningurinn er vanefndur. Regla þessi gildi um kröfur vegna hvers konar vanefnda, hvort sem um sé að ræða afhendingardrátt, galla, vanheimild eða önnur tilvik. U pphaf fyrningarfrests mið ist við þann dag sem vanefnd hef ji st. Í samningssamböndum ligg i vanefnd oftast fyrir á því tímamarki þegar afhending eigi sér stað. Upphaf fyrningarfres t s ráðist af hlutlægum atvikum og skipti því ekki máli um upphaf fyrningarfrests hvort stefnandi hafi fengið vitneskju um að vanefnd væri fyrir hendi. Þ etta sé í samræmi við íslenska dómaframkvæmd, sem hafi meðal annars bygg s t á því að fyrningarfrestur kra fna vegna leyndra galla byrji almennt að líða frá afhendingu. Verkið sem krafa stefnanda grundvall i st á hafi verið afhent honum 1. mars 2011. Af því leiði að meint ábyrgðarkrafa stefnanda á hendur stefnda sé fyrnd samkvæmt íslenskum lögum og því beri að sý kna stefnda af kröfu stefnanda. IV Aðilar deila ekki um þann verksamning sem stefnandi og færeyski lögaðil i nn Sp/f TG Verk gerðu með sér 10. júní 2009 heldur einungis þá yfirlýsingu sem fyrirsvarsmaður stefnda undirritaði samhliða þeirri samningsgerð. Með bókun í þinghaldi 2 4 . maí 2022 lýstu aðilar sig sammála um að ágreiningsefni máls þessa skyldu alfarið lúta íslenskum lögum , enda grundvalli st allur málatilbúnaður þeirra aðeins á íslenskum rétti . Verður sú afstaða lögð til grundvallar hér , enda fara aðilar með forræði á sakarefninu og er því unnt að semja um að íslensk lög gildi um lögskipti þeirra að þessu marki. Eins og atvikum málsins er háttað telst stefnandi hafa lögvarða hagsmuni af þeirri viðurkenningarkröfu sem hann teflir fra m í málinu, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991. Að mati dómsins ber að f allas t á það með stefnanda að afdráttarlaust orðalag fyrrgreindrar yfirlýsingar ber með sér að stefndi gekkst þar í ábyrgð fyrir réttum efndum Sp/f TG Verk á umræddum verksamningi , þar með talið á göllum sem fælu í sér vanefndir samningsins. Gildir einu í þeim efnum hvor t lögð er til grundvallar þýðing Niels Rask Vendelbjerg, sem stefnandi lagði fram, eða þýðing Elína r S. Konráðsdóttur , 5 sem stefndi lagði fram . Enda þótt yfirlýsingi n hafi verið rituð á erlendu tungumáli þá átti stefndi, sem er eitt stærsta verktakafyrirtæki landsins, þess kost að meta hvort þörf væri á nánari sérfræðiráðgjöf lögfræðinga eða skjalaþýðenda við samningsgerð í Færeyjum. Stefndi teflir fram frekari máls vörnum og byggir einkum á því að krafa stefnanda sé í öllu falli fyrnd. Eins og áður er rakið er sammæli milli aðila um að ágreiningsefni máls þessa lúti íslenskum lögum, þar með talið um fyrningu. Fyrrgreindur verksamningur og yfirlýsing stefnda komu til árið 2009. Um fyrningu ábyrgðar stefnda f e r því eftir lögum nr. 150/200 7 . Samkvæmt 7. gr. sömu laga reiknast fyrningarfrestur gagnvart ábyrgðarmanni eftir sömu reglum og gilda um aðalkröfuna. Þar er þess einnig getið að e ngu breyti við útreikning fyrningarfrests þótt ekki sé unnt að krefjast fullnustu hjá ábyrgðarmanni fyrr en greiðslu hafi árangurslaust verið leitað hjá aðalskuldara eða að ábyrgðin sé að öðru leyti þess eðlis að hún sé til vara. M ál arekstur stefnanda gegn SP/f TG Verk í Færeyjum sleit þar með ekki fyrningu gagnvart stefnda, enda þarf kröfuhafi að gæta að því að slíta fyrningu ekki einungis gagnvart skuldara aðalkröfu heldur jafnframt gagnvart ábyrgðarmanni. Krafa stefnanda á hendur Sp/f TG Verk sem aðalskuldara vegna ætlaðra annmarka á verkinu telst krafa innan samninga, þ.e. krafa sem byggist á réttum efndum verksamnings. Fyrningarfrestur slíkrar kröfu er fjögur ár, sbr. 3. gr. laga nr. 150/2007, og miðast upphaf frestsin s v ið þann dag þegar samningur er vanefndur, sbr. 2. mgr. 2. gr. sömu laga. Sú vanefnd fólst samkvæmt málatilbúnaði stefnanda sjálfs í ætluðum göllum á umræddri byggingu í Færeyjum . Fyrir liggur að byggingin var afhent stefnanda 1. mars 2011. Aðilar hafa ekki lagt fy rir dóminn upplýsingar um það hvenær stefnandi kvartaði upphaflega yfir göllum. Í öllu falli er þó ljóst að ætluð vanefnd verksamningsins kom fram áður en stefnandi óskað i eftir dómkvaðningu matsmanns 5 . febrúar 2016 , sbr. einnig 1. mgr. 10. gr. laga nr. 1 50/2007 . Ljóst er því að meira en fjögur ár liðu frá vitneskju stefnanda um k röfu sína á hendur stefnda þar til mál þetta var höfðað 9. apríl 2021. Af þessum sökum var krafa stefnanda á hendur stefnda á grundvelli hinnar umþrættu ábyrgðaryfirlýsingar fyrnd við höfðun málsins , enda gerði stefnandi engan reka að því að rjúfa fyrningu gagnvart stefnda fram til þess tíma . Þegar af þessari ástæðu ber að sýkna stefnda af kröfum stefnanda. Með hliðsjón af þessum málsúrslitum, og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, verður stefn an di dæmdur til að greiða stefnda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn 1.2 5 0.000 kr ónur, að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Af hálfu stefnanda flutti málið Sveinn Andri Sveinsson lögmaður. Af hálfu stefnda flutti málið Bjarki Þór Sveinsson lögmaður. Arnaldur Hjartarson héraðsdómari kveður upp dóm þenna n. 6 D Ó M S O R Ð: Stefndi, Þ . G . verktakar ehf., er sýkn af kröfum stefnanda, Landsverks. Stefn an di greiði stefnda 1.2 5 0.000 krónur í málskostnað.