Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 20 . apríl 2022 Mál nr. S - 233/2021 : Héraðssaksóknari ( Fanney Björk Frostadóttir aðstoðarsaksóknari ) g egn Arnar i Þór Stefánss yni , Ásmund i Ólafss yni , Ísak Karl i Tryggvas yni og Kristján i Kár a Ágústss yni ( Valdemar Karl Kristinsson lögmaður, Ólafur Rúnar Ólafsson lögmaður, Stefán Ólafsson lögmaður og Andrés Már Magnússon lögmaður ) (Guðmundur St. Ragnarsson, lögmaður brotaþola) Dómur 1 Mál þetta, sem var dómtekið 24. mars sl., var höfðað með ákæru héraðssaksóknara 15. apríl 2021, þingfestri 27. október 2021, á hendur Arnari Þór Stefánssyni, kennitala , , Akureyri, Ásmundi Ólafssyni, kennitala , , Djúpavogi, Ísaki Karli Tryggv asyni, kennitala , , Skagaströnd, Kristjáni Kára Ágústssyni, kennitala , , Patreksfirði, fyrir líkamsárás, með því að hafa aðfaranótt miðvikudagsins 1. janúar 2020, utan við skemmtistaðinn Sjallann við Gránufélagsgötu á Akureyri, í félagi, ráðist á Y , kennitala , ákærði Kristján Kári með því að slá Y í andlitið með flötum lófa, ákærðu Ísak Karl og Ásmundur, eftir að Y sló Kristján Kára í hnakkann, slegið Y í andlitið með krepptum hnefa þannig að hann féll í jörðina og þar sem Y lá í jörðinni hafi ákærði Ásmundur sparkað í eitt skipti í höfuð eða efri hluta líkama Y , ákærði Arnar Þór sparkað í tvígang í líkama Y og ákærði Kristján slegið Y tveimur höggum með krepptum hnefa í höfuðið, allt með þeim afleiðingum að Y hlaut bólgu og mar yfir hægra auga og mar á vinstra auga, brot á miðnesi, blóðnasir, eymsli yfir kinnbeinum og brot á 46. tönn. Tel jast brot ákærðu Ásmunds, Ísaks Karls og Kristjáns Kára varða við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 en brot ákærða Arnars Þórs við 217. gr. sömu laga. Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. E inkaréttarkrafa : Af hálfu Y , kennitala , er þess krafist að ákærðu verði sameiginlega (in solidum) gert að greiða Y bætur að fjárhæð kr. 1.243.040, - auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá tjónsdegi til þess dags er mánuður er liðinn frá dagsetningu bótakröfunnar og dráttarvaxta skv. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags, sbr. 6. gr. vaxtalaga. Y gerir einnig þá kröfu að Guðmundur St. Ragnarsson, lögmaður, verði skipaður réttargæslumaður sinn skv. 1. mgr. 42. gr. l aga nr. 88/2008. Þá er þess krafist 2 að ákærðu verði dæmdir til að greiða hæfilegan kostnað vegna réttargæslu skv. ákvörðun dómsins, sbr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 217. gr. laga nr. 88/2008. Verði dómurinn ekki við þeirri kröfu að skipa Y réttargæslumann er þes s krafist að ákærðu verði dæmdir til að greiða lögmannskostnað hans við að koma bótakröfunni á framfæri og vegna hagsmunagæslu við meðferð málsins fyrir dómi skv. tímaskýrslu og málskostnaðarreikningi sem lögð verða fram við meðferð málsins. Krafan er gerð með vísan til 1. mgr. 176. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Auk þess er krafist virðisaukaskatts af málflutningsþóknun. B reyting á ákæru fyrir dómi 2 Við fyrirtöku málsins 22. nóvember 2021 breytti ákæruvaldið á ákæru á þann veg að orðalagið var fellt úr ákærunni hvað lýsingu á háttsemi ákærða Ásmundar Ólafssonar varðar. Afstaða og kröfur ákærðu 3 Ákærði Kristján Kári Ágústsson j át ar þá háttsemi sem honum er gefin að sök og krefst vægustu refsingar sem lög leyfa. Ákærði viðurkennir bótaskyldu, en krefst lækkunar bótakröfu. Loks krefst verjandi ákærða hæfilegra málsvarnarlauna. 4 Ákærði Ásmundur Ólafsson játar þá háttsemi sem honum er gefin að sök , eftir að og krefst vægustu refsingar sem lög leyfa. Á kærði viðurkennir bótaskyldu, en hafnar bótakröfu vegna tannbrots og nefbrots og krefst lækkunar bótakröfu og sakarskiptingar . Verjandi ákærða krefst hæfilegra málsvarnarlauna, sem verði að stórum hluta felld á ríkissjóð með hliðsjón af því að ákærði hafi játað sök áður en til aðalmeðferðar kom . 5 Ákærði Ísak Ka rl Tryggvason játar þá háttsemi sem honum er gefin að sök og krefst vægustu refsingar sem lög leyfa . Ákærði hafnar bótakröfu vegna tannbrots og nefbrots, en viðurkennir bótaskyldu að öðru leyti og kref st lækkunar bótakröfu . Verjandi ákærða krefst hæfilegra málsvarnarlauna sem verði felld á ríkissjóð ásamt öðrum sakarkostnaði . 6 Ákærði Arnar Þór Stefánsson játar þá háttsemi sem honum er gefin að sök, en kveðst einungis hafa sparkað einu sinni í brotaþola . Krefst ákærði vægustu refsingar sem lög leyfa. Ákærði krefst sýknu af bótakröf u, en lækkunar til vara og sakarskiptingar . Að lokum krefst verjandi ákærða hæfilegra málsvarnarlauna sér til handa , sem verði felld á ríkissjóð ásamt öðrum sakarkostnaði . A. Sakarefni máls. Málsatvik. Rannsókn. Sönnunarfærsla. 7 Samkvæmt frumskýrslu lögreglu 1. janúar 2020, sem lögreglumaður nr. 1820 staðfesti fyrir dómi, voru lögreglumenn kallaðir að skemmtistaðnum Sjallanum á Akureyri kl. 3:10 , þar sem handalögmál höfðu brotist út. Er lögreglan kom á vettvang hafi brotaþoli, Y , legið í götunni og verið sjáanlega kvalinn. Var ákærði Kristján Kári handtekinn á vettvangi, en hann hafði verið tilkynntur sem árásaraðili. Brotaþoli hafi verið fluttur á 3 bráðamóttöku til aðhlynni ngar. Í skýrslu lögreglumanna sem sinntu brotaþola á vettvangi , dags. 10. janúar 2020, sem lögreglumaður nr. 0437 staðfesti fyrir dómi, kemur fram að þeir hafi mætt fólki á götunni, sem hafi studdi brotaþola á milli sín. Hann hafi verið mjög sljór. Lögregl an hafi tekið við honum af fólkinu og fengið hann til að setjast í aftursæti lögreglubifreiðarinnar. Hann hafi verið töluvert bólginn í andliti, sérstaklega hægra megin. Á sama tíma hafi lögreglumönnum borist upplýsingar frá lögreglumanni sem fylgst hafði með atburðarásinni í eftirlitsmyndavél, þess efnis að brotaþoli hafi verið kýldur harkalega í höfuðið og legið rotaður í götunni í um 1 - 2 mínútur eftir það. Lögreglan hafi þá óskað eftir sjúkrabifreið. Sljóleikinn hafi fljótlega runnið af brotaþola, en han n hafi þá orðið mjög æstur , en ekki virst vel áttaður, m.a. hafi hann skipað lögreglumönnum að fara úr bílnum sínum. Illa hafi gengið að ræða við brotaþola hann hafi orðið æstur og árásargjarn og ekki virst gera sér grein fyrir hvað gerst hefði . Til að try ggja öryggi brotaþola og lögreglumanna var hann handtekinn þannig að unnt yrði að koma honum tafarlaust undir læknishendur. Faðir og unnusta brotaþola, sem komin voru á vettvang, hafi heldur ekki náð sambandi við brotaþola. Í samráði við sjúkraflutningamen n hafi verið ákveðið að flytja hann í lögreglubifreiðinni á sjúkrahús. Eftir ítrekaðar tilraunir til að ræða við brotaþola á sjúkrahúsinu hafi vakthafandi læknir tekið ákvörðun um að nauðungarvista hann til að unnt yrði að taka sneiðmynd af höfði hans og v eita nauðsynlega meðferð. Róandi lyf hafi slegið á ástand brotaþola, en hann áfram verið æstur og ógnandi og gert tilraunir til að veitast að fólki. Hann hafi verið valtur á fótum er hann hafi reynt að standa upp. Loks hafi tekist að mynda brotaþola og han n hafi sofnað eftir það um kl. 6:00. 8 Í áverkavottorði A , aðstoðarlæknis á S Ak , sem hann staðfesti fyrir dómi, kemur fram að brotaþoli hafi orðið fyrir þungum höggum í höfuð með þeim afleiðingum að hann hafi misst meðvitund í um 2 mínútur. Við komu hafi mát t sjá augljósar mjúkvefsbólgur og mar í kringum augntóft, sérstaklega hægri sem hafi virst nær lokuð og mar á vinstra auga, einnig hafi hann verið með blóðnasir og glær vökvi lekið úr nösum. Vegna svokallaðra þvottabjarnaaugna (glóðarauga á báðum) og mögul ega heila - og mænuvökvaleka, ásamt meðvitundarskerðingu og háorkuáverka hafi vaknað grunur um höfuðkúpubrot. Erfiðlega hafi gengið að skoða brotaþola vegna ástands hans, en við skoðun hafi greinst mar og bólgur í andliti, á báðum augum, blóð í hársverði . B rotaþoli hafi verið illa áttaður og ruglað í tali. Taugaskoðun hafi virst eðlileg í grófum dráttum. Ekki hafi fundist merki um brot í höfuðkúpu. Eymsli hafi verið yfir kinnbeinum og glóðaraugu á báðum augum. Óróleiki og árásargirni brotaþola hafi getað ben t til skaða á heila. Við skoðun hafi mátt sjá töluverðar mjúkvefjabólgur og brotið miðnes. 9 Í áverkavottorði B , tannlæknis, kemur fram að brotnað hafi úr jaxli brotaþola, tönn nr. 46, sem þurfi að gera við með postulínsfyllingu. 10 Myndskeið úr eftirlitsmyndavél lögreglu, sem beindist að inngangi Sjallans, liggur fyrir í málinu, en á myndskeiðinu sést aðdragandi og öll atburðarás átakanna. Var myndskeiðið spilað við upphaf aðalmeðferðar í málinu. Jafnframt liggja fyrir skjáskot af ákærðu í málinu og vitnaskýrslur ásamt skýrslum ákærðu og brotaþola fyrir lögreglu. 4 Skýrslur fyrir dómi. 11 Ákærðu komu fyrir dóminn og gáfu skýrslur. Þá g af brotaþoli skýrslu. Auk þess gáfu skýrslu fyrir dómi D , E , F , lögreglumenn nr. 1820 og nr. 0437, A og B . Verður framb urður þeirra nú rakinn að því marki sem þýðingu hefur. 12 Ákærði Kristján Kári kvaðst hafa verið mjög ölvaður og ekkert muna hver þáttur meðákærðu hafi verið í átökunum. Kýtingur hafi verið á milli meðákærða Ásmundar og brotaþola áður en til átaka kom. Kvaðst hann sjálfur hafa fengið nokkuð þungt högg frá brotaþola á hnakkann, en ekki fengið af því áverka. Ákærði hafi slegið brotaþola í framhaldinu. 13 Ákærði Ásmundur kvað æsing hafa verið á milli brotaþola og sín. Hann hafi beðið brotaþola að hætta þessu, en sv o séð brotaþola kýla meðákærða Kristján Kára í hnakkann. Þá hafi komið til átaka. Kvað ákærði þá Kristján Kára hafa verið bestu vini frá því í menntaskóla. Ákærðu hafi allir þekkst. Kvaðst ákærði ekki hafa séð hvað hinir ákærðu gerðu í átökunum , en tann - o g nefbrot hafi ekki getað orsakast af sínum þætti í málinu. 14 Ákærði Ísak Karl kvaðst þekkja hina ákærðu, aðra en Arnar Þór. Þeir hafi komið frá Skagaströnd til að fagna áramótunum á Akureyri. Hann hafi snöggreiðst er vinur hans meðákærði Kristján Kári hafi verið kýldur í hnakkann og slegið brotaþola eitt högg með krepptum hnefa. Eftir það hafi hann bakkað frá og ekki tekið frekari þátt í átökunum. Hann hafi hins vegar séð meðákærðu Ásmund og Kristján Kára veitast áf ram að brotaþola. Áður en þetta gerðist kvaðst ákærði hafa verið að reyna að róa brotaþola og fá h ann til að hætta að ónáða þá. Kvaðst ákærði hafa séð eftir framgöngu sinni þegar hann sá brotaþola liggjandi á jörðinni. Taldi ákærði höggið hafa verið laust og lent á vinstri kjálka brotaþola. 15 Ákærði Arnar Þór kvaðst þekkja meðákærðu Kristján Kára og Ásmund frá því í framhaldsskóla. Hann kvaðst hafa séð brotaþola slá meðákærða Kristján Kára í hnakkann, sem hafi þá snúið sér við og rotað brotaþola með hnefahöggi. Áður hafi verið í röðinni. Kvaðst ákærði hafa sparkað í rassinn á brotaþola þar sem hann lá í jörð inni. Ákærði hafi verið reiður vegna þess að honum hafi verið hent út af Sjallanum og af því hann hafi séð brotaþola veitast að félaga sínum meðákærða Kristjáni Kára. Kvaðst hann hafa vitað að brotaþoli væri meðvitundarlaus þegar hann sparkaði í hann. Útsk ákærði kærustu sína hafa stoppað sig áður en hann hafi náð að sparka öðru sinni, en hún hafi þrifið í hann þannig að hann hafi dottið og sparkið því geigað. Kvaðst ákærði hafa yfirgefið vettvang þegar hann sá að lögreglan var komin á staðinn. Kvaðst hann ekkert þekkja brotaþola. Kvaðst ákærði hafa verið vinur meðákærða Kristjáns Kára, en vinslit hafi orðið þegar sá síðarnefndi hafi slegið ákærða. 16 Vitnið D , sem starfaði sem dyravörður á Sjallanum umrætt kvöld, kvaðst hafa séð tvo menn slá brotaþola, en mundi ekki eftir að hafa séð átök á undan. Kvaðst hann ekki hafa orðið var við brotaþola fyrir þetta atvik. Kvaðst vitnið hafa kannast við ákærða Kristján 5 Kára vegna ýmissa sl agsmála á Sjallanum sem hafi tengst honum. Aðspurður staðfesti vitnið það sem eftir honum var haft í lögregluskýrslu um að brotaþoli hafi verið orðinn frekar pirraður að komast ekki út af Sjallanum vegna fjölda fólks sem hafi verið að reyna að komast inn. 17 Y , brotaþoli, kvaðst eiginlega ekkert muna eftir atburðinum. Hann muni eftir að hafa verið að fara út af Sjallanum , hann hafi skotist í gegnum glufu á röðinni, en muni svo ekkert fyrr en hann hafi vaknað á SAk daginn eftir. Annað augað hafi verið lokað er hann vaknaði, endajaxl brotinn og hann með höfuðverk og þrýsting í höfðinu. Kvaðst hann hafa verið kominn heim um hádegi daginn eftir atburðinn. Hann hafi fengið bólgueyðandi lyf og verið frá vinnu í 2 3 vikur á meðan hann var að jafna sig. Kvaðst hann h afa misst af tveimur túrum á sjó sem stýrimaður, en hann hafi verið að ljúka við stýrimannaskólann á þessum tíma. Kvað s t brotaþoli vera búinn að ná sér að fullu. Gert hafi verið að tannbrotinu, en ekkert verið gert við broti í miðnesi. Kvaðst ákærði hafi v erið ölvaður í umrætt sinn, en ekki mikið þar sem hann hafi verið að fara á sjó daginn eftir. 18 Vitnið A læknir, staðfesti áverkavottorð sitt og lýsti ástandi og áverkum brotaþola á sama veg og þar kemur fram. Aðspurður um áverka á miðnesi, kvað hann grun ha fa verið um ótilfært beinbrot, en ekki einungis brjósk . Þetta hafi hins vegar ekki verið rannsakað frekar. Aðspurður kvaðst hann ekki geta greint hvaða áverkar hafi stafað af hvaða höggum eða spörkum ákærðu. Þó staðfesti vitnið að spark í rass gæti ekki ha fa orsakað þá áverka brotaþola sem greint er frá í vottorðinu en það hafi allt verið höfuðáverkar. 19 Vitnið F , kvaðst hafa séð brotaþola standa og vera að reyna að ná sambandi við mann í röðinni inn í Sjallann. Brotaþoli hafi slegið í hurðina, en gæti hafa v erið að reyna að klappa á öxlina á manninum. Ákærði Kristján Kári hafi komið að og þeir brotaþoli ræðst eitthvað við, en ákærði hafi síðan slegið brotaþola og brotaþoli í framhaldinu reynt að slá ákærða, en ákærði hafi þá slegið brotaþola í jörðina og ákær ðu hafi síðan veist að honum þar sem hann lá í jörðinni. Kvaðst vitnið kannast lítillega við bæði brotaþola og ákærða Kristján Kára, en ekki þekkja þá. Kvaðst vitnið muna eftir að hafa séð eitt spark lenda í síðu brotaþola. Aðspurður um skýrslu sína fyrir lögreglu kvaðst vitnið muna eftir að brotaþoli hafi verið hlæjandi að fíflast í einhverjum og slegið í hurðina, áður en átökin hafi hafist. Hann hafi talið brotaþola vera að gantast. Ákærði Kristján Kári hafi í framhaldinu slegið brotaþola utan undir og eftir það hafi atburðarásin breyst, brotaþoli orðið pirraður og átök hafist. 20 Lögreglumenn nr. 1820 og 0437 staðfestu skýrslur sínar í málinu og svöruðu spurningum. Aðspurður kvaðst lögreglumaður fullv iss um að ástand brotaþola eftir að hann vaknaði til meðvitundar hafi stafað af höfuðhöggi, en ekki áfengisáhrifum. Kvaðst vitnið byggja það á 15 ára reynslu sinni af lögreglustörfum. Hann hafi áður upplifað sambærilegt tilvik eftir höfuðhögg. 21 Vitnið B , ta nnlæknir, staðfesti vottorð sitt og lýsti nánar meðhöndlun á tannbroti brotaþola. Kvað hann brotaþola munu þurfa postulínskrónu síðar meir. Tönnin sem 6 brotnaði hafi verið fyrsti stóri endajaxlinn, en um ¼ úr hlið tannarinnar hafi verið brotinn innan frá. K vað hann högg vera langlíklegustu orsök slíks brots, hvort sem væri högg undir kjálka eða á hlið. Niðurstaða 22 Ákærðu er í máli þessu gefið að sök að hafa ráðist að brotaþola í félagi og valdið honum þeim áverkum sem að framan greinir, en brotin eru heimfærð til 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga. Ákærðu hafa að mestu játað þá háttsemi sem þei m er gefin að sök, en hins vegar hafa þeir hafnað heimfærslu ákæruvaldsins og byggt á því að rétt sé að fella háttsemina undir 1. mgr. 217. gr. hgl . Þá hafa ákærðu, aðrir en Kristján Kári, hafnað því að háttsemin verði heimfærð undir samverknað. Áður en leyst verður úr þætti hvers ákærðu fyrir sig og skorið úr um heimfærslu háttsemi þeirra, er rétt að víkja stuttlega að framangreindu myndskeiði úr eftirlitsmyndavél l ögreglu sem sýnir atburðarásina nokkuð glöggt. 23 Í upphafi sést mikil röð fólks á leið inn á skemmtistaðinn Sjallann, þ.á m. ákærðu Kristján Kári, Ásmundur og Ísak Karl, en brotaþoli freistar þess að komast út á móti straumnum . Virðast brotaþoli og ákærði Ás mundur rekast saman og ósætti skapast þeirra á milli sem leiðir til orðaskipta og verður til þess að brotaþoli snýr sér við og steytir hnefa ógnandi að ákærða Ásmundi sem slær hendi á móti. Ákærði Kristján Kári kemur þá og blandar sér í málin og slær brota þola kinnhest í andlit. Ákærði Ásmundur virðist einnig ýta í brotaþola. Í beinu framhaldi af kinnhestinum snýr ákærði Kristján Kári sér frá brotaþola, sem slær á eftir ákærða og virðist hæfa hann aftan við eyra. Ákærðu Ásmundur og Ísak Karl greiða brotaþol a þá samtímis höfuðhögg, sem verður til þess að hann fellur við og virðist vankaður á fjórum fótum á jörðinni . Í beinu framhaldi sparkar ákærði Ásmundur í brotaþol a , en e kki sést greinilega hvort sparkið hafnar í höfði eða hálsi brotaþola, en höfuð hans sé st slást til hliðar við höggið. Á sama tíma sparkar ákærði Arnar Þór í bakhluta brotaþola , þar sem hann er á fjórum fótum . Ákærði Kristján Kári kemur að örskömmu síðar og slær brotaþola tvö högg í höfuðið og liggur brotaþoli síðan meðvitundarlaus eftir atlögur ákærðu. Ákærði Arnar Þór sparkar öðru sinni í bakhluta brotaþola þar sem hann liggur meðvitundarlaus í götunn i . 24 Samkvæmt dómvætti A læknis voru allir áverkar brotaþola á höfði hans . Árás ákærða Arnars Þórs beindist ekki að höfði brotaþola og þykir unnt að útiloka að höfuðáverkar brotaþola verðir raktir til hans. Sannað er hins vegar með framangreindri myndbandsupptöku, þrátt fyrir neitun ákærða, að hann sparkaði tvisvar sinnum í brotaþola. Verður háttsemi hans heimfærð undir 1. mgr. 217. gr. hgl. 25 E ins og málið liggur fyrir er hins vegar ekki unnt að skera úr um hvaða höfuð áverkar brotaþola hafi stafað af háttsemi hinna þriggja með ákærðu Kristjáns Kára, Ásmundar og Ísaks Karls , en allir beindu þeir atlögum sínum að höfði brotaþola. Verður því að legg ja til grundvallar að þessir ákærðu hafi með háttsemi sinni í sameiningu valdið brotaþola þeim áverkum sem lýst er í ákæru og bera þeir sameiginlega ábyrgð á áverkum brotaþola. Aðför ákærðu að brotaþola var harkaleg og hrotta fengin og beindist að höfði han s . Leiddi árásin til þess að brotaþoli missti meðvitund og var svo illa áttaður af 7 völdum höfuðáverkanna eftir að hann komst til meðvitundar að beita þurfti hann valdi, sprauta niður og nauðungarvista til að unnt væri að veita honum nauðsynlega læknisaðsto ð. Þá brotnaði endajaxl í brotaþola og merki voru um áverka á miðnesi, þó ósannað sé að þar hafi verið um brot að ræða. Þrátt fyrir að brotaþoli hafi náð fullum bata vo ru bæði afleiðingar háttseminnar og verknaðaraðferð ákærðu þess eðlis að háttsemi ákærðu Kristjáns Kára, Ásmundar og Ísaks Karls er réttilega heimfær ð undir 2. mgr. 218. gr. hgl. 26 Fyrir liggur samkvæmt vitnisburði ákærðu fyrir dómi að þeir þekktust allir og voru saman úti að skemmta sér umrætt kvöld. Af framangreindu myndskeiði má glögglega sjá að þeir koma fram sem samstæður hópur í aðförinni að brotaþola. Verður því lagt til grund vallar að um samverknað hafi verið að ræða af hálfu allra ákærðu. B. Ákvörðun refsinga Við ákvörðun refsinga allra ákærðu verður litið til þess að ríflega 15 mánuðir liðu frá verknaði ákærðu og þar til rannsókn var lokið og ákæra var gefin út og 12 mánuðir til viðbótar eru liðnir frá því ákæra var gefin út. Með hliðsjón af því, ungum aldri ákærðu og hreinum sakaferli þeirra verða refsingar allra ákærðu skilorðsbundnar. Ákærði Arnar Þór Stefánsson 27 Við ákvörðun refsingar ákærða Arnars Þórs , sem hér hefur verið sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 217. gr. hgl., verður litið til þess að hann var ára er brotið átti sér stað og hefur ekki áður unnið til refsingar , sbr. 4. og 5. tl. 1. mgr. 70. gr. hgl . Á hinn bóginn verður litið til 2. mgr. 70. gr. laganna refsingu til þyngingar. Þrátt fyrir að þáttur ákærða í aðförinni að brotaþola hafi verið fólsku legur þar sem hann sparkaði tvívegis í ákærða þar sem hann lá varnarlaus á jörðinni verður að líta til þess að atlaga ákærða var sýnu hættuminni en atlögur meðák ærðu. Samkvæmt öllu framansögðu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 2 mánuði. R étt þykir að refsingin verði skilorðsbundin að öllu leyti og falli niður að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. hgl. Ákærði Ásmundur Ólafsson 28 Við ákvörðun refsingar ákærða Ásmundar Ólafssonar , sem hér hefur verið sakfelldur fyrir brot gegn 2. mgr. 218. gr. hgl., verður litið til þess að hann hefur játað sök að öllu leyti, sbr. 9. tl. 1. mgr. 70. gr. hgl. Þá var ákærði ára þegar brotið átti s ér stað og hefur ekki áður unnið til refsingar, sbr. 4. og 5. tl. 1. mgr. 70. gr. hgl. Á hinn bóginn ber að líta til þess að hann sló brotaþo la þungu hnefahöggi í höfuð og sparkaði síðan fast í brotaþola , nærri höfði, þar sem hann var varnarlaus í jörðinni eftir atlögu ákærð a og meðákærða Ísaks Karls , sbr. 1. og 3. tl. 1. mgr. 70. gr. hg l . Loks verður litið til þess að brot ákærða var unnið í félagi við aðra, sbr. 2. mgr. 70. gr. hgl. Þykir þáttur brotaþola í útistöðum við ákærða í aðdraganda átakanna ekki hafa þýðingu við ákvörðun refsingar , enda var atlaga ákærða í engu samræmi við atferli brotaþola . Samkvæmt öllu framansögðu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 7 mánuði. R étt þykir að refsingin verði skilorðsbundin að öllu leyti og falli niður að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. hgl. 8 Ákærði Ísak Karl Tryggvason 29 Við ákvörðun refsingar ákærða Ísak s Karl s Tryggvason ar , sem hér hefur verið sakfelldur fyrir brot gegn 2. mgr. 218. gr. hgl. verður litið til aldur s ákærða, sem var árs þegar brotið átti sér stað og þess að hann hefur ekki áður unnið til refsingar , sbr. 4. og 5. tl. 1. mgr. 70. gr. hgl. Á hinn bóginn ber að líta til þess að hann sló brotaþo la hnefahöggi í höfuð ásamt meðákærða Ásmundi, sem varð ti l þess að brotaþoli féll í jörðina , sbr. 1. og 3. tl. 1. mgr. 70. gr. hg l . Loks verður litið til þess að brot ákærða var unnið í félagi við aðra, sbr. 2. mgr. 70. gr. hgl . Samkvæmt öllu framansögðu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 5 mánuði. R étt þykir að refsingin verði skilorðsbundin að öllu leyti og falli niður að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. hgl. Ákærði Kristján Kári Ágústsson 30 Við ákvörðun refsingar ákærða Kristjáns Kára , sem hér hefur verið sakfelldur fyrir br ot gegn 2. mgr. 218. gr. hgl., verður litið til þess að hann hefur játað sök að öllu leyti, sbr. 9. tl. 1. mgr. 70. gr. hgl. Þá var ákærði ára þegar brotið átti sér stað og hefur ekki áður unnið til refsingar , sbr. 4. og 5. tl. 1. mgr. 70. gr. hgl. Á h inn bóginn ber að líta til þess að hann átti upptökin að handalögmálunum með því að slá brotaþola utan undir og beindi síðan þungum höggum að höfði brotaþola þar sem hann lá varnarlaus í jörðinni eftir atlögu meðákærðu, sbr. 1. og 3. tl. 1. mgr. 70. gr. hg l. Þykir það ekki hafa áhrif á refsiákvörðun að brotaþoli hafi svarað kinnhesti ákærða með því slá til hans , enda var atlaga ákærða í engu samræmi við atferli brotaþola . Loks verður litið til þess að brot ákærða var unnið í félagi við aðra, sbr. 2. mgr. 70 . gr. hgl. Samkvæmt öllu framansögðu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 9 mánuði. R étt þykir að refsingin verði skilorðsbundin að öllu leyti og falli niður að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. hgl. C. Ákvörðun skaða - og m iskabóta 31 Ákærðu hafa verið sakfelldir fyrir líkamsárás gegn brotaþola sem þeir unnu í félagi. Með þeim verknaði ollu þeir brotaþola miska í skilningi 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 og þykja ekki efni til annars en að þeir beri á honu m óskipta ábyrgð. Að mati dómsins eru ekki efni til að virða þátt brotaþola í atburðarásinni honum til eigin sakar við ákvörðun miskabóta. Við mat á fjárhæð miskabóta verður litið til þess að aðför ákærðu var fólskuleg , hrottafengin og þess að þeir sýndu v elferð brotaþola algjört skeytingarleysi. Þykja miskabætur hæfilega ákveðnar 1.000.000 krónur. Ber sú fjárhæð vexti samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. janúa r 2020 til 27 . nóvembe r 2021, þá er mánuður var liðinn frá bi rtingu bótakröfunnar gagnvart ákærðu við þingfestingu málsins, en frá þeim degi reiknast dráttarvextir samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags. 32 Ákærðu verða enn fremur dæmd ir óskipt til greiðslu málskostnaðar brotaþola, sem með hliðsjón af eðli og umfangi málsins þykir hæfilega ákveðinn 500.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti . D. Ákvörðun sakarkostnaðar 9 33 Ákærði Arnar Þór Stefánsson er sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök samkvæmt ákæru. Hins vegar verður litið til þess við á kvörðun sakarkostnaðar að brot ákærða verður heimfært til 1. mgr. 217. gr. hgl., en ekki 2. mgr. 218. gr. eins og ákæruvaldið krafðist. Því til samræmis verður ákærða gert að greiða 2/3 málsvarnarlaun a verjanda síns, Valdemars Karls Kristinssonar lögmanns , sem m eð hliðsjón af eðli og umfangi málsins þykja hæfilega ákveðin 418.500 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Þriðjungur málsvarnarlaunanna greiðist úr ríkissjóði. 34 Ákærði Ásmundur Ólafsson er sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök samkv æmt ákæru. Því til samræmis verður honum gert að greiða málsvarnarlaun verjanda síns, Ólafs Rúnars Ólafssonar lögmanns, sem með hliðsjón af eðli og umfangi málsins þykja hæfilega ákveðin 418.500 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. 35 Ákærði Ísak Karl Tryggvason er sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök samkvæmt ákæru. Því til samræmis verður honum gert að greiða málsvarnarlaun verjanda síns, Stefáns Ólafssonar lögmanns , sem m eð hliðsjón af eðli og umfangi málsins þykja hæfile ga ákveðin 418.500 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. 36 Ákærði Kristján Kári Ágústsson er sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök samkvæmt ákæru. Því til samræmis verður honum gert að greiða málsvarnarlaun verjanda síns, Andrésar Más Magnús sonar lögmanns , sem m eð hliðsjón af eðli og umfangi málsins þykja hæfilega ákveðin 418.500 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti . Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Fanney Björk Frostadóttir aðstoðarsaksóknari. Hlynur Jónsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómarinn tók við meðferð málsins 9. des ember 2021 en hafði ekki aðkomu að því áður. Dómso r ð: Ákærði Arnar Þór Stefánsson sæti fangelsi í 2 mánuði , e n fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum 2 árum frá dómsbirtingu, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði Ásmundur Ólafsson sæti fangelsi í 7 mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum 2 árum frá dómsbirtingu, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði Ísak Karl Tryggvason sæti fangelsi í 5 mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinna r og hún falla niður að liðnum 2 árum frá dómsbirtingu, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði Kristján Kári Ágústsson sæti fangelsi í 9 mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum 2 árum frá dó msbirtingu, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Ákærðu greiði óskipt brotaþolanum, Y , 1.000.000 krón ur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. janúar 2020 til 27. nóvember 10 2021, en frá þ eim degi reiknast dráttarvextir samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags. Þá greiði ákærðu brotaþola óskipt 500.000 krónur í málskostnað. Ákærð i Ásmundur Ólafsson greiði 418.500 króna málsvarnarlaun Ólafs Rúnars Ólafssonar verjanda síns, að meðtöldum virðisaukaskatti . Ákærði Arnar Þór Stefánsson greiði 2/3 hluta 418.500 króna málsvarnarlauna verjanda síns Valdemars Karls Kristinssonar , að meðtöldum virðisaukaskatti, en þriðjungur greiðist úr ríkissjóði. Ákærði Ísak Karl Try ggvason greiði 418.500 króna málsvarnarlaun Stefáns Ólafssonar verjanda síns, að meðtöldum virðisaukaskatti. Ákærði Kristján Kári Ágústsson greiði 418.500 króna málsvarnarlaun Andrésar Más Magnússonar verjanda síns, að meðtöldum virðisaukaskatti. Hlynur J ónsson