D Ó M U R Héraðsdóms Reykjaness föstudaginn 1. nóvember 2019 í máli nr. S - 1257/2019: Ákæruvaldið (Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir aðstoðarsaksóknari) gegn Bjarna Björnssyni (Unnsteinn Örn Elvarsson lögmaður) I Mál þetta, sem dómtekið var 18. október 2019, höfðaði héraðssaksóknari með svohljóðandi ákæru 5. september 2019 á hendur ákærða, Bjarna Björnssyni, kt. 000000 - 0000 , Ásakór 8, Kópavogi; á vínveitingahúsinu Kalda bar, Laugavegi 20b í Reykjavík, slegið glasi í höfuð og háls A , kt. 000000 - 0000 , með þeim afleiðingum að hann hlaut skurð og tætt sár með mörgum fl ipum vinstra megin á hálsi upp við og á eyra, sem sauma þurfti með 30 sporum og myndaði töluvert lýti, skerta heyrn, stífleika í baki, kláða og dofa í og útfrá vinstra eyrnasnepli, varanlegan áverka á andlitstaug, sem meðal annars olli minni hreyfigetu og krafti í andliti vinstra megin og augnþurrki vinstra megin. Telst þetta varða við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Af hálfu brotaþola, A , kt. 000000 - 0000 , er þess krafist að ákærða verði gert að greiða honum skaða - og miskabætur samtals að fjárhæð 5.535.487 krónur, með vöxtum skv. 8. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 frá 19. maí 2018, en síðan með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. vaxtalaga frá þe im degi er mánuður er liðinn frá því að krafan er sannarlega birt ákærða til greiðsludags. Þá er þess jafnframt krafist að árásarmanni verði gert að greiða A málskostnað að skaðlausu samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi eða mati réttarins, að v iðbættum 24% virðisaukaskatti, fyrir að halda fram bótakröfu sinni í málinu. Við þingfestingu málsins lýsti lögmaður brotaþola því yfir að hann lækkaði fjárhæð skaða - og miskabótakröfunnar í 5.134.312 krónur. Að öðru leyti er krafan óbreytt. Ákærði kom fyrir dóm við þingfestingu málsins og játaði skýlaust sakargiftir. Hann viðurkenndi einnig bótaskyldu, en mótmælti fjárhæð kröfunnar sem of hárri. Krafðist hann vægustu refsingar sem lög leyfa og að þóknun skipaðs verjanda yrði greidd úr ríkissjóði. 2 II Ei ns og áður greinir játaði ákærði brot sitt án undandráttar og sagðist iðrast mjög gjörða sinna. Kvaðst hann stöðugt hugsa um verknaðinn og afleiðingar hans, svo og hvernig hann brást við umrætt sinn af algeru hugsunarleysi. Fær játning hans stoð í gögnum m álsins. Var því f arið með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu er sækjanda og skipuðum verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Samkvæmt því þykir sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og er þar rétt heimfærð til refsiákvæða. Ákærði er fæddur í [...] og hefur ekki áður sætt refsingum. Við ákvörðun refsingar verður til þess litið, svo og að ákærði játaði skýlaust brot sitt og kvaðst mjög iðrast gjörða sinna. Á hinn bóginn verður ekki fram hjá því horft að atlaga ákærða var sérlega alvarleg og mátti litlu muna að brotaþoli hlyti lífhættulega áverka. Með vísan til 1. - 3. tl. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 ákveðst hæfileg refsing hans fangelsi í 12 mánuði, en í ljósi atvika þykir rétt að skilorðsbinda refsinguna eins og nánar greinir í dómsorði. Eins og fyrr greinir hefur brotaþoli krafist skaða - og miskabóta, alls að fjárhæð 5.134 .312 krónur, auk vaxta. Krafan sundurliðast þannig að útlagður sjúkrakostnaður nemur alls 134.312 krónum, en miskabætur 5.000.000 krónum. Ákærði hefur fallist á bótaskyldu, en mótmælir fjárhæð miskabótakröfunnar sem of hárri. Með vísan til 1. gr. skaðabóta laga nr. 50/1993 verður ákærði dæmdur til að greiða brotaþola útlagðan sjúkrakostnað, alls 134.312 krónur, auk miskabóta samkvæmt a - lið 1. mgr. 26. gr. sömu laga, sem teljast hæfilegar 900.000 krónur, auk vaxta og dráttarvaxta svo sem í dómsorði greinir. V ið ákvörðun miskabóta er höfð hliðsjón af alvarlegum afleiðingum árásar ákærða, sem lýst er í ákæru og framlögðum læknisvottorðum og göngudeildarskrám. Loks verður ákærða í samræmi við niðurstöðu málsins og með vísan til 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 u m meðferð sakamála gert að greiða allan sakarkostnað málsins, en þar er um að ræða sakarkostnað lögreglu, 88.920 krónur, þóknun skipaðs verjanda ákærða, Unnsteins Arnar Elvarssonar lögmanns, 421.600 krónur, og 300.000 krónur í þóknun lögmanns brotaþola, Er lings Daða Emilssonar, vegna ritunar bótakröfunnar og við að halda henni fram fyrir dómi. Við ákvörðun þóknunar til lögmanna hefur verið tekið tillit til greiðslu virðisaukaskatts. Ingimundur Einarsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Á kærði, Bjarni Björnsson, sæti fangelsi í 12 mánuði, en fresta skal fullnustu refsingar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dómsins að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 3 Ákærði greiði A 1.034.3 12 krónur með vöxtum samkvæmt 8. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 frá 19. maí 2018 til 4. nóvember 2019, en dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði allan sakarkostnað málsins, alls 810.520 krónur, þar af 421.600 krónur í þóknun til skipaðs verjanda síns, Unnsteins Arnar Elvarssonar lögmanns, 300.000 krónur í þóknun til lögmanns brotaþola, Erlings Daða Emilssonar lögmanns, og 88.920 krónu r í annan sakarkostnað. Ingimundur Einarsson