Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 7. apríl 2022 Mál nr. S - 66/2021 : Ákæruvaldið ( Agnes Björk Blöndal saksóknarfulltrúi ) g egn Guðmund i Friðrik i Stefánss yni ( Stefán Karl Kristjánsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem var dómtekið 24. mars sl., var höfðað með þremur ákæru m lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, á hendur Guðmundi Friðriki Stefánssyni, kt. , , Reykjavík. aðfararnótt sunnudagsins 31. maí 2020, ekið bifreiðinni , sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa áfengis og ávana - og fíkniefna (í b lóðsýni sem tekið var í þágu rannsóknar ng/ml), frá Krambúðinni við Borgarbraut á Akureyri, vestur Borgarbraut, norður Bugðusíðu og vestur Kjalarsíðu þar sem hann stöðvaði bifreiðina fyrir framan hús nr. . Teljast brot þessi varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 49. gr., 1. mgr., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Jafn framt er þess krafist að honum verði gert að sæta sviptingu ökuréttar samkvæmt 99. og Önnur ákæran er dagsett - og fíkniefnalagabrot, með því að hafa föstudaginn 19. febrúar 2021, ekið bifre iðinni , sviptur ökurétti, undir bifreiðinni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóðsýni sem var tekið í þágu rannsóknar málsins mældist amfetamín 540 ng/ml) aust ur Skógarlund, suður Dalsbraut og áfram suður Kjarnagötu á Akureyri þar sem lögregla stöðvaði akstur hans við hús og með því að hafa verið með í vörslum sínum, á sama tíma, 9,83 grömm af amfetamíni en efnin fundust við leit lögreglu í bifreiðinni. Tels t brot þetta varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 49. gr., 1. mgr., sbr. 2. mgr. 50. gr., 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 og 2. gr., sbr. 5. gr. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, með síðari breytingum og 2. gr., s br. 14 gr. 2 reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001 með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Jafnframt er gerð sú krafa að ákærði sæti sviptingu öku réttar samkvæmt 99. gr. og. 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þá er þess einnig krafist að ákærða verði gert að sæta upptöku á efni því sem lögreglan lagði hald á og tilgreind eru í efnaskrá nr. 45461 samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14 . gr. reglugerðar nr. Þriðja ákæran er dagsett 8. september 2021 I. Með því að hafa, að kvöldi föstudagsins 30. apríl 2021, ekið bifreiðinni, , sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna bifreiðinni öruggl ega vegna áhrifa áfengis (í blóðsýni Akureyri, inn Grenilund, um Miðhúsabraut og að bifreiðastæði við verslun Bónus við gatnamót Miðhúsabrautar og Kjarnagötu, þar sem hann lag ði bifreiðinni og lögregla hafði afskipti af honum Teljast brot þessi varða við 1. mgr., sbr. 3. mgr. 49. gr., 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. II. Með því að hafa, að kvöldi laugardagsins 24. júlí 2021, ekið bifreiðinni , sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóðsýni sem tekið var í þágu rannsóknar málsins mældist amfetamín 125 ng/ml.), um Spöngina við Borgartorg í Reykjavík, þar sem lögreglu stöðvaði akst ur hans. Teljast brot þessi varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 50. gr., 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. III. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þess er jafnframt krafist að ákærða verði gert að sæta sviptingu ökuréttar skv. 99. og 101. gr. umferðarlaga nr. 77/201 9. Af hálfu ákærða er krafist vægustu refsingar sem lög leyfa, og að hún verði að hluta skilorðsbundin. Þá er krafist þóknunar til handa skipuðum verjanda. Ákærði hefur komið fyrir dóm og játað sök samkvæmt ákæru m . Með játningu hans, sem ekki er ástæða til að efa að sé sannleikanum samkvæm, og gögnum málsins, er nægilega sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru m er lýst og þar er réttilega h eimfærð til refsiákvæða. Verður lagður dómur á málið án frekari sönnunarfærslu, sbr. heimildarákvæði 164. gr. laga nr. 88/2008. S akaferill ákærða er töluverður og nær aftur til ársins 1997. Samkvæmt framlögðu sakavottorði hefur ákærði margítrekað verið fu ndinn sekur um að aka sviptur ökurétti , undir áhrifum áfengis og óhæfur til að stjórna bifreið örugglega vegna ávana - og fíkniefna. Þá síðast þann 23. október 2019, en þá hlaut ákærði dóm í h éraðsdóm i 3 Norðurlands eystra m.a. fyrir að aka sviptur ökurétti, aka undir áhrifum fíkniefna og aka undir áhrifum áfengis. Hafði ákærði ítrekað brot vegna aksturs undir áhrifum áfengis og fíkniefna í sjöunda sinni og í sjötta sinn vegna aksturs sviptur ökurétti. Var refsing ákveðin fangelsi í 22 mánu ði og ævilöng svipting ökuréttar áréttuð . Sá dómur var staðfestur í Landsrétti þann 11. júní 2021. Ákærði hlaut einnig dóm þann 24. nóvember 2020 fyrir líkamsáras. Ákærða var ekki gerð sérstök refsing. Brot ákærða þann 31. maí 2020 var framið fyrir uppkva ðningu dómsins þann 24. nóvember 2020. Verður því litið til 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 um hegningarauka hvað það brot varðar. Ákærði er nú dæmdur fyrir að aka í fjórgang sviptur ökurétti og í öll skiptin undir áhrifum áfengis o g/eð a fíkni efna . Með því hefur hann ítrekað brot sín í sjöunda og áttunda sinni, auk þess að vera nú sakfelldur fyrir vörslur fíkniefna . Með vísan til alls framangreinds er refsing ákærða ákveðin fangel si í 32 mánuði. Sakaferill ákærða gefur ekki tilefni til að skil orðsbinda refsingu hans. Með vísan til 3. mgr. 99. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 er ævilöng svipting ökuréttar áréttuð. Að kröfu ákæruvalds, og með vísan til 5. gr. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 skal ákærði sæta upptöku á þeim efnum er í dómsorði greinir. Að kröfu ákæruvalds og með vísan til dómsniðurstöðu verður ákærði dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar, þ. m . t þóknun skipaðs verjanda síns, eins og hún ákveðst í dómsorði að virðisaukaskatti meðtöldum . Berglind Harðardóttir aðstoðarmaður dómara kveður upp dóminn. Dómso r ð: Ákærði, Guðmundur Friðrik Stefánsson, sæti fangelsi í 32 mánuði. Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt. Gerð eru upptæk 9,83 grömm af amfetamíni . Ákærði greiði 535.800 krónur í sakarkostnað, þ.m.t. þóknun skipaðs verjanda síns, Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns , 139.500 krónur .