Héraðsdómur Norðurlands eystra Dómur 6 . apríl 2022 Mál nr. S - 448/2020 : Ákæruvaldið (Fanney Björk Frostadóttir aðstoðarsaksóknari) gegn Elmari Þór Sveinarssyni ( Guðmundur St. Ragnarsson lögmaður ) Ara Rúnarssyni ( Ólafur Viggó Thordersen lögmaður ) X ( Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður ) Hákoni Geirfinnssyni ( Sigmundur Guðmundsson lögmaður ) Z ( Friðrik Smárason lögmaður ) Þórði Má Sigurjónssyni ( Stefán Karl Kristjánsson lögmaður ) og Aroni Vigni Erlendssyni (Þorgils Þorgilsson lögmaður) ( Gísli M. Auðbergsson réttargæslumaður brotaþola) (Arnar Sigfússon og Heiðar Örn Stefánsson lögm enn einkaréttarkröfuhafa) Dómur 1 Mál þetta var þingfest 3 . maí 2021 og dómtekið 10. mars sl. Málið er höfðað með þremur ákærum l ögreglustjórans á Norðurlandi eystra, útgefnum 7. september 2020 , 12. október 2020 og 2 2 . febrúar 2021 , og tveimur ákærum héraðssaksóknara, útgefnum 17. september 2020 og 2. desember 2021 , á hendur Ara Rúnarssyni, kennitala , , Akureyri, Aroni Vigni Erlendssyni, kennitala , , Reykjavík , X , kennitala , , Akureyri, Elmari Þór Sveinarssyni, kennitala , , Reykjavík, Hákoni Geirfinnssyni, kennitala , , Akureyri , Z , ken nitala , , Akureyri og Þórði Má Sigurjónssyni, kennitala , , Akureyri , fyrir brot gegn almennum hegningarlögum, áfengislögum, fíkniefnalögum og vopnalögum, framin á árunum 2016 2020 , sem hér segir: I. Ákæra lögreglustjóra 7 . sept ember 20 20 . 2 2 Með nefndri ákæru er málið höfðað á hendur ákærða Elmari Þór Sveinarssyni , fyrir eftirtalin hegningarlagabrot: I. Fjársvik og tilraun til fjársvika. Með því að hafa þann 14. október 2016 sent Vátryggingafélagi Íslands hf., ranga tilkynningu um umferðarsl ys sem hann sagði að hafi átti sér stað 12. ágúst 2016 á Eyjafjarðarbraut vestari og þannig svikið út úr tryggingafélaginu 3.378.454 krónur og reynt að svíkja út úr félaginu 18.710.347 krónur til viðbótar. Í tilkynningunni kom fram að hann hafi verið farþ egi aftan á bifhjólinu , sem D , kt. , eigandi hjólsins hafi ekið og slysið hafi orðið með þeim hætti að þeir hafi verið að aka Eyjafjarðarhringinn og í beygju neðan við Kristnes hafi hjólinu verið ekið inn á hvíta línu á miðjum veginum og þá hafi kom ið sláttur á hjólið vegna bleytu og hálku og hann hafi kastast af hjólinu og lent á öxlinni á grasi utanvegar. Í raun átti slysið sér stað með þeim hætti að ákærði og félagi hans E , kt. , voru að aka umræddan Eyjafjarðarhring á bifhjólinu , sem ákærð i átti sjálfur, en ákærði og félagi hans E voru báðir sviptir ökurétti þegar slysið átti sér stað. Vegna þessara fjársvika ákærða greiddi tryggingafélagið kr. 3.378.454, en sú upphæð var greidd til ákærða eða vegna ákærða í 21 greiðslum á tímabílinu [svo] frá og með 2. desember 2016 til og með 4. ágúst 2017. Telst þetta varða við 248. gr. og 248. gr., sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. II. Peningaþvætti. Með því að hafa á tímabílinu [svo] frá 2. desember 2016 til 4. ágúst 2017, móttekið gr eiðslur frá Vátryggingafélagi Íslands hf., samtals að fjárhæð 3.378.454 krónur, sem hann hafði aflað sér með ofangreindum hætti og ráðstafað þeim til eigin neyslu og greiðslu á kostnaði sem var tryggingataka bifhjólsins , D , óviðkomandi. Telst þetta var ða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa: Vátryggingafélag Íslands hf., kt. [...] , Ármúla 3, Reykjavík gerir bótakröfu á hendur ákærða að fjárhæð kr. 3.716.454 - , auk þess er krafist vaxta samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu af kr. 1.750 frá 2.12.2016, og af kr. 36.750 frá 21.12.2016, og af kr. 1.755.846 frá 13.1.2017, og af kr. 1.794.406 f rá 2.2.2017, og af kr. 2.666.744 frá 15.2.2017, og af kr. 2.681.368 frá 16.2.2017, og af kr. 2.881.368 frá 23.3.2017, og af kr. 2.923.471 frá 27.3.2017, og af kr. 2.929.435 frá 4.4.2017, og af kr. 3.129.435 frá 12.4.2017, og af kr. 3.150.142 frá 2.5.2017, og af kr. 3.154.342 frá 9.5.2017, og af kr. 3.354.342 frá 12.5.2017, og af kr. 3.357.342 frá 30.5.2017, og af kr. 3.372.300 frá 27.7.2017, og af kr. 3.378.454 frá 4.8.2017, og af kr. 3.716.464 frá 26.02.2018 til 9.júlí 2020, en síðan dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr. sömu laga til greiðsludags. 3 Þá er gerð krafa um greiðslu lögmannskostnaðar að mati dómsins. II. Ákæra Héraðssaksóknara 17 . sept ember 20 20 . 3 Með nefndri ákæru er málið höfðað á hendur ákærðu Elmari Þór Sveinarssyni, Ara Rúnarssyni, X , Hákoni Geirfi nnssyni, Z og Þórði Má Sigurjónssyni fyrir brot gegn almennum hegningarlögum, sem beindust að A , kennitala , aðfaranótt þriðjudagsins 5. september 2017, á Akureyri, sem hér greinir: I. Á hendur ákærðu Elmari, Hákoni og Þórði fyrir frelsissviptingu, með því að hafa, í félagi við F , svipt A frelsi sínu í um fjórar klukkustundir með þeim hætti að ákærði Hákon mælti sér mót við A að , þar sem A var þá staddur ásamt meðákærðu Ara og X . Í framhaldi fór ákærði Hákon í félagi við F og meðákærðu Elmar og Þórð að og höfðu þeir meðferðis límband og dragbönd sem þeir notuðu til að binda A með eftir að hafa veist að honum með ofbeldi. Ákærði Þórður og F létu A í framhaldi setjast, gegn hans vilja, inn í bifreiðina sem ákærði Þórður ók að þar sem bifreiðinni var ekið inn í bílskúr. Þar var A látinn setjast á stól, bundinn á höndum og honum hótað líkamsmeiðingum og síðan gert að fara í sturtu í kjallara húsnæðisins og þrífa sig. Eftir það var honum haldið, gegn hans vilja, í herbergi í kjall ara húsnæðisins þar til hann var færður aftur upp í bílskúr húsnæðisins þar sem honum var gert að fara ofan í stóran plastpoka og var færður inn í bifreiðina sem ekið var af ákærða Þórði að verslun Krambúðarinnar við Byggðaveg þar sem A var skilinn eft ir. Háttsemi ákærðu telst varða við 1. sbr. 2. mgr. 226. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. II. Á hendur ákærðu Elmari, Hákoni og Þórði fyrir líkamsárás og hótanir, með því að hafa í félagi við F , á meðan á frelsissviptingunni sem lýst er í ákærukafla I stóð, veist að A með ofbeldi eins og hér verður lýst: 1. Ákærði Elmar beitti A margvíslegu ofbeldi, meðal annars sló hann A ítrekað í höfuð og líkama með flötum lófa og krepptum hnefa, sparkaði eða st eig á höfuð hans, veitti honum hnéspörk í líkamann meðal annars í kviðinn, þar sem A lá á dýnu í kjallara húsnæðisins við stigið á báðar hendur hans og haldið honum þannig niðri meðan hann setti viskastykki eða klút yfir andlit hans og hellti vatni yfi r vit hans. Þá hafði Elmar í hótunum um að beita A frekara ofbeldi, henda honum í sjóinn, fram af brú, ofan í Goðafoss, Gullfoss eða Geysi og lagði að A að greiða meðákærðu X 50.000 kr. næstu fjóra mánuðina eftir árásina. 2. Ákærði Hákon hellti vatni yfir vi t A þar sem hann lá á dýnu á gólfi í kjallaraherbergi húsnæðisins við . 3. Ákærði Þórður veittist að A með hnefahöggum í andlit og líkama og hafði í hótunum um að vinna A mein með borvél og dúkahníf sem A var sýndur og að 4 hann yrði beittur frekara ofbeldi ef hann léti ekki af afskiptum við dóttur A og meðákærðu Z . Af þessu hlaut A mar á vinstra og hægra kinnbeini, bólgu í kringum auga og skurð á hægra augnloki, brot á 6., 7. og 10. rifi hægra megin framan til og á 10. rifi vinstra megin framan til, mar á bá ðum eyrum, bláa flekki niður eftir háls hægra megin, blæðingu úr hægri hljóðhimnu, eymsli yfir hálshrygg, á rifbeini, brjóstholi, kvið, yfir neðstu brjósthryggi og efstu lenda hryggjartindum. Háttsemi ákærðu telst varða við 2. mgr. 218. gr. og 233. gr. alm ennra hegningarlaga nr. 19/1940. III. Á hendur Ara, X og Z fyrir hlutdeild í brotum sem lýst er í I. og II. kafla ákæru, ákærða Z með því að hafa staðið að skipulagningu frelsisviptingarinnar [svo] með meðákærðu Elmari, Hákoni og Þórði og hvatt til þess að A yrði frelsi s viptur [svo] vegna ósættis um dóttur hennar og A og Z auk ákærðu Ara og X , eftir að þeim varð ljóst hvað til stóð, öll tekið að sér að vera liðsauki og ógnun gagnvart A með orðum og athöfnum á meðan á brotum meðákærðu stóð og þannig veitt meðákærðu liðsinni í verki. Háttsemi ákærðu telst varða við 2. mgr. 218. gr., 1. sbr. 2. mgr. 226. gr. og 233. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, allt sbr. 1. mgr. 22. gr. sömu lag a. Þess er krafist að ákærðu verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Einnig er krafist upptöku á plastdragböndum (munaskrá 124673) og rauðum og hvítum plastsekk (124676), sem lögregla lagði hald á, með vísan til a. lið 1. mgr. 69. gr. a a lmennra hegningarlaga. Einkaréttarkrafa : Af hálfu A , kennitala , er þess krafist að ákærðu verði in solidum gert að greiða honum skaða - og miskabætur samtals að fjárhæð kr. 5.500.000 með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38 frá 2001 frá 5. september 2017 en síðan með dráttarvöxum [svo] samkvæmt 9. gr. sbr. 1. mgr. 6. gr. nefndra laga frá þeim degi er mánuður er liðinn frá þeim degi sem ákærðu er sannanlega kynnt krafan og þá til greiðsludags. Þá er þess krafist að viðurkennd verð i skaðabótask y lda [svo] ákærðu in solidum vegna líkamstjóns sem A varð fyrir þann 5. september 2017, sbr. 1. gr. skaðabótalaga nr. 50 frá 1993. Þá er þess jafnframt krafist að ákærðu verði in solidum gert að greiða A málskostnað að skaðlausu, samkvæmt síða r fram lögðum málskostnaðarreikningi eða mati réttarins, að viðbættum 24% virðisaukaskatti, fyrir að halda fram bótakröfu sinni. III. Ákæra lögreglustjóra 1 2 . októ ber 20 20 . 4 Með nefndri ákæru er málið höfðað á hendur ákærða Ara Rúnarssyni vopnalagabrot , með því að hafa föstudaginn 30. nóvember 2018, fyrir framan íbúð nr. í á Akureyri, hótað G , kt. , sem þar býr, með því að draga upp hníf og 5 beina að honum í átökum sem urðu á milli ákærða og brotaþola út af peningaskuld sem ákærð i vildi innheimta hjá brotaþola og fyrir að vera með hníf í vörslum sínum á almannafæri við greint tækifæri. Telst þetta varða við 233. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, með síðari breytingum og 1. mgr. 30. gr., sbr. 1. mgr. 36. gr. vopnalaga nr. 16 /1998, með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar og jafnframt að sæta upptöku á hníf sem lögreglan lagði hald á við rannsókn málsins, IV. Ákæra lögreglustjóra 2 3 . febrúar 202 1 . 5 Með nefndri ákæru er málið höfðað á hendur ákærð a Þórði Má Sigurjónssyni fyrir eftirtalin áfengislagabrot, brot á lögum um ávana - og fíkniefni og vopnalögum: I. Með því að hafa í nokkurn tíma áður en lögreglan gerði húslei t á heimili hans að á Akureyri, föstudagskvöldið 9. október 2020, útbúið 43 lítra af sterku áfengi til einkanota á heimili sínu, en lögreglan fann þar ofangreint magn af landa. Telst þetta varða við a lið, 2. mgr. 4. gr., sbr. 2. mgr. 6. gr. og 7. gr., sbr. 1. mgr. 27. gr. áfengislaga nr. 75, 1998, með síðari breytingum. II. Með því að hafa föstudagskvöldið 9. október 2020, verið með í vörslum sínum á ofangreindu heimili sínu 1,71 grömm af amfetamíni. Telst brot þetta varða við 2. gr., sbr. 5. gr. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, með síðari breytingum og 2. gr., sbr. 14 gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001 með síðari breytingum. III. Með því að hafa þetta sama kvöld og á sama heimili verið með kasthníf í vörslum sínum, en vopnið fannst við húsleit lögreglu. Telst þetta varða við e - lið 2. mgr. 30. gr., sbr. 1. mgr. 36. gr. vopnalaga nr. 16/1998, með síðari breytingum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakark ostnaðar og til að sæta upptöku samkvæmt 1. mgr. 28. gr. áfengislaga á haldlögðum 43 lítrum af landa og haldlögðum bruggtækjum og öllum áhöldum til áfengisframleiðslunnar. Jafnframt er gerð krafa um að ákærði sæti upptöku á efni því, sem lögreglan lagði h ald á og tilgreind eru í efnaskrá nr. 44.671, samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 og haldlögðum kasthníf samkvæmt 1. mgr. 37. gr. 6 V. Ákæra Héraðssaksóknara 2. des ember 20 21 . 6 Með nefndri á kæru er málið höfðað á hendur ákærðu Aroni Vigni Erlendssyni og Þórði Má Sigurjónssyni fyrir ólögmæta nauðung, frelsissviptingu, tilraun til fjárkúgunar og rán með því að hafa, mánudaginn 12. október 2020, í félagi, svipt B , kennitala , frelsi sínu í allt að tvær klukkustundir með þeim hætti að ákærði Þórður settist inn í bifreið B við Hrísalund á Akureyri, með hníf meðferðis, og sagði honum að keyra að heimili Þórðar við á Akureyri og þar farið með B inn í vélarsal við húsnæðið, þa r sem ákærði Aron var staddur fyrir. Inni í vélarsalnum veist að B en ákærði Þórður sló B í nokkur skipti með flötum lófa í andlitið og í nokkur skipti með krepptum hnefa í magann, ákærði Aron tók B niður í gólfið, dró hann eftir gólfinu, tók hann hálstaki og hélt honum á meðan ákærði Þórður rakaði stóran hluta hársins af höfði hans, ákærði Þórður dró B eftir gólfinu og hótaði að nota rafbyssu á hann, ákærðu báðir hótuðu að skera húðflúr af hendi B með ostaskera og struku járnpinna eftir nefi B og hótuðu að stinga pinnanum í augun á honum. Þá hótuðu báðir ákærðu B því að ef hann myndi ekki taka smálán og yfirdrátt og afhenda þeim andvirði þess degi síðar og greiða þeim kr. 150.000 mánaðarlega eftir það myndu þeir ganga á fjölskyldu hans. Ákærði Aron einnig m eð því að hafa tekið Gucci peysu og úr í eigu B af honum og að hafa farið með B að heimili hans að á Akureyri og sótt þangað bifreið af gerðinni sem var í eigu B og látið hann keyra hana að á Akureyri þar sem B var þvingaður til að láta ákærðu hafa bílinn og bíllyklana áður en hann mátti fara en bifreiðin fannst degi síðar að á Akureyri þar sem ákærðu voru handteknir. Af framangreindu hlaut B 1 - 2 cm mar á hægri upphandlegg, rispur á hálsi og upp með höku, eymsl og þrota á hálsi og vinstra me gin við kjálkabarð, 3 - 4 cm rispu upp eftir nefinu, sár efst á hvirfli, fleiðursár við vinstri mjaðmarspaða, sár og mar á hægri síðu og blóð í þvagi. Háttsemi ákærðu telst varða við 1. mgr. 225. gr., 1. sbr. 2. mgr. 226. gr. 251. gr. sbr. 20. gr. og 252. gr . almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Einnig er krafist upptöku á rakvél af gerðinni Remington HC - 5800 (munaskrá 531271), sem lögregla lagði hald á, með vísan til a. lið ar 1. mgr. 69. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Einkaréttarkrafa : Af hálfu B , kennitala , er þess krafist að ákærðu verði, in solidum, dæmdir til að greiða honum kr. 3.164.073 með vöxtum skv. 1. gr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 12. október 2020 til þess dags þegar mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfunnar, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist fulls málskostnaðar að skaðlausu, þar með talið hæfilegrar þóknunar vegna starfa réttargæslumanns skv. framlögðum reikningi eða eftir mati dómara. Meðferð málsins fyrir dómi . Sameining ákæra og breytingar á þeim fyrir dómi 7 Fyrstnefndu fjórar á kærurnar voru þingfestar í þeirri röð sem að framan greinir og sameinaðar í eitt mál á dómþingi 3. ma í 202 1 . Síðastgreinda ákæran var þingfest 16. 7 desember 2021 og sameinuð máli þessu á dómþingi 11. janúar 2022 . Verður sömu röð fylgt við úrlausn ákæranna og hefur dómurinn til hagræðis gefið ákærunum númer frá I - V. Ákæruvaldið féll frá ákæru fyrir peningaþvætti samkvæmt 2. lið í ákæru I við aðalmeðferð málsins. Afstaða og kröfur ákærðu 8 Ákærði Ari Rún ar s son játar sök samkvæmt ákæru III og krefst vægustu refsingar sem lög leyfa. Ákærði neitar sök að öðru leyti og krefst þess aðallega að öðrum ák æruliðum og bótakröfu gegn honum verði vísað frá dómi, en til vara sýknu og frávísunar bótakröfu, en til þrautavara vægustu refsingar sem lög leyfa og lækkunar bótakröfu. Þá verði málsvarnarlaun verjanda og annar sakarkostnaður felldur á ríkissjóð. Ákærði hreyfir ekki andmælum við upptökukröfum ákæruvaldsins. 9 Ákærða X neitar sök og krefst þess aðallega að ákæru gegn h enni verði vísað frá dómi, til vara sýknu, til þrautavara að henni verði ekki gerð sérstök refsing og til þrautaþrautavara vægustu refsingar sem lög leyfa. Í öllum tilvikum krefst ákærða frávísunar bótakröfu, en lækkunar til vara verði hún sakfelld. Þá verði málsvarnarlaun verjanda og annar sakarkostnaður felldur á ríkissjóð. Ákærð a hreyfir ekki andmælum við upptökukröfum ákær uvaldsins. 10 Ákærði Elmar Þór játar sök samkvæmt 1. lið ákæru I og fellst á bótakröfu sem ákærunni fylgdi. Ákærði neitar sök samkvæmt ákæru II og krefst sýknu og frávísunar bótakröfu, en til vara vægus tu refsingar sem lög leyfa og lækkunar bótakröfu. Þá verð i málsvarnarlaun verjanda og annar sakarkostnaður felldur á ríkissjóð. Ákærði hreyfir ekki andmælum við upptökukröfum ákæruvaldsins. 11 Ákærði Hákon Geirfinnsson neitar sök og krefst sýknu og frávísunar bótakröfu, til vara að honum verði ekki gerð refsing og til þrautavara vægus tu refsingar sem lög leyfa. Í báðum tilvikum er krafist lækkunar bótakröfu. Þá verði málsvarnarlaun verjanda og annar sakarkostnaður felldur á ríkissjóð. Ákærði hreyfir ekki andmælum við upptökukröfum ákæruvaldsins. 12 Ákærða Z neitar sök og krefst þess aðallega að ákæru gegn henni verði vísað frá dómi, til vara sýknu og til þrautavara vægustu refsingar sem lög leyfa. Þá krefst ákærða frávísunar bótakröfu, en lækkunar til vara verði hún sakfelld. Þá verði málsvarnarlaun verjanda og annar sa karkostnaður felldur á ríkissjóð. Ákærð a hreyfir ekki andmælum við upptökukröfum ákæruvaldsins. 13 Ákærði Þórður Már játar fíkniefnabrot og vopnalagabrot samkvæmt ákæru IV og krefst vægustu refsingar sem lög leyfa. Ákærði neitar sök að öðru leyti og krefst sýknu og frávísunar bótakröfu, en til vara vægu stu refsingar sem lög leyfa og lækkunar bótakröfu. Þá verði málsvarnarlaun verjanda og annar sakarkostnaður felldur á ríkissjóð. Ákærði hreyfir ekki andmælum við upptökukröfum ákæruvaldsins. 8 14 Ákærði Aron neitar sök og krefst sýknu og frávísunar bótakröfu, en til vara vægu stu refsingar sem lög leyfa og lækkunar bótakröfu. Þá verði málsvarnarlaun verjanda og annar sakarkostnaður felldur á ríkissjóð. Ákærði hreyfir ekki andmælum við upptökukröfum ákæruva ldsins. A. Sakarefni máls. I. Ákæra lögreglustjóra 7. september 2020. 15 Ákærði Elmar Þór játaði skýlaust fyrir dómi þá háttsemi sem honum er gefin að sök í þessari ákæru , eins og hún stendur eftir að ákæruvaldið féll frá 2. lið ákærunnar . Með hliðsjón af þe irri játningu, sem samrýmist rannsóknargögnum máls, er ákærði sannur að sök í þessum þætti og er háttsemin réttilega heimfærð til refsiákvæða í nefndri ákæru. II. Ákæra Héraðssaksóknara 17. september 2020. Málsatvik. Rannsókn. Sönnunarfærsla. 16 Samkvæmt fru mskýrslu lögreglumanns nr. 0244 , sem hann staðfesti fyrir dómi, barst lögreglu símtal frá hjúkrunarfræðingi á slysadeild Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) 5. september 2017 kl. 14:37. Kom fram að þar lægi mikið slasaður maður með áverka í andliti, á höfði og höndum eins og eftir að hafa verið bundinn. Hafi maðurinn , A , brotaþoli í þessum þætti málsins, ekki viljað tala mikið um þetta, en þó heimilað að haft yrði samband við lögreglu. Samkvæmt skýrslunni f óru lögreglumenn og hittu brotaþola á slysadeild og tóku af honum skýrslu , bæði 5. og 6. september . Hafi hann í fyrstu verið mjög hræddur og virst viss um að þeir væru þangað komnir til að gera honum mein. Hann hafi ekki r óast fyrr en lögreglumennirnir sýndu honum skilríki, en v erið óðamála í frásögn sinni og t alað um að til hafi staðið að drepa hann. Hann hafi verið laminn alla nóttina á heimili fyrrverandi barnsmóður sinnar, ákærðu Z og þáverandi unnusta hennar, ákærða Þórðar Más. Þórður Már hafi stjórnað því eins og leikstjóri hvað gert hafi v erið við brotaþo la. Upphaf málsins hafi hann rak ið til þess að Z hafi skömmu áður flutt til Þórðar Más með þriggja ára dóttur hennar og brotaþola. Hann hafi haft miklar áhyggjur af dóttur sinni á þessum stað, þar sem þekkt væri að fíkniefnaneysla viðgengist þar. Hann hafi ekki viljað að hún væri á heimilinu af þeim sökum og farið með hana til helgina áður . Hann hafi skilað henni til Z á mánudeginum. Síðar hafi hann haldið í miðbæ Akureyrar og drukkið þar áfengi á nokkrum stöðum. Hann hafi hitt þar ákærðu X og hún beðið hann um að koma með sér að vekja vin sinn sem byggi í íbúð við miðbæ Akureyrar. X hafi þar sparkað í rúðu í hurð og brotið rúðuna. Brotaþoli hafi farið inn og opnað fyrir henni, en töluvert hafi blætt úr fæti hennar. Þar hafi verið vinur hennar, ákærði Ar i, sem átt hafi að vekja. Þangað hafi svo komið ákærði Hákon, sem væri æskuvinur systursonar brotaþola. Þeir Hákon hafi reynt að gera að sárinu á fæti X . Hákon hafi svo hringt í einhvern og fleiri komið og farið með brotaþola í bíl frá íbúðinni og í , hús ákærða Þórðar Más. Þar hafi verið gengið í skrokk á brotaþola alla nóttina og fram á morgun. Hann hafi meðal annars verið bundinn í stól í bílskúr, síðan fluttur í kjallara hússins og allan tímann orðið fyrir ofbeldi, bæði hnefahöggum og spörkum . Þá 9 hafi ákærði Elmar verið með hné ofan á bringu hans og sett tusku fyrir vit brotaþola og hellt vatni yfir . Þórður Már hafi stjórnað því hvað gert var, en harðast hafi ákærði Elmar gengið fram ásamt Hákoni og hávöxnum dökkhærðum manni sem brotaþoli kannaðist ekki við. Hafi brotaþoli talið X og Ara hafa verið þarna einnig. Þá hafi hann tal ið sig hafa heyrt rödd Z á einhverjum tímapunkti er hann var í haldi í húsnæðinu. Hann hafi sagt farsíma og veski hafa verið tekin af honum. Loks hafi ákærðu látið hann fara ofan í plastpoka og ekið með hann að verslun við Byggðaveg á Akureyri, þar sem honum hafi verið sleppt og hann síðan gengið á sjúkrahúsið . Áður hafi honum verið hótað að fjölskyldumeðlimum hans yrði gert mein ef hann talaði við lögreglu. Einnig að hann yrð i drepinn og þeir gætu hent honum í Goðafoss. Honum hafi verið sagt að gefa þá skýringu að hann hafi verið laminn af Pólverjum. Þá hafi honum verið sagt að hann ætti að greiða X 50 þúsund krónur á mánuði næstu 4 mánuði. Brotaþoli gat ekki gert nákvæma grei n fyrir tímasetningum, en kvað atburðarásina hafa byrjað eftir að skemmtistöðum lokaði kl. 1 og hann hafi verið um 2 klukkutíma í miðbænum. Samkvæmt upplýsingum frá SAk kom brotaþoli þangað kl. 9:30 að morgni. Þá upplýsti sjúkrahúsið að margir hafi reynt a ð hafa samband við brotaþola á sjúkrahúsinu og menn hafi sést ganga kringum húsið. Einhverjir hefðu villt á sér heimildir til að ná tali af brotaþola. 17 Ákærðu voru handtekin dagana 8. og 9. september 2017 og teknar af þeim skýrslur. Samhengis vegna þykir rétt að geta þess hér, að áður en rannsókn lögreglu hófst lést F . 18 Lögregla gerði leit í bifreiðu nu m af gerðinni Volkswagen Golf og af gerðinni Suzuki Grand Vitara, en þær voru taldar hafa verið notaðar til að flytja brotaþola í umrædda nótt . Þá var gerð húsleit í og . Lífsýnarannsókn var gerð á blóði sem fannst í hægra aftursæti og á hurðarspjaldi hægri afturhurðar bifreiðarinnar og á klipptum plastdragböndum (benslum) sem fundust á gólfinu aftan við hægra framsæti. Reyndist blóðið vera úr brotaþola. Þá fannst blóð úr brotaþola á dýnu sem fannst við leit í bifreiðinni , ásamt stórum hvítum og rauðum plastpoka, samskonar þeim sem brotaþoli hafði lýst fyrir lögreglu að hafa verið settur í áður en honum var ekið frá [ og sleppt. Dragböndin samræmdust áverkum á höndum brotaþola, sem bentu til að hann hafi verið bundinn. Plastdragbönd með sama útlit, gerð og lögun fundust við húsleit í bílskúr að . Við húsleitina fannst blóðugt viskustykki. DNA rannsókn leiddi í ljó s að blóðið var ekki úr brotaþola. Þá var lagt hald á farsíma sem þar fundust ásamt fartölvu. Að öðru leyti fundust engin lífsýni við leitina í húsnæðinu. Við húsleit í , þar sem brotaþoli kveðst hafa verið frelsissviptur, sást að tvær rúður voru brotna r, eins og brotaþoli hafði lýst. Að öðru leyti segir í skýrslu lögreglu að ekkert markvert hafi fundist við leitina, en samkvæmt húsráðanda hafi verið merki um að gólf hússins hafi verið þrifið. 19 Í málinu liggja fyrir gögn úr rannsókn á símtækjum ákærðu í m álinu. Samkvæmt skýrslu lögreglu bera gögnin með sér að fram til kl. 03:00 um nóttina hafi brotaþoli verið staddur í miðbæ Akureyrar ásamt X og Ara. X hafi verið komin að í síðasta lagi kl. 2:15. Ákærðu Þórður og Hákon hafi farið úr ásamt F um kl. 3:20 og haldið í miðbæinn að . Þórður og F hafi verið komnir aftur í með brotaþola kl. 3:40. Ákærðu 10 Elmar, Hákon og X hafi farið úr miðbænum á SAk um kl. 4:00. Hákon hafi farið frá sjúkrahúsinu og í kl. 5:15, en X og Elmar komið þangað um kl. 6:10. Ákærða Z hafi verið þar alla nóttina og hafi tölva hennar verið í notkun á milli kl. 4:44 og 5:07 . Ákærði Ari hafi orðið eftir í miðbænum en verið komin n í kl. 6:55. Öll ákærðu hafi síðan verið þar fram á morgun. 20 Til að varpa nánara ljósi á tímasetningar í atburðarás næturinnar aflaði lögregla myndskeiða úr eftirlitsmyndavélum á bráðamóttöku SAk. Samkvæmt þeim komu ákærðu Hákon, X og Elmar á bráðamóttökuna kl. 3:56 og var X þá með umbúðir á hægri fæti. Um kl. 6 yfirge fa þau sjúkrahúsið eftir að gert hafði verið að sárum X . 21 Samkvæmt læknisvottorði H , sem hann staðfesti fyrir dómi , kom brotaþoli á bráðamóttöku SAk fremur illa útleikinn og sagði fjóra til fimm menn hafa ráðist á sig með hnefahöggum. Hann hafi verið hræddu r og ekki viljað segja allt, en honum hafi verið haldið í gíslingu og barinn hvað eftir annað um nóttina. Sjáanlegt hafi verið mar á bæði vinstra og hægra kinnbeini, bólga kringum auga og skurður á hægra augnloki. Mar á báðum eyrum og bláir flekkir niður á háls hægra megin. Þá hafi verið blóð á hægri hljóðhimnu. Eymsl hafi verið í miðlínu fyrir miðjum hálshrygg. Þreifieymsli á rifbeini og niður eftir brjós tkassa beggja vegna . Talsverð eymsli um miðjan kvið. Talsverð þreifieymsli yfir neðstu brjósthryggjar - og efstu lendhryggjartindum. Við frekari rannsókn hafi komið í ljós brot á 6., 7. og 10. rifi hægra megin framan til og 10. rifi vinstra megin framan til , auk brots á vinstri þvertind efsta lendhryggjar . Þá hafi komið í ljós örlítið frítt loft í kviði og b rotaþoli verið lagður inn á skurðlækningadeild til eftirlits vegna þess. Var brotaþoli útskrifaður af skurðlækningadeild 8. september 2017. 22 Samkvæmt læknisvottorði I , sem hann staðfesti fyrir dómi, var brotaþoli í miklu áfalli fyrstu dagana eftir innlögn á SAk og var ákveðið að hann myndi leggjast inn á geðdeild í einhverja daga eftir útskrift af skurðdeild. Líkamlegir áverkar brotaþola hafi ekki verið lífshættulegir, en alvarlegir. Batahorfur vegna líkamlegra áverka brotaþola væru almennt góðar. Þó gæti læ knirinn ekki fullyrt um blæðingu frá eyra og mögulegar afleiðingar þess áverka. 23 Þá liggur fyrir vottorð J , háls - , nef - og eyrnalæknis , sem hann staðfesti fyrir dómi. Samkvæmt því leitaði brotaþoli til hans 19. febrúar 2018 vegna heyrnarleysis, versnandi verkja, ertingar í hægra eyra, útferðar í eyranu og svima, sem hann rakti til höfuðhöggs sem hann hlaut umrædda nótt. Taldi J áverka br otaþola samræmast lýsingu hans við komu á slysadeild SAk. Líklegast hafi verið um leka að ræða á heila - og mænuvökva inn í miðeyrað, sem valdið hafi þrýstingi, verkjum og heyrnarskerðingu, þar sem vökvinn hafi ekki komist burt eftir að hljóðhimnan greri. S ýking hafi síðan komið í vökvann og við það orðið skaði á innra eyra sem orsakað hafi heyrnarskerðingu. 24 Lögregla tók skýrslur af brotaþola, vitninu K leigubifreiðarstjóra og ákærðu í málinu . Allir þessir aðilar gáfu einnig skýrslu fyrir dómi, að undanskild um ákærðu Elmari og Hákoni , sem neituðu að tjá sig um málsatvik fyrir dómi . Rétt þykir að rekja hér framburði hinna síðastnefndu, en ekki þykir ástæða til að rekja aðra framburði fyrir lögreglu hér, heldur verður grein gerð fyrir þeim í umfjöllun um frambu rði fyrir dómi 11 að því marki sem þýðingu hefur til fyllingar og samanburðar við framburði þeirra fyrir dómi . 25 Ákærði Hákon var yfirheyrður 8. september 2017. Hann neitaði allri aðild að málinu og kvaðst enga vitneskju hafa um það. Hann neitaði að hafa hitt e ða séð brotaþola aðfararnótt 5. september 2017 eða verið í samskiptum við hann, þrátt fyrir að honum hafi verið kynnt að samkvæmt gögnum frá símafyrirtækjum hafi símar þeirra tengst um nóttina. 26 Hákon var yfirheyrður öðru sinni 9. september 2017. Samkvæmt frambur ði hans þá hringdi hann þrisvar sinnum í brotaþola þetta kvöld. Kvaðst hann hafa spurt hvar hann er viðurnefni í miðbæ Akureyrar). Allt í einu hafi fleiri komið þangað, tekið brotaþola niður og farið með hann inn í bíl. Á kærði hafi farið með X upp á sjúkrahús og eftir það aftur upp í . Kvaðst ákærði hafa verið beðinn um að hringja í brotaþola, en vildi ekki segja hver hafi beðið hann um það, af ótta um líf sitt. Nánar útskýrði hann það svo að fyrsta sím talið hafi hann hringt fyrr um kvöldið til að heyra í brotaþola. Hin símtölin tvö hafi hann verið beðinn um að hringja til að komast að því hvar brotaþoli væri og hverjir væru með honum. Kvaðst ákærði hafa vitað að eitthvað hafi átt að gera við brotaþola, en ekki hafa vitað að þetta ætti að ganga eða tvær mínútur yfir þrjú. Hann kvaðst ekki þora að skýra frá hvaða menn hafi komið þangað og ráðist á brotaþola. Þá kvaðst hann e kki þora að skýra frá hvert hafi verið farið eftir barsmíðar. Brotaþoli hafi verið blóðugur í framan, en ekkert blóð verið á gólfinu. Brotaþoli hafi ekki getað farið úr þessu húsi vegna hræðslu. Þá hafi hann verið lokaður inni í herbergi, en það þó ekki verið læst. Sjálfur hafi ákærði verið farinn að óttast um líf sitt. Ákærði hafi ekki orðið vitni að því þegar gengið var í skrokk á brotaþola, þar sem hann hafi verið sta ddur annars staðar á meðan. Ákærði hafi getað farið inn í herbergið þegar hann vildi og þá hafi hann fært brotaþola sígarettur og vatnsglas og þurrkað andlit hans. Brotaþoli hafi sagt honum að hann þyldi ekki meira. Ákærði sagðist hafa verið í sjokki og hr æddur meðan á þessu stóð. Hann gat þess að hann hafi fundið einhverj ir kvenmenn hafi tekið þátt í atburðarás kvöldsins, kva ð hann einungis ákærðu X haf a verið viðstadda, bæði í og hinu húsinu. Kvaðst ákærði hafa yfirgefið vettvanginn um 9:30 um morguninn og haldi ð að brotaþoli hafi þá enn verið í húsinu. Ákærði tjá ði sig ekki um aðr a sakborninga í málinu . Spurður um samskipti sín við ákærðu Þórð og Z sagði hann þau vera góða vini. 27 Þann 11. september 2017 var ákærði Hákon yfirheyrður þriðja sinni . Var borinn undir hann framburður ákærða Elmars, um að Hákon h af i verið í áður en atburðir kvöldsins hófust að . Staðfesti Há kon að h ann haf i verið staddur í ása mt Elmari, Þórði og F . Þeir allir hafi beðið hann um að hringja í brotaþola og fá upplýsingar um hvar hann væri staddur . Brotaþoli hafi hins vegar sjálfur hringt í sig kl. 3:03 og óskað eftir að ákærði kæmi með sjúkrakassa í og aðstoðaði brotaþola við að gera að sárum ákærðu X . Ákærði hafi verið með í bílnum sem ók frá niður að . Þar hafi átt að 12 ræða við brotaþola, en ákærði vildi ekki svara því hvað rætt hafi verið áður en hann hafi ve rið beðinn um að hringja í brotaþola og fá upplýsingar um staðsetningu hans. Þeir hafi allir farið inn í og enginn verið eftir í bílnum. Elmar og F hafi komið inn um gluggann, en sjálfur hafi hann litið undan og ekki getað horft á það sem gekk á. Kvaðs t hann ekki vita hverjir hafi gengið í skrokk á brotaþola. Kvaðst hann ekki vilja upplýsa hvað gengið hafi á þarna inni né hverjir hafi farið með brotaþola upp í . Sjálfur hafi hann boðist til að fara með X á sjúkrahúsið og Elmar hafi farið með þeim þangað. Ari hafi orðið eftir í . 28 Ákærði kvaðst haf a farið einn af sjúkrahúsinu í á milli 5 og 5:30. Þar hafi F og ákærða Z verið, en ákærði gat ekki um hvar í húsinu það hafi v e rið. Hann hafi sjálfur fari ð nokkrum sinnum í bílskúrinn og út þaðan aftur. Brotaþoli hafi verið þar titrandi og hræddur þegar ákærði kom þangað af sjúkrahúsinu. Vildi brotaþoli engar upplýsingar gefa um hverjir hefðu beitt brotaþola ofbeldi . 29 Ákærði Hákon var yfirheyrður fjórð a sinn i 13. september 2017. Staðfesti Hákon nú framburð ákærða Elmars um að ákærði hafi verið í ásamt ákærðu Elmari, Z og Þórði um kvöldmatarleytið mánudaginn 4. september fyrir hina örlagaríku nótt. Á kærða Z hafi ver ið sammála því að eitthvað ætti að gera v ið brotaþola. Vildi ákærði ekki upplýsa hvað hafi verið rætt, en kannaðist við að hafa heyrt að setja ætti brotaþola í kjallara hússins , en hann hafi ekki áttað sig á hvað það þýddi . Staðfesti hann framburð Elmars um að farið hafi verið á bifreiðinni ( Suzuki Vitara) frá að . Staðfesti hann að hann sjálfur, F og Elmar hafi farið inn í , en Þórður hafi bakkað bifreiðinni að húsinu á meðan. F hafi vafið gulu límbandi um höfuð brotaþola. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um hvað gekk á eða hve r gerði hvað. Hann staðfesti að ákærði Þórður hefði komið inn og aðstoðað F við að bera brotaþola út í bifreiðina. Um atburði í , staðfesti ákærði við fjórðu yfirheyrslu að brotaþola hafi verið haldið í gamalli flugeldageymslu í kjallara bílskúrshluta hússins. Þá staðfesti hann framburð ákærða Elmars um að ákærðu Z hafi verið fullkunnugt um þessa atburðarás. Einnig staðfesti hann að hann hafi verið viðstaddur að hluta þeg ar ákærði Elmar gekk í skrokk á brotaþola í kjallaranum Brotaþoli hafi legið á dýnu á gólfinu . Viðurkenndi ákærði að ha fa sótt þrjár vatnskönnur fyrir Elmar til að hella yfir andlit brotaþola. Elmar hafi hætt er ákærði kom með þriðju könnuna. Ákærði kvaðst sjálfur hafa reynt að hlúa að brotaþola, færa honum vatnsglas og þurrka andlit hans. Loks staðfesti ákærði að Elmar hafi óskað eftir að brotaþoli yrði fluttur úr húsinu að og sleppt í nálægð við sjúkrahúsi ð . Að öðru leyti vildi á kærði ekki tjá sig. 30 Ákærði Elmar Þór Sveinarsson var yfirheyrður af lögreglu 9. september 2017 . Kvaðst hann vita hver brotaþoli væri, þar sem hann hafi í tvígang þurft að bjarga stelpu frá því að brotaþoli hafi verið að þukla á henni. Hann hafi heyrt frá ó nafngreindri manneskju þessa nótt að brotaþoli væri að misþyrma ákærðu X í . Kvaðst hann hafa farið þangað og inn um brotna rúðu. Hann hafi séð ákærða Ara þar og slegið hann niður um leið og hann kom inn, þar sem hann hafi talið hann vera einn gerenda, en X hafi leiðrétt það og þau Ari útskýrt málið fyrir ákærða. Á meðan hafi F , , verið einn í öðru herbergi með brotaþola. Fyrir utan hafi maður beðið úti í bíl, en ákærði vildi ekki 13 nafngreina hann. Ákærði hafi síðan farið með X í leigubíl upp á SAk. F hafi orðið eftir með brotaþola. viti til þess að brotaþoli Kvað ákærði ákærðu Z hafa verið í íbúðarhluta hússins allan tímann, að hugsa um börnin. Nánar aðspurður um þátt sinn í atburðarásinni í viðurkenndi ákærði að ha fa sleg ið brotaþola eitt eða fleiri hnefahögg. Áður hafi F verið búinn að ganga í skrokk á brotaþola og sést hafi áverkar á andliti hans . Ákærði sagðist halda að þeir hafi farið þrír í bíl frá að , hann, F og Hákon. 31 Ákærði Elmar Þór var yfirheyrður öðru si nni af lögreglu 12. september 2017. Skýrði hann þá svo frá að fyrri part mánudagsins 4. september hafi hann fengið símtal frá ákærða Þórði , sem hafi viljað gera atlögu að brotaþola. Þetta hafi þó ekki verið ástæða þess að atlagan hafi svo verið gerð á enda num. Það hafi verið þannig að um eittleytið um nóttina hafi hann verið staddur í ásamt F , Þórði og Z sem hafi verið þarna inni með börnum. Ákærði Hákon hafi þá komið þangað og sagt þeim að brotaþoli hafi verið að draga X eftir götunni niður í bæ og hún væri þj áð. Ákærði hafi skilið þetta þannig að brotaþoli hafi ætlað að brjóta kynferðislega gegn ákærðu X . Þeir fjórir hafi þá stokkið upp í bíl og ekið niður að . Ákærði hafi þar laumast inn um glugga og í því fengið símtal frá ákærðu X . Hann hafi þá s tokkið inn og slegið ákærða Ara einu höggi, en ákærða X hafi þá sagt hann vera að hjálpa sér. Á meðan hafi hinir gengið í skrokk á brotaþola. Þeir hafi vafið gulu límbandi um höfuð hans, þar til hann hafi verið að kafna og þá losað utan af því. Ákærði Þórður hafi bakkað bílnum að húsinu og ekið með brotaþola á brott ásamt F . Kvaðst ákærði ekki vita hvaðan límbandið hafi komið eða hver tilgangur þess hafi verið, því þeir hafi verið með dragbönd sem þeir hafi tekið með sér úr . Hann viti ekki h vort dragböndin hafi verið notuð, en kvað brotaþola hafa verið tjóðraðan er hann var fluttur á brott . Á meðan hafi ákærði hlúð að ákærðu X og farið með henni á SAk. Þau hafi síðan farið í að því búnu með leigubíl , en stoppað heima hjá leigubílstjóranum K áður, því hann hafi viljað lána ákærðu X hækjur sem hann átti . 32 Er í var komið hafi ákærði farið rakleiðis niður í kjallara, þar sem brotaþola hafi verið haldið í ( geymslu). Þar inni hafi verið timburstaflar og dýna. orðið vel á honu brotaþola, eyrum og hann verið slæmur í rifjunum og alltaf hóstað þegar hann hafi beygt sig fram. Ákærði hafi veitt brotaþola hnéspark í kviðinn, kýlt hann í andlit og bak, sparkað í ha nn og hellt vatni yfir tusku á andliti hans. Kvaðst ákærði frekar hafa slegið með flötum lófa, því honum finnist það meira niðurlægjandi. Hann gæti þó hafa slegið brotaþola með hnefa líka. Hann hafi einnig sparkað í höfuð brotaþola. Kannaðist ákærði við að skófar á höfði brotaþola væri eftir skó sinn. Kvað hann ákærða Hákon hafa verið viðstaddan og séð hluta þess þegar ákærði gekk í skrokk á brotaþola, en kannski ekki allt. Brotaþoli hafi beðist vægðar og á kærða hafi loks þótt nóg komið og þá farið að hlúa að brotaþola , þrífa hann og sagt honum að hann yrði að láta sauma sig. Ákærði hafi 14 beðið um að brotaþola yrði skutlað sem næst sjúkrahúsinu. Sjálfur hafi hann ætlað að fara eitthvað annað. Ákærði Þórður og F hafi farið með brotaþola, en ákærði viti ekki hv ort einn til viðbótar hafi verið með þeim. Kvaðst ákærði hafa hótað brotaþola ef hann segði frá . Hann ætti að segjast hafa verið barinn af Pólverjum eða Litháum . Þá hafi hann sagt brotaþola að hann ætti að greiða ákærðu X 50 þúsund krónur á mánuði í fjóra mánuði, annars hlyti hann verra af. Ákærða X hafi einnig hreytt í brotaþola að hann hafi verið heppinn að hún hafi ekki stungið hann með smitaðri nál eins og hún hafi ætlað að gera. 33 Dýnan hafi verið tekin og sett í plastp oka og flutt í bílinn sem brotaþola hafi verið ekið á brott í úr . Ákærði hafi sjálfur tekið bol brotaþola og brennt hann í kamínu heima hjá sér til að eyða sönnunargögnum. 34 Um þátt annarra í sagði Elmar á kærð a Hákon hafi fært sér tvær vatnskönnur ti l að hella í tusku sem hafi verið yfir andliti brotaþola. Ákærði kvað engan annan en hann sjálfan hafa misþyrmt brotaþola eftir að hann var kominn í , en það hafi séð á brotaþola er hann kom þangað en hann geti ekki sagt til um hvað hafi gengið á. Hann hafi þó heyrt að brotaþoli hafi í fyrstu verið bundinn við stól í bílskúrnum, áður en hann var fluttur í kompuna. Ákærði Þórður hafi ekki verið viðstaddur þegar ákærði beitti brotaþola ofbeldi. Hann segi ákærða heldur ekki fyrir verkum. 35 Kvað ákærði Elm ar ákærðu Z hafa verið í íbúðarhúsnæðinu með börnunum, hann hafi ekkert hitt hana um kvöldið . Hún hafi hins vegar verið stödd með ákærða ásamt ákærðu Þórði og Hákoni í kjallara íbúðarhluta hússins um kvöldmatarleytið fyrir atburði næturinnar og þá hafi ver ið rætt um að gera brotaþola eitthvað vegna þess að hann hafi farið með dóttur sína og ákærðu Z án hennar leyfis. Ákærði kvaðst telja fullvíst að ákærða Z hafi vitað af atburðarásinni, að brotaþoli væri í húsnæðinu. 36 Kvaðst ákærði hafa verið undir áhrifum á fengis og kókaíns og það ætti einnig við um ákærða Þórð og F . Ákærða X hafi verið undir áhrifum vímuefna. Ákærði Ari hafi verið hræddur og órólegur og spurt hvort hann ætti að þrífa eða hvað hann ætti að gera. Hann hafi þrifið húsnæðið í eftir atburðina þar. 37 Dómari og sakflytjendur fóru á vettvang að . Húsið er gamalt býli , sem skiptist í suðurhluta með íbúðarhúsnæði á 2 hæðum auk kjallara, norðurhluta sem er stór bílskúr (vélaskemma) auk kvistherbergis og kjallar a. Í norðurhluta er eldhús og nokkur herbergi sem verið hafa í útleigu. Á milli suður - og norðurenda hússins er stór tengibygging sem hýsir veislu - og fundasal sem leigður hefur verið út fyrir viðburði. Alls er hú sið rúmlega 710 fermetrar að stærð. Ekki er innangengt á milli suður - og norðurhluta hússins. Hins vegar var innangengt á milli tengibyggingar og norðurhluta þegar atvik málsins gerðust. Dómari og sakflytjendur skoðuðu sérstaklega norðu rhluta hússin s . Þar er ýmist gengið inn um bílskúrshurð sem snýr í vesturátt eða hliðardyr s em snúa í suðurátt , en komið er inn í bílskúrinn, þaðan sem unnt er að ganga upp í kvistherbergið og niður í kjallararýmið , en í því eru herbergi sem leigð hafa verið út, sturt ur , saunaklef i og geymslur, allt gluggalaus rými . Umrædd geymsluko mpa, þar sem b yggt er á að brotaþola hafi verið haldið, er í kjallara num og fyrir henni er rammgerð hurð úr stáli, en 15 rýmið mun hafa verið notað sem á árum áður. Við vettvangsgönguna var staðreynt að vel hljóðbært er inn í geymsluna frá rýminu fyrir framan, þrátt fyrir rammgerða hurðina. Skýrslur fyrir dómi. 38 Ákærðu komu fyrir dóminn og gáfu skýrslur, að undanskildum ákærðu Elmari og Hákoni sem neituðu að tjá sig , eins og fyrr greinir . Þá gaf brotaþoli skýrslu fyrir dómi . Einnig gáfu vitnaskýrslur H , yfirlæknir bráðamóttöku SAk, I fyrrverandi læknir á SAk, J , háls - , nef - og eyrna læknir, L , geðlæknir , lögreglumen n n úmer 024 4, 0437, og 9109 , sérfræðingur tæknideildar LRH með embættisnúmer N001 , og K , leigubílstjóri. Verða nú raktir framburðir fyrir dómi að því marki sem þýðingu hefur. 39 Ákærði Ari Rúnarsson , k vaðst ekki skilja hvernig hann tengist málinu. Hann kvaðst muna eftir að hafa vaknað á og allt verið í rúst þar. X hafi verið þarna og fólk að reyna að binda um fót hennar þegar hann vaknaði. Hann þekki ekkert af þessu fólki utan X og Elmar og hafi engra spurninga spurt, þar sem hann hafi ekki viljað blandast inn í málið. Hann muni ekki hver jir hafi verið þarna. Hann hafi bara þrifið húsnæðið og ekkert vitað hvað hafi gengið á. S einna um nóttina hafi hann farið að með tösku að beiðni ákærðu X . Hann telji líklegt að ákærð i Elmar hafi síðar skutlað sér heim . Ákærði hafi verið í mikilli neys lu á þessum tíma . 40 Ákærða, X , kvaðst hafa hitt brotaþola í miðbæ Akureyrar og hann hafi viljað ræða við hana, en hún ekki viljað það. H ann hafi elt hana að . Vinur hennar, ákærði Ari, hafi vaknað. Hún hafi samt komist inn á endanum, en muni ekki hvernig. Hún muni eftir að brotaþoli hafi verið að pota fingri í sár á fæti hennar , en viti ekki hvernig hún hafi skorið sig . Hún hafi viljað fara á sjúkrahús, en brotaþol i hafi ekki viljað það heldur hringt í vin sinn ákærða Hákon, sem hafi komið og aðstoðað. F hafi einnig komið í ásamt á kærð u Elmar i og Þórð i . Elmar hafi farið með henni á sjúkrahúsið . Eftir það hafi K leigubílstjóri skutlað þeim Elmari í , en hún muni ekki hvers vegna þau hafi farið þangað . Þa r hafi F verið ásamt ákærðu Z og Þórð i. Þetta hafi verið í sal og kjallara íbúðarhús sins. Hún kv a ðst ekki muna hvort hún hafi séð Hákon og Ara í eftir að hún kom þangað frá sjúkrahúsinu. F ólk haf i verið að ræða framkomu brotaþola við ákærðu, að hann hafi verið að pota fingri í sárið á fæti hennar í . Hún kvaðst ekki hafa séð brotaþola eftir að hún fór frá á sjúkrahúsið. Kvaðst ákærða hafa verið í miklu áfalli eftir kvöldið og ekki muna smáatriði vel, enda langt um liðið. Aðspurð s agði hún rangt að ákærði Þórður hafi verið að sinna börnum sínum í , þó það hafi verið haft eftir henni í lögregluskýrslu. 41 Ákærða Z , kvaðst vera barnsmóðir brotaþola. Samskipti þeirra varðandi umgengni hafi almennt gengið vel og gangi vel í dag. Samskiptin hafi þó gengið ill a í september 2017. Brotaþoli hafi stungið af með dóttur þeirra Hún kvaðst hafa búið í hjá ákærða Þórði á þessum tíma. Kvaðst hún ekkert vita um atburði 5. september 20 17. Hún hafi verið heima, en muni ekki eftir að nokkur hafi komið inn á heimilið. Hún hafi verið þar með dóttur sína og börn ákærða Þórðar á þriðju hæð hússins . 16 Um mynd sem tekin hafi verið af henni í kjallara hússins og send henni um nóttina með Messenger , sagði hún myndina ekki hafa verið tekna þennan dag. Aðspurð um hótanir í garð brotaþola, kvaðst hún kannast við að hafa hótað honum á þessum tíma og m.a. sagst merking arlausar. Þau hafi oft rifist harkalega. Ákærða kannaðist ekki við að hafa átt símasamskipti við aðra ákærðu þessa nótt, sem símagögn lögregl u bera með sér að hafi átt sér stað. Hún kvaðst sjálf hafa verið með símann og vissi ekki til að aðrir hefðu haft a ðgang að honum. Taldi ákærða að hún hafi verið sofandi. Hún gæti þó hafa vaknað og athugað hvar ákærði Þórður væri. Hún hafi fyrst heyrt af málinu þegar hún hafi fengið skilaboð frá systur brotaþola um morguninn, sem hafi sagt henni frá málinu. 42 Ákærði Þórð ur Már Sigurjónsson , skýr ði svo frá að hann hafi setið heima að drykkju með F ásamt ákærðu Elmari, Z og Hákoni , þegar einhver hafi hringt í Hákon og sagt X inhver hafi verið að gera henni eitthvað . Þ eir þrír Þórður, F og Elmar hafi farið saman akandi niður í . Hákon hafi ekki verið með þeim í bílnum . Ákærði hafi beðið í bílnum fyrir utan húsið en hinir farið inn. S vo hafi F komið með b rotaþola í bílinn. Kannaðist ákærði hvorki við að brotaþoli hafi verið bundinn né að hann hafi verið ósáttur við að fara með þeim. Kannaðist hann ekki við að brotaþoli hafi verið í uppnámi eða borið nokkra áverka. F hafi keyr t bílinn inn í vélaskemmu í kærði hafi séð að e inhver leiðindi væru í gan gi og ákveðið að forða sér úr þessum aðstæðum , farið inn í íbúðar hús og farið að sofa . H ann hafi frétt seinna hvað gerðist . Kannaðist ákærði við að hafa verið kunnugt um ósætti milli ákærðu Z og brotaþola. 43 Vitnið A , brotaþoli , skýrði frá því að fyrir atburðina hið örlagaríka kvöld hafi hann frétt af því að barnsmóðir hans, ákærða Z , væri flutt heim til ákærða Þórðar Más með dóttur þeirra. Hann hafi haft áhyggjur af dóttur sinni og haft samband við barnavernd og leikskóla dótturinnar. Hann hafi a fráðið að sækja dóttur sína á leikskólann og fara með hana , þar sem hann hafi búið, og dvelja þar yfir helgina. Þetta hafi hann gert án samráðs við barnsmóður sína, sem hafi haft fulla forsjá yfir barninu. Hann hafi enga aðra leið séð. Ákærða Z hafi or ðið brjáluð er hann hafi hringt og sagt henni frá þessu og hótað honum öllu illu. Hann hafi komið með dóttur þeirra aftur til Akureyr ar eftir helgina og ákærða Z sótt hana ásamt ákærða Þórði. 44 Eftir framangreinda atburðarás hafi hann brotnað niður , drukkið áfengi og haldið í miðbæ Akureyrar, þar sem hann hafi rekist á ákærðu X . Hún hafi beðið hann að koma með sér að vekja vin sinn sem væri sofandi í húsi í nágrenninu ( ). Hún hafi sparkað í rúðu í húsinu, sem hafi brotnað og við það hafi hún skorið sig á f æti. Hann hafi viljað hringja á sjúkrabíl, en hún ekki viljað það heldur vekja vin sinn. Brotaþoli hafi farið að hennar beiðni inn um gluggann og opnað húsið fyrir henni. Hann hafi reynt að hjálpa henni að binda um sárið, en ekkert hafi verið þarna til að binda með annað en pappír. Hann hafi þá hringt í ákærða Hákon og spurt hvort hann gæti komið með sárabindi. Hákon hafi komið skömmu síðar, en bara verið með límband. Ákærði Þórður hafi svo allt í einu birst þarna og brotaþoli hafi heyrt brothljóð á sama tí ma og fengið högg á höfuðið frá einhverjum sem hafi komið inn um gluggann, en brotaþoli hafi ekki séð hver 17 það hafi verið , en það hafi ekki verið ákærði Þórður . Kvaðst hann hafa fallið við og spörk og högg dunið á honum , m.a. frá ákærða Þórði . Hann hafi reynt að verja höfuð sitt. Hann hafi verið hálf meðvitundarlaus og misst heyrnina á hægra eyranu eftir höggið. Ákærði Þórður og þeir sem hafi verið með honum hafi síðan bundið sig og fært sig í svarta Suzuki bifreið. Ekið hafi verið með hann in n í bílskúr í . 45 Ákærði Þórður hafi allan tímann verið að rífast í honum og segja honum að láta þau í friði og vera ekki að skipta sér af dóttur sinni. Þ órður hafi gagnvart öðrum ákærðu og stýrt atburðarásinni. Í bílskúrnum ha fi ákærði Þórður ógnað sér með dúkahníf og borvél. Þórður hafi losað af honum dragböndin og sagt honum að tæma vasana, tekið af honum símann , farið með hann niður í kjallara , sagt honum að afklæðast og fara í sturtu. Að því búnu hafi hann sagt honum að klæ ða sig og farið svo með hann inn í geymslu. Áfram hafi hann skammast í honum og sagt að dóttir þeirra hafi átt að vera hjá þeim þessa helgi. Hann hafi skemmt það. Ákærði hafi fært honum sígarettur og bjór, að beiðni brotaþola, en sagt honum að setjast á dý nu í geymslunni og fara ekkert. Enginn snerill hafi verið á hurðinni, sem hafi verið úr stáli. Hann hafi upplifað sig í hættu staddan og verið lamaður af ótta. 46 Reglulega hafi verið komið inn og slegið og sparkað í hann , stuggað við honum og hreytt í hann sv í virðingum . Hann hafi heyrt tal frammi með vinstra eyranu og m.a. hafi verið rakleiðis farið að berja brotaþola og Z ? X brotaþoli ákærða Elmar hafa gengið harðast fram Hafi ákærði Elmar sest klofvega yfir hann, setið á höndum hans og kýlt ítrekað í andlitið. Þá hafi hann þrýst olnbogunum á rifbeinin og brotaþoli heyrt þau b rotna hvert af öðru. Ákærði Hákon hafi sett handklæði yfir andlitið á honum og þeir Elmar síðan hellt vatni yfir. dofinn og með kippi. Hann hafi verið sannfærður um að verða drepinn þarna. 47 F hafi komið inn í geymsluna og brotaþoli hafi náð til hans , spurt hvort hann ætti ekki börn og fengið hann til að átta sig á hvað þeir væru að gera. Allt í einu hafi viðmótið breyst og F hafi farið og rætt við þau hin. Ákærði Elmar hafi komið með þvottapoka , þr ifið brota þola , hlú ð að honu m og leitt hann fram. Öll ákærðu hafi verið þar, nema Z . Honum hafi verið sagt að hann skyldi segja að útlendingar hafi ráðist á hann og skilið eftir í vegarkanti . Ef hann segði til þeirra gætu þau alltaf náð honum eða einhverjum úr fjöls kyldu hans. Þá hafi þeir sagt honum að biðja X afsökunar á einhverju, sem hann hafi ekki vitað hvað væri, þar sem hann hafi verið að hjálpa henni. Þau hafi þá sagt að þau gætu búið til sögu um að hann hafi verið að abbast upp á hana. Hann hafi verið leiddu r úr kjallaranum upp í bílskúrinn og ákærði Þórður hafi sagt honum að fara í aftursæti bílsins og ofan í poka. F hafi síðan ekið með hann ásamt ákærðu Þórði og Ara í átt að Hrafnagilsstræti og hleypt honum út hjá verslun við gamla tjaldstæði ð . Á leiðinni h afi ákærði Þórður sagt að þeir þyrftu ekki að sleppa honum, þeir gætu hent honum í sjóinn eða farið og hent honum í Goðafoss. Þá hafi F eða ákærði Ari spurt hvort ekki væri nóg komið. Hann hafi síðan gengið sjálfur frá versluninni á sjúkrahúsið , en það haf i tekið um 15 mínútur. Á sjúkrahúsinu hafi hann lyppast niður og verið algjörlega 18 búinn. Hann sé ekki sami maður eftir þessa lífsreynslu, hann hafi ekki náð sér andlega, loki sig inni, forðist fólk og vilji engum kynnast. Hann hitti sálfræðing enn í dag ti l að vinna úr áfallinu. 48 Aðspurður kvaðst brotaþoli kannast við að ákærði Elmar hafi áður veist að honum í gleðskap , en kannaðist ekki við að hafa áreitt ákærðu X eða aðra . Brotaþoli kvaðst hafa séð öll ákærðu á einhverjum tímapunkti í , utan Z . Hann taldi sig þó hafa heyrt rödd hennar fyrir utan geymsluna. Aðspurður kvaðst brotaþoli ekki minnast þess að hafa skýrt lögreglu frá að ákærði Þórður hafi nefnt við hann um nóttina að ákærða Z vissi ekki af þessu og mætti ekki frétta. 49 J , háls - , nef - og eyrnal æknir , kom fyrir dóminn og staðfesti vottorð sitt um skoðun á brotaþola. Kvað hann áverka brotaþola samræmast því að hann hafi fengið þungt högg á hægra eyrað. Heila - og mænuvökvi hafi lekið inn í miðeyrað, sem valdið hafi þrýstingi, verkjum og heyrnarsker ðingu, þar sem vökvinn hafi ekki komist burt eftir að hljóðhimnan greri. Sýking hafi síðan komið í vökvann og við það orðið skaði á innra eyra sem orsakað hafi heyrnarskerðingu. Brotaþoli hafi hlotið talsvert mikla heyrnarskerðingu, en tónmeðalgildi mælist 8 á skaddaða eyranu en 20 á hinu. Stöðugur þrýstingur og óþægindi hafi fylgt þessu á meðan hljóðhimnan hafi verið að gróa og vökvinn að ganga til baka með lyfjagjöf. Brotaþoli hafi leitað til vitnisins á ný 21. janúar 2022. Heyrn hans hafi þá verið búin a ð lagast um helming, en heyrnar skerðingin sé engu að síður talsver ð . Frekari bata sé ekki að vænta. Aðspurður kvað hann heyrnartapið ekki samræmast því að hafa orðið við hávaðavinnu, þar sem heyrnartapið hefði þá átt að vera svipað á báðum eyrum, auk þess sem lyfjagjöf og hvíld hefði ekki bætt heyrnina. Yfirgnæfandi líkur séu á að heyrnarskaðinn hafi orðið við þungt högg. 50 K , leigubílstjóri kom fyrir dóminn og staðfesti að hafa ekið ákærðu X og Elmari á SAk umrædda nótt og síðan þaðan og upp í . Verið g æ ti að ákærði Hákon hafi verið með í för. Ákærðu hafi sýnilega verið undir áhrifum. 51 L ögreglumaður nr. 0244 , staðfesti frumskýrslu sína í málinu og aðrar skýrslur sem hann ritað i. Gerði hann grein fyrir húsleit í og bifreiðunum tveimur sem brotaþola var ekið í. Staðfesti hann að húsnæðið í hafi verið í samræmi við lý singar brotaþola á því fyrir lögreglu. 52 L ögreglumaður nr. 0437 , staðfesti skýrslur sínar um húsleit í og rannsókn á símagögnum, sem staðfestu samskipti á milli málsaðila umrædda nótt og staðsetningu þeirra í miðbænum, í og ferðir þar á milli. Aðspur ður staðfesti hann að tölva ákærðu Z hafi fundist í kjallara undir íbúðarhúsnæðinu að , en þangað sé ekki innangengt úr húsinu. 53 L ögreglumaður nr. 9109 , staðfesti skýrslu sína og aðkomu að rannsókn á bifreiðunum og húsnæðinu. Engin lífssýni hafi fundist í húsnæðinu , en í bílskúrnum hafi fundist dragbönd sömu gerðar og afklippt dragbönd sem fundist hafi á aftursætisgólfi Suzuki bifreiðarinnar sem notuð hafi verið til að flytja brotaþola frá að . Blóð hafi einnig fundist í b ifreiðinni . Í Volkswagen bifreiðinni hafi fundist rúmdýna í plastpoka og á henni hafi verið blóð. 19 54 S érfræðingur tæknideildar LRH (embættisnúmer N001) , staðfesti skýrslu um DNA rannsókn á blóðsýnum sem fundust við leit í húsnæðinu og bifreiðunum. DNA úr brotaþola hafi fundist á dragböndunum, dýnunni og fatnaði brotaþola. 55 H , yfirlæknir SAk , læknan úmer , staðfesti vottorð sitt um komu brotaþola á slysadeild að morgni 5. september 2017. Brotaþoli hafi í fyrstu verið hræddur og ekki viljað segja frá öllu sem gerst hefði um nóttina, en hafi greint frá því að hafa verið tekinn í gíslingu um nóttina og orðið fyrir árás. Brotaþoli hafi ekki virst undir áhrifum. Aðspurður kvað hann áverka brotaþola samræmast þeirri lýsingu sem hann hefði gefið á því ofbeldi sem hann hefði orði ð fyrir. Staðfesti hann að rifbeinin gætu hafa brotnað eitt af öðru við það að þrýst hafi verið af afli ofan á þau, eins og brotaþoli lýsti. 56 L , geðlæknir , læknanúmer , staðfesti rannsókn sína á ákærða Hákoni , sem liggur fyrir í málinu. Kvað hann ákærða sakhæfan í skilningi 15. gr. almennra hegningarlaga. Þá kvað hann refsingu geta borið árangur , sbr. 16. gr. laganna, en hún yrði ákærða þungbær. Niðurstaða I. Fyrsti ákæruliður 57 Í 1. lið ákæru er ákærðu Elmari, Hákoni og Þórði gefið að sök að hafa í félagi við F , svipt brotaþola frelsi sínu í um fjórar klukkustundir með þeim hætti að ákærði Hákon hafi mælt sér mót við brotaþola að , þar sem brotaþoli hafi þá verið staddur ásamt meðákærðu Ara og X . Í framhaldi hafi ákærði Hákon farið í félagi við F og meðákærðu Elmar og Þórð að og haft meðferðis límband og dragbönd sem þeir hafi not að til að binda brotaþola með eftir að hafa veist að honum með ofbeldi. Ákærði Þórður og F hafi í framhaldinu l átið brotaþola setjast gegn vilja sínum inn í bifreiðina sem ákærði Þórður hafi ekið að þar sem bifreiðinni hafi verið ekið inn í bílskúr. Þar hafi brotaþoli verið látinn setjast á stól, bundinn á höndum og honum hótað líkamsmeiðing um og síðan gert að fara í sturtu í kjallara húsnæðisins og þrífa sig. Eftir það hafi honum verið haldið, gegn vilja, í herbergi í kjallara húsnæðisins þar til hann hafi verið færður aftur upp í bílskúr húsnæðisins þar sem honum hafi verið gert að fara ofa n í stóran plastpoka og v erið færður inn í bifreiðina sem ákærð i Þórð ur hafi ekið að verslun Krambúðarinnar við Byggðaveg þar sem brotaþoli hafi verið skilinn eftir. Er h áttsemi n talin varða við 1. , sbr. 2. mgr. 226. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 58 Í málinu hafa ákærðu allir neitað sök fyrir dómi. Fyrir lögreglu skýrðu hins vegar ákærðu Elmar og Hákon frá atburðum í samræmi við það sem í ákæru er lýst. Þrátt fyrir að þeir hafi neitað sök fyri r dómi hafa þeir ekki dregið framburði sína fyrir lögreglu til baka , heldur neituðu að tjá sig fyrir dómi . Við þær aðstæður verður dómurinn, þrátt fyrir 1. mgr. 111. gr. laga um meðferð sakamála, að meta hvort framburðir þeirra fyrir lögreglu hafi sönnunar gildi og hvert það sé , sbr. 3. mgr. laganna og réttarframkvæmd. Við það mat verður m.a. litið til þess hvort framburðir þeirra fái stoð í öðrum gögnum málsins. 59 Ákærðu hafa allir kannast við að hafa haldið saman að , ásamt F , í kjölfar þess að ákærði Hákon hafi rætt við brotaþola í síma þar sem fram hafi komið að ákærða X væri 20 slösuð á fæti. Eru ferðir ákærðu umrædda nótt jafnframt studdar farsímagögnum sem lögregla aflaði. Um ástæður þess að ákærðu héldu saman að liggja fyrir misvísandi framburðir í málinu. Ákærði Elmar skýrði lögreglu frá því að ákærði Þórður hafi rætt við sig símleiðis fyrr um daginn og óskað eftir aðstoð hans við aðgerðir gagnvart brotaþola, sem hefði komið illa fram við barnsmóður sína, numið dóttur þ eirra á brott og farið með til fólks sem þekkt væri að barnaníði. Kvaðst ákærði hafa haldið heim til ákærð u Þórðar og Z og þar hafi þetta verið rætt nánar um kvöldmatarleytið og talað um að setja brotaþola í geymsluna í kjallara bílskúrsins. Ákærði Hákon h afi verið viðstaddur og hann síðan beðinn um að hafa uppi á brotaþola og staðsetja hann. Síðar um nóttina hafi Hákon átt símtal við brotaþola og þá hafi komið fram að ákærða X væri í vandræðum og ákærði Elmar hafi talið að brotaþoli væri að gera henni eitt hvað. Hann telji það á endanum hafa verið ástæðu þess að ákærðu hafi haldið í skyndingu saman að til að frelsissvipta brotaþola . Ákærði Hákon staðfesti frásögn ákærða Elmars fyrir lögreglu um að lagt hafi verið á ráðin um að frelsissvipta brotaþola fyr r um kvöldið , en greindi einnig frá því að hann hafi sjálfur verið reiður út í brotaþola vegna þess að hann h af Ákærði Þórður bar fyrir dómi að þeir hefðu farið að vegna þess að ákærða X hafi verið í vandræðum. 60 Framburður ákærða Þórðar hefur verið ótrúverðugur og óstöðugur um málavexti. Í fyrstu neitaði hann allri vitneskju um málið fyrir lögreglu og kannaðist ekki við að hafa farið í umrædda nótt eða hitt meðákærðu nokkuð. Hann hafi verið sofandi. Fyrir dómi kannaðist hann hins vegar fengið símtal um að X hafi verið í vandræðum. Ákærði Þórður hafi hins vegar ekki farið inn í , ekki séð neina áverka á brotaþola né heldur að hann haf i verið bundinn. Hann hafi ekki séð annað en að brotaþoli hafi komið viljugur í bílinn. Þá hafi hann ekkert ofbeldi séð gagnvart brotaþola er í bílskúrinn að hafi verið komið, en þar hafi þó verið leiðindi og hann því forðað sér inn í hús og farið að s ofa. Er framburður ákærða í andstöðu við framburð i ákærðu X og brotaþola fyrir dómi, sem bæði báru að ákærði Þórður hafi komið inn í . Þá er framburður ákærða Þórðar einnig í andstöðu við framburði ákærðu Elmars og Hákonar fyrir lögreglu, en þeir báru a ð ákærði Þórður hafi komið inn í og aðstoðað við að bera brotaþola bundin n út í bifreiðina. Framburður ákærða Þórðar er einnig í andstöðu við gögn lögreglu um að blóð og afklippt dragbönd hafi fundist í aftursæti bifreiðarinnar. Farsímagögn sýna ennfre mur að ákærði var ekki sofandi. Ákærðu X , Hákon og Elmar hafa einnig borið að ákærði Þórður hafi verið vakandi á vettvangi í , er þau komu þangað frá sjúkrahúsinu umrædda nótt. Þykir framburður ákærða Þórðar svo ótrúverðugur andspænis framburðum annarra og gögnum málsins að ekki verður á honum byggt. 61 Framburður brotaþol a fyrir dómi var hins vegar afar nákvæmur , ýkjulaus og trúverðugur og í öllum meginatriðum í samræmi við framburð hans fyrir lög r eglu. Gætti hann þess að fullyrða ekki um atriði sem hann v ar ekki öruggur um. Hefur framburður brotaþola verið stöðugur frá upphafi og fær hann jafnframt stoð í gögnum málsins, svo sem áverkavottorðum lækna, rannsóknargögnum lögreglu og framburðum ákærðu Elmars og Hákonar fyrir lögreglu . 21 62 Hvað sem líður endanlegum ástæðum ákærðu fyrir för þeirra til fundar við brotaþola í , þá skýrðu ákærðu Elmar og Hákon frá því fyrir lögreglu að ætlunin hafi verið að frelsissvipta brotaþola og flytja hann í . Það styður ótvírætt frásögn þeirra að ák ærðu héldu þangað með dragbönd og l ímband , sem síðan voru notuð til að tjóðra brotaþola . Ákærði Elmar lýsti því að þeir hafi þegar í stað ráðist að brotaþola, sem hafi verið beittur ofbeldi, tjóðraður og síðan fluttur í bifreið þeirra og honum ekið þaðan a f ákærða Þórði Má og F . Ákærði Hákon staðfesti frásögn Elmars, en kvaðst þó hafa forðast að fylgjast með ofbeldinu. Brotaþoli lýsti atburðum í á sama ve g. Þykir sannað samkvæmt öllu því sem rakið hefur verið , gegn sakarneitun ákærðu fyrir dómi, að ákær ðu hafi haldið að í þeim tilgangi að svipta brotaþola frelsi sínu, sem þeir og gerðu. 63 Um atburðarásina eftir að brotaþoli var færður í bifreiðina um kl. 3:20 og ekið að og fram til þess er ákærðu Hákon og Elmar komu þangað á vettvang kl. 5:15 og 6: 20 eftir að hafa fylgt ákærðu X á SAk, eru einungis brotaþoli og ákærði Þórður til frásagnar. Eins og að framan greinir þykir framburður ákærða Þórðar svo ótrúverðugur að ekki verður á honum byggt. Verður því trúverðugur framburður brotaþola lagður til gru ndvallar um það sem gerðist á þessum tíma og telst sannað að ákærði Þórður hafi í félagi við F bundið brotaþola við stól, ógnað honum og haft í hótunum við hann og síðan gert honum að afklæðast, fara í sturtu í kjallara bílskúrsins og þrífa sig. Að því bún u hafi ákærði Þórður sagt honum að fara inn í geymsluherbergi , leggjast á dýnu og halda sig þar. Frásögn brotaþola til frekari stuðnings er framburður ákærða Elmars fyrir lögreglu, en þar skýrði hann frá því að brotaþoli hefði verið bundinn við stól áður en ákærði Elmar hafi komið á vettvang. 64 ákærði hafi komið á vettvang í um kl. 5:15, eftir að hafa fylgt ákærðu X á S Ak . Ákærði Elmar hefur borið á sama veg og báðir hafa ákærðu skýrt frá því að ofbeldi og ógnanir hafi átt sér stað gagnvart brotaþola , þar sem hann lá á dýnu í geymsluherberginu, allt þar til undir morgun þegar h ann hafi verið leiddur úr geymslunni , gert að fara ofan í stóran plastpoka og ekið að versluninni Krambúðinni við Byggðaveg og sleppt þar . Framburður brotaþola um atburðarásina eftir að hann var fluttur í f ær þannig stuðning í framburðum ákærðu Hákon ar og Elmars fyrir lögreglu, sem og rannsókn argögnum sem staðfesta að blóð úr brotaþola hafi fundis t á dýnu sem lögregla lagði hald á við leit í bifreiðinni sem notuð var til að flytja brotaþola úr að Krambúðinni þar sem honum var sleppt . Samkvæmt vottorði H yfirlæknis á SAk, kom fram að brotaþoli hafi verið hræddur er hann kom á sjúkrahúsið . Hann hafi skýrt frá því að hafa verið haldið í gíslingu og frelsissviptur, þó hann hafi óttast mjög að tala. Lögreglumenn sem tóku skýrslu af brotaþola á sjúkrahúsinu kváðu hann einnig hafa verið mjög hræddan. Er þ etta framburði brotaþola um að honum hafi verið haldið gegn vilja sínum í húsnæðinu eins og hann hefur lýst til enn frekari stuðnings. 65 Samkvæmt gögnum SAk kom brotaþoli á sjúkrahúsið um kl. 9:30 að morgni, en hann kvaðst hafa gengið þangað um 15 mínútna leið frá Krambúðinni þar sem honum hafi veri ð sleppt. Samkvæmt framansögðu telur dómurinn hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærðu hafi svipt brotaþola frelsi sínu aðfaranótt þriðjudagsins 5. september á þann hátt 22 sem lýst er í ákæru og haldið honum gegn vilja sínum í tæpar sex klukkustundir, frá kl. 3:20 til kl. 9:15. Í ákæru er þeim gefin að sök frelsissvipting í um fjórar klukkustundir og verður við það miðað , enda dómurinn bundinn af ákæru . Er háttsemi ákærðu rétt heimfærð til refsiákvæða. 66 Eins og atvikum er að framan lýst telur dómurinn ennfremu r hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærðu hafi staðið í sameiningu að frelsissviptingunni og viðhaldið ógnarástandi gagnvart brota þ ola og þykja ekki efni til að greina að hlut hvers og eins. Það athugast þó að gögn málsins bera með sér að ákærði Þórður hafi v erið upphafsmaður að þeim atvikum sem ákært er fyrir í 1. ákærulið og að ákærði Hákon hafði sig minnst í frammi. Á hitt ber að líta að samkvæmt framburði Hákonar hjá lögreglu v ar hann viðstaddur þegar lagt var á ráðin um aðförina að brotaþola, hann var rei ður brotaþola, hann tók að sér það hlutverk að afla upplýsinga um staðsetningu brotaþola og mæla sér mót við hann, var meðvitaður um að brotaþoli væri beittur ofbeldi í , bundinn þar og keflaður og fluttur þannig í í samræmi við ráðagerðir ákærðu þa r um, að brotaþoli var titrandi af hræðslu þegar ákærði kom þangað frá SAk, og að ákærði aðstoðaði þar ákærða Elmar sem gekk í skrokk á brotaþola og beitti hann misþyrmingum . Þá kom fram að hann hafi farið nokkrum sinnum í bílskúrinn og þaðan aftur, á meðan brotaþola var haldið þar. Á engum tímapunkti virðist ákærði hafa gert nokkuð til að stöðva atburðarásina. 67 Þegar ákærðu Elmar Þór og Hákon urðu eftir í til að koma ákærð u X á SAk, vissu þeir að meðákærði Þórður og F fluttu brotaþola í , þar sem til stóð að veitast frekar að honum og halda honum gegn vilja sínum. Hirtu þeir ekki um afdrif brotaþola , heldur skildu hann eftir í umsjá ákærð a Þórðar og F . Sjálfir veittust þ eir að brotaþola eftir að þeir komu í , eins og að framan greinir. Að mati dómsins áttu þeir því fullan þátt í frelsissviptingu brotaþola allt frá því hún hófst um kl. 3:20 og þar til henni lauk um kl. 9:15 . Að því gættu og samkvæmt öðru framansögðu þyk ja ákærðu bera fulla og óskipta refsiábyrgð á þeirri háttsemi sem lýst er í 1. ákærulið. Að því virtu verður háttsemi ákærðu færð undir 1 . mgr., sbr. 2 . mgr. 226. gr. almennra hegningarlaga. II. Annar ákæruliður 68 Í 2. ákærulið er ákærðu Elmari, Hákoni og Þórði gefið að sök líkamsárás og hótanir, með því að hafa í félagi við F , meðan á frelsissviptingu brotaþola stóð, veist að brotaþola með ofbeldi, þar sem ákærði Elmar hafi beitt brotaþola margvíslegu ofbeldi, meðal annars slegið hann ítrekað í höfuð og líkama m eð flötum lófa og krepptum hnefa, sparkað eða stigið á höfuð hans, veitt honum hnéspörk í líkamann meðal annars í kviðinn, þar sem brotaþoli lá á dýnu í kjallara húsnæðisins við , stigið á báðar hendur hans og haldið honum þannig niðri á meðan hann setti viskastykki eða klút yfir andlit hans og hellti vatni yfir vit hans. Þá hafi Elmar haft í hótunum u m frekara ofbeldi og að henda brotaþola í sjóinn, fram af brú, ofan í Goðafoss, Gullfoss eða Geysi og hafi lag t að brotaþola að greiða meðákærðu X 50.0 00 kr. næstu fjóra mánuðina eftir árásina. Ákærði Hákon hafi hellt vatni yfir vit brotaþola þar sem hann hafi l egið á dýnu á gólfi í fyrrgreindu geymsluherbergi í kjallara bílskúrsins að . Ákærði Þórður hafi veist að brotaþola með hnefahöggum í andlit o g líkama og haf t í hótunum um að vinna honum 23 mein með borvél og dúkahníf sem brotaþola hafi verið sýndur og að hann yrði beittur frekara ofbeldi ef hann léti ekki af afskiptum við dóttur brotaþola og meðákærðu Z . Af þessu ofbeldi hafi brotaþoli hlotið mar á vinstra og hægra kinnbeini, bólgu í kringum auga og skurð á hægra augnloki, brot á 6., 7. og 10. rifi hægra megin framan til og á 10. rifi vinstra megin framan til, mar á báðum eyrum, bláa flekki niður eftir háls hægra megin, blæðingu úr hægri hljóðhimnu , eymsli yfir hálshrygg, á rifbeini, brjóstholi, kvið, yfir neðstu brjósthryggi og efstu lenda hryggjartindum . Er h áttsemi ákærðu t alin varða við 2. mgr. 218. gr. og 233. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 69 Eins og rakið er að framan hefur framburður b rotaþola bæði fyrir lögreglu og fyrir dómi verið nákvæmur, skýr og stöðugur frá upphafi um atburðarásina umrætt kvöld. Hefur frásögn hans verið ýkjulaus og hefur hann skilmerkilega greint frá atriðum í henni sem hann hefur ekki verið fyllilega viss um, svo sem hver hafi greitt honum þungt hnefahögg í höfuð ið í upphafi árásarinnar í . Þá hefur hann greint frá því að ofbeldið hafi ekki verið linnulaust, heldur með hléum og að í lokin hafi ákærð u Elmar og Hákon reynt að hlúa að honum og hughreysta. Er það m at dómsins að framburður hans, virtur einn og sér, sé trúverðugur og þykir ekki ástæða til að efast um brotaþoli hafi verið mjög hræddur í haldi ákærðu og óttast um líf sitt. 70 Á verkar brotaþola hafa verið staðfestir með áverkavottorðum og vætti lækna og samræm ast þeir framangreindri tilgreiningu í ákæru. Þá staðfestu læknarnir H og J , að áverkar brotaþola samræmdust þeirri lýsingu sem hann hefur gefið á atburðarásinni. 71 Framburðir ákærðu Elmars og Hákonar fyrir lögreglu, sem þeir hafa ekki dregið til baka þrátt fyrir sakarneitun fyrir dómi, samræmast í öllum meginatriðum framburði brotaþola sjálfs á atburðarásinni og hver hafi átt hvaða þátt í henni. Brotaþoli hefur frá upphafi borið að ákærði Elmar hafi haft sig mest í frammi og gekkst ákærði sjálfur við þ ví fyrir lögreglu. Þá styður framburður ákærða Hákonar einnig við framburð ákærða Elmars fyrir lögreglu. Þykir hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði Elmar hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í öðrum ákærulið 72 Hvað beina þátttöku ákærð a Hákonar varðar í ofbeldi því sem lýst er í ákæru, þá hefur brotaþoli skýrt frá því að ákærði hafi hellt vatni yfir vit sín . Þessu hefur ákærði Hákon staðfastlega neitað , en hins vegar viðurkennt fyrir lögreglu að hafa fært ákærð a Elmar i vatn í könnu til að hella yfir vit brotaþola og fyllt á könnuna í tvígang . Ákærði Elmar bar á sama veg fyrir lögreglu. Þykja framburðir þeirra ekki ó trúverðugir hvað þetta varðar. Gegn neitun ákærða Hákonar verður því ekki talið sannað að hann hafi sjálfur hellt vatni yfir vit brotaþola eða beitt brotaþola öðru ofbeldi eða hótunum . Það breytir því hins vegar ekki , að þó hann hafi verið atkvæðaminnstur ákærðu í atburðarásinni, átti hann beinan þátt í því að veist var að brotaþola umrædda nótt með aðild að skipulagningu aðfararinnar og aðstoð við að staðsetja brotaþola , með þátttöku í förinni að þar sem ákærða var ljóst að brotaþoli var beittur ofbeldi, með því að færa ákærða Elmari vatn til þess að hella yfir vit brotaþola , ásamt því að ve ra staddur með honum í geymslu kompunni þar sem hann framdi ofbeldisverk sín og misþyrmingar gagnvart brotaþola , sem ákærða Hákoni var samkvæmt eigin framburði fyrir lögreglu ljóst að 24 ddur , en framangreint ofbeldi og misþyrmingar hafði ekki síst þann tilgang að skapa skelfingarástand í huga brotaþola og brjóta hann niður andlega . Samkvæmt mati L geðlæknis á andlegu atgervi ákærða Hákonar, taldi hann ákærða hafa gert sér grein fyrir einstökum þáttum atburðarásarinnar þó hann hafi ekki en dilega haft heildarmyndina skýra í huga sér. Hann væri sakhæfur og honum hafi verið ljóst að verið væri að brjóta gegn brotaþola. 73 Eins og greinir hér að framan þykir framburður ákærða Þórðar svo ótrúverðugur að ekki verður á honum byggt. Verður trúverðugur og stöðugur framburður brotaþola lagður til grundvallar um þá háttsemi sem ákærða Þórði er gefin að sök undir 2. ákærulið . 74 Þótt fyrir liggi að ákærði Elmar Þór hafi beitt sér mest í ofbeldisverkum gagnvart brotaþola, áttu ákærðu allir þátt í því hver með sínum hætti , að veist var að brotaþola með ofbeldi og hótunum og voru þeir með því allir aðalmenn í brot unum sem þeir eru ákærðir fyrir. Eru því ekki efni til að aðgreina hlut hvers og eins , sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar í máli nr. 148/2013 . Eru brot þeirra rétt heimfærð til refsiákvæða undir 2. ákærulið. III. Þriðji ákæruliður 75 Í 3. ákærulið er ákærðu Ara, X og Z gerð að sök hlutdeild í brotum sem lýst er í I. og II. kafla ákæru, ákærðu Z með því að hafa staðið að skipulagningu frelsissviptingarin nar með meðákærðu Elmari, Hákoni og Þórði og hvatt til hennar vegna ósættis um dóttur hennar og brotaþola, og Z auk ákærðu Ara og X , að hafa tekið að sér, eftir að þeim varð ljóst hvað til stóð, að vera liðsauki og ógnun gagnvart brotaþola með orðum og ath öfnum á meðan á brotum meðákærðu stóð og þannig veitt meðákærðu liðsinni í verki. Telst h áttsemi ákærðu varða við 2. mgr. 218. gr., 1. sbr. 2. mgr. 226. gr. og 233. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, allt sbr. 1. mgr. 22. gr. sömu laga. Um formhlið 76 Ák ærðu hafa öll krafist frávísunar 3. ákæruliðar. Byggja þau frávísunarkröfuna á því að í ákæru sé ekki tilgreint með skýrum hætti hvaða háttsemi ákærðu sé gefin að sök, sem hafi torveldað þeim varnir í málinu. Vísa þau til dóms Hæstaréttar í máli nr. 31/20 2 1 . Í dóm num er rakið að ekki megi vera slík tvímæli um það hverjar sakargiftir eru að ákærða verði ekki með réttu talið fært að taka afstöðu til þeirra og halda uppi vörnum. Það geti ráðist af brotategund og eðli brots hversu miklar kröfur verða gerðar um nákvæmni lýsing ar á ein stökum þáttum verknaðar, þó verði að gera þá kröfu að hún endurspegli sem best þá háttsemi ákærða sem rannsókn er talin hafa leitt í ljós. Í ákæruna í umræddu máli , sem varðaði kynferðisbrot, taldi rétturinn hafa vantað mikilvæg atriði sem upplýsingar lágu fyrir um eftir rannsókn lögreglu, svo sem um hversu mörg tilvik hafi verið að ræða, hver tiltekinn einstaklingur væri sem upplýsingar lágu fyrir um, hvar háttsemi hafi átt sér stað, við hvaða aðstæður og hvenær þau brot hefðu verið framin sem rannsóknin h afði leitt í ljós . Þar sem hin meinta háttsemi var ekki dæmigerð fyrir þá háttsemi sem talin hafði verið falla undir umrætt refsiákvæði, þótti enn ríkari ástæða en ella til að öllum verknaðarþáttum væri lýst með greinargóðum og skýrum hætti. Taldi 25 Hæstirét tur annmarka á ákærunni hafa valdið því að skýrslutökur fyrir dómi urðu ónákvæmar. Þeir hafi þannig haft bein áhrif á meðferð málsins fyrir dómi og verið til þess fallnir að torvelda varnir ákærða og gera dómurum óhægt um vik að fella dóm á málið. Þótti ák æran að þessu leyti svo óskýr að óhjákvæmilegt væri að vísa henni frá dómi. 77 Dómurinn getur ekki fallist á að aðstæðum í máli því sem hér er til umfjöllunar verði jafnað til þeirra aðstæðna sem uppi voru í framangreindu máli. Ákærðu Z er m.a. gefið að sök að hafa tekið þátt í skipulagningu frelsissviptingar brotaþola og hvatt til hennar vegna ósættis um dóttur hennar og brotaþola. Spurningar fyrir dómi lutu að þessu og varnir hennar sömuleiði s. Að mati dómsins gætti þar ekki vafa um hv aða sökum ákærða var að verjast. Í öðru lagi er ákærðu öllum gefið að sök að hafa, eftir að þeim varð ljóst hvað til stóð, tekið að sér að vera liðsauki og ógnun gagnvart brotaþola með orðum og athöfnum á meðan á brotum meðákærðu stóð og þannig veitt meðák ærðu liðsinni í verki. Þykir dómnum ekki leika hér vafi á því hvaða háttsemi það er sem ákærðu er gefin að sök, þó að hlutur hvers og eins ákærðu samkvæmt 3. ákærulið sé ekki tilgreindur. Það liggur fyrir hvaða háttsemi meðákærðu samkvæmt 1. og 2. ákærulið það er sem ákærðu er gefið að sök að hafa liðsinnt með. Atburðarásin er þar rakin í meginatriðum , hvar, hvenær og hvernig háttsemin átti sér stað og hvaða refsiákvæði hún eigi undir. Þrátt fyrir að fallast megi á það með ákærðu að ákæruvaldið hefði að rét tu lagi getað lýs t þætti hvers og eins þeirra með nákvæmari hætti , einkum hvenær ákærðu X og Ara hafi , að mati ákæruvaldsins , orðið ljóst hvað til stóð og hvaða háttsemi þeirra hafi falið í sér lið sinni við athafnir ákærðu , þá verður ónákvæmni í ákæru að v era þess eðlis að hún hafi torveldað ákærðu varnir sínar . Að mati dómsins verður hins vegar ráðið af ákærunni að við það sé miðað að ákærðu X og Ara hafi orðið ljóst hvað til stóð þegar þau hafi orðið vitni að aðför meðákærðu að brotaþola á . Þá verður ráðið af ákærunni að þau hafi sjálf veist að brotaþola með orðum og athöfnum meðan á háttsemi meðákærðu samkvæmt 1. og 2. ákærulið stóð, þó ekki sé tilgreint nákvæmlega hvenær í atburðarásinni það hafi verið. Spurningar fyrir dómi tóku mið af þes su, en þær voru hvorki ónákvæmar né ómarkvissar. Varnir ákærðu tóku mið af þessu. Að mati dómsins e r verknaðarlýsing ákærunnar því ekki haldin slíkum annmörkum að réttur ákærðu til að halda uppi fullum vörnum hafi liðið fyrir þá . Verður frávísunarkröfu ákæ rðu því hafnað. Um efnishlið 78 Framburðum í málinu ber saman um að ákærði Ari Rúnarsson hafi verið sofandi í húsinu að þegar atburðir næturinnar hófust. Hann hafi vaknað og verið illa áttaður, en sjálfur hefur hann borið að hafa verið í mikilli neyslu ví muefna á þessum tíma. Hann kveðst hafa séð vinkonu sína X slasaða þarna og einhverjir, sem hann hafi ekki þekkt, verið að hlúa að henni. Upplýst er að ákærði Elmar sló ákærða Ara hnefahöggi þegar hann kom að , en það hafi verið í misgripum. Ákærða X lýs ti því svo að ákærði Ari hafi skolfið eins og hrísla og haldið sig til hlés. Brotaþoli hefur sjálfur lýst því að ákærði Ari hafi ekkert aðhafst gagnvart sér þarna í . Þykir ekkert fram komið í málinu renna stoðum undir að ákærði Ari , sem sjálfur varð fyrir árás að , hafi á 26 nokkurn hátt liðsinnt meðákærðu í aðförinni að brotaþola á þessu tímamarki, né heldur að honum hafi þarna verið ljóst hvað til stóð. Um þátt ákærða Ara síðar um nóttina liggur fyrir að hann hafi að beiðni ákærðu X komið í undir morgun og fært henni tösku sem hún hafi átt . Gögn úr farsímakerfum benda til að ákærði Ari hafi verið staðsettur í eða við frá 6:55 til rúmlega 9. Hvorki farsímagögn né framburðir meðákærðu skera úr um hvar ákærði Ari hafi verið staðsettur í þegar hann var í húsnæðinu, þ.e. hvort hann var í bílskúrsálmu og tengibyggingu hússins eða íbúðarhluta þess , þar sem einnig er kjallari, en ekki er gegnt á milli þessara rýma . Brotaþoli hefur borið um að Ari hafi engu ofbeldi beitt gagnvart sér, en hann h B rotaþoli gat þó ekki gert grein fyrir hverjar þær hafi verið . Þessu hefur ákærði alfarið neitað. Ákærði Elmar bar fyrir lögreglu að hann hafi fengið ákærða Ara til að koma inn í kompuna og látið brotaþola ho rfa í augun á honum á meðan og játa ýmsar sakir sem ákærði Elmar bar upp á brotaþola. Eftir það hafi Elmar gengið í skrokk á brotaþola. Að mati dómsins felst ekki í þessum framburði Elmars fyrir lögreglu sönnun þess að Ari hafi veitt ákærða Elmari liðsstyr k eða hvatningu til ofbeldisverka eða frelsissviptingar. Þá liggur ekki fyrir hvort þetta var undir lok atburðarásarinnar, en stuttu síðar í framburði Elmars lýsir hann því að hann hafi farið að hlúa að brotaþola. E ngin v itni hafa borið um a ð ákærði Ari ha fi veist að brotaþola á nokkurn hátt. Þó að framburður brotaþola sé trúverðugur, þá þykir hann það óljós um þátt ákærða Ara að þessu leyti, að hann verður ekki lagður til grundvallar einn og óstuddur gegn eindreginni neitun ákærða . 79 Þá stendur eftir frambu rður brotaþola um að ákærði Ari hafi verið með í bifreiðinni þegar brotaþola var ekið í átt að SAk og sleppt. Ákærði Ari hefur neitað að svo hafi verið. Ákærði Elmar bar fyrir lögreglu að F og ákærði Þórður hafi verið í bifreiðinni með brotaþola og verið g eti að einn til viðbótar hafi verið með þeim , en gat ekki sagt til um það. Ákærði Hákon sagðist ekki hafa séð hverjir fóru með brotaþola. Staðsetningargögn úr farsímakerfum skera hér ekki úr. Gegn neitun ákærða verður ekki talið sannað að hann hafi verið með í bifreiðinni í umrætt sinn. Jafnvel þó svo væri, þá ber framburður brotaþola ekki með sér að ákærði Ari hafi með veru sinni í bifreiðinni liðsinnt meðákærðu eða hvatt til frekara ofbeldis eða frelsissviptingar , heldur fremur að hann hafi maldað í móinn , til dæmis þegar rætt hafi verið um að setja brotaþola í poka og þegar nefnt hafi verið að hægt væri að setja brotaþola í sjóinn eða Goðafoss. Að virtum þessum atriðum og gegn eindreginni sa karneitun ákærða Ara þykir varhugavert að telja sannað lögfullri sönnun að ákærði hafi með nærveru sinni á vettvangi tekið nokkurn þann þátt í brotum ákærðu að varði refsingu samkvæmt 1. mgr. 22. gr. almennra hegningarlaga. Ber því að sýkna ákærða Ara af þ ei m sökum sem hann er borinn í málinu. 80 Hvað ákærðu X varðar , þá liggur fyrir að þegar meðákærðu komu að var hún þar undir áhrifum, í miklu uppnámi og illa skorin á fæti. Hún kvaðst ekki hafa vitað hvernig það bar til að hún skarst á fæti og er það til vitnis um ástand hennar í umrætt sinn. Hún hefur borið um að hafa séð ákærða Elmar slá vin hennar ákærða Ara. Eftir að hún hafi upplýst Elmar um að Ari væri vinur hennar, hafi hann aðstoðað við að hlúa að sárum hennar og það hafi ákærði Hákon einnig gert. Þau h afi rætt um að koma þyrfti henni á 27 sjúkrahús. Hvorki framburður hennar né annarra varpa neinu ljósi á það að hvaða marki hún varð vör við ofbeldi gagnvart brotaþola á vettvangi í , né hvað ákærðu hafi gengið til. Þá liggur fyrir að ákærða fór á SAk með ákærðu Elmari og Hákoni frá og kom ekki í X fyrr en um 6:20 um morguninn. Gegn neitun ákærðu þykir ekki sannað að henni hafi verið ljóst á þessu tímamarki að brotaþoli hafi sætt frelsissviptingu eða ofbeldi. 81 Ákærða X kvaðst ekki vita hvers vegna h ún hafi farið með ákærða Elmari í , en bar um að hún hafi verið þar í íbúðarhluta eða sal hússins ásamt meðákærðu Z, Þórði og fleirum , en hvorki komið í bílskúrshlutann né séð brotaþola á vettvangi eða vitað af honum þar . Brotaþoli hefur á hinn bóginn borið að hann hafi séð ákærðu X á vettvangi og hún hafi haft uppi svívirðingar eins og aðrir ákærðu. Fær trúverðugur framburður brotaþola stuðning af framburði ákærða Elmars fyrir lögreglu, en þar bar hann að X hafi sagt við brotaþola, undir morgun áður en honum var sleppt, þú ert heppinn að þarna ... Þykir sannað gegn neitun ákærðu að hún hafi hitt brotaþola á vettvangi og látið umrædd orð falla, en ákæ rði Elmar hefur lýst því að hann sé vinur og velgjörðarmaður ákærðu X og styrkir það framburð hans að þessu leyti. Hins vegar liggur ekki fyrir í málinu að ákærða hafi látið þessi styggðaryrði falla fyrr en eftir að ákærðu h öfðu látið af ofbeldi gagnvart b rotaþola og vo ru að undirbúa að sleppa honum úr haldi sínu. Þykir varhugavert við þær aðstæður að leggja til grundvallar að í framangreindum orðum hafi falist hvatning til frekara ofbeldis eða frelsissviptingar. Þá þykir varhugavert að telja sannað , þrátt fyrir að líklegt megi telja að ákærðu , hafi um nóttina rætt saman um veru brotaþola í h úsinu , að ákærða hafi vitað af brotaþola á vettvangi fyrr en til stóð að sleppa honum , en eins og getið var að framan þá skiptist húsið að í norður - og suðurhluta og er ekki innangengt á milli. 82 Að virtum þessum atriðum og gegn eindreginni sakarneitun ákærðu þykir ákæruvaldið ekki hafa sýnt fram á með óyggjandi hætti að hún hafi tekið nokkurn þann þátt í brotum með ákærð u að varði refsingu samkvæmt 1. mgr. 22. gr. almen nra hegningarlaga. Ber því að sýkna ákær ð u X af þe im sökum sem hún er borin í málinu. 83 Ákærða Z hefur frá upphafi neitað allri aðild að málinu. Framburður hennar hefur þó verið reikull og því marki brenndur að vera ótrúverðugur. Til að mynda bar hún í fyrstu fyrir lögreglu að hún hafi verið sofandi með börnum sínum í íbúðarhluta hússins. Er á hana var geng ið með upplýsingum um fartölvu - og farsímanotkun, kvaðst hún augljóslega hafa verið vakandi. Kvað hún dagana renna saman í eitt og minni sitt ekki vera gott. Hún hafi hins vegar verið að gæta barna í íbúðarhluta hússins (suðurhluta) og hafi ekkert farið í norðurhluta þess. Fyrir dómi kvaðst hún hins vegar hafa verið sofandi og kannaðist ekki við nein símasamskipti við meðákærðu umrædda nótt. 84 Ákærða dóttur þeirra án samráðs við s ig og kvaðst Þetta hafi hins vegar verið merkingarlaus orð , sem engin alvara hafi búið að baki . Að mati dómsins er óvarlegt að ráða meira af þessum orðum einum og sér en að ákærða 28 hafi verið brotaþola mjög reið. Hins vegar liggja fyrir framburðir meðákærðu Elmars og Hákonar fyrir lögreglu, um að hún hafi verið stödd með þeim ásamt meðákærða Þórði í kjallara íbúðarhluta um kvöldmatarleytið og þá hafi verið rætt um að gera brotaþola eitthvað af framangreindri ás tæðu. Hún hafi verið samþykk því. Ákærði Hákon staðfesti að rætt hafi verið þarna um að setja brotaþola í kjallarann í . Að öðru leyti hefur e kki verið upplýst hvað nákvæmlega hafi þarna verið rætt um að gera. M eðákærðu Elmar og Hákon báru hins vegar báðir fyrir lögreglu að ákærðu Z hafi verið fullkunnugt um atburðarás næturinnar, að brotaþola væri haldið í húsnæðinu . Báru þeir einnig að ákærða hafi verið stödd með þeim í ásamt F og ákærða Þórði þegar ákærði Hákon hafi greint frá símtali sínu þar sem fram hafi komið að ákærða X væri í vandræðum niðri á með brotaþola og þeir í framhaldinu stokkið út í bíl og ekið þangað. Þá hafa ákærðu X , Elmar og Hákon öll staðfest að hafa verið stödd með ákærðu í íbúðarhluta hússins um nóttina þegar hún sagðis t hafa verið sofandi og engan hafa hitt. Þykir framburður ákærðu, bæði fyrir lögreglu og fyrir dómi, sem fyrst og fremst hefur miðast við að fjarlægja hana frá atburðarásinni , svo ótrúverðugur að ekki verður á honum byggt gagnvart framangreindum framburðum meðákærðu. Þykir hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærða Z hafi bæði tekið þátt í skipulagningu frelsissviptingar brotaþola og jafnframt verið samþykk því að honum væri haldið í húsnæðinu að gegn vilja sínum. Með framangreindri háttsemi hefur ákærða br otið gegn 1., sbr. 2. mgr. 226. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 1. mgr. 22. gr. laganna. 85 Að mati dómsins hefur ákæruvaldið hins vegar hvorki sýnt fram á að ákærða hafi verið meðvituð um ofbeldi það sem meðákærðu beittu brotaþola, né heldur að hún hafi hvatt til þess. Samkvæmt frásögn brotaþola sjálfs sá hann ákærðu aldrei umrædda nótt. Hann taldi sig þó hafa heyrt rödd hennar utan við geymsluherbergið, en fullyrti það ekki afdráttarlaust gagnvart lögreglu. Fyrir dómi kvaðst hann í fyrstu telja sig hafa heyrt rödd hennar, en kvaðst nánar aðspurður fullviss um það. Með hliðsjón af meginreglunni um að allan vafa beri að skýra sakborningi í hag, verður að miða við framburð brotaþola fyrir lögreglu um þetta atriði, en samkvæmt honum gat hann ekki sagt til um það með áreiðanlegum hætti hvort hann hafi heyrt rödd ákærðu á vettvangi. Meðákærðu hafa öll borið um að ákærða hafi verið í íbúðarhúsnæði alla nóttina. Enginn hefur borið um að hún hafi komið í bílskúrshluta hússins. Þá liggur fyrir framburður brotaþo la fyrir lögreglu um að ákærði Þórður hafi sagt við hann um morguninn að ákærða Z mætti ekki vita af því hvað þeir hafi gert við hann. Ákæruvaldið hefur lagt fram ljósmynd í málinu sem sýnir ákærðu staðsetta í kjallara íbúðarhluta hússins, en á umræddri my nd sést plastpoki eins og pokinn sem brotaþola var gert að fara ofan í áður en hann var fluttur af vettvangi . Ákærða sendi sjálfri sér myndina á samskiptaforritinu Messenger umrædda nótt. Hún hefur borið að myndin hafi verið tekin áður, þó að hún hafi sent sér hana á þessu tímamarki. Ekkert liggur fyrir í málinu um það hvenær myndin var í raun tekin. Jafnvel þó myndin hafi verið tekin umrædda nótt, þá sýnir það ekki fram á annað en að ákærða hafi þá verið stödd í kjallara íbúðarhluta hússins. Einhver meðákæ rðu gat hafa tekið umræddan poka og farið með hann í bílskúrinn án vitneskju ákærðu um það eða í hvaða tilgangi nota ætti pokann . Með hliðsjón af framansögðu telur dómurinn ekki nægjanleg gögn komin fram í málinu til þess að unnt sé að slá því föstu, gegn neitun 29 ákærðu Z , að henni hafi verið ljóst að brotaþoli hafi verið beittur ofbeldi af meðákærðu, þó að hún hafi vitað um frelsissviptinguna. Verður ákærða því sýknuð af hlutdeildarbroti gegn 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga. III. Ákæra lögreglustjó ra 12. október 2020. 86 Ákærði Ari Rúnars son játaði skýlaust fyrir dómi þá háttsemi sem honum er gefin að sök í þessari ákæru. Með hliðsjón af þeirri játningu, sem samrýmist rannsóknargögnum máls, er ákærði sannur að sök í þessum þætti og er háttsemin réttile ga heimfærð til refsiákvæða í nefndri ákæru. IV. Ákæra lögreglustjóra 23. febrúar 2021. Málsatvik. Rannsókn. Sönnunarfærsla. I. Fyrsti ákæruliður 87 Ákærði Þórður Már hefur neitað sök samkvæmt 1 . lið ákærunnar, en þar er honum gefið að sök að hafa útbúið 43 lítra af sterku áfengi til einkanota, sem fannst við húsleit á heimili hans föstudagskvöldið 9. október 2020. 88 Samkvæmt frumskýrslu lögreglumanns nr. 9517, sem hann staðfesti fyrir dómi, hélt lögregla á vettvang að til húsleitar 9. október 2020, eftir að upplýs ingar höfðu borist um að fíkniefni sem fundist hefðu fyrr um kvöldið og verið haldlögð, hefðu komið úr húsinu. Við leit í fann lögreglan 43 lítra af glærum vökva, sem talinn var vera landi. Vökvinn fannst í 8 áfengisflöskum og 6 stærri brúsum og flösku m . 89 Við yfirheyrslu hjá lögreglu 10. október 2020 kannaðist ákærði við að eiga 38 - 40 lítra af landa sem hann hafi ætlað til einkanota. 90 Lögreglan tó k 5 sýni af handahófi og sendi til greiningar hjá Rannsóknastofnun í lyfja - og eiturefnafræði. Reyndist vökvin n innihalda etanól af styrkleika á bilinu 37 42 %. 91 Ákærði kom fyrir dóminn og skýrði frá því að hann hafi verið að brugga fyrir sjálfan sig. Hann hafi ekki mælt styrk áfengisins og kvaðst ekki geta staðfest að um áfengi hafi verið að ræða. 92 L ögreglumaður n r. 0619 , kom fyrir dóminn og staðfesti skýrslu sína um húsleit og haldlagningu . Hún kvaðst hafa komið að styrkleikamælingu vökvans og lýsti því að hafa tekið 5 sýni og gengið frá til styrkleikamælingar sem framkvæmd hafi verið af hálfu tæknideildar í Reykj avík hjá Rannsóknastofnun í lyfja - og eiturefnafræði. Kvaðst hún ekki muna hitastigið á lögreglustöðinni þar sem vökvinn hafi verið geymdur, en þetta hafi allt verið glær vökvi (spíri), en ekki gruggugur vökvi. Niðurstaða 93 Við aðalmeðferð málsins gerði verj andi ákærða því skóna að vökvinn sem haldlagður var hjá ákærða kynni að hafa verið geymdur á lögreglustöðinni við hitastig sem hafi verið nægilegt til að vökvinn gerjaðist og breyttist úr óáfengum vökva í áfengan, en 30 mæling lögreglu hafi ekki farið fram fy rr en mánuði eftir að vökvinn var haldlagður. Framangreind málsvörn er haldlaus, enda alkunna að svonefndur gambri breytist ekki úr óáfengum vökva í 37 - 42% spíra við það eitt að standa við stofuhita. Bæði ljósmyndir og framburður lögreglu staðfesta að um v ar að ræða glæran vökva, spíra, en ekki gruggugan óeimaðan gambra. Að mati dómsins var fullnægjandi af hálfu lögreglu að taka 5 sýni af handahófi af vökvanum. E r hafið yfir vafa að umræddur vökvi var sterkt áfengi í skilningi áfengislaga. Ákærði er því san nur að sök samkvæmt 1. ákærulið og er háttsemi hans rétt heimfærð til refsiákvæða. II. Annar og þriðji ákæruliður 94 Ákærði hefur játað vörslur á 1,71 grammi af amfetamíni eins og honum er gefið að sök samkvæmt 2 . lið ákærunnar. Þá hefur hann játað að hafa verið með kasthníf í vörslum sínum, sbr. 3 . lið ákærunnar. Með hliðsjón af þeirri játningu, sem samrýmist rannsóknargögnum máls, er ákærði sannur að sök samkvæmt þessum ákæruliðum og er háttsemin réttilega heimf ærð til refsiákvæða í nefndri ákæru. V. Ákæra Héraðssaksóknara 2. desember 2021. Málsatvik. Rannsókn. Sönnunarfærsla. 95 Samkvæmt frumskýrslu lögreglumanns nr. 9523, barst lögreglu tilkynning 13. október 2020 kl. 15, um að brotaþoli hafi mánudaginn 12. október verið sviptur frelsi, hár hans rakað að hluta og hann laminn af tveimur mönnum, ákærðu í máli þessu. Þá hafi þeir hótað brotaþola að ef hann kæmi ekki með háa peningafjárhæð þann dag kl. 17:30 til þeirra í myndu þeir skaða hann og fjölskyldu hans. Ákærðu hafi lesið upp nöfn allra sem tengst hafi brotaþola nánum fjölskylduböndum. Nánar hafi atvik verið með þeim hætti að ákærðu hafi setið fyrir brotaþola eftir vinnu og farið með hann á heimili ákærða Þórðar að . Ástæða þess a hafi mögulega mátt rekja til þess að helgina áður hafi lögreglu verið bent á að fíkniefni væri að finna á heimili brota þola og að við leit lögreglu þar í framhaldinu hafi verið lagt hald á umtalsvert magn fíkniefna , sem grunur hafi leikið á að brotaþoli hafi fengið afhent frá ákærðu Þórði Má og Aroni Vigni . Í kjölfarið hafi farið fram húsleit á heimili ákærða Þórðar og h ald lagt á fíkniefn i og áfengi ( er þar um að ræða ákæruefni samkvæmt ákær u IV hér að framan ). 96 Í framhaldi tilkynningarinnar hafi lögregla haldið heim til ákærða Þórðar og handtekið báða ákærðu utan við húsið þar sem þeir hafi verið að þrífa gráa Audi bifreið með númerið , sem síðar hafi komið í ljós að hafi verið í eigu brotaþola og hann hafi sagt ákærðu hafa tekið af sér m eð valdi. Ákærði Aron hafi verið með lykla bifreiðarinnar í buxnavasa sínum. 97 Samkvæmt gögnum lögreglu fannst spjaldtölva í bifreiðinni sem ákærði Aron viðurkenndi að eiga. Við rannsókn á innihaldi tölvunnar hafi komið í ljós sex sekúndna myndskeið, þar se m sjá m átt i brotaþola sitjandi hnípinn á gólfi og búið að raka höfuð hans til hálfs. Á upptökunni, sem er á meðal gagna málsins, má heyra brotaþola segja 31 niður í lyftuna og út í bíl , þetta voru fjórir löggumenn sem 98 Við húsleit í lagði lögregla m.a. hald á rakvél og fondue - gaffal, sem grunur lék á að hafi verið notað gegn brotaþola. Við leitina fannst einnig ruslatunna sem innihélt hárlokka sem samsvöruðu hári brotaþola. 99 Á meðal gagna málsins eru ljósmyndir sem t eknar voru af brotaþola á sjúkrahúsi Akureyrar (SAk), en þær sýna þá áverka brotaþola sem lýst er í ákæru. 100 Í málinu liggur fyrir áverkavottorð H , forstöðulæknis bráðamóttöku SAk, dags. 11. desember 2020, sem hann hefur staðfest fyrir dómi. Kemur þar fram a ð brotaþoli hafi leitað á bráðamóttöku til skoðunar 13. október 2020, daginn eftir líkamsárás. Hann hafi skýrt frá því að hafa verið dreginn inn eftir gólfi og laminn ítrekað í andlit og herðar með einhvers konar áhaldi. Þá hafi hann verið kýldur í maginn. Hann hafi verið tekinn hálstaki og fundist hann vera að missa meðvitund. Þá hafi honum verið ógnað með áhöldum. Hann hafi verið aumur í andliti og hálsi á komudegi og hafi tekið eftir blóði í þvagi um morguninn. Hafi verið mjög óttasleginn og kvíðinn, men nirnir væru í fangageymslu en hann óttaðist hvað gerðist er þeir kæmu út. Við skoðun hafi hann ekki verið meðtekinn af verkjum en greinilega skelkaður. Marblettur hafi verið á hægri upphandlegg, striklaga för á hálsi og upp með höku. Eymsl og þroti hægra m egin á hálsi. Greinanlegur þroti við kjálkabarð vinstra megin. Talsverð eymsli þar og þroti sjáanlegur. Um 3 - 4 cm löng rispa upp eftir nefi sem gæti verið eftir skarpt áhald. Sár efst á hvirfli og í miðlínu um 2 cm í mesta þvermál. Fleiðusár á vinstri mjað marspaða. Lítið magn blóðs greinanlegt í þvagi. Ekki hafi verið grunur um innri áverka. Skýrslur fyrir dómi. 101 Ákærðu Þórður Már og Aron Vignir komu fyrir dóminn og gáfu skýrslur. Þá gaf brotaþoli, B , skýrslu fyrir dómi. Einnig gáfu vitnaskýrslur H , forstöðu læknir bráðamóttöku SAk, M , N , O , P , Q , R , lög reglumenn númer 9523 , 0619 og 0239. Verður nú gerð grein fyrir framburðum þeirra að því marki sem þýðingu hefur. 102 Ákærði Þórður Már kvað málið hafa byrjað með því að brotaþoli hafi greint lögreglunni frá því að hann hafi fengið fíkniefni hjá ákærða. Ákærði hafi fyrir tilviljun verið að aka með barnsmóður sinni og þá séð brotaþola við verslunarkjarnann Hrísalund og viljað ræða við hann um þetta. Hann hafi látið aka sér þangað og farið upp í bíl brotaþola og löðrun gað hann nokkrum sinnum. Hann hafi fengið brotaþola með sér heim til sín í . sjálfviljugur með honum og þetta hafi ekki verið frelsissvipting. Kvaðst ákærði einn hafa átt hlut að máli, meðákærði Aron hafi ekkert komið nálægt þessu. Hann hafa bara leigt salinn í húsi ákærða, en atvik málsins hafi átt sér stað þar. Aðrir hafi ekki verið þarna. Kvaðst ákærði hafa sleppt brotaþola eftir um 40 mínútur, en kvað hann hafa get að farið fyrr. Neitaði ákærði að hafa verið með hníf meðferðis. Ákærði kannaðist ekki við neinar hótanir í garð brotaþola. 32 103 Ákærði Aron Vignir kvaðst hafa verið leigjandi hjá ákærða Þórði. Hann hafi v e rið að dunda við húsbíl þegar meðákærði hafi komið með b rotaþola í . Þeir hafi farið að spila pool. Meðákærði hafi rætt við brotaþola og einhverjar ryskingar orðið á milli ákærði hafa farið með brotaþola inn á snyrtingu og hjálpað honum að laga hárið. Hann hafi sjálfur ekki áttað sig á alvarleika málsins. Aðspurður um Rolex úr og Gucci peysu sem hann hafi tekið af brotaþola, kvaðst hann hafa átt þessa muni sjálfur. Hann hafi lánað brotaþola þá, en viljað fá þá aftur. Efti r þetta hafi hann farið með brotaþola og sótt Audi bíl í eigu brotaþola sem átt hafi að selja. Þeir hafi ætlað að þrífa hann fyrir utan hús meðákærða að . Kvaðst ákærði hafa verið í mikilli neyslu á þessum tíma og ekki muna þetta vel. Um hafi verið að r æða fyllerísrifrildi og einhverjar hótanir. Kvaðst ákærði hvorki hafa séð meðákærða slá brotaþola né raka af honum hárið. Neitaði hann að hafa sjálfur snert brotaþola. Kannaðist hann við að hafa verið ósáttur við brotaþola vegna þess að hann hafi verið a ð bera fíkniefnasölu á meðákærða við lögregluna. Kvaðst hann ekki muna hvort radarvari í eigu brotaþola hafi verið í Audi bifreiðinni. Þá k vaðst hann ekki muna hvort brotaþoli hafi verið þarna í tvo tíma, en hann taldi honum ekki hafa verið meinað að fara. 104 B , brotaþoli, gat þess að hann myndi ekki allt þar sem hann hefði orðið fyrir áfalli af atburðinum. Hann kvaðst hafa fengið símtal frá félaga sínum N um að þeir þyrftu að fara á Hrísalundarplanið að ræða við einhvern strák. Er þangað hafi verið komið hafi N farið úr bílnum og ákærði Þórður komið aðvífandi, stokkið inn, sest í framsætið og slegið sig í bringuna og verið mjög ógnandi. Hann hafi verið með eitthvað í hendinni sem vitninu hafi virst vera hnífur, en tók fram að hann væri ekki viss. Ákærði Þórður hafi sagt sér að aka heim til sín. Hann hafi orðið hræddur og ekki þorað öðru en hlýða. Ákærði Þórður hafi slegið sig ítrekað og hótað með kartöflugaffli og ostaskera. Hann hafa ásakað brotaþola um að hafa sagt lögreglunni að hann hafi fengið fíkniefni hj á ákærða. Þá hafi ákærði ásakað sig um að hafa boðið dóttur sinni fíkniefni. Sagði brotaþoli báðar þessar ásakanir rangar. 105 Eftir um það bil 1 og ½ klukkustund hafi ákærði reiðst mikið vegna mótþróa brotaþola við ásökunum sínum. Ákærði Aron hafi tekið brot aþola hálstaki, að beiðni meðákærða Þórðar, og haldið sér á meðan Þórður hafi rakað hárið af höfði sínu. Kvaðst brotaþoli nánast hafa misst meðvitund vegna þrýstings af hálstakinu. Að því búnu hafi þeir látið sig sópa hárinu saman og setja í ruslakörfu. Ák ærði Þórður hafi hótað sér og hótað að skaða nánast alla fjölskyldu sína, foreldra, afa og ömmur. Honum hafi verið haldið þarna í um 2 klukkustundir og ákærðu hafi verið með hótanir og ásakanir allan tímann. Hurðin hafi verið læst og ákærði Þórður sífellt verið ógnandi og brotaþoli ekki haft færi á að komast út. Meðal annars hafi hann verið með rafstuðbyssu, en ekki notað hana heldur látið hana neista. Ákærði Aron hafi sagt meðákærða að nota hana ekki. Brotaþoli hafi spurt hvort hann mætti fara, en ákærði Þ órður neitað því. 106 Ákærði Þórður hafi fyrst og fremst haft sig í frammi og nánast gert allt, en Aron lítið annað en hálstakið. Hann hafi meira verið ráfandi í kringum þá. Ákærði Aron hafi ekki hótað sér. Þórður hafi slegið sig þéttingsfast og löðrungað, en gætt þess að skilja ekki 33 eftir áverka. Flest höggin hafi komið í andlitið, en tvö í magann. Hann hafi átt að taka á sig sök í fíkniefnamáli og segjast hafa verið að selja 32 kg af hassi. Einhver fleiri mál hafi hann átt að taka á sig. Þá hafi þeir kúgað s ig og sagt að hann ætti að greiða þeim 60 - 70% af launum sínum. Þeir hafi þvingað sig til að samþykkja að láta þá fá bílinn sinn til eignar. Ákærði Aron hafi farið með brotaþola að sækja bílinn. Hann hafi látið brotaþola skutla sér í hús á Oddeyri, þar sem hann hafi ætlað að prenta út eignaskiptayfirlýsingu, en prentarinn hafi verið bilaður. Því hafi átt að ganga frá tilkynningunni seinna. Ákærði Aron hafi látið brotaþola skutla sér aftur upp í . Er þangað var komið hafi hann sagt brotaþola að fara úr pey sunni og tekið hana ásamt Rolex úri af brotaþola. Kvað brotaþoli Aron hafa gefið sér þessa muni nokkru áður. Hann hafi svo sagt sér að fara, en brotaþoli hafi þá einungis verið í bol og hrollkalt verið úti. Hann hafi farið gangandi heim til vinar síns, grá tandi og í áfalli. Móðir vinar hans hafi komið til dyra, hann hafi ekki viljað segja henni hvað gerðist og því sagst hafa verið að fíflast með vini sínum til að skýra útlitið á hárinu. 107 Aðspurður kvað brotaþoli það geta verið rétt að ákærði Þórður hafi sagt meðákærða að lina hálstakið þannig að brotaþoli myndi ekki missa meðvitund, en hann kvaðst ekki muna það. Aðspurður kvað brotaþoli N hafa komið aftur í um 45 mínútum eftir að ákærði Þórður hafi farið með brotaþola þangað. N hafi komið með áfengi þanga ð. 108 Um eftirmál aðfararinnar kvaðst brotaþoli hafa fengið áfall, hann hafi sífellt verið hræddur og óttast hefndaraðgerðir. Hann hafi ekki þorað að vera einn úti. Fjölskyldan hafi sett upp öryggiskerfi í kringum heimilið og í sumarbústaðnum, enda hafi ákærð u talið upp alla helstu fjölskyldumeðlimi með nafni og sagst ætlað að hefna sín á þeim ef brotaþoli greiddi þeim ekki háa fjárhæð. Kvaðst brotaþoli hafa misst fjóra daga úr vinnu vegna áfallsins. 109 Vitnið M , ákærða Þórðar, staðfesti að hún hafi verið að aka ákærða Þórð i í vínbúðina er þau hafi séð brotaþola við Hrísalund og ákærði beðið hana að aka þangað. 110 Vitnið N kvað það rétt að hann hafi fengið brotaþola til að skutla sér á bílaplanið við Hrísalund, en það hafi verið tilviljun að ákærði Þórður hafi átt leið hjá á sama tíma. Ákærði hafi sest inn í bílinn þegar vitnið hafi farið úr honum að spjalla við félaga sinn . Hann hafi séð ákærða aka á brott með brotaþola. Vitnið hafi farið og náð í áfengi og komið með það í . Þar hafi þeir verið þrír, ákærðu og brotaþoli. Vitnið hafi engar hótanir séð og brotaþoli ekki virst hræddur. Þeir hafi verið að ræða ásakanir ákærð a Þórðar á hendur brotaþola vegna fíkniefnamála. Kvaðst vitnið hafa verið þarna í um 40 mínútur og farið heim að því búnu. Staðfesti vitnið að ákærði Þórður hafi fyrir framangreinda atburðarás verið búinn að biðja vitnið um að koma sér í samband við brotaþ ola. Kvaðst vitnið hafa verið í mikilli neyslu á þessum tíma. Aðspurt viðurkenndi vitnið að hafa reynt að ná sambandi við brotaþola nokkrum dögum fyrir skýrslugjöfina fyrir dómi, en hann hefði ekkert verið í sambandi við hann frá því atvik málsins gerðust. 111 Vitnið O , kvaðst hafa þekkt brotaþola frá því í grunnskóla en vinátta þeirra hafi þróast í sundur eftir að þetta mál kom upp. Hann kvað brotaþola hafa komið heim til sín að 34 kvöldi umrædds dags og verið hræddan. Hann hafi verið með rakaðan koll, yfir mitt höfuðið. Hann hafi verið í bol einum fata og ískalt. Hann hafi greint vitninu frá því að hafa verið kýldur í magann og laminn vegna einhvers dóps. Aðspurður um áverka á brotaþola kvaðst vitnið hafa tekið eftir hárleysinu og einhverju í andlitinu. Brotaþoli hafi sag t ákærðu hafa hótað sér og talað um að hann skuldaði þeim peninga. Kvaðst vitnið hafa ekið brotaþola heim til sín. 112 Vitnið P , móðir brotaþola, skýrði frá því að hann hafi verið í miklu uppnámi, hræddur og reiður er hann kom heim umrætt kvöld. Hann hafi tala ð ört og samhengislaust, en greint frá því að hann hafi verið lokkaður í Hrísalund af kunningja sínum N og þar hafi ákærði Þórður komið og svipt sig frelsi með hótunum og farið með sig í , þa r sem hann hafi verið kýldur í magann, honum hótað, höfuðið ra kað, bíllinn tekinn af honum og honum sagt að hann skuldaði ákærðu peninga sem hann þyrfti að greiða daginn eftir fyrir kl. 17:30, annars yrði gengið að fjölskyldunni. Þetta hafi tengst eiturlyfjum, sem móðir brotaþola hafi fundið heima hjá honum og látið lögregluna vita af. Brotaþoli hafi í fyrstu ekki viljað segja hver ætti eiturlyfin, en hafi svo skýrt móður sinni frá að ákærði Þórður ætti þau. Brotaþoli hafi verið í taugaáfalli eftir að hann kom heim og mjög hræddur. Hann hafi ekki þorað að vera heima h já sér af ótta við hefndaraðgerðir og hafi því gist hjá ömmu sinni og afa í viku eftir þetta. Þau hafi öll verið óttaslegin og óörugg og brugðið á það ráð að setja upp myndavéla - og öryggiskerfi. 113 V i tnið Q , afi brotaþola, skýrði frá frásögn brotaþola í meg inatriðum á sama veg og móðir hans. Kvað hann brotaþola hafa verið órólegan í 1 2 mánuði eftir þetta. 114 Vitnið H , forstöðulæknir bráðamóttöku SAk, staðfesti áverkavottorð sitt í málinu og svaraði spurningum. Kvað hann áverka brotaþola samræmast frásögn han s af atvikum málsins. 115 Lögreglumenn irnir sem komu fyrir dóminn staðfestu skýrslur sínar um rannsókn málsins, sem gerð er grein fyrir hér að framan, og svöruðu spurningum þar að lútandi. Varðandi rannsókn sem byggði á eftirlitsmyndavélum sem beindust meðal a nnars að húsinu að , þá kom fram að erfitt hafi verið að greina neitt eftir kl. 19, þar sem birtuskilyrði hafi verið slæm, en fram að þeim tíma hafi brotaþoli ekki sést yfirgefa húsið. Niðurstaða 116 Framburðum ákærða Þórðar og brotaþola ber saman um að ákæ rði Þórður hafi komið skyndilega og sest óboðinn upp í bíl brotaþola. Ákærði Þórður hafi verið brotaþola reiður og viljað ræða við hann um meinta frásögn brotaþola gagnvart lögreglu um eignarhald ákærða á fíkniefnum, sem leiddi til húsleitar hjá ákærða og handtöku hans þremur dögum áður, sem varð tilefni ákæru nr. IV. Ákærði hafi löðrungað brotaþola nokkrum sinnum, en sagt honum að hann myndi ekki meiða hann. Ákærði hafi mælt fyrir um að þeir skyldu halda heim til ákærða og ræða málin. Þeim ber hins vegar e kki saman um hvort brotaþoli hafi með þessu verið sviptur frelsi sínu. Að mati dómsins leikur enginn vafi á því að brotaþoli, sem taldi sig vera í bílferð með kunningja sínum, 35 upplifði mikinn ótta við það að ákærði hafi snarast fyrirvaralaust og óboðinn in n í bifreiðina. Ákærða, sem var fertugur á þessum tíma, gat ekki dulist að framangreind ógnandi framkoma og ofbeldi gagnvart brotaþola, sem var átján ára, hlaut að vekja með honum ótta. Blasir við að tilgangurinn með framferði ákærða Þórðar , sem búinn var að biðja N um að koma sér í samband við brotaþola vegna framangreinds fíkniefnamáls, var að nema brotaþola á brott gegn vilja hans og flytja hann í , eins og raunin varð. Framburður ákærða um að brotaþoli hafi komið með sér sjálfviljugur við þessar aðstæður fær ekki staðist. Er samkvæmt því hafið yfir vafa að ákærði hafi með háttsemi sinni svipt brotaþola frelsi sínu. Gegn neitun ákærða er hins vegar ósannað að hann hafi beitt hnífi við frelsissviptinguna, en brotaþoli kvaðst fyrir dómi ekki vera viss hvort svo hafi verið. 117 Um atburðarásina eftir að ákærði Þórður kom með brotaþola í sal hússins að þar sem meðákærði var staddur, ber aðilum saman um að ákærði Þórður hafi rakað stóran hluta hársins af höfði brotaþola. Myndskeið og myndir sem fundust í spjaldtölvu meðákærða Arons sýna hvar brotaþoli situr hníp inn á gólfinu með höfuðið rakað u.þ.b. frá hvirfli og fram að enni og yfir honum situr annar ák ærðu á stól . Aðilum ber einnig saman um að ákærði Þórður hafi haldið áfram að löðrunga brotaþola eftir að komið var í . Að öðru leyti ber aðilum ekki saman um hvað gerðist. 118 Framburður vitnisins N , bar þess merki að vitnið hafi verið í mikilli neyslu á þeim tíma er atvik málsins gerðust, auk þess að bera þess merki að vitnið leitaðist við að fjarlægja sig frá atburðum málsins. Þá bar vitnisburðurinn þess merki að vitnið forðaðist að nefna nokkuð sem staðfest gæti framferði ákærðu gagnvart brotaþola, jafn vel þó augljóst sé af því sem liggur fyrir um atburði málsins að vitnið hljóti að hafa orðið vart við hvað á gekk. Þykir framburður vitnisins svo ótrúverðugur að á honum verður ekki byggt. 119 Framburður brotaþola í málinu hefur verið stöðugur frá því hann ský rði lögreglu fyrst frá atvikum málsins. Var framburður hans fyrir dómi í öllum meginatriðum á sama veg. Þá kom fram hjá vitnunum H , yfirlækni, P , Q og O , að brotaþoli hafi lýst atburðum á sama veg fyrir þeim, þegar eftir að þeir áttu sér stað. Staðfesti H að áverkar þeir sem voru á brotaþola samræmdust lýsingu hans. Þykir þetta allt styðja framburð brotaþola, sem er jafnframt trúverðugur einn og óstuddur. Þannig gætti hann þess fyrir dómi að taka sérstaklega fram að hann myndi ekki allt skýrt og nefndi t.d. að hann gæti ekki fullyrt að ákærði Þórður hafi verið með hníf. Leitaðist hann við að fullyrða ekki meira en hann taldi sig vi ta með vissu. Bar framburðurinn með sér að vera nákvæmur og ýkjulaus. Hinu sama gegnir ekki um framburði ákærðu. 120 Framburður ákærð a Arons bar þess merki að hann hafi verið í mikilli neyslu á umræddum tíma og ekki munað atburði vel, eins og hann skýrði frá fyrir dómi. Þetta dómi fyrst og fremst miða st við að gera hlut hans sem minnstan og fjarlægja hann frá málinu. Hann hefur neitað allri þátttöku í ofbeldi gagnvart brotaþola og kvaðst ekki hafa áttað sig á alvöru málsins. Var framburður ákærða fremur ruglingslegur, brotakenndur og óskýr. Á kærði Þórð ur bar fyrir dómi að hann hafi einn átt hlut að máli og meðákærði 36 hvergi komið nærri . Hins vegar bar hann fyrir lögreglu að ákærði Aron hafi tekið brotaþola hálstaki og haldið honum á meðan meðákærði hafi rakað hann. Gaf hann enga skýringu á breyttum framb urði fyrir dómi og þykir þetta draga verulega úr trúverðugleika framburðar hans. Þá kannaðist ákærði Aron við það fyrir dómi að hafa verið reiður brotaþola. Fyrir lögreglu kvaðst hann hafa tekið fötin af brotaþola, þar sem hafi eftir aðfarir ákærðu gagnvart honum sjálfviljugur stungið upp á því að þeir myndu fara og sækja bíl hans og skilja hann eftir hjá ákærðu, þar sem til hafi staðið að þrífa hann fyrir sölu eru fjarstæð ukenndar. 121 Ákærði Þórður hefur viðurkennt að hafa löðrungað brotaþola og rakað hár hans, en hefur hafnað öðru ofbeldi eða hótunum. Meðákærði Aron bar hins vegar fyrir dómi að einhverjar ryskingar hafi orðið á milli ákærða Þórðar og brotaþola og jafnframt að hann hafi verið með hótanir við brotaþola . Þykir dómnum framburðir ákærðu svo ótrúverðugir að þeim verður að hafna andspænis trúverðugum framburði brotaþola, sem fær stoð í framburði ákærðu sjálfra um þátt hvors annars , ýmist fyrir lögreglu eða fyrir dómi , læknisfræðilegum gögnum um áverka brotaþola sem samræmast lýsingu hans og fyrrgreindu myndskeiði af brotaþola á vettvangi. Þá fær frásögn hans stuðning af framburði O , P , Q og vottorði yfirlæknis SAk um ótta bro taþola við ákærðu og hótanir þeirra. 122 Þykir samkvæmt heildstæðu mati á gögnum málsins og framkomnum framburðum hafið yfir vafa að atburðarás málsins hafi verið eins og lýst er í ákæru, þó að því undanskildu að hvorki þykir sannað að ákærði Þórður hafi beitt hnífi til að ógna brotaþola né heldur að ákærði Aron hafi átt þátt í að hóta brotaþola líkamsmeiðingum með járnpinna og ostaskera, en brotaþoli bar fyrir dómi að ákærði Þórður hafi þar einn átt hlut að máli. Þá þykir ósannað að Rolex úr og Gucci peysa, se m ákærði Aron tók af brotaþola, hafi verið í eigu brotaþola, en fyrir dómi kom fram að ákærði Aron hafi átt þess muni, en hann hafi lánað brotaþola þá. Brotaþoli kvað Aron hins vegar hafa gefið sér þá. Þykir vafi leika á um þetta, sem verði að skýra ákærða Aroni í hag. 123 Þrátt fyrir að ljóst sé að ákærði Þórður hafi átt stærstan hlut að máli í aðför ákærðu að brotaþola, þá er fram komið að ákærði Aron tók einnig þátt í ofbeldi gegn honum með framangreindu hálstaki er meðákærði rakaði höfuð brotaþola. Þá liggur einnig fyrir að hann hafi tekið þátt í því að þvinga bílinn af brotaþola ásamt því að hrifsa af honum framangreindan fatnað og ú r, sem var hluti af ógnandi framgöngu ákærðu gagnvart brotaþola, jafnvel þó ákærði kunni að h afa átt þessa muni . Þykir ákæruvaldið hafa sýnt fram á að um samverknað hafi verið að ræða. Samkvæmt öllu framansögðu eru ákærðu sannir að sök fyrir þá háttsemi er í ákæru greinir, þ.e. ólögmæta nauðung, frelsissviptingu, tilraun til fjárkúgunar og rán, að undanskildum þeim atriðum sem rakin voru hér að framan. Er háttsemi ákærðu rétt heimfærð til refsiákvæða. B. Ákvörðun refsinga 37 124 Að því er varðar ákærðu samkvæmt ákærum I - III, verður við ákvörðun refsingar tekið tillit til þess að útgáfa ákæra I, II og II I dróst óhóflega. Þá varð dráttur á meðferð málsins fyrir dómi, sem einnig ber að líta til. Ákærði Ari Rúnarsson 125 Ákærði Ari er 31 árs. Hann hefur hlotið 9 refsidóma frá árinu 2010, síðast 30. júní 2020 er hann var dæmdur til greiðslu 140.000 króna fésektar fyrir vörslu fíkniefna. Þá var hann dæmdur 13. mars 2020 í 15 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir rán, gripdeild og stórfellda líkamsárás. Brot þau sem ákærði er nú sakfelldur fyrir samkvæmt ákæru III voru framin fyrir uppkvaðningu framangreindra dóma. Ber því að dæma ákærða hegningarauka fyrir hin nýju brot er samsvari þeirri þyngingu hegningar sem kynni að hafa orðið ef dæmt hefði verið um öll brotin í einu lagi, sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga. Verður sú refsing jafnframt tiltekin með hliðsjón af 77. gr. laganna. Ákærði er nú sakfelldur fyrir hótanir, sbr. 233. gr. hgl. sem varðar sektum eða fangelsi allt að 2 árum og vopnalagabrot sem varðar sektum eða fangelsi allt að 4 árum, sbr. 1. m gr. 36. gr. vopnalaga nr. 16/1998, en brotin áttu sér stað 30. nóvember 2018. Við ákvörðun refsingar verður litið til þess að hann játaði brot sín skýlaust og að ásetningur hans virðist ekki hafa verið einbeittur, en samkvæmt brotaþola var ekki alvara að baki hótunum ákærða, sbr. 3., 4. og 6. tl. 1. mgr. 70. hgl. Enn fremur ber að horfa til þess að útgáfa ákæru dróst töluvert, en hún var gefin út nær 2 árum eftir brot ákærða, og að meðferð málsins hefur síðan dregist fyrir dómi af ástæðum sem ákærða verður ekki kennt um, en tæp 3 og ½ eru liðin frá því brotið var frami ð. Loks verður að horfa til sakaferils ákærða. Með vísan til alls þess sem að framan er rakið, sem og þess að b rot ákærða nú v e rða dæmd sem hegningarauk i við 15 mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm , verður ákærða ekki gerð sérstök refsing í máli þessu. Ákærði Aron Vignir Erlendsson 126 Ákærði Aron er 23 ára. Hann hefur hlotið 5 refsidóma frá árinu 2016 og lokið einu máli með lögreglustjórasátt. Ákærði var dæmdur til greiðslu 634.000 króna fésektar 8. desember sl. fyrir brot á umferðarlögum og fíkniefnalögum, 90 daga fangelsis 8. mars 2021 fyrir brot á umferðarlögum, fíkniefnalögum og vopnalögum og 5 mánaða skilorðsbundins fangelsis til þriggja ára 22. desember 2020 fyrir brot gegn fíkniefnalögum. Brot þau sem ákærði er nú sakfelldur fyrir samkvæmt ákæru V vor u framin fyrir uppkvaðningu framangreindra dóma. Ber því að taka upp hinn skilorðsbundna dóm ákærða frá 22. desember 2020 og dæma ákærða hegningarauka fyrir hin nýju brot er samsvari þeirri þyngingu hegningar sem kynni að hafa orðið ef dæmt hefði verið um öll brotin í einu lagi, sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga. Verður sú refsing jafnframt tiltekin með hliðsjón af 77. gr. laganna. 127 Ákærði er nú sakfelldur fyrir hótanir samkvæmt 225. gr. hgl., sem varðar fangelsi allt að 2 árum, frelsissviptingu samkvæmt 1 ., sbr. 2. mgr. 226. gr. hgl., sem varðar að lágmarki 1 árs fangelsi og hámarki allt að 16 árum, tilraun til fjárkúgunar samkvæmt 38 251., sbr. 20. gr. hgl., sem varðar fangelsi allt að 6 árum, og rán samkvæmt 252. gr. hgl., sem varðar að lágmarki 6 mánaða fa ngelsi og hámarki 10 árum. 128 Við ákvörðun refsingar verður litið til 1. og 3. tl. 1. mgr. 70. gr. hgl., en ákærði beitti hættulegri aðferð gegn brotaþola er hann tók hann hálstaki og þrengdi svo að hálsinum að brotaþoli var við það að missa meðvitund. Þá st óðu ákærðu að því í félagi að ógna brotaþola varnarlausum og misþyrma á ófyrirleitinn og niðurlægjandi hátt, en til þess er einnig að líta að brotaþoli var 18 ára, en ákærðu báðir eldri. Þrátt fyrir að meðákærði hafi átt frumkvæði að frelsissviptingunni og haft sig meira í frammi, þá dró ákærði ekki af sér er hann beitt framangreindu hálstaki, þvingaði brotaþola til að afhenda sér bifreið sína og hrifsaði af honum fatnað og sendi hann svo loks út á bol einum fata, en kalt var í veðri. Eiga hér við 6. tl. 1. mgr. og 2. mgr. 70. gr. hgl. Ákærði hefur ekkert lagt af mörkum til upplýsingar málsins. Þá hefur ákærði alfarið hafnað bótakröfu og verður ekki séð að hann hafi sýnt neina iðrun eða reynt að bæta fyrir gjörðir sínar, þó hann hafi getið þess fyrir dómi að hann hafi ekki áttað sig á alvarleika málsins og þetta hafi verið slæmur kafli í lífi hans. Engin gögn hafa verið lögð fram um að ákærði hafi gert nokkuð til að snúa lífi sínu til betri vegar, en hann bar sjálfur um að hann ætti tveggja mánaða barn á Ísla ndi, en dveldist á Spáni og treysti sér ekki heim til Íslands af ótta við að taka upp sama lífsstíl og fyrr. Hann kvaðst vera að reyna að koma lífi sínu í betra horf. Þykir ákærði engar málsbætur eiga sér. Þá verður ekki framhjá því horft að brot gegn 2. m gr., sbr. 1. mgr. 226. gr. almennra hegningarlaga varða að lágmarki 12 mánaða fangelsi. Að öllu framangreindu virtu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 24 mánuði , þar af verði 21 mánuð u r skilorðsbund inn og falli niður að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. 129 Komi til fullnustu refsingar skal frá henni draga gæsluvarðhald ákærða frá 14. 21. október 2020, samtals 7 daga, sbr. 76. gr. sömu laga. Ákærði Elmar Þór Sveinarsson 130 Ákærði Elmar Þór er 35 ára. Frá árinu 2008 hefur hann níu sinnum sætt refsingu og þar af hlotið sjö refsidóma. Þann 28. ágúst 2018 var honum gerð 260.000 króna sekt fyrir umferðarlagabrot. Með dómi 5. febrúar 2019 var honum gerður hegningarauki við þá sekt og dæmdur í fésekt og 4 má naða fangelsi, skilorðsbundið þrjú ár, fyrir umferðar - og fíkniefnalagabrot. Með dómi 19. júlí 2019 var ákærða gerður hegningarauki við þann dóm og dæmdur í fésekt og 2 mánaða fangelsi, skilorðsbundið tvö ár, fyrir tilraun til þjófnaðar og fíkniefnalagabro t. Með dómi 30. júní 2021 var ákærði dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu og hótanir og voru síðastgreindir skilorðsdómar frá 2019 jafnframt dæmdir upp og ákærða gerð refsing í einu lagi, 15 mánaða fangelsi skilorðsbundið til tve ggja ára. 131 Brotin sem ákærði er sakfelldur fyrir samkvæmt ákærum I (fjársvik og tilraun til fjársvika) og II (frelsissvipting og stórfelld líkamsárás) voru framin fyrir uppkvaðningu ofangreindra dóma og teljast hegningarauki við þá. Ber því samkvæmt 60. gr. almennra hegningarlaga að taka upp 15 mánaða fangelsisrefsingu samkvæmt dómnum frá 30. júní 39 2021 og gera ákærða refsingu í einu lagi fyrir öll brotin eftir reglum 77. og 78. gr. sömu laga. 132 Hin nýju brot ákærða samkvæmt ákæru II voru unnin í félagi við aðr a á sérlega ófyrirleitinn og hrottafenginn hátt. Liggur fyrir að ákærði gekk harðast fram gagnvart brotaþola og sýndi fullkomið skeytingarleysi um velferð hans, en hann lét þung högg dynja á líkama brotaþola þ.m.t. höfði. Þá braut hann fjögur rifbein brota þola eitt af öðru, þar sem hann lá varnarlaus og lamaður af skelfingu. Brotaþoli hefur hlotið varanlegan heyrnarskaða af ofbeldi því sem hann varð fyrir og eru horfur á því að andleg heilsa hans verði aldrei söm. Við yfirheyrslu hjá lögreglu sagði ákærði m .a. um brotaþola hvort hann viti til þess að brotaþoli hafi hlotið skaða af s til að bæta fyrir gjörðir sínar gagnvart brotaþola. Verður litið til þessa og aldurs ákærða við ákvörðun refsingar, sbr. 1. - 3., 4., 6. og 9 . t l. 1. mgr. 70. gr. og 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Þá verður ekki framhjá því horft að brot gegn 2. mgr., sbr. 1. mgr. 226. gr. almennra hegningarlaga varða að lágmarki 12 mánaða fangelsi. 133 Ákærði játaði skýlaust brot sitt samkvæmt ákæru I og gaf jafnframt mikilvægar upplýsingar við rannsókn á brotum hans sjálfs og meðákærðu samkvæmt ákæru II, þrátt fyrir að hann hafi neitað sök fyrir dómi. Þykir því rétt að líta til 9. tl. 1. mgr. 70. gr. hgl. 134 Fram kom í máli ákærða fyrir dómi að hann hafi le itað sér hjálpar vegna vímuefnaneyslu fyrir rúmum tveimur árum. Hafa verið lögð fra m gögn er sýna að ákærði hafi í september 2019 byrjað vímuefnameðferð á vegum Samhjálpar, lokið henni í janúar 2020 og frá þeim tíma búið á áfangaheimilum samtakanna. Fær ák ærði jákvæðar umsagnir frá Samhjálp og tveimur áfangaheimilum fyrir samviskusemi, samvinnu og dugnað. Í máli ákærða kom og fram að hann sé að ljúka námi við TC Biblíuskólann og sé hálfnaður með framhaldsnám fyrir forvarnafulltrúa hjá Ráðgjafarskóla Íslands . Liggja fyrir gögn þessu til staðfestingar og jákvæðar umsagnir frá báðum skólum. 135 Samkvæmt ofansögðu er ljóst að ákærði hefur breytt lífi sínu til betri vegar frá því hann framdi brot sín. Verður litið til þessa við ákvörðun refsingar, sbr. 5. tl. 1. mgr. 70. gr. hgl . Þá verður ekki hjá því komist að taka tillit til þess að rúm 5 ár eru liðin frá framningu brota samkvæmt ákæru I og rúm 4 ár frá brotum samkvæmt ákæru II, að rannsókn og útgáfa ákæra dróst úr hófi og að meðferð málsins hefur síðan dregist fyr ir dómi af ástæðum sem ákærða verður ekki kennt um. Að virtum þessum atriðum og með vísan til annars sem að fram er rakið verður refsing ákærða Elmars Þórs ákveðin í einu lagi fangelsi í 4 ár. Vegna hins óhæfilega dráttar sem orðið hefur á málinu og þeirra umbóta sem ákærði hefur gert á lífi sínu frá því hann framdi brotin, þykir óhjákvæmilegt annað en að refsingin verði skilorðsbundin að mestu leyti, en skilorðstími verði hins vegar 5 ár með hliðsjón af alvarleika þeirra brota sem ákærði er sakfelldur fyri r . Samkvæmt því skal ákærði sæta 3 mánaða óskilorðsbund nu fangelsi, en að öðru leyti verður refsing 40 hans skilorðsbundin og fellur niður að liðnum 5 árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. 136 Frá refsingu ákærða skal drag a gæsluvarðha ld hans frá 8. - 13. september 2017 og 10. - 16. febrúar 2018, samtals 12 daga, sbr. 76. gr. sömu laga. Ákærði Hákon Geirfinnsson 137 Ákærði Hákon er 32 ára. Ákærði hefur ekki sakaferil sem þýðingu hefur við ákvörðun refsingar. Að beiðni verjanda ákærða var L , geðlæknir, dómkvaddur til að meta andlega hagi ákærða og hvort refsing væri líkleg til að bera árangur, sbr. 16. gr. hgl. Í matsgerð Kristins , sem hann staðfesti fyrir dómi, kemur fram að ákærði glími við [...] Ljóst sé að fangelsisvist yrði þungbær og hei lsu hans erfið, þó ætla megi að refsing geti borið árangur. Við ákvörðun refsingar verður framangreint haft í huga. 138 Eins og rakið hefur verið var ákærði atkvæðaminnstur þeirra ákærðu sem sakfelldir hafa verið sem aðalmenn fyrir frelsissviptingu, stórfellda líkamsárás og hótanir gagnvart brotaþola. Brotaþoli hefur borið að hann hafi lítið haft sig í frammi og ekki beitt sig ofbeldi, að öðru leyti en því að aðstoða við vatnspyndingar sem voru til þess fallnar að framkalla köfnunartilfinningu hjá brotaþola . Ve rður litið til þess við ákvörðun refsingar. Engu að síður hefur ákærði með þátttöku sinni í aðförinni að brotaþola gerst sekur um alvarlega verknaði, m.a. langvarandi frelsissviptingu sem varðar að lágmarki 12 mánaða fangelsisrefsingu, sbr. 2. mgr. 226. gr . hgl. Þá var verknaður ákærða unninn í félagi við aðra, sbr. 2. mgr. 70. gr. laganna. Eiga 1. og 3. tl. 1. mgr. 70. gr. einnig við, en háttsemin beindist að heilsu og andlegri velferð brotaþola sem líklegt er að verði aldrei söm. Ákærði hefur ekki sýnt ið run í verki gagnvart brotaþola, sem hann þekkti frá æskuárum, en samkvæmt matsgerð hins dómkvadda matsmanns hefur atburðurinn hvílt á ákærða og hann borið samviskubit vegna hans. Líta ber til 4. og 5 . tl. ákvæðisins, en ákærði var 27 ára er háttsemin átti sér stað og hann átti ekki að baki sakaferil. Að mati dómsins er einnig rétt að líta til 6. tl. 1. mgr. 70. gr., en vegna [...] ákærða og með hliðsjón af framburðum um þátttöku hans í verknaðinum, þykir vilji hans til verksins hafa verið þokukenndur. Að ma ti dómsins eru ekki efni til að beita hér 5. og 6. tl. 1. mgr. 74. gr. laganna, þrátt fyrir að ákærði sé leiðitamur, þar sem ekki verður litið svo á að hann hafi verið öðrum háður eða verið beittur þvingun til þátttöku. 139 Fram kemur í fyrrgreindri matsgerð a ð ákærði hefur sótt þjónustu sálfræðings frá árinu 2017. Þá hefur hann sótt vinnu og nýtur góðs stuðnings vinnuveitanda og fjölskyldu. Ákærði hefur sýnt einbeittan vilja í því að lifa sjálfstæðu lífi og halda heimili á eigin vegum. Þá hefur hann sýnt vilja til frekara náms, en hann stundaði hann kvöldnám í sölu og markaðsnámi 2019 - 2020, Lýðskólann á Flateyri 2020 og hefur nú skráð sig í nám í þrívíddarprentun. Ákærði hefur sögu um neyslu vímuefna frá 15 27 ára aldurs, en fór í meðferð við þeim vanda og vi rðist hafa haldið sig frá neyslu frá þeim tíma. 140 Með hliðsjón af öllu framansögðu og að teknu tilliti til hins óhæfilega dráttar sem orðið hefur á málinu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 1 2 mánuði. Af sömu ástæðum og ekki síst að teknu tilliti til þeirra umbóta sem ákærði hefur gert á lífi sínu 41 frá því hann framdi brotin og álits hins dómkvadda matsmanns, þykir óhjákvæmilegt annað en að refsingin verði skilorðsbundin að öllu leyti og falli niður að l iðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. hgl. 141 Komi til fullnustu refsingar skal frá henni draga gæsluvarðhald ákærða frá 8. - 11. september 2017, samtals 3 daga, sbr. 76. gr. sömu laga. Ákærða Z 142 Ákærða Z er 44 ára. Frá árinu 2014 hefur hún fjó rum sinnum sætt refsingu og þar af hlotið þrjá refsidóma. Öll brotin varða umferðarlög, utan eins fyrir minniháttar líkamsárás. Á árinu 2019 var hún tvívegis dæmd til sektargreiðslna vegna umferðarlagabrota, alls 260.000 króna. Brot það sem ákærða er nú sa kfelld fyrir samkvæmt ákæru V var framið fyrir uppkvaðningu tveggja síðastgreindra dóma. Ber því að dæma ákærðu hegningarauka fyrir hið nýja brot er samsvari þeirri þyngingu hegningar sem kynni að hafa orðið ef dæmt hefði verið um öll brotin í einu lagi, s br. 78. gr. almennra hegningarlaga. Verður sú refsing jafnframt tiltekin með hliðsjón af 77. gr. laganna. 143 Ákærða er nú sakfelld fyrir hlutdeild í frelsissviptingu samkvæmt 1., sbr. 2. mgr. 226. gr., sbr. 1. mgr. 22. gr. hgl., sem varðar að lágmarki 1 árs f angelsi. 144 Við ákvörðun refsingar verður litið til aldurs ákærðu, sakaferils, sbr. 4. og 5. tl. 1. mgr. 70. gr. hgl. , þess að brotið beindist gegn persónufrelsi og velferð brotaþola, sbr. 1. tl., þess að leggja verður til grundvallar að ásetningur hennar ti l verksins hafi verið ótvíræður, sbr. 6. tl. 1. mgr. 70. gr. hgl. Þá verður að líta til þess að verknaðurinn var unninn í félagi við aðra, sbr. 2. mgr. og beindist gegn barnsföður ákærðu, sbr. 3. mgr. 70. gr. hgl. Með háttsemi sinni sýndi ákærða algjört sk eytingarleysi um velferð brotaþola. Þá hefur hún staðfastlega neitað allra aðild að verknaðinum. Á hinn bóginn ber að virða ákærðu það til málsbóta að hún hefur náð góðum sáttum í dag við brotaþola og kom fram í vætti hans fyrir dómi að þau eiga í dag góð samskipti um umgengni hans við dóttur þeirra. 145 Með hliðsjón af öllu framansögðu og að teknu tilliti til hins óhæfilega dráttar sem orðið hefur á málinu þykir refsing ákærðu hæfilega ákveðin fangelsi í 12 mánuði. Þykir rétt að refsingin verði skilorðsbundin að öllu leyti og falli niður að liðnum tveimur árum haldi ákærð a almennt skilorð 57. gr. hgl. 146 Komi til fullnustu refsingar skal frá henni draga gæsluvarðhald ákærðu frá 8. - 14. september 2017, samtals 6 daga, sbr. 76. gr. sömu laga. Ákærði Þórður Már Sigurj ónsson 147 Ákærði Þórður Már er 41 árs. Frá árinu 1998 hefur hann níu sinnum sætt refsingu og þar af hlotið átta refsidóma. Þann 29. desember 2017 var hann dæmdur í 1 mánaðar fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára fyrir tilraun til þjófnaðar og brot gegn umfe rðarlögum, 21. september 2017 var hann dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir brot gegn umferðarlögum og þann 11. september 2017 var hann dæmdur til greiðslu 60.000 króna 42 fésektar fyrir vörslur fíkniefna. Brot þau sem ákærði er nú sakfelldur fyrir samkvæmt ákæru II voru framin fyrir uppkvaðningu þriggja síðastgreindra dóma. Ber því að dæma ákærða hegningarauka fyrir hin nýju brot er samsvari þeirri þyngingu hegningar sem kynni að hafa orðið ef dæmt hefði verið um öll brotin í einu lagi, sbr. 78. gr. almennra hegn ingarlaga. Verður sú refsing jafnframt tiltekin með hliðsjón af 77. gr. laganna. Ber samkvæmt 60. gr. almennra hegningarlaga að taka upp 1 mánaðar fangelsisrefsingu samkvæmt dóm num sem ákærði hlaut 29. desember 2017 . 148 Brot ákærða samkvæmt ákæru II voru unnin í félagi við aðra á sérlega ófyrirleitinn og hrottafenginn hátt. Liggur fyrir að ákærði átti frumkvæði að aðförinni og skipulagningu hennar og stóran þátt í framkvæmd hennar. Sýndi hann algjört skeytingarleysi um ve lferð brotaþola. Brotaþoli hefur hlotið varanlegan heyrnarskaða af ofbeldi því sem hann varð fyrir og eru horfur á því að andleg heilsa hans verði aldrei söm. Ákærði hefur alfarið hafnað bótakröfu og verður ekki séð að hann hafi gert nokkuð til að bæta fyr ir gjörðir sínar gagnvart brotaþola né nokkra iðrun sýnt. Hann lagði ekkert af mörkum við að upplýsa brotið. Þá hefur hann haldið áfram afbrotum af sama tagi, sbr. sakfellingu samkvæmt ákæru V. Verður litið til þessa og aldurs ákærða við ákvörðun refsingar , sbr. 1. - 3., 4. - 6. og 9. tl. 1. mgr. 70. gr. og 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Á ákærði sér engar málsbætur. Þá verður ekki framhjá því horft að brot gegn 2. mgr., sbr. 1. mgr. 226. gr. almennra hegningarlaga varða að lágmarki 12 mánaða fangelsi. 149 Hið sama á við um brot ákærða samkvæmt ákæru V, sem beindist að 18 ára varnarlausum pilti. Þrátt fyrir að frelsissviptingin samkvæmt því broti hafi varið skemur og vægara ofbeldi verið beitt, var hún engu að síður langvarandi og aðförin bæði ófyrirleitin og niðurlægjandi og til þess fallin að valda brotaþola skelfingu. Þá gerðist ákærði þar einnig sekur um hótanir samkvæmt 225. gr. hgl., tilraun til fjárkúgunar samkvæmt 251., sbr. 20. gr. hgl. og rán samkvæmt 252. gr. hgl. Var ákærði einnig hér frumkvæðis maður og atkvæðameiri en samverkamaður hans við framkvæmd verknaðarins. Þrátt fyrir að ákærði hafi kannast við hluta háttseminnar, þá neitaði hann fyrir stærstan hluta hennar. Þykir því 9. tl. 1. mgr. 70. gr. hgl. ekki koma til álita. Á ákærði sér engar má lsbætur. 150 Ákærði játaði skýlaust vörslur fíkniefna og vopnalagabrot samkvæmt ákæru IV, en neitaði sök varðandi áfengislagabrot. Verður litið til þessa við ákvörðun refsingar, sbr. 5. tl. 1. mgr. 70. gr. hgl . 151 Ekki verður hjá því komist að taka tillit til þes s að rúm 4 ár eru liðin frá framningu brota samkvæmt ákæru II, en dráttur á meðferð málsins er vegna atvika sem ákærði ber ekki ábyrgð á. Verður tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar fyrir þessi brot hans. Hið sama á ekki við um ákvörðun refsingar f yrir brot ákærða samkvæmt ákærum IV og V. Að virtum þessum atriðum og með vísan til annars sem að fram er rakið verður refsing ákærða Þórðar Más ákveðin í einu lagi fangelsi í 4 ár. 152 S kal frá refsingu ákærða draga gæsluvarðhald hans frá 8. 15. september 201 7 og 14. 21. október 2020, samtals 14 daga, sbr. 76. gr. sömu laga. 43 C. Ákvörðun skaða - og miskabóta 1. Skaðabótakrafa Vátryggingafélags Íslands samkvæmt ákæru I. 153 Ákærði Elmar Þór er sakfelldur fyrir fjársvik samkvæmt ákæru I. Ákærði hefur fallist á bótakröfu brotaþola Vátryggingafélags Íslands hf. að fjárhæð 3.716.454 krónur og verður hún tekin til greina. Ber sú fjárhæð vexti samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu af kr. 1.750 frá 2.12.2016, og af kr. 36.750 frá 21.12.2016, og a f kr. 1.755.846 frá 13.1.2017, og af kr. 1.794.406 frá 2.2.2017, og af kr. 2.666.744 frá 15.2.2017, og af kr. 2.681.368 frá 16.2.2017, og af kr. 2.881.368 frá 23.3.2017, og af kr. 2.923.471 frá 27.3.2017, og af kr. 2.929.435 frá 4.4.2017, og af kr. 3.129.4 35 frá 12.4.2017, og af kr. 3.150.142 frá 2.5.2017, og af kr. 3.154.342 frá 9.5.2017, og af kr. 3.354.342 frá 12.5.2017, og af kr. 3.357.342 frá 30.5.2017, og af kr. 3.372.300 frá 27.7.2017, og af kr. 3.378.454 frá 4.8.2017, og af kr. 3.716.464 frá 26.02.2 018 til 9. júlí 2020, en síðan dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr. sömu laga til greiðsludags. 154 Ákærði verður ennfremur dæmdur til greiðslu málskostnaðar brotaþola, sem með hliðsjón af eðli og umfangi málsins þykir hæfilega ákveðin n 2 5 0.000 krónur. 2. Miskabótakrafa A samkvæmt ákæru II. 155 Ákærðu Elmar Þór, Hákon, Þórður Már og Z eru sakfelld fyrir ófyrirleitna frelsissviptingu brotaþola um kl. 3:20 aðfaranótt þriðjudagsins 5. september og var hann ekki látinn laus úr haldi fyrr en um kl. 9:15 um morgun inn eftir að hafa verið haldið alla nóttina í gluggalausri geymslu við ógnvekjandi aðstæður. Þá eru ákærðu, aðrir en Z , sakfelldir fyrir hrottalegar atlögur og hótanir gagnvart brotaþola á meðan hann var í haldi. Sýndu ákærðu velferð brotaþola algjört skey t i ngarleysi. Ákærðu hafa með samverknaði sínum, í félagi við F , valdið brotaþola miska í skilningi 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 og bera óskipta ábyrgð á honum . Við mat á fjárhæð miskabóta verður litið til þess að fimm einstaklingar stóðu í sam einingu að frelsissviptingunni og hafði brotaþoli ærna ástæðu til að óttast um líf sitt og velferð. Þá var hann ítrekað beittur grófu ofbeldi og misþyrmingum, ásamt því að vera ógnað með tækjum. Er sú aðför annarra en ákærðu Z til þess fallin að auka enn á andlegar þjáningar brotaþola. Fyrir liggja vottorð H , yfirlæknis á bráðamóttöku SAk og I , fyrrum læknis á SAk, um andlegt og líkamlegt ástand brotaþola við komu og dvöl á SAk, sem þegar hefur verið getið. Staðfesta vottorðin hve alvarleg aðför ákærðu að b rotaþola var og hve nærri hún gekk honum andlega. Þar kemur jafnframt fram að brotaþoli hafi áður en til verknaða ákærðu kom glímt við þunglyndi og kvíða, sem hafi aukist í kjölfarið. Lýsti brotaþoli því fyrir dómi hve erfitt hann hefur átt andlega og féla gslega eftir atlöguna og þykja ekki efni til að draga það í efa, en við mat á miska brotaþola er rétt að taka mið af þeim afleiðingum sem ætla verður að brotið muni hafa í för með sér á líf hans til framtíðar, sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr. 21/2021. Í því sambandi er einnig litið til úrskurðar Landsréttar í máli nr. 377/2021, sem kveðinn var upp undir rekstri þessa máls, þar sem vísað er til vottorðs S geðlæknis frá 2. júní 2021, þar sem fram kemur að andlegt ástand brotaþola hafi versnað til muna vegna at vika máls þessa og afleiðingarnar séu langvinnar og hafi skert getu hans á flestum sviðum. Staðfesti Landsréttur ennfremur að gögn málsins beri með sér að brotaþoli hafi orðið fyrir verulegu heilsutjóni. Þá liggur fyrir vottorð J , háls - , nef - og eyrnalækni s um varanlegan heyrnarskaða brotaþola af völdum höggs sem hann fékk umrædda nótt. Auk þess að há honum í daglegu lífi hefur 44 það áhrif á iðkun hans á sínu helsta áhugamáli, sem er tónlist. Það þykir og auka á miska brotaþola af framferði ákærðu, að hlut að máli átti ákærða Z sem er barnsmóðir hans og því honum nákomin í skilningi laga. Að virtum öllum framangreindum atriðum þykja miskabætur hæfilega ákveðnar 3. 5 00.000 krón ur . Ber sú fjárhæð vexti samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryg gingu frá 5. september 2017 til 3. júní 2021, þá er mánuður var liðinn frá birtingu bótakröfunnar gagnvart ákærðu öllum við þingfestingu málsins, en frá þeim degi reiknast dráttarvextir samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags. 156 Þá er viðurkennd b ótaskylda ákærðu samkvæmt 1. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 vegna líkamstjóns sem brotaþoli varð fyrir af verknaði þeirra hinn 5. september 2017, eins og heimilt er samkvæmt 1. mgr. 175. gr. laga um meðferð sakamála nr. 80/2008. 3. Miskabótakrafa B samkvæmt ákæru V. 157 Ákærðu Þórður Már og Aron Vignir eru sakfelldir fyrir ófyrirleitna frelsissviptingu, ólögmæta nauðung, rán og tilraun til fjárkúgunar gegn brotaþola 12. október 2020. Með þeim verknaði ollu þeir brotaþola miska í skilningi 1. mgr. 26. gr. skaðabó talaga nr. 50/1993 og bera á honum óskipta ábyrgð. Við mat á fjárhæð miskabóta verður litið til þess að frelsissviptingin hófst þar sem brotaþoli var í ökuferð með félaga sínum og átti sér einskis ills von. Var aðförin fólskuleg og til þess fallin að vekja mikinn ótta hjá brotaþola, um bæði eigin velferð og fjölskyldu sinnar, og valda honum andleg ri þjáningu. Þá frömdu þeir verknaðinn í félagi gagnvart einstaklingi sem mátti sín lítils vegna afls - og aldursmunar gagnvart ákærðu. Auk ofbeldis hótuðu þeir bro taþola hrottalegum misþyrmingum með verkfærum. Einnig leituðust ákærðu við að niðurlægja brotaþola með aðförum sínum og brjóta hann niður. Ungur aldur brotaþola, sem var 18 ára þegar aðförin átti sér stað, eykur á miska hans og andlegar afleiðingar verknað arins, sem ætla má að vari að einhverju leyti til framtíðar litið. Á hitt ber að líta að aðrar afleiðingar af háttsemi ákærðu voru minniháttar. Að virtum þessum atriðum þykja miskabætur hæfilega ákveðnar 1. 7 5 0.000 krónur. 158 Brotaþoli hefur lagt fram gögn um beint fjártjón sitt, alls 164.073 krónur, þar af 6.868 krónur vegna áverkavottorðs, 47.305 krónur vegna tapaðra vinnulauna í þrjá daga eftir frelsissviptinguna og 109.900 krónur vegna radarvara sem brotaþoli keypti mánuði áður en ákærðu tók bifreið hans a f honum, en radarvarann var ekki að finna í bifreiðinni þegar brotaþoli fékk hana afhenta á ný og telur dómurinn sýnt að ákærðu beri ábyrgð á hvarfi hans. Verður fallist á fjártjónskröfu brotaþola með vísan til almennu sakarreglunnar. 159 Samkvæmt framansögðu hefur dómurinn fallist á bótakröfur brotaþola að fjárhæð 1. 914 .073 krónur. Ber sú fjárhæð vexti samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 12. október 2020 til 16. janúar 2021, þá er mánuður var liðinn frá birtingu bótakröfunnar gagnvart ákærðu báðum við þingfestingu málsins, en frá þeim degi reiknast dráttarvextir samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags. 160 Ákærðu verða ennfremur dæmd óskipt til greiðslu málskostnaðar brotaþola, sem með hliðsjón af tímaskýrslu lögmanns b rotaþola og eðli og umfangi málsins þykir hæfilega ákveðinn 675.459 krónur. D. Ákvörðun annarra viðurlaga og sakarkostnaðar 45 161 Að kröfu ákæruvaldsins skal ákærði Ari sæta upptöku á hníf sem lögreglan lagði hald á samkvæmt ákæru III, sbr. 1. mgr. 37. gr. nefnd ra vopnalaga. 162 Að kröfu ákæruvaldsins skal ákærði Þórður Már sæta upptöku á 43 lítrum af haldlögðum landa, bruggtækjum og öllum áhöldum til áfengisframleiðslunnar samkvæmt 1. lið ákæru IV með vísan til 1. mgr. 28. gr. áfengislaga; 1,71 grammi af haldlögðu a mfetamíni samkvæmt 2. lið ákæru IV með vísan til 5. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001; og haldlögðum kasthníf samkvæmt 3. lið ákæru IV með vísan til 1. mgr. 37. gr. vopnalaga. 163 Þá skulu haldlögð plastdragbönd og rauðu r og hvítur plastsekkur samkvæmt ákæru II og rakvél samkvæmt ákæru V upptæk til ríkissjóðs með vísan til 1. tl. 1. mgr. 69. gr. a almennra hegningarlaga. 164 Að beiðni ákærða Hákonar var dómkvaddur sérfræðingur til að framkvæma rannsókn á andlegum högum og hei lsufari ákærða. Kostnaður vegna þessa nemur 480.000 krónum og greiðist af ákærða Hákoni. 165 Ákærði Elmar Þór er sakfelldur samkvæmt ákæru I. Skal ákærði því greiða 58.598 króna útlagðan kostnað samkvæmt sakarkostnaðaryfirliti. 166 Ákærðu Elmar Þór, Hákon, Þórður Már og Z eru sakfelld samkvæmt ákæru II. Samkvæmt því greiði ákærðu óskipt 300.382 króna útlagðan sakarkostnað í samræmi við yfirlit ákæruvaldsins. Þá greiði ákærðu óskipt þóknun Gísla Auðbergssonar lögmanns, skipaðs réttarg æslumanns brotaþola, sem með hliðsjón af eðli og umfangi máls og að teknu tilliti til tímaskýrslu réttargæslumanns þykir hæfilega ákveðin 1.500.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti, auk 198.640 króna dagpeninga og ferðakostnaðar. 167 Ákærði Þórður Már er s akfelldur samkvæmt ákæru IV. Skal ákærði því greiða 68.975 króna útlagðan sakarkostnað. 168 Ákærðu Þórður Már og Aron Vignir eru sakfelldir samkvæmt ákæru V. Skulu þeir greiða óskipt útlagðan sakarkostnað 33.726. 169 Ákærði Ari Rúnarsson er alfarið sýknaður af krö fum ákæruvaldsins samkvæmt ákæru II. Hann er sakfelldur í samræmi við játningu sína samkvæmt ákæru III. Því til samræmis greiðast málsvarnarlaun verjanda hans Ólafs Viggó Thordersen lögmanns ákærða úr ríkissjóði, sem og 149.685 króna dagpeningar og ferðako stnaður. Með hliðsjón af eðli og umfangi máls og tímaskýrslu verjanda , sem ekki gætti hagsmuna ákærða á rannsóknarstigi, þykja málsvarnarlaun Ólafs hæfilega ákveðin 1 . 8 00 .0 00 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti . 170 Ákærði Aron Vignir Erlendsson er sakfelldur samkvæmt ákæru V. Því til samræmis verður honum gert að greiða málsvarnarlaun verjanda síns, Þorgils Þorgilssonar lögmanns. Með hliðsjón af eðli og umfangi málsins á hendur ákærða og að gættri tímaskýrslu verjanda , sem einnig gætti hagsmuna ákærða á ranns óknarstigi, þykja málsvarnarlaun hæfilega ákveðin 1 . 9 00.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Á sama tímabili er ferðakostnaður og dagpeningar verjanda 314 . 171 krónur sem greiðast af ákærða. 46 171 Ákærða X er alfarið sýknuð af kröfum ákæruvaldsins. Því til samræmis greiðast málsvarnarlaun Vilhjálms H. Vilhjálmssonar verjanda ákærðu úr ríkissjóði, sem og 199.385 króna ferðakostnaður og dagpeningar verjanda . Með hliðsjón af eðli og umfangi máls og tímaskýrslu verjanda , sem ekki gætti hagsmuna ákærðu á rannsóknarstigi, þykja málsvarnarlaun hæfilega ákveðin 1 . 8 00.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. 172 Ákærði Elmar Þór er sakfelldur samkvæmt ákærum I og II. Því til samræmis verður honum gert að greiða málsvarn arlaun verjanda síns, Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns. Með hliðsjón af eðli og umfangi mála á hendur ákærða og að gættri tímaskýrslu verjanda , sem einnig gætti hagsmuna ákærða á rannsóknarstigi, þykja málsvarnarlaun hæfilega ákveðin 3 . 3 00.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Á sama tímabili er u dagpeningar verjanda 122.800 krónur og greið ast þeir af ákærða. 173 Ákærði Hákon Geirfinnsson er sakfelldur samkvæmt ákæru II. Því til samræmis verður honum gert að greiða málsvarnarlaun verjanda síns, Sigmundar Guðmundssonar lögmanns. Með hliðsjón af eðli og umfangi málsins á hendur ákærða og að gættri tímaskýrslu verjanda , sem einnig gætti hagsmuna ákærða á rannsóknarstigi, þykja málsvarnarlaun hæfilega ákveðin 2.017.170 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. 174 Ák ærða Z er sakfelld samkvæmt ákæru II. Því til samræmis verður henni gert að greiða málsvarnarlaun verjanda síns, Friðriks Smárasonar lögmanns. Að teknu tilliti til þess að ákærða var sýknuð af kröfu ákæruvaldsins fyrir hlutdeild í ofbeldisbrotum meðákærðu þykir rétt að ákærða beri ¾ dæmdra málsvarnarlauna, en ¼ falli á ríkissjóð. Með hliðsjón af eðli og umfangi málsins á hendur ákærð u og að gættr i tímaskýrslu verjanda , sem ekki gætti hagsmuna ákærðu á rannsóknarstigi, þykja málsvarnarlaun hæfilega ákveðin 1 . 8 00.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. 175 Ákærði Þórður Már Sigurjónsson er sakfelldur samkvæmt ákærum II, IV og V. Því til samræmis verðu r honum gert að greiða málsvarnarlaun verjanda síns, Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns. Með hliðsjón af eðli og umfangi mála á hendur ákærða og að gættri tímaskýrslu verjanda , sem einnig gætti hagsmuna ákærða á rannsóknarstigi, þykja málsvarnarlaun hæfil ega ákveðin 4 .000.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Á sama tímabili er ferðakostnaður og dagpeningar 356.7 00 krónur og greiðist hann af ákærða. 176 Við ákvörðun málsvarnarlauna samkvæmt framansögðu hefur verið tekið tillit til þess að málið sætti fjögu rra daga aðalmeðferð , sem hluti sakflytjenda var viðstaddur að mestu leyti . Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Fanney Björk Frostadóttir aðstoðarsaksóknari. Hlynur Jónsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómarinn tók við meðferð málsins 2. september 2021 en hafði ekki aðkomu að því áður. Dómso r ð: Ákærð a Ar a Rúnarss yni er ekki gerð refsing. 47 Ákærði Aron Vignir Erlendsson sæti fangelsi í 2 ár , en fresta skal fullnustu 21 má naðar refsingarinnar og skal sá hluti hennar falla niður að liðnum 2 árum frá dómsbirtingu , haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. S kal frá refsingunni draga st gæsluvarðhald ákærða frá 14. 21. október 2020, samtals 7 dagar . Ákærða X er sýkn saka r. Ákærði Elmar Þór Sveinarsson sæti fangelsi í 4 ár , en fresta skal fullnustu 45 mánaða refsingar innar og skal sá hluti hennar falla niður að liðnum fimm árum frá dómsbirtingu , haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. S kal frá refsingunni dragast gæsluvarðhald ákærða frá 8. - 13. september 2017 og 10. - 16. febrúar 2018, samtals 12 dagar. Ákærði Hákon Geirfin n sson sæti fangelsi í 1 2 mánuði en fresta skal fullnustu refsingar innar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá dómsbirtingu , haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Komi til fullnustu refsingar skal frá henni dragast gæsluvarðhald ákærða frá 8. - 11. september 2017, samtals 3 dagar. Ákærða Z sæti fangelsi í 12 mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá dómsbirtingu , haldi ákærða almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Komi til fullnustu refsingar skal frá henni dragast gæsluvarðhald ákærðu frá 8. - 14. september 2 017, samtals 6 dagar . Ákærði Þórður Már Sigurjónsson sæti fangelsi í 4 ár . Skal frá refsing unni dragast gæsluvarðhald ákærða frá 8. 15. september 2017 og 14. 21. október 2020, samtals 14 daga r . Ákærði Elmar Þór greiði brotaþolanum Vátryggingafélagi Íslands hf. 3.716.454 krónur með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu af kr. 1.750 frá 2.12.2016, og af kr. 36.750 frá 21.12.2016, og af kr. 1.755.846 frá 13.1.2017, og af kr. 1.794.406 frá 2.2.2017, og af kr . 2.666.744 frá 15.2.2017, og af kr. 2.681.368 frá 16.2.2017, og af kr. 2.881.368 frá 23.3.2017, og af kr. 2.923.471 frá 27.3.2017, og af kr. 2.929.435 frá 4.4.2017, og af kr. 3.129.435 frá 12.4.2017, og af kr. 3.150.142 frá 2.5.2017, og af kr. 3.154.342 f rá 9.5.2017, og af kr. 3.354.342 frá 12.5.2017, og af kr. 3.357.342 frá 30.5.2017, og af kr. 3.372.300 frá 27.7.2017, og af kr. 3.378.454 frá 4.8.2017, og af kr. 3.716.464 frá 26.02.2018 til 9. júlí 2020, en síðan dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr. , sbr. 1. mgr . 6. gr. sömu laga til greiðsludags. Þá greiði ákærði Elmar Þór Vátryggingafélagi Íslands hf. 250.000 krónur í málskostnað. Ákærðu Elmar Þór, Hákon, Z og Þórður Már greiði óskipt brotaþolanum A 3. 5 00.000 króna með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38 /2001 um vexti og verðtryggingu frá 5. september 2017 til 3. júní 2021, þá er mánuður var liðinn frá birtingu bótakröfunnar gagnvart ákærðu öllum við þingfestingu málsins, en frá þeim degi reiknast dráttarvextir samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu la ga til greiðsludags. Ákærðu Aron Vignir og Þórður Már greiði óskipt brotaþolanum B 1.914.073 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 12. október 2020 til 16. janúar 202 2 , þá er mánuður var liðinn frá birting u bótakröfunnar 48 gagnvart ákærðu báðum við þingfestingu málsins, en frá þeim degi reiknast dráttarvextir samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags. Þá greiði ákærðu Þórður Már og Aron Vignir brotaþolanum B óskipt 675.459 krónur í málskostnað, að meðtöldum virðisaukaskatti. Gerð eru upptæk til ríkissjóðs haldlagður hnífur, 43 lítrar af haldlögðum landa, haldlögð bruggtæk i og áhöld til áfengisframleiðslu; 1,71 gramm af haldlögðu amfetamíni , haldl agður kasthníf ur, haldlögð plastdra gbönd , rauður og hvítur plastsekku r og haldlögð rakvél. Ákærði Elmar Þór greiði 58.598 króna útlagðan sakarkostnað vegna ákæru I. Ákærðu Elmar Þór, Hákon, Z og Þórður Már greiði óskipt 1.500.000 króna þóknun Gísla Auðbergssonar skipaðs réttargæslumanns brotaþola A að meðtöldum virðisaukaskatti og 198.640 króna útlagðan kostnað réttargæslumanns. Þá greiði ákærðu óskipt annan útlagðan sakarkostnað 300.382 krón u r vegna ákæru II. Ákærði Þórður Már greiði 68.975 króna útlagðan sakarkostnað vegna ákæru IV. Ákærðu Þórður Már og Aron Vignir greiði óskipt 33.726 króna áfallinn sakarkostnað vegna ákæru V . Ákærði Hákon greiði 48 0.000 króna áfallinn sakarkostnað vegna ran nsóknar L 30. ágúst 2021 á andlegum högum og heilsu ákærða . Úr ríkissjóði greiðast 1 . 8 00.000 króna málsvarnarlaun verjanda ákærða Ara Rúnarssonar, Ólafs Viggó Thordersen , að meðtöldum virðisaukaskatti , auk 149.685 króna ferðakostnaðar og dagpeninga verjanda . Ákærði Elmar Þór greiði 3. 3 00.000 króna málsvarnarlaun Guðmundar St. Ragnarssonar verjanda síns, að meðtöldum virðisaukaskatti , auk 122.800 króna dagpening a verjanda. Ákærði Aron Vignir Erlendsson greiði 1 . 9 00.000 króna málsvarnarlaun Þorgils Þorgilssonar verjanda síns, að meðtöldum virðisaukaskatti , auk 314.171 krón u ferðakostnað a r og dagpening a verjanda. Úr ríkissjóði greiðast 1 . 8 00.000 króna málsvarnarlaun Vilhjálms H. Vilhjálmssonar verjanda ákærðu X , að meðtöldum virðisaukaskatti, auk 199.385 króna ferðakostnað a r og dagpeninga verjanda . Ákærði Hákon Geirfinnsson greiði 2.017.170 króna málsvarnarlaun Sigmundar Guðmundssonar verjanda síns, að meðtöldum virðisaukaskatti. Ákærða Z greiði ¾ hluta 1. 8 00.000 króna málsvarnarlaun a Friðriks Smárasonar verjanda síns að meðtöldum virðisaukaskatti, en ¼ sömu málsvarnarlauna greiðist úr ríkissjóði. Ákærði Þórður Már Sigurjónsson greiði 4. 000.000 króna málsvarnarlaun Stefáns Karls Kristjánssonar verjanda síns, að meðtöldum virðisaukaskatti , auk 3 56 . 70 0 króna ferðakostnað ar og dagpeninga verjanda.