Héraðsdómur Reykjaness Dómur 2. mars 2021 Mál nr. S - 1190/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu ( Elín Hrafnsdóttir aðstoðarsaksóknari ) g egn Henning i Þór i Haukss yni Dómur Mál þetta sem dómtekið var 19. febrúar 2021 höfðaði Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu með ákæru 5. maí 2020 á hendur ákærða Henningi Þóri Haukssyni, kt. [...] , [...] , Garðabæ: fyrir eftirtalin brot: 1. Skjalabrot með því að hafa, á ótilgreindum tíma, í blekkingarskyni sett skráningarnúmerið [...] , sem tilheyrði ljósgrárri bifreið af gerðinni Toyota Corolla, á ljósgráa bifreið af gerðinni BMW, sem bera átti skráningarnúmerið [...] og ekið henni þannig á r öngum skráningarmerkjum, en lögregla stöðvaði aksturinn föstudaginn 27. september 2019 við Lækjarfit 8 í Garðabæ. Telst brot þetta varða við 1. mgr. 157. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 2. Þjófnað og skjalabrot með því að hafa, á ótilgreindum tíma, stolið skráningarnúmerunum [...] , sem tilheyrði blárri bifreið af gerðinni Toyota Yaris og [...] , sem tilheyrði hvítri bifreið af gerðinni Volkswagen Caddy, af partasölu í Hafnarfirði og sett þau á ljósgráa bifreið af gerðinni BMW, sem bera átti skráninga rnúmerið [...] , en lögregla hafði afskipti af ákærða laugardaginn 7. desember 2019 við byggingarsvæði við Nauthólsveg í Reykjavík, til móts við Hótel Natura. Telst brot þetta varða við 1. mgr. 157. gr. og 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/194 0. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. 2 Í þinghaldi 19. febrúar 2021 var mál S - 3270/2020 einnig tekið fyrir og sameinað máli þessu sbr. heimild 1. mgr. 169. gr. laga nr. 88/2008. Lögreglustjórinn á höf uðborgarsvæðinu höfðaði það mál gegn ákærða með ákæru 8. desember 2020: fyrir eftirtalin brot: 1. Þjófnað og skjalabrot með því að hafa, laugardaginn 11. júlí 2020, við Hólshraun 3 í Hafnarfirði, stolið skráningarmerkjunum [...] af ljósgrárri bifreið af g erðinni Renault Kangoo og að hafa á ótilgreindum tíma, í blekkingarskyni sett skráningarnúmerið [...] aftan á ljósgráa bifreið af gerðinni BMW 3, sem bera átti skráningarnúmerið [...] og einnig sett skráningarnúmerið [...] , sem tilheyrði ljósgrárri bifreið af gerðinni Hyundai I10, framan á ljósgráa bifreið af gerðinni BMW 3, sem bera átti skráningarnúmerið [...] , og ekið henni þannig á röngum skráningarmerkjum, en lögregla hafði afskipti af ákærða fimmtudaginn 20. ágúst 2020 við Hótel Natura við Flugvallave g í Reykjavík. Telst brot þetta varða við 1. mgr. 157. gr. og 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 2. Skjalabrot með því að hafa, á ótilgreindum tíma, í blekkingarskyni sett skráningarnúmerið [...] , sem tilheyrði ljósgrárri bifreið af gerðinni Volkswagen Polo, framan á ljósgráa bifreið af gerðinni BMW 3, sem bera átti skráningarnúmerið [...] og sett skráningarnúmerið [...] , sem tilheyrir ljósbrúnni bifreið af gerðinni Volkswagen Passat, aftan á ljós gráa bifreið af gerðinni BMW 3, sem bera átti skráningarnúmerið [...] , og ekið henni þannig á röngum skráningarmerkjum, en lögregla stöðvaði aksturinn sunnudaginn 4. október 2020 á Vífilstaðavegi í Garðabæ, við Norðurbrún. Telst brot þetta varða við 1. mg r. 157. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði mætti ekki við þingfestingu málsins og hafði ekki boðað forföll en honum voru birtar ákærur og fyrirköll. Ver ður málið dæmt samkvæmt heimild í a - lið 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála enda var þess getið í fyrirköllunum að þannig gæti farið um meðferð málsins. Með vísan til framanritaðs og rannsóknargagna málsins telst framangreind háttsemi sönnuð og e r hún réttilega heimfærð til refsiákvæða í ákæru m . 3 Ákærði er fæddur í júní árið [...] og hefur samkvæmt framlögðu sakavottorði einu sinni áður sætt refsingu. Ákærði var með dómi Héraðsdóms Reykjaness 8. janúar 2016 dæmdur fyrir samskonar brot og nú. Með hl iðsjón af atvikum málsins og með vísan til ákvæða 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 3 mánuði en fresta skal fullnustu refsingar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ólafur Egill Jónsson aðstoðarmaður dómara kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærði , Henning Þór Hauksson, sæti fangelsi í 3 mánuði en fresta skal fullnustu þeirrar refsingar og skal hún niður falla að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ólafur E gill Jónsson