Héraðsdómur Reykjavíkur Dómur 15. júlí 2020 Mál nr. S - 1547/2020 : Lögreglustjórinn á höfuðborgars væðinu (Elín Hrafnsdóttir aðstoðarsaksóknari) g egn Jón i Þorberg Elísabetars yni Dómur Mál þetta, sem dómtekið var í dag, var höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 3. mars 2020, á hendur: fyrir eftirtalin umferðarlagabrot, með því að hafa: 1. Laugardaginn 13. október 2018 ekið bifreiðinni sviptur ökurétti suður Snorrabraut í Reykjavík, að Eiríksgötu. [...] Telst brot þetta varða við 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 2. Mánudaginn 11. febrúar 2019 ekið bifreiðin ni sviptur ökurétti norður Vesturlandsveg, í Hvalfjarðargöngum. [...] Telst brot þetta varða við 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. 3. Þriðjudaginn 2. júlí 2019 ekið bifhjólinu sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna því örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist MDMA 40 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 9,4 ng/ml), norður Reykjanesbraut í Garðabæ, án þess að hlýða fyrirmælum lögreglu um að stöðva akstur, með allt að 160 km hraða á klukkustund, þar sem ley fður hámarkshraði var 80 km á klukkustund, 2 ekið á milli akreina og á milli bifreiða, sem ekið var í sömu akstursstefnu og án þess að gefa stefnuljós. [...] Telst brot þetta varða við 5. mgr. 7. gr., 5. mgr. 23. gr., 1., sbr. 2. mgr. 33. gr., 2., sbr. 4. m gr. 37. gr., 1., sbr. 2. mgr. 50. gr. og 1. mgr. 58. gr., sbr. 1. mgr. 94. gr. og 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 101 Ákærði sótti ekki þing við þingfestingu málsins og hafði ekki boðað forföll en fyrirkall hafði verið birt í Lögbirtingablaðinu með lögmætum hætti. Verður málið því dæmt samkvæmt heimild í a - lið 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála enda var þess getið í fyrirkallinu að þannig gæti farið um meðferð málsins. Með vísan til framanritaðs og til rannsóknargagna málsins telst framangreind háttsemi sönnuð og er hún rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur 1990. Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 25 . febrúar 2020 , var ákærða gerð sekt með dómi Héraðsdóms Vesturlands 8. janúar 2016 m.a. fyrir akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Þá gekkst ákærði undir þrjár sektir samkvæmt lögreglustjórasáttum 13. ágúst 2017, en allar voru þær vegna aksturs ákærða sviptur ökuréttindum. Með viðurlagaákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur 11. apríl 2018 var ákærða gerð sekt , m.a. fyrir akstur undir áhrifu m ávana - og fíkniefna. Við ákvörðun refsingar nú er því við það miðað að ákærða sé nú í þriðja sinn gerð fyrir akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna og í annað sinn fyrir akstur sviptur ökuréttindum, allt innan ítrekunartíma í skilningi 71. gr. almennr a hegningarlaga nr. 19/1940. Með hliðsjón af sakarefni málsins , dómvenju og 77. gr. almennra hegningarlaga þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 60 daga . Með vísan til lagaákvæða í ákæru er ákærði sviptur ökurétti ævilangt frá birtingu dóms þess a að telja. Ákærði greiði 153.612 krónur í sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Lína Ágústsdóttir aðstoðarsaksóknari fyrir Elínu Hrafnsdóttur aðstoðarsaksóknara. Björg Valgeirsdóttir, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. 3 D Ó M S O R Ð: Ákærði, Jón Þorberg Elísabetarson, sæti fangelsi í 6 0 daga . Ákærði er sviptur ökurétti ndum ævilangt frá birtingu dóms þessa. Ákærði greiði 153.612 krónur í sakarkostnað. Björg Valgeirsdóttir