Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 8. apríl 2021 Mál nr. S - 6923/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu ( Sigurður Ólafsson aðstoðarsaksóknari ) g egn X ( Brynjólfur Eyvindsson lögmaður ) Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 20. október 2020, á hendur X , kt. [...] , [...] , [...] , fyrir eftirgreind kynferðisbrot, með því hafa: 1. Á tímabilinu 18. september til og með 20. desember 2019 á heimili sínu að [...] , [...] , aflað sér og haft í vörslum sínum 1.319 kvikmyndir og 479 ljósmyndir sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. 2. Á tímabilinu 15. apríl 2017 til og m eð 22. ágúst 2018 á heimili sínu að [...] , [...] , skoðað samtals 240 myndir og myndskeið sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfengin hátt. Telst brot í 1. lið varða við 1. mgr. og brot í 2. lið við 2. mgr. 210. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/194 0. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar , til greiðslu alls sakarkostnaðar og dæmdur til að sæta upptöku á [...] fartölvu og [...] fartölvu samkvæmt 1. og 3. tl. 1. mgr. 69. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Verjandi ákærði kr efst vægustu refsingar sem lög leyfa sem verði að öllu leyti skilorðsbundin og hæfilegrar þóknunar sér til handa. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. 2 Ákærði hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur í [...] [...] . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 15. október sl., hefur hann ekki áður gerst sekur um refsivert brot. Ákærði hefur lagt fram vottorð [...] sálfræðings, dag s. 1. desember 2020, um sálfræðimeðferð vegna óviðeigandi hegðunar. Fram kemur að ákærði hefur mætt reglubundið í 35 skipti hjá sálfræðingnum en frá því að vottorðið var gefið út hefur hann haldið áfram að mæta. Fram kemur að meðferðarvinnu er ekki lokið e n ákærði hafi að öllu jöfnu sinnt viðtölum vel, leitað eftir stuðningi og sinnt helstu verkefnum daglegs lífs. Við ákvörðun refsingar verður m.a. litið til greiðlegrar játningar ákærða og vilja hans til að bæta sig. Þá verður einnig að líta til þess að um talsvert magn er að ræða af kvikmyndum og ljósmyndum sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt og er þar á meðal efni sem telja verður sérstaklega gróft. Af þeim sökum er um að ræða stórfellt brot skv. 1. mgr. 210. gr. a í almennum hegningarlögu m í fyrri lið ákærunnar . Þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í fimm mánuði, en þykir mega fresta fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940 , sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Með vísan til lagaákvæða í ákæru er u gerðar upptækar [...] fartölva og [...] 2668 fartölva sem lögregla lagði hald á við meðferð málsins . Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipað verjanda síns, Brynjólfs Eyvindssonar lögmanns, 164.920 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti og 25.000 krónur í útlagðan kostnað , og 721.268 krónur í annan í sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Sigurður Ólafsson aðstoðarsaksóknari. Barbara Björnsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Ákærði, X , sæti fangelsi í fimm mánuði en fullnustu refsingarinnar er frestað og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/ 1955. Ákærði sæti upptöku á [...] fartölvu og [...] fartölvu. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipað verjanda síns, Brynjólf s Eyvindssonar lögmanns, 164.920 krónur og 25.000 krónur í útlagðan kostnað, og 721.268 krónur í annan í sakarkostnað.