Héraðsdómur Reykjaness Dómur 6. apríl 2021 Mál nr. S - 38/2021 : Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ( Daníel Reynisson saksóknarfulltrúi ) g egn Perl u Dís Ragnarsdótt ur Dómur Mál þetta sem var dómtekið 10. mars sl. höfðaði Lögreglustjórinn á Suðurnesjum með ákæru 4. janúar 2021 á hendur ákærðu Perlu Dís Ragnarsdóttur, kt. [...] , [...] , [...] : fyrir umferðarlagabrot með því að hafa, þriðjudaginn 29. september 2020, ekið bifrei ðinni [...] , á Grænásbraut, Reykjanesbæ, svipt ökuréttindum, undir slævandi áhrifum lyfsins Alprazólam (í blóði mældist 31 ng/ml) og undir áhrifum ávana - og fíkniefna sem bönnuð eru á íslensku yfirráðasvæði (í blóði mældist amfetamín 25 ng/ml og tetrahýdró kannabínól 3,2 ng/ml) og því ekki verið fær um að stjórna bifreiðinni örugglega. Telst þessi háttsemi ákærðu varða við 1., sbr. 2. mgr . 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærða verði dæmd til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar . Þá er þess jafnframt krafist að ákærða verði dæmd til að sæta sviptingu ökuréttar, sbr. Ákærð a mætti ekki við þingfestingu málsins og hafði ekki boðað forföll en hafði verið birt ákæra og fyrirkall. Verður málið dæmt samkvæmt heimild í a - lið 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála enda var þess getið í fyrirkallinu að þannig gæti farið um meðferð málsins. Með vísan til framanritaðs og rannsóknargagna málsins telst framangreind háttsemi sönnuð og er hún réttilega heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærða er fædd í júní árið [...] og samkvæmt framlögðu sakavottorði hefur ákærða fimm sinnum áður sætt refsingu fyrir umferðarlaga og fíkniefnalagabrot. Við mat á ákvörðun r efsing ar er litið til þess að ákærða ók í fjórða skipti undir áhrifum fíkniefna. Með hliðsjón af atvikum málsins og með vísan til 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þykir refsing ákærðu hæfilega ákveðin 60 daga fangelsi. 2 Samkvæmt úrslitum málsins, sbr. 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, verður ákærð u gert að greiða allan sakarkostnað. Ákærð a dæmist því til að greiða útlagðan kostnað vegna rannsókna á lífsýnum, samtals 225.938 krónur. Með vísan til framangreinds þykir, í samræmi við kröfugerð ákæruvalds og með vísan til 99. og 101. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 , rétt að svipta ákærð u ökurétti ævilangt frá birtingu dóms þessa að telja. Ólafur Egill Jónsson aðstoðarmaður dómara kveður upp dóm þennan. Dómso r ð: Ákærða, Perla Dís Ragnarsdóttir, sæti fangelsi í 60 daga. Ákærða er svipt ökurétti ævilangt frá birtingu dóms þessa að telja. Ákærða greiði 225.938 krónur í sakarkostnað. Ólafur Egill Jónsson