Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 11. janúar 2021 Mál nr. S - 7352/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu (Elín Hrafnsdóttir aðstoðarsaksóknari) g egn Þórhall i Pál i Halldórs syni Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er höfðað með ákæru , útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 3. nóvember 2020, á hendur Þórhalli Páli Halldórssyni, kt. [...] , [...] , [...] , fyrir eftirtalin umferðar - og fíkniefnalagabrot, með því að hafa: 1. Sunnudaginn 3. maí 2020 ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti, með 79 km hraða á klukkustund suður Vesturlandsveg, í Hvalfjarðargöngunum, þar leyfður hámarkshraði var 70 km á klukkustund. Telst brot þetta varða við 3., sbr. 5. mgr. 37. gr. o g 1. mgr. 58. gr. sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 2. Fimmtudaginn 4. júní 2020 ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti og undir áhrifum Hvalfjarðarsveit, við Hvalfjarðarveg, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst brot þetta varða við 1, sbr. 2. mgr. 49. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 3. Þriðjudaginn 23. júní 2020 ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna hen ni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist tetrahýdrókannabínól 2,9 ng/ml) um Fossaleyni í Reykjavík , við Egilshöll, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. 2 Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 4. Miðvikudaginn 8. júlí 2020 ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkn iefna (í blóði mældist tetrahýdrókannabínól 3,2 ng/ml) norður Vesturlandsveg í Hvalfjarðarsveit, við Ölver, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 5. Föstudaginn 17. júlí 2020 ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist tetrahýdrókannabínól 2,7 ng/ml) um Þverholt í Mosfellsbæ, við Háholt, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn og haft í vörslum sínum 0,84 g af maríhúana, sem ákærði framvísaði við afskipti lögreglu. Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 og 2. gr., sbr. 5. og 6. gr . laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. 6. Fimmtudaginn 27. ágúst 2020 ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti og óh æfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 95 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 6,3 ng/ml) um Skyggnisbraut í Reykjavík, við hús nr. 24, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 101. gr. laga nr. 77/2019. Krafist er upptöku á 0,84 g af maríhúana, sem hald var lagt á, samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018 . Ákærði sótti ekki þing við þingfestingu málsins og hafði ekki boðað forföll en hafði verið birt ákæra og fyrirkall. Verður málið dæmt samkvæmt heimild í a - lið 1. mgr. 161. 3 gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála enda var þess getið í fyrirkallinu að þanni g gæti farið um meðferð málsins. Með vísan til framanritaðs og til rannsóknargagna málsins telst framangreind háttsemi sönnuð og er hún rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur í [...] . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 28. októbe r 2020, hefur ákærða sex sinnum áður verið gerð refsing fyrir umferðar - og fíkniefnalagabrot auk hegningarlagabrota . Það sem skiptir máli við ákvörðun refsingar í máli þessu, þar sem ítrekunaráhrif eldri umferðarlagabrota eru fallin niður, sbr. 3. mgr. 71. gr. almennra hegningar laga nr. 19/1940, er lögreglustjórasátt frá 8. júlí 2020 þar sem ákærða var gert að greiða sekt fyrir akstur undir áhrifum vímuefna og fyrir akstur sviptur ökurétti. Þau brot sem ákærði er nú sakfelldur fyrir samkvæmt 1. - 4. tölul. í ákæru voru framin áður en ákærði gekkst undir framangreinda lögreglustjórasátt 8. júlí 2020. Verður ákærða því dæmdur hegningarauki vegna þeirra brota , sbr. 78. gr. almennra hegningar laga nr. 19/1940. Brot ákærða samkvæmt 5. og 6. tölul. í ákæru eru ítre kun. Með hliðsjón af framangreindu, sakarefni þessa máls og ákvæðum 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin 1.5 00 .000 króna sekt til ríkissjóðs, sem ákærða ber að greiða innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þess a að telja en sæta ella fangelsi í 48 daga. Með vísan til lagaákvæða í ákæru er æv ilöng ökuréttarsvipting ákærða samkvæmt dómi 13. júlí 2012 áréttuð frá birtingu dóms þessa að telja. Með vísan til lagaákvæða í ákæru eru gerð upptæk til ríkissjóðs 0,84 grömm af maríúhana, sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins. Ákærði greiði 505 .559 krónur í sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Vilhjálmur Reyr Þórhallsson aðstoðarsaksóknari fyrir Elínu Hrafnsdóttur aðstoðarsaksóknara. Sigríðu r Dagmar Jóhannsdóttir, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Þórhallur Páll Halldórsson, greiði 1. 500 .000 króna sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa að telja en sæti ella fangelsi í 48 daga. Á réttuð er ævilöng svipting ökurétt ar ákærða. Upptæk eru gerð til ríkissjóðs 0,84 grömm af maríhúana. Ákærði greiði 505.559 krónur sakarkostnað. Sigríður Dagmar Jóhannsdóttir