Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 14. júlí 2020 Mál nr. S - 423/2019 : Ákæruvaldið (Eyþór Þorbergsson fulltrúi) g egn Ísak D egi Viktorss yni ( Guðmundur St. Ragnarsson lögmaður ) Dómur Mál þetta, sem var dómtekið 16. júní sl., var höfðað með ákæru héraðssaksóknara, dagsettri 4. desember 2019, á hendur Ísak Degi Viktorssyni, [...] , 1. janúar 2019, á s kemmtistaðnum Sjallanum við Geislagötu 14, Akureyri, slegið A , með glerglasi í aftanvert höfuð hans vinstra megin, svo að glasið brotnaði. Af árásinni hlaut A eins og hálfs sentimetra skurð aftan við vinstra eyra, sem sauma þurfti með einu spori, þriggja s entimetra mar að þvermáli undir skurðinum og grunn húðsár á vinstri hluta háls, samtals um þrír sentimetrar að lengd. Telst þetta varða við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greið slu alls Ákærði hefur komið fyrir dóm og játað sök samkvæmt ákæru. Með játningu hans, sem ekki er ástæða til að efa að sé sannleikanum samkvæm, og gögnum málsins, er nægilega sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru er l ýst og þar er réttilega heimfærð til refsiákvæð is . Verður lagður dómur á málið án frekari sönnunarfærslu, sbr. heimildarákvæði 164. gr. laga nr. 88/2008. Af sakarferli ákærða skiptir hér máli að þ ann 14. nóvember 2019 var ákærði dæmdur í 90 daga fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár, fyrir brot gegn 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga. Samkvæmt 60. gr. sömu laga skal taka upp skilorðsdóminn frá 14. nóvember 2019 og ákveða ákærða refsingu í einu lag i fyrir bæði brotin. Þar sem ákærði framdi það brot sem hann er nú sakfelldur fyrir uppsögu þess dóms verður refsing ákveðin eftir reglum 78. gr. almennra hegningarlaga um hegningarauka. Refsing ákærða er ákveðin fangelsi í átta mánuði . Með vísan til þess að um hegningarauka þykir mega fullnustu refsingarinnar skilorðsbundið, eins og nánar greinir í dómsorði. Að kröfu ákæruvalds og með vísan til dómsniðurstöðu verður ákærði dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar, þ.m.t. þóknun skipaðs verjanda síns, Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns, sem í dómsorði er tilgreind að teknu tilliti til virðisaukaskatts. 2 Arnbjörg Sigurðardóttir settur héraðsdómari kveður upp dóminn. D ó m s o r ð : Ákærði, Ísak Dagur Viktorsson sæti fangelsi í átta mánuði. Fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . Ákærði greiði allan sakarkostnað , alls 148.130 krónur , þ.m.t. þóknun skipaðs verjanda sí ns, Gu ðmundar St. Ragnarssonar lögmanns , 114.700 krónur .