Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 28 . maí 2020 Mál nr. S - 1542/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu (Elín Hrafnsdóttir aðstoðarsaksóknari) g egn Atl a Hrannari Heimiss yni Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, var höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 3. mars 2020, á hendur: fyrir eftirtalin umferðar - , fíkniefna - og lyfjalagabrot, með því að hafa: 1. Fimmtudaginn 28 . mars 2019 á heimili sínu í íbúð 202 að í Reykjavík, haft í vörslum sínum í sölu - og dreifingarskyni 11,64 g af amfetamíni, 22,60 g af maríhúana, 2 stykki af contalgin, 2 stykki af LSD, 46 stykki af læknislyfjum og 4 stykki af quetiapin mylan , án þess að hafa markaðs - og lyfsöluleyfi Lyfjastofnunar, en lögreglumenn fundu fíkniefnin og lyfin við leit í íbúðinni. [...] Telst brot þetta varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., r eglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018 og 1. mgr. 7. gr. og 1. mgr. 20. gr., sbr. 2. mgr. 49. gr. lyfjalaga nr. 93/1994, með áorðnum breytingum. 2. Mánudaginn 22. apríl 2019 ekið bifreiðinni [ án þess að hafa öðlast ökurétt og óhæfur til að stórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna og slævandi lyfja (í blóði mældist alprazólam 21 ng/ml, amfetamín 155 ng/ml, kókaín 30 ng/ml og tetrahýrókannabínól 7,5 ng/ml) um Reykjavíkurveg í Ha fnarfirði, , þar sem lögregla hafði afskipti af ákærða. [...] 2 Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 3. Mánudaginn 12. ágúst 2019 ekið bifreiðinni sviptur ökurétti og óh æfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna og slævandi lyfja (í blóði mældist alprazólam 27 ng/ml, amfetamín 60 ng/ml, kókaín 315 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 2,4 ng/ml) um Vindás í Reykjavík, , þar sem lögregla hafði afskipti af ákærða. [...] Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 101. gr. laga nr. 77/2019. Krafist er upptöku á 11,64 g af amfetamíni, 22,60 g af maríhúana, 2 stykkjum af contalgin, 2 stykkjum af LSD, 46 stykkjum af læknislyfjum og 4 stykkjum af quetiapin mylan, sem hald var lagt á, samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018 og 4. mgr. 49. gr. lyfjalaga nr. 93/1994, með áorðn um breytingum. Þá er krafist upptöku á kr. 12.000, sem hald var lagt á skv. 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974, sbr. og 1. mgr. 69. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en peningarnir eru ætlaður ágóði af sölu fíkniefna og lyfja. Við þingfestingu máls ins féll ákæruvaldið frá þeirri verknaðarlýsingu að ákærði hafi 12. ágúst 2019 ekið sviptur ökurétti, sbr. ákæruliður. nr. 3, hið rétta sé að ákærði hafi í umrætt sinn ekið án þess að hafa öðlast ökuréttindi. Heimfærsla brotsins er hin sama og vísað er til í ákæru. Ákærði sótti ekki þing við þingfestingu málsins og hafði ekki boðað forföll en hafði verið birt ákæra og fyrirkall. Verður málið dæmt samkvæmt heimild í a - lið 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála enda var þess getið í fyrirkal linu að þannig gæti farið um meðferð málsins. Með vísan til framanritaðs og til rannsóknargagna málsins telst framangreind háttsemi sönnuð og er hún rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur 1990. Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagset tu 25 . febrúar 2020 , hefur ákærða fjórum sinnum verið gerð refsing fyrir brot gegn 2., sbr. 5. og 6. gr. laga nr. 65/1974 um ávana - og fíkniefni frá árinu 2020. Þá var ákærði 3 dæmdur til að greiða sekt með dómi Héraðsdóms Vesturlands 28. október 2019, fyrir akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Sakaferill ákærða hefur að öðru leyti ekki áhrif við ákvörðun refsingar í máli þessu. Brot þau sem ákærði er nú sakfelldur fyrir voru öll drýgð áður en dómur Héraðsdóms Vesturlands var kveðinn upp 28. október 201 9 . Verður honum því gerður hegningarauki vegna þeirra, sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Að því virtu og með hliðsjón af sakarefni málsins þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga , en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Með vísan til lagaákvæða í ákæru er ákærði svip tur ökurétti í 3 ár frá birtingu dóms þessa að telja. Með vísan til lagaákvæða í ákæru sæti ákærði upptöku á 11,64 grömmum af amfetamíni, 22,60 grömmum af marí j úana, 2 stykkjum af contalgin, 2 stykkjum af LSD, 46 stykkjum af læknislyfjum, 4 stykkjum af qu etiapin mylan og 12.000 krónum , sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins. Ákærði greiði 517.308 krónur í sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Kristmundur Stefán Einarsson aðstoðarsaksóknari fyrir Elínu Hrafnsdóttur aðstoðarsaksóknara. B jörg Valgeirsdóttir, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Atli Hrannar Heimisson, sæti fangelsi í 30 daga , en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa, haldi ák ærði almennt skilorð 57. gr. laga nr. 19/1940. Ákærði er sviptur ökurétti í 3 ár frá birtingu dómsins að telja. Ákærði sæti upptöku á 11,64 grömmum af amfetamíni, 22,60 grömmum af maríjúana, 2 stykkjum af contalgin, 2 stykkjum af LSD, 46 stykkjum af læknis lyfjum, 4 stykkjum af quetiapin mylan og 12.000 krónum. Ákærði greiði 517.308 krónur í sakarkostnað. Björg Valgeirsdóttir